Lögberg - 01.06.1944, Page 3
3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. JÍNÍ. 1944
sem fulltrúi íslenzku þjóðarinn-
ar, fyrst og fremst á 25 ára af-
mæli Þjóðræknisfélagsins vestan
hafs", eins og skýrt var frá hér
í blaðinu í gær. Auk þess ferð-
aðist hann um Bandaríkin frá
New York og Washington allt
vestur að Kyrrahafsströnd.
“Viðtökurnar, sem eg hlaut
allsstaðar fyrir vestan, eru mér
alveg ógleymanlegar. Ást Vestur
íslendinga á sinni fornu ættmold,
sá mikil hróður, sem þeir hafa
unnið sér meðal þjóða Ameríku,
og hin mikla almenna vinsemd
Bandaríkjaþjóðarinnar og Cana-
damanna í garð íslenzku þjóðar-
innar, mun ætíð hlýja mér um
njartaræturnar,” sagði biskup-
inn ennfremur.
Biskupinn ferðaðist um
flestar byggðir Vestur-íslend-
inga og hélt svo að segja dag-
lega ræðu um ísland og ísl. þjóð
ina. Elinnig prédúkaði hann í
fjölmörgum íslenzkum kirkjum,
fermdi ungíinga og skírði börn.
Á ferðalagi sínu átti biskup-
inn þess kost, að heilsa upp á
flesta íslenzku námsmennina
vestan hafs. Hann kvað þeim
öllum líða vel. Hann átti einnig
tal við fjölmarga háskólakenn-
ara, sem allir luku lofsorði á
íslenzku námsmennina. í því sam
bandi sagði biskupinn:
"MA- hefir stundum fundist
bregða fyrir þeirri skoðun hér
heima, að ísl. nemendur vestan
hafs væru ekki nægilega ástund-
unarsamir og að nám þeirra þar
væri meira til að sýnast en raun-
veruleiki. Mér er kært að votta,
að eftir að hafa átt þess kost, áð
kynnast • námi þeirra af eigin
raun og með viðtali við kennara
þeirra í tugatali, veit eg að ís-
lenzka námsfólkið vestan hafs
nýtur almennrar virðingar fyr-
ir dugnað sinn og ótvíræða hæfi-
leika.”
“Eg get ekki nógsamlega þakk
að öllum þeim aðilum, sem hafa
stuðlað að því að gera þetta
ferðalag mitt eins ánægjulegt og
raun ber vitni um. Eg vona að
það megi verða þáttur í því, að
auka skilning og vinarhug milli
íslendinga austan og vestan
Atlantshafs og einnig milli ís-
lenzku þjóðarinnar og þjóða
Norður-Amerí'ku,” sagði biskup-
inn að lokum.
Við borð meistarans
(Sjá Jóh. 13,1—30).
Það er kvöld í Jesúsalem, og
myrkur er að síga yfir borgina.
í loftherbergi einu er setið að
máltíð kvöldsins í kyrð og lotn-
ingu. Þar eru þeir samankomn-
ir, sem múgurinn í borginni með
fræðara sína í fylkingarbrjósti
ofsækir og svívirðir. Þar eru
þeir, sem heimurinn á að trúa
að komið hafi frá Galileu, til
þess að rísa gegn Guði og keis-
aranum. — Við borðið situr meist
arinn, Jesús, ásamt tólf læri-
sveinum, sem honum eru hand-
gengnastir. Yfir svip hans hvílir
undarlegur ljómi, og augun lýsa
djúpum innileika og óbifanlegri
ákvörðun.
Þarna situr Símon, fiskimaður
inn frá Genesaretvatninu, ákaf-
ur og viðkvæmur, en einlægur,
næmur fyrir göfugum áhrifum,
trúmaður af lífi og sál, falslaus
í hjarta og efni í mikinn leið-
toga, þrátt fyrir veikleika sinn.
“Á þessum kletti mun eg byggja
kirkju mína,” sagði Kristur við
hann eitt sinn.
Og þarna er Andrés, bróðir
Símonar, einnig fiskimaður frá
vatninu. Eflaust hafa nágrann-
ar þeirra bræðra oft gert gys að
þeim fyrir tiltæki þeirra og tal-
ið þá lélega fiskimenn. En öllu
slíku hafa þeir gleymt í kvöld.
Þarna er Mattheus, tollheimtu-
maðurinn, hinn athuguli og gáf-
aði lærisveinn, sem festir sér í
minni orð meistarans og ryfjar
þau upp stundum eins og leynd-
ardóm, sem á eftir að ljúkast
upp, stundum eins og opinberun
lífs sins. Hann man í kvöld það,
sem Jesús sagði við þá á fjall-'
inu forðum. Hann gleymir aldrei j
þeim orðum. Hann man, að það
var sagt við hann, að hann væri
“ljós heimsins”, — og í kvöld er
myrkrið svo mikið og hatrið svo
magnað í Jerúsalem, hinni heil-
ögu borg.
Þarna er Filippus, samborgari
þeirra Símonar og Andrésar. Það
var hann, sem einu sinni sagði
við J'esú: “Sýn þú oss föðurinn”.
Hann vildi fá að sjá Guð. Hann
vildi lifa hið ósegjanlega? sigr-
ast á öllum mannlegum veikleika
og standa andspænis hinni æðstu
fullkomnun óhjúpaðri.
Þarna voru þeir Bartholomeus,
Júdas Jakobsson, Jakob Alfeus-
son og Símon, sem nefndur er
vandlætari. Þarna er Jakob
Zebedeusson, einn af fiskimönn-
unum frá vatninu og einn þeirra
þriggja, sem meistaranum eru
allra handgengastir og eru á sér-
stakan hátt innviðir í leyndar-
dómi dýrðar hans. Hann sá,
hvernig dýrð æðri veraldar skein
af andliti frelsarans á fjallinu,
þar sem eilífðin opnaði þeim hlið
sín og framliðnir spámenn þjóð-
arinnar birtust þeim.
Þarna er einnig lærisveinn-
inn, sem alltaf kref^t skýringar
á undrinu. Maðurinn, sem alltaf
spyr: “Hvernig og hversvegna?”
í kvöld, þegar Jesús talar við
þá um dauða sinn og segir við
þá: “Veginn þangað, sem eg fer,
þekkið þér,” þá svaraði þessi
lærisveinn: “Herra, vér vitum
ekki, hvert þú ferð, hvernig
skyldum vér þá þekkja veginn?”
Hann hafði ekki séð inn í annan
heim. Hann vildi fá að sjá þang-
að. Það er Tómas, rannsóknar-
andinn. En þegar hann hefir
sannfærzt, er enginn einlægari
en hann.
Við hlið Jesú sjálfs situr ung-
ur maður og hallar höfðinu að
öxl hans. Hann er ólíkur félaga
sínum, Tómasi. Hann er drauma-
maðurinn í lærisveinahópnum,
vinur hins dularfulla og ókunna.
Hann er skáldið meðal lærisvein
anna og hann skynjar heiminn
á sinn sérstaka hátt, og hann
skynjar líf meistarans með öðr-
um hætti en hinir. Hann hefir
séð ljósið frá Guði kvíslast um
alheimsins myrkur. Hann hefir
séð orðið, hið eilífa og máttuga,
3tíga niður af himni, til þess
að klæðast mannlegu holdi.
Hann Tiefir dreymt um það, að
litlir drengir, sem léku sér í
grasinu norður í Galíleu, eigi
eftir að verða Guði líkir. Hann
er vitranamaðurinn og trúmað-
urinn mikli. Hann er “lærisveinn
inn, sem Jesús elskar.” Það er
Jóhannes, einn af fiskimönnun-
um frá vatninu.
Við borðið situr enn einn
lærisveinn. Hann er þögull og
þungbúinn á svip. Hann er að
íhuga mesta vandamál lífs síns.
Á hann að fara eða á hann ekki
að fara? — 1 fyrstu var hann
ahugasamur lærisveinn. Hann
var bardagamaður og hann vildi,
að Kristur yrði umsvifamikill
veraldlegur höfðingi. Honum
fanst það óráð, þegar Jesús tal-
aði um píslarvættisdauða sinn.
Hann vildi sjá hann verða vold-
ugan og fá að vera í hirð hans.
En Jesús vék ekki frá köllun
sinni og ákvörðun, og þá gerð-
ist þessi lærisveinn tregur í
taumi og síðast svikull, og þeg-
ar hann fékk áminningu, reidd-
ist hann, því að skapið var hart,
og gamlir félagar hans æstu
hann upp. — í kvöld er svo kom-
ið, að hann, sem hryggðist áð-
úr, þegar Jesús spáði um píslar-
dauða sinn, hann átti nú að verða
verkfæri til þess að hrinda hon-
um út í þennan dauða. Hann er
í efa. Hann situr og horfir á
hendur sínar. — “Einn af yður
mun svíkja mig”. Meistarinn
sjálfur veit það þá. “Það er hann,
sem eg gef þann bita, sem eg nú
dýfi í”. — Lærisveinninn þung-
búni lítur upp. Jesús réttir bit-
ann að honum. Hann tekur við
bitanum og borðar hann. Það er
síðasta játning hans fyrir meist-
ara sínum. Svo ris hann á fæt-
ur og gengur út í myrkrið, —
ólánsmaðurinn Júdas Iskaríot.
Frelsarinn stendur upp að lok-
inni máltíð og hellir vatni í mund
laug og tekur að þvo fætur læri-
sveina sinna. Og er hann aftur
rís upp frá þessu starfi, er ljómi
ástúðarinnar yfir andliti hans.
Hann segir við lærisveinana:
“Skiljið þér, hvað eg hefi gjört
við yður? Þér kallið mig “meist-
ara” og “herra” og þér mælið
rétt, því að eg er það. Ef eg þá,
herrann og meistarinn, hef þveg-
ið fætur yðar, ber einnig yður
að þvo hver annars fætur; því
að eg hefi gefið yður eftirdæmi,
til þess að þér breytið eins og
eg breytti við yður.”
Altt frá upphafi hafði hann
verið að kenna þeim þetta, að
sá, sem væri mestur, ætti að
vera 'oróðir og meira en það,
hann átti að vera bróðii og
þjónn, og meira að segja, hann
átti að setja sig í spor náunga
síns og finna til með honum,
hryggjast með honum, gleðjast
með honum. — Guð sendi son
sinn til að þjóna mönnunum.
Kærleikurinn óendanlegi sér
jafnvel svo um, að fætur synd-
arans eru þvegnir áður en hann
gengur út í myrkrið á óhrein-
um stígum, til þess að svíkja
Guð sinn.
Lítum nú frá því fordæmi,
sem okkur var gefið í fortíðinni,
og yfir til samtíðarinnar. Er það
máske fyrsta og síðasta ósk
þeirra, sem gerast leiðtogar ver-
aldarinnar á okkar tímum, að
mega þjóna sínum veikari bróð-
ur? Er Krists-hugurinn yfirleitt
mestu ráðandi meðal fjöldans?
— Lítum á heiminn í dag. Það
var kennt: Þér skuluð þvo hver
annars fætur. En oft fer svo, að
þeir, sem nokkru ráða, vilja hafa
aðra að fótaþurku sinni. Það er
sorgarsaga margra þjóða, heim-
ila og einstaklinga. Þeim virðist
stundum fara ótt fjölgandi, sem
standa upp frá borði meistarans
og ganga út í myrkrið. Menning
og trú þessara tíma er á hverf-
anda hveli. Sjálf erum við eins
og lítil brot, sem liggja í hinni
miklu brotahrúgu veraldarinnar
og bíða þess að verða steypt upp
á ný. En það getur enginn nema
meistarinn. — Ekki stafa vand-
kvæði okkar af vanrækslu Guðs.
Fyrir miklu hefir hann trúað
okkur. Jörðin er full af gæðum.
Hin víðu veraldarhöf fela í
skauti sínu auðinrj ótæmandi.
Mönnunum hefir auðrftzt að
reisa stórar og fagrar börgir.
Brauð barnsins, sem átti að sjá
inn í fagra framtíð, hefir vaxið
upp úr móðurmoldinni. Kynslóð
eftir kynslóð hefir verið hvísl-
að í eyra barnsins: “Elskið hver
annan eins og eg hefi elskað yð-
ur.” Fögur voru þau vögguljóð,
sem sungin voru yfir nútíðinni.
Fögur eru mörg augnablikin,
sem mannssálinni eru gefin.
Fögur er vonin, sem leiðir ung-
linginn út í heiminn, — trúin,
sem tekur hinn þjáða á arma
sína. Fagrar eru hugsjónirnar,
sem sigla sínum hvítu skipum
upp að ströndinni og bjóða okk-
ur far yfir til fyrirheitna lands-
ins. Fögur er þrá hjartans eftir
hinu ósegjanlega og dýrðlega.
Fagrir eru Guðs vegir. Já, “fögur
er foldin, heiður er Guðs him-
ínn .
En til andstöðu gegn öllu þessu
rís hið illa í eðli mannsins. Það !
er sorgarsaga heimsins í dag. Við
ætlum stundum að vinna glæsi-
lega sigra, án þess að sigra okk-
ur sjálfa. Við hlöðum stundum
skip okkar með herfangi, þang-
að til það sekkur. Við ætlum
stundum að gera Guð að her-
bergisþjóni okkar í stað þess að
falla fram fyrir honum og til-
biðja hann. En það, sem hverj-
um einstökum okkar og öllu
mannkyni er mesta nauðsynin,
er að snúa hug og hjarta til
Guðs.
íslenzka þjóðin á ekkert tak-
mark æðra en að vera kristnust
allra þjóða. Guð gefi, að hún
verði aldrei í sporum þess læri-
sveins, sem stóð upp frá borði
meistarans til þess að ganga út
í náttmyrkrið. Guð gefi, að sem
flestum af þjóðum okkar megi
líkja við “lærisveininn, sem
Jesús elskaði.”
Það var nótt í Jerúsalem, og
það gekk maður út úr húsi
nokkru. Hvert var hann að fara?
I dag er eg spurður, og þú ert
spurður. Hvert ert þú að fara?
Það þýðir ekki að dyljast, því
að Guð skilur jafnvel mál fóta-
taksins. Hvað segir þá fótatak
okkar? Guð gefi, að við getum,
hvor fyrir sig, sagt með sanni:
Eg er á leiðinni á fund meistar-
ans.
Helgi Sveinsson.
Kirkjuritið.
í Bournemouth til að sjá, hvernig
þeim er tekið, áður en þau eru
sýnd í London. Þykir það örugt,
að ef leikriti er vel tekið í þeim
bæ, sé óhætt að sýna það á leik-
sviði í London. Það sé óhætt að
treysta leiklistarsmekk Bourne-
mouth-búa óg leiklistagagnrýn-
endum þar.
Inga Laxness fékk fyrirtaks-
dóma í brezku blöðunum í
Bournemouth. Kunnur leiklist-
argagnrýnandi kallar leik henn-
ar snildarlegan (“brilliant”)
í gagnrýni um leikinn, sem
birtist í , “Bournemouth Daily
Echo”, segir svo orðrétt: “Inga
Laxness hin snildargóða íslenzka
leikkona, sýndi frábærilega góð-
an leik.”
Loftárásir.
Loftárásir voru allharðar með-
an Inga Laxness var í London.
Þó að þær væru ekki eins harðar
og 1940 og 1941, ollu þýzku flug-
vélarnar talsverðu tjóni. Kvöld
eitt er frú Laxness var stödd
hjá sendiherrahjónunum ís-
lenzku, kom sprengja niður þar
skamt firá bústaðnum og olli
nokkru tjóni.
Eins og áður er skýrt frá, var
Ingu Laxness boðið að leika í
öðru leikriti með ameríska leik-
flokknum. En hún átti á hættu
ef hún tæki því boði, að verða
að dvelja um óákveðin tíma í
Englandi, kannske í nokkra mán-
uði. Erfiðleikar eru á öllum
ferðalögum innan Bretlands
eins og stendur, þar sem her-
flutningar hafa forgangsrétt á
öllum farartækjum. Kaus hún
því heldur að koma heim nú,
en að bíða í óvissunni.
Mbl. 2. april.
Business and Professional Cards
líleitets
SÍMMjdÍOS
tfirfed PMafciwhic Oi&vujaiwnh Canmdi
íslenzk kona á ensku leiksviði
Frú Inga Laxness, sem dvalið
hefir undjanfarna 4 mánuði í
Englandi við leiklist^rnám og
leikstarfsemi, er komin heim.
Hún lék aðalhlutverk í leikrit-
inu “Angel Street” með amerísk-
um leikurum, í 6 bæjum í Bret-
landi, og fékk sérstaklega góða
dóma fyrir leik sinn hjá leik-
listargagnrýnendum brezkra
blaða. Var henni boðið hlutverk
í öðru leikriti, en af ýmsum
ástæðum gat hún ekki tekið því
boði.
íslendingum
í Englandi líður vel.
Frú Inga Laxness sagði mér,
að öllum Islendingum, er hún
hafði spurnir um, eða hitt í Eng-
landi, liði vel. Matvæli væru
nóg í landinu og þrátt fyrir ýms
ar reglur vegna stríðsins, myrkv-
un og loftárásir, yndu menn vel
við sitt.
íslenzka sendisveitin í Lond-
on er miðstöð fyrir Islendinga
þar í borg. Hefir hinn nýi sendi-
herra, Stefán Þorvarðarson og
frú hans þegar unnið sér vin-
sældir meðal Islendinga og ann-
ara, sem þurfa að skipta við
hann. Starfsfólk sendisveitar-
innar gerir sér far um að verða
íslendingum að liði og þá ekki
síst Brynhildur Sörensen, sem
hefir starfað við sendisveitina
frá því hún var sett á stofn og
sem hefir reynst öllum Islend-
ingum fádæma vel, sem til
Lundúna hafa komið.
Ný íslenzk leikkona.
Önnur íslenzk leikkona stund-
ar leiklistarnám í London um
þessar mundir. Er það ungfrú
Hildur Kalmann. Þær frú Lax-
ness og hún stunduðu nám hjá
sömu kennurum á Royal Aca-
demy of Dramatic Arts. Hefir
ungfrú Kalmann staðið sig
mjög vel í námi sínu. Lauk hún
nýlega prófi með bestu einkun
og hlaut viðurkenningu fyrir
frammistöðu sína.
Frú Laxness stundaði nám í
einkatímum hjá tveimur bestu
kennurum R. A. D. A. Heim-
sótti fjölda leikhúsa og fékk að
vera viðstödd æfingar í brezk-
um leikhúsum.
Leikurinn í Angel Street.
Eins og Reykvíkingum er
kunnugt lék Inga Laxness aðal-
hlutverkið í “Angel Street” (frú
Manningham) hér í bænum í
vetur með leikflokki ameríska
hersins. Hlaut hún fyirir það
góða dóma. Þegar hún kom til
Englands hitti hún leikarana
sem léku með henni hér í
“Angel Street”. Var hún þá
beðin að leika sitt gamla hlut-
verk. Fyrst var leikritið sýnt í
Bournemouth, en þar stendur
leiklistarlífið með miklum blóma
og hafa mörg ensk leikfélög það
fyrir sið, að sýna leikrit sín fyrst
Phone 49 469
Radto Service Specialists
ELECTRONIC
LABS.
TIIORKRLSON & GILLIES
ProprietQrs
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEG
MANITOBA FISHERIES
WINNIPEO, MAN.
V Bercovitch, framkv.sti.
Verzla í heildsölu meö nýjan og
frosinn flsk.
303 OWENA ST.
• Skrifstofusími 25 355
Heimasími 55 463
Blóm slundvíslega afgreidd
THE
ROSERY
Stofnaö 1905
427 Portage Ave.
Winnipeg.
LTD.
O F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
S. M. Backman, Sec.
Keystone Fisheries
Limited
404 Seott Block
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
EYOLFSON’S DRDG
PARK RIVER, N.D.
tslenzkur lyfsali
Vólk getur pantaö meöul og
annaö meö pósti.
Fljðt afgreiðsla.
J. J. SWANSON &. CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
•
Fasteignasalar. Leigja hús Ot-
vega peningalán og eldsábyrgö,
bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
Phone 26 821
DR. B. J. BRANDSON
308 Medical Arts Bldg
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30
Heimili: 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
Legsteinar
sem skara framfir
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
SkrifiO eftir veröskrá
GILLIS QUARRIES. LTD.
1400 SPRUCE ST.
Wlnnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Phi/sician & Surpeon
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Simi 22 296
Heimili: 108 Chataway
Stmi 61 023
I
Frá
vini
224 Notre Dame-
y
ÓHONE
96 647
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
■1 H. Page. Mannoing Directof
Wholesale Distributors of
Fresh and Frozen Fish.
311 Chambers St.
Office Phone 86 651. ,
Res Phone 73 917.
Office Phone
88 033
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
166 MEDICAL ARTS BLDG.
Otflce Hours: 4 p.m.—# p m.
and by appolntment
ANDREWS, ANDREWS
THORV ALDSON AND
EGGERTSON
Lögfræöingar
209 Bank of Nova Scotia Bldg
Portage og Garry St.
Stmi 98 291
DR. A. V. JOHNSON
Dentisi
606 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 202 398
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRC8TS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Sniith St
PHONE 26 545 WINNIPEO
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST
Selur líkkistur og annast um Qt-
farir. Allur útbönaöur sá beztl
Ennfremur selur hann allskonar
mlnnisvaröa og legsteina.
Skrifstofu talsíml 8 6 607
Heimilis talsími 501 562
DR. ROBERT BLACK
Sérfrseðingur t eyrna, augna. nef
og hálssjúkdðmum
416 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham & Kennedy
Vlötalstlml —- 11 til 1 og 2 til 5
Skrlfstofustmi 22 251
HeimlliS8lmi 401 991
Dr. S. J. Johannesson
215 RUBY STREET
(Beint suöur af Banntng)
Talstmi 30 87 7
Viötalstlmi 3—6 e. h
GUNDRY & PYMOREITD.
British Quality — Fish Netting
60 VICTORIA STREET
^one 98 211
Winnipeg
Manager, T. R. THORVALDSON
Your patronage will be
appreciated