Lögberg - 18.01.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.01.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. JANÚAR, 1945 5 ÁHIGAMÁL IXVCNNA. Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON “Family Allowances Act” Fjölskyldu styrkur var lög- leiddur í Canada í ágúst s. 1. Þjóðfélagið í heild sinni tekur þannig á sig, nokkuð af þeirri byrði, sem fram að þessu hefur hvílt eingöngu á foreldrunum, í sambandi við uppeldiskostnað barnanna. Byrjað verður að greiða mánað arlegan styrk 1. júlí 1945, til allra foreldra sem eiga börn inn- an 16 ára að aldri. Hinn mánaðarlegi styrkur er, sem hér segir: $5.00 fyrir börn innan 6 ára að aldri. $6.00 fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára. $7.00 fyrir börn á aldrinum 10 til 13 ára. $8.00 fyrir börn á aldrinum 13 til 16 ára. Styrkurinn er lækkaður um $1.00 á mánuði fyrir fimta barn- ið, $2.00 fyrir sjötta og sjöunda barnið og $3.00 fyrir áttunda og öll fleiri börn. Það sem hefur verið dregið frá fyrir börn í Income War Tax Act, verður jafnað, til þess að afstýra tvöföldum hlunnindum. Fjölskyldu styrkurinn er að Vísu ekki hár, enda er ætlað að hann sé aðeins viðbót við það sem heimilisfaðirinn getur afl- að. En þótt styrkurinn sé ekki mikill, getur hann orðið að veru- legu liði á barnmörgu heimilun- um, þar sem hans er mest þörf. Hann er mikið framfaraspor að því leyti að með þessu er kann- ast við þann sannleika að þjóð- félaginu í heild sinni beri að bera nokkuð af þeim kostnaði, sem því er sa^ifara að ala upp framtíðar borgara landsins. Samkvæmt skýrslum sem birt- ar voru síðastliðið ár, sér 17% af því fólki, sem vinnur fyrir kaupi, um uppeldiskostnað 84% canadiskra barna. Tilgangurinn með þessari nýju löggjöf er vitaskuld sá, að reyna að tryggja það að fátæk, barn- mörg heimili geti veitt börnun- um nægilega fæðu og sæmilegan fatnað. í síðasta blaði var lítillega vikið að hinum erfiðu kringum- stæðum barnmargra mæðra, sem ekki geta fengið nokkra aðstoð við heimilisstöffin og verða því að ganga fram af sér við vinn- una. Þessi styrkur gæti ef til vill orðið til þess að þær gætu veitt sér einihver þau tæki, sem þeim hefur verið um megn að kaupa áður — tæki, sem létta undir með þeim og gera hús- verkin auðunnari og matar- geymslu öruggari, svo sem þvotta vélar, strauvélar, kæliskápa o. s. frv. Það er einmitt á hinum barn mörgu heimilum, sem þörfin er mest fyrir þessi tæki. Til þess að afstýra því að nokkur dráttur verði á greiðslu þessa styrks, ættu foreldrar að sja um að fæðing hvers barns sé þegar skrásett hjá Vitai Statistics deildinni, og séu þau i nokkrum vafa um skrásetningu barnanna, ættu þau að skrifa Dept. of Helth and Public Wel fare, Vital Statistics í sínu fylki °g láta fylgja nafn, fæðingar- dag og fæðingarstað hvers barns, úsamt nöfnum foreldra. Ef foreldrar athuga þetta strax, munu greiðslur ekki drag- ast eftir að þessi lög ganga í gifdi 1. júlí 1945. Þættir um mataræði Miðdegisverður skólabarna. Börn borða einn þriðja af þeirri fæðu sem þau þarfnast dag fega um miðjan daginn. Athug- FráiVancouver, B.C. ið nestið sem börnin fara með í skólann. Er í því of mikið af sterkjuríkum mat og sætindum og of lítið af hinum fæðuefn- unum? Til þess að vera viss um að næringarþörf barnanna sé fullnægt, sjáið um að í nestis- kassanum sé einhver tegund af mat úr öllum þessum þrem flokk um: I. Kjöt, jiskur, egg eða ostur. Þessi matur er settur milli smurðra brauðsneiða eða mat- reiddur á annan hátt og látinn í krukkur og hitaður upp, í skólan- um. Brún brauð eða Vitamin B brauð (Canada approved). * II. Ávextir og grænmeti. (helst eitt af hvoru). A. Ávextir, nýjir eða niður- soðnir í glerkrukkum. Salad. B. Grænmeti, hrátt, skorið nið ur eða matreitt og sett í mjólk- ursósu (cream sauce) og hitað upp, í skólanum. III. Mjólk. Mjólk, sem drykkur eða í súpur eða í eftirmat. Mjólkur súpur og mjólkur drykki er hægt að hita upp, í skólanum. Til tilbreyting- ar mætti hafa mjólkur pudding eða custard. Aldarafmæli Enginn leikari eða leikkona hefir nokkru sinni vakið aðra eins hrifningu né neitt svipaðar deilur víðs vegar um hinn mennt aða heim eins og Sarah Bern- hardt, franska leikkonan heims- fræga, sem átti aldarafmæli í síðasta mánuði. Eitt'hvað af þessu mun mega rekja til þess, að margar þjóðir áttu ítök í henni, þar sem hún var Frakki, Júði og Hollendingur að ætterni, ann- að til þess, að hún varð fræg 1 París a. m. k. áður en hún vann fyrstu sigra sína á leiksviði. Þeim árangri náði hún m. a. með ýms- um sérkennilegum tilburðum, svo sem að láta taka mynd af sér í líkkistunni eða með því að safna að sér alls konar sérkenni- legum kvikindum, og hafa þau heima hjá sér sem eftirlætisgripi. En lykillinn að frægð hennar og snilli er að finna í töfrandi rödd hennar og framsögu og tígulegri og heillandi hreyfingu og fram- komu á leiksviðinu, og þó ef til vill helzt j iðni og staðfestu. Þessum árangri varð ekki náð fyrirhafnarlaust. Þungamiðjan í list hennar var iðni. Þótt hún yrði leikstjarna í einu vetfangi, þá má ekki skilja það svo, að þeim árangri næði hún fyrir- hafnarlítið. Á bak við það lá 12 ára þrotlaust starf og barátta í tveimur höfuðleikhúsum París- arborgar, Comédie Francaise og Odéon. Hún hófst fyrst til vegsu' heimi leiklistarinnar fyrir leik sinn í “Zaire” eftir Voltaire, en enn liðu fimm ár áður en hún næði tindi frægðar sinnar og snilldar. Það má því segja, að á bak við sigra hennar lægi 17 ára þrotlaus barátta og uppbygging, unz fullkomnuninni varð náð. Hinn heillandi og töfrandi leikur hennar, sem virtist svo eðlilegur og fyrirhafnarlaus, var raunverulega ávöxtur óskaplegr- ar fyrirhafnar. Hver hreyfing, hvert orð og látbragð var vand- lega mælt og vegið, æft og fágað, unz misfellulaust var og meitlað svo í meðferð hennar, að hún gat vakið slík atriði til lífs aftur og aftur með margra ára millibili og mótað þau í huga þeirra, sem sáu eins og fagra mynd. Jafnvel hin dásamlega framsagnarlist hennar, sem gerði henni mögu- legt að halda áhorfendum sem 12. janúar 1945. Herra ritstjóri: Þótt ekki sé um nein stórtíð- indi héðan að ræða, þá er samt ýmislegt hér að gjörast sem les- endum Lögbergs máske þykir fréttnæmt, því margir fyrir aust- an fjöllin, eiga hér ættfólk vim og kunningja, svo þeim þykir gaman af að heyra um sumt af því sem hér er að gjörast. í þeim tilgangi eru þessar línur ritað- ar. Nokkru fyrir jólin kólnaði tíð- in, svo þokan varð að hopa af hólmi, og dálítið frost var um nætur, urðu þá margir til að spá því að nú hefðum við hvít jól, en sá spádómur reyndist ómerk- ur, því hér voru græn jól, eins Og oftast á sér stað, og er eg vel ánægður með það, fyrir mig. Nú er mikið minni þoka en var fyrir jólin, og eru líkur til þess að það verði nú minna um hana það sem eftir er af vgtrinum. I Victoria og á suðurparti Van- couver eyjunnar kom dálítil föl fyrir jólin, svo þeir þar, segjast hafa haldið upp á hvít jól. í bæjarkosningunum, sem fóru hér fram 11. des., voru flestir endurkosnir í bæjarstjórnina. Allir C.C.F. frambjóðendurnir töpuðu, nema einhverjir af þeim komust að í skólastjórn, og í Park commission. Hefði ekki forsjónin hagað því ’svo til að það var ein sú mesta þoka hér kosningadaginn, sem komið hef- ur þetta haust, svo þúsundir af verkafólki komst ekki á kjör- staðina til að greiða atkvæði sín, er mjög líklegt að útkoman hefði orðið alt önnur en var. Það er regla hér að verkafólk vinnur eins ogaðra daga á kosninga- daginn, en fer strax úr vinn- unni kl. 5 e. h. til kjörstaðanna til að greiða atkvæði sín, og hefir það lukkast vel áður. 1 þetta sinn er fólkið kom frá vinnunni var svo þykk þoka að það hefði mátt moka henni með skóflu, og öll umferð ómöguleg. Margir reyndu að fá leigubíla til að taka sig á kjörstaðina, en þeir neituðu áð fara út. Svo þarna strönduðu mörg þúsund atkvæði verkafólks, sem að öllum líkind- um hafa flest verið hlyntir C.C.F. Það er á meðal verkalýðsins, sem þeir hafa mest atkvæðamagn. C.C.F. frambjóðendurnir voru allir í hóp, lítið á eftir þeim sem kosnir voru. Þeir mega vera vel ánægðir með útkomuna í þetta sinn, því þeir bættu víð sig miklu atkvæðamagni, meira en þeir hafa áður haft. Þeir ætla ekki heldur að gefast upp. 1 næstu kosningum munu þeir ná takmarki sínu. Þann 29. nóv., hélt kvenfélag íslenzka lúterska safnaðarins “Silver Tea”, og sölu á ýmsum hannyrðum og öðrum munum, í samkomusal Dönsku kirkjunn- ar. Var þar komið saman á þriðja hundrað manns. Mrs. I. C. Ham- bly forseti kvenfélagsins stýrði samkvæminu. í nefndinní sem tók á móti gestunum og bauð þa velkomna voru: Mrs. Ivan C. Hambly, forseti, Mrs. John Sigurðsson og Mrs. Dr. P. B. Guttormsson. Konurnar, sem stóðu fyrir söl- unni voru: Mrs. G. F. Sanders, Silver Tea. Mrs. J. Johnston, Hannyrðum. Mrs. I. Skordal, Home cooking. Mrs. Norman Ogg, White elep- hant sale. dáleiddum, hvort heldur sem hún hvíslaði sem hin örvæntandi Phédre í ódauðlegu leikriti Racine eða geystist um raddsvið- ið í ofsa og hita Fédoru í sam- nefndu leikriti Sardou, var það árangur eljusamra æfinga og snilld sinni hélt hún aðeins með því að stunda radd- og fram- sagnaræfingar stranglega allt fram til þess er hún lét af leik skömmu fyrir andlát sitt, 1923. (Listener og Spectator). Það var nokkuð nýstárlegt við þessa samkomu, að karlmenn skeinktu kaffi í bollana, og gengu um beina. Ekki veit eg hvort aö kvenfélagið hefur herskyldað þá til að taka þetta verk að sér, eða hvort þeir voru sjálfboðaliðar, en þeim fórst það mæta vei. Eg tók til þess við einn gráskegg, sem sat við hliðina á mér, hvað þeim færist þetta vel, en hann þóttist ekkert hriíinn af því, sagði að þeir hafi haft æfingu áður, að bera konunum sínum morgunkaffið í rúmið. Seinast kom skemtiskráin, og var mest af því söngur, og sein- ast var samsöngur, mest af því sem sungið var, voru gamal- xunnug log, svo songstjormn Mr. H. L. Thoriáksson skoraði á alla að syngja með, og að þeir sem ekki gætu sungið, gætu samt raulað með. svo það uröu nokkuð margir, sem- rauiuðu og var eg einn í þeirra hóp. I þetta sinn sat öldruð jómfrú við hiiðina á mér, og hún íor að finna að því viO mig hvað sumir væru hjáróma. Mér fanst með sjálfum mér, það væri ekki mjög langt frá iagt, það sem hún var að segja, en eg viidi samt ekki kannast við það, svo eg sagði henni mjög kurt- eislega, að þetta væri bara mis- skilningur hjá henni, og að eng- inn skiiningur væri eins vili- andi eins og missknningur, við gömlu mennirnir værum að raula bassa. Eg komst af með þetta, svo það komu engar frek- ari athugasemdir úr þeirri átt. Það er óhætt að hjóða okkur meiri samsöng, sem ailir geta tekið þátt í, því verður ætíð vel tekið. Þótt ekkert væri annaö auglýst á skemtiskránni, þá mundi það verða vel sótt. Var þessi samkoma sérstaklega skemtileg. Fjárhagslega var þessi samkoma happasæl fyrir kvenfélagið, þær tóku inn yfir $200.00. Nokkrum dögum fyrir jólin, hafði félagið Isafold jólatréssam- komu og dans, var það heldur vel sótt. Þann 16. des. hélt yngra kven- félagið “Ljómalind” spilasam- komu og dans og veitingar á Gravely Hall. Var það auglýst á boðsbréfinu sem þær sendu út, að allur ágóði af þessari sam- komu gengi í sjóð sem þær hafa stofnað, til að styrkja hið fyrir- hugaða gamalmenna heimili hér í Vancouver. Var þessi sam- koma vel sótt. Þetta sýnir lofs- verðan áhuga og dómgreind hjá ungu stúlkunum að styðja þetta þarfasta og nauðsynlegasta vel- ferðarmál, sem á dagskrá er hjá okkur íslendingum hér á vestur ströndinni. Jólaguðsþjónusta var haldin a aðfangadaginn 24. des., í dönsku kirkjunni, fór sú athöfn fram bæði á ensku og íslenzku. Var þar mikil aðsókn svo kirkjan var troðfull. Á eftir messu var öllum boðið ofan í samkomusal kirkjunnar, þar sem var haf jólatré fyrir börnin. Hafði Mrs. H. Sumarliðason undanfarið ver ið að æfa hóp af börnum og unglingum fyrir jólatréssamkom una. Fór það alt fram vel og myndarlega. Ágætlega sýndu börnin á leiksviðinu og skýrðu jólasöguna um fæðingu Krists. Eg hef ekki áður séð það eins vel gjört. Á Mrs. Sumarliðason og konurnar sem hafa unnið að þessu með henni, bæði heiður og þakklæti skilið fyrir vel unnið verk. Frítt kaffi og rausnarleg- ar veitingar, sem kvenfélagið veitti, voru á eftir. Þann 7. janúar hélt Lestrar félagið Ingólfur ársfund sinn. Embættismenn félagsins fyrir næsta ár, voru allir endurkosnir Þeir eru: Halldór Friðleifsson forseti, Sam Samson, vara-for- seti, S. Guðmundsson, skrifari H. J. Halldórsson, vara-skrifari og Mrs. Anna Harway, féhirðir Ársskýrsla forsetans sýndi að félagið er í uppgangi nú í seinni tíð. félagsmönnum er að fjölga og fjárhagur félagsins allur góðu lagi. Meðlimatala er nú 43, og í sjóði á félagið um $100.00. 7 manna program nefnd var kosin fyrir þetta ár, sem á að sjá um það að hafa til skemti- skrá fyrir hvern fund, þegar fundarstörfum er lokið. Líka hefir félagið auglýst að þeir hafi spilasamkomu og veit- ingar á Gravely Hall 1720 Grav- ely, þann 31. jan. kl. 7,30 e. h. Verðlaun í peningum verða gef- in þeim sem vinningana hafa. Inngangur 50 cent. Allir boðnir velkomnir. Þann 9. þ. m. gerðu verka- menn hjá B. C. Electric, verkfall, svo alt hjá þeim situr fast. Eing- ir strætisvagnar ganga síðan, og segja verkamenn að enginn bót fáist á því, fyr en þeir fái kröfur sínar uppfyltar. 18 skólum hefir verið lokað, og um mörg þúsund ungmenni verða að sitja heima, því þau hafa engin tæki til að komast til skólanna, sem oft eru í fjarlægð frá heimilunum. Fund um og samkomum hefur verið frestað á meðan verkfallið stend ur yfir. Þetta verkfall nær yfir Vancouver, New Westminester og Victoria. Skeyti í hundraða- tali hafa verið s^nd héðan til Ottawa, sem krefjast þess að stjórnin taki í taumana og skakki leikinn. En enginn árangur‘hef- ir það haft en sem komið er. S. Guðmundsson. JOHANNES HELGASON Hinn 16. des. s. 1. andaðist að heimili sínu í Riverton, Man., Jóhannes Helgason. Hann var fæddur 10. okt. árið 1870. Foreldr ar hans voru Helgi Illugason og Ástríður Einarsdóttir. Hann fluttist til Canada ásamt for- eldrum sínum og systkinum árið 1887, og átti heima 1 Winnipeg fram til ársins 1898. Þá fór hann í gullsleit til Yukon, og dvaldist síðan um eitt ár í Victoria. Árið 1902 kvæntist hann Jónínu Jó- hannesdóttur. Þau eignuðust fimm börn, sem eru öll á lífi, og eru: Ásta, gift Gísla Gísla- syni, búsett í Riverton, Helgi og Jóhannes, báðir kvæntir og búa í Chicago, Elinóra og Guðrún, báðar til heimilis í Winnipeg. Árið 1911 misti Jóhannes konu sína, og kvæntist í annað sinn árið 1912, eftirlifandi ekkju sinni Guðríði Sæmundsdóttir. Þau eignuðust sex börn. Eitt þeirra dó í æsku, hin eru: Jónína, gift L. M. Page í Riverton, Sæmund- ina, hjúkrunarkona í Winnipeg, Rebekka, gift Orval Hay í cana- diska flughernum, Svafa, í cana- diska flughernum og Valdimar, heima hjá móður sinni, 14 ára gamall. Aðrir nánir ættingjar Jó- hannesar eru tvö systkini hans. Mrs. Ingiríður Isaacs og Þórður Helgason, bæði búsett vestur við haf. Jóhannes heitinn fluttist til Nýja-Islands er hann kvæntist hið fyrra skifti, og settist að á landi, er heitir Reynivellir. Þar bjó hann þangað til hann fluttist til Riverton fyrir ári síðan, þar sem hann keypti hús, og ætlaði að dvelja framvegis. En heilsa hans var á förum. Hið síðasta ár var hann oft mjög þjáður og lá rúmfastur hina síðustu mán- uði, oft mjög þungt haldinn. I þessum veikindum naut hann hjúkrunar konu sinnar og dótt- ur, sem er hjúkrunarkona, og margir vinir og kunningjar heim sóttu hann. Öllum var það ljóst, að hann var að hverfa burt til hins nýja landnáms hinu megin við hafið. Eins og áður er sagt lézt hann 16. des., og var jarð- aður frá Sambandskirkjunni í Riverton 21. s. m., að viðstöddum fjölda vina og vandamanna. Eftir langa viðkynningu og samleið sakna margir Jóhannes- ar Helgasonar. Hann naut al- mennrar virðingar þeirra, sem þektu hann. Hann var fram úr skarandi dugnaðar og iðjumað- ur, sem gegnum erfiða tíma og margt óáran hefir barist hinni þungu baráttu, og sigrast í bar- áttúnni. Þau hjónin hafa komið upp stórum hóp barna og ment- að þau eftir bestu föngum. Á heimili þeirra ríkti friður og samvinna og gestrisni. Jóhannes helgaði heimili og ástvinum sín- um alt sitt líf og alt sitt starf. Hann var fram úr skarandi reglu maður og prúðmenni í fram- komu, hvar sem hann kom fram. því ríkir í huga ástvina hans sár söknuður og hlýjar minningar um hinn trúa og góða heimilis- föður, sem hefir gengið til hvíld- ar eftir langan og erfiðan dag. “Það er alveg stórmerkilegt”, sagði ensk aðalskona eitt sinn við stéttarbróður sinn, “hvað slúðrið fær byr undir báða vængi. Getið þér trúað öðru eins: Það er búið að bera það út um alt, að eg hafi eignast tvíbura”. . “Frú, eg hefi það fyrir reglu að trúa aldrei nema helmingn- um af því, sem eg heyri,” svar- aði aðalsmaðurinn. • Elsta egyptska landakortið, sem fundist hefir, er frá því árið 1370 f. Kr. — Það er teikn að á sefpappír og er af gullnám- unum við fjallið Bechem. |B1 R:B" B"ll lil’HlHlHll IIBIIIIHIÍII ■IIMll Samkeppni nútímans krefst sérmentunar Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða, krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalíísins, og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun- inni óumflýjanleg. Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn- ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir, sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til skrifstofu LÖGBERGS 695 Sargent Avenue, Winnipeg og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig! I ■ií'mm II'IIHIIIII imiaiiiiiMiiiii mmmm ■<ii ■imi.j MiPK Hli'I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.