Lögberg - 28.09.1944, Page 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. SEPTEMBER, 1944
Dómar mannanna I
Eftir A Sergeant
“Það er ekki óhugsandi að frú Sittard hafi
verið eitthvað skyld þér; hún var jómfrú Morri-
son, áður en hún giftist, og tilheyrði stór-
göfugri fjölskyldu.”
“Nei, eg er ekkert í ætt við hana,” svaraði
Dora. Hún hugsaði að hún væri ekki að segja
ósatt með þessu, því hún mundi ekki kalla sig
skyldmenni foreldra sinna, í þeirri merkingu,
sem frú Oldenbruch meinti.
“Það þykir mér vænt um að heyra,” skaut
frú Wolrich inn í “Það er ærulaust hyski. Mér
hefur altaf gramist að bróðir minn skyldi vera
kunningi hennar.”
Frú Oldenrich roðnaði í andliti, og er hún
næstum bað afsökunar á því sem hún hafði
sagt, sagði hún við Doru:
“Eg get fullvissað þig, kæra frú Harkort, að
frú Sittard var óvenjulega göfug og elskuleg
kona, og á þeirri tíð var enginn skuggi á mann-
orði mannsins hennar, þvert á móti. hann var
héiðarlegur maður. Seinna auðvitað — vesa-
lings maðurinn —”
“Eg trúi því ekki að neinn falli svo allt x
einu niður í djúp svívirðingar,” sagði frú Wol-
rich, kuldalega, “það ætti að vera hverri skin-
berandi manneskju auðvelt að sjá fantinn í
gegnum yfirborðs og uppgerðar heiðarlegheit.
Það er langt síðan að eg heyrði að margar mikils
virtar persónur höfðu ótrú á Júlíusi Sittard, og
það meðan hann var í allri sinni velgengni.”
“Eg er áreiðanlega ekki ein af þeim,” sagði
frú Oldenbruch, í ákveðnum róm. “Mér var vel
Jcunnugt um, að Hr. Sittard, var mjög yndis-
legur maður, og konan hans var mér eins kær
og hún væri systir mín.”
í sjálfu sér hafði frú Oldenrich aldrei haft
mikið álit á Hr. Sittard, en löngunin til að mót-
mæla frú Wolrieh réði betur.
Á leiðinni heim til sín, sagði frú Oldenrich
við manninn sinn.
“Vesalings frú Horst leit eitthvað svo fjarska
ófarsældarlega út, eins og við værum að tala
last um náinn ættingja hennar, eða kærasta
vin. Eg get ekki varist að trúa því, að hún
sé í ætt við frú Sittard, þó hún vilji ekki viður-
kenna það. Föðurnafnið er það sama, eg man
að Minnie Morrison talaði oft um Doru móður-
systur sína .— þær eru skyldar, þú mátt vrea
alveg viss um það John.”
“Ef þær eru skyldar, væri bezt fyrir þig að
tala ekki meira um það,” sagði presturinn.
“Harkort hefur líklega sagt konunni sinni að
hann vildi ekki minnast á það, og vesalings
konan hefur ekki vitað hvernig hún átti að
snúa sér út úr þessu tali. Þú veist að það er
enginn heiður að tilheyra fjölskyldu Júlíusar
Sittard.”
“Já vesalings unga frúin, eg vildi óska að
hún bæri traust til mín,” sagði frú Oldenrich,
með dálitlum ákafa. “Þú getur ekki hugsað
þér, hvað hún er lík vesalings Minnie Morri-
son. Við þurfum ekki að fjarlægjast Sittards,
eins og við gerðum. Eg veit einu sinni ekki
hvort þau eignuðust dóttir.”
“Við vorum ekki nógu stór til að hafa kunn-
ingsskap við Júlíus Sittard,” sagði Hr. Olden-
rich. “En eg held að Hr. Harkort hafi verið
álitinn nógu stór til að vera í hans félagsskap.
Hann hafði son hans í skrifstofunni sinni.”
“Ég vil ekki tala meir um þetta,” sagði frú
Oldenrich. “Eg kenni í brjósti um frú Harkort,
hvað hún leit aumkunarlega út.”
Þar með féll þetta samtal niður milli hjón-
anna.
Frú Wolrich hafði einnig veitt því eftirtekt
í hvaða ráðaleysi Dora komst, en hafði minni
samhygð með henni en frú Oldenrich. Hún
gerði sér strax þá ímyndun, að það væri eitt-
hvað ekki með feldu, í sambandi við Doru, þar
sem hún hafði ekki sagt neitt um uppvaxtar
ár sín og foreldra.
Daginn eftir, klukkan ellefu, kom frú Wol-
rich. Hún sagðist bara hafa komið til að líta
snöggvast inn, því hún hefði átt leið framhjá
húsinu, en í raun og veru kom hún til að yfir-
heyra Doru, því daginn áður veigraði hún sér
við að spyrja hana í áheyrn Theresu.
“Eg er komin kæra Dora mín,” byrjaði hún,
“til að spjalla við þig ofurlitla stund, Það voru
svo margir gestir hér í gær, að það var ekkert
tækifæri til þess. Og þar sem þú ert nú kona
bróður míns, vildi eg gjarnan reyna að vera
þér til hjálpar. Get eg ekki gefið þér einhver
ráð og bendingar, sem þér geta komið að gagni
í hús- og heimilishaldi þínu?”
“Eg þakka þér fyrir, en eg held að eg þurfi
þess ekki,” svaraði Dora. “Við höfum ágæta
matreiðslustúlku, og hún sér um alt húshaldið.”
“Eg hélt að þú værir ekki vön svona um-
svifamikilli hússtjórn.”
“Nei,” sagði Dora í lágum róm, er hún hugs-
aði til heimilis föður síns, sem var þrisvar sinn-
um umfangsmeira, en þetta, og tíu sinnum
skrautlegra.
“Þú hefur líklega verið í skóla, eða mötu-
neytis stofnun þegar faðir þinn dó?” spurði
frú Wolrich ennfremur.
“Eg var í mötuneytisskóla, þar til eg var
komin á átjánda ár.”
“Og svo varstu að fara að sjá fyrir þér sjálf,
var það ekki? Jæja, þú varst heppin að giftast
svona fljótt, og það manni eins og Horst, sem
er stórauðugur og er í-mjög virðulegri stöðu,
sem þér er sjálfsagt kunnugt. Það er leiðinlegt
að þú ert svo ókunnug í samkvæmis og félags-
lífinu, það verður þér mjög til angurs er þú
þarft að taka á móti vinum mannsins þíns.”
“Eg vona að eg venjist við það,” sagði Dora,
og reyndi að brosa.
“Já, með tíð og tíma kannske. En þangað til
ertu líkleg til að gera allra handa glappaskot.
Til dæmis, þú ert svo skynsöm að misvirða það
ekki við mig, í gær þegar frú Oldenrich var
hér, hagaðir þú þér dálítið óeðlilega. Það var
auðvitað ókurteisi af henni að spyrja þig um,
hvort þú værir í ætt við jafn viðbjóðslegt fólk
eins og Sittards fjölskylduna. Hún hefði átt að
vita að bróðir minn mundi aldrei hafa látið
sér til hugar koma að giftast stúlku af annari
eins glæpafamilíu, en þú þurftir ekki að gera
þig eins vesaldarlega ráðalausa, eins og þú
gerðir, sem engum gat dulist, sem viðstaddir
voru. Manni gat varla annað en komið til hugar,
að þú værir.ein af fjölskyldunni, en vildir reyna
að leyna þvjj*
“Eg er ekki í ætt við það fólk,” svaraði Dora.
“Nei, auðvitað ekki — núna; en hefur kann-
ske verið áður? Ó, eg sé að þú ert aftur að
verða eirðarlaus,” sagði hún og hló hæðnislega.
“Þú hefur kannske gengið í skóla með dætr-
um Sittards, ef hann hefur átt dætur, eða að
þú hefir verið í einhverju ofurlitlu ástabraski
við son Sittards, sem Horst má ekki fá neitt
að vita um? Komdu hérna og meðgángtu að
' eg hafi getið til þess sanna.”
“Nei, langt frá,” svaraði'Dora, eldrauð í and-
liti, og stóð upp. “Ekkert af því sem þú hefir
getið til, hefur átt sér stað. Og ef svo hefði
verið, þá stóð það nær að eg hefði sagt mann-
inum mínum það, en nokkrum öðrum.”
Hún sneri sér frá frú Wolrich og fór að
gráta.
Henni varð nú fullljóst, að leyndarmálið sem
hún hafði dulið fyrir manninum sínum, stóð
nú fyrir augum hennar sem stór glæpur.
“Þú mátt ekki gráta út af þessu, kæra Dora,”
sagði frú Wolrich. “Það er ekki til að taka sér
svo nærri. Eg efast ekki um að þú segir mann-
inum þínum allt eins og er. En þú þarft að
læra að vera stiltari, og halda tilfinningum.
þínum meir í skefjum, því Horst líkar áreiðan-
lega ekki svona barnaleg tilfinningasemi.”
Dora þurkaði tárin úr augunum, og þagði um
stund.
“Eg þakka þér fyrir þessa aðvörun,” sagði
Dora, “en eg held að Horst segi mér til, ef eg
hegða mér ekki eins og vera ber, og eg vil
heldur taka hans leiðbeiningum, en nokkurs
annars. Eigum við ekki að ganga út í garðinn?
Það eru ennþá mörg fögur blóm þar í fullum
blóma.”
Frú Wolrich fylgdist hálf ólundarleg með
Doru út í garðinn, henni fanst sem hún hefði
engan sigur unnið í samtalinu við hana.
Hún bjó sér til allra handana slæmar ímynd-
anir um Doru, sem hún ætlaði sér að segja
Horst, þegar hún næði næst tali af honum
einum.
“Eg vona að þér sé fullkunnugt um fortíð
konunnar þinnar,” sagði frú Wolrich við Horst,
þegar þau mættust.
“Eins kunnugt eins og eg óska eftir að vera.
Hvers vegna spyrðu eftir því?”
“Eg skil ekki framkomu hennar. Þegar frú
Oldenrich var að tala um Sittards fjölskyld-
una, varð hún svo sneypuleg, og skifti litum,
varð stundum blóðrauð í andliti, eða nábleik.
Er hún skyld því syski?”
“Langt frá.” Horst mintist þess þó, þegar
talað var um Sittards í hennar viðurvist, að
hún var ávalt þögul og óglöð.
“Jæja, ef hún er ekki í ætt við Júlíus Sittard,
þá hefur hún verið í nánum kunningsskap við
fjölskyldu hans,” sagði frú Wolrich, með á-
kefð. “Bíddu við; átti gamli fanturinn ekki
son?”
“Jú, Richard Sittard, mjög viðfeldinn ungan
mann.”
“Taktu eftir hvað eg segi, Horst, konan þín
veit meira um Richard Sittard, en hún álítur
hyggilegt að segja þér,” sagði frú Wolrich með
sterkri áherzlu.
20. KAFLl.
Richard sat við skrifborðið sitt, í skrifstofu
verzlunarfélagsins Londals og< Co. Félagar hans
voru farnir út, til morgunverðar, og skrifstofu-
drengirnir voru að taka til á skrifborðunum,
og tína saman pappírsblöð, sem höfðu faliið á
gólfið.
Richard var niðursokkinn í vinnu sína, og
hugsaði ekki um að fara út til að fá sér árbita,
enda fann hann ekki til svengdar. Um morgun-
inn, áður en hann fór í skrifstofuna, hafði hon-
um sinnast við Rósu, og endurminningin um
það hafði rænt hann matarlystinni.
Þar sem hann sat við skrifborðið, var að
skrifa með annari hendinni, en studdi hinni
undir kinn. Hann skrifaði í ákafa án þess að
líta upp frá verki sínu, þá heyrði hann að
ytri hurðinpi var lokið upp, og einhver kom
inn. Því næst var innri hurðin opnuð, svo hann
leit upp, og sá að konan sín stóð við skrif-
borðið hjá sér.
“Rósa!” sagði hann og stóð upp, “hvað ert þú
að gera hingað? Þetta er ekki staður til að tala
saman, um okkar málefni.”
“Ekki það?” spurði hún hryssingslega. “Er
eg svo sem ekki samboðin þér? Þú skammast
þín fyrir mig. Eg veit þó að margir menn mundu
vera stoltir af að eiga aðra eins konu og mig.”
Richard horfði þegjandi á hana. Engin hafði
veitt fríðleik hennar meiri eftirtekt en hann,
en nú var honum engin unun í fegurð hennar.
lengur.
“Er það eitthvað sem þig vanhagar um, Rósa?”
spurði hann.
“Nei. Eg þarf þín ekki með, frekar en þú
mín, en eg þarf peninga.”
“Eg sagði þér í morgun'að eg hefði enga pen-
inga, fyr en næsta borgunardag.”
“Eg trúi því ekki.”
“Rósa, það er best fyrir þig að fara heim.”
“Eg fer ekki án þess að fá peninga,” svaraði
hún þrákelknislega.
“Sjáðu bara, eg hef ekki sagt þér það því
þú hefir gert tal út úr því, en nú skaltu fá að
sjá það. Maðurinn sem kom með þetta bréf,
sagði að það væri reikningur, og nú verður
þú að borga hapn, annars verðum við rekin
út úr húsinu.”
“Hvað ertu að segja?” spurði Richard, er
hann rétti hendina eftir bréfinu. “Eg skulda
ekki neitt.”
“Kannske ekki þú, en konan þín, og þú ættir
að vita að það er það sama. Það er fyrir kram-
vöru og annað smávegis,” sagði Rósa reigings-
lega. “Eg get auðvitað ekki borgað fólkinu,
þegar þú færð mér ekki meiri peninga, .og það
vill auðvitað ekki bíða í það óendanlega.”
Richard horfði steinhissa á reikninginn.
“Fimtíu dollars — Rósa, þú veist að eg get
ekki borgað það,” sagði hann.
“Jæja, fógetinn kemur þá og tekur allt sem
við höfum upp í skuldina.”
“Eg get ekki hjálpað því.”
“Þú verður að fá peninga að láni. Geturðu
ekki fengið fyrirfram borgun hjá forstjóran-
um?”
“Nei, eg vil heldur ekki biðja hann um það.”
“Eg bjóst við því. Þá skal eg gera það, til
þess kom eg.”
“Fyrir alla muni gerðu það ekki,” sagði
Richard. “Ef þú gerðir það, yrði eg samstundis
sviftur stöðu minni hér. Viltu koma okkur al-
gjörlega á vonarvöl.”
“Hvar er þín merkilega systir? Henni mundi
ekki muna um að borga það.”
“Eg vil ekki heldur biðja hana um það.”
“Og faðir þinn, eða vinir hans?”
“Rósa farðu heim, gerðu það fyrir mig. Þú
hefur ekkert hér að gera. Okkur er einungis
leyfilegt að taka á móti mönnum, sem eru í
viðskiptaerindum, hér á skrifstogunni.”
“Kannske að þetta sé ekki viðskipta erindi?
Ef yfirmaður þinn sér mig, geturðu sagt honum
að eg sé hér í viðskipta erindum.”
“Viltu nú ekki gera svo vel og fara.” sagði
Richard, í standandi ráðaleysi með hana.
“Hvað þú ert kaldur, þú varst ekki svona
áður fyr; það mundi engin þekkja þig fyrir
sama mann. Nú spyr eg þig í síðasta sinn, ætl-
arðu að láta mig fá peningana.”
“Nei, eg get það ekki, því eg hefi enga pen-
inga.”
“Þú skalt þá útvegá þér þá í kvöld, annars
verðurðu kannske settur í skuldafangelsi.”
“Nei, það vona eg að ekki verði; en ef það
kemur fyrir, er það heimsku þinni og eyðslu-
semi að kenna,” svaraði Richard. •
“Nú bið eg þig að fara strax, Hr. Tempest
getur nú komið á hverri mínútu.”
“Það gerir ekkert til,” svaraði Rósa. kæru-
leysislega.
“Hver er Hr. Tempest?”
“Það er yfir bókhaldarinn.”
“Eg trúi því ekki, að hann hafi neitt á móti
því, þó eg í mjög áríðandi erindum komi til
að tala við manninn minn. Eg er svo þreytt að
eg verð að hvíla mig dálitla stund. Viltu sækja
mér vatn í glas, Richard. Eg taldi sjálfsagt að
þú mundir borga mér reikninginn, en nú er
eg svo vonsvikin.” Hún sagði þetta í einkenni-
lega breyttum róm.
“Ef þú hefðir sagt mér það áður, hefði eg
kannske getað útvegað peningana, 'en nú er
það of seint, og eg verð að taka afleiðingunum
af því, hverjar sem þær vérða.”
Rósa hafði sest í stól við næsta skrifborð, og
var mjög föl í andliti.
“Náðu mér strax í vatn, það ætlar að líða
yfir mig,” endurtók hún.
Richard fór út í hliðarherbergi, þar sem altaí
var höfð vatnskanna og glös.
Þegar hann kom með vatnið, stóð Rósa við
hans skrifborð og hrifsaði í flýti eitthvað af
blöðum, sem láu á skrifborðinu. Hún virtist
hræðilega breytt, og dró andann hart og snökt,
en hann gat ekki séð hver orsökin til þess var.
Hún tók við glasinu og svolgraði v-atnið, hann
veitti því eftirtekt að hún var skjálfhent.
Hann spurði hana hvort hann ætlaði ekki' að
koma með henni í næsta matsöluhús, en hún
aftók það, og virtist nú eins áköf í að komast
burt úr skrifstofunni, sem hún var áður, að
vera þar.
Richard þótti vænt um að hún komst út á
götuna, án þess að samverkamenn hans vissu
að hún hafði verið þar. Þegar þeir komu inn
var hann að skrifa í ákafa, eins og ekkert hefði
komið fyrir; en sumir veittu því eftirtekt að
hann var nábleikur í andliti.
Eftir að Rósa var farin, fór hann að hug^a
um hvort sér væri mögulegt að búa með henni
lengur.
Hún var svo gagnólík honum að eðlisrari og
hugsunarhætti, væri það þá ekki bezt að þau
skildu nú, áður en sambúðin yrði verri? Hann
óttaðist að hann mundi einhverntíma missa
vald yfir sér, og beita hörku við hana, sem
hann svo mundi sjá eftir. Hann hugsaði sér
að gefa henni ávísun á meiri hlutann af laun-
um sínum, og láta sér nægja með eins lítið og
hann með mestu sparsemi gæti komist af með;
hann gæti kannske líka útvegað henni einhverja
stöðu — en að búa lengur saman með henni
van honum ómögulegt.
Einn af yngri skrifstofumönnunum, sem hét
Brandur, hafði snúist á hæl og hnakka að leita
að einhverju á skrifborði sínu, og annara félaga
sinna. Hann fór til Richards, og horfði rann-
sakandi á hann, og spurði með hægð:
“Fórstu út til máltíðar, Morrison?”
“Nei, eg hefi altaf verið hér.”
“Hefur enginn annar en þú verið hér inni í
skrifstofunni.”
“Richard þagði við, en hugsaði að það væri
best að segja eins og var, og sagði:
“Konan mín kom hér inn sem snöggvast, hún
hafði erindi við mig.”
“Konan þín!” sagði Brandur og starði á hann.
“Eg vissi ekki að þú værir giftur, Morrison.
Jæja, það stendur á sama, svo það hefur þá
enginn komið hér inn, sem þú þekkir ekki?”
“Nei, eg hefi sagt þér það. En hvað meinar
þú,” spurði Richard, hálf ergilega.
“Hvað meinar það? Líttu yfir pappírana á
skrifborðinu þínu, hvort ekki hefur í einhverju
ógáti lent á því bankaávísun? Það var óafsak-
anlegt kæruleysi af mér, að eg lét hana liggja
á skrifborðinu mínu, þegar eg fór út til að
borða, og nú er hún horfin.”
“Peningaávísun?”
“Já, ávísun upp á tíu sterlingspund,” svaraði
Brandur lágt.
“Talaðu ekki um það, Tempest gamli veit
ekki um það ennþá. Hann heldur að eg hafi
mist minnisblað, með einhverjum útreikning-
um á, eða því um líku. En ef eg get ekki
fundið ávísunina verð eg að láta hann vita um
það.”
“Eg er viss um að þú finnur hana í blöðun-
um á skrifborðinu þínu, þegar þú leitar betur
í þeim. En leitaðu hér í mínum skúffum og
pappírum, eins og þú vilt,” og Richard færði sig
til, svo að Brandur gæti sem best leitað meðal
lausra blaða sem voru á skrifborðinu.
“Nei, hún er ekki hér. Hefur alls enginn
ókunnugur komið hér inn, meðan eg var í
burtu.”
“Eg var hér meðan þú varst í burtu,” svaraði
Richard, hreinskilnislega. “Eg vona að þú kqnn-
ir mér ekki um þetta.”
Hann var sjáanlega í hugaræsingu og talaði
hærra en áður. Brand ypti öxlum og gekk að
skrifborðinu sínu.
Þessi tíu punda ávísun hafði verið fengin
honum í sérstökum tilgangi, og hann vissi, að
hann hafði gjört sig sekan í ófyrirgefanlegu
kæruleysi, í að láta hana líggja á skrifborðinu
fyrir allra augum.
En hvað gat hafa orðið af henni? Það var
undarlegt að hún skyldi hverfa. Til allrar ham-
ingju hafði hann skrifað hjá sér númerið á
henni; hann gat ekki gert annað en segja frá
missinum og gera bankanum aðvart.
Hr. Tempest, hinn strangi og óbilgjarni yfir-
bókari, fór strax til forstjórans, og sagði honum
hvað hafði skeð. Eins og vesalings Brand hafði
búist við, var ausið yfir hann skömmum í nær
því hálfan klukkutíma; þjónn var sendur með
hraðskeyti til Englands banka, til að tilkynna
þeim missirinn. Svo var snúist að Richard, með
hlýfðarlausri yfirheyrslu. Hvað hann hefði
gjört? Hvað hann hefði verið að hugsa um,
að líta ekki eftir hver kom inn? Hverjum hann
hefði leyft að koma þar inn o. s. frv.
“Eg vona Hr. Landal, að eg og konan bín,
séum laus við alla grunsemi,” svaraði hann
einarðlega.