Lögberg


Lögberg - 28.09.1944, Qupperneq 5

Lögberg - 28.09.1944, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1944 5 erindum kom hann hingað á Al- þingishátíðina 1930. Nokkrum ár- um síðar fór hann fyrir T. T. austur til Kína, og skrifaði frétta bréf frá styrjöldinni þar. Og eftir þá ferð skrifaði hann leik- ritið “Barrabas”, sem hann læt- ur gerast í Kína. Meiri athygli vakti leikritið “Nederlaget”, sem gerist í París eftir 1870. En full- um sigri náði hann með leikrit- inu “Var ære og vor makt”, sem gerist í síðustu heimsstyrjöld og kemur óvægilega við kaun ýms, sem Nordahl þóttist sjá á lands- mönnum sínum. Því að hann var jafnan róttækur í skoðunum og gat birst í líki refsi andans eigi síður en sem ljóðrænn túlkari svo af bar. Nordahl Grieg var í 6. hersveit inni norsku, sem kvödd var til að taka að sér landamæravörslu í Norður-Noregi þegar Rússar réðust inn í Finnland. Var þetta eina hersveitin, sem var undir vopnum er Þjóðverjar réðust á Noreg og snerist hún þegar til varnar. Grieg tók því þátt í vörn Noregs þá tvo mánuði vorsins 1940, er hún stóð þar í landi og fór síðan til Englands. Þá um vorið orkti hann hið ódauðlega ljóð sitt um 17. maí, sem var einskonar heróp hinnar frjálsu þjóðar, sem nú gat eigi dregið fána sinn að hún á þjóðardegi sínum. — Síðan hefir hann jafn- an verið við norska herinn, bæði hér á landi og annarsstaðar, og ritaði m. a. mörg fréttabréf héð- an í “Norsk Tidend” og hafa ýms þeirra verið birt á íslenzku. Þeg- ar hann féll frá var ný ljóðabók í prentun eftir hann hér á landi. Og hér dvelur nú kona hans frú Gerd Grieg; hin ágæta leikkona, sem nú verður að þola þann harm, fjærri ættjörð sinni og ættingjum, að verða að sjá á bak eiginmanni sínum. — Kai Munk prestur í Vedersö var minna kunnur hér á landi en Nordahl Grieg, enda hafði hann aldrei hingað komið. En hér í út- varpinu hefir fólk fengið að kynnast starfi hans að nokkru, þar á meðal leikritunum “Orðið” og “Niels Ebbesen”. Hann var fyrst og fremst leikritaskáld og tvímælalaust hið fremsta í þeirri röð í Danmörku á síðari árum. Bæði “Cant” og “Han som sidder ved Smelledigelen” hlutu af- ar mikla frægð á Norðurlönd- um. Hann var trúmaður mikill, en fór oft aðrar leiðir en sam- ferðamenn hans, jafn frumlegur og hann var í skoðunum og hafði viðhorf, sem ólíkt var flestra annara. Og hann var ódeigur bardagamaður, er þorði að horf- ast í augu við hvað sem var og lét aldrei hætturnar aftra sér frá að segja skoðun sína á hverju sem var. Eftir hernámið var hann hinn ódeigasti forsvars- maður dansks þjóðernis heima í Danmörku og hikaði ekki við að taka djúpt í árinni og vera ber- orður um aðfarir kúgaranna, hvort heldur var af prédikunar- stólnum né í leikritum sínum, eins og þeir hafa kynst, sem heyrt hafa leikinn um hina gömlu þjóðhetju Niels Ebbesen. Þá ber- sögli hefir hann nú orðið að gjalda með lífi sínu og blóði. “Lengi mun hans lifa rödd”, stendur í kvæði Jónasar Hall- grímssonar.^ Rödd þessara tveggja manna mun lifa lengi með frænd þjóðum okkar og enda um öll Norðurlönd og víðar. Þeir urðu báðir skammlífir, dóu báðir á besta skeiði. Og víst er um það, að þó að þeim hefði enst aldur í samræmi við lífsþroska, þá hefðu þeir báðir orðið langlífir í löndum sínum eftir dauðann. En þó að styrjöld og kúgun hafi stytt þeim aldur, þá hafa atburð- irnir af fráfalli þeirra hinsvegar orðið til þess að gera minningu þeirra ódauðlega. — Orð þeirra lifa og verða leiftrandi leiðarljós frelsishugarins í Danmörku og Noregi um ókomnar aldir. Fálkinn. Minningarorð Helga Runólfson Þann 24. apríl s. 1., andaðist að Betel, Gimli, Man., aldurhnigin íslenzk kona, Mrs. Helga Run- ólfson. Hún hafði verið til heim- ilis að Betel frá því í des. 1934, unað vel hag sínum og oftast notið sæmilegrar heilsu. En 19. apríl veiktist hún alvarlega, missti brátt meðvitund, og fékk hægt andlát eftir fimm daga. Helga sál. var fædd 19. ágúst 1866, að Flögu í Breiðdal, S,- Múlasýslu á Islandi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jóhannes Gunnlaugsson og Valgerður Finn bogadóttir, sem þar bjuggu. Faðir hennar dó árið 1876, en ekkjan hélt áfram búskap að Flögu, þar til árið 1885. Þegar Jóhannes bóndi dó voru börn þeirra hjóna öll á unga aldri: Þorfinnur 14 ára, Helga 10, Kristbjörg 8 og Jón 5 ára. Þegar móðir hennar hætti búskap, fór Helga til frænda síns, Einars G'íslasonar alþingismanns, sem bjó á Höskuldsstöðum í Breið- dal, og dvaldi þar í tvö ár, þá fór hún til Vesturheims með móður sinni og bræðrurp — syst- ir hennar kom vestur fimm ár- um síðar. — I Winnipeg vahn Helga fyrir sér sem saumakona, þótti afbragðs vel að sér í sinni iðn, og eignaðist vini hvar sem hún kynntist. Þann 28. júní 1891, giftist Helga Birni Runólfssyni, frá Þorvaldsstöðum í Skriðdal. Hann vann jafnan í þjónustu C.P.R. járnbrautarfélagsins, fyrst í bæn um Manitou, en flutti til Wpg. árið 1892, og keypti húsið 752 Pacific Ave. Þar bjuggu þau hjón in þar til Björn dó, 19. apríl 1933, og þar var Helga ein þar til hún flutti að Betel sem þegar er getið. Þau Björn og Helga áttu engin börn, en ólu upp sem sína eigin dóttir, Margréti Reykjalín, Mrs. J. M. Harvey Jr., 144 Oakwood Ave., Winnipeg. Móðirin, sem var vinkona Helgu, dó frá tveim ungum dætrum. Helga tók strax þá yngri, og reyndist henni sem bezta móðir. Enda auðsýndi Margrét tryggð og ástúð í hví- vetna, sinni góðu fósturmóðir. Heimili þeirra Björns og Helgu var svo gestrisið og hjálp- samt, sem bezt mátti verða, — skyldum og kunnugum var vel- komið að koma og vera, einmitt á þeim árurn, sem landar þeirra þurftu þess rnest með. Þar var greiðasemi fram yfir það sem almennt gerist, og þar var gott að koma. Björn var greindur, og ræðinn vel, á meðan hann hafði heilsu. Helga skemtileg og góð og móðurleg. Hún var félagslynd mjög; var um langt skeið óþreytandi starfs- maður í stúkunni Heklu, og síð- an heiðursmeðlimur til æfiloka. Einnig vann hún af mestu alúð fyrir Red Cross og I.O.D.E. á meðan á fyrstu styrjöldinni stóð, 1914—’18. — Þessi nettvaxna og fríða en hógláta kona, afkastaði miklu hvar sem hún beitti þreki sínu, og var trygglyndur vinur til hinztu stundar, hvar sem hún tók því. Þeir eru margir sem minnast og sakna. Auk fósturdóttur hennar lifa Helgu sál. tvö af systkinum hennar, Kristbjörg Martin, og Jón Breiðdal, bæði að Baldur, Man. Húskveðja fór fram á Betel, en séra Sigurður Ólafsson stýrði, en útfararathöfnin var haldin hjá Bardals í Winnipeg undir forustu séra Valdimars J. Eylands. Seattle, 17. sept 1‘44. Jakbína Johnson. DÁNARFREGN Laugardaginn þann 16. sept., lézt að Calder, Sask., merkis- og myndarkonan Sýgurlaug Þor- steinsdóttir Einarson, kona Jó- hannesar Einarsonar í grend við Calder. Faðir Sigurlaugar var Þor- steinn á Grýtubakka. Grýtubakki er anexia frá Höfða í Höfða- hverfi. Þorsteinn var vel kunnur myndarmaður. Kveðjuathöfnin fór .fram á þremur heimilum Sigurlaugar, þar sem hún hafði dvalið síð- ustu árin hjá dóttur sinni, Elínu Egiljon í Calder, og að heimili þeirra hjóna, þar sem hún beitti kröftum sínum og atorku ásamt manni sínum í full fimtíu ár, og síðast í kirkju Lögbergssafnaðar á hinu andlega heimili Sigur- laugar, sem er í grend við heim- ili þeirra hjóna. Var Sigurlaug lífið og sálin í starfi Lögbergs safnaðar meðan til vanst. Jarðarförin fór fram þ. 18. s. m., að viðstöddu mörgu fólki, fjær og nær aðkomnu, og af ýms- um þjóðflokkum. Séra S. S. Christopherson kvaddi hana til moldar ásamt Rev. Bay í Calder. Hvílir hún í grafreit Lögbergs safnaðar. Sigurlaug skilur eftir auk manns síns tíu börn fulltíða, og ástvini aðra marga. Blöð Norðurlands eru beðin að geta þessarar dánarfregnar. Sá maður hefur öðlazt mestan þroska í lífinu, sem hefir þjáðst mest andlega og líkamlega og sigrazt á þjáningum sínum. Hann mun að öðru jöfnu hafa öðlazt dýpri skilning á tilverunni en aðrir menn. Dr. Harry Emerson Fosdick. Þreyta stafar ekki alltaf af lasleika né af of miklu starfi^ heldur af röngum lifnaðarhátt- um. C. T. Rae. Guðrún Árnadóttir Helgason Fædd 6. ágúst 1854 Dáin 10. okt. 1943 Guðrún Árandóttir Helgason Guðrún Árnadóttir Helgason var fædd 6. ágúst 1854 að Þjófs- nesi í Presthólahreppi í Norður Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru, Árni Guðmundsson og Sigurbjörg Jónsdóttir. Guðrún kom til Canada 1883. Giftist hún þá Jósep Helgasyni, bónda í Argyle. Jósep dó 1912. Hann var ættaður úr Norður Þingeyj arsýslu. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau Jósep í Argyle, en fluttu síðar norður til Birds Island, eyjar í Manitoba-vatni. En árið 1897 fluttu þau í þessa bygð, sem nú er nefnd Big Point. Þau eignuðust 4 börn og eru 3 af þeim enn á lífi. Nöfn þeirra eru: Árni Soffanías, nú dáinn. Hólmfríður Júlíana, gift C. F. Lindal, kjötsala að Langruth, Man. Guðmundur Frímann, sem býr hér í bygð á föðurleifð sinni, giftur Björgu Guðmundsdóttur. Margrét Sigurbjörg, gift A. J. Johnson, að Lonely Lake, P.O. Man. Einnig ólu þau hjón upp 2 fósturbörn. Heita þau Kristín Lilja Jóhannesdóttir Kárdal, Ár- nes, Man. og Stefán Thorarins- son, Innisfail, Alta. Þeim Jósep og Guðrúnu bún- aðist vel, og komu þau börnum sínum vel á legg, sem öll voru mannvænleg og vel gefin. Guðrún var dugnaðar og elju kona, gestrisin og hjálpsöm, og átti marga vini, en engan óvin. Hún tilheyrði lúterskri kirkju til hins síðasta. Guðrún var jafnan heilsugóð fram á síðustu árin og náði háum aldri, — varð rúmra 89 ára þeg- ar hún dó. Guðrún var kona fríð sýnum, bláeygð og ljóshærð, fremur smávaxin, kvik á fæti og fljót bæði í hugsun og öllum hreyf- ingum, glaðlynd og ræðin. Hún dó 10. október 1943 og var jarðsett í grafreit Herðubreiðar safnaðar, að viðstöddu marg- menni, og jarðsungin af séra V. J. Eylands. Nú er hennar langa ævi liðin, og syrgir hana samtíðarfólk hennar, með hlýjum endurminn- ingum um gofuga og vel látna heiðurskonu af hinum eldra, ís- lenzka kynstofni þessa vors nýja fósturlands. Fyrir hönd ástvinanna. S. B. B. HELGASON GUÐRÚN Á. í kærleikanum varstu stór og sterk, þú stöðu þinnar gjörðir skylduverk. þín móðurást var heilög geislaglóð, sem gjörði lífið bjart fyrir mann og jóð. Þú sorgir þínar barst með hetjuhug, er höfgi sorgalífsins vék á bug. í nágrenninu varstu vegur sá, sem vinasnauðir gátu reitt sig á. Þitt vinnuþrek var aðal auðlegð þín, ’og ágóðinn, það ljos er fegurst skín á sviði lífsins — háleit hugar-þrá, að hjálpa og líkna þegar mest á lá. Svo far þú vel og sofðu sætt og rótt! En senn rís morgunn eftir langa nótt. Þó burtför þín sé þínum vinum sár, er þakkarvottur — góðra vina tár. . S. B. Benedictsscm. HaFIÐ þér komið á uppboð, komist í æsingu yfir því að bjóða í ... og orðið uppboðsáróðri að bráð? Stríðstíma ástæður geta skapað uppboðsáróður, sé þeim leyft það. Á öllu er þurð. Fleiri og fleiri vilja bjóða í. En ... ef verð hækkar ... missa dollarar okkar eitthvað af gildi. Jafnvel nauðsynjar yrði ekki unt að kaupa. Hvers virði eru peningar ef dýrtíð eykst. Hvað gagnar aukin umsetning ef rekstrarkostnaður eykst von úr viti. + Hvað hagnast bóndinn, ef hækkað búnaðarverð leiðir seinna til kreppu og lækkandi verðs. Vér stöndum hvorki að fullu straum af stríðssókninni, né verðum viðbúnir átökum eftir stríðið, nema vér höldum sanngjörnu jafnvægi á verðlagi. Bjóðið ekki á móti sjálfum yður. Búist til varnar og haldið virkinu! petta er ein af auglýsingum Canadastjórnar, sem leggur áherzlu á hve mikilvœgt það sé, að fyrirbyggja hœkk- un lífsframfœrslu nú, og vcrðþenslu seinna.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.