Lögberg - 30.12.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.12.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. DESEMBER 1943 3 The Icelandic Canadian Á þeim tíma sem því var hreift i íslenzku blöðunum, að það ætti að byrja á að gefa eina blaðsíðu í blaðinu, aðra hverja viku fyrir enskar ritgjörðir, frá “The young Icelandic Club” í Winnipeg, þá var eg einn af þeim mörgu sem var því mótfallin, ekki af því að eg efaðist um að margt aí því sem frá þeim kæmi, mundi verða bæði fræðandi og skemtandi, því eg þekti til þess, að margir í þeim félagsskap voru vel ment- aðir og hæfilegleika menn. Aðal ástæðan sem eg hafði á móti því fyrirkomulagi var sú, að eg tímdi ekki að tapa svo miklu rúmi í blöðunum af íslenzku lesmáli. Mér hefir ætíð fundist íslenzku blöðin okkar vera helst til lítil, svo það mætti ebki við því að þau minkuðu. Svo voru margar fleiri ástæður gefnar á móti því fyrikomulagi. Það hefur enga þýð ingu að fara að rekja þá sögu lengra, það nægir að geta þess að þær ástæður voru teknar til greina af útgefendum íslenzku blaðanna, og það fvrirkomulag lagt aftur niður. Nú hefir “The Icelandic Cana- dian Club” í Winnipeg byrjað að gefa út tímarit á ensku, sem er kallað “The Icelandic Canadian”, og kemur út fjórum sinnum á óri og kostar árgangurinn $1.00. Við erum nú búnir að lesa þetta rit í hálft annað ár, svo það er nægilegt sýnishorn af ritinu. Fyrir utan aðal ritstjórann sem er skáldkonan og rithöfundurinn Mrs. L. G. Salverson, þá hefur ritstjórnin verið svo heppin að fá marga af okkar mentuðustu hæfileikamönnum, til að rita fyr- ir blaðið, svo þar kennir margra grasa. Líka koma þar fram á sjónarsviðið nokkrir af yngri kyn slóðinni með ritsmíðar sínar, bæði í bundnu og óbundnu máii, sem gefa góðar vonir um þá í framtíðinni. Alt þetta unga fólk finnur hjá sér máttinn til að rita, og laungun til þess að fá að reyna sig á þeim sviðum. Þarna eru The Icelandic Club komnir á rétt stryk. Hér geta þeir unnið þjóðræknisstarfsemi Vestur íslendinga ómetanlegt gagn, þess vegna á þessi félags- skapur og rit þeirra að hafa óskift fylgi allra góðra og gildra þjóðræknisvina. Það er ekki tilgangur minn með þessum línum, að fara neitt að ræða um efnið í þeim heftum sem út eru komin, heldur það að benda yngri kynslóðinni, sérstak- lega, á það að kynna sér þetta rit, ef þessar línur hafa þau áhrif á nokkra, þá er tilgangi mínum náð. Höfundamir sem rita í “The Icelandic Canadian” mæla best með sér sjálfir, eins og Mrs. L. G. Salverson, Dr. R. Beck, W. J. Lindal dómari, Próf. G. J. Oleson og séra V. J. Eylands svo eg nefni aðeins fáa af þeim sem hafa veitt þessu fyrirtæki liðsinni sitt. Það les enginn þessi hefti sem út eru komin, svo að hann sé ekki nokkuð kunnugri í íslenzkri sögu og bókmentum eftir en áður, jafnvel Íslendingar sem þykjast vera vel að sér í þeim fræðum, munu margir hverjir af þeim hafa fræðst við lesturinn. Eg kannast við það fyrir sjálfum mér að svo hafi verið. Það eina sem eg hef að finna að The Ice- landic Canadian, er að það er of lítið, en hæglega má ráða bót á því, með því að styðja fyrirtækið bæði í orði og verki, með því að kaupa ritið og hjálpa til að út- breiða það sem bezt. Árgangur- inn kostar aðeins $1.00, svo ritið ætti að eiga heima á hverju ís- lenzku heimili. Það eru fá heimili svo fátæk að þau geti ekki keypt það, ef hugur fylgir máli. Eg hef sannfærst um það, að þetta rit á brýnt erindi við yngri kynslóðina, sem hefir farið á mis við það að læra móðurmálið sitt. Eg hef átt tal við margt af þessu unga fólki, sem hefur mikinn á- huga fyrir því að geta fræðst sem mest um íslandssögu og bók- menntir. Eg hef oft verið spurður að því, hvað væri best að lesa til að fræðast um þessi málefni. Eg hef bent þeim á sumt af þeim bókum sem hafa verið gefnar út á ensku, sem fjalla um íslenzk málefni, nú í seinni tíð, hef eg bætt því við, að benda þeim á “The Icelandic Canadian”, því þar gætu þeir fengið mikinn fróð leik á þeim sviðum. Nú hef eg tekið upp á því að gefa börnum mínum árgang af tímaritinu í jólagjöf, í staðinn fyrir annað glys og glingur sem svo mikið er brúkað í þeim tilgangi. Ef fleiri vildu taka upp þessa aðferð, mundi það fljótt auka útbreiðslu blaðsins, það þarf ekki nauðsyn- lega að vera gjört um jóla leytið, sú gjöf er tímabær á hvaða tíma ársins sem er. Nú hefur þetta ungmennafélag sýnt það í orði og verki, að það vill vinna í sameiningu við okk- ur þá eldri á þjóðræknislegum grundvelli. Er það mikilsvert fyr ir alla sem unna þeim málefnum. “Þegar æskan vill rétta þér örf- andi hönd, þá ert þú á framfara vegi.” Svo óska eg öllum lesendum blaðsins gleðilegra jóla og farsæls nýárs. S. Guðmundson. Kveðja til Vestur- íslenzkra Góðtemplara Kæru félagssystkin! Mér þótti það harla merkilegar fréttir og góðar, er eg las það í íslenzku vikublöðunum, að nú væri svo komið að goldinn væri að fullu hinn mikli kostnaður við byggingu og margvístegar endur- bætur samkomuhúss íslenzkra Templara í Winnipeg, og að skuldabréfin yrðu orend á af- mælishátíð stúknanna í ár. Með þessu er óneitanlega mikill sigur unninn og ber að þakka öllum þeim, sem hér hafa lagt hönd á plóg, vel unnið verk, sérstak- lega fulltrúanefnd stúknanna, sem mest og best hefir að þessu verki unnið á liðnum árum. Á þessum tímamótum sæmir einnig að minnast þess með þakklæti hvert skjól samkomuhús Góð- templara í Winnipeg hefir verið íslenzku félagslífi áratugum sam an. Verður það ekki auðveldlega metið. En jafnframt því, að vér fögn- um yfir þeim sigri, sem felst í skuldlausri eign samkomuhúss félagsskapar vors, ber að minha á það, að sú sigurvinning ætti að gera félagsfólki voru hægara um vik að einbeita stafskröftum sín- um að höfuðmarkmiði félagsskap arins: útrýmingu ofdrykkju og áfengisböls. Er það .verkefni á- valt knýjandi, og sérstaklega á þessum örlagaþrungnu tímum, þegar land það, sem vér eigum þegnskuld að gjalda, krefst hinn- ar ýtrustu orku, andlegrar, lík- amlegrar og fjárhagslegrar, af l öllum þegnum sínum. Skilaboð til BÆNDA °8 vinnumanna þeirra Canadamenn finna til metnaðar yfir skerf sínum til stríðssóknarinnar, að því er viðkemur aukinni mat- vælaframleiðslu frá ári til árs. Haldið vakandi þessu nytsama starfi! Yðar fyrsta skylda, er að auka fram- leiðslu búaðarafurða! Canada þarfnast aukinna birgða af brenni, staurum til sögunar og pappírsgerðar. Margir bændur geta lagt þessu íið með skógarhöggi á sínum eigin bújörðum, og fyrir slíka framleiðslu, er þeim trygður arðvænlegur markaður. Ef þér eigið heimangengt í velur án þess að búfram- leiðslan bíði við það hnekki, þá hvet eg yður til þess að stunda skógarhögg eða aðra áríðandi at- vinnu. Að sjálfsögðu hverfið þér til heimila yðar með vorinu. Nauðsynjastörf yðar yfir veturinn koma ekki í bága við frestun frá heræfingum. ^’ Minister oj Labour. Poblished in the national interest by THE PULP AND PAPER INDUSTRY OF CANA D A Ekki er því að leyna, að á brattan er að sækja í hinu göf- uga starfi, sem Góðtemplara- félagsskapurinn er helgaður, en þá er þess jafnfrámt að minnast, að óhögguð standa orð hins mikla skálds og hugsjónamanns: “Stórt er best að vinna.” I þeim anda sendi eg félags- systkinum mínum í stúkunum “Heklu” og “Skuld” hugheilar heillaóskir og nýárskveðjur. Bróðurlegast. Richard Beck. ' • Hann: Haldið þér að þér get- ið látið yður lítast á mig? Hún: Ekki skal eg fullyrða að það geti ekki orðið, en eg er hrædd um, að það verði örðugra að kenna föður mínum það. KAUPIÐ-LESIÐ-BORGIÐ LÖGBERG Business and Professional Cards Drummondville CottonCo. LTD. 55 Arthur St., Winnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. Blóm slundvíslega afgreidd THE ROSERY ltd. Stotnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. G. P. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Baclcman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfræOinpur Skrifstofa: Room 811 McAj-thur Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Pljót afgreiðsla. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla í heildsölu með nýjan og írosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofuslmi 25 355 Heimasími 55 463 lílei/ets Siuxlios f*d. (euyest Phofogctwhic Oiganifaiwn ui Canada -224 Notre Dame- CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Parje, Manapincj Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. - Office Phone Res. Phone 88 033 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrceOingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Simi 98 291 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. A. V. JOHNSON Dentist 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlæknar e 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO Legsteinar sem skara framúr Orvals blágrýti og Manitoba marmari SkrifiO eftir verOskri GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sími 61 023 Frá vini A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfml 86 607 Heimilis talslmi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur 1 eyrna, augna, nef og h&lssjúkdómum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til D Skrifstofuslml 22 261 Heimilisslmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBT STREET (Beint suður af Banning) Talslmi 30 877 • Vtðtalstlml 3—5 e. h. <£> V GUNDRY & PYMORE LTD. British Quality — Fish Netting 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Winnipeg Manager, T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.