Lögberg - 28.09.1944, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1944
þeir tvo ókunna menn koma út
úr kofa þar og halda til fjalla.
Pegar þeir komu til stöðvarinn-
ar fundu þeir tvo svefnpoka og
grænan einkennisbúning með
þýzka erninum og hakakrossin-
um, tvo þýzka rýtinga og nokk-
uð af matvælum. Þeir sneru síð-
an sem skjótast suður á bóginn,
með fréttirnar, og bjuggust eftir
föngum til þess að verjast á leið-
inni, þar eð þeir vissu, að þeim
myndi verða veitt eftirför.
Kvöld eitt, nokkrum dögum
seinna, heyrði einn varðanna fóta
tak nálgast stöðina. Hann skaut
viðvörunarskoti, en Þjóðverjarn-
ir svöruðú\með skothríð úr sjálf-
virkum riflum og vélbyssum.
Þegar Danirnir sáu, að þeir yrðu
ofurliði bornir, yfirgáfu þeir
stöðina og flýðu suður á bóginn.
Seinna var annar maður úr
njósnarflokknum drepinn, Dani
að nafni Eli Knudsen, þegar
hann nálgaðist sæluhús sem Þjóð
verjar höfðu tekið. Hann heyrði
ekki skipunina um að nema
staðar, þar eð hann var vafinn
í skinnfeldi vegna hríðarveðurs,
og hélt því áfram. Þegar Þjóð-
verjarnir skutu hund hans, ætl-
aði Knudsen að grípa til byssu
sinnar, en var særður ólífssári áð-
ur en hann fékk svigrúm til
þess.
Daginn eftir féll Marius Jen-
sen, einnig úr njósnarflokknum,
í gildru, þegar hann hélt að
hundar Þjóðverja væru hundar
Knudsens. Nazistarnir höfðu á-
kveðið að eyðileggja varðstöð á
eyju þar rétt hjá, og báðu Jen-
sen að fara með sig þangað,
styttstu leið. Hann gat talið
þýzka liðsforingjanum trú um,
að ferðin yrði fljótar farin í
tvennu lagi, og sendi annan hóp-
inn á undan, leið, sem var miklu
lengri, en fór sjálfur á eftir með
þýzka foringjanum. Við fyrsta
tækifæri réðist hann á þýzka for-
ingjann, náði af honum byssunni
og tók hann til fanga. Eftir meira
en 300 mílna ferðalag kom Dan-
inn síðan með fanga sinn á út-
varðstöð hersins.
Þegar fréttin um þennan leið-
angur Nazista barst til aðalstöðva
Bandaríkjahersins, var strax haf-
inn undirbúningur undir að eyða
honum. Flugvélar hersins réðust
á svæði þau, er Þjóðverjar höfðu
hernumið og fluttu vistir og skot
færi til strandvarnarskipanna
tveggja “Northland” og “North
Star”. Sérstaklega æfðar iand-
göngusveitir strandvarnarliðsins
voru reiðubúnar, ef til átaka
kæmi.
En leiðangurinn byrjaði heldur
óheillavænlega. Stuttu eftir að
skipin lögðu af sfað, flæktust
þau í geysilegri ísbreiðu, og
nokkrir verðmætir dagar liðu,
áður en þeim tókst að losa sig
aftur. Það lá við, að “North
Star”, sem fræg er fyrir viður-
eignir sínar við hafís, bæði á
friðar- og ófriðartímum, háði
sína hinstu orustu við ísinn, í
það sinn. En henni tókst þó að
sleppa, með brotið stefni. Þegar
vindstaðan breyttist og ísinn
greiddist sundur, varð hitt skipið,
“Northland” að snúa við og fylgja
hinu laskaða systurskipi sínu til
flotabækistöðva, til viðgerðar.
Þegar “Northland” var að
reyna að komast fram hjá ann-
ari ísbreiðu, breytti skipið um
stefnu, svo það fór ekki allfjarri
ströndum Norður-Evrópu. Varð
það þá á vegi tvíhreyfla könn-
unar flugvélar þýzkrar. Flug-
mennirnir komu auga á skipið
og nálguðust það, til þess að
gá betur að. En þegar loftvarna-
sprengjur úr byssum Northlands
tóku að springa óþægilega nærri
flugvélinni, sneri hún við og
hvarf brátt sjónum.
Nokkrum dögum seinna festist
Northland aftur í ísbreiðu,
þannig að sprengja þurfti göng
fyrir það í ísinn, með hálfpunda
sprengjum. Loks komst North-
land út í auðan sjó en gufupíp-
ur og ljóstæki var bilað.
Nú nálguðust Bandaríkjaher-
sveitir herbúðir Nazistanna. Sam
kvæmt áætlun komu sprengju-
flugvélar og gerðu loftárás á
herbúðirnar og gjöreyddu þeim.
Skeyti voru send frá flugvélun-
um þess efnis, að enginn lífs-
vottur væri á eyjunni eða í hinni
gjöreyddu dönsku stöð, 30 mílum
sunrnar. Skipið braust síðar í
gegnum ísbreiðurnar og komst
upp að ströndinni. Á stöðinni
var enginn lífsvottur. Þegar land
göngusveitirnar gengu á land,
komust þær að raun um, að
flugvélar hersins höfðu ekki
svikist um að gera það sem þeim
var ætlað. Ekkert.hús var uppi-
standandi. Björgunarbelti og
brot úr björgunarbát voru fros-
in í ísnum. Allstaðar. mátti sjá
sprengjugýgi, sem frosið hafði
yfir, þannig að umhverfið alt
líktist mest landslagi í tunglinu.
Sprengjuhrúgur sáust á víð og
dreif. Einnig sáust 20 mm.
sprengjubrot, sem sýndu að Þjóð
verjarnir höfðu þó leitast við
að verja bækistöð sína.
Það sem flugvélarnar ekki
Æfiminning
Sigurður Jóhannson
Sú sorgarfregn barst þeim
hjónunum, Mr. og Mrs. Ingó'lf-
ur E. Johannson í Riverton, Man.,
að sonur þeirra Sigurður hefði
gerðu, höfðu þýz'ku nazistarnir fallið yfir Frakklandi þann 23.
gert. Öll hús eyjarinnar höfðu ágúst s. 1.
verið brend. Fyrst í stað rugl-
aði sú staðreynd landgönguliðið,
að þótt flest tæki bækistöðvar-
innar hefði verið eyðilögð var
annað efni óhreyft. Eftir vand-
lega leit fundu þeir óskemda
einkennisbúninga og annan
klæðnað og mikið af matvöru,
þar á meðal danskt smjör. Og
einnig sáu þeir, að þótt vélar
og önnur tæki virtust ónýt, við
fyrstu sýn, myndi góður raffræð-
ingur geta komið þeim í lag, á
skömmum tíma. Þjóðverjarnir
höfðu augsýnilega ætlast til þess,
að könnunarflugvélar eða fá-
menn landgöngusveit álitu bæki
stöðina gjöreydda, og yfirgæfu
hana þess vegna án frekan at-
hugunar.
Um kvöldið fór landgönguliðið
um borð í Northland, en C. C.
von Paulsen, kapteinn, kaus að
dvelja í ströndinni yfir nóttina,
ásamlf tveim mönnum öðrum, til
þess að halda áfram lfeitinni.
Leitarskilyrði voru ágæt, þar eð
nú var bjart allan sólarhringinn.
En strandvarnarliðsmennirnir
þrír vissu lítið um það, að þessa
nótt komust þeir í hann krapp-
an.
Seinni hluta næsta dags, varð
einum strandvarnarliðsmann-
anna heldur hverft við, þegar
hann heyrði fornfálegan gramo-
fón garga þýíkan söng. Þegar
hann athugaði þetta nánar,
fann hann þýzkan liðsforingja-
lækni að nafni Dr. Rudolph
Sennse — þar sem hann sat
hreyfingarlaus á kletti, með
grammofón í fanginu og hand-
sprengju í hendinni.
Þegar hann hafði gefist ,upp,
sagði Dr. Sennse þeim, að hann
hefði mist hunda sína og sleða nið
ur í jökulsprungu og þegar
hann hefði komist til herbúða
sinna, hefði það eins verið til
þess að finna amerísku tjöldin
á ströndinni. Reiður mjög hefði
hann síðan leitað að vopni til
þess að greiða með síðasta högg-
ið fyrir föðurlandið, en aðeins
fundið eina handsprengju. Hann
fékk aldrei tækifæri til þess að
nota hana, þar eð von Paulsen
og félagar komu aldrei nógu
nærri honum.
Áður en herflokkurinn yfirgaf
bækistöðina fékk hann frekari
sannanir fyrir því, að einhverjir
hinna þýzku innrásarmanna
væru enn á lífi. Meðfram strönd-
inni fundu þeir gúmmíbát og
stálkassa með handsprengjum í.
Á pappaspjald voru skrifuð
skilaboð á þýzku, sem greini-
lega höfðu verið ætluð Dr.
Sennse. Þar stóð: “Þú veist,
hvert við höfum farið.” Þar var
einnig nákvæmt kort, sem á voru
merktir þeir staðir, þar sem mat-
ur og skotfæri hafði verið fal-
ið á.
Daginn eftir var síðan unnið að
því að grafa birgðir þessar upp,
en það voru radíóloftskeytatæki,
handsprengjur, riflar, skotfæri,
niðursoðinn matur og hlýr fatn-
aður. Flugvélar frá Northland
kannaði svæðið mjög vandlega,
Sigurður Jóhannson var fædd-
ur 28. jan. 1921 í Árborg, Man.
Hann fluttist til Riverton ásamt
foreldrum sínum fyrir fimtán ár-
um síðan, þar , gekk hann á
barnaskóla og háskóla og lauk
þar námi úr ellefta bekk.
Hann gerðist sjálfboðaliði í
canadiska hernum fyrir tæpum
tveimur árum síðan, fór yfir til
Evrópu í fyrra, fór með innrásar-
hernum til Frakklands og féll
23. ágúst. Hann var Corporal í
liðsveit sinni.
Aldur þessa unga manns varð
ekki langur og saga hans ekki
löng. Eins og þúsundir annara
ungra manna hverfur hann af
sjónarsviði þessa lífs á unglings-
aldri. En þótt æfisagan sé stutt
þá er hún engu að síður merki-
leg. Hann tók þátt í, og féll í
þeirri baráttu, sem ætíð hefir
verið háð af beztu mönnum kyn-
slóðanna. Baráttunni fyrir hug-
sjón frelsis og réttlætis á þess-
ari jörð, svo að aðrir mættu lifa
frjálsir við kúgun og ofbeldi,
harðstjórn og illvilja.
Kunningjar og vinir Sigurðar
Johannsonar munu minnast hans
og sakna. Hann var góður ung-
lingur, vingjarnlegur í framkomu
og glaðlyndur, vel skynsamur og
gott mannsefni. En sárastur harm
ur er kveðinn að systkinum hans
og foreldrum. Hann var foreldr-
um sínum góður sonur. Er það
eitt til marks um ræktarsemi
hans, hve oft hann skrifaði
mömmu sinni, til að láta hana
vita hvernig sér liði og gengi, og
létti þannig áhyggjur hennar,
sem eðlilega voru þungar, í því-
líkri hættu, sem hún vissi hann
staddan.
Alt sem hún og faðir hans
eiga eftir er minningin um ást-
kæra drenginn, sem þau höfðu
tengt svo margar vonir við. Þær
vonir eru dánar með honum, en
minningin lifir og sú huggun, að
þótt sagan hans væri stutt var
hún göfug.
E. J. Melan.
svo að Þjóðverjar hafa falið sig
vel, ef þeir hafa verið á lífi.
Allan tímann, sem herliðið
dvaldi í bækistöðinni, voru þýzk-
ar flugvélar á sveimi þar fyrir
ofan. En þær gerðu enga árás,
voru sennilega ekki nógu margar.
Ameríkumennirnir dvöldu í
bækistöðinni þar til matarþirgðir
skipsins voru þrotnar, en héldu
þá heim á leið.
Bæði Northland og North Star
festust í ísnum á leiðinni, en
tókst þó loks að ná örugglega
í höfn. Heyrðist þá einn her-
mannanna varpa öndinni fegin
samlega og segja: “Jæja, þá er
það búið”. En eina athugasemd
skipshafnarinnar var “E-mo-gah”
— sem á grænlensku þýðir
“kannske”.
Lesb. Mbl.
Minni kvenna
Flutt á samkomu 'veturinn 1943
af Árna Björnssyni, kennara á
Reistará, í Eyjafirði.
Merkur heimspekingur hefic
látið svo um mælt, að rithöfund-
ar spilli öllu því, sem þeir rita
um.
Væri nú þetta svo um rithöf-
undana, mundi ekki vera fjarri
lagi að álykta þannig, að þeir,
sem takast á hendur, að tala um
eitt eða annað, og oft án þess
að kryfja það til mergjar að
nokkru ráði, myndu fremur
spilla en bæta.
Það vakti mér því enga þæg-
indatilfinningu, þegar þessi um-
mæli hins mikla spekings rifj-
uðust upp fyrir mér, er eg fór að
hugsa um, hvað eg skyldi segja
hér í kvöld um kvenfólkið, sem
eg hafði verið beðinn að minnast.
Hjá mér vöknuðu spurningar
um, hvort eg mundi nú spilla
fyrir sjálfum mér eða öðrum
gagnvart kvenfólkinu, eða hvort
eg mundi spilla því sjálfu bók-
staflega talað. — Hvort eg mundi
e. t. v. skapa eitthvert ástand,
sem máske væri ennþá athuga-
verðara en það sem fyrir er.
— Og í huganum heimskaði eg
sjálfan mig fyrir, að hafa nokkru
sinni látið mér til hugar koma
að tala um konur, því eg fann
að það var allt annað en að tala
við þær. — Og hvernig átti eg
svo að tala um konurnar. Átti eg
að tala um nútímakonuna, eins
og henni er stundum lýst: mál-
aða og klipta, lausklædda og
léttfætta, trítlandi og támjúka,
ástleitna og til alls búna, eink-
um þess, sem karllegt er, án þess
þó að það sé ætíð karlmannlegt.
— Eða átti eg að tala um mið-
aldakonuna: fátæka og frost-
bólgna, raunamædda og rétt-
lausa, bogna og beygða, andlega
og líkamlega? — Eða var ekki
réttast að tala um fornkonurnar,
eins og sögurnar lýsa þeim —
þeim helstu — stórbrotnum og
sterkum, djörfum og drenglynd-
um, hugprúðum og hraustum í
hættum og mannraunum.
En var þetta ekki — þegar
betur var að gáð, sama persón-
an? Var ekki insti kjarninn sá
sami, þótt trú og venjur aldanna
hefðu breytt hinu ytra? — Skyldi
litla stúlkan á söguöld ekki hafa
átt svipaðar þrár til þess að lifa
og njóta eins og litla stúlkan í
dag? Átti hún ekki löngun til
þess að vera frjáls við leiki og
störf. Heillaðist ekki hugur henn-
ar af fegurð og gleði þá, eins og
nú? Kom hún ekki hrifin af
unaði síns takmarðaða skilnings
og barnslegu drauma, léttstíg
eins og sólargeisli á straumgára
og þráði að vefja sig að fangi
föður og móður, eða fóstru, sæl
á sál og líkama af bernskunnar
himnesku dýrð? — Hafði hún
ekki þörf fyrir hluttekningu og
alúð, þegar litla hjartað titraði
af sorg og tárin hrundu þung og
þétt, alveg eins og litla stúlkan
okkar í dag?
Og hvað á eg að segja um
æskumeyjuna? Er hún ekki á öll
um öldum lík? Átti hún ekki á
sögu- og miðöldum sömu þrár
og sömu drauma eins og nútíma
stúlkan unga? — Hún var þá' að
vísu bundin ýmiskonar erfða-
venjum, sem á margan hátt tak
mörkuðu frelsi hennar og fóru
svo oft í bága við það, sem hug-
ur hennar stóð til. En hin insta
þrá hennar til lífsins hefur áreið-
anlega verið svipuð þá eins og
þrá ungu stúlkunnar í dag. Sál
hennar dreymdi þá og dreymir
enn um alt það fegursta, sem að
nokkru leyti vitsmunir hennar,
en þó einkum tilfinningar henn-
ar, sjá hilla undir í litskrúða
heillandi fjarlægðar.
Og þessar sýnir og þessir
draumar spegla sál hennar í
bliki blárra hvarma og brosi um
rjóða vör. — Þeir voru eins og
geislaþræðir, sem lágu frá
hjartanu út í umhverfið, lýstu.
það og yljuðu, en í brennidepli
allra þessara geisla stóð ein vera,
goðborin og glæsileg, jafnvel þótt
hún væri tötrum búin, og^hún
ein átti allar leiðir að hjarta
hinnar ungu meyjar. — Og þessi
vera var og er enn í dag karl-
maðurinn. — Skyldu ekki sorgir
og vonbrigði, svik og óhamingja
verka eitthvað líkt á konuhjart-
að á hvaða öld sem það slær?
— Nei, unga stúlkan er ekki
stórum öðruvísi nú en hún hefir
verið á öllum öldum, að öðru
leyti en því, að nú er hún frjáls,
en ekki hnept í fjötra, sem mein-
ar henni að lifa eins og hugur og
hjarta þráir. En frelsið leggur-
henni, eins og öllum öðrum,
skyldur á herðar, sem ekki
verða sniðgengnar nema til þess,
að afleiðingarnar verði böl, and-
leg og líkamleg ánauð. — En
hverjir kunna að þræða þann
gullna meðalveg, sem liggur
milli frelsis og ánauðar? Verður
ekki of mörgum fótaskortur á
þeirri mjóu skör, þegar hillingar
daumblárra undraíanda blasa við
á aðra hlið, en hamrar hins ís-
kalda veruleika á hina?
Og nú kemur ein spurning
enn. Hvernig var og hvernig er
hin fullþroska kona? Eiginkon-
an og móðirin. Er hún eitthvað
öðruvísi í dag en áður fyr? Eru
ekki þeir eiginleikar, sem mestu
ráða um áhrif hennar og fram-
komu, þe'ir sömu og áður?
Br^nna ekki eldar móðurást-
arinnar enn í 'dag jafnskært og
hlýtt í sál hennar og fyr? Birtist
ekki guðseðli hennar þar enn
Frh. á bls. 7.
Phone 49 469
Radio Service Specialists
ELECTRONIC
LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST., WINNIPEG
MANITOBA FISHERIES
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovttch, framkv.st).
Verzla I heUdsölu meö nýjan og
írosinn fisk.
3ð3 OWENA ST.
Skrifstofusími 25 355
Heimasími 55 463
Blóm slundvíslega afgreidd
THt
ROSERY
StofnaB 1905
427 Portage Ave.
Winnipeg.
LTD.
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
S. M. Backman, Sec.
Keystone Fisheries
Limited
404 Scott Block
Wholesale Distributors
FRESH AND FROZEN
of
FISH
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D.
%
íslenzkur lyfsali
Pólk getur pantaS méöul
annaö meö pösti.
Fljöt afgreiösla.
og
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENtJE BLDG., WPG.
•
Fasteignasalar. Leigja hös. Ot-
vega penlngalán og eldsábyrgö.
bifreiðaábyrgö, o. s. frv.
Phone 26 821
TELEPHONE 96 010
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Avcountants
1103 McARTHUR BUILDING
WINNIPEG, CANADA
Legsleinar
sem skara framúr
Orvals blágrýti
og Manitoba marmarl
SkrifiO eftir verOskrd
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
DR. A. BLONDAL
Physician & Surgeon
802 MEDICAL ARTS BLDG.
Slmi 22 296
Heimilí: 108 Chataway
Slmi 61 028
Frá vini
'CS
>tiulios -Ctdo
»d PhotoouwhicOujamiatumTh Cmada
*>HONE
96 647
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors of
Fresh and Frozen Fish.
311 Chambers St.
Office Phone 86 661.
Res Phone 73 917.
Office Phone
88 033
Res. Phone
72 409
Dr. L. A. Sigurdson
166 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
ANDREWS, ANDREWS
THORVALDSON AND
EGGERTSON
LögfræOingar
209 Bank of Nova Scotia Bld*.
Portage og Garry St.
Sími 98 291
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
606 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 202 398
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRCST8
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith 8t.
PHONE 26 545 WINNÍFÖÖ
A. S. BARDAL
(48 SHERBROOK ST.
Selur Ukkistur og annast um flt-
farir. Allur útbflnaöur sá bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvaröa og legstelna.
Skrifstoíu talslml 86 607
Heimilis talslmi 26 444
DR. ROBERT BLACK
Sérfræöingur I Augna, Eyrna, nef
og hálssjúkdómum
416 Medieal Arts Building,
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 22 251
Heimasími 42 154
Dr. S. J. Johann®sson
215 RUBY STREET
(Betnt suöur af Banning)
Talslml 30 877
Viötalstlmi 3—5 e. h.
GUNDRY & PYMORE LTD.
Brltish Quality — Fish Netttag
60 VICTORIA STREET
Phone 98 211
Winnipeg
Manager, T. R. TBORVALDBOM
Your patronage will be
appreciated