Lögberg - 21.09.1944, Page 4
4
*-----------lögberg ——*
GefiG út hvern fimtudag af
' THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utaná8kritt ritstjórans:
EDITOIi LÖGBERG,
695 Sargent Ave, Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram
The '‘Lögberg’’ is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargept Avenue
Winnipeg, ManitoDa
PHONE 86 327
+——--------------------------------------+
í andlegri nálægð
við ísland
Um klukkan hálf þrjú, var von á forseta og
föruneyti hans frá Washington til La Guardia
flugvallarins; tíminn leið fliótar en mig varði;
og þegar eg var að hugsa um hina tignu full-
trúa hins endurborna Islands, sem eg þá og
þegar kæmi til fundar við, minntist eg vísu
Hannesar Hafstein:
“Einhver hljóður andblær titrar
andardrætti líkur manns,
þegar óðfús eftirvænting
alla fyllir sálu hans.”
Um huga minn flögruðu svipir úr sögú Is-
lands, Gullöldin, Hungurvaka og Svartidauði;
smánarleg erlend kúgun, hinn undrunarverði
viðnámsþróttur þjóðarinnar, viðreisnar- og
endursköpunartímabilið frá síðustu aldamótum,
og nú síðast æfintýrið á Þingvelli, þar sem
Guð vors lands og góðir menn leiddu þjóðina
út úr eyðimörkinni og inn í fullveldi frjáls-
borinna manna; eg fann að hátíðleg stund var
í aðsigi, og eg beið hennar með óðfúsri eftir-
væntingu.
Við ferðafélagarnir frá Winnipeg höfðum
mælt okkur mót við anddyri Hotel Savoy,
klukkuna vantaði nokkrar mínútur í tvö, við
stigum samstundis upp í leigubíl og ókum af
stað til flugvallarins; á leiðinni naut víða góðs
útsýnis yfir hina miklu og glæsilegu borg; er til
flugvallarins kom, var þar fyrir múgur manns;
við flugstöðina kom eg skjótt auga á stóran
bíl, skreyttan stjörnufána Bandaríkjanna og
krossfána íslands; hjá honum stóð hvatiegur
maður, fremur lágvaxinn, en hnellinn eins og
Napoleon; eg þekti hann undir eins af mynd-
um; þetta var hinn víðfrægi borgarstjóri New
York borgar, La Guardia, er hingað var kominn
til þess að fagna forseta Islands; «við hlið hans
stóð Dr. Helgi P. Briem, aðalræðismaður Islands
í New York, er þar var staddur til þess að
fagna forseta og föruneyti hans af hálfu ís-
lenzku þjóðarinnar; í för með honum var frú
hans og dóttir; meðan við biðum flugvélar-
innar, var eg að litast um utan við flugstöð-
ina, þar var eg kynntur yfirlögreglustjóra borg-
arinnar, vöskum manni og glæsilegum, er eg
átti við töluvert samtal, og þar hitti eg eftir
meira en þrjátíu ár vin minn Ólaf Johnson,
stórkaupmann og viðskiptaumboðsmann fyrir
íslands hönd í New York; kveðjurnar voru
hlýjar; mér virtist hann sama sem ekkert hafa
breyzt, nema þá helzt að hann væri enn glæsi-
legri en þegar eg seinast sá hann á Islandi; og
nú var sú silfurvængjaða, eins og Bjarni Guð-
mundsson kallaði hana, farþegaflugvélin frá
Washington, í þann veginn að svífa niður á
völlinn.
Lögregluvörður umlukti flugstöðina ásamt
borðalögðum hernaðaryfirvöldum; þó strangar
gætur væru hafðar á öllu, var andrúmsloftið
einkar vingjarnlegt, og okkur löndunum, sem
nú voru orðnir margir, greiðlega leyfður aðgang-
ur að flugvellinum um leið og sú silfurvængj-
aða lenti.
Forsetinn var kominn. Herra Sveinn Björns-
son, forseti íslenzka lýðveldisins, steig léttilega
út úr flugvélinni; þar næst kom utanríkisráð-
herrann, herra Vilhjálmur Þór; þá sendiherra
íslands í Washington, herra Thor Thors og frú
Ágústa Thors; en næst komu á vettvang herra
Pétur Eggerzt, ritari forseta, herra Bjarni Guð-
mundsson, blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins
herra Hinrik Björnsson, sonur forsetans, ásamt
frú sinni Gígju,^óttir forseta ungfrú Elísabet,
Dr. Edward Thorlákson og Jakob Jónsson fylgd-
armaður forseta, ásamt nokkrum tignum amer-
ískum embættismönnum.
Þeir Dr. Helgi P. Briem og Mr. La Guardia
borgarstjóri í New York, tóku á móti forseta
og buðu hann velkominn, en að því loknu kynti
aðalræðismaður utanríkisráðherra fyrir borg-
arstjóra; nú vanst nokkuð svigrúm til að lit-
ast um og skiptast á kveðjum; mér hlýnaði
um hjartaræturnar, er eg tók í hendina á forn-
vini mínum, Sveini forseta Bjömssyni, þessum
djúpvitra og háttprúða forustumanni íslenzku
þjóðarinnar; viðmótið var hið sama og fyr, al-
úðin sú sama; mér fanst eg vera kominn heim
í íslehzkan fjallafaðm og um sál mína léki hress-
andi andblær, sem feykt hefði í burtu hverjum
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1944
einasta og einum skýflóka af söguhimni stofn-
þjóðar minnar; á þessari ógleymanlegu fagnað-
arstund rann eg saman við ísland í eitt; í sál
minni endurómuðu ljóðlínur Steingríms:
“Svo traust við ísland mig tengja bönd
ei trúrri binda son við móður.”
Ósegjanlegt ánægjuefni var mér það að taka
í hönd hinna virðulegu höfðingshjóna Thors
sendiherra og frúar hans þarna á flugvellinum
og endurnýja við þau vinskapinn; eg á þeim
þakkarskuld að gjalda vegna vináttu þeirra og
drengskapar í minn garð; og nú veittist mér í
fyrsta skipti á æfinni kostur á að heilsa utan-
ríkisráðherra íslands, herra Vilhjálmi Þór, og
sannfærðist eg skjótt um, að þar væri vöku-
maður á ferð, “þéttur á velli og þéttur í lund.”
Á flugvellinum mætti eg einnig í fyrsta sinn
“kollega” mínum, herra Bjarna Guðmundssyni,
blaðafulltrúa utanríkisráðuneytisins; er hann
hinn elskuverðasti maður, sem vissulega á hönk
upp í bakið á mér fyrir þá drengilegu aðstoð,
er hann veitti mér við fréttasendingarnar til
Lögbergs; þá var og engu síðut fagnaðarefni, að
endurnýja vinskap við herra sejidiráðsritara
Hinrik Björnsson og frú Gígju, og kynnast dótt-
ur forsetans, ungfrú Elísabetu, sem er hin ynd-
islegasta stúlka; einnig hitti eg þarna góðvin
minn, Dr. Edward. Thorlákson sem starfar fyrir
stríðsupplýsinga skrifstofu Bandaríkjastjórnar,
ásamt hinum glæsilega ritara forsetans, herra
Pétri Eggerz, og fylgdarmanni forseta, herra
Jakob Jónssyni, sem er hinn mesti myndar-
maður.
Frá landfræðilegu sjónarmiði séð, er La
Guardia flugvöllurinn í New York óraveg frá
Islandi; í andlegum skilningi hurfu þó fjar-
lægðirnar þenna áminsta sunnudag; fögnuður-
inn og Vináttuböndin höfðu, að mér fanst,
þurkað þær út að fullu og öllu.
Landnámi íslenzkrar tungu eru engin takmörk
sett; í mannfélagsiðunni þarna á La Guardia
flugvellinum svona langt að heiman, barst óm-
ur ástkæra, ylhýra málsins frá munni til munns,
frá hjarta til hjarta; málsins, sem svo er vængj-
að og víðfeðmt, að það á, eins og Einar Bene-
diktsson sagði, orð yfir alt, sem er hugsað á
jörðu. —
Þegar hér var komið sögu tóku fylkingar að
riðlast, því móttöku athöfninni var lokið; for-
seti Islands ók af stað í stóra flaggskreytta
bílnum við hlið hins hörundsdökka og saman-
rekna borgarstjóra þeirra New York búa, eitt-
hvað út í hina miklu töfraborg, þar sem sxýja-
kljúfarnir beina ögrandi háturnum til himins;
eitthvað átta risavaxnir lögreglumenn á bif-
hjólum, fylgdu borgarstjóra bílnum úr hlaði,
allir með stjörnufánann og krossfánann framan
á farartækjum sínum, en fánum skrýddar bif-
reiðar sigldu í kjölfar þeirra; augnabliki sem
þessu gleymir enginn viðstaddur íslendingur,
nei, enginn!
Við fóstbræður kræktum nú í leigubíl og
*ókum sem leið liggur til Savoy Plaza; við mælt-
um fátt á leiðinni, en að eg hygg, hugsuðum
því fleira. — —
Nokkru eftir að eg kom inn í íbúð mína á 14.
hæð, hringdi dyrabjallan, og innan nokkurra
sekúndna vindur sér inn úr dyrunum ungur
maður spriklandi af fjöri; þetta var Dr. Helgi
P. Briem, aðalræðismaður Islands í New York,
er bauð mig formlega velkominn sem gest ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar, og kvað sér hafa þótt
fyrir, að hann vegna annríkis, ’nefði ekki átt
tök á að mæta mér persónulega á járnbrautar-
stöðinni kvöldið áður. Dr. Helgi er sonur hins
•gagnmerka manns Páls Briem, er síðastur var
amtmaður Norður og Austur amtsins áður en
ömtin og embættin, sem þeim voru samfara
voru lögð niður. Móðir Dr. Helga, ef eg man
rétt, var Álfhildur, dóttir Helga Hálfdánarsonar
lektors við prestaskóla íslands; standa því að
honum styrkir stofnar í bæði kyn. Dr. Helgi er
kvæntur enskri konu, sem mikið sópar að.
“Tíminn líður, trúðu mér,
taktu maður vara á þér.”
Það veitti vissulega ekki af því, að taka vara
á sér og hafa hraðan við, því nú var mjög tekið
að líða á dag, en um kvöldið skyldi setin veizla
íslenzku ríkisstjórnarinnar á Waldorf Astoria
hótelinu undir forustu Dr. Helga Briem, og
var svo fyrir mælt, að gestir allir frá Islandi
Canada og Bandaríkjunum yrðu til veizlunnar
komnir eigi síðar en klukkan 7. Þetta var eina
“formal” eða viðhafnarveizlan í ferð okkar, og
þangað urðu allir að koma í veizluklæðum, hvort
heldur þeir yrðu að skreyta sig með lánuðum
fjöðrum eða ekki. Eg var rétt í þann veginn að
koma mér í tilætlaðar stellingar, er síminn í
íbúð minni hringdi; þetta var Grettir ræðismað-
ur, sem hafði orðið, og bað mig blessaðan að
korúa í snatri til fundar við sig upp á 19. hæð,
en þar hafði hann bækistöð sína; er þangað
kom tjáði ræðismaðurinn mér, að hann væri í
standandi vandræðum, því hann hefði gleymt
að taka með sér harðan viðeigandi kraga; eg
þaut af stað eins og kólfi væri skotið upp á
“Central”, en svo nefndi eg bú-
stað þeirra séra Valdimars, Hann
esar Péturssonar, Dr. Becks og
Stefáns ritstjóra, og skýrði frá
í hyert óefni væri komið fyrir
Gretti ræðismanni. Guðmundur
dómari Grímsson, sem ávalt er
boðinn og búinn til aðstoðar við
alt og alla, sagðist halda að
hann ætti viðeigandi kraga niðri
í íbúð sinni; en þá sprettur séra
Valdimar úr sæti og segir eitt-
hvað á þessa leið: “Ætli að svír-
inn á okkur Gretti sé ekki eitt-
hvað svipaður að ummáli, hérna
er kragi, sem eg hefi aflögu.”
Með þessu var vandamálið leyst;
ræðismaðurinn fór með prests-
kraga, ekki messukraga, í veizl-
una. —
Þeir séra Valdimar, Hannes
Pétursson og Grettir ræðismað-
ur, höfðu verið í New York á
fjórða dag, er við Stefán rit-
stjóri komum þangað; höfðu
þeir vitaskuld farið víða og
kynnst mörgu, sem við hinir
ekki áttum kost á að færa okk-
ur í nyt vegna tímaskorts; eg er
ekki forvitinn maður að eðlis-
fari og spurðist þar af leiðandi
lítt fyrir um athafnir ferðafélaga
minna; en einhvern veginn
komst eg á snoðir um, að þeir
kirkjuhöfðingjarnir, Valdimar og
Hannes, hefðu með skjótum at-
burðum týnst eitt kvöldið; síðar
korost eg að því, að þeir hefðu
í einingu andans og bandi frið-
arins, farið saman á bíó.
Frh.
Bókmenntir
Sojjanías Thorkelsson:
F erðahugleiðingar.
Tvö bindi.
Columbia Press Ltd.
Winnipeg, 1944.
Meðan Islendingar vestan hafs
semja og gefa út bækur, sem al-
menningur kaupir og les, er síður
en svo að vér séum á grafar-
bakkanum í þjóðræknislegum
skilningi, heldur vitnar slíkt
miklu fremur um andlega dag-
renning, og er þá vel.
Þessar Ferðahugleiðingar Sóff-
aniusar Thorkelssonar, sem gefn-
ar eru út í tveimur stórum bind-
um, verða naumast af sanngirni
skilgreindar í ritdómsformi,
nema því aðeins að nokkur
greinargerð á höfundi, aðstöðu
í lífsbaráttunni og lífsviðhorfi,
verði samferða.
Höfundur þessara bráðskemti-
legu og fræðandi bóka, er Svarf-
dælingur að ætt; um tvítugs-
aldur flyzt hann vestur um haf,
þrunginn af starfsorku og stað-
ráðinn í að ryðja sér braut, hvað
svo sem það kosti; hann leitar
fyrir sér á mörgum sviðum, geng
ur að hvaða verki, sem honum
býðst, og blæs ekki í kaun þó
stundum sé við ramman reip
að draga; hann rekur um hríð
matvöruverzlun og sagar síðan
árum saman brenni fram á rauða
nótt; vinnubrögð hans voru
slík, ákafinn slíkur. að maður-
inn þótti naumast einhamur;
loks finnur hann púðrið, stofnar
mikla verksmiðju^og rekur kassa
gerð í stórum stíl, uppgötvar
nýja tegund tróðs, sem gengur
undir nafninu Wood Wool, þar
sem notaður er hvers konar úr-
gangur frá kassagerðinni, kemst
í stórefni, og er þá fyrir nokkru
kominn af léttasta skeiði; með
svipaðar aðstæður við hendi,
setjast margir í helgan stein, líta
sigurglaðir yfir starf liðinna ævi-
daga, og segja, ef ekki upphátt,
þá með sjálfum sér: Sjá, það var
harla gott!
Engin hugmynd er Sóffaníasi
Thorkelssyni fjær skapi, en helga
steinshugmyndin; starfið er hon-
um alt í öllu; eftir að hann hefir
falið sonum sínum á hendur for-
stjórn verksmiðju fyrirtækis
síns, fer hann til íslands og dvel-
ur þar lengi, vitjar átthaganna,
sem hann öllum öðrum stöðum
fremur ann, ferðast víða um
land, og viðar að sér efni í tvær
stórar hækur; hann fellur í stafi
yfir þeim risavöxnu framförum,
sem íslenzka þjóðin hafði tekið
frá þeim tíma', er hann fór af
landi og leitaði í vesturveg; alt
þetta vakti í sálu hans óumræði-
legan fögnuð, svo ríkan fögnuð,
að hann fann sig knúðan til að
lýsa honum að einhverju leyti
í bókarformi; þetta hefir hon-
um lánast vel, og það jafnvel svo
að undrun sætir, er tekið er til-
lit til þess, að hann kom ekki
einu sinni inn fyrir barnaskóla-
dyr á ævinni; hann hefir mikið
numið af lífinu og sjálfum sér,
býr yfir ríkri ‘athugunargáfu, og
honum lætur vel að segja frá.
Soffanías Thorkelsson hefir les-
ið mikið um dagana; enda sem-
ur enginn nýtar bækur, er eigi
fylgist að minsta kosti með
straumum og stefnum samtíðar
sinnar og kynnir sér þær bók-
mentir, sem þá eru að skapast.
I Ferðahugleiðingum sínum
bregður Soffanías upp skýrum
myndum úr atvinnulífi líslenzku
þjóðarinnar eins og nú hagar til
á sviði sjávarútvegs, iðnaðar og
landbúnaðar; lýsingar hans og
ályktanir styðjast auðsjáanlega
við hagskýrslur, og eru þess
vegna í megin atriðum ábyggi-
legar; hlýtur slíkt að falla í
frjóva jörð hjá íslendingum
vestra, sem jafnan eru sólgnir í
sannfróðleik um hagi stofnþjóð-
ar sinnar.
Vera má að ýmsum þyki Soff-
anías næsta berorður um eitt og
annað, sem honum þótti ábóta-
vant heima; en ef bersögli og
skýr {jómgreind haldast í hend-
ur, eins og í þessu tilfelli á sér
stað, er um beinan ávinning að
ræða.
Fjöldi fagurra mynda prýða
þessar skemmtilegu Ferðahug-
leiðingar Soffaníasar Thorkels-
sonar, og eykur slíkt mjög á gildi
bókanna.
Frágangur bóka þessara er
um alt hinn vandaðasti, og því
auðsætt af öllu, að ekkert hefir
verið til sparað, er gera mætti
útgáfuna sem veglegasta.
Borið saman við bækur frá ís-
landi, eru áminstar Ferðahug-
leiðingar sérlega ódýrar, þar sem
bæði bindin í úrvals bandi kosta
aðeins sjö dollara.
Dr. Guðmundur
Finnbogason
ln memoriam
Hann er horfinn af þessum
heimi. Sviplegt var fráfall hans.
Mörgum finnst erfitt að hugsa
sér dr. Guðmund Finnbogason
dáinn. Það er von. Hann var
maður lífsins, en ekki dauðans.
Lífið ólgaði í æðum hans og svall
í brjósti hans. Æfistarf hans,
rödd hans og mál, þetta var allt
tignun og tilbeiðsla til lífsins.
Hann sá lífið alls staðar. Lítil
staka ólgaði af lífi, þegar hann
flutti hana. Lífið sindraði úr
auga hans. Það var sólskin í
brosi hans.
Ævistarf hans var stórt og
merkilegt. Það er ekki hægt að
rekja það í þessu litla blaði.
Þess gerist engin þörf. Hvort-
tveggja lifir, ævistarfið og mað-
urinn sjálfur í minningu ís-
lenzku þjóðarinnar. Hvorugt
verður gleyhat. Með lífi sínu
bjó hann sér stað, þar sem bezt
synir hennar skipa sæti í heimi
minninganna. Hæfileikar hans
og atgjörfi voru eins og bezt
getur orðið. Fræðimennska
vit og málsnilld fylgdust að, hug-
sjónir vöktu í sál hans. Hann
var skáldandi, þótt eigi væri
hann ljóðskáld.
Eg sakna dr. Guðmundar sárt.
Hann var góður vinur. Hann
sendi Kirkjublaðinu ritgerðir,
mjög vel ritaðar og viturlegar,
eins og honum var lagið. Hann
hefði gert svo í framtíð, ef hann
hefði lifað. Fáir Islendingar
munu hafa þekkt íslenzk ljóð
betur en hann. Hann dáðist sem
kunnugt er, mjög að ljóðum
Matthíasar. Hann fór yfir ljóð-
mæli hans öll með mér í fyrra
vetur með það fyrir augum að
velja úr þeim í nýju sálmabók-
ina. Þær samstarfsstundir voru
unaðslegar.
Sál Guðmundar Finnbogason-
ar var fastar tengd við hinn
heiminn en flestir munu hafa
vitað. Hann var trúaður, krist-
inn maður.
Eg hitti hann ekki alls fyrir
löngu á götu. Við töluðum allt
af dálitla stund saman, er við
hittumst. I þetta sinn var um
ræðuefnið dauðinn.
Áður en við skildum, sagði
hann við mig: “Á eg að segja
þér, hvernig eg hugsa mér dauð-
ann og ósksfrpér að hann verði?
Eg óska mér, að eg fái að ber-
ast inn í eilífðarheiminn á geisl-
um þeim, er eg sé fegursta á
himninum í roða sólarinnar við
sólarlag og sólaruppkomu.”
Eg flýtti mér heim og skrifaði
þessi orð hans niður. Mér fannst
eitthvað svo fagurt í þeim.
Næst, er hann kom heim til
mín, las eg þau fyrir hann og
spurði, hvort þau væru ekki
rétt eftir honum höfð. Hann
undraðist, að eg skyldi hafa far-
ið að skrifa þau niður, en sagði,
að þau væru hárrétt.
Undanfarið hafa verið ein-
hverjir 'fegurstu og björtustu
dagar, sem menn muna eftir í
þessu landi. Sólin hefir hellt
ríkulega geislaflóði sínu yfir láð
og lög.------
“að eg fái að berast inn í
eilífðarheiminn á geislum þeim,
sem eg sé fegursta á himnin-
um ”
Óskir hans hafa rætzt. —
Guðmundur Finnbogason var
maður lífsins. Hann heldur för-
inni áfram, meir að hugsa og
starfa Guðs um geim.
Við söknum hans samt, er
hann hverfur oss sýn — og mest
þeir, er næstir honum standa,
Iflfl flfl ■ fl flfl '"flfl'fl'fl :fl!fl :fl"flfl flfl ::fl:fl '"■":■ W!'fl<:!l
Samkeppni nútímans
krefst sérmentunar
Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða,
krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf
hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalífsins,
og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun-
inni óumflýjanleg.
Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn-
ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir
nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í'nyt; þeir,
sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til
skrifstofu LÖGBERGS
695 Sargent Avenue, Winnipeg
og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig!