Lögberg - 18.01.1945, Side 1

Lögberg - 18.01.1945, Side 1
Hin risavaxna innrás á Luzon KVADDUR TIL PRESTSÞJÓN- USTU I VANCOUVER Séra Haráldur Sigmar, D.D. Janúar hefti tímaritsins Our Parish Messenger, sem séra V. J- Eylands er ritstjóri að, læt- ur þess getið, að Dr. Haraldur Sigmar: sem gegnt hefir í frek- lega fjórðungsaldar skeið prests- embætti meðal íslenzku safnað- anna í North Dakota, hafi sagt prestakalli sínu þar lausu, og nauni brátt takast á hendur prest þjónustu meðal íslendinga í Vancouver. Dr. Haraldur er forseti Hins Evangeliska lúterska kirkjufél- ags fslendinga í Vesturheimi; hann er hverjum manni vin- sælli, og nýtur hvarvetna virð- iugar og trausts. STANDA HÖLLUM FÆTI 1 burma Brezki herinn hefir veitt Japönum svo þungar búsifjar í Burma upp á síðkastið, að stað- hæft er, að þeir séu nú í óða °un að koma liðsveitum sínum þaðan í burtu; nær þetta eink- Uru, samkvæmt nýjustu fregn- Urn, til japanskra hersveita um sem haft hafa bækistöð um ttúðbik landsins og eins þeirra, r grend við Mandalay. Rétt um það leyti, sem Lög- berg var svo að segja fullbúið til prentunar í fyrri viku, voru að breiðast út fyrstu fregnirnar af hinni risavöxnu innrás Banda- ríkjahersins á Luzon-ey, sem er langstærsta eyjan í Filippseyja klasanum, eða 40,814 fermílur að stærð; var þá stuttlega vikið að þessum mikilvæga hernaðarat- burði í blaðinu, og með því að nú eru nokkru nánari fregnir við hendi, skal frekar frá mál- inu skýrt. Nú er það orðið ljóst af frétt- um frá Pearl Harbor, þann 11. þ. m., að viðbúnaðarinn að á- minstri innrás, stóð yfir í fulla þrjá mánuði; sem einskonar for- spil að innrásinni má telja það, að undanfarnar vikur höfðu amerískar sprengjuflugvélar beint skeytum sínum að hverri einni og einustu flugstöð Jap- ana í nágrenninu, og hverri einni og einustu höfn, er þeir höfðu á valdi sínu í áminstum eyja- klasa, þar sem helzt mátti ætla, að þeir fengi komið við vörn gegn innrásinni á Luzon-ey, eða hamlað framgangi hennar á einhvern hátt. Það liggur í augum uppi, að eftir það að Bandaríkjalhernum lánaðist að vinna fullnaðar sig- ur yfir Japönum á Leyte-eynni, yrði þeim hægara um vik að hefja innrás á Luzon; fyrir þessu höfðu Japanir auðsjáan- lega borið kvíðboga, því mörg- um dögum áður en til innrásar- innar kom, hafði Tokyo útvarpið aðvarað japönsku þjóðina um það, að eitthvað mikið stæði til, sem haft gæti alvarleg áhrif á framvindu Kyrrahafsstríðsins. Nú er það komið á daginn, að um 800 amerísk skip af ýmsum stærðum og tegundum, hafi tek- ið þátt í innrásinni; að ameríska liðið, sem sett var á land á Luzon, hafi að minsta kosti numið 100 þúsundum vígra manna, en að tala sprengjuflugvéla og annara flugvéla hafi, eins og þar stend- ur, numið legíro. Jafnskjótt og Japanir urðu varir við fyrstu skothríðina frá hinum amerísku sædrekum, sem boðuðu lendingu hersins, hypj- uðu þeir sig á brott frá strönd- inni, og verður naumast sagt, að Bandaríkjamenn mættu nokk- urri mótspyrnu, sem teljandi væri, fyrstu fjórar mílurnar inn í landið; fór úr því nokkurs við- náms af hálfu Japana að verða vart, þó eigi yrði það áhrifa- meira en svo, að á fimtudags- morguninn voru hinar ameríksu hersveitir um 20 mílur frá lend- ingarstöðvunum, og voru þá ekki nema um 90 mílur frá Manila. FYHIRHUGAÐAR HEILBRIGÐISRÁÐSTAFANIR Heilbrigðismálaráðherra Mani- toiba-stjórnarinnar, Hon. Ivan Söhultz, flutti útvarpsræðu á miðvikudaginn í fyrri viku, þar sem hann skýrði frá fyrirhug- uðum endurbótum á sviði heil- brigðismálanna, er lytu að því, að veita hverj.u einasta manns- barni innan vébanda fylkisins eins greiðan aðgang að sjúkra- húsum og læknisaðgerðum og framast mætti verða; er Mr. Schultz umhugað um það, að Manitoba verði fyrirmyndar- fylki, að því er til heilbrigðis- málanna kemur. Heilbrigðisráðstafanir þær, er Mr. Schultz gerði að umtals- efni, eru í fjórum meginliðum, og er svo til ætlast, að fylkið standi að miklu leyti straum af rekstrarkostnaðinum. Fyrst má telja ráðstafanir gegn útbreiðslu sjúkdóma; annar lið- ur fjallar um lækningatilraunir við sjúklinga í heimahúsum, á viðtökustofum lækna, eða á sjúkrahúsum í umhverfinu; þessi liður innibindur einnig barns- fæðingar og umönnun mæðra í legunni. Fjórði liðurinn lýtur að því, að tryggja almenningi sjúkra húsvist og læknisaðgerðir, án þess að slíks þurfi um óraveg að leita. ÚTFLUTNINGUR REYKTS SVINAKJÖTS Landbúnaðar ráðuneytið í Ottawa hefir lýst yfir því, að sambandsstjórn sé staðráðin í því, að hlutast til um, að birgðir af reyktu svínakjöti héðan til Bretlands, verði eigi minni í ár, en þær voru í fyrra; þörf brezku þjóðarinnar fyrir þessa fram- leiðslutegund, sé jafnvel brýnni í ár, en nokkru sinni fyr; aí þessu sé það ljóst, hve nauðsyn- legt það sé, að leggja alla hugs- anlega rækt við svínaframleiðslu í Canada á yfirstandandi ári. Ráðuneytið leiðir jafnframt at- hygli að því, að meginhlutinn af kjötframleiðslu Ástralíu og New Zealands, gangi til herja sam- einuðu þjóðanna, sem sæki fram gegn Japönum í baráttunni um yfirráðin á Kyrrahafinu; af þessu telur ráðuneytið það sýnt, að það hljóti að falla Canada í skaut, að birgja Bretland upp með kjöt, að svo miklu leyti sem frekast megi auðið verða. Árið 1944 seldi Canada Bret- um 696 miljónir punda af reyktu svínakjöti, auk annara kjötteg- unda. Fallinn í átríðinu—fluttur Keim í stríði fallinn, heim var hann til hennar fluttur — bleikur nár. sem steini lostin starði hún, en stundi ei né feldi tár. Með hjartað fult af hluttekning þar hópur meyja þyrptist nær: “Að gráta, Mknin eina er, því annars deyr hún”, sögðu þær. Þær yfir honum lásu lof, og ljúfmál sagði þessi og hin að óvin göfgri áldrei gat og enginn þekti trúrri vin. Svo stóð upp ein og stefndi beint að staðnum þar sem hvíldi nár, og svifti andits blæju burt. — Hún bærðist ei né feldi tár. En níræð kona völuvölt, sem veikum hafði líknað oft, á fætur reis, í fang sér tók einn fríðan svein og hóf á loft. Og sveininn litla setti hún með sólskins brosi á móður hné. — Þess minst er enn, hve mikið var og máttugt sporið, sem hún sté. Að hjarta sínu viðkvæmt, veikt er vafði móðir barnið hans, hún sagði, og lengi — lengi grét: “Eg lifi að koma þér til manns!” Sig Júl. Jóhannesson. Vegna meinlegs línurugls, er þetta kvæði endurprentað hér. S.J.J. VINNUR AFREK Fl. Lt. D. C. Henrickson Þessi ungi og glæsilegi maður, sem myndin er af, var fyrir skömmu sæmdur Distinguished Flying Cross fyrir afreksve'rk á hernaðarflugi yfir Prússlandi; einn mótor flugvélar hans var gerður óstarfhæfur, en með frá- bærri lægni tókst Fl. Lt. Hen- rickson, að koma henni til öruggs lendingarstaðar heima fyrir. Fl. Lt. Henrickson er sonur Mrs. H. G. Henrickson, 977 Dominion St. hér í borginni; áð- ur en hann gekk í flugherinn, gaf hann sig við flugnámi við flugskóla Konnie’s Jóhannesson- ar. 9 GEYSILEG ÁTÖK AF HÁLFU RÚSSA Nú er svo komið, að víst er talið, að Budapest, höfuðborg Ungverjalands, falli Rússum þá og þegar í hendur; hafa Þjóð- verjar sætt þar svo miklu mann- falli, að viðnám þeirra er naum- ast teljandi; þá hafa Rússar og hafið geysilega sókn að austan, sækja þeir að Varsjá úr þrem- ur áttum, og voru komnir um þrjátíu míluf inn í Austur-Prúss- land, er síðast fréttist; þeir hafa einnig sent mikinn fjölda sprengjuflugvéla inn á Silesíu sem næst gengur Ruhr héruð- unum að allskonar náttúrufríð- indum. “Takmarkið er Berlín” segir Stálin. AUKIN HÆTTA FRÁ KAFBÁTUM OG MANN- LAUSUM FLUGVÉLUM Þeir Churchill forsætisráð- herra og Roosevelt forseti, gáfu út samtímis yfirlýsingu í London og Washington þess efnis, að nokkrar líkur væru á, að kaf- bátahernaður möndulveldanna, ásamt auknum árásum hinna mannlausu flugvéla, léti meira til sín taka á næstunni, en marg- an grunaði; fylgdi það sögu, að skipatjón sameinuðu þjóðanna í desember mánuði síðastliðnum, hefði nokkuð farið í vöxt; lögð var á það sterk áherzla í áminstri yfirlýsingu, hve brýn nauðsyn væri enn á öruggri skipafýlgd yfir heimshöfin. CAN ADAMENN HERÐA ÁSÓKN Að því er nýjustu fregnir frá Rómaborg herma, hefir sá hluti canadiska hersins, sem er í sam- starfi við hið 8. herfylki Breta á ítalíu, hert mjög á sókn, und- angenginn viku tírna, hjá Reno ánni, og á þeirri spildu, sem skilur Comacchio lónið frá Adríáhafinu. Canadamenn hafa tekið allmargt þýzkra fanga á áminstum vígstöðvum, og eru margir þeirra úr þýzka setulið- inu í Noregi. SLAKAR EKKI TIL UM HÁRSBREIDD Mr. Churchill hefir í bréfi til Aifred Douglas lávarðar, lagt á sað ítrekaða áherzlu, að brezka stjórnin sé staðráðin í því, að halda áfram að viðurkenna pólsku útlegðarstjórnina í Lon- don, sem hina einu, löglegu stjórn Póllands, og það engu síður fyrir það, þó Rússland hafi þegar viðurkennt hina svo- kölluðu Lublin nefnd, sem nú fer með völd í hinum endur- frelsuðu bygðarlögum landsins. Ekki tjáist Mr. Churchill því mótfallinn, að smávægilegar breytingar yrðu gerðar á landa- mærum Póllands, svo fremi, að ójóðin haldi óskertu sjálfstæði sínu. ÍSLENDINGUM í DANMÖRKU LÍÐUR VEL Vegna síðustu atburða í Dan- mörku hefir utanríkisráðuneytið leitað upplýsinga um líðan Is- lendinga bæði í Árósum og ann- arsstaðar í landinu, og hefir i morgun fengið þær fróttir, að öllum íslendingum í Danmörku líði vel. ÍSLENDINGUR FERST AF SLYSFÖRUM I EDINBORG Fregnir hafa borist um það frá ræðismanni íslands í Edin- borg, að Valgarð Ólafsson hafi farist þar í borg í umferðar- slysi. Valgarður var fæddur á Akur- eyri 1897 og var hálfbróðir Ragnars heit. Ólafssonar. Hann hafði verið búsettur í Edinborg um 20 ára skeið og var starfs- maður hjá Charles Mauritzsen, sem margir íslendingar kannast við. Mbl. 18. nóv. VESTMANNAEYINGAR KOMA Á FÓT PRENTSMIÐJU Fyrir skömmu var stofnað í Vestmannaeyjum hlutafélag r þeim tilgangi að koma á fót og starfrækja prentsmiðju. Heitir félagið Eyrún. Hafa forgöngu- rnenn að félagsstofnun þessari mikinn áhuga á að gera vænt- anlega prentsmiðju sem best úr garði, og að hún í hvívetna full- nægi ströngustu kröfum sem til prentsmiðja eru gerðar. Sumt af vélum til prentsmiðj- unnar er þegar komið til lands- ins, en þó munu vart allar vélar komnar fyrr heldur en í byrjun næsta árs, og getur þá væntan- lega prentsmiðjan tekið til starfa í marz n. k. Stjórn hlutafélagsins skipa eftirtaldir menn: Magnús Bergs- son, bakarameistari, Einar Gutt- ormsson læknir, Sigurður Gutt- ormsson, bankaritari, Sv. Guð- mundsson forstjóri og Gísli Gísla son, stórkaupmaður. Mbl 12. nóv. • VARSJÁ FALLIN Rétt ufn þær mundir, sem blaðið var fullbúið til prentiun- ar, bárust mi'kilvægar fregnir á öldum ljósvakans, að hin sögu- fræga höfuðborg Póllands, Var- sjá, væri nú að fullu og öllu í höndum rússneskra hersveita. Joseþh Stalin tilkynnti persónu- lega öllum 'heimi þenna mikla sigur. HEILLAR HLUSTENDUR SINA Miss Agnes Sigurdson Frá hinum heillandi og yndis- legu píanóhljómleik Miss Agnes- ar Sigurdson, sem hún hélt í Winnipeg Auditorium þann 10. þ. m., er umsögn að finna á rit- stjórnarsíðu þessa blaðs. ÁRSÞING Á þriðjudaginn og miðviku- daginn stóð yfir hér í borginni ársþing Liberal samtakanna í Manitoba; var það fjölsótt mjög, og samræmt að öllu, sem þá, er bezt getur. Tveir ráðherrar sam- bandsstjárnar voru mættir á þinginu, þeir Mr. Ilsley og Mr. Crerar; flutti sá fvr nefndi vandaða og íhyglisverða ræðu varðandi framtíð canadisku þjóðarinnar; þingið lýsti ein- róma trausti á forustu þeirra Mr. Kings, og Mr. Stewarts Gar- son, hvors í sínum verkahring. SAMEINUÐU HERIRNIR VINNA ALLS STAÐAR Á Nýjustu fregnir af vesturvíg- stöðvunum bera það með sér, að hersveitir sameinuðu þjóðanna eru rétt í þann veginn að ljúka því verki, að reka innrásarher Nazista í Luxenburg og Belgíu alla leið til baka inn á Þýzka- land. Rúmur mánuður er liðinn frá því er Þjóðverjar hófu sitt nýja leifturstríð á áminstum víg- stöðvum með það fyrir augum, að reyna að splundra ameríska hernum til agna; nú hefir þetta síðasta tiltæki þeirra misheppn- ast með öllu, og snúist upp í tilfinnanlegan ósigur; leifar þýzka hersins, þær er undan komust, leita sér nú halds og trausts í skjóli hinna svonefndu Sigfried varnarvirkja. í ÞJÓNUSTU SAMBANDSSTJÓRNAR Mr. Frank Foulds Samkvæmt tilkynningu frá National War Services ráðu- neytinu í Ottawa þann 13. þ. m., hefir Mr. Frank Foulds verið skipaður forstjóri hinnar svo- nefndu Citizenship deildar.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.