Lögberg - 28.09.1944, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1944
r
lúgberg
* Gefið út hvern firntudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR DÖGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Dimited, 695 Sargent Avenue
Wlnnipeg, ManitoDa
PHONE 86 327
í andlegri nálægð
við ísland
Klukkan á slaginu sjö á sunnudagskvöldið,
vorum við ferðafélagarnir frá Winnipeg komnir
til Waldorff Astoria hótelsins, sem talið er
glæsilegasta hótel New York borgar' og eiga
mun fáa sína líka, þó leitað sé í víðri veröld;
og víst er um það, að gott þótti mér um að lit-
ast, er inn úr anddyrinu kom, þó annað lægi
mér þyngra á hjarta en amerískir skýjakljúfar,
þótt stórfenglegir séu að vísu, og beri áræðnum
anda og hagri hönd fagurt vitni; eg var ekki
í neinum efa um erindi mitt til þessar fögru
borgar; það var aðeins eitt, eða með öðrum
orðum það, að koma til fundar við íslenzka
vini bæði heiman af íslandi og víðsvegar úr
þessu mikla meginlandi; andlitin á flugvellin-
urp fyr um daginn, stóðu ljóslifandi fyrir hug-
^skotssjónum mínum, og nú átti eg von á að
hitta fleiri vini og stofna til kunningsskapar
við konur og menn, er eg aldrei áður hafði
augum litið; eg hlakkaði til þess að heilsa hinum
virðulega forseta íslenzka lýðveldisins í annað
skiptið sama daginn og eiga þá kost á að tala
við hann vitund meira; þetta lánaðist mér, og
mun mér slíkt seint úr minni líða.
Áður en veizla sú hin virðulega, sem Dr. Helgi
P. Briem og frú hans höfðu boðið til, hófst, fór
fram móttökuathöfn, þar sem gestir voru kynt-
ir, eða kynntu sig sjálfir, eftir því sem atvikin
höguðu því til; var þar gnótt margvíslegrar
hressingar, svo hvorki skorti gleði né góðan
fagnað. Eftir að eg hafði heilsað hinum tignu
gestum af íslandi, heyrði eg sagt með styrkri
og karlmannlegri rödd: “Einar, nú er langt síð-
an fundum okkar hefir borið saman; þökk fyrir
síðast. Konan mín hefir matarást á þér.” Eg
hugsaði með sjálfvun mér að matarást væri þó
skömminni til skárri en engin ást. Maðurinn
sem ávarpaði mig var Dr. Sveinbjörn Johnson,
aldavinur minn, prófessor í lögvísi við háskól-
ann í Illinois; er hann glæsimenni hið mesta,
og hverjum manni háttprúðari; kona Svein-
björns er af amerískum og norrænum ættum,
fædd, ef mig minnir rétt, í Minnesota-ríkinu;
hún er hin“ elskuverðasta kona, sem ber órofa-
tryggð til íslands og íslenzku þjóðarinnar; hún
hafði veður af því hvað maður hennar sagði
við mig, og sagðist enn ekki vera búin að gleyma
blessuðu skyrinu, sem eg í tveimur heimsókn-
um þeirra hjóna til Winnipeg hefði verið svo
vænn að gæða þeim á. Dr. Sveinbjörn er sjald-
gæfur vinnuvíkingur;; hann hefir verið dóms-
málaráðherra í North Dakota og dómari í
hæztarétti þess ríkis, prófessor við háskólann
í Illinois, haft með höindum ábyrgðarmikil
vandastörf fyrir Bandaríkjastjórn, og leitar nú
í haust kosningar til dómsmálaráðherraembættis
í hinu afarfjölmenna Illinois-ríkis af hálfu
Demokrata. Sveinbjörn ann Islandi hugástum;
hann hefir samið bækur, auk fjölda ritgerða, og
nú hefir hann lagt síðasta smiðshöggið á þýð-
inguna af hinni fornfrægu lögbók, Grágás, af
íslenzku á enska tungu.
Er hér var komið sögu, varð það mitt næsta
hlutskipti, að taka í hendina á brosleitum og
tígulegum manni, er eg fljótt bar kennsl á; þessi
maður var Garðar stórkaupmaður Gíslason, og
nú var orðið langt um liðið frá því, er fundum
okkar síðast bar saman; eg hafði ógleymanlega
ánægju af að endurnýja við hann kunnings-
skap og kynnast hinni gjörfulegu konu hans,
sem er ítölsk óperusöngkona af ítölskum aðals-
ættum; eftir þetta bar fundum okkar daglega
saman þann stutta tíma, sem eg dvaldi í New
York.
Víðfrægasti íslendingur, sem nú er uppi, er
vafalaust Dr. Vilhjálmur Stefánsson; þó skoðan-
ir íslendinga séu með mörgum og mismunandi
háttum, þá skiptast þær naumast um það; marg-
þætt vísindastarfsemi hans er fyrir löngu við-
urkend vítt um heim, og ritsnilli hans að mak-
leikum rómuð; það þurfti enginn að kynna okk-
ur hvorn fyrir öðrum; fundum okkar hafði oft
borið saman í Winnipeg, þar sem við höfðum
spjallað saman um eitt og annað, og það um
harla fjarskyld efni; eg hafði ósegjanlega ánægju
af því að hitta hann í þessum glæsilega hóp
gamalla og nýrra vina, og það því fremur sem
hann var nú eigi lengur maður einsamall, held-
ur hafði staðfest ráð sitt eins og eg og fleiri
góðir menn;; hann kynnti mig þegar konu sinni,
og varð mér það meira fagnaðarefni, en skýrt
verði frá í fáum ferðaminningabrotum; frú
Stefánsson er amerísk að ætt og enn á bezta
aldurskeiði; hún er óvenju fögur kona, víð-
mennt og prúð í fasi; hún ann hljómlist, en
gefur sig meira við ritstörfum; eg átti því láni
að fagna, að eiga við hana oftar en einu sinni
þó nokkurt viðtal; þau Dr. Vilhjálmur og hans
elskuverða frú sýndu mér þann innileik í við-
móti, er seint fyrnist yfir.
Eitthvert hugboð hafði eg um það, að það
ætti fyrir mér að liggja í þessari óvæntu æfin-
týraferð minni til New York, að fá að heilsa
upp á Halldór Hermannsson bókavörð við
Fiske-safnið og prófessor við Cornell háskólann,
þenna hógláta, en laun-spaugsama fræðaþul, og
þó hann hefði aldrei annað unnið sér til helgi
á vettvangi bókmenntanna en semja og gefa
út Islandica í öll þessi ár, mundi það eitt hafa
nægt til þess að halda nafni hans lengi á lofti;
mér hafði borist til eyrna í fyrra, að heilsu
hans væri ekki sem allra bezt farið, en þeim
. mun meiri fögnuð vakti það í sál minni, er eg
nú hitti hann þarna brosandi og karlmannleg-
an, með eld æskunnar í augum og miklu ung-
legri ásýndum, en hliðstæður árafjöldi svip-
merkir margan samferðamanninn; eg hafði einu
sinni hitt Dr. Halldór áður, en það var, er hann
endur fyrir löngu, flutti ræðu á íslendingadegi
í Winnipeg.
Lögberg og Heimskringla standa í djúpri þakk
arskuld við Dr. Stefán Einarsson, prófessor við
Johns Hopkin háskólann í Baltimore fyrir and-
legt örlæti hans við þau bæði jafnt; hann hefir,
síðan hann kom til Vesturheims, sent þeim
fjölda ritgerða og pistla, er fallið hafa í frjóva
jörð hjá lesendum blaðanna; mér hafði lengi
leikið hugur á að kynnast honum persónulega,
og nú hafði tækifærið með óvæntum atburðum
borist upp í hendurnar. Dr. Briem hafði skýrt
mér frá því, að við Dr. Stefán ættum að vera
sessunautar í veizlunni, og þótti mér þá hnífur
minn koma í feitt. Dr. Stefán er austfirzkur að
uppruna, og fanst mér þegar sem hann í raun-
inni bæri það utan á sér; hann er fjörugur,
spaugsamur eða jafnvel meira en það; hann
trúir á Þórberg Þórðarson, og skoðar hann ó-
missandi í bókmenntum samtíðar vorrar; en
hann trúir vitaskuld á fleira en þenna penna-
postula; mér virtist Dr. Stefán manna líftrúað-
astur, framgjarn hugsæismaður með óbilandi
trú á sigurmátt íslenzks þjóðernis í þess orðs
sönnustu og beztu merkingu.
Þegar María Markan dvaldi hjá okkur hér í
borginni og dáleiddi okkur með sinni óviðjafn-
anlegu rödd og sinni næmu tóntúlkun, var eg
vitaskuld einn í þeirra hópi, er dáðu persónuleik
hennar og sjaldgæfa raddfegurð, og þegar hún
fór, hafði eg ekkert hugboð um það, hvort
fundum okkar mundi nokkuru sinni bera saman
á ný eða ekki; en nú kom hún. í þessari and-
ránni brosandi á móti mér, bauð mig hjartan-
lega velkominn og kynnti mig hinum háttprúða
og drengilega manni sínum, hr. Georg Östlund
rafmagnsverkfræðing; eg var gagnkunnugur
foreldrum hans frá því eg var unglingur, er þau
voru á Seyðisfirði, og seinna í Revkjavík; það
væri synd að segja að ekki sópaði að þeim
Maríu og Georg, þar sem þau koma fram hlið
við hlið.-----
Nú var komið að þeim tíma, er gengið skyldi
til borðs, og báðu þau Dr. Briem pg frú gesti
sína að koma sér fyrir við veizluborðin í þeirri
röð, sem ætlast hefði verið til; bað Dr. Briem
þá séra Valdimar J. Eylands að flytja borð-
bæn, en að því loknu bauð aðalræðismaður
velkominn, forseta íslands, utanríkisráðherra,
sendiherrahjónin frá Washington og aðra gesti;
flutti hann mál sitt af miklu fjöri og krydd-
aði það með fyndni.
Yfir borðum flaug mér í hug vísa Breið-
fjörðs:
Veiztu vinur hvar
verðug lofdýrðar,
( gestrisnin á guðastóli situr?
m
Yfir þessari veglegu og ríkmannlegu veizlu,
hvíldi hressandi blær hinnar sanníslenzku gest-
risni þar sem allir voru eins og heima hjá sér,
en þá er hámarki gestrisninnar náð.
Vegna þess hve Bjarni Guðmundsson biaða-
fulltrúi utanríkisráðuneytisins, lýsti skilmerki-
lega hér í blaðinu þessu virðulega veizluhaldi
þeirra aðalræðismannshjónanna, vil eg ekki eiga
það á hættu, að veikja greinargerð hans með ó-
þörfum endurtekningum, en endurtek þökk
mína til þeirra fyrir boðið og ástúðlegar við-
tökur af þeirra hálfu; komið var framundir
miðnætti, er þessum eftirminnilega mannfagn-
aði sleit.
Þetta áminsta veizlukvöld var eftirminnilega
fagurt, og nóttin var stjörnubjört; yfir borginni
miklu hvíldi dulrænn friður; eg sneri á ljós-
unum, er eg kom inn í íbúð mína á hótelinu, en
slökti þau aftur og litaðist um frá stórum glugg-
anum; á festingunni tindruðu stjörnurnar —
draumur guðs — og blönduðust á draumrænan
hátt Ijóshafi risaborgarinnar, er deplaði miijón-
um rafaugna í hvaða átt sem litið var. Eg vissi
að eg var í órafjarlægð frá ættlandi mínu, en
til hinnar andlegu nálægðar við Island fann eg
í þetta skipti ef til vill ljósar en nokkru sinni
fyr, einn og aleinn í vestrænni næturkyrðinni.
Frh.
Frá sjónarmiði
málarans
Ejtir Ingþór Sigurbjörnsson,
málarameistara
Það var tilviljun ein, sem réði
því, að eg byrjaði á að mála.
Eg ætlaði ekki að fást við slíkt
nema eitt sumar, eingöngu í sam-
bandi við húsasmíðar, því að þar,
sem eg ólst upp, var litið svo á,
að sami maður ætti að vera fær
um að vinna hvert einasta hand-
tak að smíði húss, frá því að
grafið var fyrir grunni og þar
til húsið væri fullgert. Lítið
hafði eg séð af málarastarfsemi,
ef undanskilið er, að tvisvar—
þrisvar sá eg dregið yfir nýjan
panel, en víða í sveitum liðu þá
bæir og hús svo undir lok, að
þau höfðu aldrei verið máluð.
Vindur og regn fóru miskunar-
lausum herskildi um glugga og
hurðir og anað óvarið tré, þar
til þar var eigi lengur um neitt
viðnám að ræða, og fyrr en varði,
urðu húsin næsta lítils virði.
Nú er viðhorfið gerbreytt. Nú
vita allir, að það er ekki einungis
fegurðarauki að mála hús, held-
ur bráðnauðsynlegt til þess að
verja þau skemmdum. Glugga
þarf að mála að utan annað eða
þriðja hvert ár og bárujárnsþök
eigi sjaldnar, ef vel á að vera.
Það mun mála sannast, að enda
þótt dýrt sé að mála, er þó enn
dýrara að mála ekki. Það er
dýr sparnaður að láta járn ryðga
og tré fúna.
Brátt skildist mér, að málara-
iðn og húsasmíði er tvennt ólíkt.
“Vaninn skapar listina,” og því
víðfeðmara starfsvið sem hver
einstaklingur tælur sér á sviði
iðnaðarins, þeim mun minni
leikni öðlast hann í hverri grein.
Heyrt hef eg menn segja, að
málning innan húss sé ekki ann-
að en eintómt “pjatt”. Fæstir
munu þó nú orðið telja, að svo
sé, en virða þó misjafnlega.
Margir virða mest einangrunar-
gildi málningarinnar, aðrir þrifn
aðarauka hennar. “Til hvers eruð
þið að þessu?” er oft sagt við
málara, þegar þeir eru að
“spartla”. Og ekki er laust við,
að sumum húseigendum þyki nóg
um, ef “spartlaður” er aftur og
aftur sami flöturinn við hverja
málningarumferð.
Gildir bændur hafa stappað
stálinu í þá, sem byggju við
fleytingsþýfi að slá það hiklaust
með vél, og mundi það þá slétt-
ast smám saman af sjálfu sér! Sé
málning á veggjum hnúskótt,
fleiðrast hún við hreingerningar
eins og þýfið undan vélinni. En
séu veggir og loft vandlega mál-
uð og lökkuð, verður hreingern-
ingin leikur einn.
Gamall bóndi í átthögum mín-
um snéri sér ávallt við í hnakkn-
um, er hann reið heiman að og
horfði með ánægju á hvítmáluð
þilin, er sómdu sér næsta vel í
grænkunni á sumrin. Svo mun
mörgum bændum fara nú á dög-.
um. Menn eru fræddir um allt
milli himins og jarðar í blöðum,
bókum og útvarpi nú á dögum.
En hefur ekki flestum öðrum en
þeim, er framleiða og selja máln-
ingarvöru, láðzt að fræða al-
menning um nauðsyn þess að
mála húsin sín. Ýmsar lánsstofn-
anir gera þá kröfu, að veðsettum
eignum sé vel við haldið, en ekki
þekki eg dæmi þess, að litið sé
eftir því, að slíku sé framfylgt
að því, er snertir málningu. Bún-
aðarfélag Islands hvatti bændur
hér á árunum til að mála hús
sín með því að útyega þeim
málningarefni með betri kjörum
en almennt gerðist, en samhliða
því hefðu þurft að fylgja leið-
beiningar iðnlærðra málara.
Eftir því, sem umhverfið er
fegurra og snyrtilegra, batnar-
umgengni manna og fegurðar-
smekkur þeirra þroskast. Litaval
er ávallt smekksatriði, en að
mála er brýn nauðsyn, til þess
að ryð og fúi eyðileggi ekki á
fáum árum það, sem reist var
með ærnum kostnaði og kröfum
þeirra, sem húsin eiga að ræsta,
sé ekki sóað að óþörfu.
Samtíðin.
Þjóðhátíðarminning
Íslendinga í
Winnipeg
Nefndin er stóð fyrir og undir-
bjó hátíðahöldin í Winnipeg í til-
efni af lýðveldisstofnun íslands,
17. júní s. 1., vill votta alúðar
þakklæti þeim mörgu sem að-
stoðuðu hana við hið margþætta
starf.
Eins og kunnugt er var haldin
vegleg og fjölmenn samkoma í
Fyrstu lút. kirkju, föstudaginn
16. júní. Á laugardaginn þann
17. var minningarathöfn við
Jóns Sigurðssonar myndastytt-
una sem stendur við Manitoba
þinghúsið, og blómsveigur lagð-
ur við styttuna. Þá um kveldið
var útvarpað frá C. B. C. Wmni-
peg yfir Canadian Broadcasting
kerfið frá hafi til hafs.
Nefndarmenn höfðu þá tilfinn-
ingu að skemtilegt og tilhlýði-
legt væri að Islendingar ættu
kost á að njóta þessa mikla dags
og taka þátt í hátíðahöldum öll-
um þeim að kostnaðarlausu. Og
það er sérstakt gleðiefni að svo
tókst að ráðstafa málinu að mögu
legt varð að koma í framkvæmd
þessu áformi.
Þó er auðskilið að kostnaður
hefði orðið allmikill ef flest þau
félög og einstaklingar sem hjálp-
uðu við undirbúning hefðu ekki
látið í té aðstoð sína án borgun-
ar.
Fyrst ber að þakka Canadian
Broadcasting Corporation sem
sýndi íslendingum þann sóma að
hjálpa til að undirbúa og út-
varpa 30 mínútna skemtiskrá í
virðingarskyni við íslenzku þjóð
ina. Nefndin vottar þakklæti öll-
um sem tóku þátt í skemtiskrá,
ræðumönnum, skáldum, söng-
flokki, söngstjóra, Mr. S. Sig-
urðson og spilurum, Missses
Agnes og Snjólaug Sigurðson.
Einnig þakkar hún safnaðar-
nefnd Fyrstu lút. kirkju fyrir
lán á kirkjunni; íslenzku blöð-
unum fyrir auglýsinga starf; og
Mr. W. S. Jonasson og Keystone
Fisheries fyrir flutning á hljóð-
færum.
Þá vill nefndin ekki láta hjá
líða, að þakka frú Kristínu John-
son, 109 Garfield St., fyrir henn-
ar ötulu aðstoð við það að halda
til haga þeim söngheftum, sem
notuð voru við söngæfingar, sem
og það, að tilkynna meðlimum
söngflokksins söngæfingar.
Einnig eiga skilið þakkir þeir
sem lögðu til peninga til að
greiða þann kostnað sem var
óhjákvæmilegur, en það voru
Jón Sigurdson félagið, er gaf
blómsveiginn, Icelandic Canadi-
an Club, og einstakir meðlimir
nefndarinnar.
Ennfremur þakkar nefndin öll-
um þeim, sem heiðruðu ísland
með því að taka þátt í hátíða-
höldunum, og lætur í ljósi
ánægju sína yfir því að allir
hjálpuðust að til þess að gera
hátíðisdag íslands minnisstæðan
í hugum Winnipeg-Islendinga.
Fyrir hönd nefndarinnar,
HólmfríÖur Danielson,
skrifari.
“Lengi mun hans
lifa rödd”
Með skömmu millibili hafa
Danir og Norðmenn mist tvö
ágætustu skáld sín og þá menn,
sem öllum öðrum fremur héldu
hátt merki frelsisins og hikuðu
ekki við að láta skýrt og af-
dráttarlaust í ljósi skoðanir sínar
á atferli kúgaranna. Þessir menn
voru jafnframt, hvor með sinni
þjóð, þau leikritaskáld, sem mest
hafði farið orð af á síðasta ára-
tugi. Nöfnin þarf ekki. að nefna,
því að allir íslendingar þekkja
af afspurn Nordahl Grieg og Kai
Munk.
Sá fyrnefndi fórst í loftárás á
Berlín 2.-3. desember síðastliðinn.
En fráfall hans var ekki gert
heyrum kunnugt fyr en nú um
síðustu mánaðarmót, því að ekki
þótti útilokað að hann hefði kom
ist líifs af og væri nú fangi Þjóð-
verja. Sú von er úti og Nordahl
er eigi talinri í lifenda tölu fram-
ar.
Dauða Kai Munk bar að hönd-
um á þann hátt, sem svo vel lýs-
ir innræti og aðferð kúgarans.
Hann var tekinn á heimili sínu
um hánótt, farið með hann út
á akur og þar var hann skotinn.
Kai Munk fanst liðinn þarna
daginn eftir, myrtur í náttmyrkr-
inu af myrkravöldum nasismans.
Báðir féllu þeir skáldin á akri
ærunnar — ærens mark —. Og
báðir hafa þeir með dauða sínum
eins og með lífi sínu skráð nöfn
sín í sögu þjóða sinna með letri
sem aldrei máist.
Nordahl Grieg var Bergenbúi
að ætt og uppruna, fæddur fyrir
41 ári. Sem unglingur réðist hann
í siglingar og fór um flest höf
jarðar meðal annars í langferð
austur um Kyrrahaf, sem stóð á
annað ár. — Eftir þá ferð reit
hann fyrstu skáldsöfuna sína,
“Skipet gar videre”, raunsæa lýs-
ingu á lífi sjómannsins, sem
sumum fanst máluð of sterkum
litum. En hún var lesin mikið,
sú bók, en hinsvegar voru marg-
ir foreldrar kvíðnari en áður við
að láta syni sína í siglingar, eftir
að þau höfðu lesið hana. Hafi
bókin ekki orðið til að afla hon-
um vinsælda, þá verður hið and-
stæða sagt um þá ljóðabók hans,
sem frægust er í Noregi. “Norge
í vare hjertér”, sem geymir
margt af því fegursta, sem þetta
skáld raunsæis og andagiftar hef
ir eftir sig látið.
Grieg hafði mikinn áhuga fyr-
ir leiklist og leikritagerð. Hann
var blaðamaður um skeið, lengst
af hjá Tidens Tegn, og í þeim
pniBi:ii
nniBinn
nmiiimfi
Samkeppni nútímans
krefst sérmentunar
Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða,
krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf
hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalífsins,
og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun-
inni óumflýjanleg.
Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn-
ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir
nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir,
sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til
skrifstofu LÖGBERGS
695 Sargent Avenue, Winnipeg
og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig!
iiiimiiin