Lögberg - 15.02.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. FEBRÚAR, 1945
5
VI I I VU VI
rVENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Ódauðlegt blóm
Til þess að sýna hvernig ætt-
jarðarástin leynist í hjörtum
hinna burtfluttu barna, vil eg
skýra frá atviki, sem eitt sinn
kom fram við mig og vinkonu
mína.
Það var í september árið 1901,
að eg var stödd í borginni Minnea
polis í Minnisota, að finna vini
mína og líka til að sjá hina ár-
legu sýningu ríkisins. Einn dag-
inn vorum við vinkona mín og
eg á gangi kringum fossinn,
Minnihaha, sem er suðvestur af
borginni. Ber foss þessi nafn
Indíána stúlku, sem þótti vera
hláturmild og var kölluð Minm
haha. En það, sem fólk í þessu
landi kallar fossa, myndi á Is-
landi vera kölluð buna, að undan
teknum stórfossum. Foss þessi er
að vísu hár, en vatnsmagnið lít-
ið, því smákvísl ein myndlar
fossinn.
Skamt frá þessum stöðvum var
heimili hinna gömlu hermanna
ríkisins. Blasir slotið við í fögr-
um hvammi. Byggingar eru marg
ar og fagrar en alt í kring er
sem listigarður, ræktuð grund
með skrauttrjám og blómreitum.
Við gengum þangað.
Svo má segja að menn þessir
iifðu þarna í jarðneskri paradís.
^ótti okkur það mikil sæmd fyrir
þjóðina, hve vel hún lét fara um
þessa góðu gömlu menn, sem
höfðu lagt svo mikið í sölurnar
til þess að frelsa dökku bræðurna
úr þrælahaldinu. Voru margir af
WÖnnum þessum úti á svölun-
um að tala saman eða lesa, sum-
ir láu á beddum.
Breiðar götur, fyltar með möl,
láu milli smátúnanna. Við geng-
um hring eftir hring til að sjá
hlómin, því það var snild að
sjá hve þeim var smekklega fyr-
ir komið.
Alt í einu heyri eg vinkonu
*m'na segja: “Ó, Drottinn minn,
sjáðu lambagrasið, þetta er sú
indælasta fegurð!” Já, eg kom
°g sá lambagrasið. Það var fögur
sjón. Stór breiða, í lögun eins
°g hjarta, sem gerði það ennþá
unaðslegra. Liturinn, blómið og
ilmurinn alveg sá sami og á
gamla landinu, nema hvað blóm-
ið var stærra og spratt á stöngl:
en lambagrasið heima spratt á
mosa.
Þetta hreif hjörtu okkar eins
°g indælt málverk af æskustöðv-
unum hefði verið sett fyrir fram-
un okkur. Bernsku árin blíðu og
hreinu, risu upp í hjarta okkar
með gleðina og sakleysið. Barna-
leikirnir, leiksystkinin, berja-
naórinn, lyngbrekkan, blessuð
iitlu lömbin — þetta blóm var
skapað fyrir þau; þeim þótti það
svo gott, það var svo sætt á
hragðið.
Við stóðum þarna nokkra
stund eins og þegar móðir horf-
ir u mynd af barni sem hún hef -
ur orðið að sjá á bak og kyssir
°g faðmar myndina með hryggð
°g gleði, því hún veit að veru-
eiki myndarinnar er geymdur á
helgum stað.
Eg sá varir vinkonu minnar
ærast en augu hennar voru bros
andi, eg sá að gleðitár voru inni-
fyrir.
Um hvað ertu að hugsa?”
sPurði hún.
Eg sagði henni hvað fram fór í
huga mínum.
Já, alveg það sama og eg ví
að hugsa. Eru ekki bernskuári
mdæll draumur? Svo Mða þa
ug æskuárin koma með ásta:
rauminn, sem allir eiga, þeg£
011 tilveran laugast í ljósi vom
og gleði — og þeir loftkastalar,
sem þá eru reistir.’
Hér vorum við búnar að dvelja
í þessu góða landi í tuttugu og
eitt ár; vorum samferða frá
gamla landinu, en breytingar
tímans geta aldrei slökt ljós
kærleikans, sem ætíð ljómar yf-
ir æskustöðvum hinna burtfluttu
barna, því sakleysið kveikti það
Ijós. Svo ættjarðarástin er óauð-
legt blóm, sem ekki fölnar eða
ljós, sem ekki slokknar, því hún
er óafvitandi ást og þrá eftir
okkar fyrirheitna föðurlandi.
Kristín í Watertown.
Þegar þú strauar þvottinn
Til þess að það verði auðveld-
ara að straua þvottinn, skaltu
brjóta hann vandlega saman um
leið og þú tekur hann af snúr-
unni. Staflaðu honum í þvotta-
körfuna þannig að þvotturinn,
sem hægt er að straua þurrann,
er sér, svo sem nærföt, sokkar
baðþurkur o. s. frv.
Ef þvotturinn er frosinn við
snúruna, er vissara að láta hann
hanga úti þar til hann er þur
og taka hann svo varlega af
snúrunum.
Stundum er þvotturinn alveg
mátulega rakur til þess að straua
hann, en ef hann er alveg þur þá
verður að stökkva vatni á hann.
Volgt vatn er betra en kalt vatn
því það læsir sig í gegnum fata-
efnin fljótar og jafnar. Stökktu
vatninu úr flösku, sem hefur
tappa með smágötum.
Byrjaðu á stærstu stykkjunum
sléttaðu úr þeim, um leið og þú
vætir þau, snúðu jöðrunum inn
og vefðu þau svo fast saman.
Hristu úr smádúkunum, klútun-
um og öðrum smástykkjum og
legðu ofan á hveirt annað, stökktu
vatni á þriðja hvert stykki og
vefðu þau öll fast saman. Not-
aðu eins lítið vatn og mögulegt
er, því ef að þvotturinn er oí
rakur þá verður seinlegt að
straua hann. Líndúkar glansa
samt bezt ef þeir eru rakir þeg •
ar þeir eru strauaðir.
Þegar þú ert búin að stökkva
vatni á þvottinn og vefja hann
upp, skaltu leggja hann í þvotta-
körfuna og hreinan dúk ofan á
hana. Síðan lætur þú hann
standa þangað til rakinn er kom-
inn í gegnum hann; en láttu
hann ekki bíða of lengi, sérstak-
íega á sumrin, þvi þá geta myglu-
blettir fallið á hann.
Settu nú strauborðið þar sem
birtan fellur á það, en ekki beint
í augun. Legðu hrein blöð á
gólfið, undir og í kringum strau-
borðið, svo að þvotturinn ó-
hreinkist ekki ef hann strýkst
við gólfið. Þegar þú strauar,
skaltu sitja á háum stól eða
standa á mottu til að hvíla fætur
þínar.
Fataefni þola hita misjafnlega.
Farðu varlega þegar þú strauar
rayon; járnið má ekki vera of
heitt, það efni þolir minstan
hita. Járnið má vera dálítið heit-
ara þegar þú strauar silki; vel
heitt fyrir léreft og fínt lín og
heitast fyrir þykkt lín.
Láttu straujárnið gera vinn-
una. Þú bara stýrir því. Vertu
ekki að þreyta þig á því að þrýsta
fast á járnið. Strauaðu eftir þvi
hvernig liggur í efninu en ekki í
allar áttir.
Venjulega er rayon og silki
strauað á ranghverfunni, léreft
og lín annað hvort á rétthverf-
unni eða ranghverfunni. Ullar-
efni eru strauuð á ranghverf-
unni eða á rétthverfunni, ef lát-
inn er rakur dúkur ofan á efnið.
DÁNARMINNING
Snjólaug Jónína Kernested
, Þess var getið í Heimskringlu
fyrir nokkru síðan, að dáið hefði
við The#Narrows, merkiskonan
Snjólaug Jónína Kernested. Hún
dó að heimili sínu 27. des. s. r.
Snjólaug var fædd á Ytra-
Fjalli í Suður-Þingeyjarsýslu, 31.
marz 1865, og var því tæpra 80
ára. Foreldrar hennar voru Jónas
Jakobson og María Sveinsdótt-
ir.
Eftir að hún fór frá foreldrum
sínum dvaldi hún á ýmsum
stöðum í heimahéraði, mikið hjá
þeim hjónum Sigurði og Krist-
björgu á Ysta-Felli, þar til hún
fluttist vestur um haf með ungan
son sinn, Baldvin að nafni árið
1900, og fór þá til bróður síns
Jakobs fyrrum bónda við Lang-
ruth, nú dáinn.
Snemma ársins 1906, fór hún
sem ráðskona til Páls bónda
Kernested við The Narrows, sem
þá var ekkjumaður með 7 börn
og giftist honum 1907. Þau eign-
uðust eina dóttur, Katrínu aö
nafni, sem er skólakennari. En
stjúpbörn hennar eru þessi:
Karl, póstmeistari við Oak
View, Man.
Gústaf, dáinn.
Þórbjörg, Mrs. W. Riches,
Chicago.
Þórdís, Mrs. Thorvardson,
Winnipeg.
Vilhelm. býr í Ashern, Man.
Lennet, dáinn.
Jóhannes, bóndi á föðurleyfð
og sem hún dvaldi hjá'eftir að
hún misti mann sinn, er dó 1932.
Þeim, sem þekktu Snjólaugu,-
gat verið að íhugunarefni, að
jafn hæglát og hún var, hvaða
áhrifavald hennar var, til þeirra
sem kynntust geðprýði og eðal-
lyndi hennar. Það gerði hana
svo vissa til þeirra að þeir gátu
lagt sinn eigin trúnað í hennar
skaut, með þeirri fullu vissu um
að honum væri þar tryggur stað-
ur fundinn, því hún lét vankanta
annara vera sér óviðkomandi.
Hún örvaði til þroska það góða
í fari hvers eins, sem með henni
voru eða kyntust henni með
sinni geðprýði, sem var skapandi
kraftur þess trausts og virðingar,
sem henni bar.
Það var rétt og vel sagt af
presti þeim, sem flutti kveðju-
orðin, “að það væri vandi að
vera móðir, en þó væri það enn
meiri vandi að vera stjúpmóðir.”
En stjúpbörnin veittu henni þá
aðbúð og virðingu, sem góðum
börnum sæmir að sýna góðri
móðir. Hún og þau skildu hvort
annað og kunnu að meta að verð-
leikum. Það var samvinna huga
og handa, sem trygði skilning
beggja.
Hún var dugandi og mesta
myndarkona í öllum verkum sín-
um. Enda þurfti hún á því að
halda á þeirra mannmarga og
gestrisna heimili. En það var
náttúrugjöf til hennar að vera
búkona og eðallynduð húsmóðir.
Ásamt þeim sterka viljakrafti
sem hún tamdi sér að iðka til
að ná sínum góða tilgangi, sem
hún setti sér að, ná í hugsun og
verkum sínum.
Hún hefði getað sagt, á sína
vísu, á ævikvöldi sínu. Eins og
heráhöfðinginn mikli sagði forð-
um: “Kom, sá, sigraði”. Því hún
sigraði alla lífsbaráttu með geð-
prýði sinni og eðallyndi.
Hún naut ekki mentunar í
æsku frekar en margir aðrir
jafnaldrar hennar, en var þó bók-
hneigð.
Hún var jarðsungin af séra
H. E. Jöhnson, 29, des. s. 1., ao
viðstöddu fjölmenni.
S.
L]osið við sjomn
Eftir frásögn Ólafs Jónssonar
í Búð.
Það var á mið Góu, að eg tal-
aði við konu mína um það að
reynandi væri fyrir mig að fara
suður að sjó, og líta eftir fiskreka,
því þá var farið að þrengjast
um björg í búi okkar. Okkur
kom saman um, að það væri
reynandi. Og því þá ekki að fara
nú þegar? Það var heiðskírt veð-
ur, og bjart yíir þó að ekki sé
tunglsljós. Svo eg legg af stað
ríðandi í ljósaskiptunum. Það var
rífandi hjarn og gott að létta sér
upp að minsta kosti. Svo ríð eg
af stað, suður að sjó, og kem
fram í svokallaðan Dyrasands-
mel og held svo þaðan niður að
sjó. Það var brim lítið við sand-
inn og slétta logn. Eg réði það
svo með mér að ríða vestur með
sjónum, (til skýringar má geta
þess, að hvergi var vík, bara
sléttur sandur og smánef eða
mishæð upp frá sjónum og hár
kambur upp frá sjónum). Þegar
e^ hafði nú riðið stundarkorn í
hægðum mínum, leit eg um öxl
mér, eg vissi ekki af hverju eg
gerði það, en þá sýndist méi
eins og ljós niður við flæðar-
málið. Svo held eg áfram vestur
með sjónum, en er þó að hugsa
um það sem mér sýndist, og svo
snéri eg hestinum alveg við, og
horfði austur. Ennþá sé eg ljósið
greinilega og mér virðist það
líkjast því að maður stæði niðri
í flæðarmálinu og héldi kerta-
ljósi yfir höfði sér. Eg horfði á
þetta um stund. og lék mér for-
vitni á að vita hvað þetta gæti
verið, svo eg snéri við og rið
austur aftur og altaf sé eg ljósið
á sama stað. En er eg átti skamt
tihstaðar þess, er mér virtist ljós-
ið vera, þá fór eg fyrir “nef”
(sandnef) og á meðan hvarf mér
ljósið. En þá er eg kom fyrir
nefið, sé eg ljósið aftur, og þá er
það að færast frá sjónum og er
heldur að stækka. Held eg nú
áfram, þar til eg er kominn á
þann stað, er eg kom fyrst að
sjónum, þá er ljósið komið upp á
kambinn og er orðið talsvert
stórt. Eg vildi ennþá fá vissu
um þetta, og ríð upp kambinn frá
sjónum, og á meðan hvarf ljósið
mér. En er eg kom upp hákamb-
inn, sé eg það aftur og er það þá
í Dyrasandsmelum. Og mér til
undrunar er það orðið að stór
báli. Það var líkast því að kveikt
hefði verið í heysátu, og stæði
hvínandi vindur á loganum, mér
sýndist og neistar fjúka úr því.
Eg horfði á þetta litla stund, og
var meira en hissa, og eg varð
nú ergilegur yfir þessari fýluför
minni, því ekkert hafði eg fund-
ið. Slæ eg nú í hestinn minn,
og fer í spretti upp að Gjánni.
Þá leit eg við og mér til undrun-
ar kemur þessi eldur á eftir méi
með sömu látum, nú held eg
heim í hægðum mínum, þar til
eg kem að hesthúsinu, og læt
hestinn inn, og svo fer eg inn
til konu og barna minna. Geng
fram að glugga í baðstofunni,
(sem snéri í suður), og lít útj
sé eg þá ljósið, eða bálið vera að
fara suður aftur, það hafði ekki
farið lengra en Gljáin náði (ekki
upp á grasið), konan mín segir
við mig. Hvað sérðu? Hvað ertu
að horfa á svona mikið? Komdu
og sjáðu, sagði eg. Og hún sá þá
bálið eins og eg, og varð alveg
hissa.
Var þetta fyrirburður? Ekki
DÁNARFREGN
Mrs. Anna Sigríður Lingholt
Mrs. Anna Sigríður Lingholt,
vistkona á Betel, andaði^t 30.
jan. s. 1. Hafði hún búið við van-
heilsu um síðastliðin fimm ár og
verið rúmföst síðustu 10 mán-
uðina.
Hún var fædd 2. jan. 1857, að
Krossvíkurseli í Þistilfirði i
Þingeyjarsýslu. Foreldrar henn-
ar voru Halldór Helgason og
Anna ólafsdóttir.
Árið 1902 kom hún til Canada
með eftirlifandi manni sínum,
Sigurjóni, og um tíma dvöldu þau
í Argyle-byggð, en fóru þaðan
til Belmont og svo til Langruth;
þar keyptu þau land og bjuggu
í mörg ár, en þegar maðurinn
hennar tapaði sjóninni fluttu þau
til Gimli. Anna varð vistkona á
Betel 30. marz, 1928, og að undan
teknum 6 mánuðum, hafði hún
dvalið þar ávalt síðan. Þau eign-
uðust 10 börn, sex barnanna lifa
móður sína: Rannveig, gift Mr.
C. Peterson, í Winnipeg; Anna
Margrét (Mrs. S. ísfeld), Winni-
peg; Matthildur, gift J. Andrews,
búsett í Toronto og Friðný Thór-
hildur, (Mrs. R. Beech), Pilot
Mound. Gunnlaugur býr á Gimli
og Óli Sigurður í Winnipeg. Einn
ig lifa hana 20 barnabörn og 8
barnabarnabörn.
Auk þess að hafa verið ástrík
móðir og góð eiginkona, var hin
framliðna systir mannvinur í
æðsta skilningi orðsins. Hún
mátti ekkert aumt sjá. Hún var
trúr þjónn kristindómsins, og
starfaði í Lút. kirkjufélagi Gimli
bæjar þar til starfskraftar henn-
ar þrutu. Hún var jarðsungin
frá heimilinu, 2. þ. m.
S. J. S.
gat það verið missýning. Þeir
sem þekktu föður minn, sem nú
munu vera fáir lifandi, munu
ekki efa orð hans. En eg sem
skrifa þetta held það hafi verið
fyrirburður. Eftir því sem kom
fyrir hann næsta vetur um sama
leiti árs.
Ritað í febrúar, 1945 af
Kristjáni Ólafssyni,
frá Hábæ.
Gróandi þjóðlíf
(Frh. af bls. 2)
þróast hefir í íslenzkri mold og
við íslenzkt veðurfar, verði seig-
ari og mótstöðuhæfari en hinn
erlendi. Það myndi fljótt verða
lítið úr suðrænu skrautblómi ef
það væri sett í spor melgras-
skúfsins á Köldukvíslarbökkum.
Það hefir tvímælalaust verið
gróandi í þjóðlífi voru síðustu
öld og rúmlega það, en þó höf-
um vér ennþá hvergi nærri lok-
ið við að fullrækta reit vorn.
Margt er enn í órækt, móar með
bældum gróðri. sem bíða eftir
tækifæri til þess að fá rétt úr
sér, og á sumum stöðum jafnvel
kvikulir roksandar, sem engan
gróður hefur fest í. En íslenzk
menning hefur sýnt það, að hún
á svo mikið gróðurmagn í sér
fólgið, að hún getur líka grætt
þessa gróðurlausu eða gróður-
snauðu bletti. Hún býr yfir því
lífsmagni að hún getur gert þjóð-
líf vort allt að einum Vitaðs-
gjafa, sem aldrei verður ófrær,
þar sem gróandi tekur við af
gróanda, gróður af gróðri með
sívaxandi þroska. Hún getur
þetta, ef vér sýnum henni þá
ræktarsemi, sem oss er skylt að
sýna, ef vér öll göngum að
gróðurstarfinu með óbilandi trú.
á landi og þjóð og sívakandi ást
og umhyggju, jafnt fyrir ný-
^ræðingnum, sem úr moldinn
sprettur, sem fyrir hinum full-
þroska gróðri er þar grær.
Þjóð, sem einhuga stendur
vörð um menningu sína og lætur
sér vera það mest umhugað, að
hlúa að gróandanum í þjóðlífi
sínu, þarf ekki að óttast Fimb-
ulveturinn. Vér íslendingar veið
um að játa það, að vér höfum
oft og mörgum sinnum gætt
þessa miður en skyldi, verið
kærulausir um menningarfjár-
sjóði vora og látið sundrungar-
hneigð vora leika lausum hala,
jafnvel þar er sízt skyldi. En
vér sem nú lifum, höfum þó notið
þeirrar gæfu, að sjá þjóð vora
ganga einhuga að verki. Maí-
dagarnir, er þjóðaratkvæða-
greiðslan fór fram, og lýðveldis-
stpfnunin á Þingvöllum, munu
aldrei líða oss úr minni. Þeir
atburðir, er þá gerðust, og þjóð-
areiningin, sem þeir báru vott
um, fólu í sér dásamlegt fyrir-
heit þjóð vorri til handa. Mætti
sá andi, sem þá gagntók þjóð
vora, lifa með henni um alla
framtíð. Þá verður hér ilmur úr
grasi,
gróandi þjóðlíf með þverrandi
tár.
Til þess gróðrar skyldum vér
heita á allar helgar vættir á
hverri miðsvetrarhátíð vorri.
Flutt í útvarp á kvöldvöku
Stúdentafélags Reykjavíkur 1.
des. 1944.
Jólaútgáfa Kirkjublaðsins 1944.
j j
| krefst sérmentunar ■
1 |
_ Æskulýður þessa lands, engu síður en annara þjóða,
| krefst sérmenntunar, eigi hann að geta staðist próf §
■ hinnar ströngu samkeppni á vettvangi viðskiptalífsins, ■
og af þessari ástæðu, er verzlunarskólamenntun í raun- j§
inni óumflýjanleg.
Vér höfum nú til sölu nokkur námskeið við fullkomn-
.. ustu verzlunarskóla Vesturlandsins, sem væntanlegir
■ nemendur ættu að færa sér sem allra fyrst í nyt; þeir, p
■ sem slíkt hafa í hyggju, ættu að snúa sér tafarlaust til 1
J skrifstofu LÖGBERGS ■
695 Sargent Avenue, Winnipeg 1
■ og leita þar nauðsynlegra upplýsinga; það borgar sig! |
ImiaiiBiBiiiíHniuiHiíiaiiiBiíiiHiHiiiiBiiiiBiiiiHiiiiBiiiaiiiiHiiiaiiiiHiiiauiiBiiiicisiiiiHiiiHiiiaiiiiH