Lögberg - 18.05.1944, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAÍ, 1944
*
Mrs. Monika Helga Thompson
Fædd 21. marz, 1857 — Dáin 28. nóv., 1943
“Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautin þunga greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upplhiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.”
(E. B.)
Þrátt fyrir þyngsli þau er
mörgu árin binda þeim sem há-
aldraður er, mátti þó segja að
hún bæri árin vel. Hún hélt
sálarhæfileikum sínum frábæri-
lega vel að kalla mátti, minnið
staðgdtt og trútt, o*g fylgdist
furðu vel með mörgu því er
gerðist. Hún var kona með af-
brigðum trygg og vinföst. Hún
innti af hendi kyrrlátt en affara-
sælt starf í þarfir heimilis síns;
var kyrrlát góð og umhyggjusöm.
Naut hún og frábærrar umönn-
unar Aðalbjargar, er gekk henni
í góðrar dóttur stað gegnum ár-
in mörgu, sem hjá eru liðin.
Ingibjörg valr af vönduðu og
góðu fólki komin, var hún sönn
og karakterstyrk og geðprúð og
glaðlynd, og góðum gáfum gædd.
Gott var til hennar að koma og
gladdist hún að komu gesta. Átti
hún rygga vini, er litu með óþrot-
legri umönnun og kærleik til
hennar og glöddu hana og heim-
ili hennar með komum sínum og
kærleika.
• Útförin fór fram frá heimili
hinnar látnu og Lútersku kirkj-
unni þann 17. apríl, sóknarprest-
ur jarðsöng.
íslendingar vinna
námsverðlaun
Við nýafstaðin próf við Mani-
toba háskólann, hlaut þetta ís-
lenzka námsfólk verðlaun:
Vordís Friðjinnsson, dóttir Mr.
og Mrs. K. N. S. Friðfinnsson,
Geysir, Man., Richardson Scho-
larship in Arts, $200, Gamma
Phi Beta Scholarship, $100.
Thora Sigurdson, dóttir Mr. og
Mrs. Sigurbjörn Sigurdson, Win-
nipeg, Sellers Scholarship in
Arts, $100.
Hans Raymond Beck, sonur
Mr. og Mrs. J. T. Beck, Winni-
peg, Civil Engineering, First
Year, $80.
Adelstine F. Kristjánsson, son-
ur Mr. og Mrs. F. Kristjánsson,
Winnipeg, Law, Ffrst Year, $80.
Olga Helen Anderson — Home
Economics, $60.
Ernest Peter Johnson — Theo-
logy, University Silver Medal.
Mrs. Monika Helga Thompson,
ekkja Gísla Thompson landnáms
manns og um langt skeið bónda
að Krossi. norðan við Gimli-bæ
andaðist að heimili dætra sinna
Ste 8, Dawson Court, Furby St.,
í Winnipeg borg, þann 28. nóv.
s. 1. eftir langvarandi vanheilsu.
Hún var fædd þann 21. marz
1857, foreldrar hennar voru Frið-
björn Pétursson og Sigurborg
.íónsdóttir, bjuggu þau að Stóra-
gerði í Hofs- og Miklabæjarsókn,
í Skagafjarðarsýslu. Móður sína
misti hún mjög ung að aldri. og
var þá tekin til fósturs af Pétri
Jónssyni, bónda að Hofdölum í
Skagafirði, og ólst upp hjá hon-
um. Frá honum fór hún til frú
Helgu frænku sinnar, konu Ara-
sens læknis á Flugumýri. Fékk
hún þar allgóða undirstöðu ment
un í handlistum og hannyrðum,
eftir því sem þá tíðkaðist.
Hún flutti til Canada 1887,
vann hún um hríð í Winnipeg,
en síðar í Nýja-lslandi.
Þann 25. maí, 1891, giftist hún
Gísla Thompson, voru þau gef-
in saman í Winnipeg af séra
Jóni Bjarnasyni. Gísli mun hafa
verið húnvetningur að ætt, hafði
hann komið til Canadja 1884,
unnið um nokkur ár í Winnipeg
en fluzt svo til Nýja-íslands; var
hann prentari að iðn, maður vel
greindur og bókfróður, stofnaði
hann og gaf út á Gimli um
nokkra hríð tímaritið “Svöfu”;
og mánaðarritið “Bergmálið”,
einn, eða í félagi með öðrum, þó
ekki kunni eg full skil á því að
greina. Thompson’s hjónin
bjuggu jafnan að Krossi, og þar
andaðist Gísli, árið 1908. Eftir
lát hans bjó Monika þar ásamt
börnum þeirra, þar til árið 1924
að hún ásamt dætrum sínum
flutti til Winnipeg; átti hún jafn-
an heimili með þeim þar þaðan
af, og naut frábærrar umönnun-
ar þeirra, það sem eftir var æf-
innar.
Börn hjónanna á Krossi eru:
Pétur, búsettur á Gimli, kv.
Guðrúnu Johnson.
Cecilia, Mrs. W. J. Reid,
Winnipeg.
Sólveig og Margrét, Dawson
Court, Wpg.
Rósa, Mrs. O. Josephson, Mel-
stað í Mínerva-bygð, við Gimli,
látin 1930.
Fósturdóttir hinnar látnu, og
henni einkar hjartfólgin er Mild-
red Thompson, nú starfandi fyr-
ir brezku stjórnina í Washington,
D.C.
Systkini Moniku eru William
Byron, bóndi við Swan River,
Man. og kv. Guðbjörgu Helga-
son, frá Mountain, N.-DaK.; og
Þóra, Mrs. Guðm. Beck, nú lát-
in.
Mrs. Thompson var að upp-
lagi til hæglát kona og fíngerð,
og var mjög vel að sér í hann-
yrðum. Æfilangt hafði hún
nautn af lestri góðra bóka, var
hún kona einkar ljóðelsk.
Börnum sínum var hún hjart-
fólgin og umhyggjusöm móðir;
bar hún ávalt ástúðlega umönn-
un fyrir þeim er næstir henni
stóðu. Böndin, sem tengdu hana,
börn hennar og fósturdóttir voru
djúp og traust. Létu börn henn-
ar sér einkar annt um hana.
Um 20 ár átti hún heimili með
dætrum sínum í Winnipeg —
og síðustu 10 árin mjög þrotin
að heilsu, enda öldruð orðin;
naut hún frábærrar umönnun-
ar þeirra, svo vel er þess virði
að í minnum sé haft, hjá þeim
andaðist hún, sem að ofan er
getið. Eiga dætur hennar fagr-
ar minningar um það, að fyrir
kærleiksríkan atbeina þeirra var
ellin henni eins létt og auðið
var að láta hana vera.
Útför hennar fór fram þann
3. des. s. 1. frá Lútersku kirkj-
unni á Gimli, er hún og börn
hennar höfðu jafnan tilheyrt og
unnað. Börn hennar ásamt Mild-
red fósturdóttur hennar ásamt
allmörgu fólki frá Gimli og um-
hverfi voru viðstödd útförina.
Sá er þetta ritar þjónaði við
útförina.
S. Ólafsson.
Dánarfregn
Mrs Ingibjörg Thordarson and-
aðist að heimili sínu á Superior
Ave, í Selkirk, þann 25. apríl,
árdegis, eftir nærfelt mánaðar-
legu. Hún var fædd 28. marz 1855,
að Hnjúkum á Ysum í Húna-
vatnssýslu, foreldrar hennar voru
hjónin Jón Jónsson og Margrét
Sveinsdóttir.
Hún kom til Vesturheims árið
1887, ásamt Jónasi bróður sínum
og settist að í Norður-Dakota,
og dvaldi þar um þrjú ár, en
flutti þá til Selkirk og átti þar
heima það sem eftir var æfinnar.
Árið 1892 giftist hún Matthíasi
Thordarsyni, fyrverandi skip-
stjóra, marghæfum siglinga-
manni og einkar vel lærðum í
sinni grein, ættuðum frá Aust-
mannsdal í Arnarfirði, af beztu
ættum kominn. Matthías hafði
tveimur dætrum þeirra, Guð-
björgu, sem nú er látin fyrir 2
árum og Aðalbjörgu, er aldrei
skildi við fóstru sína, en þriðja
dóttirin af fyrra hjónabandi
Matthíasar, Súsanna María, fóstr
aðist upp á Islandi. Þeim Matt-
híasi og Ingibjörgu varð eins
sonar auðið, er lézt í bernzku.
Matthías andaðist 2. nóv. 1919.
Tveir bræður Ingibjargar eru á
lífi. Kristófer bóndi á Köldu-
kinn á Ásum í Húnavatnssýslu,
og Jón, búsettur í Blaine, Wash.
Meðal látinna systkina Ingibjarg-
ar var Einar Johnson í Selkirk,
látinn 16 marz 1919, er lifir mörg
um í ljúfu minni, býr Sigurbjörg
ekkja hans hér ásamt börnum
sínum. Ingibjörg var í hópi vors
elzta fólks hér, og mátti aldur-
hár teljast.
S. Ólafsson.
Dánarfregn
Út'
há-
-»S5!555555SS5S5SS$S55$55$5$55555S555S5$5535«S55«55!55$S5S55SS3«S5$$$S$55SSS«S«
ur
Sigurbjörn Bjarnason, vistmað
á Gamalmennahælinu Betel,
á Gimli, andaðist þar þann 29.
apríl, s. 1., eftir stutta legu. Hann
var fæddur að Hryggjum í Göngu
skörðum í Skagafjarðarsýslu 21.
sept. Iý61, voru foreldrar hans
Bjarni Guðmundsson og Sigur-
laug Gísladóttir.
Tveggja ára gamall varð hann
að fara frá foreldrum sínum til
vandalausra. Mun hann hafa átt
óblíð bernskuár. Sex ára að aldri
var hann tekinn til fósturs af
hjónunum Jónasi Jóhannessyni
og Ingibjörgu Jóhannesdóttur
konu hans, er þá bjuggu í Ás-
hildarholti í Skagafirði. Hjá þeim
ólst hann upp til 16 ára aldurs
og fór þá í vinnumennsku. Minnt
ist hann jafnan hjónanna í Ás-
hildarholti með einlægri virðingu
og þakklæti, og sagði að þau
hefðu látið hið sama yfir sig
ganga, sem sín eigin börn, og
taldi þau hafa gengið sér í for-
eldra stað.
Tuttugu og tveggja ára að
aldri hélt hann til Akureyrar og
hóf að nema trésmíði, vann hann
að smíðavinnu á ýmsum stöðum
unz hann fór til Vesturheims ár-
ið 1883. Mun hann brátt hafa
sest að á Gimli og eignaðist
Grímsstaði sunnanvert við Gimli
bæ. Bjó hann þar jafnan ein-
búa búskap, þar til að hann kom
til Betel sem vistmaður, 30. apríl
1940.
Einn bróðir hans, Guðmund-
ur að nafni kom til Ameríku.
Hann giftist Ingibjörgu dóttir
Jónasar á Grænumýri, sunnan-
vert við Gimli. Dóttir þeirra,
Mrs. Sigurðsson býr í Riverton,
Man. Guðmundur druknaði í
Winnipeg-vatni fyrir mörgum ár
um síðan. Ekkja hans Ingibjörg
Bjarnason er til heimilis að 702
Home St., Winnipeg. Tvær syst-
ur hins látna voru á íslandi,
Jóhanna og Björg.
Sigurbjörn var bókhneigður
maður og las margt sér til
ánægju, vandaður maður og trú-
hneigður, en batt bagga sína
nokkuð öðrum handbrögðum en
samferðamenn hans. Ef til vill
átti einbúa líf hans sinn þátt í
því að gera hann sérstæðan um
sumt, — og kalsár æskunnar eru
oft seingróin.
Útför hans fór fram frá Betel,
þann 24. apríl, undir umsjón
Bardals, Winnipeg. Undirritaður
hafði kveðju athöfn og jós moldu.
inn
S. Ólafsson.
%
Q Æ
%tr
V
íslenzkt námsfólk, sem
skrifast hefir við Manitoba
skólann á þessu skólaári er:
Haraldur Victor Vídal; Bache-
lor of Arts, Diploma in Educa-
tion.
Eggert Thomas Feldsted;
Doctor of Medicine.
Violet Gladys Elaine Feldsted;
Bachelor of Science in Home
Economics.
Helga Norma Sigurdson;
Bachelor of Science in Home
Economics.
Bernhart Gordon Ingimund-
son; Electrical Engineering.
William Gregory Halldorson;
Diploma in Dairying.
William Lawrence Pálsson;
Diploma in Agriculture.
Bryan Herman Arason; Certifi-
cate in Agriculture.
Lillian Guðný Jónsson, Certifi-
cate in Nursing Education.
“Silver Tea” og sala á heima-
tilbúnum mat verður haldið
seinnipart dags og að kvöldinu,
miðvikudaginn þann 31. maí, á
heimili Mrs. V. J. Eylands að 776
Victor St., undir umsjón Mrs. A.
H. Gray, forstöðukonu camp-
nefndar Banadalags lúterskra
kvenna, til arðs fyrir camp-
byggingarsjóðinn. Camp-nefnd-
ina aðstoða þeir meðlimir stjórn-
arnefndar, sem heima eiga hér í
bænum, ásamt báðum kvenfé-
lögum og trúboðsfélagi Fyrsta
lúterska safnaðar. Til fróðleiks
og skemtunar verða sýnd mál-
verk, uppdrættir og nokkrir
hlutir búnir til úr tré, eftir
nokkra Islendinga hér í bænum,
sem stund leggja á tréskurð.
Leiðréliing.
í sambandi við dánarfregn
Haraldar Maríusar Anderson,
komi leiðrétting á þessa leið:
Haraldur Maríus Anderson, son-
ur Guðmundar (Árnasonar)
Anderson og konu hans Guðrún-
ar Thordardóttur. Skekkja þessi
var í handriti.
Móðurdómurinn
Eg sé þig oft í sölum skýja —
í sólarljóma dagsins nýja,
í fegurð lífs, er fyrnist eigi —
í fegurð þess, sem er og var
Eg sé þig æ í sólarbárum; —
eg sé þig í barnsins raunatárum.
Og þó að fjölgi æfiárum,
og alt sé breytt frá því sem var.
Þó afstöðurnar ávalt breytist
og alt sé breytt, sem forðum var.
Þú æ mér gefur sama svar!
Eg sé þig ljóma í lagaröldum —
í litum-prýddu báruföldum;
í sólar töfrageisla gliti,
er gyllir himin, jörð og mar.
Eg sé þig í morgunsvala köldum,
í sumar-aftans skýjatjöldum,
í mæru ljóss af mánans völdum
er munar-draumum gefa svar.
1 draumafegurð hugar-heima,
er harmi og tárum veita svar.
Og þú gefur ávalt þetta svar!
Eg sé þig blika í silfur-lindum,
á sólarbjörtum jökul tindum,
og svífa hratt á vorsins vindum,
hvar viðkvæmt titrar ljóssins ar.
Eg sé þig í ótal munar-myndum,
en margoft því vér frá oss hrindum;
eða vér störum augum blindum
á eðlisdýrð, sem fegurst var.
Já, á þá dýrð, sem heimur hylur,
er huganum gæfi skýrast svar.
En þú mér veitir þetta svar!
Eg sé þína mynd í fögru fljóði,
sem falin er í skáldsins óði,
og stundum dylst í dánu ljóði —
í dánarminnum hér og þar.
Eg sé þá mynd í harmsins hljóði,
í hugar-angurs táraflóði,
í fáráðlingsins fómarblóði,
er fornra drauga birtu svar.
Sú glegst er mynd í fljóðsins fegurð,
er frelsis-þránni gefur svar.
Og þú mér gefur þetta svar!
Eg sé þá ást í augum þínum —
í augunum bláu og hreinu þínum,
er móðurdómsins myndir skýra,
hvar manndóms skapast eðlisfar
Sem guðdóms blys í ljóða línum
hvers listagildi oft vér týnum,
en þálegs tíma þyrnum krýnum
í þoku eigin blekkingar;
því skrípamyndir skapanorna
á skökku máli veita svar.
En innanbrjósts þú átt þér svar!
Og því er kærust móðurmoldin —
en minninganna skuld er goldin
í útlendingsins tregatárum,
er týndra bama hjörtu skar.
Þá titra veikir taugaþræðir
og tregaþrungnu hjarta blæðir,
er sorgabarnið heiminn hæðir,
þá heimalandið glatað var.
En móðurástin munar gljúpa
í minningunum finnur svar.
Og þú átt, móðir þetta svar!
S. B. Benediclsson.
Our
Prinfmg Service
i8 persoual in chararte ^
tottoate to contactwe
ter class Pr'f’^aucing tos
Pnde 'Lí fnctive clien
take Pllu" * aistinctive
Teie.fOive8nBdtoPPoHunity
0t serving yo«-
^he
«ol«mbia i3rcðí’
aVenue. winnipec
695 SARCENT