Lögberg - 12.04.1945, Blaðsíða 3
LúGBERG, FIMTUDAGINN, 12. APRIL, 1945
3
gömlu þoka fyrir hinum nýja!
rnanni líðandi stundar. Heyrið,
bvað þeir erm að tauta um hann
fyrir munni sér? Þessu hefðum
við raunar aldrei trúað á Jóhann-
es. En sá vingull. Óáreiðanlegur
eins og bylgjan, að ekki sé nefnd-
ur franskur foringi. Heldur
hrökk nú trú hans skammt, að
hún skyldi bregðast, þegar mest
á reið.
Já, þeir, sem engu voga, eru
sefinlega óánægðir, þegar þeir,
sem einhverju voga, endast ekki.
Hlýðið á, hversu karlmann-
lega og einarðlega Jesús ver vin
S1nn. Hann metur ekki menn-
lua eftir því, hvort þeir bera sig
hetjulega eða ekki. Hinsvegar
gengur hann fram fyrir skjöldu
fyrir hann með öllum sínum
Uuga myndugleika: Þótt hann sé
lamaður nú, skuluð þið ekki
gleyma því, er hann var og vann,
ftieðan afl hans var óskert. Þá
svignaði hann ekki eins og sef
fyrir vindi né bar kápuna á báð-
urn öxlum. Farið í Ríkisdaginn,
ef þið viljið sjá þesskonar fólk.
Jóhannes á ekki að meta eftir
Því, hvað hann var fyr eða síðar,
heldur hvað hann var á þeirri
stund, er hann drýgði æfidáð
sina/ Sú stund getur honum eilíf-
au orðstír. Sá maður var Jóhann-
es, annað ekki, því að það andar-
tak var tekin æfiákvörðun hans.
Við þessa dáð gerðist hann braut
ryðjandi sannleikans, sendiboði
frá Guði.
Svo mikils getur Jesús metið
Þá, er bogna — ef þeir hafa að-
eins viljað hið rétta á réttri
stund. Gef mér konungshjarta
Þitt, drottinn Jesú. Eigi eg vin,
er eitt sinn kvað sannleiksorð
fynr þjóð mína, en brást síðan
aumlega — þá forða mér frá því,
Jrottinn Jesú, að verða hamslaus
af fánýtri reiði og fyrirlitningu.
Hef mér náð til þess, þrátt fyrir
Það, sem hann er nú, að halda
afram að heiðra nafn hans fyrir
Það, sem hann er.
Lítið á. Salóme dansar í húsi
Heródesar. Þar er glatt á hjalla.
J'að er nýársdansleikur, og öll-
hollin er orðin að vínkrá. Og
Þessi maður, sem settur er til
Þess að vera þjónn réttlætisins
°g vörður laganna, verður nú að
ieika leikinn á enda mitt á milli
Þeirra velda, þar sem hann hefir'
sjálfur kosið sér rúm og ef til vill
varið fyrir sér með rökum hé-
Somaskaparins, eða ella kæmu
Þeir aðeins öðrum að, sem væri
Verri en hann. Með öðrum orð-
um: Til þess að losna við óþokka
er ekki annað en að gerast sjálf-
Ur óþokki.
Síðan koma þeir milli dansa
ntn nieð höfuð spámannsins á
fafi, en hljómsveit leikur undir.
Heródes, Heródes, ertu þá svo
^ikill bjálfi, að þú getir haldið,
að þú vinnir gagn góðum öflum
ifsins með þessum ljóta leik?
peturðu ímyndað þér. að þetta
eiði til annars en sálar dreps,
11 glötunar í Helvíti fyrir sjálfan
Þig Og afvegleidda þjóð þína?
°g nú þér, landar mínir, sem
varpað hefir verið í fangelsi
Ukisvaldsins fyrir það, er þér
Uuduð kalla á yður með raust
aannleikans, eg bið Guð þess, að
Per megið reynast öflugir og
uyuggir þess, að þér hafið breytt
rett. En sé einhverir af yður hik-
andi og efablandnir, þá boða eg
vfSur í nafni drottins míns fyrir-
§efningu á þeirri synd, eins og
ann fyrirgaf Jóhannesi. Þér
S ufuð vita, að dómur hans um
^ ur mun miðast við það, er þér
gerðust hugprúðir brjóst fyrir
^alefni sannleikans, meðan aðrir
ugu og enn aðrir þögðu. Og þér
S ufuð vita, að þér voruð með
að drýgja þá dáð, sem ein megn-
ar að láta heilbrigðan framtíðar-
groöur spretta. Héðan frá kirkj-
Utlni skal yður sagt: Drottinn
sannleikans hefir látið ásjónu
Slna lýsa yfir yður. Hann gefi
yður sinn frið.
Amen.
Á. G. þýddi,
Kirkjuritið.
Tvent í átt
i.
Einhverntíma sá eg þess getið,
að í Gyðingasögu Josephusar
væri sagt, að sál hetjunnar færi
eftir dauðann út á milli stjarn-
anna. Þetta varð til þess að eg
tók mér fyrir hendur að lesa
þetta mikla verk, ef vera mætti,
að þarna væri um eitthvað að
ræða sem þýðingu gæti haft fyr-
ir útfærslu líffræðinnar til stjarn
anna. Hafði eg lesið um 1100 síð-
ur, og að vísu fundið þar mikinn
fróðleik, ,en þó ekki það" sem eg
einkum leitaði að. En svo loks-
ins, í fyrrinótt, fann eg staðinn,
og er hann jafnvel mun fróðlegri
en eg hafði búist við. Er þetta
í 6. bók sögunnar um styrjöld
Gyðinga gegn Rómverjum, Loeb
útgáfan, með þýðingu Thacker-
ays, s. 390, 2. bindi. Er þarna
eggjunarræða, sem Títus, síðar
keisari Rómverja, heldur yfir
hermönnum sínum, er setið var
um Jesúsalem. Var Títus hið
mesta afarmenni að afli og
hreysti, en þó miklu mildari
maður og ógrimmari en flestir
hershöfðingjar voru á þeim tím-
um. Segir í ræðunni svo: “Því
að hver er sá hraustra manna,
er ekki viti, að við sálum þeim,
sem vopn leysir úr líkamanum,
í orustu, tekur hið skírasta efni,
uppheimsloftið (eldloft upp-
heimsins, aiþer) gestrisnislega
og setur þær niður (þ. e. fær
þeim bústað) á stjörnum”. Þýð-
ing Thackerays, sem annars er
svo ágæt, er þarna röng, því að
hann segir að uppheimsloftið
flytji sálina út á milli stjarn-
anna: “Souls released from the
flesh by sword on the battle-
field, are hospitably wellcomed
by that purest of elements, the
ether, and placed among the
stars”.
Það sem rangþýðingunni veld-
ur er nú vitanlega ekki það,
að hinn ágæti grískumðaur hafi
ekki skilið grísku orðin þarna
— tas psykhas ... aiþer xeno-
dokhóm' astrois enkaþidryei —
heldur hitt, að hugmyndin um
framlíf á einhverri stjörnu, er
honum svo alfjarri, að hann get-
ur þessvegna ekki þýtt rétt.
Hefir honum farið þar líkt og
hinum framúrskarandi latínu-
manni Gaston Boissier, höfundi
tveggja binda verksins “Reli-
gion Romaine.” Segir þar, að á
minnispeningi, sem Marcus
Aurelius lét gera eftir drottn-
ingu sína látna, standi, að við
henni hafi verið tekið á himn-
um: recue au ciel. En þar stend-
ur, að við henni hafi verið tekið
á stjörnunum: sideribus recep-
ta.
I þessari eggjunarræðu sinni
segir Títus ekki einungis, að
þeir sem deyja fyrir vopnum, í
orustu, muni framlíf hljóta a
einhverri stjörnu, heldur einn-
ig, að sálir þeirra sem á sótt-
arsæng deyja, jafnvel þá að góð-
ir menn séu, muni lenda í myrkri
neðanjarðar. Minnir þetta mjög
á hina fornnorrænu trú, að þeir
sem verða vopnbitnir, hljóti eft-
ir dauða sinn^framlíf með Óðni,
í Valhöll, en sóttdauðir menn
fari til Heljar. Er Snorri nú
raunar um þetta efni nokkuð
tvísaga, því að í einum stað segir
hann að Helju séu sendir sótt-
dauðir menn og ellidauðir, en í
öðrum, að vondir menn fari til
Heljar.
II.
Þegar eg nokkrum klukku-
stundum eftir að eg hafði fund-
ið þennan stórfróðlega stað í
Gyðingasögu Jósefs, leit í Mor-
unblaðið, sá eg að þar var, frá
V. G., hvöt til að sinna því sem
eg hefi verið að rita um nauðsyn
á stofnun til sambands við lífið
á stjörnunum. Vill V. G. að
stofnað sé til samskota, og kysi
eg nú að vísu heldur, að fé til
hinnar fyrirhuguðu sambands-
stofnunar yrði veitt úr ríkissjóði.
En vel er það athugað, að réttara
muni vera að gefa gaum orðum
mínum. Það er orðið svo margt
og mikið sem eg hefi sagt rétt
fyrir, að það er ekki vituriegt
að líta á mál mitt sem staðlausa
stafi. Þó er það, sem eg hefi
sagt fyrir, með nokkuð öðrum
hætti tilkomið en spár fyrri
manna, og meir í vísindaáttina.
Og eg veit ekki til þess, að nokk-
ur hafi áður gert sér ljóst, að
þrátt fyrir allar framfarir, er
framvindustefnan hér á jörðu,
stefna hinnar vaxandi þjáningar;
og þá heldur ekki, hvernig á
þessu stendur, og hver ráð eru til
að úr því verði bætt. En ráðið
er, að mannkyn vort fái samband
við fullkomnari mannkyn á
öðrum jarðstjörnum alheims-
ins. Eg sagði fyrir í bók, sem
kom út 1922, að væri þessu máli
ekki sint, mundi, fyrir miðja
þessa öld, verða önnur heims-
styrjöld, ennþá voðalegri en sú,
sem þá var um garð gengin fyrir
nokkrum árum. Eg hefi enn-
fremur sagt fyrir, að á þessu ári,
1944, mundi verða slysahættara
en nokkru sinni áður, og sé nokk-
ur í efa um að sú spá sé farin að
rætast, þá bið eg hann að hug-
leiða hið hörmulega slys í Björg-
vin nú fyrir nokkrum dögum.
En þó mun ennþá slyshættara
verða á komandi árum, ef ekki
verða þau ráð tekin, sem ein
duga til þess að hin nauðsynlega
stefnubreyting geti orðið.
Vonandi verða þeir fáir, sem
misskilja orð mín svo hroðalega,
að halda að það sé ósk mín að
illa fari, ef ekki er gaumur gef-
inn orðum mínum. í þe.ssu efni
kemur til greina náttúrulögmál,
sem eg vona að geta skýrt með
nokkurri nákvæmni síðar.
Mér er nær að halda, að engin
Norðurlandaþjóð hafi, a.m.k.
þangað til nú á þessum síðustu
tímum, unnið meira þrekvirki
en það, er Islendingum hefir alt-
af, þrátt fyrir hin kröypustu
kjör, tekist að halda áfram að
vera menningarþjóð. En nú eru
síðustu forvöð, ef ekki á öll sú
þrautseigja að hafa verið til eins-
kis. íslenzka þjóðin verður að
átta sig á því hlutverki, sem
henni er ætlað í framsóknar-
sögu mannkynsins. Og má það
nú að vísu giftusamlegt teljast,
hve mjög nú líður að þeim tíð-
indum, sem þeir, er við stjórn-
mál fengust á öldinni sem leið,
gerðu sér varla vonir um að
orðið gæti.
Og oft er það, þegar eg sé, hve
íslezkur æskulýður er efnilegur,
hve furðulegan ávöxt nokkru
betri ástæður til að þrífast, hafa
borið í auknu líkamlegu og and-
legu atgerfi, sem mér kemur í
hug, að við miklu megi búast
af íslenzku þjóðinni, þegar kom-
ið er á hina réttu leið, og ástæð-
ur til hvers kyns þroska orðnar
slíkar sem þá mun verða.
Helgi Pjeturss.
Vélavísindin
og framtíðin
landbúnaðarins, en annara mann
legra athafna.
Vegna hinnar vaxandi mann-
eklu, hafa bændur orðið að leggja
margfalda áherzlu á tækni og
notkun véla við framleiðslu
sína.
Á'þurk- og sandfoksárunum, er
mjög surfu að bændum, einkum
vestanlands, voru það hinar
ýmsu búnaðarvélar, sem gerðu
þeim kleift að halda nokkurn
veginn í horfi, þó við óhagstæð
náttúruöfl væri að etja.
Undanfarin nokkur ár, hefir
svo rýmkvast til um efnahag
bænda, að telja má víst, að þeir
á næstunni sjái sér fært, að
auka til muna vélakost sinn; með
þeim hætti má ætla, að þeir
auki ‘ framleiðsluna til muna,.
auk þess sem víst má telja, að
afurðirnar batni og verði sam-
keppnisfærar á erlendum mark-
aði.
Við kaup á akuryrkjuverkfær-
um skal jafnan tekið nákvæmt
tillit til staðhátta; sömu vélarn-
ar eiga ekki allsstaðar við, og
sumar þeirra geta verið slcaðleg-
ar fyrir jarðveginn; leiðbeining-
ar í þessum efnum má venju-
legast fá hjá þeim, sem vélarn-
ar eða verkfærin selja.
Með það fyrir augum, að
vernda rakann í akurlendinu,
geta bændur aldrei verið of var-
kárir varðandi val akuryrkju-
véla sinna, því slíkt getur haft
víðtækar afleiðingar.
Við framleiðslu búpenings og
heyöflun, hafa búnaðarverkfær-
in*geisimikla þýðingu, og geta
stórvægilega dregið úr fram-
leiðslukostnaðinum.
Við skipulagningu landbúnað-
arins, er engin fimm ára áætl-
un fullnægjandi; þeir sem gera
landbúnað að ævistarfi, þurfa
að minsta kosti að skyggnast tutt
ugu og fimm ár fram í tímann,
eða jafnvel lengra ef auðið er,
og vera viðbúnir þeim öru breyt-
ingum, sem óhjákvæmilega
hljóta að skapast á þeim vett-
vangi, engu síður en á öðrum
sviðum.
En þó verndun jarðvegsins og
viðhald gróðurskilyrðanna, sé
jafnan höfuð nauðsyn landbún-
aðarins, hefir bóndinn vitaskuld
í fleiri horn að líta; það verður
jafnan undir kaupgetu hans kom-
ið, hve mikið hann getur lagt
í nýjan vélakost.
Á undangengnum stríðsárum,
hefír fjöldi bænda lagt all-mikið
fé í kaup á Sigurlánsbiéfa og
stríðssparnaðarskírteina; þetta
sparifé kemur að góðu haldi við
innkaup nýrra og fullkomnari
búnaðarverkfæra, að stríðinu
loknu.
Með hverju ári, sem líður, taka
bændur æ meir vélavísindin í
þjónustu sína; slíkt léttir þeim
eigi aðeins störfin, heldur styrkir
og engu síður efnahagslega af-
komu hinnar canadisku þjóðar í
heild.
Eftir L. B. Thomson, forstjóra við
tilraunabú landbúnaðarráðuneyt
isins að Swift Current, Sask.
Það verða vélavísindin, sem
vinna stríðið, og það verða þau,
sem vinna friðinn líka; þessi stað
hæfing hefir verið margendur-
tekin, og hún nær engu síður til
AÐVORUN
Frá 1. ágúst, 1945, verður Sanalta og Rex bygg tekið
af byggmarkaðstegundum.
No. 1 C.W. og No. 2 C.W. — tveggja raða
Vegna lélegs maltinnihalds hefir kornsöluráðið i
Canada mælt svo fyrir að áminstar byggtegundir frá
áminstum tíma, verði ekki flokkaðar hærra en No. 1 fóður.
D. L. CAMPBELL
Búnaðar- og innflutningsmálaráðherra
Business and Professional Cards
DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johann«s*on
Physician & Surgeon 215 RUBY STREET
(Beint suður af Bannlng)
«02 MEDICAL ARTS BLDQ. Tfilslmi SÓ 877
Sími 93 996 Helmill: 108 Chataway Slml 61 023 • . VlBtalstími S—6 e. h
DR. A. V. JOHNSON Dr. E. JOHNSON
Dentist 304 Eveline St. Selkirk
»08 SOMERSETr BLDQ. Office hrs. 2.30—6 P.M.
Thelephone 97 932 Phone office 26. Res. 230
Home Telephone 202 398
Frá vini
Office Phone Res. Phon«
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDQ.
Ofíice Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
DR. ROBERT BLACK DRS. H. R. and H. W.
Sérfræðingur I Augna, Eyrna, nef TWEED
og hálssjúkdómum Tannlœkn ar
416 Medical Arts Building, •
Graham and Kennedy St. 408 TORONTO QEN TRCBTH BUILDING
Skrifstofusími 93 851 Cor. Portage Ave. og Smith tU
Heimasimi 42 154 PHONE 96 952 WINNIPEQ
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D.
tstenzkur lyfsali
Völk getur pantaB meðul osc
annað meö pðstl.
Fljðt afgrelösla.
A. S. BARDAL
848 SHERBROOIC ST.
Helur llkklstur og annaat um ttt-
farlr. AUur ötbúnaBur sá beztl.
Ennfremur selur hann allakonar
minnlsvarCa og legstelna.
Skrifstofu talslmi 27 324
Heimilis talslmi 26 444
<7netfecs
•224 Notre Dame-
HALDOR HALDORSON
t>ypglngameistari
23 Music and Art BuUding .
Broadway and Hargrave
Winnipeg, Canada
Phone 93 055
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
808 AVENUE BLDQ., WPQ
•
Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgð.
bffreiCaábyrgS, o. s. frv.
Phone 97 538
INSURE your property wlth ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND
HOME SECURITIES LTD. EGGERTSON
468 MAIN ST. LOafræOinoar
209 Bank Of Nova Scotla Bldg.
Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Portage og Oarry 8t.
Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 Slmi 98 291
TELEPHONE 96 010 Blóm slundvíslega afgreidd
H. J. PALMASON tSi CO. Tffi ROSERY lw
Ohartered Accountants
Stofnað 1905
1101 McARTHUR BUXLDING WINNIPEQ, CANADA 4 27 Portage Ave. Siml 97 466
Winnipeg.
Phone 49 489 Radio Service Spectalistfi EUNBRY & PYMORE LTB.
ELEGTRONIO LABS. Brltiah Quality — Flsh Nettlng 60 VICTORIA STREEJT Phone 98 211
H. THORKELSON, Prop. vtnnipeg
The most up-to-date Sound Hanaoer, T. R. THORVALDBOM
Equipment System. l'our patronage wlll be
130 OSBORNE ST„ WINNIPEQ ippreclated
Q. F. Jonasson, Pres. A Man. Dir. CANADIAN FISH
8. M. Backman, Sec. PRODUCERS, LTD.
Keystone Fisheries J. B. Page, Managing Direotor
Limited Wholesale Distributora of Fresh and Frozen ^tsh.
404 Scott Block Sími 95 227 311 Chambers St.
Wholesale Distributors of Office Phone 26 328
FRESH AND FRÓZEN FIBH Res Phone 73 917. i
MANITOBA FISHERIES — LOANS —
WINNIPKO, MAN. At Rates Authorized by
T. Bercovitch, framkv.stj. Small Loane Act, 1939.
Verzla I heildsölu með nýjan og PEOPLES
froalnn flsk. FINANCE CORP. LTD.
303 OWENA ST. Skrlfstofustml 25 865 Heimaalml 65 488 Licensed Lend-rs Established 1929
403 Time Bldg. Phone 21 489
parfnist þér lífsábyrgðar?
Ef svo er sjáiO þá
F. BJARNASON
Umboðsmaður IMPERIAL LIFE
Phones 92 601, 35 264