Lögberg - 21.09.1944, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.09.1944, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1944 5 hans ágæta kona og börnin þeirra. En geislarnir — geislarnir og lífið, það á saman. Við horfum upp til geislanna. Guðmundur og geislarnir eiga samleið inn í eilífðárheiminn. S. S. Kirkjublaðið. Meira um Olaf Þorgeirsson og fleira í grein minni, sem birtist í Lögbergi 22. júní s. 1., er minst á þetta góðkunna fræðaverk, Almanakið. Nú ætla eg að bæta ofurlitlu við. Það er það að nefna landnemaþætti íslendinga um þvera og endilanga Ameríku, meðfram allri þeirri hafsströnd- inni eru þeir menn og konur talin, hvar sem þeir settust að, og þó einkum og sérstaklega hér í Manitoba og í öllum byggðum íslendinga austan Klettafjalla. Hvaða elju ástundun, samfara ó- þreytandi viljakrafti, Ólafur hef- ir þurft til þess að geta komið því mikla verki í framkvæmd, sem Almanakið inniheldur eða ber með sér getur maður hugs- að sér, þegar maður hugleiðir, hvað mikinn tíma hefur þurft til þess að svara öllum þeim grúa af bréfum, sem til hans bárust úr öllum áttum. Það er ekkert efamál, að Ólafur hefur vakað parta úr mörgum nóttum til þess að geta komið því gagn- lega, göfuga góðg verki í rétt form, sem Almanakið ber með sér, en það er fleira sem ber vott um atorku, mentun og starf- semi Ólafs Þorgeirssonar heldur en Almanakið. Þar til vil eg nefna Syrpu, hið góðkunna skemti og fræðirit, sem ýmsir góðkunnir fræði og mentamenn hafa lagt góðan skerf til. Þar til vil eg nefna fyrst Jóhann Magnús Bjarnason, hið góðkunna sagnaskáld, sem mest hefur lagt í þetta góðkunna skemtirit, sem hann nefnir í Rauðárdalnum, og sem gengur gegnum alla Syrpu. Annar maður sem einnig hefur lagt til töluverðan skerf, er hinn mikli fræðimaður, Sigmundur Long. Margir fleiri hafa hér lagt hönd á plóginn, sem sýnir áð til voru góðir drengir, sem kunnu að meta áform og starfssemi Ólafs Þorgeirssonar með útgáfu Syrpu. Eg bið lesendur velvirðingar á því að eg skýrði ekki rétt frá í síðustu grein minni þar sem eg segi að Ólafur hafi verið fyrsti ræðismaður Danmerkur og ís- lands. Það er ekki rétt, Sveinn Brynjólfsson var sá fyrsti, á þessu bið eg velvirðingar, enda rýrir það ekkert manngildi Mr. Þorgeirssonar, þó að mér yrði þessi skissa á. Eg hefi fengið þakklæti frá mörgum fyrir síðustu grein mína þessu máli viðvíkjandi, sem eg þakka kærlega. N. Ottenson. Komu ekki að tómum kofanum Þegar Tyrkir voru að ræna fólki frá íslandi, árið 1627, komu þeir að Hvallátrum við Látra- bjarg, það var um túna slátt- inn. Svo hagar til að Látra víkin mun vera um tvær enskar míl- ur á breidd, bæirnir standa norðast í víkinni, en sunnast eru verbúðir, því að svokallað út- ræði er þar mikið, eða var. Látra menn sáu stórt skip koma fyrir Bjargtanga og sigla norður eftir og stanza fram undan suður- partinum, sem kallað er á Brunn- um, og setja út tvo stóra báta hlaðna mönnum. Þá biðu Látra- menn ekki boðanna, þeir tóku ljáina úr orfunum, fóru í smiðj- ur sína, réttu upp þjóinn, settu svo ljáina hárbeitta í orfin, tóku orfhælana úr, orfin íslenzku munu hafa verið 5 fet eða meira, þá höfðu þeir vopn sem bæði mátti höggva og leggja með. 14 menn fullorðnir munu hafa ver- ið á Látrum, en svo hagar til að það eru sléttir sandar þvert yfir víkina, hátt rif fyrir framan, svo þeir sem ganga eftir leirunum fyrir ofan rifið sjá ekki þá sem ganga fjöruna við sjóinn fyrir neðan rifið. Látramenn hlupu suður fjöruna svó að hvorugur sá til annara. Þegar Látramenn komu þar sem bátar Tyrkjanna voru, drápu þeir þá fyrst, sem þeirra gættu, einn komst upp á rifið og öskraði til félaga sinna svo þeir komu á harða hlaupum til baka, meðan sáu Látramenn fyrir þessum eina, mölvuðu göt á bátana, svo þeir voru ekk’ sjófærir; til þess nú að gera langa sögu stutta, þá var hver einasti Týrki drepinn, svo voru þeir dysjaðir upp á leirum og lagt grjót ofan á, svo sandurinn ekki fyki ofan af skrokkunum. Dysin er hæst í miðjunni, eftir því sem mig minnir. Þá mun hún vera í það minnsta 30 fet í þvermál, og til þess að sýna að sagan er sönn, þá grófu nokkrir ungir menn í Látrum ofan í dysina um 1908 og fundu þar mikið af fún- um mannabeinum. Eg, sem þetta skrifa, er fædd- ur og uppalinn á Látrum og mér þykir verðugt að þess sé getið sem gert er. N. Ottenson. Hér og þar Mér er sagt að hann Jón sé orðinn drykkfeldur. Skyldi það vera satt? — Nei, langt frá því. En væri eg koníakflaska, þá kærði eg mig ekki um að vera með hon- Þessi mynd er af Churchill skriðdreka í sóknarafstöðu á Italíu. Guðmundur Kamban: Árnbjörn preátur (Morguninn 23. september 1241). Nóttin er brunnin út, og öll hún liggur í einum fölskva, viðbúnum að hrökkva. en heldur sinni lögun, líkt og skráð lína sem aðeins gegnum brunann þiggur silfraða stafi í staðinn fyrir dökkva. Hér letrast hvít á svart þau svikaráð sem örlög fálu mér að láta lánast. Hver hefir bundinn líf sitt ljúfar þegið en eg þá frjáls mitt böðulnafn í nótt? Eg, prestur þinn og vin, sém vissi nánast hvað virkis-fylgsni þitt, sem að var dregið alt þér til hlítar, yrði trauðla sótt. um. • Þegar átthagalögin voru ný- gengin í gildi í Bandaríkjunum, kom bóndi nokkur að máli við vin sinn, lögfræðing í borginni, og bað hann um að skýra fyrir sér hvernig þau væru. “Eg get nú ekki sagt þér al- veg, hvernig þau hljóða,” svar- aði lögfræðingurinn, “en eg get sagt þér aðalkjarnann í þeim. Stjórnin vill gjarnan veðja við þig 160 ekrum á móti 14 dollur- um um að þú getir ekki dvalið á því landi í fimm ár án þess að verða hungurmorða.” “Viltu ekki fá þér eina köku í viðbót, góði minn,” sagði frú- in, þegar Tommi var í boði hjá kunningja sínum. “Hvað hefðurðu boðið mér oft af fatinu?” spurði Tommi. “Þetta er í þriðja skiftið, minn- ir mig, en hvers vegna spyrðu?” “Já, mamma sagði, að eg mætti aldrei þiggja köku af sama fatinu í annað skiptið, sem mér væri boðið, en hún sagði ekkert um það að eg mætti það ekki í þriðja skipt- ið”. Það launhvarf þitt, sem lokaði öllum hættum, og kæmi hættan, lauk upp lífsins sundum, því brá eg opnu beint í dauðans gin. Sem vermiból, er veðrin hafa nætt um, er visnuð sál mín upp frá þessum fundum. Snorri, hví gerðir þú þér glóp að vin? Öll voru ráðin ráð af okkar hendi: Sjálft fylgsnið, ef það fyndist, óvinnandi uns þér af öðrum bæjum bærist lið; og legði þeir í eld og bæinn brendi, þín biðu leynigöng, sem hinsta grandi þig gæti firt, og hestur þér við hlið jafnskjótt og þú með reyknum barst frá bænum: hestar á stalli í tvennar aðaláttir, svo þú varst hólpinn hvaðan sem hann blés; en ef þeir kynni enn að beita kænum aðförum, setja sterkan vörð á gáttir á báðum stöllum, var þér skamt til vés . að leynast niðri í grófum, þar til gerðum, sem túngerðið á tveimur stöðum hylur, þar til þér yrði nóttin nógu dimm. En hér var meira en mannleg stjórn á ferðum Sú kvöð er samviskurnar manna mylur malaði smátt. Og ráðin voru grimm, því til að örva framkvæmd verksins virtiöt sem töfrar uppheims tæki saman höndum við myrkravaldsins vélar. Tunglið óð í skýjum yfir Baulu. Síðan birtist blyshvít og gagnsæ nótt. Með legi og löndum ljósafar bjart sem dagsins geislaflóð. Tommi litli kom heim úr skólanum alveg forviða. “Mamma”, hrópaði hann, “Ja, kennarinn okkar, sá er vitlaus. Hann sagði í gær að 4 og 1 væru 5, en í dag sagði hann að 2 og 3 væru 5.” • Kaupmaðurinn: “Eg álít að nú sé heppilegur tími til þess að selja Jónsen-fjölskyldunni bíl. Sölumaðurinn: “Hversvegna heldurðu það?” Kaupmaðurinn: “Jú, ná- grannar þeirra eru nýbúnir að kaupa bíl.” • Dómari einn í Svíþjóð gifti eitt sinn hjón. En svo vildi til, að hann hafði unnið marga tíma samfleytt og var því þreyttur og talsvert utan við sig. Fvrst spurði hann stúlkuna, hvort hún vildi ganga að því að eiga manninn, sem stæði við hlið hennar og þegar hún svaraði því játandi, sneri hann sér að manninum og sagði: “Hvaða varnir hafið þér fram að færa í mílinu?” Og logn, sem vindum væri svefnþorn stungið. Þótt Reykholt nefndist Niðarós og brynni, þá hefði mökkvann beint í loft upp lagt og enginn flúið ósjenn. Þér var sungið það Skuldarlag, að skulu dveljast inni. Og loks var Urðar-orðið við mig sagt. Það orð var grið, sem Gizur vildi heita þér Snorri, ef þú yrðir fús að semja. Að öðrum kosti kvaðst hann tendra bál. Og til að forða þér, þér lífs og leita, þá segi eg til um fylgsnið — og þeir fremja það verk sem hefir markað mína sál. Því samur verð eg aldrei eftir þetta. En hverju varðar það, fyrst þú ert liðinn? Rola sem vafrar vilt um Reykholts hlað fékk vélað þig, en kann ei neitt til pretta sem veita liðnu líki hin settu griðin. Og eg mun alt til dauða undrast það, hve maður eitt sinn mæður þínu blóði gat svikið þig, þótt mig hann ginti glaður. Þig gabbað hefði hann vart, því eitt eg man: Eg ræddi um manninn þann við þig af hljóði, og þér varð misheyrn: naður, ekki maður. Þú kendir glögt hans æði, of og van. Því engin millistig hann sjálfur þekti, eldinn sem brendi ei frá þeim sem lýsti, og greina veg frá vömm hann aldrei nam; við öllum var, þótt engum hug sinn nekti; þýður á manninn, þótt hann orminn hýsti; hann þektist fyr á biti sínu en ham. Hví tekur vesöl veröld mark á kyni, fyrst konungsblóð og andsins æðstu ættir, nafnfrægð og tign svo náin tengdu bönd við níðings sál í Gizur Þorvaldssyni? Þann veit eg einn, er lék svo landsins vættir, að lárvið Islands bjó í refsivönd. Sú þjóð sem eflir varmennin til valda, hún veit ei ráð sitt, því hún elur undir öxi eða hlekki, útlegð eða skort hugvit síns lands; og þar sér gjöf til gjalda: þar eru lýðnum skiftar skapastundir, með skáldsins morði opnast vílsins port. Hve mátt þú, land mitt, eymd og ánauð verjast? AflViðum gerist skætt í þessum hrinum. Skörungurinn hæfir helst hinn hvassi geir. Þeim völdum sem um lönd og lýði berjast lítill mun þykja slægur í oss hinum, því lifir Arnbjörn, þegar Snorri deyr. Hvítt bíður skinn og skorin bíður fjöður, skila þeim aftur mætti svan og kálfi. Mín ein var höndin, þitt var tungutak. Skógur tók angan, seltu sjávarlöður, svar hafði mark. Nú liggur penni og bjálfi sem deyfður hjör og harmað vængjablak. En orð þín munu magnast eins og vínið. Þótt mitt á flugnum lyktust vængir sterkir á Eddu og Kringlu stendur Reykholt rist. Þær reifar ekki með þér dánarlínið. Nóttina land þitt morðingjanum merkir, en morðsins hefnd skal falin þinni list. (Frón). | -'thugir | athiði'7 I Hraðabotn | Auðdrepin Mag7ijjrun Létt Auðbreytt SWptileg Svigrúm 0rkulyfta SkJðtvirJc Fiaðratengai Prýsti smurnlng Aukatækin á COCKSHUTT 8B “High-Speed” Dráttar- plógi eru þar í einum tilgangi aöeins . . . að þér fáið betri plóg, sem vinnur betur . . . afkastar meiru . . . sparar meira . . . hraðvirkari. Já, herra bóndi, er þú velur Cockshutt 8B Dráttar- plóg, þá ferð þú skynsamelga að . . . plóg. sem sparar eldsneyti . . . tíma . . . og viðgerðir. Það borgar sig að veita athygli þessum sérkostum: HRAÐABOTNAR—þannig gerð ir, að dráttur verður um 20% lðttari. MIKIÐ STBRKAKI—Já. sterk- ari en þó léttari I vigt, vegna hins frábæra stáls. AUÐBREYTT—Ristu breidd má skjðtt færa úr 12” í 14”. GAGNSKIPTILEG—Má skjótt færa úr 2 I 3 plógfara stærð. FJAÐURMAGNAÐAR ÓLAR— öryggistæki, sem fyrlrbyggja skemd 4 plógi eða dráttarvél ef árekstur verður. Og allir aðrir kostir . . . Nægt svigrúm . . . Trygg orkulyfta . . . Auðmeðfarin . . . prýstingssmurn ing ... gerir Cockshutt 8B .Dráttarplóg, plóginn, sem þér þarfnist. f M,KIL.V'æqt Sa,a v'erkfæra ",arkaa‘ enn ®Mðrnar»irðnuu n ‘ verkftumUðrhaídÍ zt kaviðDr° c°ekshutt Um n:frri há gerið Parta. Þörf M £ eyfl hiá ’ fA,S er“m. v6rk J ockshutt I COCKSHUn PLOW COMPANY LIMITED WINNIPEG REGINA CALGARY SMITH FALLS SASKATOON EDMONTON BR ANTFORD MONTREAL TRURO

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.