Lögberg - 12.04.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.04.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. APRÍL, 1945 5 An 14 VUAI IWCNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Skáldin fyrir sjötíu og fimm árum Eftir Kristínu í Watertown Það var mitt yndi í æsku að ^eyra talað um skáldin og verk þeirra. Allir sungu þá Hallgríms sálma með fögnuði trúarinnar. Séra Matthías var þá í blóma lífsins, efstur í skáldaröðinni, háfleygasta skáld landsins. Skáld skapur hans hertók hjörtu þjóð- arinnar frá byrjun. Þá var Stein- grímur glæsilegt skáld; Jónas Haligrímsson, fegurðarskáldið g°ða; Kristján Jónsson, lista- skáld; Hjálmar í Bólu, stórfeng- egt tilfinningaskáld; þeir bræð- ar Páll og Jón Ólafssynir og ímon Dalaskáld. Hann hvað marga fallega vísu—var talandi skáld, sem kallað var. Páll Ólafsson var gleðinnar akald; Jón, bróðir hans var Prumuskáld og eldingar penna ans lentu á Danastjórn. Haf þökk fyrir drenglyndið, °n! þú gjörðir þinn part í, að °sa þjóðina undan þvingandi °frelsi. Aldrei hefur þjóð vor átt ann- að eins úrval og urmul af skáld- nm 0g á því tímabili, þegar Pjóðin var að vakna og losast úr °ndum harðstjórnarinnar og sá í anda frelsi og vaxandi menn- ln§u. Skáldin urðu svo glöð og s^ngjandi að alt varð að ljóðum 1 huga þeirra. Svo kemur Jónas, hreinn í Jarta, fyltur guðlegri vandlæt- mgu og kallar til þjóðarinnar: reinlætið gengur næst guð- 0rnnum; fegurðin er geisli af §uðsdýrð. Látum ljóðin birta egurð og tign; hreinsum tung- Una af öllum sora. Þessum boðskap Jónasar var ekið með fögnuði því fólkið . ei° eftir þessum umbótum; hin- lr hreinhjörtuðu þrá fegurð og reinlæti. Svo kveður Jónas: Astkæra, ylhýra málið e§ allri rödd fegra, , sem að barni kvað móðir a Prjósti svanhvítu. JHeð hverri kysnlóð ætti málið hreinsast betur og betur og a tíð er nóg til að hreinsa. Svo er það hjá öllum þjóðum. Hin tunga hreinlætis og helg- nnar verður að lærast fvrr eða siðar. ^ónas átti systur, sem Rann- Vei§ hét, merkiskona og skáld- maelt. Hún bjó með manni sín- Stefáni á Steinsstöðum í *nadal. Hún átti son, sem Hall- Srinaur hét. Hann var faðir séra °niasar, sem var prestur í ^srra-Árskógi á Árskógsströnd. arga gleðistund höfðu þau Sarnan, Jónas og Rannveig, bæði ara%nd og skáld. Margar falleg- Vlsur voru orktar; hún byrjaði ^lsurnar en hann botnaði þær. sinn kemur Jónas úr kaup- a®num, og hefur nú nýja húfu eP nÝju sniði. Þá segir Rann- Veig. ^Hvað er nú á höfði þér, ermdu trúleg þar á skil?” ^á svarar Jónas: það er húfa SVona búin v sk ^ Var Si§urður Breiðfjörð diktmtÍlegt rimnaskáld og Bene- sk'i ^roncial> merkasta kímnis- P’ sem þjóðin hefir átt. Allir 0§u, ungir og gamlir. je að Var nokkru seinna að guð- Hstaskáld kemur fram á gl narsviðið -_ skáld, sem aldrei ymist. Það var séra Valdimar Briem. Andleg snild og speki eru sálmar hans og kvæði. Og svo kemur hið stórmerka menningar skáld, Hannes Hafstein. Geislar frelsis, gleði og hreisti skína yf- ir landið frá ljóðum hans. Öll þessi góðlskáld voru til ómetanlegrar blessunar og upp- byggingar fyrir þjóðina. Þannig voru skáldin og verk þeirra í hugsun fólksins, sem bjartur og hlýr hátíðisdagur, fyltur von og gleði. Virðingarverð tilraun í haust, sem leið, tóku sig sam- an unglingar úr sjö kirkju söfn- uðum í Vestur-bænum og stofn- uðu félag, sem gengur undir nafninu “West End Sahara Club”. Þessir unglingar fundu til þess að hollara væri að stofna til reglubundinna skemtikvölda í stað þess að labba um strætin með ekkert verulegt markmið framundan. Framan af þóttust þessi ungmenni fær um að sigla sinn eigin sjó, án nokkra leið- beininga af hálfu fullorðna fólks- ins; brátt komust þeir þó að raun um það að leiðsögn eldra og reyndara fólks væri eigi að- eins gagnleg, heldur blátt áfram nauðsynleg; þessi tilraunastarf- semi hefur lánast vel og komið að ómetanlegum notum; þess- vegna verðskuldar hún stuðning af hálfu foreldra og vina þess- ara ungmenna, sem sýndu það framtak að beita sér fyrir stofn- un áminstra skemtikvelda. Föstudagskvöldin eru valin til hinna ýmsu skemtana og ber þar jafnaðarlegast margt á góma, þar er vitaskuld dansað eins og títt er nú á tíð; sumir fundu til þess að þeir kynnu ekki þessa íþrótt eins og vera ætti, og til þess að ráða bót á því var fenginn æfð- ur danskennari til þess að veita þeim tilsögn. Þá kom það og á dagskrá, hve ánægjulegt það væri og mentandi að geta æft og sýnt sjónleik; leiðbeinandi var fenginn til þess að hafa um- sjón með æfingum og nú er svo komið að í aðsígi er að sýndur verði skemmtilegur sjónleikur í einum þætti. Ýmsir meðlimir klúbbsins höfðu ríkan áhuga fyrir blaða- mennsku og leiddi það til stofn- unar dálítils fréttaritarafélags, sem nú hefur í hyggju að gefa út vélritað vikublað, sem einkum og sér 1 lagi lúti að söfnun frétta varðandi athafnir félagsmanna. Félagið nýtur nú dðstoðar æfðs fréttaritara er kennir meðlimum hvernig fréttum skuli safna og þær verði settar fram. Ekki á þessi félagsskapur enn sem komið er, þak yfir höfuðið, Félagið telur um 400 meðlimi og heldur samkomur sínar í General Wolfe skólanum. Á samkomum félagsmanna er meðal annars lögð stund á skák og fleiri íþrótt- ir, sem æfa hugann og skerpa skilninginn, aðeins hollar og hressandi skemtanir eru~ um hönd hafðar á samkomum þess- um, hafa þær því ekki all-lítið uppeldislegt gildi. Starfsemi þessi styrkir mjög ábyrgartilfinningu hlutaðeigandi ungmenna; þau skipuleggja sjálf skemtiskrár sínar, en geta ekki ávalt, eins og þau helst kysu, hrundið þeim í framkvæmd, vegna óhagstæðs húsrýmis. Á samkomum þeirra kemur í ljós meiri hugkvæmni og vitsmuna- legur frumleiki en margir hinna eldri höfðu gert sér vonir um Samkomur þessar eru sannnefnd ar gleðisamkomur; yfir þeim hvílir andi vakandi og heilbrigðr ar æsku. Hér er um framtíðardraum að ræða, sem samtíðin er að reyna að hrinda í frarhkvæmd. Ung- mennum þessum er það ljóst að þau þurfi að koma upp eigin byggingu og starfrækt verði af fullorðnum manni með reynslu í slíkum efnum. Þetta mál er fyrst og fremst viðfangsefni ung- mennanna sjálfra, þau hafa sjálf átt frumkvæði að hugmyndinni og bera framkvæmd hennar fyr- ir brjósti. Fólkið í Vesturbænum ætti að ljá þessari hollu ung- menna starfsemi alt hugsanlegt lið; ungmenni þessi hafa með þessari virðingarverðu viðleitni sinni sýnt manndóm og framtak sem vekur að sjálfsögðu almenn- an fögnuð í þessum hluta bæj- arins. Miss Eileen Johnson, forseti Ungmennafélags Fyrsta lúterska safnaðar er ritari í framkvæmd- arnefnd West End Sahara Club; hefur hún lagt á sig feykna mik- ið starf í þágu klúbbsins frá þvi að hann var stofnaður. Mr. Ted Schrader, fréttaritari hjá Trib- une, sem hefur átt mikinn þátt í að vekja áhuga fyrir stofnun þessa klúbbs og fleiri slíkra klúbba í borginni, hefir góðfús- lega látið Kvennasíðu Lögbergs ofanskráðar upplýsingar í té. Sanalta and Rex Barley. During the past three years smooth áwn two-röw barleys have become popular. Of the two available varieties (Sanalta and Rex), Sanalta has been most commonly grown in Manitoba. Due to a keen export demand for all classes of barley that has prevailed recently, some Sanalta barley has entered the Uniter States malting trade. However, a recent investigat- ion into marketing of Canadian Barley in the United states by officials of the Board of Grain Commissioners for Canada, has revealed that these varieties are not acceptable to the malting trade. Consignments of grades 1 and 2 C.W. Two-row barley if mixed with Sanalta or Rex varieties are rejected for malt- ing purposes. Effective August 1, 1945, San- alta and Rex barley will be excluded from the grades No. 1 V.W. and No. 2 C.W. Two-row barley grades. Barley of these varieties after that date will be graded not higher than No. 1. Feed. Lower commercial grading of these barleys need not be of undue concern to farmers who plan to meet the War-time de- mand for live stock products by feeding more barley. This public- ity is now being given so that farmers may know the barley situation prior to seeding. Til ritstjóra Lögbergs Það lítur út fyrir að eg sé orð- inn sjálfkjörinn svaramaður C. C.F. flokksins, að minsta kosti hvað blaði yðar viðvíkur. Síðast er eg sá nauðsyn bera til að bera blak af C.C.F. var skömmu eftir síðustu fylkiskosn- ingar, þegar þér spáðuð því að C.C.F. væri “að gufa upp”. Eg mótmælti þeirri spásögn og færði fram ýmsar — frá mínu sjónar- miði — veigamiklar sannanir fyr ir því gagnstæða. Síðan hafa margir atburðir gjörst, þar á meðal stjórnar- myndun C.C.F. í Saskatchewan, vöxtur og viðgangur sama flokks upp í sterkasta minnihluta í Ontario, með aðeins 3. þingmönn- um færri en stjórnarflokkurinn. 1 vesturfylkjunum hefir C.C.F. unnið 6 aukakosningar af 8. í British Columbia eru þeir aðal- andstöðuflokkur stjórnarinnar. í öðrum fylkjum landsins hefir C.C.F. smámsaman aukist fylgi, þó engin risaskref þessu lík hafi verið stigin. En alt þetta saman- lagt, lýsir engum dauðamerkj- um, eða því að “C.C.F. sé að gufa upp”. For the “REST” of Your Life Buy Globe BEDS SPRINGS MATTRESSES WINNIPEG CALGARY Globe Beddlng Go. Limited Eg er í raun og veru ekki svo mjög viðkvæmur fyrir aðfinslum í garð C.C.F. þar sem mér er fullljóst, að það, sem pólitísk stofnun er ekki gallalaust, hefir ekki öðlast allann vísdóm og þessvegna yfirsést á stundum. En eg vona að þér viðurkennið, að í því efni eru önnur pólitísk fé- lög ekki mikið frábrugðin. í aðalritstjórnargrein í Lög- bergi, frá 15. marz, takið þér tii meðferðar uppreisn og brott- rekstur tveggja meðlima Mani- toba þingsins úr C.C.F. flokkn- um, þeirra Dr. Johnson frá Brandon og Mr. Richards frá the Pas. Ef þér hefðuð sagt frá málavöxtum, nákvæmlega eins og þeir voru, mundi það hafa sparað mér það ómak að rita þessar línur, en af því þér fund- uð í þessu tilfelli, efni til árásar á C.C.F. og skýrðuð ekki rétt frá, tel eg skyldu mína gagnvart les- endum blaðs yðar, að gjöra nokkrar athugasemdir. Til að byrja með, voru þessir tveir menn ekki “reknir með harðri hendi”. Stjórnarnefnd C.C.F. flokksins í Manitoba var á fundi allan síðari part og kvöld þess laugardags er um getur, samtals 12 klukkustundir; þar af notuðu Dr. Johnson og Mr. Richards 5 klukkustundir til réttlætingar verka sinna og af- stöðu. Allir nefndarmeðlimir tóku til máls og margar uppá- stungur komu fram til málamiðl- unar. Atkvæði fóru fram að af- liðnu miðnætti, þegar öll sátta- mál höfðu misheppnast og allir fundarmenn voru orðnir uppefn- ir; féllu þau svo að 33 voru með brottrekstri þessara tveggja manna gegn 5, í þessum 5, voru atkvæði beggja sakborrtinga. Tillagan var svohljóðandi: “Með því að B. R. Richard og Dr. D. L. Johnson hafa lýst því yfir, að þeir séu nú algjörlega mótfallnir stjórnmálastefnu C. C.F. eins og hún var samþykt með afli atkvæða á fylkis- og landsfundum. Og með því að þeir hafa lýst yfir sem sinni skoðun, að þeim ákvörðunum C.C.F. að vinna næstu sambandskosningar skuli hætt, og í þess stað hefja sam- vinnu við Liberal og Labor- Progressive flokkunum hvers stefna mundi verða andstæð á- kvörðunum félagsmanna vorra. Og með því að þeir hafa lýst yfir samþykki sínu með stefnu. L.P.P. og hafa viðurkent að hafa setið á ráðstefnum með foringj- um nefnds flokks. Og með því að þeir hafa með slíkri hegðan, gjört tilraun til að eyðileggja C.C.F. og gengið í lið óvina vorra. Er þessvegna hér með ákveðið að B. R. Richard og Dr. D. L. Johnson skuli strikaðir út af meðlimaskrá C.C.F, flokksins, samkvæmt ákvæðum grundvall- arlaga C.C.F. Þeir skulu þar með útilokaðir frá öllum sam- böndum við C.C.F. í Manitoba og sviftir öllum réttindum er með- limir verða aðnjótandi.” Eg er reiðubúinn að láta les- endur blaðs yðar dæma um hvort brottvikning þessara tveggja manna var réttmæt eða ekki. Sú frásögn yðar að “þeim var báðum fagnað íorkunnar vel er heim kom” er ekki rétt; sann- leikurinn er þessi: Eitt C.C.F. félag í The Pas (kjördæmi Mr. Richards) samþykti tillögu sam- kvæmt stefnu Mr. Richards, og lét jafnframt í ljósi þá von, að yfirstjórn C.C.F. í Manitoba, svifti hann ekki meðlimarétti; þetta voru algjörlega persónu- legðar aðstæður. Síðar, er allir málavextir voru kunnir, undir- skrifuðu C.C.F. meðlimir í Flin Flan, sem er stærsta og áhrifa- mesta hérað kjördæmisins, stefnu og starfskrá C.C.F. og lofuðu óskiptu fylgi í komandi sambandskosningum. C.C.F. deildin í Brandon hóf engar framkvæmdir í málinu, lýsti aðeins yfir að hlýtt mundi verða þeim úrskurði er .yfir- stjórn flokksins í Manitoba á- kvarðaði. Aðaldeiluefnið var krafa Dr. Johnson og Mr. Richards um samvinnu við “önnur frjálslynd félög”. Þeir áttu hér við L.P.P. (hinn fyrrverandi kommúnista- flokk). Þetta var ekki nýtt, vegna þess að um mörg undanfarin ár hafa slíkar samvinnutillögur frá L.P.P. borist inn á hvern ein- asta aðalfund C.C.F. en ætíð eft- ir tilhlýðilega íhugun, hlotið samhljóða neitun. Af sömu ástæð um var tveimur C.C.F. þing- -mönnum 1 Ontorio vikið úr flokknum, þeir sitja nú á Ontario þingi, sem óháðir. Vér alþýðumenn, ættum eftir fengna reynslu að vera sann- færðir um, að eina sigurvon vor er að standa ákveðnir og óbundn- ir öðrum flokkum í hinni, enda- lausu baráttu gegn yfirráðum og kúgun auðvaldsins. Vér höfum enn ekki gleymt svikum Forke og Crerars, þegar hið fyrverandi “Progressive Party” sendi 65 þingmenn til Ottawa árið 1921, sem varð að engu vegna sam- einingu við Liberala, fyrir undir- rót þeirra. Mr. Coldwell og aðrir foringjar C.C.F. hafa mörgum sinnum lofað að bregðast ekki þannig. Þau loforð verða ekki rofin. Það má vel vera “að þess verði langt að bíða, að C.C.F. ráði ríkj- um í Ottawa”. Ef þessi spádóm- ur er jafngildur fyrri getgátum yðar viðvíkjandi C.C.F., eru miklar líkur til að niðurstaðan verði gjörsamlega öfug. En hvort sem langt eða skamt er að mark- inu, munu flestir játa að loka- sigur felist ekki í sambandi eða samvinnu við aðra svokallaða “progressive” flokka, hvort sem þeir eru nefndir Labor Progres- sive, Liberal Progressive^ eða Progressive Conservative. Yðar einlægur, J .J. Swanson. Jónbjörn Gíslason, þýddi. ^Hi 1 Mikilvægar staðreyndir varðandi eignir yðar — Athugið þær átrax! Vitið þér fyrir víst hver hluti eigna yðar kemur undir tekjuskatt? Ef þér mælið fyrir um mánaðargreiðslur til konu eða barns, getur komið til mála að “capital” hluti þeirrar upphæðar komi undir tekjuskatt. Þér getið komið í veg fyrir þetta með nákvæmri erfðaskrá, og hin langa æfing vor í þeim efnum, stendur yður til boða. Skrifið, símið, eða finnið oss. Þessu fylgja engar kvaðir. Síðasta afborgun tekjuskatts fyrir 1944 þarf að greiðast eigi síðar en 30. apríl. THE NORTHERN TRUSTS COMPANY 333 Main Street, WINNIPEG. Sími 97 271 Útibú í REGINA og CALGARY. 45-6

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.