Lögberg - 08.03.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.03.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 8. MARZ, 1945 7 lesendurnir Reykjavík, björt og hlý Stúlkur og drengir: t síðasta kafla sagði eg ykkur frá heitu uppsprettunum á Is- landi — laugunum og hverun- um. Þegar Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður íslands sigldi inn Faxaflóa, fann hann ondvegissúlur sínar í vík einni °g þar byggði hann bæ sinn. Skammt þar frá eru heitar upp- BPrettur og það lagði reyk af þeim. Þetta hefur Ingólfi og félögum hans þótt undarlegt, því 1 Noregi eru engar laugar • né hverir. Þess vegna kallaði Ingólf- ur bæ sinn, Reykjavík. Nú er Reykjavík höfuðborg ís- lands og þar býr nú meira en þriðjungur landsmanna. Laugar og hverir eru víðsveg- ar um alt landið eins og mörg staðanöfn benda til — Reykja- nes, Reykir, Reykholt, Reykja- hverfi, Hveravellir, Hveragerði, Laugaland o. s. frv. Fyrrum voru þessar heitu upp- sPrettur notaðar mest til þvotta. Konur í Reykjavík fóru oft með þvottinn sinn út að laugunum og þvoðu hann þar. Nú þurfa þær ekki að gera þetta lengur. Nú er búið að leggja pípur og veita hoita vatninu inn í öll hús í Keykjavík svo þær fá alt það ^eita vatn, sem þær þurfa til þvotta og matreiðslu, með því að snúa krana. Áður fyrr var brent miklu af kolum í Reykjavík til þess að hita upp húsin. Kol eru þar í háu ýerði, því þau eru flutt inn frá óðrum löndum. Kolareykurinn lá °ft yfir borginni og spilti and- rúmsloftinu. Nú eru öll hús í Reykjavík hit- uð upp með laugavatni og borg- arbúum þannig sparað mikið fé. Og nú er kolareykurinn í Reykja vík horfinn og það er orðið bjart yfir borginni. Orðasafn. heitar uppsprettur — hot springs landnámsmaður — pioneer, settler öndvegissúla — high-seat post vík — bay byggði — built skammt — short distance reykur — steam, smoke félagar — companions undarlegt — strange höfuðborg — capital city þriðjungur — third staða nöfn — place names þvottur — washing leggja pípur — lay piping veita — convey matreiðsla — cooking kol — coal verð — price flutt inn — imported spara — save fé — money andrúmsloft — atmosphere, air horfin — disappeared bjart — bright Heilrœðisvísur Hallgríms Péturssonar. Hugsaðu um það helst og fremst, sem heiðurinn má næra; aldrei sá til æru kemst, sem ekkert gott vill læra. Lærður er í lyndi glaður, lof ber hann hjá þjóðum; hinn er ei nema hálfur maður, sem hafnar siðum góðum. Stúlkur og drengir: Gleymið ekki að klippa þessa kafla úr blaðinu og líma í bækurnar ykk- ar. Huldukona... HJÁLMAR M. DAVIDSON AMM3-C Fallinn í stríðinu 25. nóv., 1944. Sunnudaginn 18. febrúar, fór fram hátíðleg minningarathöfn í hirkju Garðar-safnaðar, til minn- lngar um ungann, fallinn sjóliðs- ^ann, Hjálmar M. Davidson AMM3/C, er var meðlimur Garð- ar-safnaðar. Séra Haraldur Sig- ^r, sóknarpresturinn, stjórnaði þessari athöfn, sem fór fram á ensku máli, og flutti minningar- raeðu. Fjölmennur kór söng sálm- ana, og Mr^ G. S. Goodman frá ^Llton söng einsöng. Viðstaddir v°ru “members of the Edinburg Keagion Post”, og tóku nokkurn þátt í athöfninni. Við athöfnina afhenti séra Haraldur föður hins látna, Magnúsi Davidson, stór- ann og fagrann Bandaríkjafána, 8j°f Bandaríkjanna til þess, sem nasst stendur hinum látna. ÖIl systkini hins látna ásamt með föður sínum, gátu verið viðstödd; °§ næsta mikið fjölmenni tók þátt í athöfninni. Fór athöfnin fram með prýði, og yfir henni hvíldi blær hátíðleiks, helgi og Saknaðar. Kjálmar Matthías Davidson ^æddist í Gardar-byggð 29. maí Hann féll í stríðinu á Suð- Ur'Kyrrahafs vígstöðvunum 25. n°vember 1944. Foreldrar Hjálm- ars voru, Magnús Davidson, éridi í grend við Gardar, og ^eirini kona hans Guðrún eykjalín Davidson, er andaðist árið 1920. Hafði hann lokið námi í heimaskólanum, og síðan starf- að heima á búgarði föður síns, að mestu leiti, þar til að hann innritaðist í sjóher Bandaríkj- anna 17. september 1942. Hann hvarf frá Bandaríkjunum áleiðis til vígstöðvanna í október 1943, og féll eins og áður er sagt 25. nóvember 1944. Auk föður síns eftirlætur hann 7 systkini: Davíð, í Cavalier, N. D. Hann er kvæntur Gróu Jack- son frá Svold. Friðrik, kvæntur hérlendri konu, og starfar hjá stóru kaupsýslufélagi í Minnea- polis, Minn. Sigurbjörg Anna, kona Magnúsar Ásmundson, Milton, N.D. Thordís kenslukona í Edinburg, N.D. Kristín og Jón heima, Halldór í Grafton. Elsti bróðir Hjálmars, Sigur- björn að nafni dó í fyrra heims- stríðinu. Tvö systkini dóu í æsku. Hjálmar sál., var, sem sagt meðlimur í Gardar-söfnuði ásamt með heimilisfólki sínu, og var á sínum tíma fermdur í þeim söfnuði. Hann var góður dreng- ur og ljúflyndur eins og hann átti kyn til. Duglegur var hann og vinnugefinn; heilsugóður og hraustur. Hann hafði á sér hið bezta orð í hernum, var stiltur, hugrakkur og ráðagóður. Bæði yfirmenn hans í hernum og sam- verkamenn og félagar, skrifuðu fólki hans, að honum látnum, og dáðu hugprýði hans og hæfileika. Lýsti sér mikil velvild og vin- semd í hans garð í þeim bréf- um. Almennur söknuður og samúð með fjölskyldunni í þeirra sáru sorg var augljós. Blessuð sé minn ing hins látna. H. S. ŒVIÁGRIP Þorbergina Myres 1876—1945 hneigð, þó ekki væri oft mikill | tími til lestrar i>rir hina um- hyggjusömu og starfsömu hús- móðir. Hún var trúuð kona og [ trú, og stárfaði í kirkju sinni og kvennfélagi af einlægni og áhuga ! þegar kraftar og tækifæri gáfust | til. Hún lét sig og varða önnur velferðarmál sveitar sinnar. Þó má segja að heimilið hafi verið hennar aðal starfssvið. Þar lagði hún fyrst og fremst fram krafta | sína. Með umhyggju fyrir velferð heimilisins, og einlægri ástúð til | eiginmanns og barna, lagði hún örlát fram krafta sína til að hlynna sem bezt að heimilinu og velferð fjölskyldunnar. Og þar fórst henni alt vel og myndarlega | eins og líka út á-við. Mánudaginn 12. febrúar and- aðist Þorbergina Myres, eigin- kona J. J. Myres, bónda austur af Mountain, N.-Dak. Hún dó á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, þeirra Mr. og Mrs. James Innis á Mountain, eftir langa og þunga sjúkdómslegu. Hafði hún verið rúmföst nærri þrjú ár áður en andlát hennar bar að. Þorbergina sál. fæddist í Aust- urdal í Seyðisfirði á íslandi, 7. maí 1876. Foreldrar hennar voru Björn Geirmundsson Austmann og Guðrún Jónsdóttir. Hún flutt- ist til Ameríku með foreldrum sínum og einum bróður árið 1886. Þeim var fagnað og þegar veitt heimili hjá systur hennar og tengdabróður, þeim Mr. og Mrs. Jóhannes Thordarson, er bjuggu í grend við Svold, N.-Dak. Þar átti hún heíma nokkur ár, gekk á skóla að vetrinum en vann úti að sumrinu. 1 desembermánuði árið 1893 giftist Þorbergina Jónatan Dínus syni, ungum bónda í Svold bygð. Þau bygðu þar gott heimili, og tóku sinn þátt í kirkjustarfi og öðru félagslífi sveitar sinnar. Þau hjón eignuðust fjögur börn. Þrjú dóu í æsku, en einn sonur lifir móður sína. Eiginmann sinn Jónatan Dínusson, misti hún 11. febrúar 1901. Fyrsta dag desember mánaðar árið 1902, giftist Þorbergina i annað sinn, og gekk að eiga Joseph Jónsson Myres frá Mountain, N.-Dak. Þau bjuggu svo áfram á búgarði hennar þar til árið 1918, en þá fluttu þau á búgarð foreldra Josephs, tvær mílur austur af Mountain, og þar bjuggu þau ávalt síðan við vax- andi velmegun. Þau voru með- limir í Víkursöfnuði á Mountain, og hún í kvennfélaginu á Mount- ain, og tóku þar sinn þátt í kirkju lífi og öðru félagsstarfi sveitar- innar. Þau Þorbergina og Jóseph eignuðust 5 börn. Tvö dóu í æsku. En nú lifa hana ásamt með eiginmanninum þessi fjögur börn: Andrés Sigurbjörn Dínus- son, kvæntur Ingibjörgu Vivat- son í Svold bygð; Jón J. Myres Jr., kvæntur Emily Vatnsdal, eru þau búsett í San Diago, Calif. Guðrún (Mrs. James Innes) á Mountain, N.-Dak., og Josephine Begga (Mrs. Theo. Vatnsdal) bú- sett nærri Hensel, N.-Dak. Hún eftirlætur einnig 12 barnabörn. Á lífi eru þrjár systur hennar, Mrs. Jóhanna S. Thordarson í Svold bygð, Mrs. Guðrún Nord- man í Winnipeg, Man., og Mrs. Thóranna Einarson í Árborg, Man. Líka lifa tveir bræður henn ar, Ásmundur Eastman í Árborg, Man., og Sigurbjörn Eastman í Akra, N.-Dak. Eins og áður er getið var hin látna mj ög farin að heilsu síðustu, þrjú eða jafnvel fjögur ár ævinn- ar. Á þeim tíma naut hún ást- ríkrar umönnunar og aðhjúkrun- ar eiginmanns síns og barna. Allra mest varð það þó hlutskift' dóttur hennar, Guðrúnar Innes, að hlúa að henni og hjúkra henni, sem hún og gjörði af mikilli ástúð og umhyggjusemi. Síðasta árið var hún á heimili Mr. og Mrs. Innes á Mountain, og dóttir henn- ar stundaði hana þar áfram af umhyggju og nærgætni. Þorbergina sál. Myres, var ein af hinum íslenzku ágætiskonum þessarar sveitar. Hún var vel gef- in, um margt vel að sér og bók- Mrs. Myres var góðlynd og góðgjörðasöm kona. Gestum sín- um tók hún ávalt með mildri risnu; og var gott á heimilið að koma ávalt; því þau hjónin með börnum sínum áttu þar sameigin legt að vera gestrisin og taka gestum sínum sérlega vel. Þegar eitthvað amaði að heima fyrir hjúkraði hún og hjálpaði af alúð, | umhyggjusemi og kærleik. Þann- ig hjúkraði hún tengdaföður sín-1 um, Jóni J. Myres í banalegu hans af mikilli prýði og miklum kærleik. Á sama hátt kom hún sífelt fram gagnvart öllum sín- um, og þeim er hún átti kost á að liðsinna, þegar þörfin kall- aði. Þegar svo að hennar eigin heilsa bila,ði og kraftarnir voru að þrotum komnir, og hún varð að bera svo lengi hina þungu byrði síns sára sjúkdóms, var hún stilt, hugprúð og þolinmóð; og tók því er verða vildi með einlægu trausti til Drottins síns, sem hún af hjarta reiddi sig á| bæði í blíðu og stríðu. Útför Þorberginu sál. Myres I fór fram mánudaginn 19. febr., frá heimili þeirra hjónanna, austur af Mountain, og frá Vík- urkirkju í Mountain. Öll börn hennar ásamt með eiginmannin- um gátu verið viðstödd, þar með l Jón sonur hennar frá Californiu. | Margir fylgdu hinni látnu vin- sælu konu til grafar, og sýndu I með því velvildarhug sinn til hennar og fólks hennar, og með- líðan með syrgjendunum á þeim tíma sorgarinnar og saknaðarins. [ Mikil og fögur blóm prýddu lík- kistu hennar og minningargjaf- ir voru fram bornar af ýmsum I til að heiðra minningu hennar. Eiginmaður hennar, Jóseph J. J Myres og börn þeirra með hon- um, lögðu þar fram fimm hundr- uð dollara minningargjöf, til I minningar um hana, og tengda- foreldra hennar, sem nú eru fyrir æði löngu látin, þau Jón J. og Ragnhildi S. Myres. Var þessi minningarsjóður gefinn til hins fyrirhugaða gamalmennaheimilis hér í Pembina-sýslu. Skildi sú gjöf vera upphaf að minningar- sjóði, er sú ^yrirhugaða stofnun hefði framvegis með höndum, sem aðrir eftir óskum gætu síðar lagt minningargjafir í. Þótti þetta fagurlega gjört af fjölskyldunni | við útför hinnar elskuðu eigin- konu og móður. Séra Haraldur Sigmar, sóknar- j presturinn, stjórnaði útfararsið- unum, talaði bæði á ensku og ís- lenzku og jarðsöng hina látnu. [ Blessuð sé minning hennar. H. S. STAKA Ættjörð kærri ást og mátt áttu að helga, frónska kona, og bera merkið heiðurs hátt, hamingjunnar treysta mátt, efla sérhvern andardrátt allra bestu þjóðarsona. Ættjörð kærri ást og mátt áttu að helga, frónska kona! • S. R. S. ....Wlllll \ Þjóðræknisþingið 1945 i. Hér mætumst vér enn til að inna vor heit, við ættlandið fjarlæga, kæra. Vér veljum oss fríðan og friðsælan reit, í fögnuði hjörtun að bæra. Vér sækjum vort hjartkæra, heilaga þirig, og höldum vor ættarlands minni, því það er vor sálræna sannfæring að svölun hér andi vor finni. Hér fólk hefir þingað í fjórðung úr öld — ei fallið úr minni það getur. Vér lesum í sameining sögunnar spjöld vort samtíðar ætternis letur. Þó íslenzka vor sé oft bjöguð og bág, og barnalegt margt, er vér segjum, þá ber hún það lífsmark, er sífelt má sjá að sjöfalt er betra en þér þegjum. « Því oss er svo kunnug vor ætternis rót, sem íslenzka málið oss greinir, að sérkenni vor setja á manndóm vorn mót, er mál vort og hegðun ei leynir. Hvað verður vor saga? Hún var, og hún er, sem vorblóm á lífstrésins greinum. Sú eilífa táknmynd, sem ætternið ber. Vér ei vorum getnir í meinum. ISLAND II. Mennirnir fæðast — og mennirnir deyja, en minningar lifa. Hetjurnar falla — sauðirnir sofa, en sagnfróðir skrifa. Föðurlandsástin er vináttu vottur, og viljinn að lifa er æðsta lífslögmál, sem ei getur dáið og örlög né bifa. Ó, Island! — kæra ísland! þú átt vora sál, vor hjörtu, vorn heila, vorn muna, vort mál! Vér fögnum, vér gleðjumst! hvert framfara stig, er örugg þú gengur, sem upphefur þig. Þín framsóknar menning í mörg hundruð ár, er króna þíns þjóðlífs, þó kostaði tár. Þinn óður og list, er þitt menningar mark; þín framfaraþrá, búin karlmensku kjark. Þér menningarsólin í suðrinu skín, og seytjándi júní er verðlaunin þín! III. Vinarorð úr Vesturheim verða kveðin þjóðum tveim. Tveggja þjóða tengiband — telja sama fósturland. ísland! — ísland! — eitt er málið, hugar sál! Sigur-rúm — í söng og óð! Sigurrúnir dýrri þjóð! Fjöllin, dalir, fell og háls flytja óm ins dýra máls. Fossar kveða regin-rún — rökkurljóð um eng og tún. Urðarorð ungri storð! endur-rís og frelsis blys! Syngja aldnir, syngja börn, Svanur á heiði, Már á tjörn. Eigin stjórn, af svinnum sett — setur þjóðlífs “hæsta rétt”. Viturlega valdi dreift, vinskap inn í sálir greipt. Bræðralag, lýð í hag, lýsir braut og eyðir þraut! Bróður-andinn, ár og síð, æðst er prýði kristnum lýð. Vinarorð frá Vestubstorð, valin þér in dýrstu orð, samhygðar í þungri þrá þig að mega aftur sjá. Andleg sýn! skært er skín — skapadóma fegurst blóm! “Guð vors lands!” — í lífi og deyð. “Lands vor guð!” — í sorg og neyð. S. E. Benedictsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.