Lögberg - 18.01.1945, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 13. JANÚAR, 1945
3
Churchill og Grikkir
Mikið umtal, og miklar æsing-
ar hafa afskifti Breta af málum
Griklcja vakið, og hefir það um-
tal snúist mest, og þær æsingar
staðið, um Churchill forsætis-
ráðherra.
í þessum æsingum og umtali,
hafa blöð og einstaklingar um
víða veröld tkið þátt, og yfir-
leitt fordæmt framkomu, eða
þátttöku hans í þeim málum.
Og sumir einstaklingarnir og
blöðin farið um hana þeim orð-
um sem furðu hlýtur að vekja
hvers þess manns sem sann-
gjörnum augum vill á það mál'
líta, og sanngjarnan dóm upp
yfir því kveða.
I>að er undur erfitt að tala um
og fella dóm í þessum málum,
fyrir alla þá menn, sem ekki
eru málum þessum nákunnugir,
og öllum kringumstæðum, en
það er almenningur sá sem mest
talar um þau, ekki.
Þjóðin Gríska, er nýleyst úr
herklóm þjóðverja og á að fara
að sjá um sig sjálf.
Margt er bramlað og brotið
heima hjá henni.
Skortur á nauðsynlegustu lífs
þörfum er tilfinnanlegur. Gjald-
miðill þeirra nálega að engu orð-
inn, or erfiðleikarnir rísa himin-
‘háir í hvaða átt sem litið er. En
það sem verra er, og erfiðara
en allt annað: Þjóðin sjálf er
klofin. Tveir harðsnúnir flokk-
ar sækja fram hvor í sínu lagi,
til yfirráða þessa flokka má
nefna hægri- og vinstrimenn.
Konungssinnar og Kommúnista,
sem eg til málsbóta skal nefna
framsóknarsinna.
Þessir flokkar, undir eins og
hinn sameiginlegi óvinur, þjóð-
verjar, eru flæmdir af landi burt,
taka að berast á bana spjótum,
með óseigjanlegu ofríki. Fram-
undan virðist ekkert liggja ann-
að en blóðugt borgarastríð.
Þannig er ástatt á Grikkiandi
þegar Churchill kemur þar til
sögunnar. Hann kemur þangað
til þess að reyna að stilla til
friðar—til þess að leitast við að
sýna Grikkjum fram á, að fram-
tíðar velferð þeirra byggist á
friði og velvild, en ekki á hatri
og óvild; bendir þeim á að fyrsta
sporið sé, að mynda stjórn,
bráðabirgðarstjórn, sem veiti
málum Grikkja forstöðu unz að
þeim tíma komi að þjóðin geti
með almennum kosningum og
á demokratiskann hátt„ valið
sér þá stjórn, sem hún sjálf er
ánægð með, og var sú bending
framkvæmd, stjórnin skipuð, en
Valin að mestu úr flokki kon-
ungssinna, og er Churchill kent
um þetta val, sem framsóknar-
flokkurinn neitaði að viður-
kenna, eða hafa nokkuð við að
gjöra, og herti sem mest hann
gat á sókn sinni á hendur hinnar
uýju stjórnar, og konungssinn-
um. Þegar hér er komið sög-
unni skerst brezki herinn í leik-
inn með stjórninni, og konungs-
sinnum og bardaginn heldur á-
fram með vaxandi ákefð og
hraða. Við sem álengdar stönd-
um, og horfum á þennan ægi-
lega hildarleik, spurjum: Hvern-
ig stendur á þessu? Því þarf
þetta að eiga sér stað, og því
þurftu Bretar að skifta sér nokk-
uð af þessu?
Það væri fásinna af mér að
svara þessum spurningum eins
°g sá sem valdið hefir gæti
svarað þeim, en eitt veit eg, eins
°g allir þeir sem ríokkuð hafa
fyigst með þessum málum vita,
°g það er, að samherjar, einkan-
iega þeir Roosevelt, Stalin og
Churchill, hafa komið sér sam-
an um, að stilla til friðar og
festu á meðal þeirra þjóða sem
þreyttar og þjakaðar hafa slopp-
ið undan valdi og áþján Þjóð-
Verja, og sjá um skipulagning
þeirra á meðal, þangað til þær
eru færar um að sigla sinn eig-
inn sjó. Þessa skyldu höfðu
Bretar tekið að sér að því er
Grikki snertir, með vitund og
samþykki þ e i r r a Stalin og
Roosevelts. Hér var því ekki
um neina framhleypni, eða sín-
girni að ræða, frá hendi Breta.
Churchill segir sjálfur að
Bretar hafi álitið það skyldu
sína, að skerast í leikinn. Menn
spyrja hver sú skylda hafi verið,
og á hvaða hvötum hún hafi
verið byggð, á hvaða skyldu
grundvelli hvílir sú skyldu-
rækni manna, að stilla til friðar,
þegar þeir sjá bræður berjast
með hnúum og hnefum uppá líf
og dauða? Mér finnst dæmi-
sagan um hinn miskunsama
samverja sem batt um sár vesa-
lings mannisins, sem ræningj-
arnir skildu forðum eftir við
veginn ósjálfbjarga, eigi miklu
betur við í þessu sambandi,
heldur en illkynjaðar getgátur
blaða og manna, sem skorta flest
skilyrði til þess að þekkja að-
stæður og ástand þess fólks sém
hér er um að ræða. Þó að gott
sé að vera á verði þegar um
heill og heiður þjóða, eða ein-
staklinga er að tefla, þá meiga
menn ekki sjá satan í hverri
gátt.
Því voru hægriflokks menn,
kðnungssinnar, valdir í stjórn-
ina, en ekki menn úr flokki
vinstri- eða framsóknarmanna
flokknum?
Þeirri spurning get eg ekki
svarað. En til þess geta legið
margar ástæður, aðrar en sín-
girni Churchill og Breta. Menn
vita, að samvinna á milli flokk-
anna var ófáanleg, og því ekki
um sameiginlega stjórn úr báð-
um flokkunum að ræða. Eg
veit ekki 'hvort framsóknar-
flokkurinn var fáanlegur til þess
að mynda stjórn. Eg veit ekki
hvort fram á það hefir verið
farið. En hún var mynduð úr
hinum flokknum, og ætla eg það
sanni nær, að þar hafi verið um
nauðsyn að ræða, frekar en for-
dild, frá hendi Churchill.
Þessi stjórn, hin svonefnda
Papandreau stjórn, varð ekki
langvinn á Grikklandi, sem
heldur var ekki að búast við,—
entist í knappan mánuð, og á-
standið í landinu fór versnandi
með hverjum líðandi degi.
Á jóladaginn síðastliðna xór
Churchill aftur til Grikklands
flugleiðis og utanríkisráöherra
Breta, Anthony Eden með hon-
um. Þeir kölluðu umboðsmenn
allra málsaðila á fund m-~5 sér
daginn eftir að þeir komu til
Grikklands. Fundurinn v a r
haldinn í rúmgóðu óupphituðu
herbergi í Aþenuborg, sem lýst
var með steinolíu luktum. Allir
hlutaðeigendur mættu á tiltekn-
um tíma, nema umboðsmenn
vinstrimanna flokksins, s e m
komu þó eftir nokkra bið. Þeir
voru allir afvopnaðir við dyrn-
ar, hurðinni svo harðlokað og
lykillinn fenginn í hendur vin-
strimönnum til geymslu. Voru
þá mættir umboðsmenn Papan-
dreau stjórnarinnar, umboðs-
menn Vinstri- eða framsóknar-
manna, sendiherra Bandarfkj!r
anna, Lincoln MacVeagh, sendi-
herra Frakka, Jean Batlen, her-
málaeftirlitsmaður Rússa, Greg-
ory Popoff, hermálaforingi
Breta, Sir Harold Alexander,
hershöfðingi Breta í Grikklandi,
Ronald Scobie, Churchill, An-
thony Eden, og erkibiskup Dam-
askinos, sem var fundarstjóri.
Þegar fundarmenn voru loks
komnir til rólegheita, kvaddi
Churchill sqr hljóðs of mælti :
“Eg og Mr. Eden höfum komið
alla þessa leið, þrátt fyrir það,
þó uppihaldslaus bardagi sé
háður í Belgíu og á landamær-
um Þýskalands, að gjöra tilraun
til þess að vernda Grikkland
frá tilfinnanlegri ógæfu. Ofsa-
legur og óvæntur ófriður hefir
risið upp, sem við höfum bland-
ast inní, fyrir þá sök, að við
leitumst við að gjöra skyldu
okkar frá okkar sjónarmiði
skoðað. Þá skyldu erum við
einráðnir í að framkvæma, sam-
vizkusamlega út í ystu æsar.
Við höfum vonast eftir, að
hægt verði að mynda víðtæka
stjórn a Grikklandi, sem þjóðin
sætti sig við, þar til að óháðar
almennar kosningar geta farið
fram í landinu og að vilji þjóð-
arinnar eindreginn geti þannig
komið fram eins ákveðinn, og
við á Englandi eða Bandaríkja-
menn í Ameríku láta vilja okkar
og sinn í ljósi með leyniatkvæð-
um.”
Ekki varð mikið úr samkomu-
lagi á þessum fundi sem stóð
yfir í tvo daga. Fyrri daginn
als ekkert samkomulag, síðari
daginn komu þeir sér saman um
mann til ríkisstjórnar, eða ríkis-
stjóra, því ekki var að tala um,
að vinstrimenn gætu sætt sig
'við konung Grikklands, George
II. Maðurinn sem þeir komu sér
saman um, var Erkibiskup Da-
maskinos, en þegar því sam-
komulagi var náð, var úti um
friðinn, og til þess að varna því,
að menn rykju saman og berð-
ust með hnúum og hnefum, varð
Damaskinos að slíta fundinum.
Afleiðingin af þessum fundi
varð samt sú, að Damaskinos
var kjörinn ríkisstjóri, með sam-
þykki Georges konungs, sem nú
situr í Lundúnum.
Erkibiskupinn tók strax til
starfa. Hann tilkynti öllum
landslýð, að það væri tvent sem
gjöra yrði. Fyrst að mynda
nýja, Jþjóðlega stjórn. Annað:
Binda enda á borgarastríðið.
Þegar hér var komið málum
lagði Papandreau og stjórn hans
niður völdin, en Damaskinos
kvaddi Patríarkann víðkunna,
Nicholas Plastiras, til þess að
mynda nýja stjórn, sem ’ hann
hefir nú gjört. Bauð hann
Vinstrimönnum sæti í þeirri
stjórn, en skilyrði var það, að
þeir leggðu niður vopnin; því
boði hafa þeir hvorki játað, eða
neitað, en halda áfram að berj-
ast. Þeir hafa verið reknir úr
Aþenuborg og héldu þeir þá til
hálendisins, og fjallanna, en
Brezki herinn, ásamt þeim parti
Gríska hersins, er nýju stjórn-
inni fylgir, leita á eftir. Hver
endalokin á þessu verða, getur
enginn séð, eða sagt fyrir nú, og
ekki heldur afleiðingarnar.
J. J. Bíldfell.
SIGURBJÖRN ÞORGRÍMSSON
Eftir F. Hjálmarson
Það var veturinn 1878 sem eg
kyntist þessum Sigurbirni. Þá
var eg á 18. árinu og átti eg
heimili í Þistilfirði. Eg hafði
verið sendur með peninga og
sendibréf t i 1 kaupmannsins,
Þórðar Guðjohnsens í Húsavík,
og var nú kominn á heimleið
þaðan. Eg hafði farið norður
Tjörnesið, gisti hjá bænda höfð-
ingjanum Þórbergi Eiríkssym,
sem þá sjó í bænum Syðritungu
þar á nesinu. Sá bær stendur
undir svo nefndri Tunguheiði.
Þessi heiði deilir þær nágranna
sveitirnar sundur, Tjörnesið að
vestan, enn Kelduhverfið að
austan. Heiðin er 19 hundruð
fet yfir sjó, og um 12 enskar
mílur millum nefndra sveita. Á
henni eiga þessi systkin óðöl sín
og örnefni: Biskupsás, Tungu-
núpur, Gerðibrekka, Spóagil og
Búrfell. Tvö af þessum örnefn-
um eru vondir vágestir í vegi
þeirra sem þurfa að fara þessa
heiði - þau Gerðibrekka og Spóa-
gil. Um brekkuna hefir það
verið sagt, að hún væri svo
brött að uppréttur maður gæti
tekið stein úr henni með munn-
inum. Þessi snarbratta brekka
myndar eystri hlið Biskupsáss-
ins Kelduhverfismegin. Spóa-
gilið liggur upp undir brekkuna
og klýfur alla eystri hlið heið-
arinnar sundur niður að bænum
Fjöllum í Kelduhverfi. Gilið er
alt lukt hengiflugi (hömrum),
dimt eins of haust nótt, og þög-
ull dauði öllu því sem er vængja-
laust. Eina lífsmiskun ferða-
mannsins sem staddur er þar í
haustmyrkri eða vetrar stórhríð,
er straumniðurinn frá dálítilli
áarsprænu sem rennur eftir gil-
inu. En þegar vindur og stór-
hríð, knúin af öflum náttúr-
unnar, strjúka skrokknum á sér
við barma gilsins, liggur þeim
rómur svo miklu hærra enn
straumbjöllu árinnar, að ferða-
maðurinn heyrir ekki aðvöru-
óm hennar; því hefur margur
ferðamaðurinn að sögn, orðið að
líki í Spóagili. Smyrlar, Hauk-
ar, Hrafnar og Ernir, hafa alið
þar kyn sitt frá ómunatíð.
Daginn eftir góða næturgist-
ing, h j á höfðingshjónunum,
Þorbergi Eiríkssyni prests frá
Þóroddsstað í Köldukinn, og
konu hans, Sigríðar Andrés-
dóttir frá bænum Bakka Tjör-
nesi, lagði eg á Tunguheiðina,
Útsýni dagsins faldist þoku-
mekki. Vindur lék af norðaustri,
að vísu ekki mjög frostharður,
enn sogmikill og þungur. Eg
kvaddi Þorberg þar á bæjar
hlaðinu. “Varaðu þig nú á
henni Gerðibrekku, það er sjálf-
sagt harðfenni í henni núna,”
sagði hann, “og svó er nú Spóa-
gilið.—Legðu leið þína sem næst
hlíðinni fyrir sunnan það, og
þá er nú öllu óhætt.” Jörð var
öll undir snjó sem hafði runnið í
hjarn upp úr hlákublota. Mér
gekk vel ferðin yfir heiðina, var
kominn að bænum Fjöllum í
Kelduhverfi löngu fyrir miðdegi,
þar beið eg eftir kaffi og fleiri
góðgerðum hjá ættmennum
Arnljóts Snorrasonar, sem mér
er sagt að nú sé bóndi í bænum
Árborg í Nýja íslandi hér í
Manitoba, (talinn mikill garpur
að kröftum). Frá Fjöllum lagði
eg svo leið mína suðaustur
hverfið. Breidd þeirrar sveitar
er 12 mílur enskar; frá Fjöllum,
til Vaðalseyrar. Við ferjustaðinn
á Jökulsá, við bæinn Ferjubakka
í Axarfir,i. Þarna á eyrina
var eg kominn um það leyti dags
sem birtu tók að bregða. í þá
daga sögðu menn að mér lægi
rómur all hátt, og þótti það
góður kostur á sauðfjársmala á
mínum unglings árum. Nú var
að prófa það þarna á eyrinni
hvort okkar jöklu gæti orgað
hærra í eyru ferjumannsins.
Það voru auðvitað miklu meiri
lýkur til þess, að hún bæri yfir-
gnæfanlegann sigur úr þeim
viðskiftum okkar, því barkinn i
henni var þjóðkunnur, þrotlaus
veraldarhrota, enn eg var frem-
ur lotustuttur og þurfti að draga
andann, þótt eg væri hins vegar
all byljóttur og háróma, meðan
mér entist lotan. Hundur kom
hlaupandi þar frá bænum niður
að ferjustaðnum, og gó ákaft.
Eg held hann hafi verið að
skamma mig fyrir það, að gera
ferjumanninum ónæði. Hann
hefur víst ekki athugað það að
húsbóndi hans fékk peninga
fyrir það að ferja skrokkinn á
mér yfir ána. Næst sá eg að
knálegur og kvikur maður gekk
nigur að ferjunni, hratt henni
út á ána og dró hana í skakka-
togi langt upp með austur bakka
árinnar. Að fáum mínútum
liðnum senti áin ferjuna upp að
eyrinni, eins og dúnfjöður eða
hefilspæni, sem fýkur fyrir
hvössum vindi. Við drógum
ferjuna upp með eyrinni. Farðu
nú uppí bátinn, sagði ferjumað-
urinn; áin og árarnar skila
okkur nú yfir í ferjubásinn
héðann. Ferjumaðurinn var
snoturmennið Árni Brynjólfs-
son, ættaður af Hólsfjöllum í
Norður Þingeyjarsýslu, faðir
merkismannsins Friðriks Fljóz-
dal, og fleiri barna.
“Varstu búinn að bíða lengi
við ferjustaðinn?” spurði Árni.
“Dálitla stund,” svaraði eg,
“það er svo dimt til loftsins núna
að það sást ekki að heiman vest-
ur á eyrina og svo er nú vind-
staðan af norðaustri núna og
ætíð hér um bil ómögulegt að
heyra þó hóað sé, fyrir helvítis
orgunum í henni Jöklu, hefurðu
fengið nokkurn mann í dag?”
spurði eg.
“Já, eg var rétt nýbúinn að
ferja hann Sigurbjörn Þorgríms-
son á Tóvegg hérna í Keldu-
hverfinu, þegar þú kallaðir,”
svaraði Árni.
“Er þetta ekki hann Sigur-
björn, sem sagt er að hlypi upp
tófuna hérna um árið,” spurði eg.
“Jú, það er sami maðurinn,”
svaraði Árni.
“Sá maður er víst fljótir að
hlaupa og hefur víst orðið fræg-
ur fyrir það,” sagði eg.
(Frh. á bls. 7)
Business and Professional Oards
DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson
Physieian & Suryeon 215 RUBT STRBET
«02 MEDICAL arts bldg. (Beint suður af Banning) Talsími 30 877
Sími 93 996 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 028 • ViOtalstíml 3—6 e. h.
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
6 06 SOMERSET BLDQ.
Thelephone 97 932
Home Telephone 202 398
Dr. E. JOHNSON
304 Eveline St. Selkirk
Office hrs.- 2.30—6 P.M.
Phone office 26. Res. 230
Frá vini
Office Phone Res. Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL, ARTS BLDG.
Office Houra: 4 p.m.—6 p.m.
and by appointment
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur i Augna, Eyrna, nef
og hálssjúkdómum
416 Medical Arts Buiiding,
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusimi 93 851
Heimasími 42 154
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknctr
•
40 6 TORONTO GEN. TRC8TS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smlth St.
PHONE 96 952 WINNIPEG
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D.
íslenzkur lyfsali
Fólk getur pantaO meöul og
annaC me8 pósti.
Fljót afgreiCsla.
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur Ukklstur og annast um 4t-
farlr. Allur útbúnaOur sft beitl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarOa og legstelna.
Skrifstofu talsími 27 324
Heimilis talsími 26 444
■7/1 mm
SiuxUos j&W*
Qtrýést PbétoQcaphic OafamyihmTh Canmth
kú
224 Notre Dame-
Þhone
96 647 J5
é
Legsleinar
•em skara framúr
Úrvals blftgrýti
og Manitoba marmarl
SkrifiO eftir verOskrá
GILLIS QUARRIES. LTD.
1400 Spruce St. Sími 28 893
Uon
HALDOR HALDORSON
byggingameistari
23 Music and Art Building
Broadway and Hargrave
Winnipeg, Canada
Phone 93 055
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG., WPG.
•
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalftn og eldsftbyrg#.
bifreiðaftbyrgO, o. s. frv.
Phone 97 538
INSURE your property with
HOME SECURITIES LTD.
468 MAIN ST.
Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr.
Phones Bus. 23 377 Res. 39 433
ANDREWS. ANDREWS
THORVALDSON AND
EGGERTSON
LOgfrœOingar
209 Bank of Nova 8cotla Bld*
Portage og Garry Bt.
Simi #8 291
TELEPHONE 96 018 H. J. PALMASON 8f CO. Chartered Accountanti 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Blóm slundvíslega afgreidd "ROSERY™ Stofnaö 1906 427 Portage Ave. Sími 97 466 Winnipeg.
■ 1
Phone 49 469 Radio Service Specialist* ELEGTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG GUNDRY & PYMORE LTB. British Quality — Fish Netting 60 VICTORIA STREBT Phone 98 211 ■VLnnlpeg Manager, T. R. THORVALDBON ífour patronage wlll b« (.ppreciated
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Sfmi 95 227 Wholesale Distributors of FRB8H AND FROZEN FI8R CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. /. H, Page, Managing Director Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 26 328 Res Phone 73 917.
MANITOBA FISHERIES — LOANS —
WINNIPEG, MAN. At Rates Authorized by
T, Bercovitch, fram.kv.st). Small Loans Act, 19 39.
Verzla l heildsölu meB nýjan og PEOPLES
froslnn fisk. FINANCE CORP. LTD.
303 OWENA ST. Licensed Lenders
Skrlfstofuslml 25 355 Established 1929
Helmaslmi 55 463 403 Tline Illdg. Phone 21 43»