Lögberg - 08.03.1945, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.03.1945, Blaðsíða 1
PHONE 21374 ( A Complete Cleaning Institution NÚMER 10 Yfir tvö þúsund manns sóttu samkomur Þjóð- fœknisfélagsins. Freklega sex hundruð manns hlýddu á ræðu Dr. Briems Urnsögn í fyrri viku náði að-' eins fram að íslendingamóti fróns, sem haldið var í Fyrstu lútersku kirkju, og verða menn vafalaust á eitt sáttir um það sá mannfagnaður hafi tekist nieð ágætum; aðal aðdráttarafl- fÓ var vitanlega Dr. Helgi P. ^riem; flutti hann við þetta taskifæri þá íturhugsuðu og stór- fróðlegu ræðu, sem nú er hér óirt á öðrum stað í blaðinu; kom Pað glöggt í ljós af hinu mikla Jófaklappi, hve vel ræðan féll ninum geysimörgu samkomugest um í geg p)r_ Briem eignaðist fjölmennan hóp vina á hinni angt of stuttu dvöl sinni á þess- am slóðum, og vonandi kemur nann hingað í aðra heimsókn áð- Ur en langt um líður. Mr. Guðmann Levy, forseti ^rons, hafði samkomustjórn með nöndum, og setti þetta myndar- lega mót með prýðilegum ávarps °rðum. Hr. Árni G. Eylands, rit- stjóri frá Reykjavík, flutti fagur- yrt og vinsamlegt kveðju ávarp, Einar p. Jónsson las frumort fvæði, Karlakór Islendinga í 'finnipeg, undir stjórn Sigur- jörns Sigurðssonar, skemmti með prýðilegum söng, en herra Alex Johnson söng sóló í Eára blá”. Mr. Kerr Wilson, sem ®v° oft áður hefir skemmt ís- endingum með sinni blæfögru ^ódd, átti íhyglisverðan þátt í aminstri skemmtiskrá, og varð að syngja tvö aukalög. , Til nýmæla má það teljast, að 1 Petta sinn söng Karlakórinn jjýsamið lag eftir herra Halldór • 'Swan, við ljóð eftir Hall agnússon; var laginu tekið hið bezta. Dr. Beck flutti mergjað heilla- °ska ávarp til deildarinnar Frón. Eíðast, en ekki sízt, ber að Uefna einsöng Margrétar Helga- f°n frá Mikley, er blátt áfram eillaði hlustendur sína með S.!nni tæru og vaxandi rödd; við a°ngvana aðstoðuðu Miss Snjó- aug Sigurðson, Mrs. Kerr Wil- s°n og Miss Þóra Ásgeirsson. Um veitingar á samkomunni annaðist Kvenfélag Fyrsta lút. naðar, og verður ekki nema eitt um það sagt, að þar færi Saman, jöfnum höndum, ágætar Vlstir og fyrirtaks afgreiðsla. Eftir að borðum var hrundið, Var stiginn þjóðræknisdans í nodtemplarahúsinu við mikið l°lmenni, fram eftir nóttinni. Meira í næsta blaði. ^OSSAR lÐ BALTISKA HAFIÐ rá London var símað á mánu- agsmorguninn, að rússneskar ersveitir væru á breiðu svæði s 0lUnar að Baltiska hafinu,’ og o að segja í skotfæri við hafn- . 0r§ina Stettin; það fylgdi . unig sögu, að Rússar hefðu ^r°að inni um 200 þúsund þýzka rmenn í Danzig og norðaustur heU anum af Pomeraníu; þecsar Vafrnaðaraðgerðir Rússa hafa he \aUS^ §reitt veg rússneskum au t UrUm’ sem Eækistöð eiga á haf Ur^nkkum Oderfljóts, og það fra ^ markmiði, að kóma beint man að Berlín, og er vega- ® m Þangað ekki nema lið- lega 30 mílur. Rússar hafa tekið járnbrautarbæinn Stargard, sem er einungis í 20 mílna fjarlægð frá Stettin. Rússnesk hernaðarvöld láta þess getið hve þýzki herinn sé auðsæilega farinn að kikna í knjám; þýzkir fangar séu magrir og yfirhöfuð afar illa til reika. Sœmdur D.F.C. F.O. Harold G. Grant Þess hefir ekki verið getið í ís- lenzku blöðunum, að þessi ungi og hugdjarfi maður, var ekki alls fyrir löngu, sæmdur heiðurs- merki lofthersins er merkt er með stöfunum D.F.C. (Disting- uished Flying Cross). Krossinn fékk hann í viðurkenningar- skyni fyrir framúrskarandi hug- rekki, er hann sýndi í einni ferð sinni í ásóknunum á Cologne í Þýzkalandi. -Er þessari ferð hans lýst í enskum blöðum á þessa leið: “Skömmu eftir að sprengjun- um hafði verið varpað, var loft- far hans hitt með spcengikúlu, og eyðilagðist þá einn mótorinn; og nærri því í sama augnabliki fékk loftfarið aðra kúlu er hitti annan mótor, sem vpnum bráð- ar fór alveg úr lagi; báðir skot- turnar höfðu verið laskaðir svo, að þeir voru ónotanlegir og einn- ig nokkuð af mælingarverkfær- unum. Skipið tapaði fluginu og tók að falla til jarðar, svo eina ráðið sýndist vera, að reyna að leita lendingar einhverstaðar á óvina grund. En þrátt fyrir allt þetta hélt F.O. Grant sínu sama stryki og lenti sínu laskaða loft- fari á flugvelli í heimalandinu. Stilling hans og hugrekki í þess- um þrautum hefir sett það met, að eigi verður hærra leitað.” F.O. Grant er aðeins tuttugu og eins árs að aldri; hann er eldri sonur Mr. og Mrs. H. F. Czer- winski er búa að 35 Carlyle Apts., hér í bænum. Yngri bróð- ir hans, Eric Grant, sem einnig er í lofther Canada, er um þessar mundir við nám í Paulson, Man. Bræðurnir skiftu um ættarnafn er þeir innrituðust í Canada-her- inn. Harold Grant er fæddur í Win- nipeg og fékk mentun sína við Somerset og Hugh John Mac- Donald skólann og einnig við Daniel Mclntyre háskólann. — Hann vann í stálverksmiðju hér í bænum áður en hann gekk í herþjónustu árið 1942. Hann fór austur um haf 1943. Harold og Eric eru íslenzkir í móðurætt, dóttursynir Páls heit. Bardal, og frú Halldóru Bardal. Kveðjuskeyti vegna ársþings Þjóðrœknisfélagsins Winnipeg, 26. febrúar 1945. Valtýr Stefánsson, vara-forseti Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík: Tuttugasta og sjötta ársþing Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi, sendir yður og félagsskap yðar hjartanlegar kveðjur; vér metum mikils hina ágætu samvinnu yðar á liðnum árum. Icelandic National League, Winnipeg. Reykjavík, febrúar 1945. Séra Valdimar J. Eylands, Winnipeg: Þjóðræknisfélagið í Reykjavík lætur í ljósi þakkir fyrir vina- kveðju yðar, en þó fyrst og fremst vegna hins ómetanlega braut- ryðjendastarfs meðal fólks af íslenzkum stofni vestan hafs; megi íslenzkur hugur og hjarta samstillast að einu og sama marki hvar, sem leiðir liggja, nú og í framtíð allri. Þjóðræknisfélagið í Reykjavík, Valtýr Stefánsson. Reykjavík, 23. febrúar, 1945. Professor Beek, Grand Forks; N.-D. Hugheilar kveðjur og árnaðaróskir, sendi eg þingi Þjóðræknis- félagsins, forseta þess og stjórn, með ósk um að blessun fylgi störf- um félagsins nú sem fyr. Sveinn Björnsson. Reykjavík, febrúar 1945. Dr. Richard Beck, Grand Forks, N. D. I þakklátri minningu um ógleymanlega dvöl meðal vina í Canada og Bandaríkjunum fyrir ári, sendi eg Þjóðræknisfélaginu mínar beztu óskir um vöxt og viðgang þess í framtíðinni. Sigurgeir Sigurðsson. Washington, D. C., 21. febrúar 1945. Prófessor Richard Beck, Grand Forks, N. D. Bið þig flytja Þjóðræknisfélaginu innilegar kveðjur mínar og einlægar óskir um áframhaldandi gengi Þjóðræknisfélagsins í þeim göfuga tilgangi að tengja bræðraböndin milli íslendinga vestan hafs og austan. Kærar kveðjur. Thor Thors. Kveðja til 26. þings Þjóðræknisfél. isl. í Vesturheimi Flutt af Árna G. Eylands, 26. febrúar, 1945. Herra forseti, Kæru íslendingar, konur og menn! Eg leyfi mér að ávarpa ykkur með þessu. þjóðar-nafni, er eg best veit, þótt þið séuð virkir borgarar þeirra tveggja miklu þjóðfélaga er byggja Norð- ur-Ameríku, við mestan orðstír, og búa hér að sínu við mikinn auð og mikil völd. Samt eruð þið landar okkar sem heima búum og Island byggjum, að ætterni og erfð, gegnum sögu og sögn, gleði og þrautir liðinna alda og geng- inna ættliða, landar okkar í for- tíð og nútíð, og verðið það enn um all-langa framtíð. Slík eru bönd moldar og mannvits, vöggu- stöðva og vona.Slík er helgi trúar og ástar; hún flytur fjöll, brúar höf, breytir steinum í brauð og vatni í vín, ef á þarf að halda, án manngreinarálits og takmark- ana. Tilviljun nokkur ræður mestu um það, að mér veitist sá mikli heiður og sú innilega ánægja, að vera nú staddur hér mitt á meðal ykkar, get séð ykkur, tek- ið í hendina á ykkur, rætt við ykkur og hlustað á starfsnið þeirr ar þrautseigju og elju og baráttu sem hefir gert ykkur fært, um áratugi, að starfa að félagslegum frægðarverkum. Eg er nýkominn frá íslandi eftír því sem títt er að telja, fór frá Reykjavík 12. febrúar. Dag- inn áður en eg fór að heiman átti eg tal við forsætisráðherra íslands, herra Ólaf Thors, bað hann mig þá og föl mér, að bera ykkur öllum kærar kveðjur sín- ar og íslenzku ríkisstjórnarinnar, með þökk fyrir dáð og dyggð, trúmennsku og þrautseigju í starfi og stríði, á umliðnum ár- um og áratugum, og jafnframt að bera ykkur innilegustu árnað- aróskir, um farsæld og framtíð- arsigra í störfum ykkar og félags legum hugðarmálum, bæði sem einstaklingum, og félagi ykkar, Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi. Þá flyt eg ykkur samhljóða árnaðarkveðjur og þakkir frá Þjóðræknisfélaginu á íslandi, með von og ósk um að eflast megi samstarf og þjóðræknisleg viðskipti þessara tveggja félaga, okkur heima til sálubóta og nokk urrar hugarhægðar, er við mynn- umst þess hve lengi og mjög við höfum vangert í þeim efn- um, — og ykkur til einhverrar þægðar, þótt ekki verði nema fátt og smátt. Hamingja fylgi starfsemi Þjóðræknisfélags ís- lendinga í Vesturheimi og allra sem hér leggja hönd á plóginn beint og óbeint. Um leið vil eg mega, þótt á- gengni sé, lofa að fylgja hér með kærri þakkarkveðju til fjölda- margra sem hér eru staddir og margra annara, frá konunni minni og mér, fyrir margvíslega auðsýnda vináttu og veitta gest- risni, sem okkur hefir fallið í skaut án annara verðleika en þeirra að vera af sama berginu brotin, sem þið eruð. Loks flyt eg kveðju, þá kveðju, sem erfiðast er að flytja, og eng- inn veldur að fullu, en eg að engu. Kveðju, sem er öllum kveðjum helgari, kveðju frá ætt- landi okkar allra — íslandi. Blessun þess fylgir okkur öllum, hvar sem við förum, hvert sem við stefnum, og að hverju sem KVADDUR TIL PRESTSÞJÓN- USTU í NORTH DAKOTA Séra Egill H. Fáfnis Prestur íslenzku safnaðanna í Argyle-byggðunum, hefir verið kvaddur til prestsþjónustu hjá söfnuðum Islendinga í North Dakota. þeim, er Dr. Haraldur Sigmar hefir þjónað síðastliðinn aldarfjórðung; hvort séra Egill verður við kvaðningunni, er enn eigi að fullu vitað. í HEIMSÓKN TIL ÆTTINGJA F.O. O. G. Solmundsson F.O. O. G. Solmundsson, sonur þeirra Mr. og Mrs. J. J. Solmunds son, Gimli, sem nú eru bæði lát- in, var nýlega á ferð í heimsókn til systkina sinna, Mrs. J. Terge- sen og Mrs. G. Peterson á Gimli, Franz skólastjóra að Matlock og Báru hjúkrunarkonu, sem aðset- ur hefir í Nova Scotia um þessar mundir. P.O. Solmundsson hefir verið hálft fimta ár í þjónustu flug- hersins; hann er glæsimenni I framgöngu og prýðilegum gáfum gæddur; kopa hans og sonur eiga heima í Vancouver; að líkindum er hann farinn til íslands. vinnum. “Án hennar er auður hismi og hreisi hvert konungs- slot”. Hún fylgi ykkur öllum við óunnin störf, á ókomnum árum, íýns og hún hefir ávalt gert, og aldrei má, né mun, gleymast. Guð blessi ísland og íslendinga hvar sem þá gæfan ber í lánsins leit og hvar sem þeir dvelja, störf þeirra og heimili, ætt þeirra og stöðvar. ' KYRRAHAFSSTRÍÐIÐ Bandaríkjaherinn hefir nú náð fullu haldi á Corregidor, hinni mikilvægu virkisey í Filippseyja klasanum; en þar var það, sem hersveitir McArthurs fundu sig knúðar til að láta undan síga snemma á tíð yfirstandandi Kyrrahafsstríðs, vegna ofureflis af hálfu Japana; sá sigur hefir nú orðið japönsku svikamyllunni skammgóður vermir eins og svo víða annars staðar. Nú hafa Bandaríkjahermenn jafnframt fjóra fimtu hluta Iwo eyjar í höndum sínum, auk þess sem Tokyo sætir svo að segja daglega einni sprengjuárásinni annari meiri; þá hafa og amerískar risa- flugvélar heimsótt Formosa und- anfarna daga og orsakað þar geisileg spjöll. Síðustu fréttir af þessum vett- vangi stríðssóknarinnar herma, að á Iwo-ey hafi Japanir mist nálega 28 þúsundir vígra manna. KÖLN FALLIN Síðastliðinn mánudag tók Bandaríkjaherinn hina forn- frægu borg, Köln, sem er fjórða mesta iðnaðarborg Þýzkalands og víðfræg fyrir listasöfn og hina glæsilegu dómkirkju, senl talin hefir verið í röð allra fegurstu skrauthýsa veraldarinnar. 19 4 4 Yfir landsins breiðu byggðir bjartur og heiður dagur rann, fylktu liði fornar dyggðir, fölskvalaust í hjörtum brann stórra drauma óska eldur, yfir sveitir ljóma brá. Kallaði lýðinn fánans feldur frjálsrar þjóðar Lögberg á. Allir stóðu að einu heiti eftir marga sóknartöf: anna- og friðar-jframa leiti fámenq þjóð við nyrstu höf. Hér er rúm til stórra starfa, stefnan bein á þroskaleið margt að vinna þjóð til þarfa, þessi heill vor allra beið. Okkar biða breiðir vellir, brekkur hlíðar, firðir, mið, ársól hvergi auðnu hellir yfir fegra verka svið. Stöndum hátt á helgu bergi, horfum vítt í sólarátt, beitum kröftum, bilum hvergi, byrjum nýjan aldarþátt! Margt þarf enn að erja og herfa eigi að nýtast gróðurmögn. Sterklega margan stein að sverfa, stíflur hlaða og treysta gögn. Móta og byggja björg úr sandi, búa knerri á dýpstu mið. Framundan er vorsins vandi verk sem þola enga bið. Ámi G. Eylands.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.