Lögberg - 27.04.1944, Side 4

Lögberg - 27.04.1944, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. APRÍL, 1944 ........Xögberg——— Gefiö út hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg:” is printed and publishea by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipegr, Manitooa PHONE 86 327 Bróðurhönd yfir hafið Við nýafstaðin virðuleg og fjölsótt hátíðahöld í tilefni af aldarfjórðungsafmæli Þjóðræknis- félags Islendinga í Vesturheimi, auðsýndi ríkis- stjóm íslands, oss þá miklu og ógleymanlegu sæmd, að senda til vor kærkominn og virðu- legan erindreka, biskupinn yfir íslandi, herra Sigurgeir Sigurðsson; á biskupi sannaðist hið fornkveðna, að hann kom, sá og sigraði; inni- leiki sá, er mótaði hinar mörgu og fögru ræður hans, ásamt ljúfmannlegri persónu hans, snart viðkvæman hljómgrunn í vitundarlifi vor Vestmanna, og leysti úr læðingi dulin þjóð- ræknisöfl, sem, ef alt skeikar að sköpuðu, eiga eftir að ryðja sér til rúms með auku áhrifa- magni; nú er gróandinn að fá yfirhöndina í ríki hinnar ytri náttúru, og hliðstæð því ættu átök vor að vera á vettvangi þjóðræknismál- anna; og myndi Sigurgeiri biskupi heimsókn- in þá bezt goldin, ef átökin fyrir viðhaldi vorrar tignu tungu, færðust svo í auka, að vét í þeim skilningi yrðum allir eitt; allir sístarfandi vökumenn menningarerfðum vor- um til fullverndar. Að Þjóðræknisfélaginu sé jafnt og þétt að vaxa fiskur um hrygg, verður nú ekki lengur dregið í efa; það hefir ágætum starfskröftum á að skipa, og innan vébanda þess er vissulega svo hátt til lofts og vítt til veggja, að þar geta allir Islendingar í þessari heimsálfu auðveld- lega rúmast; enda er það takmarkið, sem stefnt skal að, án tillits til áreynslu. “Þar, sem við ekkert er að berjast, er ekki sigur neinn að fá.” Vináttumerkjum heimaþjóðarinnar 1 vorn garð, fer fjölgandi með ári hverju; alt slíkt ber að meta og þakka; fyrir þetta verður af vorri hálfu eitthvað að koma í staðinn; og endurgjald vort verður þá fyrst og fremst fólgið í því, að vér sýnum í virkri athöfn, að vér viljum nokkuð á oss leggja til styrktar þeim málum, sem í eðli sínu eru sameign vor og stofnþjóðar vorrar, en slíkt gildir um tungu vora og andlegar menn- ingarerfðir. Hinn drengilegi stuðningur Alþingis og ís- lenzku ríkisstjórnarinnar við íslenzku vikublöð- in vestan hafs, er einn votturinn enn um glædd- an góðvilja ættbræðra vorra heima í vorn garð, og ætti að minsta kosti að verða Vestur-ís- lendingum' nokkur hvöt til þess, að fylkja sér enn fastar um blöðin, en fram að þessu hefir gengist við. - Og nú, svo að segja í sömu andránni og ís- lenzk stjórnarvöld sendu oss Sigurgeir biskup, hefir ríkisstjórn íslands auðsýnt Þjóðræknisfé- laginu þá sæmd, að bjóða því að senda heim fulltrúa til þess að mæta af hálfu Vestur-ís- lendinga við hátíðahöld þau, sem ráðgert er að fari fram á Þingvöllum í tilefni af endurreisn lýðveldisins þann 17. júní næstkomandi; hver sá fulltrúi yrði, var auðskilið mál, enda gekk framkvæmdarnefnd félagsins þannig frá því í vikunni sem leið, að velja forseta sinn, Dr. Richard Beck til fararinnar; hvenær hann legg- ur af stað heim er enn eigi vitað, en þegar að þvi kemur, fylgir honum til ættjarðarinnar samstiltur góðhugur Vestur-íslendinga í heild. • Margháttuð hátíðahöld í undirbúningi Alþingi íslendinga hefir nú, eins og vitað er, þannig gengið frá málum, að stofnun lýðveldis á íslandi fari fram á Þingvöllum við Öxará þann 17. júní næstkomandi, og hefir þjóðin þegar hafist handa um viðeigandi hátíðahöld í tilefni af lokaþættinum í stjórnarfarslegri frelsisbar- áttu þjóðarinnar; sú barátta er orðin löng, og hún hefir einnig verið erfið með köflum; en hún hefir líka borið fagurt vitni tápi og vilja- festu hinnar íslenzku þjóðar, sem nú gengur fagnandi út í sigursólskin hins komandi dags. Aðstæður, sem ekki verður við ráðið, hamla því að Vestur-íslendingar fjölmenni við vænt- anleg hátíðarhöld á Þingvöllum þann 17. júní í ár, með líkum hætti og raun varð á 1930. En engu að síður sameinast þeir þar þúsundum saman þjóðbræðrum sínum í anda, og verða með þeim allir eitt. En þótt fótur vor sé fastur, þá ættum vér að vera þess umkomnir, að stofna til hátíðahalda hér vestra í tilefni af endurreisn lýðveldisins með stofnþjóð vorri, er sjálfum oss og syst- kinum vorum heima, megi til nokkurrar sæmd- ar verða; hver einasta nýbyggð vor vestan hafs, stór og smá, má ekki undir neinum kring- umstæðum láta það undir höfuð leggjast, að fagna með samkomum sigri stofnþjóðar vorr- ar, því yfir miklu er að fagna, og sigurinn í raun og veru sameign Islendinga hvar, sem þeir eru í sveit settir; í þessu sambandi ætti nú þegar að vera skorin upp herör sem allra víðast um byggðir vorar, því tíminn er far- inn að verða naumur, og enginn má skerast úr leik. Byggðirnar í norðurhluta Nýja íslands, hafa þegar hafið undirbúning að lýðveldishátið, sem ákveðið er að fari fram á Iðavélti hinum nýja í grend við Hnausa þann 17. júní. Winnipeg- íslendingar og Gimli-menn eru í óðaönn að undirbúa ÍSlendingadaginn, sem haldinn verð- ur á Gimli 7. ágúst. Sá dagur, sem ávalt safn- ar sáman þúsundum manna og kvenna af ís- lenzkum stofni, verður vitaskuld einnig helg- aður lýðveldis sigrinum og íslenzkum menn- ingarverðmætum yfirleitt, og nú hafa íslend- ingar í Winnipeg beitt sér fyrir hátíðahaldi hér í borginni til þess að fagna með heimþjóðinni yfir endurreisn hins forna lýðveldis. I undir- búningi að því hátíðarhaldi taka þátt öll skipu- lögð mannfélagssamtök íslendinga í þessari borg, og stendur að þeim sextán manna nefnd. Síðastliðinn laugardag var fundur haldinn um mál þetta í húsi Þjóðræknisfélagsins á Home Street, og undirbúningur þess skipu- lagður. Til forseta var kjörinn vara-forseti Þjóðræknisfélagsins, séra Valdimar J. Eylands, en skrifaraembættið féll frú Hólmfríði Daníel- son í hlut, en hún er forseti Icelandic Canadian Glub; voru þrjár nefndir kosnar til að hafa undirbúning málsins með höndum. Nú er mál þetta þegar komið á þann rek- spöl, að ákveðið hefir verið, að halda lýðveldis- samkomu þessa í einu af sfórhýsum borgar- innar á föstudagskvöldið þann 16. júní, en á laugardagskvöldið hið næsta á eftir fer fram háiftíma útvarp yfir Canadián Broadcasting stöðvarnar, hverja einustu og einu þeirra á öllu þessu mikla meginlandi; þetta útvarp verð- ur helgað fræðslu um megindrættina í menn- ingar- og stjórnarfarSlegri þróun íslenzku þjóð- arinnar frá upphafi íslands bygðar og fram til vorra daga. — Á sínum tíma verða birt nöfn þeirra. sem í útvarpi og skemmtiskrá taka þátt, ásamt stað og stund, þar sem hvort tveggja fer fram. • Umfangsmikið nytjaverk Eins og að líkum ræður, eiga ráðherrar sam- bandsstjórnar vorrar flestum mönnum ann- ríkara um þessar mundir, og mun forustu- maður póstmálaráðuneytisins, Hon. W. P. Mulock, engin undantekning í því efni; hann er enn maður að kalla á bezta aldri, og kem- ur slíkt sér vel, slíkum feikna önnum sem hann er hlaðinn. Sem sýnishorn af því, hve risavaxið póstmála- kerfi vort er um þessar mundir, nægir að benda á það, að á síðastliðnu ári voru send héðan úr landi yfir hin breiðu höf 31,500,000 bréf til her- manna vorra á hinum dreifða og víðfeðma vett- vangi stríðssóknarinnar. Eins og gefur að skilja, er það geisilegum vanda bundið, að koma á framfæri slíkum bréfa- fjölda, og það ekki sízt til hermanna handan um höf; sem sífellt eru að færa sig úr stað, sumir á sjúkrahúsum, en aðrir á hinum mis- munandi vígvöllum; þó gengur það kraftaverki næst, hve vel tekst jafnaðarlegast til um af- hendingu slíkra bréfa til réttra hlutaðeigenda; það liggur í augum uppi hvern fögnuð það veki í hjörtum hermanna vorra, sem í órafjarlægð dvelja, venjulega undir erfiðum og dapurlegum kringumstæðum, að fá bréf frá ástvinum sínum að heiman, og þess vegna er það hvorki meira né minna en bein siðferðileg skylda, að borgar- arnir veiti póststjórninni hverja þá aðstoð, er verða má, til þess að hermenn vorir megi halda órofnum bréfasamböndum við heimil sín og ást- menni. The Icelandic Canadian Marz-hefti tímarits þessa hefir fyrir nokkru borist oss í hendur, og höfum vér að fullu lökið lestri þess; ritið hefir margháttaðan fróðleify að geyma, og er um alt hið læsilegasta. Sú breyting hefir orðið á í sambandi við út- gáfu ritsins að ritihöfundurinn víðkunni, Daura Goodman Salverson, hefir látið af ritstjóm, en ritnefnd, sem W. J. Lindal héraðsréttardómari, er formaður í hefir tekið við; má með fullum' rétti kalla hann ritstjóra tímaritsins, hann hefir sjálfur samið allar ritstjórnargreinamar; þær eru allar stuttar, en hitta þeim mun betur í mark; langlokur eiga sjaldnast við, og þá sízt í litlu riti, sem ekki kemur út nema nokkrum sinnum á ári. Dr. J. A. Bíldfell á í áminstu hefti sérlega fróðlega og vel samda grein um Eskimóa, en þeim kynntist hann all -ítarlega af langvinnri dvöl sinni á Baffinslandi. P. Bjarnason skáld í Vancouver skrifar í ritið ágæta grein um ís- lenzkan skáldskap, auk þýðinga á íslenzkum ljóð um eftir þá Stephan G. Stephansson og Friðgeir H. Berg. Þegar P. Bjarnason ritar um slík efni, sem að ofan getur, er hann fyllilega heima hjá sér. Friðþjófur Nansen “Á úrslitastundum œfi minnar hefur iðulega eitt hvað. komið fyrir sem hefur líkst því, að mér væri vísuð leið.” ætlaði eg að stökkva stein af steini á eftir Óla Knúb. En það var ekki rúm fyrir einn mann á steininum, hvað þá heldur tvo, og svo fór, að eg datt á bólakaf í vatnið með einn steininn undir höfðinu og annan undir hnés- bótunum. Þessa dagana er að koma út hjá Isafoldarprentsmiðju æfisaga eins djarfasta mikilmennis síðari tíma. Friðþjófs Nansens. Þar seg- ir frá fágætu karlmenni, sem með einstakri fyrirhyggju, gætni og þrautseigju tókst að vinna óvið- jafnanleg afrek, ekki aðeins á hjarnbreiðum Norðurheimskauts ins, heldur og í sjálfstæðisbaráttu fósturjarðar sinnar og síðan á heljarslóðum heimstyrjaldarinn- ar fyrri, þar sem Friðþjófur Nan- sen hélt hæst allra á lofti fána mannúðar, drengskapar og bræðralags þjóðanna. Eins og á stendur hér á landi, mun flestum þykja fróðlegt að kynnast gangi málanna í Noregi 1906, er sambandinu við Sviþjóð var slitið. En frá því segir mjög ýtarlega í bókinni. Þegar menn kynnast því, hver bjargvættur Friðþjófur Nansen reyndist þjóð- um þeim, sem harðast urðu úti í hinni fyrri heimsstyrjöld, mun mörgum verða hugsað til ástands ins nú, og eins og það verður eftir þessa heimsstyrjöld. Hver tekur upp merki Nansens nú til bjargar hinum mikla fjölda þjóða og einstaklinga, sem í sár- um liggja eftir þennan hildar- leik? Þessi viljasterki maður, sem svo nærri liggur að kalla smið gæfu sinnar, taldi sig á engan hátt þvílíkan töfrasmið. Sjálfs- þótti æskuára hans breyttist snemma . auðmjúka þökk fyrir gjafir þær, er honum höfðu hlotn ast og störfin, sem honum auðn- aðist að leysa af hendi. En hann var enginn Alladin. Hann bar sigur úr býtum vegna látlausrar þjálfunar, strangrar vinnu og ódrepandi þrautseigju, en Carlyle segir, að það sé skil- yrði hverskonar yfirburða og * einkunn þeirra. Þjóðabandalagið óskaði eftir að fá að láni heimsfrægan mann frá hlutlausu ríki, til þess að koma alþjóðahjálparstarfsemi sinni í framkvæmd. En afleiðing þessa tiltækis Þjóðabandalagsins varð meiri en nokkur hefði gert ráð fyrir. Hún varð stórkostlegri en svo, að bjargað væri milljónum manna frá bráðum dauða. Frið- þjófur Nansen hóf upp fána nýrr- ar aldar, gamlan fána, niður troð inn og blóði drifinn gunnfána þess hers, er beðið hefir þúsundir ósigra, en verður aldrei brotinn á bak aftur. Frá vörum Nansens kveður við herópið: Við tendrum vitana, svo að þeir beri birtu af hverjum fjallstindi. Við drögum fána okkar að hún í hverju landi. Við knýtum bræðrabönd um- hverfis alla jörðina — stjórnir landanna verða einnig að taka þátt í því og vinna ötullega fyrir hinn nýja tíma! Æfisaga Friðþjófs Nansens er rnjög vel og fjörlega skrifuð og þýðing frú Kristínar ólafsdóttur er ágætlega af hendi leyst. Þar segir frá óteljandi æfintýr- um og víða segir Nansen sjálfur frá. Hann segir svo frá fyrstu fiskiveiðaförinni í Norðurmörk: “Það var mikill gleðidagur, er við lögðum af stað með kaffiket- il og veiðistengur og ætluðum að liggja úti í skóginum. Eg mun aldrei gleyma þeim dögum. Eg sé enn fyrir mér timburkofann við Lönguhlíðarvatnið. Þarna var ótakmarkað frelsi, sannkallað villimannalíf. Enginn pabbi né mamma til að hrópa í okkur og skipa okkur í rúmið eða kalla okkur í matinn. Nótt- in var löng og björt og svefninn stuttur. Um miðnætti skriðum við inn í kofann og lögðum okkur stund arkorn á svefnbálkana, og löngu fyrir sólarupprás vorum við komnir ofan að vatninu og farn- ir að veiða urriða. Við óðum í ánni og stikluðum á steinunum. Eg man eftir því, að einu sinni Þegar eg var unglingur, var eg oft vikum saman aleinn á ferða- lagi um skóginn. Eg vildi engan viðbúnað hafa til fararinnar. Mér nægði að hafa með mér brauð- skorpu og fisk steikti eg á glóð- inni, er eg tók upp eld. Eg vildi lifa lífi Róbinsons Krúsó úti um merkur og skóga.” 1 september 1904 er Nansen uppi í fjöllum. Hann er á rjúpna- veiðum og eltir rjúpuna daglangt. Á kvöldin sezt hann að í selinu. Þá skrifar hann í dagbók sína: “Þessum sæluríku kvöldum verður ekki lýst. Þú horfir ham- ingjusamur á smalann, sem kom- inn er heim á stöðulinn, og hugur þinn leitar ekki lengra. Loftið er bjart og svo kyrrt, að þú heyrir mannsraddir og í bjöllum kúnna þvert yfir breiða dalinn, eins og það væri á næstu grösum.” 10. september 1904. “Eg sit hér brosandi. Fyrir löngu gekk sólin undir bak við ásinn. Það dimmdi og myrkrið færðist yfir hlíðina neðan úr dölunum, en stjörnurn- ar ljómuðu á blárri hvelfingunni, óralangt fyrir ofan okkur. Það skíðlogar í hlóðunum, eldtung- urnar sleikja pottinn, sem við er- um að sjóða í nýskotna fugla, og kasta flöktandi birtu og skuggum á trén í kringum okkur og okk- ur sjálfa, þar sem við sitjum og bryðjum fuglabeinin, því að við erum svo matbráðir, að við gef- um ekki fuglunum tíma til að hálfsoðna. Er eg virði fyrir mér andlit okkar og óhreinar hendur, sem hafa ekki verið þvegnar dög- um saman, og stari inn í eldinn, þá skellihlæ eg innra með mér. Eg er að velta því fyrir mér, hversu þunn hún er, þessi skel, sem við köllum menningu. Við streitumst við það kynslóð eftir kynslóð og ættlið eftir ættlið að fjarlægja okkur náttúrunni og temja okkur alls konar siðfágun og óþarfar lífsvenjur í því skyni að ná einhverju æðra tilveru- formi. En ef við lifum einn eða tvo daga eins og nú undanfarið við strit og fábreytt fæði, þá fleygjum við öllu frá okkur á einu augabragði og steypum okk- ur aftur á bóla kaf í djúp nátt- úrunnar. Hver er munurinn á okkur, er við húkum hér eða liggjum hér óhreinir, votir, hungr aðir eins og úlfar og rífum í okkur með tönnum og klóm hálf soðna fugla og bryðjum beinin, og skinnúlpumönnum þeim, er reikuðu um sömu skóga og sátu norpandi við sama bálið fyrir þúsundum ára? Þeir lögðu bráð sína að velli með steinum og stokkum, satt er það, en við skjótum veiðidýr okkar með P'úðri og blýi. Þeir tendruðu eld sinn með tveim trjábútum og boga, en við höfum eldspýtur. Eldur þeirra var þó ekki lakari en okkar, og kjöt þfeirra ef til vill betur matreitt yfir berum eldi en okkar í potti. Erum við ekki eins þreyttir, votir og svang- ir og þeir voru? Við etum kjötið með sömu áfergju, og lúnir lim- ir okkar njóta sömu hvíldar og hlýju við skógareldinn. Þú ert orðinn óháður náttúrunni, göfugi maður! Eltum við bráðina með minni áfergju? Þótt ekki sé um annað en fugl að ræða, grípur okkur veiðskjálfti, ef við eigum á hættu, að fuglinn fljúgi upp á hverri stundu. Eða þegar stóru dýrin ráðast að okkur í skógar- þykkninu með brauki og bramli. Er þá ekki eins og hjartað nemi staðar í brjósti okkar og hver vöðvi verði að stáli? Við höldum niðri í okkur andanum til þess að láta ekkert heyrast í okkur, og þegar hið stóra og fagra dýr með tilkomumikil hornin gægist fram á milli greinanna og starir á okk- ur, hvar er þá menningin? Æ, þið blessuðu, endurlífgandi, frum stæðu tilfinningar!” Lesbók Mbl. íslenzkt námsfólk vestan hafs vinnur sér gott álit Viðlal við Arnald Jónsson blaðamann. • Arnaldur Jónsson blaðamaður er nýkominn heim eftir eins árs námsdvöl í Bandaríkjunum. Stundaði hann þar nám í blaða- mannaskólanum í Minneapolis og ferðaðist allvíða áður en hann hvarf heim. Hefir hann látið svo um mælt við Tímann: Blaðamannaháskólinn í Minne- apolis, þar sem eg stundaði nám mitt, er einn af nýrri blaða- mannaháskólum Bandaríkjanna. En viðurkent er, að hann sé einn þeirra skóla, sem allra helzt hef- ir tekist að þjálfa blaðamenn og gera þá hæfa til þess að leysa störf sín af hendi með fylsta sóma. Eins og gefur að skilja hefir skólinn á að skipa afburðagóð- um kennurum, og eru ekki ýkj- ur, þótt sagt sé, að þar sé valinn maður í hverju rúmi. Banda- ríkjamönnum er það fullljóst, hve blöðin eru viðamiklar stoð- ir þjóðfélagsins og spara ekkert til að sem bezt verði til þeirra vandað. Skólastjóri blaðamannaháskól- ans í Minneapolis er Ralph Casey, doktor í heimspeki, mjög þektur maður vestra, og undir forustu hans hefir skólinn eflst og þróast. Einn af kennurum skólans er Thomas Barnhart, sem gefið hefir út mjög glögga og rækilega kenslubók í blaðamensku. Eh hún miðuð við lítil blöð, er hafa um 10 þúsund kaupendur eða þar um bil, og fjallar um allar starfsgreinar við slík blöð. — Margra fleiri af kennurum skól- ans væri vert að geta, þótt eigi sé þess kostur hér. Enn er tiltölulega stutt síðan byrjað var að kenna blaða- mensku í háskólum vestra. En nú er sú stefna uppi, að þjálfa beri blaðamennina sem bezt í öllum greinum starfsins, bæði bóklegum og verklegum, og þar er ekkert smáatriði undanskilið. Jafnframt er stefnt að því, að þjóðin eignist blaðakost, er sé svo víðsýnn og áreiðanlegur, að fólk geti treyst og trúað blöðun- um og skapað sér síðan sjálft skoðanir, er bygðar séu á réttum Íírsendum. Árangurinn af þessu merka starfi sést þegar. Síðan skólarn- ir tóku til starfa, hafa blöðin færst stórum nær þessu marki. Æsingafréttir hafa orðið að þoka. Blöðin keppa yfirleitt að því að segja það, sem satt er og rétt, í stað þess að flytja það, er fólki lætur bezt í eyrum. Okkur Islendingum væri það áreiðanlega mikilsvert, að þeir blaðamenn, er reynst hafa hlut- gengir hér, ættu kost á að fara vestur til náms. Ætti Blaða- mannafélagið að velja menn til fararinnar, en ríkissjóður eða einhver menningarstofnun, til dæmis Menriíngarsjóður, að leggja fram fé, er þyrfti, til þess að þetta væri kleift. Árangur- inn af þessum námsferðum myndi fljótt koma í Ijós, ef vel væri á haldið. Blaðamannahá- skólinn í Minneapolis myndi fús- lega taka íslenzkum blaðamönn- um' og greiða fyrir þeim. Eru forstöðumenn stofnunarinnar Is- lendingum mjög vinsamlegir og hafa mikinn áhuga um íslenzk málefni. Styrjaldarreksturinn er nú sóttur af miklu kappi í Banda- ríkjunum. Má svo að orði kom- ast, að öll þjóðin heyi stríðið. Annars vegar er herinn eða hinn beini stríðsrekstur. Allir ungir menn, sem heilir eru heilsu, hafa verið kvaddir eða skrásettir í herinn. Hins vegar er framleiðsla hergagna og matvæla. Hergagna- framleiðslan er nú orðin gífur- lega mikil — miklu meiri en nokkurn gat órað fyrir áður en Bandaríkin fóru í stríðið. Mat-

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.