Lögberg - 18.05.1944, Side 7

Lögberg - 18.05.1944, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAÍ, 1944 7 Koma herra Sigurgeirs biskups Sig- urðssonar til Vancouver Mikið hefir verið skrifað um komu Sigurgeirs biskups til Ame ríku og mikil sigurför hefir það verið fyfrir hann og fslenzku þjóðina. Þegar fréttist til Vancouver að biskup íslands væri kominn vest- ur um haf, varð það fyrsta löng- unin okkar að hann gæti heim- sótt okkur hér á Kyrrahafsströnd inni í British Columbia. Fyrir- spurnir voru gerðar um ferða- lag hans og svo kom fregnin með fimm daga fyrirvara að biskupinn yrði hér fimtudaginn 9. marz. Forsetar íslenzku félag- anna töluðu sig saman í síman- um og mæltu til fundar í kirkj- unni eftir messu sunnudags- kveldið 5. marz. Á fundinum var fólk einróma um að æskilegt væri að halda samsæti fyrir heiðurs- gestinn á veglegum stað. Var samþykkt að forsetar íslenzku félaganna ásamt þremur öðrum skipuðu nefnd til að gera allar ráðstafanir og tilkynna öllum ís- lendingum í borginni og grend- inni um samkvæmið. Það er ekki að orðlengja það að þessi nefnd lét hendur standa fram úr ermum og undirbjó veizlu á Georgia Hótelenu. Gert var ráð fyrir að blaðamenn mættu bisk- upi úti við flugvöllinn daginn sem hann bar að garði, enn því miður gat ekki orðið af því, biskupinn kaus að aka eftir þjóð- veginum frá Seattle til Vancou- ver til að njóta hins dýrðlega út- sýnis með ströndinni- Á vagnstöðinni, til að taka á biskupi og förunaut hans, Ed- ward Thorlakson, voru þeir Guð- mundur Gíslason og Bjarni Kol- beins. Var strax haldið til veizl- unnar og settust þar að borðum fast að tvö hundruð manns. Sam- sætinu stýrði Mr. Hálfdán Thor- lákson, bauð hann biskupinn vel- kominn með vel völdum orðum. Skemtiskrá byrjaði með því að íslenzki söngflokkurinn okkar hér söng Ó, Guð vors lands. Skáldið okkar Þórður Kr. Krist- jánson fór með einstaklega vel hugsað kvæði, sem hann hafði ort við þetta tækifæri. Afhenti Mr. Kristjánson heiðursgestinum kvæðið að gjöf til að taka það með sér heim til ættjarðarinnar. Séra Runólfur Marteinson með blýjum og viðfeldum orðum, gerði biskupinn kunnugan sam- kvæminu og bauð hann fram til að ávarpa landa sína í Vancou- ver. Biskupinn talaði á skemti- legan hátt, mintist á ástæðurnar fyrir ferð sinni vestur um haf, talaði um hagsmuni fólks heima og bar íslendingum hér kærar kveðjur frá frændum okkar heima á Fróni. Magnús Elíason þakkaði biskupi fyrir tölu hans, fyrir hönd íslenzku félaganna og íslendinga yfirleitt í þessu um- hverfi. Því næst skýrði Hálfdán Thorlakson frá því, að hinn ný- stofnaði tslenzki Lúterski söfnuð ur hér hefði valið biskup íslands sem heiðursmeðlim. Afhenti Mr. Thorlakson biskupi skrautlegt skýrteini, sem vottaði að hann væri heiðursmeðlimur í þessum hinum yngsta söfnuði í Islenzka Lúterska kirkjufélaginu í Vestur heimi. í sambandi við það var þess getið að þó að þetta væri yngsti söfnuðurinn, þá væri presturinn okkar hér Runólfur Marteinson elztur af íslenzku Lútersku prestunum Að endingu söng íslenzka söngkonan okkar hér, Mrs. Thora Thorsteinson Smith, tvo söngva “Drauma- landið” og “I Walk Beside Thee”. Þegar staðið var upp frá borð- um og fólk fór að halda heim- leiðis, stóð biskup við dyrnar á veizlusalnum og heilsaði með handabandi bæði nýjUm og gömlum kunningjum. Að veizlunni lokinni var hald- ið veglegt heimboð á heimili þeirra Mr. og Mrs. Hálfdán Thorlakson, voru þar saman- komnir þeir sem unnu að undir- búning fyrir samsætið og nokkr- ir aðrir vinir húsráðenda. Gafst þar mörgum tækifæri til að hafa lengra viðtal við gestinn frá ætt- jörðinni heldur enn mögulegt var í veizlusalnum. Sýndu þau Mr. og Mrs. Thorlakson einstaklega góða gestrisni og höfðu þeir sem þar voru mikla ánægju af kvöld- stund þessari. Daginn eftir sýndi Bjarni Kol- beins rögg af sér og ók með biskupinn og förunaut hans, Edward Thorlakson, í bíl sínum til að gefa þeim tækifæri til að njóta þeirrar náttúrufegurðar sem Vancouver og nágrennið hefir að bjóða. Óku þeir yfir hina stóru svonefndu “First Narrows brú”, sem er lengsta hengibrú í brezka veldinu, fjórtán hundruð fet á milli stöplanna. Svo var ferðinni heitið um hinn verald- ar-fræga skemtigarð “Stanley Park” og þótti biskupinum mikið til koma um fegurð þessa stað- ar og um hinar stórkostlegu eik- ur sem þar hafa staðið svo mörg- um tugum árum saman. Næst fóru þeir að heimsækja borgar- stjórann, Mayor Cornett, á skrif- stofu hans. Hittist svo vel á að þetta var afmælisdagur borgar- BREWERS AND HOTELKEEPERS OF MANITOBA WAR FUND STATEMENT OF CONTRIBUTIONS AND PAYMENTS from the date of commencement of the Fund on September 23. 1940, to December 31, 1943. CONTRIBUTIONS by the Brewers and ^Hotelkeepers of Manitoba $114,586.23 PAYMENTS Towards purchase of a Hurricane Aircraft $48,000.00 Greater Winnipeg Co-ordinating Board for War Services 11,500.00 Canadian Red Cross Society 10,000.00 Chinese War Relief Fiind 5,000.00 Navy League of Canada 3,000.00 The Kinsmen Fund—Milk for Britain 3,000.00 Greek War Relief Fund 2,500.00 Air Cadet League of Canada 2,500.00 British and Foreign Bitole Society— Soldiers’ Testament Fund 2,000.00 Canukeena Club—Buckshee Fund 2,000.00 B.P.O. Elks—Save the Children Fund 2,000.00 Wartime Pilots and Observers Association 1,500.00 Associated Army Auxiliaries 1,000.00 I.O.D.E. Book Purchasing Fund 1,000.00 “H.M.C.S. Winnipeg’’ Fund 500.00 “H.M.C.S. St. Boniface” Fund 500.00 “H.M.C.S. Transcona” Fund 500.00 96,500.00 Interest on loan from Bank, obtained to enable payment for Hurricane Aircraft to be made in advance of contributions 2.175.61 98.675.61 BALANCE as at I^ecember 31, 1943 15,910.62 Bank of Montreal 13,116.04 December 1943 contributions in hands of Government Liquor Control Commission 2,794.58 $ 15,910.62 No deductions have been made for administration costs or expenses of any kind other than interest as shown. Tho Manitoba Govern- ment Liquor Control Commission collects the Fund without charge. The Trustees and Officers serve without remuneration. We certify that the above statement is correct. (Sgd.) WILLIAM GRAY AND COMPANY Chartered Accountants. Winnipeg, February 21, 1944. Honorary Auditors. stjórans. Röbbuðu þeir saman um klukkustund og þótti Sigurgeir þetta ánægjuleg stund með Mayor Cornett- Ferðalag þeirra um borgina endaði um miðdag- inn heima hjá Bjarna Kolbeins. þa)r sem þeir ásamt Hálfdán Thorlakson nutu reglulegrar Is- lenzkrar fiskimáltíðar. Eftir hádegið þann dag ók Bjarni Kolbeins með biskupinn til Blaine og var þá heimsókn þessa góða gests til Vancouver á enda, mun sá atburður þó lengi lifa í hugum okkar hér. Magnús Elíason. Svar til Guðmundar Jónssonar Herra Guðmundur Jónsson við Vogar P.O., stílar mér opið á- minningarbréf í Heimskringlu, 5. apríl síðastliðinn, og þó það sé harla ómerkilegt, vil eg fyrir kurteisis-sakir svara því í fám orðum, því annars kynnu les- endur blaðsins að taka mark á einhverju af því sem þar er skráð. Karl auminginn hefir auðsjá- anlega verið í vondu skapi yfir því að eg skildi gjörast svo djarf- ur að umbæta skrif hans um förumenn á Austurlandi. Okkur sem lásum þá grein, líkaði illa ummæli hans í garð þeirra, sér- staklega þó um Gilsárvalla Guð- mund, sem hann segir muni hafa verið illa ættaður, fengið illt uppeldi, og helst viljað vinna óþrifaverk! Guðmundur var systrungur séra Sigurðar Gunn- arssonar á Hallormsstað, og Rannveig amma Guðmundar. var föðursystir séra Sigurðar, og bræðra hans, og þegar Guðmund ur Sigvaldason faðir hans fraus í hel á Hó'laheiði, veturinn 1845, tók Sigurður Gunnarsson ekkj- una til sín, með 2 elstu dreng- ina, Baldvin föður minn, 9 ára, og Guðmund 10 ára, faðirf minn vann svo hjá séra Sigurði í 19 ár, og kvaðst hafa borgað fyrir uppeldi sitt, og efast eg ekki um það. Guðmundur dvaldi aðeins nokkur ár hjá séra Sigurði, en fylgdi móður sinni er hún giftist aftur, prúðmenninu Ólafi Stef- ánssyni, bónda á Gilsarvöllum, og með móður sinni Soffíu og Stefaníu systur sinni, dvaldi. Guð mundur til æviloka, og eru þar með hrakin ufnmæli Guðmundar Jónssonar, að nafni hans hafi fengið slæmt uppeldi, og verið illa ættaður, því glæsilegra fólk finst varla á Norðausturlandi, en Skíða-Gunnars ætt. Sú ætt er Shliðstæð æítt séra Gpnnarsi í Laufási, föður Tryggva og bræðra hans, því Ingibjörg Gunn arsdóttir, var kona séra Þorsteins á Skinnastöðum föður Skíða- Gunnars og Ebenesar sýslu- manns á Isafirði, föður frú Ingi- bjargar á Skarði, konu Kristjáns kammeráðs Skúlasonar, Magnús sonar, Ketilsonar prests á Húsa- vík, hann var giftur systir Skúla fógeta. Systir séra Þorsteins á Skinnastað og Ingjalds prests í Múla, var Guðrún, föðurmóðir séra Halldórs á Hofi í Vopna- firði. (Samanber annálar Hóla- skóla). Guðmundur Jónsson, segir að nafni sinn hafi helst viljað vinna óþrifaverk! Þarna er ó- mannlega að orði komist um Guðmund frænda minn, auð- vitað gat hann hvorki verið fjár- maður né sjómaður, var of fá- kænn til þess, svo hann varð að vera fjósamaður, aka taði á tún, bera heim eldivið, og umfram alt að mala gallón, og meira af rúg á hverjum degi og hafði að- eins fæði og föt, en eftir lát móður sinnar, var farið að senda Guðmund í kaupstað á Seyðis- fjörð, eftir kramvöru, því hann var bæði stór og sterkur, svo hann gat borið þunga bagga heim, og rataði vel á heiðum í dimmviðrum, og af því að hann setti aldrei neitt kaup fyrir ferð- ir sínar, var hann oft á ferða- lagi, að sækja og flytja einhvern varning um nærsveitirnar, og finna svo frændur sína um leið, en þeir voru fjölmennir á Aust- urlandi, og eru enn, og aðdáan- lega frændræknir. Einn frænda hans er Gunnar Gunnarsson skáld á Klaustri, fimti Gunnar frá Skíða-Gunnari. Þó Guðmundur væri oft illa klæddur, og óþrifinn, var hann ætíð umtalsgóður, og vandaður í viðskiptum, sem vitnaði um hans góða uppeldi, og innræti, enda var hann svo vinsæll, að allsstaðar var tekið vel á móti fionum og hans einföldu svör voru einkennilega markviss og skopleg. Til dæmis gaf einn frændi Guðmundar honum nýa' húfu, sem hann setti upp næsta sunnudag, og fór til messu að Desjarmýri, en af því að rign- ing var, lét hann gömlu húfuna upp á hina nýju og batt hana með snærisspotta, þegar Guð- mundur kom til kirkjunnar hóp- uðust strákar að honum, og spurðu hann, til hvers hann hefði allar þessar húfur á hausnum? Þá svaraði Guðmundur: “Þið vitið ekkert, og þið skiljið ekk- ert.” Þetta höfðu ýmsir fyrir máltæki seinna, því það var ótrúlega mikil'l sannleikur í því, sé það tekið alvarlega. Svo tekur Guðmundur fyrir Landnámssögu Álftavatns-bygð- ar, sem eg rita, og þykist sjá þar missagnir, er það furða þó einhvern hafi mismynnt eitt- hvert mannsnafn, en svo er mál með vexti, að eg hefi ekki séð Almanak O. Thorgeirsson ennþá, því eg hefi verið hér austur við Pine-Falls siðan í miðjum janúar en las þó prófarkir af sögunni áður eg fór, og áleit hana vel prentaða, en eftir frásögn G. J. hefir orðið þar töluvilla á aldri Sigfúsar Borgfjörð, 1886, í stað- inn fyrir 1868, en þar sem Guðm. er að fárast um barneign Ás- mundar Freemans, og Jóns Há- varðssonar, er bara fjas, þeir heiðursmenn geta átt, og eign- ast enn mikið fleiri börn en G. J. reiknar, hvorugur þeirra er nú samt landnemi í Álftavatns- bygð, en er aðeins getið þar í sambandi við frændur þeirra. Guðmundur segir konu eina rangfeðraða í sögunni, þær geta nú verið það fleiri en ein, og hann rangfeðraði nú sjálfur frúna í Höfn í fyrra, og tóku fáir til þess; og svo segir hann bæinn Ekru austan Lagarfljóts, en ekki norðan, og er drýldinn yfir slíkri vizku, því það eina veit hann fyrir víst, og er eg honum þakklátur fyrir þá leið- réttingu, en hvort kona ein er Jensdóttir eða Jónsdóttir gjörir engan mismun, því eg færði oft útlend nöfn yfir á íslenzku, vilj- andi, enda tók eg það fram í formála sögunnar að hún yrði rituð eftir frásögn landnemanna sjálfra, og tæki ekki ábyrgð á þó einhvers staðar væri missögn í henni, slíkt á sér stað í öllum sögum, en það sem gefur land- náms sögunni gildi, er nafn landnemanna, hvaðan þeir fluttu að heiman og hvenær og hvar þeir námu land, og númer á því og nöfín barna þeirra, því þá geta góðir afkomendur þeirra fundið bústað forfeðra sinna, sem yfirgáfu ættland sitt til að geta veitt sonum sínum og dætr- um betra uppeldi, og þroska, en annars; og grunar mig að margt mikilmenni Canada hafi gaman af að ganga um grasigrónar rúst- ir forferðra sinna, því eg hefi enga trú á að mennirnir breyt- ist mikið á hverjum þúsund ár- um. Guðmundur ritar oft góð frétta bréf úr bygð sinni, og les eg þau ætíð með athyggli, því eg þekki vel hvern mann þar, en oftast er þó uppistðan í þeim óáran í bygðinni, fiskileysi, bar- lómur og vesöld í fólki, en ívaf- ið er oft gott. Guðmundur segir eg hafi ritað upp eftir Jóni á Sleðbrjót, Land- námssögu Álftavatnsbygðar, hver sem vill lesa þá sögu í Almanakinu 1910, getur fljótt séð hvaða fjarstæðu hann fer með, annars er mér óljúft að bera þá saman Guðmund og Jón, hann ritaði Landnámssögu okk- ar við Narrows, og Siglunes prýðilega, og hafði eitthvað gott að segja um hvern mann. Jón var bæði mikilhæfur og rétt- orður. Guðmundi gremst að eg sku'li leiðrétta nokkuð af skrifum sín- um, og slær við aldurdómi sín- um, að það sé of seint að kenna gömlum hundi að sitja. Þetta fagra spakmæli lætur honum vel í munni, og á ekki illa við, en samt verð eg að kenna honum að sitjá á stráknum, þegar hann fer með flimt um látna frændur mína. Eg vona svo að Guðmundur sefist nú við þetta hógværa svar mitt, sem eg óska að nái hon- um lifandi og við góða heilsu. Ritað við Pine-Falls, 20. aprí, 1944. Sigurður Baldvinsson. Frá Seattle, Wash. 10. maí, 1944. Þau hin góðu gózen lönd geislar sunnu dúða. Kyrra hafsins kæra strönd klædda í sumar skrúða. Vér fögnum komu sumarsins og vonum að það færi oss bless- un í bæ. Við Kyrrahafsstrandar- búar höfum lítið af vetrarharð- indum að segja, því hér eru grænir hagar árið um kring. Þó snjó festi hér einstaka sinnum þá varir hann sjaldan lengur en tvær vikur í einu. Við hinir eldri, sem fæddir erum og uppaldir heima á gamla landinu, höldum flestir upp á komu sumarsins og þó við séum •búnir að dvelja hér um tugi ára í hinu milda loftslagi, geymum við samt ekki sumardeginum fyrsta, sem við hlökkuðum svo mikið til, þegar við vorum ungl- ingar heima. Hér í Seattle, hafa landar haft samkomur á sumardaginn fyrsta á hverju ári samfleytt í 44 ár, eða síðan um aldamót, og hefur íslenzka lestrarfélagið “Vestri”, staðið fyrir henni. “Vestri” er víst eitt af elstu lestrarfélögum hér vestan hafs, nálægt því að vera komið um fimtugt, all-flest- ir af hinum gömlu meðlimum þess og stofnendum eru nú horfn ir af sjónarsviðinu. En maður kemur manns í stað, og “Vestri” mun lifa eins lengi og nokkur Islendingur, sem hér er búsettur gleymir ekki móður- máli sínu. Nú er í undirbúningi að halda Íslendingadag eins og undanfar- in ár, og eru það allt “Vestra”- menn, sem standa fyrir hátíða haldinu, og búið að kjósa nefnd. Fvrirkomulag íslendingadagsins verður líkt og undanfarin ár og mun nefndin reyna af fremsta megni að láta daginn verða sem ánægjulegastan fyrir alla sem sækja hann, staðurinn þar sem samkoman fer fram, verður á sama stað og undanfarin ár að Silver Lake, sem er mjög hent- ugur staður fyrir landa sem eru búsettir í Bellingham, Blaine og Vancouver, B.C. Engum hefir verið það vonbrygði að koma á Islendingadaginn, sem Seattle- menn hafa staðið fyrir, því þar hafa ávalt skemt sér ungir og gamlir og eins mun verða í þetta sinn, óefað verður auglýst seinna meir í Lögbergi og Heimskringlu um Islendingadaginn í Seattle. Hér í Seattle er mikið um að vera, fólk þyrpist hingað úr öll- um ríkjum “Uncle Sams”, og allir fá atvinnu, sem vilja vinna, bæði ungir sem gamlir, hér á við, sem Breiðfjörð kvað forð- um í Núma rímum: “Steðjar emja hátt við hamri hlífum lemja vopnin á, engin hemja er á því glamri eldar semja járnin blá.” Já, hér láta menn hendur standa fram úr ermum. Stór skip, sem kljúfa loftið og öldur hafs- ins eru smíðuð hér í tuga og hundraða tali, konur og karlar um sjötugt og yfir, blómarósir með máluð andlit og lakkaðar negltir, fjármenn frá Montana, bændur frá miðríkjunum, Negr- ar frá Suðurríkjunum, Kínverj- ar, Gyðingar, Philippínar og fleiri, allur þessi grúi vinnur við skipalsmlíði og þó margir hverjir hafi aldrei séð skip fyr, er þeim kent til verka, því Banda ríkjamenn eru flínkasta þjóð í heimi í verklegu tilliti. Islendingum hefir fjölgað hér mjög í seinni tíð, einkum hafa margir landar frá Norður Dak. flutt hingað, sumir hafa keypt heimili hér og ætla sér að lík- indum og setjast hér að fyrir fullt og allt. Vér bjóðum þá alla velkomna og óskum að framtíð þeirra verði sem heillaríkust hér á hinni veðursælu og fögru Kyrrahafs strönd. J. J. Middal. Borgið Lögberg! 6-ENNC 100 SC| =============ni Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! Verzlunarmenniun er ómissandi nú á dögum, og það fólk, sem hennar nýiur, hefir ætíð forgangs- réii þegar um vel launaðar siöður er að ræða. Það margborgar sig, að finna oss að máli, ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og fullkomnusiu verzlunarskóla veslan lands. The Columbia Press Limited Toronio og Sargeni, Winnipeg

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.