Lögberg - 21.09.1944, Side 7

Lögberg - 21.09.1944, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1944 7 ÞÚ SKALT EKKI Frh. af bls. 3. þóttist hafa séð í draumnum. Eg leit upp. Mr. Kohne var að bíða eftir svari mínu. Ef til vill hafði alt þetta runnið í gegnum huga minn á fáeinum sekúndum. Ef til vill hafði þögn mín verið um of löngí Um það hafði eg enga hugmynd. En nú svaraði eg Kohne í þægilegum málrómi sem mér fanst þó í sjálfu sér vera óeðlilegur og óviðeigandi : Eg sé að Joe félagi þinn hefur verið tekinn fastur, og þess vegna er mér það skiljanlegt, að þú sért að líta eftir manni til þess að fylla stöðu hans.” Eg heyrði að Mrs. José fór að hlæja, og það virtist hafa góð áhrif á samræðurnar. Þá bætti eg við: “Eg er vel ánægður með mína eigin stöðu, og þess vegna tekur tilboð þitt ekki lengra.” “Svo þú manst eftir Joe,” sagði Kohne hikandi. “Menn Hkir honum eru alveg nauðsyn- legir í viðskiftum mínum. Þeir skilja það, að dauðir menn segja engar sögur, og þess vegna var Joe líka stundum, dálítið um of fljótur í viðskiftum.” “Og þess vegna verður hann líka bráðlega hengdur,” flýtti eg mér að segja. “Eg er nú ekki viss um það.” sagði Kohne blátt áfram. “Eg hefi marga vini í þessari borg og fyrir þær ástæður er ekki líklegt, að nægileg rök verði fundin till þess að sakfella hann. Hann er saklaus þangað til að hann verður fundinn sekur og yfirvöldunum hérna verður það ekki geðfelt, að hann verði fund- inn sekur. Líttu nú á þetta eins og það er í raun og veru, Mr. Hanson, því þú veist t.d., að klúbburinn okkar er ólöglegur, allar áhættuspila vélarnar sem þar eru, eru ólöglegar og alt á- fengið sem þar er, er ólöglegt. Ef að yfirvöldunum í þessari borg væri ant um það, að útrýma slíkum lögleysum, gæti slíkur félagsskapur ekki staðist síundu lengur. En vegna þess, að hér er um miklar tekjur að ræða fyrir þá sem hafa völdin í hönd- um sér, lætur enginn maður sér detta í hug, að hreyfa við slíku. Hér er það nú, sem eg og félagar mínir koma til greina. Við sjáum um það, að áfengi, hættuspilavélar og fleira, sé þar við hendina. Eg óttast yfirvöld- in ekki á meðan að eg er svo sterkur í mínu ríki, að keppi- nautar mínir koma ekki til greina. En Joe var gagnlegur í viðskiftum við keppinauta mína.” Hann deplaði augúnum kímnislega til Mrs. José um leið og hann hristi öskuna af vindl- inum sínum, og svo hélt hann áfram : “Það eru keppinautar mínir sem eru hættulegir og eg verð að varast þá. Kirkjurnar og prestastéttin hafa einnig sína sögu að segja. Prestarnir tala um glæpina, lögbrotin og óguð- leikann og hóta hegningu him- insins fyrir syndirnar. En þetta er nú aðeins meinlaust skraf sem ekki heyrir þessum heimi til. Við félagar erum ekki hug- sjúkir yfir skýjunum eða því sem getur verið á bak við skýjin. Það látum við eiga sig þangað til að til þess kemur. En keppi- nautarnir okkar — og þeir sem við fláum í viðskiptum okkar, um þá er öðru máli að gegna. Þeir tala stundum ekki mikið, vegna þess, að þeir eru hræddir, en þeir safna saman óhrekjandi rökum, rökum um lögleysurnar og glæpina og það er þetta sem verður að reglulegum fellibylj- um í undirbúningi við allar kosningar. Þeir sem eftir völd- unum sækja, nota þessi rök til þess að benda á vanrækslur þeirra sem völdin hafa, en þeir sem völdin hafa, gera svo lítið úr þesgum rökum sem þeim er kostur á, og lofa svo bót og betr- un. En stundum taka þeir rökin til greina og “hreinsa upp alla hluti” ef þeir sjá sér það fært, aðeins til þess að fá hrós í blöð- unum og byggja sjálfa sig upp.” Kohne hafði talað í hálfum hljóðum eins og hann væri að tala við sjálfan sig, og eg hafði starað á hann orðlaus og undr- andi. Eg gat ekki séð h^ert hann stefndi og eg gat ekki skil- ið hversvegna hann talaði svo mikið um verkahring sinn við mig, eins og að eg væri trúnað- ar maður hans. En það sem hann sagði um klúbbinn vissi eg að var satt. En eftir stutta þögn hélt hann áfram : “Nei, eg ætlast ekki til, að þú takir á hendur Joe’s verkahring. Það væri fremur að þínu hæfi, að stjórna einum af þessum klúbbum sem við erum að setja á fót í ýmsum nærliggjandi borgum. Eg veit, að þú mundir kunna lag á því, að ná áhrifa- miklum félögum í klúbbinn, og á sama tíma standa í góðu gildi við lögreglustjórnina og sýslu- mennina. Þegar þessir menn sækja um opinberar stöður, hafa þeir ávalt fyrirfram auga á aukatekjum, og ýmsum hlunn- indum, og þessu takmarki ná þeir fljótlega á eftir að þeir hafa komist til valda, með því að vera bæði sjónlausir, heyrn- arlausir og mállausir þegar um tölu fjárglæfranna, spilahelvítin og áfengisöluna er að ræða. Fyrir þessar ástæður eru þessi viðskifti hagnaðarsöm á allar hliðar.” Hann hló með sjálfum sér og leit til félaga síns sem sat talsvert til hliðar í herberg- inu. Eg kunni illa við það, með sjálfum mér, að eg gat ekki veitt honum neina eftirtek vegna þess, að hann hafði valið sér sæti dálítið fyrir aftan mig En Kohne hélt áfram með sýni legri þolinmæði : “En hér er nú leikurinn mjög varasamur. Við getum ekki látið þessa félaga auðgast tak markalaust á okkar viðskiftum og því er það stundum, að þessi yfirvöld styðja keppinauta okk- ar til valda. Þessa stjórnfræðis- legu hagfræði þekkja þeir vel, en eftir þessum nýgræðingum þeirra, lítum við, á þann hátt, að halda svipu óttans yfir höfð- um þeirra. Því er það stundum að blöðin geta þess, að menn hafi fundist myrtir á afskektum stöðum. Ef til vill eru nú þetta aðeins sjálfsmorð; en blöðin gera svo hræðilega mikið úr slíkum smámunum.” Hann hló aftur, en svo leit hann á mig alvarlega. “Á viðskiftasviði mínu og okkar félaga, eru lög og reglur, og öll afbrot og svik í félagsskap okkar eru í raun og veru dauðasök. Lagabók okkar er mjög auðskilin og einföld.” Hann þagnaði um stund eins og til þess að gefa þessu atriði meiri áherzlu. Svo sagði hann blátt áfram: “Eg geri ráð fyrir því, að þú viljir gerast meðlimur í félags- skap okkar bráðlega. Klúbb- stjórn er að þínu hæfi. Hvað um það?” Við Mrs. José höfðum setið þarna þegjandi og hlustað á hann, og í -raun og veru, hafði hugboð mitt um það, að eg væri í hættu staddur yfirbugað bræði mína við Kohne, svo eg hafði af fremsta megni reynt til þess að halda sjálfum mér í skefjum, en undrun minni um hið óvænta tilboð hans gat eg ekki leynt. Eg leit til Mrs. José. Hún var brosandi eins og hún vildi með því segja, að hún hefði sagt mér það, að Kohne væri í raun og veru allra bezti maður. Bros hennar hafði æsandi áhrif á mig, líklegast' mest vegna af- brýðissemi minnar, að hafa nokkurn félagsskap við Kohne. Á mynd þessari sjást plóghestar við vinnu á Bretlandi, en Haljfax sprengjuflugvél svífur í lofti yfir þeim. Eg sagði því án frekari yfirveg- unar : “Eg er ánægður með mína stöðu, og fyrir þá ástæðu hlýt eg að hafna tilboði þínu.” Eg sá að bros Mrs. José breyttist í undrunarsvip, en Kohne sagði fremur kuldalega, eins og að hann í raun og veru hefði búisi við svari mínu : “Það sakar ekki, þó þú takir ekki við þessu tilboði mínu, en viðureign þín við Joe á skemti- bátnum síðastliðið haust, leiddi til þess að 'eg hefi haft þig í huga viðvíkjandi þessu tilboði.” Svo þagði hann um stund, og það var dauðaþögn í herberginu. Eg heyrði jafnvel greinilega hið daufa tik-tak-hljóð í litlu borð- klukkunni minni og mér fanst einhver heiðríkja koma yfir huga minn, og tilfinning mín um manninn sem sat á bak við mig varð ljósari. Það var veðra- breyting í loftinu og þessi veðrabreyting var bak við þögn- ina í herberginu. En Kohne rauf þögnina : “En fyrst eg mintist á Joe og skemtibátsferðina, þá finst mér það viðeigandi, að biðja þig um að afhenda mér byssuna sem þú tókst af honum í viðskiftum ykkar. Eg veit að hún er í þínum fórum.” Svo þetta var þá aðalerindi hans. Eg varð var við það, að félagi hans á bak við mig ó- kyrðist. En nú tók Mrs. José til máls: “Oh,” sagði hún, “eg var ein- mitt að tala um þessa byssu við Mr. Hanson; hann sagði mér, að hann hefði tapað henni og þess vegna getur hann ekki orðið við tilmælum þínum.” “tapað byssunni!” hrópaði Kohne og spratt upp. Hingað til hafði hann verið kyrlátur og það sem hann hafði sagt, hafði hann sagt með stillingu og yfir- vegun. Nú var öðru máli að gegna. Hann nam staðar fyrir fraipan mig og orð hans og svipur lýstu ákafa og ótta. “Er það mögulegt að þú hafir tapað byssunni?” Hann starði á mig og æðarnar í enninu á honum virtust þrútnar af reiði. Svo snéri hann sér við, og gekk á- lútur um gólfið um leið og hann muldraði á milli tannanna: “Það leiðir af sjálfu sér, að ef að hann hefir tapað byssunni þá er hún líklega í höndum óvina minna, og svo verður hún notuð sem sakagift á hendur Joe. Sjálft helvíti opnast og allir púkarnir verða á hælunum á mér.” Hann þagði um stund en svo snéri hann sér að mér eins og honum hefði komið nýtt ráð til hugar : “Mundir þú þekkja byssuna ef að þú sæir hana aftur?” spurði hann. “Auðvitað — byssan hafði mörg sérkenni.” “Gætirðu lýst þessum sér- kennum nákvæmlega, án þess, að sjá byssuna?” Eg vissi ekki hvert hann stefndi, annars hefði eg hagað svörum mínum öðruvísi en eg gerði: “Eg gæti lýst byssunni ná- kvæmlega. Hún hafði mörg sérkenni.” “Og félagi þinn Dunn hefir líklega alveg eins gott minni?” Nú sá eg við hvað hann átti Dunn og eg voru einu vitnin sem gátu borið um það, að við höfðum tekið þessa byssu af Joe á skemtibátnum. Það að Dunn og eg þektum sérkenni byssunnar gerði okkur að ó- hrekjandi vitnum, sem gat leitt til dauðadóms Joe’s. Og þar sem Dunn hafði svo margsinnis sagt söguna um atvikið á skemti- bátnum, var það mér augljóst, að bæði hann og eg mundum verða kallaðir inn sem vitni í þessu máli ef byssan yrði notuð sem sönnunargagn. En nú fór Kohne að spyrja um það, hvern- ig það hefði atvikast að eg hefði tapað byssunni. Hann vissi um það, að eg hafði tekið hana heim með mér af klúbbnum. Mér var gramt í geði, og fyrir þær ástæður svaraði eg honum ekki. En nú fór Mrs. José að skýra honum frá því hvernig eg hefði tapað byssunni, og frásögn hennar bar saman við það sem eg hafði sagt henni. Kohne hafði setzt niður og hlustað á frásögn hennar. Svo sló hann hnefanum á skrifborðið sem var við hliðina á honum og sagði: “Byssan hlýtur að vera ein- hverstaðar í þessu herbergi. Paul!” Hann kallaði á félagi sinn, “Iátum okkur leita að henni.” Eg tapaði stjórn á sjálfum mér og stóð upp með það fyrir augum, að láta í ljós mótmæli mín á einhvern hátt. En Kohne hafði einnig staðið upp. “Nei,” sagði hann, “mér er kunnugt um að þér er laus hend- in og eg vil ekki eiga undir því, að þú sprengir hauskúpuna á mér rneð einhverju barefli sem þú gætir haft hönd á. Taktu þér sæti umsvifalaust, annars verður þú skotinn til dauðs.” Hann benti mér á félaga sinn, sem virtist ekki hafa hreyft sig í sætinu þar sem hann hafði setið, en nú sá eg að hann hafði stóra skammbyssu í hendinni og miðaði henni í mestu rósemd á mig. Eg settist niður; eg vissi vel að eg var alveg varnarlaus. “Við verðum að finna byss- una,” hélt Kohne áfram, “hún má ekki komast í hendur lög- reglunnar. Eg hafði lagt drög til þess, að byssan kæmist í mínar hendur, morguninn eftir skemtibátsferðina. Þá hafði eg góðan skilning við þá sem á lög- reglustöðinni voru. Nú er öðru máli að gegna. Blöðin hafa gert svo mikinn hávaða um jað, að bornar-hafa verið sam an kúlur sem hafa fundist í dauðum mönnum, að líkindi eru til þess, að helvíti mundi opnast, ef að byssan kæmist í hendur lögreglunnar á þessum tíma.” Hann þagnaði um stund og gekk um gólf. Svo snéri hann sér að mér og sagði ógn- andi : “Það er að öllu leyti þér fyrir beztu, að vera hjálpsamur í því, að leita að þessari byssu Þið Dunn vitið um upptök hennar. Það ætti að vera þér ljóst, að þið eruð hættuleg vitni í þessu sambandi og að menn af ykkar tegund hverfa stund- um skyndilega. Hvað segir þú? Viltu aðstoða mig í því, að leita að byssunni?” Mig langaði til þess, að segja stutt “nei,” en eg afsakaði mig aðeins og sagði að það væri ekki á mínu valdi að finna hana. Þá sló hann mig með flatri hendinni. Eg stökk upp en hnefinn á mér náði ekki til hans. En nú fann eg að Mrs. José var á milli okkar. Hún var að biðja mig um að stilla mig. “Getur þú ekki séð, að þú ert í dauðans hættu?” heyrði eg að hún var að segja. Eg varð var víð það, að eg settist niður og að hún var að strjúka aðra hendina á mér á milli lófa sinna. Eg heyrði að Kohne var að gefa einhverjar skipanir til Paul, og eg hafði tilfinningu um það, að þeir voru að rannsaka drag- hólfin í skrifborðinu mínu. Svo kendi eg til sviða í hruflunni á fingrinum á mær. Ef til vill hafði eg rispað fingurinn aftur. Eg leit á hendina á mér. Nei, þar var ekkert blóð sjáanlegt. Þar var aðeins tilkenning um sviða. En svo virtist hendin mér smátt og smátt afmyndast og svo varð hún í augum mín- um, að stóru alvarlegu andliti af gömlum manni. Það var and- litið af manninum sem eg hafði séð í draumum mínum forðum daga og sem hafði birst mér svo oft á svo óskiljanlegan hátt. Mér fanst hugsanir mínar skerpast og mér fanst eg hafa einkennilega fjærskygnistilfinningu, á þann hátt að eg hafði meðvitund um alt sem fram fór í kringum mig, jafnvel þó að eg væri aðeins ag stara á hendina á sjálfum mér. Eg vissi um hverja hreyfingu þeirra Kohne’s og félaga hans. Eg vissi jafnvel um það, að hann hafði stungið skammbyssunni sinni í leðurhulstur sem var vinstra megin undir yfirhöfn hans. Eg vissi að Kohne var að róta við allskonar rusli sem eg hafði í lægsta draghólfinu og svo var mér ljóst um það, að tvö smá-fiðrildi voru að fljúga í kringum lampa-ljósið sem var á borðinu fyrir aftan legubekkinn þar sem eg sat. En þar sem eg hafði á sama tíma tilfinningu um það, að þetta ástand var ekki eðlilegt, setti eg það í samband við andlitið af gamla manninum en hann gaf sjálfum sér ekki tíma til þess að standa upp. Nú skipaði eg þeim að snúa bakinu að mér og svo rak eg þá til þilsins skamt frá dyrunum. Þar npest opnaði eg huxðina sem hafði verið tvílæst og svo skip- aði eg þeim að fara út. Þegar Kohne fór út úr dyrunum spark- aði eg af öllu afli mínu, í þann hluta líkama hans sem hafði svo oft verið áhyggjuefni móður hans, í samvinnu hennar við ást og skyldurækni. Svo skelti eg hurðinni í lás, og hljóp svo til bakdyranna og tvílæsti þeim. En þegar eg kom inn í herberg- ið þar sem Mrs. José sat náföl af hræðslu, varð eg var við það, að byssan sem eg hafði í hend- inni, hafði ekki verið hlaðin. Eg fann að svitinn streymdi nú niður um bakið á mér og eg var í raun og veru dálítið óstyrkur. “Hræðilegur maður,” heyrði eg að Mrs. José var að segja. “Þeir Kohne’s félagar eru hrein- ustu lömb ef eg ber þá saman við þig.” En mér var gkki hlátur í hug. Eg gekk beint til símans, og fór að leita að númeri í síma- bóldnni. “Hvað ætlar þú nú að gera?” heyrði eg Mrs. José spyrja. “Kalla á lögregluna.” Eg heyrði að Mrs. José kom til mín. Hún lagði hendina á hand- legg minn. Eg sneri mér að henni. Hún var náföl. “Gerðu þetta ekki,” sagði hún. “Gerðu það fyrir mig, að hætta við þetta.” Augun í henni voru áberandi stór í föla andlitinu hennar. Þau virtust jafnvel stærri en þau höfðu verið kvöld- ið sem hún hafði kyst mig í fyrsta sinni. Eg starði í þessi fögru augu sem altaf höfðu haft tilfinningar mínar á valdi sínu og sem altaf höfðu fylt sálu mína af samræmi og sælu við blik þeirra, en sem á hinn bóg- inn margsinnis höfðu orðið or- sök til ósamræmis og stríðs við sjálfan mig. Það var löng þögn. sem hafði ummyndað hendina á_Svo heyrði eg að símabókin féll mér, og svo til þess, að losast niður á gólfið. við það, stakk eg hendi minni niður með höfðalagi legubekks- ins undir fjaðra koddann. Eg rakst þar á einhvern harðan hlut, sem auðvitað hafði rispað fing- urinn á mér fyr um kvöldið. Eg hálf dró þenna hlut upp, en þá flaug ráðning gátunnar eins og leiftur í gegnum huga minn, og á sama tíma hafði eg glögga á- ætlun tilbúna um það, hvað gera skyldi. Það að .skammbyssan var þarna var mjög eðlilegt. Eg hafði lagt hana á höfðalag legubekks- ins, kvöldið sem eg kom heim frá klúbbnum með hana, og svo hafði byssan runnið niður á milli fjaðrakoddans og höfðalags legubekksins, og þar hafði hún svo verið síðan. Eg hagræddi hendi minni um hylkið á skamm- byssunni og svo fullvissaði eg mig um það, að vísifingur minn væri í nákvæmlega réttri af- stöðu við gikkinn. Eg leit til þeirra Kohne’s og Paul’s. Hinn síðarnefndi stóð uppréttur en Kohne var að enda við rannsókn á síðasta draghólfinu. Þeir voru í hér um bil 8 til 10 feta fjarlægð frá mér og það var engin hindr- un á milli okkar. Þeir höfðu kveikt ljós á skrifborðslampan- um svo birtan var góð. Eg hugs- aði mig dálítið um og svo dró eg byssuna upp yfir höfðalag legubekksins og miðaði henni á Paul því eg þóttist vita, að hann mundi verða hættulegri, í þess- um viðskiptum, en Kohne. Svo öskraði eg: “Upp með hendur ykkar ef líf ykkar er ykkur kært!” Eins og eg hafði búist við, sveiflaði Paul hendinni í áttina til leðurhulstursins. En líklega hefir honum ekki litist vel á byssuna í hendinni á mér, því að hann breytti um áform sitt og rétti hendurnar upp. Kohne hafði verið á hnjánum fyrir framan draghólfið á skrifborðinu “Gerðu það ekki, gerðu það ekki, vinur minn. Eg veit að þú gleymir þessu öllu fyrir mig.” En nú fann eg að hún hafði lagt höfuð sitt á öxlina á mér og silkimjúkt hár hennar snerti kinn mína og flóði við hálsinn á mér og út yfir handlegginn á mér og eg hafði tilfinningu um það, að eg þrýsti henni að hjarta mínu. En bak við alt þetta, hafði eg svimakenda hugmynd um það, að gamla andlitið á manninum sem hafði svo oft birst mér á krossgötum æfi minnar, væri að horfa á mig og í þessum svima- kenda draumi heyrði eg greini- lega að einhver var að segja: “Þú skalt ekki — þú skalt ekki. Um Bjarna amtmann Bjarni amtmaður hafði oftar en einu sinni sagt, að þegar hann frétti fyrst lát Kláusar síns, ef hann lifði hann, mundi sér þykja svo mikið fyrir, að hann mundi aldrei verða sam- ur maður, við þann er segði sér það. En um sumarið eftir að Bjarni h^fði haft þetta síðast á orði, varð Kláus bráðkvaddur við heyskap út á engi. Nú vildi enginn segja amtmanni látið, en böndin bárust að skrifaranum, sem var við heyskap með vinnu- fólkinu. Þegar skrifarinn kom heim var hann daufur og þegj- andi. Bjarni gengur á hann og vill vita, hvað að honum gangi. Hinn varð fár við og svaraði engu. Þá var líkt og Bjarni rankaði við sér og segir: “Ekki vænta eg að þú segir mér Kláus minn dauðan? Eg varð þá fyrst- ur til að gizka á það.” Þessa sögu sagði mér Kristín Þorsteinsdóttir, fyrri kona Páls prests í Viðvík, sem var mörg ár hjá Bjarna amtmanni.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.