Lögberg


Lögberg - 27.04.1944, Qupperneq 7

Lögberg - 27.04.1944, Qupperneq 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 27. APRÍL. 1944 7 Norska kvenþjóðin í styrjöld Frásögn frú Astrid Friid SIGVARD A. FRIID blaða- fulltrúi Norðmanna, hér á landi og frú hans, Astrid Friid dvöldu um tíma í Englandi á síðastliðnu hausti. Oft hefir ritstjórn blaðs- ins farið þess á leit við frú Friid, að hún segði blaðinu frá ein- hverju af því, sem á daga hennar hefir drifið síðan styrjöldin braust út. En hún hefir jafnan vísað frá sér og sagt að það sem til frásagnar væri, það segði maður hennar. En eftir Englandsferð þeirra hjóna hefir hún látið tilleiðast að gefa Lesbók stuttort yfirlit yfir virka þátttöku norskra kvenna í frelsisbaráttu þjóðar- innar, og þá frábæru atorku og fórnfýsi er norska kvenþjóðin hefir sýnt. • Frú Friid kom hingað til lands með manni sínum í apríl 1942. Þann tíma sem hún hefir dvalið hér, ljúka allir upp einum munni um það, sem henni hafa kynst, að hún sé hin ágætasti fulltrúi norsku kvenþjóðarinnar, fjöl- mentuð kona, og hin bezta stoð manns síns í starfi hans. Hún hefir lagt mikla rækt við að kynnast íslenzkum málefnum og íslenzku lærði hún fljótt það vel, að hún gæti lesið íslenzk blöð. Frásögn hennar af þátttöku norskra kvenna í styrjöldinni var á þessa leið: Fyrst af öllu vil eg, segir Astrid Friid, gjarna minnast með áherslu hinnar glæsilegu frammi- stöðu norskra kvenna í mörgum héruðum Noregs, gegn hinum þýzku innrásarmönnum. Þær að- stoðuðu við að ná ungum Norð- mönnum frá þeim héruðum, sem þegar voru hernumin og var ó- trúlegt, hve mikla hugkvæmni og snilli þær sýndu í þessu starfi. Auðvitað gátu þær ekki tekið sér vopn í hönd og gengið í bardag- ann, en fjöldi þeirra tók mal á bak sér og gekk á skíðum gegn- um víglfnur fjandmannanna og komust til landa sinna. Hjálpar- starf þeirra var ótrúlega gagn- legt. Þegar ófriðnum er lokið. verða óteljandi sögur sagðar um þau afrek, sem norsku konurnar hafa unnið á ýmsum sviðum, meðan ófriðurinn stóð í Noregi. Og enn hefir minst af þessum sögum komið fyrir eyru almenn- ings. Þó hefir þegar verið skýrt nokkuð frá því, hversu ómetan- leg verk norskar konur hafa leyst af höndum fyrir þá, er á heimavígstöðvunum b e r j a s t. Hundruð kvenna hafa verið sett í fangelsi og orðið fyrir pynding- um af þýzku lögreglunni, en ekki hefir enn vitnast um að nokkur einasta norsk kona hafi látið bug- ast fyrir ógnum þýzku lögregl- unnar. Konur flýja í hópum. —Það eru heldur ekki fáar norskar konur, sem hafa flúið frá Noregi og lagt sig í miklar hætt- ur með því. Það eru konur frá öllum landshlutum, konur fiski- manna, skrifstofustúlkur, búðar- stúlkur, kvenstúdentar og bænda- konur (sem aldrei höfðu fyr á }sjó komið), en lögðu í ferðina yfir Norðursjóinn á litlum fiski- bátum og hafa komist til Bret- lands með vinum sínum og skylduliði. Og margar hinna giftu kvenna hafa haft börn sín með sér. Fimtug móðir sigldi þannig yfir Norðursjóinn með 6 af sínum 9 börnum á aldrinum tveggja til 12 ára. Margar konur hafa líka með mestu erfiðismunum komist j7fir sænsku landamærin í stöð- ugri lífshættu frá þýzkum varð- mönnum. Eg veit ekki hve margar norsk- ar konur hafa sloppið heiman frá Noregi meðan stríðið hefir staðið. Þær eru orðnar margar. Vegna þess mikla starfs, sem norska stjórnin í Bretlandi þarf að láta leysa af hendi þar og ann- arsstaðar í heiminum, þá eru þær ekki nógu margar til þess að fullnægja eftirspurn yfirvald- anna um konur til ýmsra starfa, og hver einasta norsk kona, sem komist hefir heiman að, og auð- vitað þær, sem voru erlendisj áður en Noreður lenti í styrjöld- inni, eru nú í opinberri norskri þjónustu, og inna hver sitt starf af höndum. Þær vinna í Bret- landi, Bandaríkjunum, í Svíþjóð, hér á Islandi og á norska kaup- skipaflotanum. Og þeim hefir með dugnaði tekist að samlaga sig hinum nýju lífskjörum sín- um, og leggja allan sinn dug í störfin. Þær eru herskyldar. Allar norskar konur eldri en 16 ára, verða að láta skrásetja sig á hinni opinberu norsku skrá- setningarskrifstofu í London. 1 júlí 1942 var herskyldulögunum norsku þannig breytt, að þau náðu yfir allar giftar og ógiftar norskar kon'ur í Bretlandi, sem eru á aldrinum 18 til 40 ára, að undanteknum þeim, er eiga börn yngri en 16 ára. Noregur er eitt af þeim fáu ríkjum bandamanna Breta, sem þar hefir stjórn, sem hefir skyldað kvenþjóðina til hernaðar- og þjóðvarnarstarfd, og samkvæmt áðurnefndum lög- um, hafa allar norskar konur, er uppfyltu áðurnefnd skilyrði, verið settar til að vinna að hern- aðarátakinu. Annaðhvort eru þær beinlínis tengdar hernum, eða settar til að gegna allskonar hjálparstörfum, eða þá fengið í hendur þýðingarmikil störf á öðrum sviðum, svo þær geta los- að karlmenn við að þurfa að vera utan hersins. Margskonar slörf. Mikill fjöldi norskra kvenna er nú tengdur hernum. Hjálpar- sveit norskra kvenna, samsvar- andi A.T.S.-stúlkunum brezku, var stofnuð sumarið 1942, og hjálparsveit fyrir sjóherinn var sett á laggirnar í ágúst sama ár, en samskonar sveit til aðstoðar flughernum snemma á síðast- liðnu ári. Margar konur vinna við herstjórn hinna ýmsu norsku herdeilda, og eru klæddar ein- kennisbúningum, sem í ýmsu líkjast þeim er brezkar konur klæðast. Áður en þær byrja þjónustu sína, taka þær þátt í Utanáskriftir á sveimi Þessi póálur hefir FORGANGSRÉTT ÞEGAR maður særist í orustu, eða verður alvarlega veikur, er hann fluttur með öllum hugsanlegum hraða á næsta sjúkra- hús, þar sem honum er veitt öll hugsanleg aðhlynning. Vegna hins hraða flutnings þess særða eða sjúka, er engan veginn víst, að bréf til hans nái honum þá, þó víst sé, að þá þrái hann mest bréfin að heiman. En til þess að útiloka drátt, hefir nýrri póstafgreiðslu verið hrujndið í framkvæmd. Forgangs- póstspjald í slysa eða veikindatilfellum er fylt út, og sent með flugpósti til ættingja og með þeim fyrirmælum að bæta við orðunum “In Hospital” við venjulega herdeildar utanáskrift. Bréf frá Canada með orðunum “In Hospital”, eru send rétta boðleið til skrásetningarskrifstofu brezka veldisins eða mið- stöðva hers vors við Miðjarðarhaf eftir því sem til hagar; slík bréf njóta forgangsréttar, hvort sem þau eru send með flugpósti eða á venjúlegan hátt; þau ná til viðtakenda fljótar en nokkur cnnur bréf. Óhjákvæmilegt er það, að dráttur eigi sér stundum stað í sambandi við bréf til særðra manna eða þeirra, sem skipt hafa um heimilisfang. En þér megið treysta því að alt, sem flýtt getur fyrir afgreiðslu bréfa til vina yðar handan við haf, verður gert — umsvifalaust. Þegar þér fáið forgangsspjald í slysa eða veikindatilfell- um, þá verið viss um að bæta orðunum “In Hospital” við hina venjulegu utanáskrift hlutaðeiganda handan við haf. CANADA POST OFFICE GefiC út aö tilskipan HON. W. P. MULOCK, K.C., M.P., POSTMASTER GENERAL ströngum æfingum um stuttan tíma. Þar læra þær í aðalatrið- um í hverju nútímahernaður er fólginn, hafa æfingar í vopna- buþði og hergöngum, læra að fara með kort, áttavita og merkja sendingar og þær sem eru tengd- ar sjóliðinu, verða líka að kunna að róa. Ef innrás verður gerð í Noreg, fá allar þessar konur og stúlkur þýðingarmikil verk að vinna heima á norskri grund. Það er fjölbreytt, starf þeirra, þær eru í eldhúsum, leyniþjón- ustunni, þær eru ritarar, síma- gæslustúlkur, bifreiðastjórar, vinna í mötuneytum liðsforingj- anna, í birgðastöðvunum, her- mannaeldhúsunum, sjúkrahúsun- um og í skipunum. Þær fá heiðursmerki. Skip margra hinna norsku kvenna, sem starfa á sjónum, hafa verið skotin í kaf, og einar 10 af konum þessum hafa fengið norska hernaðarheiðursmerkið fyrir unnin störf. Ein kona hefir fengið 3 heiðursmerki, þar af tvö norsk, þ. e. a. s. St. Olafs heið- urspeninginn og hernaðarheið- ursmerkið, og eitt brezkt B.E.M. (Heiðurspening brezka heims- veldisins). Brezku viðurkenning- una hlaut hún í des. 1942, er hún var á norsku skipi er lá’ í Malta, þegar verstu loftárásir Þjóðverja dundu þar yfir. Það eru líka allmargar norskar kon- ur, sem gegna loftskeytamanna- störfum í norskum skipum. Ein af þeim fór alt umhverfis jörð- ina,.til þess að bjóða sig fram til starfa. Hún lærði síðan loft- skeyta fræðina á námskkeiði í Kanada, en þar hafa Norðmenn loftskeytaskó'la, og hefir hún alla tíð síðan starfað á norskum skipum. Hjúkrunar- og líknarstörf. Afar mikilsvert hefir starf þeirra norsku kvenna verið sem eru læknar tannlæknar, hjúkr- unarkonur og aðstoðarstúlkur við hin mörgu norsku sjúkrahús, hresSingarheimili, lækna- og tannlæknastofur, sem norska stjórnin hefir sett á stofn víðs- vegar í löndum bandamanna. Því miður hefir ekki verið æski- lega mikið af konum til þess að gegna þessum störfum, og þær sem að þessu vinna eiga við mjög þreytandi vinnu að búa, sem tek- ur á taugarnar. En þær leysa mjög þýðingarmikið starf af höndum fyrir þjóð sína. Skortur hefir t. d. verið mjög mikill á hjúkrunarkonum, og er hjúkr- unarkonur heima í Noregi fréttu um þetta, voru margar af þeim sem ákváðu að flýja land, til þess að geta þjónað þjóð sinni á þessu sviði. Margar þeirra kom- ust úr landi, og hjálpaði þeim hinn öflugi leynifélagsskapur. Aðrar komust burtu á eigin spítur, og komust þær yfir Norð- ursjóinn á ýmsum smáskipum. Eftirfarandi saga er táknræn fyrir áhuga kvenna í þessu efni: Tvær ungar hjúkrunarkonur gengu á skíðum og fótgangandi um fjöll og skóga og komust yfir landamærin til Svíþjóðar. En þegar þær fengu vitneskju um það, að það mundi líða langur tími, þar til þær gætu komist til Bretlands, og vissu að mikil þörf var fyrir hjúkrunarkonur meðal Norðmanna þar, fóru þær aftur yfir landamærin til Noregs, kom- ust þær í fiskibát, er fór til Eng- lands, Martha, ríkisarfafrú sem talað hefir við þessar tvær hjúkr- unarkonur, og sem opinberlega hefir sagt frá æfintýrum þeirra, bætti við: “Vér Norðmenn vit- um, að ef vér þurfum fleiri hjúkrunarkonur, þá muni þær strax koma og bjóða sig fram til starfa.” Við norska Rauða krossinn og hjálparstöðina í London vinna nú 65 til 70 norskar konur. Það er alger sjálfboðavinna. Þær vinna hvern einasta dag í aðal- bækistöðvunum og þar að auki heimsækja þær norska sjúklinga í norskum og brezkum sjúkra- húsum ekki aðeins í London, heldur einnig víðar í Bretlandi. Þessar konur vinna þannig mjög merkilegt og þýðingarmikið verk. Þær hafa meðal annars skipulagt flutning boðsendinga frá Noregi, þær rannsaka mál í því sambandi og hjálpa til þess að sjá norskum stríðsföngum fyrir matargjöfum og fatnaði, og einnig útvega þær húsnæðis- lausu fólki og skipbrotsmönnum fatnað. Hjálparstofnunin (Norway Re- lief Depot) hefir mikla vinnu- sali og er þar meðal annars prjónadeild, þar sem mikill hluti fatnaðarins, sem úthlutað er til hermannanna, er prjónaður. Eg get í því sambandi nefnt, að á árinu 1942 voru þar unnar um 4.000 flíkur og einnig um 4,000 plögg til sjúkrahúsanna, svo sem föt, barnaföt, sloppar fyrir ’ækna og tannlækna o. fl., og þar voru útbúnir 16,500 jóla- bögglar sem sendir voru til norskra hermanna og sjómanna. Þegar eg var í London í haust, voru enn ekki fyrir hendi skýrsl- ur um þetta starf á árinu 1943, en það hafði þá verið'mun víðtæk- ara en árið áður. Þar að auki eru þar unnin og safnað saman öllum mögulegum fatnaði og skófatnaði, sem útbýta skal í Noregi, þegar er það verður á nokkurn hátt gerlegt. Þá má geta þess, að Norski Rauði Kross- inn í London sendi árið 1942 jólaböggla til norskra sjúklinga í 193 sjúkrahúsum í Bretlandi. Þar að auki hefir verið komið á fót útlánsbókasafni, sem í eru norskar bækur, blöð og tímarit, og er þetta sent norskum sjúkl- ingum í hinum ýmsu sjúkrahús- um. Gerasl félagar í Rauða krossinum. Þegar eg var í London, var mér falið að fá sem flesta Norðmenn á íslandi að hægt væri, til þess að gerast félagar í Norska Rauða Krossinum, og eg vildi gjarna leyfa mér að nota þetta tæki- færi til þess að biðja landa mína hér um að fara að þessari áskor- un, til þess að styðja Rauða Krossinn okkar, í hinu mikla verki hans. Þeir geta bara hringt til mannsins míns eða til mín‘. Norska stjórnin í London er vafalaust bezt skipulögð af út- lægum stjórnum bandamanna þar, og þarf auðvitað óhemju mikinn vinnukraft. Mikill hluti hinna norsku kvenna, sem komið hafa frá Noregi, og einnig þeirra, sem voru utan Noregs, er landið lenti í styrjöldinni, hafa verið settar til vinnu í hinum ýmsu stjórnarskrifstofum, í stofnun þeirri, sem hefir með siglinga- mál Norðmanna að gera, í öðr- um stjórnarstofnunum, við sjó- mannafélagsskapinn, o. s. frv. Það eru ekki fáar konur, sem gegna ábyrgðarmiklum stöðum við þessar stofnanir. Nokkrar konur vinna einnig við utanríkis- þjónustuna, bæði í utanríkis- ráðuneytinu í London og ýmsum öðrum sendiráðum og sendisveit- um. Norskir skólar. Þau eru ekki fá, norsku börnin sem komist hafa frá Noregi, sum með foreldrum sínum, en flest eftir hin birezk-norsku ^trand- högg í Norður- og Vestur-Noregi og á Svalbarða og auðvitað hefir nauðsyn borið til þess að setja á stofn skóla fyrir börn þessi. Sem betur fer hafa komið allmargar norskar kenslukonur og kven- stúdentar til Bretlands, og þær eiga hlutdeild í kenslunni í skól- um þeim, sem norska stjórnin hefir sett á stofn á ýmsum stöð- um í Stóra Bretlandi. Hermönnum iil afþreyinga. Að lokum verð eg að vikja nokkrum orðum að þeim konum, sem hafa tekist á hendur það þýðingarmikla hlutverk, að sjá hermönnum vorum, sjómönnum og flugmönnum fyrir skemtun- um og dægrastyttingu, til þess að reyna að sefa söknuð þeirra og heimþrá. Þessar konur hafa stofnað nefndir, sem efna til skemtana vdðsvegar í hafnar- borgunum og herbúðunum, með fyrirlestrum, söng og hljómleik- um. Nokkrir af þektustu lista- mönnum okkar, sem komist hafa til Englands, hafa stöðugt ferðast um og heimsótt norska herinn og sjómennina. Hvorki þeir, né aðrar norskar konur, sem hafa hæfileika til þess að koma fram og skemta, hafa hlíft sér. Þær hafa ferðast um alt Bretland, stundum verið í Bandaríkjunum, Kanada, á íslandi og Færeyjum, þær fara út í herskipin, heim- sækja sjómannaheimilin og sjó- mannakirkjurnar. Fara þær um alt, þar sem þær halda að þörf sé fyrir sig. Sumar þeirra, sem síðast eru komnar frá Noregi, ferðast einnig um og segja frá, hvernig umhorfs sé heima, hvernig börnum og öðrum ætt- ingjum líði, og láta hina norsku pilta vita, ’hve öfluglega sé bar- ist á heimavígstöðvunum gegn nazistum. • Er frá Astrid Friid hafði lokið máli sínu um þetta efni, barst það í tal, hvort hún vildi ekki við tækifæri segja Lesbók frá einhverjum þeim sögulegu at- burðum, er drifu á daga hennar í Noregsstyrjöldinni vorið 1940. En hún hefir vissulega margt að segja frá þeim dögum, sem varp- að geti ljósi yfir þær hörmungar og þá erfiðleika, sem norska þjóðin átti þá við að stríða. Þótt það, sem þá gerðist væri ekki nema upphaf því miður, að lang- varandi kúgun og þjáningum. —Lesbók Mbl. Borgið Lögberg! =3 Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! Verzlunarmennlun er ómissandi nú á dögum, og það fólk. sem hennar nýtur. hefir ætíð forgangs- rétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Það margborgar sig. að finna oss að máli. ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og fullkomnustu verzlunarskóla vestan lands. The Columbia Press Limited Toronto og Sargent, Winnipeg ÍU

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.