Lögberg - 18.05.1944, Síða 3

Lögberg - 18.05.1944, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAf, 1944 3 framsetningu svo sem hann bezt gat, og hann náði meiri og meiri þroska í þessum efnum. Eg þori að fullyrða, að þótt honum hefði orðið langs lífs auðið, þá hefði hann sífellt sótt á brattann, þok- ast hærra og hærra, gæddur ó- metanlegri seiglu og þjálfun vilja, heillaður djúpri fegurðar- þrá, aðdáun og þakklátssemi. Og engan mann vissi eg gleðj- ast innilegar yfir fögru kvæði, snjöllum setningum eða heill- andi persónum, sem voru verk íslenzkra nútímaskálda. Hvert listaverk orðsins manna hér á íslandi var í augum Jóns verð- ugt og dýrmætt djásn' í kórónu hinnar tignu drottningar, ís- lenzkrar menningar, kynborins erfingja þess hásætis í við-hafn-. arsal norræns anda, sem for- móðir hennar skipaði fyrr á öld- um. Af þeim málum. sem vana- léga eru kölluð opinber mál, hafði Jón engin afskipti út á við, en hann fylgdist samt ná-' kvæmlega með gangi og afdrif- um allra hinna meiri háttar þjóðmála — og einnig því, sem fram fór erlendis. Hann vildi rétt lítilmagnans og þeirra, sem bágt áttú, var íhaldssamur á gömul verðmæti, og tók þeim nýjungum fagnandi, sem hon- um virtust horfa til hins betra. Honum sveið ákaflega, þá er hann sá, að beitt var blekking- um, ósannindum og rógi á vett- vangi opinberra mála, og á- byrgðarleysi, tómlæti og pex um persónulega smámuni voru honum ával'lt þyrnir í augum. Varð hann gripinn heitri vand- lætingu og sárri beizkju, þá er hann vék að slíku. Eins og skáld skapur íhans sýnir glögglega, fannst honum ekkert hörmu- legra en mannvíg og styrjaldir, og það var nú síður en svo, að hann leiddist út á þær götur, að telja það helztu björgina, að á kæmist einræði í einhverri mynd. Nei, hann taldi einmitt, að hernaðarböl veraldar stafaði fyrst og fremst af því, að lýð- ræðið væri enn ekki orðið það, sem það ætti að verða stafaði af því, að “hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám.” Og það var sannfæring hans að styrja'ldlir yrðu plága ver- aldar, unz svo væri komið þroska almennings, að engan yrði hægt að fá til að vinna að framleiðslu vopna — og eng- inn léti siga sér í stríð, hugði, að það yrðu að lokum ver-ka- men-nirnir, sem þarna segðu hingað og ekki lengrá. Hin hversdagslegu skyldu- störf sín rækti Jón með gerhygli, natni og grandvarleik, svo að varla munu þeir, sem hafa slík störf að höfuð-viðfangs- og hugðarefni, gera þar betur, enda kunni hann flestum fremur að meta mikilvægi hvers þess manns, er rækir skyldur sínar af alúð og sýnir framtak og dáð á sínu sérstaka sviði, hvert sem það svo er. í daglegri framkomu sinni átti Jón fáa sína jafningja. Konu og börnum var -hann svo ástrík- ur og nærgætinn, að slíkt er ekki á' annarra færi en þeirra, sem eru prúðir menn og hlýir að eðli og hafa lagt sérstaka rækt við að aga skap sitt, gera sér far um að skilja aðra, til- finningar þeirra og skoðanir, og hafa það ávalt í huga, að lít- ið atvik eða ógætilegt orð get- ur haft langæari og alvarlegri afleiðingar en sumt hvað, sem meira gæti virzt og þyngra á metum. Gagnvart hverjum þeim, sem hafði revnzt honum vel, fyrr eða síðar, var hann sérstæður að ræktarsemi í orði og verki, en vék góðu að hverj- um manni og vildi hvers og eins vandræði leysa, og lítt fékkst hann um það, þó að ein- hverju misjöfnu væri vikið að honum sjálfum, hló við, ef á það var minnzt og stóð jafnrétt- ur eftir. En væri vinum hans eða þeim, er hann mat mikils af verku-m þeirra, hallmælt eða þeim gert rangt til, og væri ó- mannlega vikið að góðu mál- efni, vatzt hann við hart og all- óvægilega, og var honum jafnt í bundnu máli sem óbundnu létt um vopnaburð. En ekki flíkaði hann þeim stökum sínum, þar sem oddi var snúið að einstök- um mönnum, og eg tel vafa- samt, hvort hann hefir nokkra beirra fa-rt í letur. Aldrei voru þó slíkar vísur Jóns Magnús- sonar klúrar eða mengaðar rætni eða getsökum, enda er i fátt mér minnisstæðara frá samverustundum okkar, heldur 1 en sú undrun, gremja, hryggð i og meðaumkun, sem -hann varð gagntekinn af, þá er hann fyrir nokkrum árum hafði lesið ný- útkomna Ijóðabók, þar sem öðr- um þræði eru hin fegurstu smákvæði, listræn, hjartnæm og sérstæð — en að hinum níð- kvæði, flest langlokur miklar, þar sem uppistaðan er gróusög- ur, en ívafið beizkja, rætni, ill- kvitni og öfund. Eg tók bókina ’fletti -henni og las síðan smá- kvæði, þar sem við sjáum höf- undinn standa sem máttarvana og vegarvilltan einstæðing og útlaga framandi á jörðinni. Að loknum lestrinum leit Jón á mig og mælti: —- Guð hjálpi þeim, sem svona eiga bágt, því að hver getur það annar? — Ekki hjálpar þarna lær- dómur, ekki metorð, ekki pen- ingar, sagði eg, — nei, ekki í þessum efnum. Svo varð þögn. Jón stóð á fætuf og gekk um gólf, en var venjulega allra manna róleg- astur. Nú hægði hann á sér, og eg heyrði, að hann var farinn að raula með sínu sérkennilega hljóðfalli og lestrarlagi þetta erindi úr kvæði Matthíasar um Hróarskeldudómkirkj u: “Nú er hálfs-þum-lungs smáblóm ið himninum nær báðum háturnum þínum við ský; nú er hjartaslag barnsins ei hæðunum fjær en þeir hásöngvar kór þínum í.” Jón Magnússon var mikill alvörumaður, en þó var hann manna glaðastur í umgengni, þegar því var að skipta, kím- inn og gamansamur og hafði yndi af að skilmast í orði við vini sína, en gætti þess jafnan vandlega, að -höggva ekki þar, sem hlífa skyldi. Enginn, sem átti hann að vini mun gleyma þeirri birtu, er stafaði úr augum hans á stundum gleðinnar. Hann var manna bezt eygur, og þá er | hreyfing komst á hug hans, urðu þau ýmist dulskyggð eða svo skær, að heita mátti, að þau ijómuðu, oftast af hýru og hlýju, en stundum svo sem hið fægða stál. Þá var það, að þau hrukku honum af vörum, þau erindin, sem voru “hvöss sem byssustingur” — og flest munu vera týnd. Og nú er hann horfinn, ein- mitt þá er honum og þeim, sem þekktu hann bezt, mun hafa virzt, að hann hefði lokið að mestu undirbúningi undir hið raunverulega -lífsstarf sitt, hina algeru þjónustu við það í til- verunni, sem hann unni heit- ast og dáði mest. Konan hans og börnin, — þau hafa mikið mist- En sú er bót- in næst og nærtækust, að það, sem flestum verður varanlegust eignin, minningarnar, þarf ekki þarna um að bæia. Og þegar eg hugsa nú til við- skilnaðar þessa hollvinar míns, dettur mér í hug orð, sem hann viðhafði um annað sfeáld, er vígði skáldskap sinn lífinu: “Hóf hann gegnum helskýin þungu hjartað móti sumrinu unga.” GuSm. Gíslason Hagalín, Alþbl. 4. marz. Athyglisverð vísnasamkeppni Eins og vitað er, efndi þjóð- ræknisdeildin “Esja” í Árborg til vísnasamkeppni í Nýja íslandi, um íslenzka tungu; mæltist þetta þegar vel fyrir, og vakti almenn- an áhuga; eigi aðeins meðal skáldmæringa í -hinum fögru frum-byggðum Nýja íslands, held ur og víða annars staðar, því enn er rímþrautin víða dáð, og þá ekki sízt, er fjalla skal í ljóði um vorn merkasta menning ararf, tunguna sjálfa; hefir “Esjan” með nýbreytni þessari unnið hið þarfasta verk, er vel mætti verða öðrum byggðum hvöt til hliðstæðra átaka. Tvö skáld Nýja íslands skip- uðu dómnefnd, og fer dómsorð þeirra hér á eftir, ásamt þeim kvæðu-m, er áminst vísnasam- keppni leiddi fram í dagsljósið. Ritstj. NiðurstaSa dómnefndar Eftir að hafa farið yfir öll þessi kvæði, kemur okkur undir- rituðum ásamt um, að þegar á alt er litið, sé nr. 2 bezt kvæð- anna að efni og frágangi, næst því komi nr. 3, og þá nr. 8. En svi lítum svo á, að önnur vísan í nr. 8, muni bera af öll- um vísunum að skáldskapargildi Einnig er það skoðun okkar, að fyrsta vísan í nr. 3 og önnur vísan í nr. 2 séu prýðisvel kveðnar vísur, sem algerlega mundu ná tilgangi sínum' sem sérstakar vísur. Riverton, E- J. Melan, G. J. Guttormson. Nr. 1. Til íslenzkrar tungu. Málið ríka mér er kærst, Málið vits og þunga; Huga míns er hlutdeild stærst hjartnæm íslenzk tunga. Þú sem túlkar tilfinning trega, vona, glæði; yrði smátt um Islending með arfleifð þá í veði. Það er andlegt þrotabú þér að beita á klaka, Skulum játa eg og þú jafnan hjá þér vaka. Valdi Jóhannesson. Nr. 2. Vísur. Gegnum alla alda röst, Yfir stormsins þunga, Tónsterk og stuðla föst, stendur íslenzk tunga. Þó að bálið brenni menn, Biturt stálið syngi, Færir sálum unun enn, Egi-ls mál á þingi. Þröngt er varla um þjóðar sál, Þýðir allan drunga, Ljóða snjalla móður mál, Máttug fjalla tunga. G- O. Einarson. Nr. 3. íslenzk tunga. íslenzk tunga, auðugt mál, Andans þrungin draumum, Veitir ungum inn í sál Orku þungum straumum. Lífs í önnum, langa braut Lýsti, sönn og fögur, Kendi mönnum þol í þraut, þeirra könnum sögur. Ei því gleyma íslands menn, Arfinn geyma dýra, Birta heimi öllum enn, Orð með hreiminn skíra. Böðvar H. Jakobson. Nr. 4. íslenzk tunga. * Ef þú talar tungur tvær Talaðu hreinar báðar þær, Aldrei tungu okkar mátt Afbaka á nokkurn hátt. íslenzkt mál af öllum lært, Ætti að verða bráðum, Verður ei til fiska fært, Hvað felst í slíkum ráðum. íslenzk tunga á töframátt, Tign og snild í ljóði, Hennar hróður hefjist hátt, Af hal og hverju fljóði. Þórarinn Gíslason. Nr. 5. íslenzk tunga. Eins og bresti hamra höll, Hristist foldar bunga, Eins og duni fossa föll, Feilur íslenzk tunga. Laung og flókin lífsins töfl, Leitir andans hvetur, Náttúrunnar ógn og öfl, Alt hún túlkað getur. Það kann vera þráttefni, Þar um margur veldur, En allra mála öndvegi, íslenzk tunga heldur. Ágúst Einarson. Nr. 6. íslenzkan. Andans snilli ástarhót íslenzk tunga kennir- Hennar tár er regn í rót rósa er sólin brennir. Tungu kjarnans listaljóð lífsins hjarni eyðir. Frá þeim arni ylur stóð um æfi farnar leiðir. Orðsins list og andans þrá eru heilsubrunnar, hjartaslög, sem heyra má í hjali náttúrunnar. S. E. Björnson. Nr 7. Islenzk tunga. íslenzk tunga er öllum best önnur mál þó tali. Eykur skilning, orða flest, ekkert betra í vali. íslenzk tunga er leiðarljós lífs á vegi köldum. Öflugt hefur eignast hrós áfram beint því höldum. íslenzk tunga aldrei deyr annað margt þó farist. Hún skal eflast meir og meir til mikils er þá barist. B. G Anderson. Nr. 8. íslenzk tunga. Flytur óm af ægis-gný, íslenzk tunga snjalla; Hvell og bitur, hugljúf, hlý, Hrein sem lindir fjalla. Var hún aldrei ofurseld Illra norna völdum. Varði þjóðarandans eld Oft í glæðum földum. Ljúflings hjal og unaðs-óð Altaf falan lætur, Meðan dali dreyma ljóð, Döggin svala grætur. Gunnar Sæmundson. Nr. 9. íslenzk tunga. íslenzkan er auðugt mál, ótæmandi forði, þar er gul-1 og þar er stál, þar er list í orði. Hér við skulum halda vörð, heimi það er gróði, um alt frá himni ofan á jörð, eigum nöfn í sjóði. Engin skömm er okkur hér, íslenzkt nafn að bera, það er sannur sómi þér sonur þess að vera. B. J. HornfjörS. Minningarathöfn Sunnudagskvöldið ,7. maí, var haldin minningar athöfn í kirkju Víkursafnaðar að Mountain N. D., í minningu um Gamaliel Theodore Árnason, sem féll í stríðinu. Var mikið fjölmenni viðstatt, og kirkjan fagurlega prýdd, og á viðeigandi hátt fyrir slíka at-1 höfn, af félagi hermanna hér, — American Legion Post — Kirkjukórinn söng sálma, og séra H. Sigmar fluiti stuttar ræður á íslenzku og ensku. Mörg samúðarskeyti höfðu foreldrum og systkinum hins lát-na verið send, og ýmsar minnin-gargjafir gefnar. Voru samúðarskeyti þessi lesin af presti safnaðarins og sagt frá minningargjöfunum. Gamaliel Theodore Arnason, (ávalt nefndur Liel) fæddist á Mountain 2. apríl 1922. Foreldr- ar hans eru, Sigurður A. og Guð- rún Arnason, sem um langt skeið hafa átt heima á Mountain. Systkini hins látna eru 7. Mrs. Starky í Devil’s Lake, Mrs. G. Björnson á Mountai-n, Sylvia í Seattle, Wash.,Jacob og Jón í Bandaríkjahernum, og Luella og Laurence heima. Við athöfnina voru 5 systkinanna, en þau fjar- verandi, Sylvia og Jacob, sem ekki áttu þess kost að koma. Liel fermdist í Víkursöfnuði á Mountain, 10. maí 1936. Hann útskrifaðist úr miðskóla bæjar- ins hér, vorið 1940. Hann gekk í sjóher Bandaríkjanna 1. okt. 1943. í febrúarmánuði 1943 var foreldrum hans tilkynnt að hann hefði tapast í skipskaða á Atlants hafi, og 8. febrúar 1944 var hann talinn að hafa fallið í þjónustu lands síns og þjóðar. Bar hin mikla aðsókn að minn h'garathöfninni, ásamt með mörgu öðru, vott um vinsemd í garð hins fallna unga manns, og um innilega samúð og vin- semdarhug til foreldra hans, systkina og annara náinna ást- menna. Business and Professional Cards Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. THORKFXSON & GILLIES SívlMos X&L, /atyejf PheioQcunluc OiyantjatwiVi Canada Proprietors •224 Notre Dame- The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG PNONE ^ 96 647 MANITOBA FISHERIES WINNIPEU, MAN. CANADIAN FISH T. Bercovitch, framkv.stj. PRODUCERS, LTD. Verzla í hejldsölu með nýjan og J. H. Pape, Manapinp Director frosinn fisk. Wholesale Distributors of 303 OWENA ST. Fresh and Frozen Fish. Skrifstofusími 25 355 311 Chambers St. Offi^e Phone 86 651. Heimasími 55 463 Res Phone 73 917. Blóm stundvíslega afgreidd Oífice Phone Res. Phone 88 033 72 409 " ROSERY m. Dr. L. A. Sigurdson StofnaB 1906 166 MEDICAL ARTS BLDG. 427 Portage Ave. Office Hours: 4 p.m.—6 p m. Wlnnipeg. and by appointment O. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Barkman, Sec. ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND Keystone Fisheries EGGERTSON Limited LögfrœOingar 404 Scott Block 209 Bank of Nova Scotia Bldg Wholesale Distributors of Portage og Garry St. FRESH AND FROZEN FISH Sími 98 291 EYOLFSON’S DRUG DR. A. V. JOHNSON PARK RIVER, N.D. Dentist tslenzkur lyfsali • F61k getur pantaC meSuI og annað me6 pðsti. 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Fyðt afgreiSsla. Home Telephone 202 398 J. J. SWANSON & CO. DRS. H. R. and H. W. LIMITED TWEED 308 AVENUE BLDG., WPO. Tannlœknar • • Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- 406 TORONTO GEN. TRCSTS vega peningalán og eldsábyrgS. BUILDING bifreiSaábyrgS, o. s. frv. Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 26 821 PHONE 26 546 WINNIPEO DR. B. J. BRANDSON A. S. BARDAL 308 Medical Arts Bldg 848 SHERBROOK ST. Cor. Graham og Kennedy Sts. Selur llkkistur og annast um tSt- Phone 21 834—Office ttmar S-4.30 farir. Allur fltbúnaCur sá bezti. • Ennfremur selur hann allskonar Heimili: 214 WAVERLEY ST. mlnnisvarfla og legsteina Phone 403 288 Skrifstofu talsfml 86 607 Winnipeg, Manitoba Heimilís talsími 501 562 Legsteinar DR. ROBERT BLACK sem skara framúr Úrvals blá-grýti og Manitoba marmari SérfræBingur I eyrna, augna, nef » og hálssjúkdömum 416 Medical Arts Bldg. SkrifiO eftir veröskrá Cor. Graham & Kennedy GILLIS QUARRIES, LTD. ViBtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 1400 SPRUCE ST. Skrifstofusfmi 22 251 Winnipeg, Man. Heimllissf mi 401 991 DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson Physician & Surgeon 215 RUBY STREET (Beint suCur af Banning) 602 MEDICAL arts bldq Talsfmi 30 877 Slmi 22 296 0 Heimili: 108 Chataway Sfmi 61 023 ViBtalstfmi 3—6 e. h. GUNDRY & PYMORE LTD. British Quality — Fish Netting Frá vini 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Wlnnlpeg Manager, T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.