Lögberg - 12.04.1945, Blaðsíða 4
4
--------------------JLögtjerg-----------------------------------------------
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG,
69 5 Sargent Ave., Winnipeg, Man
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Ljögberg” is printed and publishea by
The Columbia Press, Lyimited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 21 804
+•— ---------------------------------------------------------— ---------
JliillllilillillliUUliiUUUUiilJiUUUUillUUiilltUiiiiiiiUUiHliilllllliilUUIIiilUilliilllliiiIillilillltUlliíilliliiJillliillliilillllliUlllUiilUUUIIillilililllillilil
Enn um barnafram-
fœrsluátyrkinn
llllllllllllllllillllillll!llllllllllllllillllllllilllllllllllll|llllll!lllllilll!lllllll||||||||||||llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliy
Eins og þegar er vitað, gengur þessi gagn-
merka löggjöf í gildi þann 1. júlí næstkomandi,
og verða þá hinar fyrstu greiðslur hafnar til
þeirra umsækjenda, sem fullnægt hafa þar að
lútandi skilyrðum; með löggjöf þessari er stig-
ið mikilvægt spor í rétta átt, sem að því lýtur,
að búa æskuna, framtíðarborgara landsins sem
jafnast og bezt undir lífið og lífsbaráttuna,
þannig, að barnið, sem á fátæka að, njóti jafn-
réttis við hitt, sem betur er sett fjárhagslega,
enda var raunhæfra umbóta á þessu sviði fyrir
löngu þörf.
Naumást verður annað sagt, en löggjöf þessi
hafi almennt mælst vel fyrir; hún fékk fram-
gang á þingi með miklu afli atkvwða; við um-
ræðurnar þar sætti hún veigalausri andspyrnu
af hálfu nokkurra íhaldsþingmanna, sem ekki
voru þó sterkari á svellinu en það, að er til
atkvæðagreiðslu um málið kom, sáu þeir sér
ekki annað fært, vegna ótta við almennings-
álitið, en greiða atkvæði á hlið stjórnarinnar.
Svo fór um sjóferð þá
En eftir því, sem nær dregur kosningum,
fara íhaldsmenn, með Mr. Braeken í broddi
fylkingar, að verða háværari varðandi þetta
mikilvæga mannúðarmál, og þykjast sjá í því
litlar sem engar réttarbætur, og jafnvel gefa í
skyn, að það feli í sér kosningamútur; fyr má
nú rota en dauðrota.
Því er haldið fram af andstæðingum barna-
framfærslustyrksins, að þeir, sem greiði tekju-
skatt hafi af löggjöf þessari lítil not; það mun
vera rétt; en tilgangur þessarar löggjafar var
ekki fyrst og fremst sá, að verðlauna barna-
fjölda.
Geta íhaldsmenn aldrei litið á neitt mál, nema
frá sjónarmiði persónulegs hagnaðar? Er þeim
aldeilis ókleyft, að meta gildi máls eða mála,
frá sjónarmiði heildarþroskans og hins sanna
jafnréttis?
Tilgangur áminstrar löggjafar, er sá, að
tryggja það að svo miklu leyti, sem auðið má
verða, að börn fátækra foreldra í þessu landi,
njóti á uppvaxtarárunum öryggis gegn kyrkingi
og skorti; börn hinna betur megandi þurfa þess
ekki við.
Títt er það, að í fátækum verkamannafjöl-
skyldum séu fimm til sex börn, eða jafnvel
fleiri; laun heimilisföðursins, þótt hann vinni
baki brotnu myrkranna á milli eru tíðum svo
lág, að hann á örðugt með að fullnægja nauð-
þurftum fjölskyldunnar varðandi heilsusam-
legt húsnæði, og viðunandi fæði og klæði; og
eins og enn hagar til, mun láta nærri, að þannig
sé ástatt um helming þjóðarinnar. Er ekki
eitthvað'á sig leggjandi til þess að bót sé ráðin
á slíkum vandkvæðum. og er það ekki virðingar-
vert, er stjórnarvöld landsins hefjast handa um
röggsamlegar og róttækar framkvæmdir í áttina
til djúpstæðra umbóta?
Það liggur í augum uppi, hve mikils það sé
um vert fyrir hvaða þjóðfélag, sem er, að
ala upp hrausta borgara, og er canadiska þjóðin
vitaskuld þá heldur engin undantekning í því
efni; yfirstandandi styrjöld hefir leitt áþreifan-
lega í ljós, hversu ósegjanlega mikilvægt var
fyrir canadisku þjóðina, að eiga hrausta og
frækna sonu til þess að halda uppi vörn fyrir
frelsi hennar og mannréttindum. En því miður
kom það einnig í ljós við læknisskoðun til her-
þjónustu, að heilsufari margra ungmenna var
harla ábótavant, og að slíkt átti beinlínis rót
sína að rekja til ófullkominna þroskaskilyrða
á uppvaxtarárunum; ef þau ungmenni, sem hér
áttu hlut að máli, hefðu í uppvexti orðið þeirra
hlunninda aðnjótandi, sem hinn fyrirhugaði
framfærslustyrkur barna óneitanlega veitir,
myndi heilsufari þeirra hafa háttað verið nokk-
uð á annan veg.
Hraust og frjálsmannleg æska, er dýrmæt-
asta eign hvaða þjóðar, sem er.
Það kom brátt 1 ljós. er mál þetta bar fyrst á
góma, að íhaldsflokkurinn ætlaði sér að gera
það að pólitískum fótbolta; löggjöfin, að dómi
fljótráðustu og orðhvötustu forustumanna flokks
ins, átti að verða því nær einvörðungu íbúum
Quebec fylkis í hag, vegna hinnar öru mann-
fjölgunar þar um slóðir. En þegar til greiðslu
áminsts framfærslustyrks kemur, verður það
deginum Ijósara, að sára litlu munar um þann
LöGBERG, FIMTUDAGINN, 12. APRÍL, 1945
hagnað, sem Quebecbúum fellur í skaut við
það, sem fólkinu í Ontario hlotnast.
í beinum og óbeinum sköttum greiðir Ontario
47% af skattheimt þjóðarinnar til hins cana-
diska ríkissjóðs; á hinn bóginn verður ekki
framhjá því gengið, að Ontario fylki býr yfir
helmingnum af öllum kunnum náttúrufríðind-
um landsins, og verður því ekki undir neinum
kringumstæðum talið ósanngjarnt, þó íbúar
fylkisins greiði sinn fulla skerf fyrir þau geisi-
legu forréttindi, sem þeir ósjálfrátt verða þannig
aðnjótandi.
Fólkið í Quebec greiðir 34% af öllum skött-
um landsins, og þegar barnaframfærslustyrkur-
inn er kominn á laggirnar, fær það eitthvað um
33% af þeirri upphæð, sem til hans er ætluð;
þessar tölur ættu að nægja til þess, að þagga
að fullu og öllu niður alt hið fávizkulega hjal
um mútur til fólksins í Quebec varðandi úthlut-
un áminsts framfærslustyrks.
Það kostar minna að ala upp hrausta þegna
en veimiltítur, sem naumast geta drepið hendi
sinni í kalt vatn. Og telji einhverjir eftir það
fé, sem stjórnin hefir ákveðið að lagt skuli fram
canadiskri æsku til uppbyggingar, eru þeir auð-
sjáanlega auðugri af flestu öðru, en þeim hygg-
indum, sem í hág koma.
....................
Tímarit Þjóðrœknis-
félagsins
:,il!lii;;:! ;:ii,i..;..i;iilill;lilllllli;[Hillh;:..:liillllliiliiiiill!;,.,-'::i!il!'!ll!!,,;: :' . ... ..
Yér höfum nýlokið lestri Tímarits Þjóðræknis-
félagsins, þess, er út kom meðan á síðasta Þjóð-
ræknisþingi stóð; er það harla fjölbreytt að efni,
og stendur að engu að baki hinum fyrri ár-
göngum; ritið hefir til brunns að bera marg-
háttaðan fróðleik, auk margs annars til skemmt-
unar, sem gott er að hvíla hugann við; meðal
þess allra fágaðasta í Tímaritinu að þessu sinni,
ber að telja sögu frú Guðrúnar H. Finnsdóttur,
“Frá kynslóð til kynslóðar”, þar sem glæsilegur
stíll og sálræn innsýn varðandi viðfangsefni,
haldast snildarlega í hendur; grein ritstjórans,
Gísla Jónssonar, “Tveir merkismenn”, er og
skemtileg aflestrar. Dr. Sigurður Júl. Jóhannes-
son ritar fagra minningu um Dr. Brandson. Dr.
Stefán Einarsson minnist þeirra Dr. Guðmundar
Finnbogasonar og Guðmundar á Sandi, sem
báðir eru fyrir skömmu fallnir í val. Dr. Beck
leggur ritinu til fróðlega grein frá hátíðahöld-
unum í sambandi við endurreisn lýðveldisins á
íslandi, og er hún prýdd ágætum myndum.
“Ævisögubrotið” eftir Björn S. Lindal, er harla
sérstætt og íhyglisvert, en leikur Dr. Jóhannesar
P. Pálssonar frumlegur og innviðatraustur.
Hér er aðeins stiklað á steinum, því margt er
enn ótalið, er rit þetta prýðir.
l!llilil!l!llil!!iil!ll!!!l!llllllllllllilllll!!!ll!llllllllll!!i>l!!!l!llillilll!!i!:!!:l!!:!l!!!!Í!!!'!!!i!i!!!!l!!!i!!!!!!!!!.!!!!!il!!!!!!!!!!!!!lii!!!l!!|!l!!:ll>!|!!>!ll!llllllll!lii>l
Ný útgáfa af Vínlands-
sögunum
j___________________________
Eftir prófessor Richard Beck.
Um Vínlandsfund og Vínlandsferðir íslend-
inga til forna hefir verið saminn mikill sægur
bóka og aragrúi ritgerða í tímaritum og blaða-
greina. Skiftir mjög í tvö horn um gagnsemd
og gildi þessa lesmáls. Sum af ritum þeim, er
um þetta efni fjalla, eru hin prýðilegustu, en
hin eru þó miklu fleiri, sem léttvæg eru, full
af missögnum, staðlausum fullyrðingum og get-
gátum, og ajlskonar kynjakenningum.
ítarlegt yfirlit yfir þennan mislita rita- og
ritgerðahóp er að finna í bókaskrá prófessor
Halldórs Hermannssonar um Vínlandsferðirnar
(Islandica II, 1909). En síðan hefir mjög mikið
verið um það efni ritað, misjafnt mjög að gæð-
um og gildi sem fyrri daginn. Kenningar fræði-
manna um Vínlandsfundinn og ferðir þangað
tók Halldór síðan til rækilegrar meðferðar í
hinu fróðlega og athyglisverða riti sínu The
Problem of Wineland (Islandica XXV, 1936).
Nýjasta bindi Islandica-safns hans, The Vin-
land Sagas (Edited with an Introduction, Vari-
ants and Notes, 1944), er, eins og höfundurinn
tekur fram í formálsorðum sínum, hliðstætt fyr-
nefndu bindi þess og jafnframt í raun réttri
framhald þess, því að hér er um að ræða ná-
kvæma textaútgáfu af frumritunum um Vín-
landsferðirnar, ásamt samanburði á helstu gerð-
um þeirra og skýringum.
Telur Halldór, eins og laukrétt er. slíka út-
gáfu æskilega, þar sem hinar vönduðu útgáfur
þeirra dr. Gustavs Storm og Arthurs M. Reeves
eru uppseldar. Leggur útgefandi einnig réttilega
áherzlu á það, að mjög skifti það miklu máli,
að þeir, er um þessi efni rita, byggi athuganir
sínar og tilgátur á frumheimildunum íslenzku, í
stað þess að treysta á þýðingar af þeim, sem
mörgum hverjum er mjög ábótavant. En ein-
mitt þess vegna er svo lítið að græða á mörgum
ritum erlendra manna um Vínlandsferðirnar, að
höfundarnir hafa eingöngu lagt þýðingar á rit-
unum um þær til grundvallar ályktunum sínum
og getgátum.
Þessi nýja útfáfa hinna forn-
frægu Vínlandssagna er um allt
hin vandaðasta og fræðimann-
leg í alla staði, svo sem vænta
mátti frá hendi hins lærða höf-
undar, sem er manna fróðastur
um þessi fræði. En útgáfan er
jafnframt handhæg mjög, við
hæfi almennra lesenda, er fræð-
ast vilja um þessi efni, eigi síð-
ur en kærkomin og gagnleg
fræðimönnum.
Hefst útgáfan á gagnorðum og
greinargóðum inngangi. Tekur
höfundur þar fyrst stuttlega til
meðferðar hið mjög svo um-
deilda atriði, að hve miklu leyti
fornsögur vorar séu sögulegur
sannleikur eða skáldskapur,
sannfræði þeirra. Á síðari tím-
um hefir sú skoðun, eins og
kunnugt er, rutt sér mjög til
rúms og eignast vaxandi hóp
formælenda, að fornsögurnar
beri fremur að skoða sem bók-
menntir heldur en sannsögulegr
ar frásagnir. En jafnhliða því
sem höfundur gerir grein fyrir
þeirri skoðun og rökum hennar,
minnir hann á þau ummæli dr.
Björns M. Ólsen, að hvað snertir
meginþorra fornsagna vorra fari
jafn fjarri að líta á íslendinga-
sögur sem hreinan skáldskap og
að skoða þær sem áreiðanlegar
sögulegar heimildir.
Þá víkur höfundur að hand-
ritum Eiríks sögu rauöa, en hún
hefir geymst í tveim skinnbók-
um og í mörgum pappírshand-
ritum, sem eru þó afrit af öðru
hvoru bókfellanna, og eiga því
ekkert sjálfstætt gildi. Hið eldra
af bókfellum þessum er 1 Hauks-
bók, frá fyrri hluta fjórtándu ald
ar, og er þar jafnframt um að
ræða betri texta frumritsins;
hann er því lagður til grundvall-
ar þessari útgáfu, en breyttrar
frásagnar (orðamun) í hinu bók-
fellimi jafnan getið neðan máls.
Sagan hefir lengstum síðan
hún kom fyrst á prent gengði
undir nafninu Eiríks saga rauða,
enda þó hún væri, hvað efnið
snertir, réttnefndari Þorfinns
saga Karlsefnis, eins og Halldór
leiddi rök að í fyrnefndu riti
sínu um Vínlandsferðirnar (The
Problem of Wineland), en eigi
lagði hann þó til, að hún yrði
því nafni nefnd framvegis. Und-
anfarið hefir þó orðið nokkur
skoðanamunur um það meðal ís-
lehzkra fræðimanna, hvort heit-
ið væri eldra og eiginlegra. Má
um það deila. En fyrst því er nú
þannig farið að Eiríks sögu nafn-
ið er orðið fasttengt sögunni, er
eigi ástæða til, eins og Halldór
tekur fram í inngangi sínum að
þessari útgáfu, að fara nú að
breyta um nafn á henni. Myndi
það valda ruglingi bæði hvað
fræðimenn snertir og almenna
lesendur.
Grænlendinga þáttur, önnur
aðalheimild um Vínlandsfund-
inn, hefir varðveist í Flateyjar-
bók, sem rituð er á síðasta hluta
fjórtándu aldar. Að undantekn-
um frásögnunum um Bjarna
Herjólfsson og sérstaka ferð Frey
dísar, er meginefni þáttarins hið
sáma og Eiríks sögu. Ekki er
unnt að segja, hvaðan frásagn-
irnar eru sprottnar. Hinsvegar
leiðir Halldór mörg rök að því,
með. nákvæmum samanburði, að
sögnin um ferð Freydísar sé
byggð á frásögninni um för Snæ-
bjarnar Galta til Austurstrand-
ar Grænlands og vetrardvöl hans
þar. Er þá frásögn að finna í
Landnámsbók. Kemst Halldór að
þeirri niðurstöðu, að eigi verði
neinar sannanir fundnar fyrir
ferð Freydísar og telur að þetta
meðal annars sanna það, hve lítt
sé yfirleitt á þáttinn að treysta
um söguleg sannindi. En á því
hafa fjölmargir þeir, sem ritað
hafa um Vínlandsferðirnar, ein-
mitt flaskað, að þeir hafa lagt
Eiríks sögu og þáttinn að jöfnu
um sögulegt gildi.
Stafsetninguna hefir útgefandi
fært til nútíðarmáls eins og gert
er í hinni miklu útgáfu íslenzkra
fornrita, sem nú er að koma út
á vegum Hins íslenzka Fornrita-
félags. Eigi var heldur nein á-
Búi Thorlacius
Búi Thorlacius
Hann var fæddur í Narrows
byggðinni við Manitoba-vatn, 19.
febrúar 1897. Foreldrar hans
voru þau Ólafur Helgason Thorl-
acius, og kona hans Guðrún Daða
dóttir, bæði ættuð úr Dalasýslu
á íslandi. Voru þau hjón meðal
merkustu og athafnamestu frum
byggjenda í Narrows-byggð, og
heimili þeirra þar hið mesta
rausnar og myndarheimili. Búi
var enn af tólf börnum þeirra
hjóna, sem komst til fullorðins-
ára. Tíu þeirra syrgja nú þennan
bróðir sinn: Jón á Ashern; Sig-
ríður. Zent, P.O.; Guðný, Wpg.;
r....................
stæða til annars, fyrst ljósprent-
aðar útgáfur eru fyrir hendi af
handritum þeim, sem hér er um
að ræða.
í viðauka við meginheimildirn-
ar hefir útgefandi safnað saman
tilvitnunum um Vínlandsferðirn-
ar, sem fyrirfinnast annarsstað-
ar í íslenzkum ritum. Er það
bæði gagnlegt og fróðlegt að hafa
þær með þeim hætti allar í ein-
um stað.
Útgáfunni af sögunum fylgja
skýringar, sem mikið er á að
græða, enda þó útgefandi hafi,
rúmsins vegna, orðið að tak-
marka þær að mestu við atriði,
er snerta sjálfar Vínlandsferðirn-
ar.
Þetta er 30. bindi Islandica-
safnsins, en hið fyrsta þeirra kom
út 1908. Þetta gagnmerka og fjöl-
þætta ritsafn, sem löngu er orð-
ið ómissandi öllum þeim, er fást
við íslenzk fræði meira en að
nafni til, fjallar fyrst og fremst
um íslenzka bókfræði, um ís-
lenzkar bókmenntir að fornu og
nýju, en jafnframt um sögu ís-
lands og menningu. En mörg af
ritum þessum eru þannig vaxin,
um efni og meðferð þess, að fróð
leikshneigðir lesendur í hópi ó-
lærðra manna, sem enskt mál
kunna, geta haft þeirra full not
eigi síður en fræðimennirnir.
Um ritsafnið í heild sinni leyfi
eg mér annars að vísa til rit-
gerðar minnar um Halldór pró-
fessor Hermannsson og fræði-
störf hans í Tímariti Þjóðræknis-
félagsins 1941. Síðan hún var rit-
uð, hefir þó komið út annað nýtt
hefti í safnið, auk þess, sem að
framan hefir verið gert að um-
talsefni. Það kom út 1942 og
nefnist Bibliographical Notes
(Bókfræðilegar athuganir). í
rauninni er þar um að ræða fjór-
ar sjálfstæðar ritgerðir; eru þær
um myndir í íslenzkum bókum,
titla og auknefni íslenzkra rita,
þýðingar á íslenzku og að lok-
um viðauki við skrár höfundar-
ins yfir íslenzkar bækur frá 16.
og 17. öld, ásamt upptalningu á
17. aldar ritum í tímaröð. Kennir
því margra grasa í þessu bindi
safnsins, enda er það hið fróð-
legasta og læsilegt að sama skapi.
En um Islandica-saínið í heild
sinni má með sanni segja, að
það ber fagurt og varanlegt vitni
víðtækum lærdómi og mikilli
elju höfundarins, samfara vand-
virkni hans og hugkvæmni. Hitt
er þó enn meira um vert, hvert
gagn hefir þegar orðið og mun
halda áfram að verða af ritum
þessum, og hve víða um lönd þaú
hafa borið hróður íslands og ís-
lenzkra bókmennta.
Árni, Oak View; Ólafur, Silvet
Bay; Ásthildur, Wpg.; Helga,
Wpg; Helgi, Oak Wiew: Rósa,
Wpg.; og Jósef, Oak Wiew.
Búi innritaðist í canadiska her-
inn í fyrri heims styrjöldinni,
10. maí 1918. Var hann í herþjón-
ustu rúmlega árlangt; fór hann
á þem tíma til Englands, og var
þar staddur er vopnahlé var
samið. Hvarf hann þá aftur heim
til átthaga sinna, keypti fimm
ekrur af landi og hóf búskap.
29. júní 1933 giftist hann Jónínu
Sigurðsson, dóttur Guðmundar
Sigurðssonar, og Sigurlínu Halls-
dóttur, konu hans. Er Jóna mjög
myndarleg kona, og ágætum kost
um búin, enda reyndist hún
manni sínum prýðilega í allri
sambúð þeirra, og ekki sízt í
sjúkdómi hans og raunum. Þau
hjónin eignuðust einn son, sem
ber nafn föður síns; er hann níu
ára gamall.
Árið 1943 seldu þau hjón bú
sitt í Oak View byggðinni, og
fluttu vestur til Lulu Island,
B.C., og reistu þar bú á ný. Mun
Búi þá hafa verið farinn að
kenna þeirra meinsemda, sem
leiddu hann til dauða. Síðast
liðið haust kom hann aftur að
vestan, og dvaldi í Winnipeg til
að leita sér lækninga. Leit í
fyrstu vel út um að hann mundi
fá heilsuna aftur. En það brást. í
byrjun desember tók honum að
hnigna; dvaldi hann eftir það á
Almenna sjúkraílúsinu um hálfs
mánaðar tíma, og þar andaðist
hann, á gámlársdag 1944, þá að-
eins 47 ára gamall.
Búi heitinn var að mörgu leyti
vel gefinn og um margt hinn
mesti mannkostamaður. Hann
var prúður og látlaus í fram-
komu; greindur var hann að eðlis
fari, námfús og félagslyndur.
Tók hann all-mikinn þátt í bæði
skóla og kirkjumálum sveitar
sinnar. Hann virtist hafa þegið 1
arf frá foreldrum sínum, eins og
mörg önnur systkini hans, mikla
virðingu fyrir öllu sem íslenzkt
er, bæði máli og menningu. Að
slíkum mönnum er ávalt mikill
skaði.
Hann var jarðsunginn frá
kirkju Oak View bygðar 5. jan.
1945 að viðstöddu fjölmenni.
Séra Valdimar J. Eylands
flutti kveðjumál og jós hinn fram
liðna moldu.
SIGTJRLÁN SÚTBOÐIÐ
NÝJA
hefst í april. Oft er þörf,
en nú er nauðsyn. Kaupið
alt, sem þér megiðl
No. 25 E.M.C.
CAPTAIN
PETER FREUCHEN
Danish Explorer, Author and Adven-
turer will spealc at the
ORPHEUM THEATRE
Thursday, April 26th
1945, at 8.15 p.m
Subject:
" Underground
Advenfure"
Auspices: The Viking Cluh
Tickets on Sale |1.00, 75c and 50c
HUDSON’S BAY’S—Information DeS^