Lögberg - 01.06.1944, Side 4
4
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. JÍNÍ. 1944
r Xögfaerg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
; EDITOR LOGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipegf Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg" is printed and publisheo by
The Columbia Press, Dimited, 695 Sargerit Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
........................................
Valgerður Benediklsson:
Frásagnir um Einar
Benediktsson
Skráð hefir Guðni Jónsson, mag art.
ísafoldarprenlsmiðja.
Reykjavík. 1942.
Bók þessi, sem er 196 blaðsíður að stærð og
í stóru broti, er hin gagnmerkasta um margt, og
hefir margháttaðan fróðleik til brunns að bera;
höfundur bókarinnar er ekkja hins stórbrotna
Ijóðvíkings, Einar Benediktssonar, er að flestra
manna dómi mun risið hafa hæst í skáldmennt
íslenzku þjóðarinnar síðan á dögum Egils
Skallagrímssonar; frásagnir frú Valgarðar byrja
á byrjuninni, eins og reyndar allar bækur eiga
að gera, þótt á því sé stundum misbrestur, þar
sem efni er þannig ruglað, að á því er hvorki
upphaf né endir; er hér frá því skýrt hvenær
fundum þeirra Einars og konu hans fyrst bar
saman, sagt frá giftingu þeirra og langri sam-
búð í breytilegu umhverfi heima og og erlendis,
unz samvistum þeirra sleit 1928.
Þau Einar skáld og frú Valgerður voru heims-
borgarar í yfirgripsmiklum skilningi; auk ís-
lands, stóð heimili þeTrra langtímum saman í
höfuðborgum hinna Norðurálfuþjóðanna, svo og
i London, Róm, Berlín, Feneyjum, Madrid og
París; frá dvölinni í ýmissum þessara stór-
borga, bera mörg af hinum ágætustu kvæðum
skáldsins, styrkan og tígulegan svip, því höf-
undur, þeirra var hinn mikli ljósmyndasmiður
— í ljóði.
Frásagnir frú Valgerðar, sem Guðni meistari
hefir fært í letur, bera á sér fagran ogsyfir-
lætislausan blæ; þær varpa víða glæsilegum og
mikilsvarðandi bjarma á skaphöfn og sérkenni
hins skyggna og stórbrotna skálds, er sigldi
hinni glóandi eldgnoð sinni til Furðustranda, er
aðrir hugðu eigi sæfært vera; mannsins, er
ekkert óttaðist, að því er honum sjálfum sagð-
ist frá, annað en sinn eigin veikleika.
megin stefnur og strauma í athöfnum og lífs-
viðhorfi hins mikla skálds, þótt af beri, að þvi
er oss virðist, ritgerð Árna *frá Múla, er nefn-
ist “Stórskáldið og heimsmaðurinn”.
Eitt æðsta boðorð Éinars Benediktssonar var
orðsirts list; málfegurðin, ekki sízt í ljóði, var
honum heilög ástríða.
í áminstri ritgerð kemst Árni frá Múla þannig
að orði:
“Átrúnaður Einars Benediktssonar á Orðið
var svo efunarlaus, tilbeiðsla hans svo heit og
lotningin svo djúp, að það nálgaðist þá trú, sem
flytur fjöll. Hann dró skó af fótum sér þegar
hann gekk í helgidóm Orðsins. Enginn hefir
þjónað guði sínum af takmarkalausari dýrð.
Og Orðið veitti honum svo ríkulega, að hann
er í hópi hinna útvöldu. Ef til vill hafa ekki
gerzt öll þau tákn og stórmerki, sem hann hafði
vænzt að sjá, þegar kyngi Orðsins gaf honum
máttugastan væng. En mikið má það vera,
hafi hann ekki stundum heyrt rödd þess þess,
sem einn veit allan mátt Orðsins, bjóða honum
sæti á skáldabekk í heimkynnum sínum, þegar
hann “fótsár af ævinnar eyðimörk, kvaddi þar
dyra”.
Árni frá Múla lýkur grein sinni með svo-
feldum orðum:
“Ef eg væri aðspurður um augnbragð jafn
vel all náinna kunningja, mundi eg oftast eiga
erfitt um svör. En augun í Einari Benedikts-
syni eru mér ógleymanleg. Þau voru dökkblá
en utan um sjáaldrið örmjór, hvítur baugur.
Fornmenn mundu sennilega hafa sagt, að hann
hefði “orm í auga”. Af þessum sökum stafaði
meiri birta af augum hans en annara manna,
sem eg hefi kynst.
En úr því augun eiga að vera spegill sálar-
innar, var það heppilega tilfundið af skapar-
anum, að vanda meira til sálarspegils Einars
Benediktssonar en annara manna.”
Þau Einar skáld og frú Valgerður, heimsóttu
nýbygðir íslendinga vestan hafs sumarið 1921.
Flutti Einar þá ræðu fyrir minni íslands á
íslendingadegi í Winnipeg, og birtist inntak
hennar samtímis í báðum vestur-íslenzku blöð-
unum; í bók frú Valgerðar er nokkuð sagt frá
þessari heimsókn, og er ýmislegt við þann kafla
að athuga; er engu líkara en til hans hafi verið
kastað höndum, þó vingjarnlega sé frá öllu
sagt; meðal annars er á einum stað komist
þannig að orði:
Vel fer á því, að endurminningar frú Val-
gerðar hefjast á niðurlagserindinu úr Stefja-
hreimi, því það er táknrænast allra kvæða hins
mikla meistara gagnvart lífsköllun hans og
afstöðunni til ættjarðarinnar:
“Mitt verk er, þá eg fell og fer,
eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið;
mín söngvabrot, sem býð eg þér,
eitt blað í ljóðsveig þinn vafið.
En innsta hræring hugar míns,
hún hverfa skal til upphafs síns
sem báran — endurheimt í hafið.”
Einar Benediktsson var stofnandi Landvarn-
arflokksins á íslandi; Áhrifa þess flokks hefir
jafnan að nokkru gætt á baráttuvettvangi ís-
lenzku þjóðarinnar síðasta aldarfjórðunginn eða
meira en það, og nú virðist oss sem síðustu
átökin viðvíkjandi fullnaðarlausn sjálfstæðis-
málsins, minni all auðsæilega á hinn fallna, en
þó ósigraða, forustumann landvarnarstefnunn-
ar.
Einar Benediktsson hataðist við rauða lit-
inn, danska litinn í krossfána Islands, og hann
trúði því eins og nýju neti, að fáninn yrði
“hreinsaður af rauðkunni”. í fánasöng Einars
stendur þetta óviðjafnanlega erindi:
;
“Meðan sumarsólir bræða,
svellin vetra um en engi og tún,
skal vor ást til íslands glæða
afl vort undir krossins rún,
djúp sem blámi himinhæða,
hrein sem jökultindsins brún.”
Þessi áminsta endurminninga bók er nokk-
uð myndskreytt, og hafa þeir listmálararnir, Ás-
grímur Jónsson, Jóhannes Kjarval, Guðmund-
ur Einarsson, Gunnlaugur Blöndal, Eggert Guð-
mundsson og Jón Engilbertz, sett svip á þann
kafla bókarinnar.
Þrír nafnkunnir samtíðarmenn, þeir Benedikt
Sveinsson skjalavö«Pr, prófessor Árni Páls-
son og Árni ritstjóri Jónsson frá Múla, eiga
í bók þessari prýðilegar ritgerðir um Einar
Benediktsson, er hver um sig varpar ljósi á
“Wynyard er bær við suðurenda Winnipeg-
vatns, og fórum við þangað daginn fyrir há-
tíðina (5. ágúst). Þar vorum við gestir lög-
reglustjórans, sem var mætur bóndi. Tók þessi
fjölskylda okkur með miklum ágætum og leið
okkur þar prýðilega. í Wynyard var pkkur sýnt
elliheimili, og var það í fyrsta sinn, sem við
sáum þess kon-ar stofnun. Einari þótti mikið til
þess koma. Þar hafði áður verið stórt gistihús,
sem ekki hafði borgað sig að reka í svona litl-
um bæ. Keyptu íslendingar þá húsið og stofn-
uðu þar elliheimili.” Hér er auðsjáanlega bland-
að málum, eða að minsta kosti um landfræðilega
skekkju að ræða, því vitanlega er það Gimli
og Elliheimilið Betel, sem átt er við.
Á öðrum stað er sagt frá ferðalagi með Hon.
Thomasi H. Johnson til Argyle, þar sem lýst
er heimsókn til Indíánahverfis nokkurs; einnig
hér hefir söguritarinn ruglast í ríminu; af löng-
um persónulegum vinskap við Einar skáld og
frú Valgerði, bar fundum vorum títt saman
þann tíma, sem þau hjónin dvöldu hér um
slóðir; oss er kunnugt um það, af þeirra eigin
sögusögn, að Indíánahverfið, sem þau heim-
sóttu, var eigi ýkjalangt frá Wynyard, og að
það var fyrir atbeina Sigurjóns heitins Eiríks-
sonar, sem þá var þar lögreglustjóri, að þeim
veittist þess kostur að kynnast byggðarlagi Rauð
skinna, hinu fyrsta þeirrar tegundar, er þau
höfðu augum litið. 1 för með þeim Einari og
frú hlns til áminsts byggðarlags Indíána voru,
auk Sigurjóns heitins, þeir Páll skáld Bjarna-
son og Sveinn Oddson prentari, hvor með sína
frú.
Eíns og að framan getur, er það nafnkunnur
fræðimaður, sem skráð hefir frásagnir frú Val-
gerðar um Einar Benediktsson; vafalaust stafa
áminstar skekkjur frá ókunnugleik Guðna
meistara á staðháttum vestan hafs; en þá ber
hins að geta, að jafnaðarlegast er unt að afla
sér landabréfs, sem nota má að vegvísi, því
hitt er ekkert undarlegt, þótt frú Valgerður,
sem aðeins kom hingað einu sinni, og átti hér
aðeins skamma dvöl, kynni, eftir meira en
tuttugu ár, að hafa orðið eitthvað áttavilt, en
úr því átti vísindamaðurinn þá vitaskuld að
bæta með því að skygnast um á landabréfi.
Bergsveinn Skúlason:
Breiðfirskir þaettir
Hvalskurður í Bjarneyjum.
Ekki hafa orðið meiri róstur
og deilur út af öðrum atburð-
um á landi hér en hvalrekum,
og er þeirra víða getið.
Haustið 1824 rak hval í Bjarn-
eyjum á Breiðafirði, eða öllu
heldur var hvalur róinn þar
upp. Um þann hvalskurð urðu
allsnarpar og sögulegar deilur,
eftir því sem Gísli Konráðssyni
og öðrum heimildum segist frá.
Þá um haustið voru margir
vermenn í Bjarneyjum að
vanda. — Meðal formanna, sem
um getur þetta haust, var Stur-
laugur Einarsson frá Rauðseyj-
um. Hinn 12. október var hann
eitthvað á gangi úti við ásamt
öðrum formanni er Gísli hét.
Sáu þeir þá rekald mikið á sjón-
um, skammt suður af Hvann-
eyjum, er líktist einna helzt
skipi á hvolfi. — Þeir brugðu
skjótt við, settu fram róðrar-
báta sína og réru að rekaldinu
til að ganga úr skugga um hvað
það væri. Reyndjist það vera
hvalur allmikill og snéri
rengið upp. Þeir Sturlaugur
voru þrettán saman á bátun-
um. Komu þeir þegar festum í
hvalinn og tóku til að róa hann
í land af miklu kappi. Austan
gola var á, og gekk þeim því
uppróðurinn betur en ella hefði
verið.
Gunnar er maður nefndur,
formaður þar í eyjunum, faðir
hins alkunna sjósóknara Gísla
Gunnarssonar sem margar sjó-
ferðasögur eru til af. Hann kom
að þeim Sturlaugi á bát sínum
er þeir voru nýbyrjaðir að ferja
hvalinn og bauð þeim liðveizlu,
en þeir kváðust hennar ekki
þurfa. — Við það vendi Gunn-
ar sínu kvæði í kross og sigldi
suður til Ballarár á Skarðs-
strönd og sagði Eggerti presti
Jónssyni frá hvalfundinum. —
Bjarneyjar voru þá huldar af
hinni svokölluðu Haðarhólseign
og réði séra Eggert yfir þeim
að mestu. — Hann brá skjótt
við og fór út til Bjarneyjar á
áttæringi, mönnuðum Skarðs-
strendingum. Þar kom og Ein-
ar Ólafsson hinn ríki í Rauðs-
eyjum. Hann hafði verið full-
hugi mikijl og hraustmenni á
yngri árum, en gerðist nú gam-
all.
Snjólfi Einarssyni bónda í
Svefneyjum, er þá var hrepp-
stjóri í Flateyjarhreppi og fyrir
þeim eyjamönnum um flesta
hluti, var og gert aðvart um
hvalfundinn. Kom hann til
Bjarneyja um svipað leyti og
séra Eggert og með honum
eyjamenn margir.
Fleiri komu og þar, því eins
og gengur þá flýgur fiskisagan.
Er Eggert prestur kom á vett-
vang, vildi hann þegar ganga í
að skera hvalinn og sagði sig
einan hafa rétt til skurðarins,
og er svo að sjá, sem Einar í
Rauðseyjum hafi stutt hann að
málum. — Þessu mótmælti
Eyjólfur í Svefneyjum harð-
lega sem lögleysu og yfirgangi,
en kvað sig og Eyhreppinga
hafa rétt til að skera hvalinn
og skipta honum. Varð út af
þessu hark mikið og rimma
milli þeirra höfðingjanna og
kurr meðal liðsmanna, svo ó-
friðlegar mun ekki hafa litið
út í einni verstöð hér á landi á
seinni öldum. Tók nú blóðið að
ólga í æðum sægarpanna að
fornum sið. Vildu hvorir um sig
ráðast að hvalnum og láta hend-
ur skipta. Er og fullyrt að
fylkt hafi verið liði þarna í
fjörunni og menn vopnuðu sig
með hákarlaskálmum, ljáum
og allskonar sveðjum sem ætl-
aðar voru til hvalskurðarins.
Nokkrir höfðu og gripið
hlunna og skorður undan bát-
um og haft að vopni. — En liðs-
munur varð brátt mikill.
Fimmtíu menn gengu í lið með
Eyjólfi hreppstjóra, en aðeins
átján voru með presti. — Þegar
í slíkt óefni var komið og við
svo augljóst ofurefli að etja, lét
séra Eggert undan síga. Enda
er ekki að vita til hverra tíðinda
hefði dregið, hefði prestur ekki
til þessa ráðs gripið, því Eyj-
ólfur var kunnur að því, að
sjást lítt fyrir ef honum rann í
skap og þótti á rétt sinn gengið.
— “Er og að sjá, að Eyjólfur
hefði réttara að mæla um hval-
skurðinn”, segir Gisli Konráðs-
son.
Það var einhverntíma meðan
deilurnar voru heitastar og
gusturinn mestur á hrepp-
stjóranum í Svefneyjum, að
Einar gamli í Rauðseyjum þreif
í öxl honum með fulltingi þess
manns er Jón hét, — kallaður
Stóri-Reykhóll — og hefir lík-
lega ætlað að veita honum eftir-
minnilega ráðningu. Við þeirra
atlögu brást Eyjólfur svo snar-
lega, að Einar gamli hélt aðeins
eftir nokkrum slitrum úr
jakka hans, og skildi svo með
þeim að sinni. En nokkuru
seinna varð Jón Reykhóll á vegi
Eyjólfs, og rétti Eyjólfur hon-
um þá svo vel útilátið kjafts-
högg, að hann hraut á rassinn
ofan í grjótið og emjaði hátt.
— Einari gamla, sem þar var
nærstaddur, rann blóðið til
skyldunnar, og varð að orði: —
“Hræðilegt er það Eyjólfur, að
þú skulir berja svona skepnuna
sem styður mig---------------og
látið mig ná til hans!” — Eyj-
ólfur glotti við og mælti: —
“Helvítis þrællinn var að vafr-
ast fyrir mér.” —
Eins af húskörlum Eyjólfs er
sérstaklega getið til sögu þess-
arar. Hét sá Gísli Magnússon,
og hafði að viðurnefni “hinn
sterki”. Hann gerðist all aðsúgs-
mikill við hvalskurðinn, og
hafði skálm mikla og biturlega
að vopni. Sagðist hann engum
hlífa skyldi er fyrir vildi standa
og hrukku menn undan honum.
Eyjólfur kallaði þá til hans og
sagði: “Sker þú hvalinn Gísli
sæll, en eigi mennina.” — En
það varð Gísla á í ákafanum, að
hann slæmdi sveðjunni til eins
af liðsmönnum séra Eggerts,
Magnúsar Jónssonar úr Rauðs-
eyjum, og kom hún í iljar hon-
um..— En það var lán Gísla og
hlifði Magnúsi fyrir áverka, að
hann var í skinnbrók með þykka
leðurskó á fótum.------
Svona er hún sögð sagan um
hvalskurðinn í Bjarneyjum fyr-
ir nær 120 árum, og hefir hún
lifað á vörum og í minni breið-
firzkra manna fram á síðustu
áratugi. Hversu nákvæm hún er
eða sannfræðileg, veit eg að
vísu ekki, en hitt er víst, að
ýmsum hefir hún yljað marga
kalda rökkurstund og mun svo
enn vera.
Eyhreppingar skáru hval-
inn fyrir harðfengi og skör-
ungsskap hreppstjóra síns, og
hlutu þriðjung hans að laun-
um. Upproðursmenn hlutu
annan þriðjung hans fyrir sitt
erfiði, en séra Eggert seldi að
lokum sinn hlut. — Andvirðið
setti hann í vettling eða skjóðu
og batt vel fyrir. En það átti
ekki fyrir þeim skildingum að
liggj3) að renna í ihinn digra
sjóð prestsins. — Þegar hann
var á leið heim til sín af þessum
aögulega fundi, og hélt skipi
sínu austur um straumana frá
Bjarneyjum og kom í Kringlu,
lagði hann skjóðuna með hval-
verðinu á stýrisþóftuna hjá sér
meðan hann lagaði eitthvað til í
skut bátsins. En þá tókst ekki
betur til en svo, að skjóðan
hrökk út með öllu saman; enda
er oft úfinn sjór í Kringlu þó
gott sjóveður megi teljast. —
Og má vel heimfæra hin fornu
sannindi upp á þessa ferð séra
Eggerts: Ekki eru allar ferðir
til fjár, þó farnar séu.
Sagt er að hvalur þessi hafi
verið 24 álnir milli skurða, og
af honum hafi fengizt 20 vættir
spiks, 90 vættir rengi og 186
tunnur þvesti.
(Aðalheimild: Flateyjarsaga
Gísla Konráðssonar, en þó ýmsu
bætt við eftir öðrum heimild-
um).
Vormenn.
Fyrir skömmu kom eg til
gamallar frændkonu minnar
sem býr hér í nágrenninu.
Hittist þá svo á, að sonarsonur
hennar, ungur, var að fletta
“myndaalbúminu” hennar. —
Eg gerðist forvitinn og fór líka
að skoða myndirnar. Rakst eg
þá brátt á mynd, sem eg kann-
aðist fljótlega við, og var af
gömlum manni sem eg þekkti
vel í æsku minni, en hafði nú
ekki séð síðustu 15—20 árin
og var mér rétt gleymdur. En
við að horfa á myndina, rifjuð-
ust upp fyrir mér ýmsar endur-
minningar um gamla manninn
og fleiri menn, er eg kynntist
í æsku minni á svipaðan hátt.
— Myndin var af manni sem
hét Sigurður Guðmundsson, og
var einn af.vormönnunum sem
komu á hverju ári út í Breiða-
fjarðareyjar, úr nálægum land-
sveitum, og unnu þar að veggja-
hleðslu o'g jarðabótum hjá
bændunum fram að slættinum.
Svo mikið var að gera í eyj-
unum á vorin, að heimilisfólk-
ið — þó margt væri í þá daga
— komst ekki yfir það. Þá voru
“trillurnar” ekki komnar til
sögunnar; en þær gerbreyttu
öllum sjóferðum í eyjunum á
stuttum tíma og léttu miklu
erfiði og vosbúð af fólkinu. Þá
þekktist heldur ekki í eyjun-
um, að plægja og herfa jörðina
með hestum, eða að nota þá til
nokkurs hlutar. Það kom til
síðar. — Gömlu eyjabændurn-
ir sögðu, að hestarnir brytu
skipin í flutningunum milli
lands og eyja, skemmdu eyj-
annar og splilltu varpinu. Og
þeir höfðu nokkuð til síns
máls.
1 eyjunum hefir aldrei verið
litið á hestinn sem þarfasta
þjóninn. Bátarnir komu þar í
stað hestanna, og þeim kunnu
eyjamennirnir betur að beita
fyrir sig.
Koma vormannanna í eyjarn-
ar þóttu engin stórtíðindi, og
voru það heldur ekki. Það var
eins sjálfsagt að þeir kæmu í
túnið á vorin og æðarkpllurnar
og krían. Þeir fluttu með sér
svolítið brot af vorinu eins og
fuglarnir, enda var vorið ríkt
af angan og unaði í sveitunum
umhverfis Breiðafjörð. Skógar-
ilm og lækjarnið hafa þær fram
yfir eyjarnar.
Þetta voru rosknir menn, ró-
lyndir og fátækir, sem fóru sér
að engu óðslega, en unnu kapp-
samlega að endurbótum og
ræktun með sumri og sól.
Sléttu túnin í eyjunum eru nær
eingöngu þeirra verk. Þeir voru
líka fyamúrskarandi iðnir, fóru
á fætur með hröfnunum á
morgnana, voru aldrei lengi að
borða, og ef það gleymdist —
viljandi eða óviljandi — að
segja þeim að hætta á kvöldin,
þá héldu þeir áfram þangað til
að hætti að rjúka á bæjunum
og allir fóru að hátta. Þeir feng-
ust ekki um slíkt. Þeir höfðu
eiginlega aldrei þekkt neinn
hættutíma í lífinu.' Líf þeirra
var svefn og vinna, vinna og
svefn. Og eg held að þeim hafi
liðið vel.
Þeir voru margir vormenn-
irnir í eyjunum og þekkti eg
þá ekki alla, en tveggja ætla eg
að minnast hér sérstaklega með
örfáum orðum. Þeir voru báðir
•
ættaðir úr Dalasýslu, og komu
venjulega vestur í eyjar, eins og
það var kallað þar um slóðir,
sunnan af Skarðsströnd. Það eru
þeir Sigurður Guðmundsson og
Guðmundur Nikulásson. Guð-
mundur hætti vorverkum mik-
ið fyr en Sigurður og man eg
því minna eftir honum. — Þó
man eg enn hvað mér þótti það
skrítið, að hann fleygði öðru
hvoru fram úr sér stórum svört-
um hrákum ofan í moldina