Lögberg - 21.09.1944, Page 1

Lögberg - 21.09.1944, Page 1
I 57. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1944 NÚMER F.O. Hannes Kristinn Vídal Mr. og Mrs. Sigvalda S. Vídal, Hnausa, Man., hefir borist sú frétt, að sonur þeirra hafi eigi komið til baka eftir loftárás. — Hann gekk fyrst í fótgönguliðið 19. apríl 1942. Innritaðist í flug- herinn í júní sama ár, og útskrif- aðist úr lofthernum sem Navi- gator 2. apríl 1943, og var sæmd- ur foringjatign. Hann fór til Englands mánuði síðar. 1 des. 1943 var hann gerður Flying- Officer. Systkini hans á lífi eru: Haraldur, Grímur, Sigurður og tvær systur, Sigurrós og Solla, kona Sveinbjörns Johnson, Hnausa, Man. LÍKN ARSAMLAGIÐ Þessa dagana stendur yfir hin árlega fjársöfnun í sjóð Líknar- samlags Winnipeg borgar; stofn- un þessi hefir gefist vel, og meira en verðskuldar einhuga stuðn- ing allra borgarbúa; starf henn- ar er starf hins miskunsama Samverja. Þó að nú megi teljast góðæri, og minna um atvinnuleysi en oft áður, þá eru þó ávalt* margir á ferð, blindir, ellihrumir, munað- arlaus börn og einstæðingar, sem þurfa hjálpar við; alt þetta fólk, sem þannig er ástatt með á sama rétt til lífsins og hinir, sem bet- ur eru staddir; margir hafa af miklu að miðla og leggja fram ríflégar fjárhæðir; hinir, sem úr minna hafa að spila, leggja vita- skuld eitthvað af mörkum líka; í þessu efni verða allir, í nafni mannúðarinnar að leggjast á eitt. Höfum það hugfast að korn- ið fyllir mælirinn! QUEBEC STEFNUNNI LOKIÐ Samtalsfundinum í Qúebec milli þeirra Roosevelt forseta og Churchill forsætisráðherra, er nú lokið; þó enn sé margt á huldu um þær niðurstöður, sem þjóð- höfðingjar þessir, ásamt sérfræð- ingum þeirra komust að, þá er hvarvetna staðhæft, að fylzta eindrægni hafi ríkt á fundinum. Þess er getið í blaðafréttum að austan, að afstaða sameinuðu þjóðanna til stríðsins milli Banda ríkjanna og Japan hafi komið til alvarlegrar íhugunar, vegna þess einkum, hve nú sé -sýnt, að það geti orðið langvinnara en Norður álfustyrjöldin; þá var og vitan- lega allmiklu af fundartímanum varið til endurskipunar ráðstaf- ana að loknu stríði. Utanríkisráðherra Breta, Anth ony Eden, sat og áminsta ráð- stefnu, auk þess senr canadiski forsætisráðherrann, Mr. King, átti mörg einkasamtöl við þá Roosevelt og Churchill. FALLNIR í STRÍÐINU Lieut. Russell Reykjalín og Tommy Fraser, systkinasynir. Lieut. Russell Reykjalín féll á Frakklandi 13. júní. Hann var sonur Mr. og Mrs. Egils H. Reykjalín, sem lengi bjúggu í Sherwood í Norður Dakota. Hann var búinn að vera fyrir austan haf síðan í des. 1942, bæði í Norður Afríku, Sikiley, Englandi og síðast á Frakklandi. Hann var sæmdur heiðurs meda- líu 23. maí fyrir 13 hernaðar- flug yfir lönd óvinanna. Hann var vel mentaður og áhugasam- ur maður. Eftir að hann hafði lokið námi við gagnfræðaskólann í Sherwood stundaði hann vís- indanám við ríkis háskólann í Wahpeton í þrjú ár. Hann innritaðist til hepþjón- ustu sem sjálfboði þann 30. nóv. 1940. Áður en hann gekk í herþjón- ustuna var hann í félagi með Halldóri bróður sínum í bíla- verzlun í Leal. Hann lætur eftir sig móðir, sem nú er ekkja og tvo bræður og tvær systur. Tommi Fraser, sonur Tom Frasers í Portland, Oregon, sem er dáinn fyrir nokkrum árum. Hann var í canadiska hertnum, y og féll á ítalíu 23. maí. Þau systkini Mrs. Reykjalín og Mr. Fraser, voru börn Mr. Frey- steins Jónssonar og konu hans Kristínar Eyjólfsdóttur, er lengi bjuggu í Þingvallabygð í Sask. REYKVÍKINGAFÉLAGIÐ FÆR MYNDASAFN GEORGS ÓLAFSSONAR AÐ GJÖF Reykvíkingafélaginu hefir bor- ist vegleg gjöf og verðmæt, þar sem er Reykjavíkurmyndasafn Georgs heitins Ólafssonar banka stjóra. Hefir ekkja Georgs, frú Augusta Ólafsson, fært stjórn Reykvíkingafélagsins mynda- safnið nú fyrir skömmu. Þetta myndasafn er mikið og einstætt í sinni röð. Hefir það ekki verið flokkað ennþá, en í því eru ljósmyndir frá öllum helstu atburðum, sem gerst hafa hér í Reykjavík síðustu 80—100 ár. Myndir af einstökum húsum og bæjarhlutum að fornu og nýju. Lagði Georg bankastjóri mikla vinnu og alúð við söfnun myndanna, enda var hann manna fróðastur um alt er að Reykja- víkurbæ og sögu hans laut. Reykvíkingafélagið vantar til- finnanlega húsnæði fyrir þetta safn og aðra safngripi frá Reykja vík, sem félagið hefir í hyggju að koma sér upp. Hefir mikið verið rætt um það innan félagsins, að komið yrði upp húsi fyrir félagið, eða húsnæðj í sambandi við bygg ingu hjá öðrum. Innan Reykvíkingafélagsins ríkti mikill áhugi fyrir að fá myndasafn Georgs bankastjóra keypt, ef það væri, falt, en nú hefir frú Augusta Ólafsson sýnt félaginu þá einstöku rausn, að gefa félaginu þetta merkilega safn. Á hún og börn hennar miklar þakkir skyldar fyrir hug- ulsemina í garð Reykvíkinga- félagsins. Mbl. 20. iúlí. ÁTTATIU OG FJÖGRA ÁRA Síðastliðinn laugardag átti Finnbogi Hjálmarsson, sem fjölda Vestur-Islendinga er löngu að góðu kunnur, vegna ágætra ritgerða, sem birst hafa í Lög- HNIGINN í VAL Jón Goodman Þann 10. yfirstandandi mánað- ar, lézt í Glenboro, bændaöldung urinn Jón Goodman á sjöunda ári hins tíunda tugar; hann fluttist til Canada 1874 og dvaldi um hríð í Kinmount byggðinni í Ontario; ári síðar fluttist Jón til Manitoba og nam land í grend við Winnipeg Beach; en brátt fór hann þaðan og tók heimilis- rétt þar sem nú heitir Grundar- bygð í Argyle, og gerðist þar verulegur fyrirmyndarbóndi; ár- ið 1881 kvongaðist Jón og gekk að eiga ungfrú Guðrúnu Eiríks- dóttur, sem látin er fyrir 10 ár- um. Jón lætur eftir sig son, Mr. Th. Goodman ít Glenboro. og tvær dætur, Mrs. Th. Wagstaffe að Shand Creek, Sask., og Mrs. K. ísfeld í Glenboro. Útför þessa merka landnema fór fram þann 13. þ. m. frá heim- ili hans og Grundarkirkju. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. MANNLAUSU FLUGVÉLARNAR í þrjár undanfarnar nætur hafa hinar mannlausu sprengju- flugvélar Nazista, gert ítrekað* ar árásir á London og Suður- England, og veitt almenningi á þessum stöðum allþungar búsifj- ar, þrátt fyrir rösklegar loftvarn- ir af Bireta hálfu; þessar morð- flugur Þjóðverja eru því engan veginn úr sögunni, enn sem kom- ið er. FRÁ AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM Að því er nýjustu fregnir herma, má ætla, að nú standi yfir lokahríðin um Varsjá; rúss- neskar hersveitir eru á tveimur stöðum komnar inn í borgina og láta kné fylgja kviði. Þjóðverj- ar hafa sent til borgarinnar nýj- an liðsauka og miklar fylkingar skriðdreka. Rússar heilsuðu upp á skriðdreka þessa með slíku sprengjuregni, að á einum degi voru um tuttugu þeirra gerðir óvígfærir. INNRÁS Á HOLLAND í lok fyrri viku sendu samein- uðu þjóðirnar allmikinn afla fall hlífarliðs inn á Holland, og nú hafa þær einnig komið þar á land skriðdrekum og miklu fót- gönguliði; standa nú yfir í land- inu snarpar orustur, sem auð- sjáanlega ganga herjum samein- uðu þjóðanna mjög í vil. bergi frá ári til árs, 84 ára af- mæli. hann er enn glaður og gunnreifur og nýtur beztu heilsu. minni hans er óbrigðult, og hann lítur enn daglega inn á skrif- stofu Lögbergs fóthvatur og með æskubros á vör. Svona eiga sýslumenn að vera. Finnbogi er f^eddur í Breiðuvík á Tjörnesi, en á kyn sitt að rekja til Flat- eyjardals og Köldukinnar. Lög- berg flytur honum innilegar hamingjuóskir í tilefni af afmæl- isdeginum. RÓSTUR 1 DANMÖRKU Nazistar hafa leyst upp dönsku lögregluna, er táldi í' alt um 12 þúsund menn, og standa þýzkir Gestapo- eða leynilögreglumenn nótt sem nýtan dag vörð um bú- stað Kristjáns konungs á Amelíu borg. Danska stjórnin, eða að minsta kosti meiri hluti henn- ar, hefir mótmælt stranglega upplausn lögreglunnar, þó Nazist ar vitanlega hafi skelt skolla- eyrunum við slíkum mótmælum; undanfarna daga hefir komið til blóðsúthellinga milli Nazista og danskra föðurlandsvina, auk þess sem verkföll í dönskum verk- smiðjum fara daglega í vöxt.' KOMNIR INN I RIGA Nú eru Rússar komnir inn í Riga, höfuðborgina í Latvíu, og standa þar yfir illvígir strætis- bardagar nótt sem nýtan dag; talið er víst, að borgin falli inn- an eins eða tveggja daga. Rúss- ar hafa náð fullu haldi á öllum varnarvirkjum Þjóðverja við Riga flóann. FRÁ ÍTALÍU OG FRAKKLANDI Sameinuðu herjunum miðar vel áfram í ítalíu þrátt fyrir magnaða andspyrnu af hálfu Þjóðverja; en undanfarna da£& hefir sóknin gengið treglega á Frakklandi, sakir óhagstæðs veðurfars. KOMNIR INN í ÞÝZKALAND Hersveitir frá Canada og Bandaríkjunum eru nú komnar um fjörutíu mílur inn í Þýzka- land, og hafa rofið hin svo- nefndu Sigfried varnarvirki á sex_ eða sjö stöðum. HRAKFARIR JAPANA Samkvæmt fregnum frá Wash- ington, hafa amerískir kafbátar með tilstyrk flugvéla, sökt á einni viku 29 Japönskum skip- um af ýmsum stærðum; á öll um vígstöðvum fara Japanir dag lega eigi aðeins halloka heldur sæta hinum verstu hrakförum. KÖLN FALLIN Fregnir á miðvikudagsmorgun inn herma, að sameinuðu þjóð- irnar, eða réttara sagt hersveitir þeirra, hafi nú náð fullu haldi á borginni Köln. Áttu canada- menn mikinn þátt í tiltölulega skjótu falli borgarinnar. Private Thorunn Ella Norten Kona sú, sem mynd þessi er af, er al-íslenzk; hún starfar í þjónustu ameríska flughersins, og dvelur um þessar mundir í Rapid City, South Dakota., þar sem hún hefir yfirumsjón með hverskonar Radio-tækjum. Thorunn Ella er sérfræðingur í sinni grein og lærði hana í verksmiðju Dr. Hjartar Thordarsonar í Chicago; í frístundum sínum gefur hún sig að teikningum og ljóðagerð; hún er fædd í Winnipeg, og þangað fluttust foreldrar hennar fyrst, er þau komu af íslandi; frænka. hennar Gladys Oddson er í canadiska kvenhernum. Systkini Thorunnar Ellu Norten, eru Oddur H. Oddson, byggingameistari í Chicago, Mrs. Thorarinn Thorkelson í sömu borg, og Mrs. N. Niven 1125 Spruce St., Winnipeg. ÍSLENDINGAR SEMJA UM FISKIBÁTAKAUP í SVIÞJÓÐ Sendifulltrúi íslands í Svíþjóð, Vilhjálmur Finsen- dvaldi ný- lega tvo daga í Gautaborg, m. a. til þess að gera samninga um kaup á 45 fiskibátum, sem pant- aðir hafa verið hjá -msum skipa- smíða9töðvum á Bohus-strönd- inni, og munu kosta 9—10 milj. króna. Mbl. 29. júlí. KOMINN AÐ FÓTUM FRAM Gen. Pershing, hinn víðfrægi herforingi Bandaríkjanna, sá er veitti forustu ameríska hernum í Frakklandi í fyrri heimsstyrj- öldinni, liggur um þessar mund- ir svo aðframkominn á sjúkra- húsi, áð honum er ekki hugað lif. Þessi frægi herforingi er 84 ára að aldri. LEITAR ENDURKOSNINGAR Garnet Coulter Nú hefir það verið bundið fast- mælum, að núverandi borgar- stjóri í Winnipeg, Garnet Coult- er, bjóði sig fram til borgarstjóra á ný í Winnipeg við kosningar, sem fram fara í næstkomandi nóvember mánuði. Líklegt þyk- ir að C.G.F. flokkurinn útnefni einnig borgarstjóraefni, og er þá nokkurn veginn víst talið, að John Queen, fyrverandi borgar- stjóri verði fyrir valinu. Hjartans land Vonaland! Þín ver og grundir verndi frelsið lögum undir. Um þitt lán við fjall og fjöru fólkið standi heiðursvörð. Vertu okkur allar stundir óskaland og hjartans jörð. Allir himnar opnir standi yfir þessu frjálsa landi. Beri fossar, mold og mið menntalíf og vinnufrið. Nýrrar jarðar ástarandi eigi þar sitt hjálparlið. Allt sé þitt, sem börn þín biðja, bros og þróttur, nám og iðja, allt, sem hönd og andi ljá, yfirbragð og hjartans þrá. Þeir, sem hlaða, þeir, sem ryðja, þínu merki standi hjá. Hjartans land í sögu og sýnum sértu jafnan börnum þínum, tengt við þeirra heill og hag, hugðarefni og vinnudag. öruggt standi í akri sínum íslenzkt mál og hjartalag. Tíminn, 17. júní. Guðmundur Ingi Kristjánsson.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.