Lögberg - 30.12.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 30.12.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. DESEMBER 1943 Montgomery—maðurinn, sem sigraði Rommel Eftirfarandi grein um hinn frœga hrezka eyðimerkur- hershöfðingja, Bernard Montgomery er eftir A. F. Auk persónulegrar lýsingar á þessari styrjaldarhetju kemst greinarhöfundur að þeirri niðurstöðu, að Mont- gomery hafi sannað í eitt skifti fyrir öll fáránleik þeirrar skoðunar, að þýzki herinn vœri ósigrandi. Það er líkt um Montgomery og hinn fræga herforingja, Joffre, að hann fer í rúmið klukkan tíu að kveldi, en rís úr rekkju klukk- an fimm að morgni. En að öðru leyti eru þeir ekki líkir. Mont- gomery er snarráður maður og getur haft margt í huga í einu. Hann gumaði af því í Frakk- landi árið 1940, að hann þyrfti aldrei að skrifa dagskipun eða neinar skipanir yfirleitú Hann hefir tröllatrú á því að skipa foringjum sínum skýrt og munn- lega fyrir. Sagt er, að um leið og hann kom til eyðimerkurinn- ar, hafi hann kvatt alla foringja sína til fundar við sig og haft að engu þá fullyrðingu þeirra, að ekki mættu allir foringjarnir hverfa frá vígstöðvunum í einu. Það eru nú þrjátíu og fjögur ár síðan Montgomery fór úr her- skólanum og gerðist undirfor- ingi í hinni konunglegu Y/ar- wickshire-herdeild, en hann stjórnaði einni sveit þeirrar her- deildar á árunum 1931 — 1934. Tíu ár í æsku sinni dvaldi hann í Tasmaníu, en þar var faðir hans biskup. Hann segist hafa fengið nóg af hinum trúarlega strangleika og aga föður síns. Og sparneytni Hans og hinn hálf- gerði meinlætalifnaður, sem er eitt af höfuðeinkennum hans, á ekki rætur sínar að rekja til hins kristilega uppeldis. Hins vegar hefir hann lengi haft áhuga á íþróttum. Hann var ágætur knattleikari í Sandhurst og ein af íþróttakempum hersins. Menn minnast þess, að hann hafi snemma þótt með afbrigðum duglegur og ekki sérlega mikið gefinn fyrir foringjaveizlur. Kunningi hans reyndi að fá hann til þess að bjóða stúlku með sér á dansleik og benti honum á að bjóða dóttur prestsins, því að það væri vel viðeigandi. Þessi kunningi bauð prestsdótturinni og Montgomery til tedrykkju og lét stúlkuna sitja við hlið Monty, eins og kunningjarnir kölluðu hann. En því miður kom í ljós, að prestsdóttirin bæði reykti og neytti áfengis. Monty lýsti því yfir, að hún væri ókvenleg og fór ekki á dansleikinn. Þegar hann svo kvæntist seinna, mörg- um til mikillar undrunar, stjórn- aði hann heimili sínu eins og riddari frá miðöldum. Þegar hann, sér til mikillar gleði, eignaðist son, tók hann slíkum viðburði sem hverju öðru hernaðarvandamáli og skipaði daglega fyrir um uppeldi hans. Þegar hann var spurður að því, hvort hann ætlaði ekki að eign- ast fleiri börn, svaraði hann: — Vissulega ekki. Það yrðu altof erfið herstjórnarstörf. Montgomery var í rúm þrjú ár á vesturvígstöðvunum í fyrri heimsstyrjöldinni. Hans var getið sex sinnum í herskýrslun- um vegna hetjulegrar framgöngu hann hlaut brezkt heiðursmerki og franska hetjukrossinn. Sumir segja, að ógnir styrjaldarinnar hafi fengið mjög á hann og af því stafi hinn þunglyndislegi augn- svipur hans, sem kemur ókunn- ungum til að álíta hann eldri en ! fimmtíu og fjögurra ára. Vissu- lega hafa augu hans margt séð um dagana. Þegar hann lá særður í al- deyðu, lagði hermaður nokkur líf sitt í hættu til þess að bjarga honum. Björgunarmaðurinn varö fyrir kúlu og féll dauður ofan á Montgomery, þar sem hann lá. í sjö klukkutíma skutu Þjóð- verjar á þá, en flestar kúlrnar lentu í líkinu. Þar misti Mont- [ gomery annað lungað og átti líf ' sitt að þakka frægum skurð- lækni,, sem af tilviljun var við- staddur og skipaði svo fyrir, að ekki yrði gert að sárum hans nema til bráðabirgða á vígstöðv- unum, heldur yrði hann sendur beina leið heim til Englands. Á árunum milli heimsstyrj- aldanna, þegar hann var í her- ráðunum í Quetta og Camber- ley, hóf Montgomery að vinna að samningu og skipulagningu þess herstjórnarkerfis, sem hann hefir notað nú og gefist ágæt- lega. Á þeim tíma kallaði hann þessa herstjórnaraðferð “hið á- kveðna orustukerfi.” — Tak- markið með því var að tryggja það, að yfirmaðurinn hefði sem víðtækasta vitneskju um það, sem var að gerast á allri víglín- unni og draga sem mest úr því, sem Ciausewitz kallaði “glopp- urnar á víglínunni.” Kerfi Montgomerys gerir honum fært að koma sínum eigin áformum gegn óvinunum í framkvæmd, hvaða brögðum sem fjandmenn- irnir beita. Á heræfingum lætur hann jafnan tvo foringja úr herráði sínu fylgja sér á bifhjólum og er hlutverk þeirra það, að skrifa hjá sér nöfn þeirra foringja, sem vakið hafa athygli á sér fyrir hetjudug og herkænsku — eða fyrir það, sem miður fer, hug- leysi og klaufaskap. Margir for- ingjar hans eru dauðskelkaðir við hann. — Hann er oft grófur og óheflaður í framkomu, en aldrei kaldhæðinn. — Þér eruð góður, herra minn, segir hann stundum við einhvern foringja sinna — en þér eruð ekki nógu góður. Ef foringi kemur inn í skrifstofu Montgomerys leggur hann stundum eftirfarandi spurningar fyrir foringjann: — Eruð þér fullkomlega hraustur til heilsunnar? Eruð þér full- komlega fær um starf yðar? Er- uð þér fullkomlega kunnugur Binge? Birige er nafn hans á ýmsum æfingum sínum og dægrastytt- ingum og er gælunafn hans á þeim. Enginn veit, hvernig á þessu nafni stendur, því að ein CAHADA CALLIHG! I serve Canada by releasing a man for more Active Duty Because Action is necessarv l’m servinq Canada AGAIH Hittið næsta liðssöfnunarmann að máli æfingin er t. d. fólgin í því að leika á slaghörpu, og þegar hann stendur á fætur, drekkur hann eitt glas af vatni. Orðið Binge virðist því vera gælunafn Mont- gomerys á öllu því, sem honum þykir skemtilegt. Monty-er fullkominn atvinnu- hermaður, eins og bezt verður á kosið. Eini metnaður hans er í því fólginn að vinna verk sitt svo vel, sem unt er. Að sama leyti og hann er andlega sívak- andi, hefir hann þrek til þess að þola allar þjáningar, stórar og smáar. Hann hefir þann ágæta hæfileika, sem góðum herfor- ingja er nauðsynlegur, en það er skaphiti, sem þó fer aldrei yfir hæfileg takmörk. Vegna þess, hve hann er hneigður til heimspekilegra hugleiðinga, kemur honum fátt á óvart. Og hin kuldalega ró hans og ráð- snilli, þegar Rommel truflaði undirbúning hans undir sóknina miklu, með þýzkri sókn, hefði getað haft alvarlegri afleiðingar, en raun varð á, ef Montgomery hefði ekki verið starfi sínu vax- inn. Enda eru orðin: “að koma á óvart” horfin úr orðabók eyði- merkurhermanna bandamanna. En framar öllu lítur hann svo á, að fyrsta, fremsta og bezta vopmð í öllum hernaði sé mað- urinn sjálfur, hinn sanni her- maður. Sérhver maður í her hans, hvort sem hann er elda- sveinn, herdeildarbókari, ekill eða merkjamaður, •— verður fyrst og fremst og framar öllu öðru að vera hermaður. Sérhver maður verður, auk þess að kunna eigið starf til fullnustu, að hafa einhverja nasasjón af störfum annara deilda hersins, jafnvel þótt þau séu mjög fjar- skyld hans eigin starfi. Hann er fyrsti brezki herforinginn, sem getur sagt: “Brezki landherinn og brezki flugherinn eru ein starfsheild.” Trú hans á hinum brezka hermanni hefir borið á- vöxt í frægum sigri brezka hers- ins. Monty og her hans hafa sannað að fullu og öllu staðleysi og ósannindi þeirrar þjóðsögu, að Þjóðverjar væru ósigrandi. —Alþýðublaðið. Hundrað ára afmæli Sveinbjörns Björnssonar haldið hátíðlegt á Betel Þans 14. des. (8. desember samkvæmt kirkjubókum Staðar í Reykhólasveit), var haldið hátíð- legt hundrað ára afmæli Svein- bjarnar Björnssonar visímanns þar. Afmælisdagurinn rann upp bjartur og fagur, eins og margir ógleymanlegir dagar þessa fagra vetrar. Einhver óvenjulegur há- tíðablær ríkti yfir öllu heimil- inu — þrátt fyrir allar annirnar. Hið aldraða afmælisbarn má segja að sé við þolanlega heilsu, getur enn lesið, les íslenzku viku blöðin all vandlega og fylgist furðu vel með mörgu sem gerist. Þebnan áminsta dag var hann með hressasta móti, og sat uppi mestan tíma dagsins. Ýmislegt átti sér stað er gladdi hann og hresti. Ólafur sonur hans, frá Brown, Man., kom til að heim- sækja hann, honum til ánægju. Stjórnarnefnd Retel sendi hon- um mikla afmælis “cake”, er fólk fékk að njóta af með síðdegis kaffinu. Vistfólk heimsótti hann til að áma honum heilla og bless- unar. Svo var mynd tekin af Sveinbirni og afmælis-“cake” hans, og tók hún sig ágætlega út, fylgir myndin þessum línum. í Almanaki Ólafs Thorgeirsson ar 1935, er grein um Sveinbjörn, sennilega rituð af Ólafi heitnum sjálfum, úr þeirri grein riotfæri eg ýmsar upplýsingar um Svein- björn. Sem vænta mátti er hann Breið firðingur að ætt. Foreldrar hans voru Björn Magnússon og kona hans Helga Illugadóttir, er bjuggu í Berufirði í Reykhóla- sveit í Barðastrandarsýslu. Svein björn var ýngstur af 8 börnum þeirra. Ungur réðist Sveinbjörn til vistar hjá hinum nafnkunna Eyjólfi bónda í Svefneyjum á Breiðafirði, frábærum sjósóknara og merkismanns; Eyjólfur mun hafa verið Einarsson. I sjósóknum við fiski- og há- karlaveiðar þjálfaðist Sveinbjörn að dug og karlmennsku og harðri skapgerð, er jafnan hefir ein- kennt hann, og enn sér merki af. Hann réðist til Vesturheims- ferðar 1882, ásamt konu shini Solveigu Johannesardottir og Jóni syni þeirra. Bjuggu þau síð- ast í Neðri Rauðsdal á Barða- strönd. Hann fór til Norður Dakota, nam land í Pembina-ár- dalnum, vestur af Wallhalla-bæ. “Þar haslaði Sveinbjörn sér völl, ruddi skóginn og hreinsaði land- ið og bygði sér bústað og bjó þar yfir 40 ár”. Leiðir Sólveigar og Sveinbjarnar skildu á fyrsta ári í Vesturheimi. Nokkru síðar tók hann að sér Matthildi Oddsdótt- ir frá Kóngabakka í Helgafells- sveit, var hún ekkja Guðjóns Sigurðssonar, og átti dreng á öðru ári, er Kristján Norðmann hét. Varði farsæl samfylgd þeirra í 39 ár. Þau eignuðust 3 syni og eina dóttur, dóttirin er Oddborg, Mrs. Danielson, býr hún í Walhalla, einnig er Hugi (Illhugi) bróðir hennar þar bú- settur, en Magnús, og Ólafur, synir Sveinbjarnar búa við Brown, Man. Til Betel kom Svein björn til vistar frá heimili sínu í Walhalla, þann 27. sept. 1937, og hefir vdrið þa,r vistmaður síðan. Sveinbjörn hefir verið maður í lægra meðallagi, afar hnell- inn, þykkur undir hendur ðg hraustlega bygður. Enn er hand- tak hans þétt og traust. Heyrnin er orðin dálítið sljó. Minmð er furðu gott, staðbundið og traust. Hygni og langsýni munu jafnan hafa einkent hann bæði í efna- legu tilliti, en einnig í annari merkingu. Málafylgju maður var hann nokkur, að eigin og annara sögn. Óljúft mun honum jafnan verið hafa að láta hluta sinn — að nauðalausu fyrir öðrum, hverj ir helzt sem voru. Hann á margar minningar sem fróðleiksgjörnum mönnum getur verið bæði hin mesta ánægja og fræðslulind við hann að tala, og af honum að fræðast um liðna tíð. Hann var æskuleikbróðir séra Matthíasar Jochumssonar og Ara bróður hans. Enn ber hann sér í huga glöggar minningar um séra Ólaf Johnsen, er var prestur á Stað á Reykjanesi í bernsku hans, stórbrotinn höfðingi og glæsi- menni, hreinn í lund, höfðingi og merkismaður. Þannig á Svein- björn einnig glöggar minningar um Breiðfirsku sjókappana, er sigldu sínum tiltölulega litlu skipum — og sóttu sjó — stund- um með meira ofurkappi en for- sjá, kaldir og rólegir — hvernig sem gekk. Eitthvað af þeirri skap gerð eldir en eftir af hjá Svein- birni. Það má með sanni segja að hann ber elli sína, jafn löng og æfin er nú orðin, með kaldri ró vitringsins, er að lokum hefir — eftir langt og breytilegt og æfintýraríkt stríð komist í far- sæla höfn, — þar sem að ró næði og friður umkringir hann eftir stríðið við storma og strauma sem á undan er gengið. Gamal- S mennahælið Betel, er ein slík friðsæl höfn — þessu afmælis- barni er hér um ræðir — og öllum er þar dvelja. — 1 fyrrnefndu hefti Almanaks Ó. S. Thorgeirssonar, er ljóða- bréf til Sveinbjarnar, ort af skáldinu Þorskabít, læt eg 3 nið- urlagserindin fylgja þessum lín- um: Líða fer á langan dag, lífs þíns unnin glíma. Senn er komið sólarlag, sígur að háttatíma. Eftir ferðafár og vos fram til leiðarmóta, sælt er lífs með sigurbros sofna og hvíldar njóta. Verði signuð sálarfrið í sólhvörf æfi þinnar, eins og barns, er blundar við brjóstin móður sinnar. Guð gefi þér fagurt æfikvöld Breiðfirski sjóvíkingur og Vest- ræni lancLnámsmaður! S. Ólaísson. Dánarminning Ólafur Guðmundur Hannes- son, andaðist að heimili sínu hér í Selkirk, þann 15. des., eftir nokkra mánaða veikindi. Hann var fæddur í Winnipeg-borg 14. júlí 1889, sonur Mr. og Mrs. J. M. Hannesson. Unglingur að aldri fluttist hann ásamt föður sínum til Selkirk, átti jafnan hér heima, Hann kvæntist Emmu Karlenzig, þau eignuðust 2 börn, John, til heimilis í Selkirk, kv. Björg Goodman, og Dorothy, heima hjá móður sinni. Hann á 3 bræður og 4 systur á lífi, meðal bræðra hans er Dr. Hannes, læknir í Lundúnum. Ólafur var fjörmaður og vinnu maður mikill, og jafnan glaður; r um 22 ár vann hann á verk- smiðjunum hér. Útför hans er var fjölmenn fór fram frá útfarar- stofu M. Gilberts og íslenzku kirkjunni að fólksfjölda við- stöddum. Sóknarprestur jarð- söng með aðstoð hérlends prests. S. Ólafsson. THE ROYAL BANK OF CANADA General Statement, 30 November, 1943 LIABILITIES Capital stock paid up $ 35,000,000.00 Reserve fund $ 20,000,000.00 Balance of profits carried forward as per Profit and Loss Account 3,815,487.77 $ 23,815,487.77 Dividends unclaimed ......................................... 48,391.38 Dividend No. 225 (at 6% per annum), payable lst December, 1943 525,000.00 24,388,879.15 $ 59,388,879.15 Deposits by and balances due to Dominion Government $211,399,141.17 Deposits by and balances due to Provincial Governments. 18,927,734.21 Deposits by the public not bearing interest 650,405,984.64 Deposits by the public bearing interest, including interest accrued to date of statement.............................. 500,036,292.49 Deposits by and balances due to other chartered banks in Canada ............................................................ 2,973.04 Deposits by and balances due to banks and banking cor- respondents in the United Kingdom and foreign countries 19,119,072.51 1,399,891,198.06 Notes of the bank in circulation 12,851,348.37 Acceptances and letters of credit outstanding 35,135,037.13 Liabilities to the public not included under the foregoing heads 1,831,108.93 $1,509,097,571.64 A S S E T S Gold held in Canada .......................$ 91.51 Subsidiary coin held in Canada .................................. 1,656,538.43 Gold held elsewhere .................................................. 28,503.42 Subsidiary coin held elsewhere 1,304,002.47 Notes of Bank of Canada 33,824,111.25 Deposits with Bank of Canada 87,977,394.64 Notes of other chartered banks 301,969.74 Government and bank notes other than Canadian 54,538,164.13 $ 179,630,775.59 Cheques on other banks ........................................$ 53,535,963.61 Deposits with and balances due by other chartered banks in Canada ................................................. 4,641.01 Due by banks and banking correspondents elsewhere than in Canada 90,054,607.39 143.595,212.01 Dominion and Provincial Government direct and guaran- teed securities maturing within two years, not ex- ceeding market value ........................................................ 415,240,179.87 Other Dominion and Provincial Government direct and guaranteed securities, not exceeding market value 226,658,440.40 Canadian municipal securities, not exceeding market value 10,446.954.62 Public securities other than Canadian, not exceeding market value 59,013,288.08 Other bonds, debentures and stocks, not exceeding market value 23,426,379.78 Call and short (not exceeding 30 days) loans in Canada on bonds, debentures, stocks and other securities of a sufficient marketable value to cover 8,759.088.12 Call and short (not exceeding 30 days) loans elsewhere than in Canada on bonds, debentures, stocks and other securities of a sufficient marketable value to cover 37,933,121.08 $1,104,703,439.55 Current loans and discounts in Canada, not otherwise included, estimated loss provided for $277,921,237.00 Loans to Provincial Governments 2,479,527.83 Loans to cities, towns, municipalities and school districts 13,472,816.54 Current loans and disounts elsewhere than in Canada, not otherwise included, estimated loss provided for 55,225,770.78 Non-current loans, estimated loss provided for 794,368.42 349,893,720.57 Bank premises, at not more than cost, less amounts written off 12,762,442.13 Real estate other than bank premises 1,224,534.20 Mortgages on real estate sold by the bank »724,089.56 Liabilities of customers under acceptances and letters of credit as per contra 35,135,037.13 Shares of and loans to controlled companies 2,995,461.60 Deposit with the Minister of Finance for the security of note circulation 900.000.00 Other assets not included under the foregoing heads 758,846.90 $1,509,097,571.64 M. W. WILSON, S. G. DOBSON, President and Managing Director. General Manager. AUDITORS’ REPORT TO THE SHAREHOLDERS, THE ROYAL BANK OF CANADA: We have examined the above Statement of Liabilities and Assets as at 30th November, 1943, with the books and accounts of The Royal Bank of Canada at Head Office and with the certified returns from the branches. We have checked the cash and the securities representing the Bank’s investments held at the Head Office at the close of the fiscal year, and at various dates during the year have also checked the cash and investment securities at several of the impoHant branches. We have obtained all the information and explanations that we have required, and in our opinion the transactions of the Bank, which have come under our noticer have been within the powers of the Bank. The above statement is in our opinion properly drawn up so as to disclose the true condition of the Bank as at 30th November, 1943, and is as shown by the books of the Bank. A. BALLANTYNE, C.A., of Peat, Marwick, Mitchell & Co M. CXíDEN HASKELL, C.A., of Haskell, Elderkin & Co. Montreal, Canada, December, 24, 1943. PROFIT AND LOSS ACCOUNT Balance of Profit and Loss Account, 30th November, 1942 $ 3,259,198.23 Profits for the year ended 30th November, 1943, after pro- viding $2,281,952.60 for Dominion Government taxes and after making appropriations to Contingency Reserves, out of which Reserves provision for all bad and doubtful debts has been made 3,426,289.54 ------*----- $ 6,685,487.77 APPROPRIATED AS FOLLOWS: Dividend No. 222 at 6% per annum $ 525,000.00 Dividend No. 223 at 6% per annum $ 525,000.00 Dividend No. 224 at 6% per annum $ 525,000.00 Dividend No. 225 at 6% per annum $ 525,000.00 $ 2,100,000.00 Contribution to the Pension Fund Society 370,000.00 Appropriation for Bank Premises 400,000.00 Balance of Profit and Loss carried forward 3,815,487.77 -------------- $ 6,685,487.77 M. W. WILSON, S. G. DOBSON. President and Managing Director. General Manager. Montreal, December 24, 1943. J Auditors.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.