Lögberg - 15.02.1945, Blaðsíða 1
58. ÁRGANGUR . LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. FEBRÚAR, 1945 NÚMER 7
Víðfrœgur íslendingur fallinn í val
Dr. C. H. Thordaxson
Þessi víðfrægi íslendingur hef-
ir safnast til feðra sinna; dauða
hans bar að í Ghicago þann 6.
yfirstandandi mánaðar, en útför-
in fór fram þann 10.
Dr. C. H. Thordarson var
fæddur að Stað í Hrútafirði,
12. maí árið 1867. Hann flutt-
ist ungur til Vesturheims, og
dvaldi framan af í North Dakota;
rík mennta- og framaþrá bjó
honum snemma í brjósti; af
skólagöngu hafði hann lítið, sem
ekkert að segja, en nam þess
meira af lífinu sjálfu; hugur hans
stefndi jafnan á brattans fjöll,
eins og svo margra annara stór-
menna af norrænum stofni; lífs-
saga þessa gagnmerka manns,
líkist furðulegu æfintýri, hann
ryður sér slíka braut á sviði raf-
vísinda og framleiðslu, að til eins
dæma mun jafnan talið verða,
þegar aðstæður allar eru teknar
til fullra greina; hann er hug-
Vits- og hugsjónamaður, sem ber
gæfu til þess, að láta hugsjónir
sínar fallast í faðma við virkar
staðreyndir; hann verður stór-
iðjuhöldur, sem heldur jafnan
hugsjónablysinu hátt á lofti, og
sækir þangað eldinn til giftu-
samlegra athafna; hann kaupir
heila eyju, og gerir hana að
sumarbústað sínum, og þar reis-
ir hann skála í fornnorrænum
stíl; þar geymir hann bókasafn
sitt, stærsta og vandaðasta bóka-
safnið, sem nokkur íslendingur
hefir viðað að sér; hann hlýtur
meistaragráðu og doktorsgráðu
frá tveimur háskólum, og hefir
þó í rauninni aldrei stigið inn
fyrir skóladyr sjálfur; hann er
alt af að leita, og hann verður
fundvís á mörg verðmæti, sem
aðrir koma ekki auga á; hanr.
verður frægur maður hjá stór-
þjóð, og dáður manna mest hjá
hinni fámennu stofnþjóð sinni.
Dr. Thordarson var hinn mesti
ljósberi kynstofns síns í þessari
álfu; hann var yfirlætislaus
maður, vinfastur og mildur í
dómum; íslenzka mannfélagið
stendur í djúpri þakkarskuld við
Dr. Thordarson. Sólsetursbörnin
á elliheimilinu Betel, munu lengi
geyma nafn hans í þakklátri
minningu.
Dr. Thordarson lætur eftir sig
ekkju, Júlíu, ásamt tveimur
sonum.
Tími þjóðrœknis-
þingsins
Samkvæmt beiðni forseta Þjóð
r3eknisfélagsins, sem var lögð
fram á aðalfundi deildarinnar
Sna&fell við Churchbridge, Sask ,
Var málið um tímabreytinguna
rætt, og samþykkt gerð um það,
menn teldu sumartímann
heppílegri til þinghalds. Eg veit
a^ fulltrúi deildarinnar leggur
Samþykkt þessa fyr-ir næsta þing;
fiaun því leiða þetta mál hjá
^ér að öðru leyti en því, að
eg vil benda á það, sem gæti haft
Þýðingu í þessu máli.
Vetrarferðir frá fjarliggjandi
stöðum eru ávalt erfiðari og
kostnaðarsamari en að sumrinu.
^tenn verða uppdúðaðir, og lesta
gangur óþægilegur. Menn hafa
Sett upp sumar-keyrslutæki sín
^r^r veturinn; fénaður allur á
gjof, og nálega ómögulegt að
,a menn í skiptum um þann tíma
ars- Með vorinu fá menn “vængi”
°g geta þá ferðast með litlum
kostnaði, og það eftir hentug-
leikum. Þá leggja margir í ferða-
lög, sem ekki komast að heiman
að vetrinum. Þá er langur dag-
ur, og lítil hætta að fara dag-
fari og náttfari; ekki er að verj-
ast kuldanum. Get líka hugsað
mér að fulltrúar frá fleiri en
einni deild gætu gert með sér
ferðafélag, svo að ferðakostnaður
yrði minni fyrir alla. Get eg
óttast, að ef haldið er sama tíma
fyrir þingið og verið hefir, að
menn á fjarliggjandi stöðum trén
ist upp á að sækja það; eg vildi
benda á þessa hættu.
Það mun allra vilji, að mönn-
um sé gert svo létt um ferða-
lagið, að fulltrúar frá öllum
deildum fái setið þingið.
S. S. C.
VIÐHAFN ARMIKIÐ
OG FJÖLSÓTT BRÚÐKAUP
i
Síðastliðið föstudagskvöld,
voru gefin saman í hjónaband í
Fyrstu lútersku kirkju, að við-
stöddum miklum mannfjölda,
þau Miss May Isfeld hjúkrunar-
kona, og Mr. Dallas Medd, ætt-
aður frá Winnipegosis. Brúðurin
er einkadóttir þeirra Mr. E. A.
Isfeld, forstjóra, og frú Bjargar
Isfeld, píanókennara, sem heima
eiga að 668 Alverstone Street hér
í borginni. Brúðguminn, sem er
sonur þeirra Dr. og Mrs. A. E.
Medd í Winnipegosis er nýútskrif
aður í læknisfræði af Manitoba
háskólanum, og gegnir herlæknis
störfum.
Séra Valdimar J. Eylands fram
kvæmdi hjónavígslu athöfnina.
Sólóisti var Gladys Whitehead,
en við hljóðfærið var Mr. Leon-
ard Heaton.
Svaramenn voru Marjore
Colpitts og Harry Stevenson.
Til sætis leiddu í kirkjunni
Gurth Hemenway og Jack
Bowdin.
^ Að aflokinni hjónavígslu, kom
saman mikill mannfjöldi á heim-
ili foreldra brúðarinnar, þar sem
ríkmannlegra veitinga var neytt.
Brúðhjónunum barst mikið
verðmætra gjafa; ein gjöfin skar
sig úr, en það var rödd móður-
systur brúðarinnar, frú Rósu
Vernon í Toronto, sem sungið
hafði á hljómplötu tvö yndisleg
lög, við undirspil Miss Öldu
Pálsson í tilefni af brúðkaupi
þessara glæsilegu, ungu hjóna.
Þau Mr. og Mrs. Medd fóru til
Minneapolis í nokkurra daga
dvöl þar syðra. Lögberg flytur
þeim innilegar hamingjuóskir.
FIMM SKIPUM SÖKT
SKAMT FRÁ LANDI
Flotamálaráðuneytið í Ottawa,
hefir nýlega birt þá fregn, að
kafbátar hafi sökt fimm skipum,
þar á meðal smáu, canadisku her-
skipi, tiltölulega skamt undan
ströndum Nova Scotia; vegna
öryggis, er ekki nánara skýrt frá
þessum atburði; um sama leyti
var þess jafnframt getið, að
canadiskt herskip hefði sökt
þýzkum kafbát eftir all langan
eltingarleik.
CAN ADAMENN
VINNA HREYSTIVERK
Frá París var útvarpað á mánu
daginn þeim fréttum, að 1. her-
fylki Canadamanna hefði sýnt af
sér frábæra hreysti í baráttunni
um Ruhr dalinn; átti þessi harð-
snúni flokkur vestrænna bardaga
manna þá einungis eftir ófarnar
30 mílur að takmarki sínu; menn
þessir ösluðu upp í mitti yfir
flóð og foræði, og létu aldrei
bilbug á sér finna þótt yfir þá
dyndi sýknt og heilagt geigvæn-
leg kúlnahríð úr fallbyssukjöft-
um óvinahersins; þeir sprengdu
til agna hin öflugustu varnar-
virki Þjóðverja á þessum vett-
vangi stríðssóknarinnar; svo var
ilt í veðri meðan á þessu stóð,
að flugvélar sameinuðu herjanna
fengu litla aðstoð veitt; ekki
létu Canadamenn það mikið á
sig fá, heldur héldu striki eins
og ekkert hefði í skorist.
BUDAPEST GEFST UPP
Stalin marskálkur gerði yfir-
lýsingu um það á mánudaginn,
að hófuðborg Ungverjalands,
Budapest, hefði þá alveg nýverið
gefist upp, og fallið rússnesku
herjunum í hendur; umsát Rússa
um borgina hafði staðið yfir í
fjörutíu og átta daga. Budapest
er 17. borgin, sem leyst hefir ver-
ið undan ánauðaroki Nazista á
meginlandi Norðurálfunnar.
ÞRÍVELDAFUNDINUM
LOKIÐ
Fundinum milli þeirra Churc-
hill, Stalins og Roosevelts, sem
skýrt var frá í síðasta blaði, er
nú lokið; hann var haldinn á
Krímskaga; fyrst og fremst voru
það hernaðaraðgerðir, sem til
umræðu komu, varðandi stríðið
við þýzka Nazista; var og rætt
um framtíðarhorfur Þýzkalands,
og það gefið í skyn, að landinu
verði skipt í- fjögur fylki, er
Rússar, Bretar, Bandaríkjamenn
og Frakkar taki að sér að stjórna
fyrst um sinn. Rússar krefjast
nokkurs hluta af Póllandi, en
vilja bæta þeim upp hallann með
sneið af Þýzkalandi.
FRAKKAR GERA
RÁÐSTAFANIR GEGN
GYÐINGAHATRI
Andre Tixier, innanríkisráð -
herra Frakklands, hefir tilkynnt,
að gripið verði til skjótra ráð-
stafana gegn samtökum Gyðinga
hatara.
Yfirvöldin ætla að láta fram-
kvæma húsrannsóknir á heimil-
um og í skrifstofum og hand-
taka, ef þörf krefur, forystu-
menn hins nýstofnaða “banda-
lags til varnar hagsmunum
þeirra, sem keypt hafa fyrirtæki
Gyðinga”.
Þetta bandalag hefir mótmælt
því, að þessum fyrirtækjum sé
skilað aftur til Gyðinga þeirra,
sem áttu þau.
Það hefur sent ráðherranum
áskoranir, dreift flugritum með
samskonar óhróðri gegn Gyðingc
um og nazistar hafa beitt nú.
SLÆR I BRÝNU
Á föstudaginn var, sló í alvar-
lega brýnu í fylkisþinginu, milli
þeirra S. J. Farmers, leiðtoga
C.C.F. þingflokksins og Garsons
forsætisráðherra. Mr. Farmer
úthúðaði stjórninni fyrir þröng-
sýni og afturhald, og kvaðst enga
ástæðu sjá til þess, að fólkið í
Manitoba gæti ekki búið við hlið-
stæða þróunarlög við þau, sem nú
væri í virkri framkvæmd á New
Zealand; fauk þá nokkuð í Mr.
Garson, og sagðist hann furða
sig á því að maður með jafn-
langa lífsreynslu og Mr. Farmer,
skyldi enn eigi hafa áttað sig á
þvi, að Manitoba væri fylki með
takmarkað valdsvið, þar sem
New Zealand væri fullvalda
þjóð, er gæti látið þing sitt setja
hverja þá löggjöf, er henni byði
við að horfa.
ENN ÓRÁÐIÐ UM
SAMBANDSKOSNINGAR
Þess var alment vænst, að 1
lok síðustu viku mundi það vitn-
ast hvenær sambandsþing yrði
rofið og kosningadagur ákveð-
inn; enn er þó alt á huldu um
þetta mál, og það gefið í skyn,
að kosningarnar geti eitthvað
dregist vegna breytts viðhorfs
í stríðinu, og risasókn Canada-
hersins á vesturvígstöðvunum;
en eins og vitað er, hefir Mr.
King lýst yfir því, að þing verði
undir öllum kringumstæðum
rofið fyrir þann 17. apríl næst-
komandi, en þá rennur kjörtíma-
bil þingsins út.
Frá sendiráði íslands í Washingten
5. febrúar, 1945.
Herra ritstjóri:
Sendiráðið óskar þess, að lesendum íslenzku blaðanna sé
gjört það kunnugt, að í lok janúarmánaðar hófust reglulegar
sendingar flugpósts milli New York og Islands. Verða fyrst um
sinn flutt 100 pund af pósti vikulega til Islands og frá íslandi.
Bréf á milli landanna ættu nú ekki að vera lengur en viku
á leiðinni í stað þess að bréfin voru oft áður tveggja til þriggja
mánaða gömul er þau náðu viðtakanda.
Fyrsti almenni flugpósturinn var sendur frá Islandi þann
25. janúar. Til gamans skal skýrt frá því að þann dag ritaði
póst- og símamálastjóri Guðmundur Hlíðdal mér bréf og var það
móttekið í New York 27. janúar, en bréfið bárst mér ekki í hendur
fyr en 1. febrúar og hafði það því verið meira en helmingi
lengur á leiðinni frá New York til Washington en frá Revkjavík
til New York.
Þá vil eg ennfremur skýra frá því að Alþingi samþykkti
einróma hinn 24. janúar heimild fyrir ríkisstjórn íslands til að
gera samning við ríkisstjórn Bandaríkjanna um loftflutninga.
Samkvæmt þessari heimild voru samningar um þetta efni form-
lega undirritaðir í Reykjavík hinn 27. janúar af sendiherra «
Bandaríkjanna í Reykjavík Mr. L. G. Dreyfus og utanríkisráð-
herra íslands Ólafi Thors.
Samningurinn gekk í gildi hinn 1. febrúar, en ekki er búist
við að reglulegar flugferðir geti hafist fyr en að lokinni styrjöld-
inni í Evrópu. Bandaríkin hafa mikinn hug á flugi til íslands
og áfram til Evrópu og Islendingar 'hafa í hyggju að reka flug-
ferðir með eigin flugvélum og íslenzkum áhöfnum milli íslands
og Ameríku.
Með beztu kveðjum,
Thor Thors.
Vestur-íslendingur í Reykjavík vegna innkaupa
á rafmagnsefni
í gærmorgun kom hingað flug-
leiðis frá New York, Grettir
Eggertsson rafmagnsverkfræð-
ingur. Mun hann dvelja hér í
tvær til þrjár vikur til að kynna
sér ýms mál í sambandi við inn-
kaup okkar á efni til rafveitna
og rafmagnsmála landsins yfir-
leitt. Hefir hann verið “teknisk-
ur” ráðunautur Thor Thors sendi
herra í Washington um þessi mál
undanfarin þrjú ár.
Á meðan Grettir dvelur hér
á landi mun hann hafa nána
samvinnu við Steingrím Jóns-
son rafmagnsstjóra og Jakob
Gíslason, forstjóra rafmagnseft-
irlits ríkisins og ennfremur
ræða við forystumenn ríkis og
bæja um framkvæmdir í raf-
magnsmálum.
Blaðamenn hittu Grettir Egg-
ertsson sem snöggvast í Hótei
Borg í gærkvöldi.
Það má segja, að tilgangur
með komu hans hingað sé tví-
þættur, annarsvegar að kynna
sér ástæður og þarfir okkar
vegna rafmagnsframkvæmda o^
hinsvegar að gefa ráðandi mönn-
um hér skýrslu um hvernig
horfur eru á því vestra að fá
nauðsynlegt efni til framkvæmda
í rafmagnsmálum.
Talsvert af rafmagnsefni var
með Goðafossi er honum vav
sökt. Var það efni til Keflavík-
urlínunnar og rafstöðvarinnar á
Isafirði. Taldi Grettir, að bráð-
lega myndi fást efni í stað þess,
sem þar týndist.
Grettir Eggertsson er sonur
Árna Eggertssonar heit. í Win-
nipeg, en Árni er kunnur hér a
landi m. a. fyrir áhuga sinn fyrir
Eimskipafélaginu. Sat hann lengi
í stjórn Eimskipafélags Islands.
— Grettir kom með föður sípum
hingað til Islands 1919.
Hann var kjörinn formaðu:
Islendingafélagsins í New York
og gengdi því starfi þar til á
síðasta aðalfundi félagsins, 13.
þ. m. er hann sagði af sér.
Grettir sagði allt gott að
frétta af íslendingum 1 New
York. Kvaðst hann hafa verið
beðinn fyrir fjölda kveðjur “og
væri það langur listi”.
Þann 13. þ. m. hélt íslendinga-
félagið samsæti í Henry Hudson
hótelinu í New York til heiðurs
Thor Thors sendiherra og frú
hans. Sátu það hóf 150 manns.
Þar voru einnig gestir íslendinga
félagsins þeir Hallgrímur Bene-
diktsson, stórkaupmaður og dótt-
ir hans, dr. Oddur Guðjónsson,
Eggert Kristjánsson, stórkaup-
maður og Guðmundur Hlíðdal
póst- og símamálastjóri.
Mbl. 25. jan.
SAGT UPP VINNU
Nýlega hefir þúsund manns
verið sagt upp vinnu hjá Slátur-
félögunum í Winnipeg, og óvíst
um nær þeir verði teknir til
baka; hefir þetta að vonum, vak-
ið eigi alllítinn ugg hér í borg-
inni, og þess vænst, að stjórnar-
völdin taki í taumana.
RÚSSAR 'Á HANDAHLAUPI
Svo ört miðar rússnesku herj-
unum áfram, að líkja má við
það, sem kallað var handahlaup
í forna daga; þeir eru nú komn-
ir vel á veg til Dresden, hinnar
fornu höfuðborgar Saxlands, og
geysa nú áfram meðfram Bober-
ánni á 25 mílna svæði. Berlínar-
útvarpið skýrir frá því á mið-
vikudagsmorguAinn, að af þess-
ari nýju leiftursókn Rússa í átt-
ina til Dresden, stafi Þýzkalandi
hinn mesti háski.
LÆTUR AF EMBÆTTI
Ríkisritari sambandsstjórnar-
innar, Mr. McLarty, hefir lýst
yfir því, að hann leggi niður
ráðherraembætti sitt fyrir næstu
sambandskosningar, og verði
ekki í kjöri á ný; hann er að
sögn, næsta heilsutæpur, en hitt
er jafnframt talið víst, að hon-
um verði komið fyrir í efri mál-
stofunni, og að með því hljóti
hann trúrra þjóna verðlaun.