Lögberg - 18.05.1944, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.05.1944, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAt 1944 r——lögbcrg ~ Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba ■ Utanáskrift ritstjðrans: ; EDITOR DfiGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publishea by The Columbia Press, Dimited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 • . Mr. King flytur ræðu í brezku þinginu Eins og áður hefir verið frá skýrt, situr hinn canadiski forsætisráðherra, Mr. King, ráð- stefnu í London um þessar mundir, ásamt öðr- um forustumönnum brezku siálfstjórnarþjóð- anna. Og þótt þessi stjórnarformanna fundur fjalli vitaskuid fyrst og fremst um stríðið og frarnvindu þess, komu að sjálfsögðu mörg önnur mál til umræðu, sem vörðuðu veldisheildina og skipulagningu heimsfriðarins, að lokinni yfir- standandi styrjöld; lagði Mr. King sérstaka á- herzlu á það í stórmerkri ræðu, sem hann flutti í sameinuðu þingi í London þann 11. þ. m., hve mikils það væri um vert, að samstarf innan veldisheildarinnar yrði jafnan sem allra nánast, þó hann á hinn bóginn færi ekki dult með þá skoðun sína hve tvíeggjað sverð það gæti orðið að víkka út áhrifasvæði hins brezka þjóðasam- bands í London á kostnað þeirra einstöku sjálf- stjórnarþjóða, er það samanstæði af; afstöðu sinni til þessa mikilvæga máls hafði Mr. King all einarðlega lýst í tilefni af hinni nafntoguðu ræðu Halifax lávarðar frá í fyrra, sem vakti ströng mótmæli víðsvegar í þessu landi. “Eg er ófrávíkjanlega þeirrar skoðunar,” sagði Mr. King í áminstri ræðu sinni, “að eina viturlega og trygga leiðin til þess að grundvalla á framtíðarfrið, og lífræna samvinnu þjóða á milli, væri sú, að komast niður á skipulag, sem gilti jafnt um allar þjóðir, en veitti engri einni þjóð nein sérstök forréttindi; jafnrétti í póli- tískum skilningi væri, þótt vel léti í eyra, ófull- nægjandi nema því aðeins, að það héldist í hendur við afkomulegt eða hagsmunarétt jafn- rétti.” Mr. King lagði ítrekaða áherzlu á það, að í hvert skifti, sem það kæmi til umræðu veldis- heildinni til treystingar, að velja í því sambandi nýjar leiðir, yrðu þeir, sem að málum stæði jafnan að hafa það skýrt í huga, að engar þær ráðstafanir væru teknar, sem komið gætu þeirri hugmynd inn hjá sjálfsstjórnar þjóðunum, að verið væri að nokkru að takmarka sjálfsákvörð- unarrétt þeirra; það væri og jafn áríðandi, að þær þjóðir, sem utan stæði hins brezka þjóða- sambands, fengi það ekki á meðvitund, að verið væri að stofnsetja neinn sérstakan yfirdrottn- andi þjóðahring, er ráða vildi yfir örlögum þeirra; alt slikt gæti dregið á eftir sér óþægi- legan dilk. 1 ræðu sinni vitnaði Mr. King í ummæli Mr. Churchills um brezku veldisheildina og skipu- lagningu hennar frá 1907, en ummælin voru á þessa leið: “Vér, sem lítum fram á veginn, og bíðum þess dags, er hærra samfélagslegt réttlæti verði leitt til öndvegis, en nú á sér víða stað í heim- inum, unnum af alhug hinu brezka stjórnar- fars fyrirkomulagi, vegna þeirra breiðu sam- vinnuhugsjóna, sem það grundvallast á; og vér trúum því, að frá þeirri sjónarhæð skoðað, geti menn orðið nokkurn vegifin sammála um, að þangað megi sækja þá fyrirmynd, sem mann- kvnið þráir og hefir verið að leita að.”— Þá vék Mr. King nokkrum orðum að stríðs- sókn canadisku þjóðarinnar, og lagði fyrst og fremst áherzlu á það, að framlagið til stríðsins hefði frá byrjun verið á sjálfboðagrundvelli, og þjóðin sjálf, fyrir munn kjörinna fulltrúa sinna, sagt Þjóðverjum, og möndulveldunum í heild, stríð á hendur í eigin nafni, og upp á eigin ábyrgð. Mr. King lét þess og getið, að auk allra greina hins canadiska hers, er í þessu yfirgrips- mikla frelsisstríði tæki þátt, hefði canadiska þjóðin lagt brezka veldinu til birgðir vista og hergagna, er næmi því nær fjórum biljónum dollara, og væri helmingurinn af því gjöf. “Meðan sá andi þess fangvíða frelsis, sem nú ríkir og og hefir yfirhönd í stefnum og starfs- háttum Bretlands,” sagði Mr. King, “þarf veldis- heildin ekkert að óttast, hvorki utan í frá né að innan, því þá er hún enn á réttri leið.” i Mr. King fór viðeigandi og virðulegum orð- um um þátttöku Bandaríkjanna, “hins volduga nágranna” sunnan landamæranna, í þeim geig- vænlega hildarleik, sem yfir stæði, jafnframt því, sem hann brýndi fyrir hlustendum sínum, vítt um heim, hina brýnu þörf á andlegu og efnislegu samstarfi hinna enskumælandi þjóða, að stríðinu loknu. • Mr. King lauk máli sínu með svofeldum orðum: “Á þessu stigi málsins, hljóta öll vor átök að beinast að sem fljótustum fullnaðar- sigri, með það þó ávalt jafnframt í huga, hvernig haga skuli þeirri viðreisn, og þeirri skipulagn- ingu, er traustur framtíðaríriður fái hvílt á.” • Meira en ómaks eða áreynslu vert Athygli skal hér með leidd að nokkrum kvæðum, helguðum íslenzkri tungu og töfra- magni hennar, sem birt eru á öðrum stað hér í blaðinu, en eiga tilveru sína að þakka “Esj- unni” í Árborg, sem er ein af hinum mörgu og fjölgandi deildum Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi; áminst deild efndi fyrir nokkru til vísnasamkeppni um fegurð og menningar- mátt íslenzkrar tungu; níu skáld, öll búsett í frumbygðum Islendinga í grend við Winnipeg- vatn, báru fram ljóðfórnir sínar á altari íslenzk- unnar, og þótt kvæði þeirra séu að vísu töluvert misjöfn að listrænum verðmætum, þá hafa þau þó öll nokkuð til síns ágætis frá skáldskapar- legu sjónarmiði séð, auk þess sem þau bera fagurt vitni ást og aðdáun höfundanna á hinni tiginbornu tungu vorri. Dómendur í fyrgreindri vísnasamkeppni, voru þeir Guttormur J. Guttormsson og Eyjólf- ur J. Melan, sem báðir teljast til góðskálda, og eru auk þess hárnæmir á ljóðagerð annara manna. Fegurð Sumarið, þessi óviðjafnanlega upprisuhátíð fegurðar og blómskrúðs, er nú gengið í garð; foldin hefir varpað af sér viðjum vetrar, og bú- ist litklæðum á ný; og nú teygja blómin bros- andi blómkrónur mót hækkandi sól. Sennilega flytja þó einhverjir, því miður, með sér hélu- kaldar vetrarhugsanir inn í sumarið, og koma eigi auga á þann unað, sem samvist við yndis- leik blómanna er samfara, þó vonandi sé, að þeir séu eigi margir; nú er vökumanna þörf; manna, sem trúa á lífið og sigurmátt þess yfir þeim gereyðingaröflum, sem nú leika lausum hala heimskautanna á milli; manna, sem trúa á fegurðina og skilja í reynd það frelsandi frjófg- unarmagn, sem hún býr yfir. Móðir jörð ber á því enga sök, þó hún vegna rangíjeitni mannanna flaki í sárum; hún er enn hin bezta blómmóðir eins og hún var á dögum Jóns Thoroddsen, og hún heldur áfram að vera það frá kyni til kyns. Einar Benediktsson var skáld hrifningar, og hinnar vængjuðustu alfegurðar; í einu hinna glæsilegu kraftakvæða sinna, kemst hann þann- ig að orði um uppruna og tign íslenzks máls: “Það orktu guðir lífs við lag, eg lifi í því minn æfidag, og dey við auðs þess djúpu brunna.” í hvaða átt, sem litið er, blasir við auga fjarvídd lokkandi fegurðar, í umgerð hinnar dásamlegustu nýsköpunar. Hráslaginn í sálum mannanna á sér engan tilverurétt, og þá allra sízt, er dís gróandans hefir leidd verið til öndvegis að nýju. f • Einátœtt í sögu Canada Á skemri tíma en tveimur árum, hafa þrír íslenzkir lögfræðingar verið skipaðir í dómara- embætti í þessu landi, og í þessari röð: W. J. Lindal, J. T. Thorson og H. A. Bergman; skipun þessara þriggja manna í hin virðulegu dómara- embætti, er sú sérstæðasta og yfirgripsmesta traustsyfirlýsing, sem íslenzka þjóðarbrotið vestan hafs hefir nokkru sinni hlotið, og veldur straumhvörfum í þróunarsögu canadisku þjóð- arinnar, því aldrei áður hafa aðrir en brezkir og fransk-canadiskir menn, verið skipaðir á dóm- arabekk innan vébanda þessa þjóðfélags; yfir þessu finnum vér Vestmenn vitaskuld til rétt- mæts metnaðar, en ofmetnast megum vér þó ekki; en þessi áminsta traustsyfirlýsing, ætti að verða oss sterk hvöt til aukinna menningarlegra átaka í framtíðinni. Bróðurkveðja úr heimi eilífðarinnar Árið 1901, á uppstigningardag, druknaði bróðir minn, atgervis- maður hinn mesti. Hann var rúmu ári eldri en eg, og vorum við mjög samrýmdir. t Tveimur dögum eftir slysið var mér tilkynt látið, og eins og gefur að skilja, var eg mjög sár og leiður yfir fréttinni. Eg hafði ekki eirð í mér til að vinna og gekk upp að Skólavörðu til þess að reyna að létta mér sorgina naeð því að horfa yfir umhverfið fagra. Á 9. tímanum gekk eg heim í herbergið mitt. Eg gat ekki aðhafst neitt, svo að eg á- setti mér að leitast við að sofna. Eg gat ekki sofnað, tók því bók og fór að lesa. Þegar eg er ný- byrjaður á lestrinum, er barið að dvrum, og eg kalla: “Kom inn.” Hurðin er opnuð. Maður stend- ur í dyrunum og heldur um hurðarhúninn, og eg þekki strax, að það er bróðir minn. Albjart "var enn í herberginu þetta vor- kvöld. Eg verð mjög glaður og segi: “Nei, ertu kominn?” “Komdu blessaður og sæll,” segir hann. “Eg kom til að biðja þig bónar.” Þá svara eg: “Eg veit ekki, hvað eg vildi gjöra fyrir þig undir þessum kringumstæðum.” Hann segir: “Bónin er sú, að þú trúir því ALDREI, að eg sé dáinn. Guð veri með þér. Líði þér altaf sem bezt.” Að svo mæltu fer hann og lok- ar dyrunum. Lýkur þeim þó upp aftur og segir: “Þú ætlar að MUNA þetta.” Síðan ligg eg undrandi, og hið fyrsta, sem eg hugsa, var þetta: “Eg var þó ekki sofandi.” Eg hélt á bókinni og var höndin í opnunni, sem eg var að lesa. Einnig leit eg á úrið mitt og setti vandlega á mig hvorttveggja bls. talið, 163, og tímann, 8.55. Síðan tek eg blað, sem lá á borðinu, og legg í opnuna á bókinni, því að eftir þetta gat eg ekki lesið. Morguninn eftir stóð mér þetta alt lifandi fyrir hugskotssjónum. Miðinn var í bókinni við blað- síðutalið. Ekkert atvik í lífi mínu man eg skýrar en þetta. (Höf. vill ekki að svo stöddu láta nafns síns getið. En hann er mjög sannorður og vandaður maður). —Kirkjuritið. Hitt og þetta Tómas: “Mamma, lofaðu mér að fara í dýragarðinn og horfa á apana”. Mamma: “En sú hugmynd! Fara í dýragarðinn núna til að horfa á apa, þegar Betsy frænka þín er hér”. • t “Svo þú biður bænirnar þín- ar á hverju kvöldi?” “Nei, sum kvöldin vil eg ekki neitt.” Þegar Sókrates var spurður að því, hvort betra væri fyrir mann að vera giftur eða ógiftur, svar- aði hann: “Lótum hann vera sjálfráðan, hvorn kostinn hann velur sér, hann mun iðrast þess.” • Heldri kona frá Washington sat eitt sinn við hliðina á Coolidge forseta í samkvæmi. “Herra forseti”, sagði hún vin- gjarnlega, “þér eruð mjög þög- ull. Eg veðjaði um það í dag, að eg skyldi fá yður til þess að segja meira en tvö orð”. “Þér tapið”, svaraði forset- inn. • — Það er yndislegt að fá að vera í algerðu einrúmi, einkum þegar maður má hafa kærust- una hjá sér, sagði írskur her- maður á dögunum. Björn Sigfússon: Menn og konur Eru konur teknar með í reikn- inginn eða ekki, þegar sagt er: Menn hafa heyrt þessa sögu, Menn skilja þetta, Mönnum finst þetta umhugsunarvert? Væri ekki réttara að segja t. d.: Mönn- um og konum finnst þetta um- hugsunarvert, — ef hirt er einn- ig um það, hvað kvenþjóðinni kann að finnast? Svar: Orðið menn táknar jafnt konur sem karla í þessum orða- tiltækjum. Allir játa, að konur eru mennskar og þess vegna engu síður menn en karlmennirnir. Aldrei hefði þurft að búa til orðið karlmaður, ef ekki hefði komið fyrir, að greina þyrfti sundur hugtökin maður, sem getur verið nærri eins tvírætt og tökuorðið manneskja, og hið ótvíræða í orðinu karlmaður. Mannfjöldi, múgur manns, er engu síður safn kvenna en karla. Eddu sína byrjar Snorri á þessa leið: “Almáttigur guð skapaði í upphafi himin og jörð og ... síðast menn tvo, er ættir eru frá komnar, Adam og Evu.” En í Heimskringlu segir hann t. d. um karlmenn tvo og konu, er fylgdi þeim: “Kona var inn þriðji maður”. Rætt er í Grágás um gifting tveggja manna, karls og konu. Þó fer því fjarri, að maður, sem oft þýðir karlmaður, geti beinlínis þýtt kvenmaður einnig. Það er einkum í gömlum orð- tökum og almennum, sem orðið maður nær til karla og kvenna í senn. Og þeirri réttu merkjngu má ekki þaðan týna né afneita manneðli kvenna. Þessi spurning minnir á aðrar venjur að ávarpa konur. Hvað á að segja í staðinn fyrir dönsku- slettuna fröken? — Auðvitað ungfrú eða frú eftir atvikum, þegar nokkurn titil þarf að nota. Frú er réttmætt orð um ógiftar jafnt og giftar. En geta stúlkur á hvaða aldri, sem er, talizt konur? Vitanlega. Þær eru það. Og hví skyldi þá vera ljótt að kalla þær það? Kvenfélög, kvennréttindi, kvenbúningar, kvennaleikfimi, kvenfegurð, — allt fer það stúlk- unum engu verr en þeim, sem rosknari eru, og hvort sem telpu- krakka líkar vel eða illa, að hún sé kölluð konuleg, er það sams konar hrós og þegar sagt er um smástrák, að hann sé orðinn karl- mannlegur. Tvær konur frá Patreksfirði spurði mig um atkvæðaskipt- ing orðsins stúlka og hliðstæðra orða. Svar mit beinist fjrrst að því að berja niður misskilning, sem eg hef bæði séð á prenti og heyrt fyrr, að atikvæðaskipt- mg orðsins sé mismunandi eftir landshlutum, og berja inn í ó- fróða þá staffræðilegu atkvæða- skipting slíkra orða, sem föst er orðin í íslenzku ritmáli. Reglan er, að fyrra (fyrsta) atkvæði skulu fylgja svo margir sam- hljóðar sem kveða má að, — sé orðið forskeytislaust og ósam- sett. Þess vegna skal skipta svo milli lína: vöðv-ar, niðj-ar, Kristj-án, bölv-un, hrakn-inga- saga (aldrei má flytja einn staf milli lína, þótt atkvæði sé), jarðn- esk-ur, himn-esk-ur. Stúlka er tvö atkvæði: stúlk-a, þótt a megi ekki færa í aðra línu. Þessi staf- fræðilega atkvæðaskipting er einföld og hentug. Hún er önnur en í flestum Evrópumálum, en hefur átt fylgi fremstu íslenzku- maama alla næstliðna öld og kemur ekki til mála að hleypa þar nú að neinum glundroða, enda gæti enginn neitt á honum grætt. En spurningin frá Patreksfirði var þannig orðuð: “Er atkvæða- skipting orðanna stúlka, piltur og mjólk rétt eins og Norðlend- ingar bera það fram: stúl-ka, pil- tur, mjól-k? —okkur finnst ein- kennilegt að heyra hámenntaða menn skipta orðum þannig í tali sínu.” Þrátt fyrir þann misskilning spyrjenda, að skipting atkvæða sé önnur á nokkurn hátt nyðra en syðra,, og það, að gengið er fram hjá hinni ákveðnu atkvæða- skiptingu ritmálsins, sem eg var að skýra, hafa þær þarna vestra tekið rétt eftir þeirri dvöl minni samhljóða í orðunum, sem kalla mætti hljóðfræðilega atkvæða- skipting. En sú dvöl er á sama stað í orðunum í máli sunnan og vestan lands sem norðan. Hljóðfræðilega atkvæðið, hvert um sig, byggist á hljómmagni orðsins samfara áherzlu þess, lengd og hljómblæ. Allt þetta samanslungið ræður lengd þess atkvæðis, og er vandi að heyra það og enn meiri vandi að finna uin það reglur. Stundum er at- kvæðaskiptingin jafnvel inni í hljóðunum, s. s. í lokhljóðum, nokkur hluti hljóðs fylgir fyrra atkvæði, nokkur hluti hinu síð- ara og færi þá að vandast málið, ef skrifa ætti eftir slíkri at- kvæðaskiptingu. í orðinu stúlka er hin hljóð- fræðilega atkvæðaskipting talin vera milli 1 og k, nema sumir hyggja hluta af k fylgja fyrra atkvæðinu. En hvor framburðurinn er rétt- ari? er oft spurt um þessi orð. — Sá, sem norðlenzkur er kallaður (tíðkast ekki síður í Múlasýslum, en er horfinn í Húnavatnssýslu), er upphaflegri, svo sem ráða má bæði af rími fornra kvæða og samanburði við mál frændþjóð- anna. Hinn óraddaði framburður á 1 framan við k, p, t er því rang- ur samkvæmt uppruna. En í því máli dugir ekki að dæma án þess að líta einnig á hitt, að svo talar nú meirihluti íslendinga. Samtíðin. THE ICELANDIC CANADIAN CLUB At p meeting of the Icelandic Canadian Club held Sunday evening, May 14, in The Antique Tea Rooms, the following resolu- tion was passed. Whereas it has come to our at- tention that a number of persons, some of hom are not of Icelandic descent, are anxious to take a series of lessons on the culture, history and government of Ice- land; and whereas some of this group would also like to further their knowledge of the Icelandic language: the Icelandic Cana- dian Club hereby resolves to elect a committee of three mem- bers who shall co-operate with a committee of two from the Ice- landic National League to or- ganize this group of people into a class or classes for the purpose of pursuing the aforementioned studies during the coming sea- son, commencing in October, 1944. The committee of three is as follows: W. S. Jonasson, Rev. H. E. Johnson, Mrs. H. F. Daniel- son. A committee of five has also been appointed to help further the projéct of establishing a Chair in Icelandic in the Uni- versity of Manitoba. Mrs. E. A. Isfeld gave a paper on “The Development of music in Iceland.” In moving the vote of thanks, Dr. Larus Sigurdson remarked that the executive was to be congratulated on securing this excellent lecture and on this subject, as one of the aims of the Club is to help members and the public in general to become familiar with cultural develop- ments in Iceland. Even though Mrs. Isfeld’s special field of study is music, it must have been a painstaking task to gather to- gether this important informa- tion ön .the Music of Iceland. He thanked her for taking the time to prepare this paper and for presenting it in such an interest- ing manner. The meeting was well attend- ed and most enjoyable. Mrs. Couch and her committee served lunch.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.