Lögberg - 27.04.1944, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. APRÍL. 1944
5
Á mynd þessari gefu<r að líta hermenn frá Vestur-Afráku,
sem nýkomnir eru til Indlands og er fagnað af indverskum
hernaðarvöldum.
vælaframleiðslan hvílir mest á
bændunum.
Eg kyntist auðvitað fjölda-
mörgum Islendingum, þar á
meðal mörgum námsmönnum. I
Minneapolis er nú næststærsti
íslenzki námsmannahópurinn í
Ameríku. Öllu þessu fólki sæk-
ist nám sitt vel, og er sumt af
því komið að því að útskrifast.
En vegna þess að námstíminn
hefir verið styttur og námshrað-
inn aukinn, hefir það orðið mjög
á sig að leggja, því að eðlilega
hefir þetta bitnað enn meira á
tlendingum en öðru nómsfólki
Engin dæmi munu vera um
það, að íslenzkir námsmenn hafi
ient í bobba vegna herkvaðning-
ar. Er það í senn að þakka góðri
utanríkisþjónustu okkar vestan
hafs og hinni miklu vinsemd
Bandaríkjastjórnar í garð íslend-
inga. — Tíminn 18. des.
Fréttabréf til Lögbergs
Herra ritstjóri:
Viltu gefa húsaskjól þessum
línum?
Hingað til Blaine hefir verið
óvanalega mikill innflutningur
af Islendingum á síðasta ári.
Pyrst skal telja H. M. Halldórs-
son og fjölskyldu frá Foam Lake,
Sask. Hann keypti hús og jarð-
eign hér fyrir nokkrum árum;
hann mun upprunalega vera frá
Dakota, sonur Magnúsar Hall-
dórssonar, sem margir kannast
við. Einnig er hingað kominn J.
O. Johnson, keypti húseign af
Elis Thomsen. Þá keypti Árni
Hörgdal eign af Jóni Víurn, þar
uieð mikinn útbúnað til hænsna-
ræktar, svo nú er Árni orðinn
einn af hænsna bændunum.
Einnig er bróðir Árna hingað
fluttur og hefir atvinnu við
skipasmíði á verkstæði, sem hér
var sett upp á síðasta ári. Þar
uiunu hafa stöðuga atvinnu 20
—30 manns. Þetta er í byrjun,
og væntum við mikils af því með
tímanum. Þá fluttu hingað í
haust Thórarinn G. Sigurdson
og kona hans frá Hallson, N.D.,
hvar þau hafa búið rausnarbúi
um mörg undanfarín ár; þau
keyptu land eina mílu austur af
Blaine og eru mjög ánægð. Hing-
að fluttu í haust Halldór Biörns-
son og kona hans, settust að á
eign, sem sonur þeirra, Jónatan
D. Björnsson hafði keypt í sum-
ar. Þau Björnssons komu frá
Mountain, N.D. Þá fluttu þau
hjónin Sigmundur S. Laxdal og
kona hans, frá N. D. hingað og
settust að á landi tvær mílur
suður af Blaine, sem tegndason-
ur þeirra, Jónas Helgason keypti.
Einnig ihefir Sigmundur nú
keypt hús inni í Blaine. Þá hafa
þau hjón H. S. Helgason söng-
stjóri og tónskáld, keypt lítið
land hér innanbæjar og eru nú
að endurbæta það og vonum við
líður. svo að Blaine-búar fái enn
betur að njóta þeirra hjóna
miklu hæfileika. Mrs. Helgason
er snillingur í söngfræði. Alt er
þetta mesta myndarfólk og hin
mesti og bezti viðbætir við það
sem fyrir var, og leyfi eg mér
að bjóða það alt hjartanlega vel-
komið hingað. Það var um tíma
útfjar af löndum hér, en nú virð-
ist vera verulegt aðfall.
Þess má geta, að á þessu ári
hefir það komið fram, sem uiti
margra ára skeið hefir verið
draumur okkar Blaine-búa,
nefnilega það, að hið volduga
fiskifélag Alaska Packers Assn.
hefir nú flutt aðalbækistöð sína
hingað til Semiohmoo svokallað,
sem er tangi suðvestur af Blaine-
bæ. Hér er verið að byggja
verkstæði til að smíða skip og
pramma og hér verður allur
skipafloti þessa volduga félags,
að þau flytji hingað áður langt
sem hefir fjölda verkstæða um
alla Alaska. Beint héðan, verð-
ur sendur út um allan heim sá
feykna afli, sem þessi verkstæði
framleiða. Hér verða allar við-
gerðir við skipin, og er búist við
að við þetta hafi fleiri hundruð
manns atvinnu árið um kring.
Auðvitað kemst þetta ekki á fult
skrið fyr en stríðinu lýkur; samt
vinna þar nú um 90 manns, og er
það aðeins ofurlítill vísir hjá því
sem verður. Skipastóll þessa fé-
lags nemur fleiri hundruð skip-
um af ýmsum stærðum. Svo eru
hér nú tvö verkstæði, sem taka
allar sortir af úrgangsfiski
(Trash fish), framleiða fiskimjöl
og olíulýsi. Bæði þessi verkstæði
eru eignir íslendinga — annað
er eign Stefáns Sigurðssonar,
(sonar Mrs. Sigríðar Paulson) og
hin er eign Th. Hanson, sonar-
sonar Hans Hanssonar (fóta-
lausa). Svo er hér félag, sem
heitir Whiz Co.; það verzlar með
nýjan fisk, hefir verkstæði þar
sem fiskurinn — skelfiskur og
krabbi — er verkaður, einnig
hafa þeir verkstæði til ísfram-
leiðslu og er mestur hluti fram-
leiðslunnar fluttur í ís til stór-
borganna hér á ströndinni. Við
Þetta er mikil atvinn'a og fer
vaxandi, og nú er svo komið að
við megum hafa okkur alla við
til að sjá öllu því fólki, sem hing-
að kemur fyrir húsnæði, og þyk-
ist hver heppinn, sem á skýli yfir
höfuð sér — og það má um land-
ana méð sanni segja, að þeir sjá
manna bezt um sig að því leyti.
Það er líka talsvert ódýrara að
fá sér heimili eða landblett hér
en annarsstaðar á ströndinni, og
landið er yfirleitt gott, útsýnið
fagurt, fjöllin hvít en fjörður
blár, skagar grænir og fossaföll;
friður og eining svo mikil, að nú
talast únítarar og lúterskir við,
og er það mikil framför hjá því
sem áður var. Þegar “Körlunum
ko mekki saman” (úr kvæði eftir
P. B. í Vancouver).
Andrew Danielson.
Hallfríður Magnúsdóttir
Guðmundsson
3. jan. 1866 — 15. marz 1944.
' Þessi mæta kona lézt þann 15.
marz á heimili dóttur sinnar og
tengdasonar Mr. og Mrs. H.
Sumarliðason í Vancouver, B.C.
Var hún á níunda árinu yfir sjö-
tugt. Fyrir átta árum síðan fékk
Hallfríður sál. slag og komst
aldrgi eftir það til fullrar heilsu
aftur, hún varð máttlaus hægra
megin eftir það, svo það varð að
færa hana í stól innan um húsið.
Svo fékk hún aftur slag í þetta
sinn, sem varð banamein henn-
ar. Þennan þunga kross bar hún
með stakri stillingu og þolin-
mæði alla tíð. Hún naut allrar
þeirrar hjúkrunar og umhyggju
sem hægt var að veita, til að
gera henni þennan þunga kross
sem léttbærastan. Maðurinn
hennar, Þórarinn Guðmundsson,
stundaði hana alla tíð með mestu
ástúð og umhyggju nótt og dag.
Það er óhætt að segja um það, að
engin móðir hefði getað stundað
veikt barn sitt með meiri alúð
og nærgætni, en hann sýndi kon-
unni sinni alla tíð. Sama má
segja um börnin hennar, þar var
ekkert látið ógjört til að láta
henni líða eins vel og hægt var.
Sá, sem þessar línur ritar, sá
Hallfríði sál. nokkrum sinnum,
skömmu áður en hún lézt, og
það gladdi mig í hvert sinn, að
sjá hvað hún var broshýr og
glaðleg í viðmóti, henni virtist
líða vel.
Hallfríður heitin var gædd
góðum gáfum, og myndarleg
hvar sem hún kom fram, hún var
fríð kona, æfinlega glaðleg og
alúðleg í viðmóti. Hún var ást-
rík kona og móðir, sem bar ætíð
umhvggju fyrir andlegri og lík-
amlegri velferð fjölskyldu sinn-
ar. Hún hafði djúpa samúð með
öllum þeim, sem bágt áttu á ein-
hvern hátt, og vildi reyna að
bæta úr því, ef það var á hennar
valdi að geta gert það. Hún á-
vann sér vinsemd og virðingu
allra þeirra, sem kyntust henni.
Það kom vel í ljós við fráfall
hennar. Öll þau bréf og sím-
skeyti, sem fjlöskyldunni bárust
að, úr öllum áttum, til að votta
þeim hluttekningu sína í sorg
þeirra, bera órækan vott um það.
Hallfríður var félagslynd, og
veitti ætíð óskift fylgi sitt í öll-
um þeim félagsmálum, sem
henni fanst mest um vert, eins
lengi og kraftar hennar entust,
til að geta sint því. Hún var
trúkona, og lét sér sérstalkega
ant um starfsemi, sem var til
stuðnings kirkju og kristindómi,
og stóð hún wtíð framarlega í
þeim félagsskap, á meðan heils-
an leyfði henni, það, því það var
alla tíð hennar mesta áhugamál.
Hún var um langt skeið í kven-
félagi St. Lukes kirkjunnar í Red
Deer, Alberta, þar sem þau hjón
áttu heimili í nokkur ár. Þaðan
fluttust þau til Elfros í Saskat-
chewan, og áttu þar heima um
tuttugu ár. Þar tók Hallfríður
mikinn þátt í kvenfélagi íslenzka
safnaðarins, og var hún kjörin
lífstíðar heiðursfélagi í þeim fé-
lagsskap, sem viðurkenningu frá
félagssystrum hennar, fyrir
starfsemi hennar til eflingar
þeim félagsskap. Líka var hún
kjörin heiðursfélagi í “The Union
Ladies’ Aid” í • Elfros, í viður-
kenningar skyni fyrir starf henn-
ar í þeim félagsskap.
Hallfríður heitin var fædd á
íslandi, á Sævarlandi í Skaga-
fjarðarsýslu 3. jan. 1866. Mér er
ókunnugt um ætt hennar, en á
unga aldri var hún tekin til
fósturs af þeim hjónum Hafsteini
Skúlasyni og Sigríði Þorkels-
dóttur konu hans. Hjá þeim
hjónum ólst hún upp og fluttist
með þeim til Canada árið 1875,
lenti það fólk fyrst í íslenzku
nýlendunni í Nýja Skotlandi, en
flutti þaðan til íslenzku bygðar-
innar í Norður Dakota, sem þá
var að byggjast, og settust þau
að í grend við Mountain. Þar
kyntust þau fyrst Hallfríður og
Þórarinn, og giftust árið 1890.
Hin látna kona skilur eftir
eiginmann sinn og fjórar dætur,
sem syrgja hana þungum harmi.
Dæturnar eru: Mrs. William Lee
í Meanook, Mrs. W. E. Janssen
í Hillsdown, Alberta, Mrs. Emma
Kinna í Benalto, Alberta og Mrs.
H. Sumarliðajson í Vancouver,
B.C. Líka áttu þau hjón einn
son, Stefán, sem tók þátt í fyrra
stríðinu. Hann lézt 1937 af af-
leiðingum frá stríðsvellinum.
Jarðarförin fór fram frá Sim-
mons og McBride útfararstof-
unni 18. marz. Var margt fólk
þar viðstatt, vinir og venslafólk
hinnar látnu konu, til að kveðja
hana í síðasta sinn, og til að
fylgja henni seinasta áfangann,
til grafarinnar. Kistan var þak-
in í blómsveigum og krönsum
og var útförin hin virðulegasta.
Hún var grafin i Forest Lawn
grafreitnum hér í borginni. At-
höfnin fór fram á ensku, nema
það voru sungin þrjú vers úr
sádminum “Alt eins og blómstr-
ið eina,” við gröfina. Séra Rún-
ólfur Marteinsson þjónustaði við
útförina.
“Geymd þú ert, ei gleymist
góðvinanna hjörtum.
Mörg var minnis stundin,
mynd af geislum björtum.
Bygðin 'þýtt þér þakkar,
þína dvöl hjá henni.
Óðal á þig minnir
ótt þó sporin fenni.”
B. J. H.
S. Guðmundsson.
Dánarfregn
Þriðjudaginn 28. marz, andaðist
Jón S. Gillis merkisbóndi í
Brown, Man., eftir lasleika og
veikindi sem höfðu varað frá
því í byrjun febrúar. Hann var
aldrei þungt haldinn, en dró af
honum smátt og smátt.
Jón Sigfússon Gillis, fæddist á
Völlum í Hólmi í Skagafirði, 19.
júlí 1864 og var því nærri átt-
ræður er hann lézt.
Foreldrar Jóns voru Sigfús
Gíslason og Rannveig Árnadóttir.
Kom fjölskyldan til Ameríku ár-
ið 1876, og fluttust þau snemma
á árum til Norður Dakota. Þar
bjó Jón með foreldrum sínum
þar til árið 1898 að hann giftist
Önnu Ingibjörgu, dóttur Jóns
Gíslasonar úr Flatatungu í Skaga
firði og næsta ár á eftir fluttu
þau hjón til Brown-nýlendunnar
í Manitoba, námu þar land og
byrjuðu þar búskap með fyrir-
hyggju og kappi. Konu sína misti
Jón fyrir nokkrum árum. Var
hún hin mesta myndar kona, eins
og hún átti kyn til, og ákaflega
vel látin. Þrjú börn þeirra eru
látin. Dó ein stúlka í æsku, en
tveir drengir, annar stálpaður og
hinn fulltíða. Lifa þrjú börn
þeirra: Sigfús, mentamaður, sem
starfar nú í Winnipeg. Rannveig,
gift Vilhjálmi Ólafsson og bú-
sett í Brown, og Árni, kvænt-
ur og búsettur þar líka.
Eru börnin eins og vqenta má
öll mjög myndarleg og velgefið
fólk. Síðan Anna kona Jóns and-
aðist hefir Oddný systir hennar
stjórnað heimilinu með fyrir-
hyggju og trúmennsku mikilli.
Jón var ákaflega myndarlegur
maður og vel gefinn. Var hann
allra manna félagslyndastur, og
hrókur alls fagnaðar; því hann
var fjörmaður, sönglyndur mjög
og vel máli farinn. Stóð hann
ávalt framarlega í öllum félags-
málum íslendinga í sinni bygð,
og var auk þess mikið riðinn við
opinber störf sveitar sinnar og
umhverfis, og ávalt vel látinn.
Búmaður var hann góður, og
komst í góð efni; enda naut hann
í því efni hinnar ágætu konu
sinnar, og áður langir tímar liðu
sinna velgefnu og myndarlegu
barna.
Jón var mjög kirkjulega sinnað
ur og starfaði mikið með söfn-
uði sínum heima fyrir, og bar
líka mál íslenzka lúterska kirkju-
félagsins mjög fyrir brjósti. Enda
sat hann fjöldamörg þing Kirkju-
félagsins og tók mikinn og lif-
andi þátt í málum þess oft og
tíðum. Kona hans var og einlæg
trúkona og starfaði með honum
að þeim málum heima fyrir. Og
var það til fyrirmyndar hve frá-
bærilega vel þau uppólu börn
sín í einlægri trú og góðum
siðum.
Útför Jóns sál. fór fram laug-
ardaginn 1. apríl frá heimili hans
og í hinum íslenzka grafreit bygð
arinnar. Hafði þar á undan verið
stormasamt veður og mjög mikill
snjór fallið. Voru vegir því frá-
bærilega erfiðir. Þrátt fyrir betta
var'langflest bygðarfólk viðstatt
útförina. En ef brautir höfðu
betri verið, hefði sjálfsagt verið
stór hópur vina og kunningja við
útförina bæði frá Norður Dakota
og Winnipeg, og viðar að, og
einnig fleira innlent fólk þar úr
héraðinu. Séra H. Sigmar sókn-
arpresturinn, jarðsöng.
Kaupið Lögberg
WE'RE NOT
THROUCH YET
Canadian Co-operative Wheat Producers Limited
Maniloba Pool
Elevaíors,
Winnipeg, Man.
WINNIPEG, CANADA
Saskalchewan Wheai
Pool.
Regina, Sask.
Alberta Wheai
Pool,
Calgary, Alia.
Skerfur vor er—
5IGUR
Samborgarar:
Hið glœsilega framlag borgaranna í Manitoba á-
hrœrandi hin fyrri sigurlán, hefir stuðlað að því, að
greiða óvinum, eins og kúla úr stórskotabyssu, eitt
svimahöggið öðru meira.
Nú eru stórskotabyssurnar búnar undir sjálfa úr-
slitahríðina.
Nú er það hverjum borgara auðsœtt mál, að stríðið
hefir tekið á sig enn grimmilegri svip. “Við verðum
að sigra og fá hermenn vora heim.” Slík er heitust ósk
allra hugsandi manna og kvenna. Með sigurinn í nánd
verðum vér að leggja á oss alt, sem framast má verða;
láta fórnir hins liðna liggja i láginni, en horfast í augu
við átökin, sem fram undan bíða, með fylztu karl-
mennsku. Skerfur Manitoba í sjötta sigurláninu, hefir
verið ákveðinn $80,000,000. Stjórnin leggur fram álit-
lega fúlgu úr varasjóðum sínum. Það er skylda vor að
veita stjórninni alla hugsanlega aðstoð, og kaupa eins
mikið af Sigurlánsbréfum og vér framast megum.
Flest bendir nú til þess, að fullnaðarátökin séu í
nánd, og eg treysti því að fólkið í Manitoba veiti her-
mönnum vorum alt sitt fulltingi, með því að fá þeim í
hendur eigið leynivopn canadisku þjóðarinnar ótak-
markaðan fjárhagsstuðning frjálsra Canadamanna.
Forsætisráðherra.
THE GOVERNMENT OF THE
PROVINCE OF MANITOBA
^ PUT UICTOPY T/PST
TORYBONDS