Lögberg


Lögberg - 19.04.1945, Qupperneq 3

Lögberg - 19.04.1945, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. APRÍL, 1945 3 venjulega. Blóðinu var dælt inn á þann veg að viss speldi líffæris ins lokuðust og hið nýja blóð þrengdi sér inn í vöðvaveggi hjartans. Hið deyjandi hjarta tók tafar- laust nokkur lífsmörk og byrjaði að slá. Venjuleg blóðinndæling fór síðan fram og sáralæknar tóku aftur við sjúklingnum og stöðvuðu blóðrásina. Eftir fáar rhínútur fékk sjúklingurinn fulla meðvitund. Tveimur dögum síð ar var fóturinn tekinn af og mað urinn komst til fullrar heilsu. Frh. MARTEINN JOHNSON í prestskapartíð minni í Nýja Islandi, á árunum 1901—1910, kynntist eg þessum manni, Mart- eini Johnson. Hann bjó á landi tvær mílur fyrir sunnan Gimli, og nefndi hann bæinn Skála- brekku, og var bóndinn vana- lega nefndur Marteinn í Skála- brekku. Hann átti bróður í þeim átthögum, Jósef á Bergstöðum. Fyrsta viðkynningin við þá bræð ur var í sambandi við dauðsfall konu Jósefs. Marteinn aðstoðaði bróður sinn drengilega í sam- bandi við þá útför, enda hafði hann orð á sér fyrir mannkosti. Á þessum allra síðustu árum endurnýjaðist kunningsskapur- inn við Martein hér í Vancouver. Hér átti hann síðan heima. í Almanaki Ólafs Thorgeirs- sonar, fyrir árið 1937, er æfisögu- brot Marteins, skrifað af honum sjálfum. Hann segir þar frá veru sinni á íslandi og nokkuð af æfi sinni í Vesturheimi, sérstaklega af fyrstu árunum í Canáda og Bandaríkjunum. Hér verður stuðst við þessa frásögn. Hann segist þar ekkert vita um ætt sína, en seinna keypti hann form lega ættartölu og þar er ætt hans rakin til fornmanna á íslandi og í Noregi. Marteinn var fæddur að Óttar- stöðum í Svalbarðshreppi í Þistil firði á íslandi, 9. janúar 1855. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Jónsson Þorsteinssonar og Margrét Jónsdóttir Jónssonar. Rakin er ættin alla leið til Unnar djúpúðgu landnámskonu að Hvammi í Dölum og svo enn lengra aftur í tímann. Bærinn Óttarstaðir var heiðar- kot, út frá áðalbygð Þistilfjarð- ar. Þar var Marteinn með for- eldrum sínum og bræðrum fyrstu 10 ár ævi sinnar. Þá hættu for- eldrar hans búskap, fátæktar vegna, og fóru í vist sitt í hvora áttina. Elzti bróðir Marteins, Friðrik að nafni, dó það vor, en hann og bræður hans Jósef Edvard, og Jóhannes fóru í sína vistina hvor. Marteinn dvaldi til fermingar hjá hjónunum Jónasi og Málfríði í Krossavík. Síðan var hann í vinnumensku á Sval- barða, Sveinsungavík, Sauða- nesi og Laxárdal. Um skólament- un var ekki að ræða. “Eg var við fjárhirðingu,” segir hann, “sum- ar og vetur, og skóli minn var á smalaþúfunni.” Árið 1878, þegar Marteinn var 23 ára gamall, fór hann frá ís- landi til Canada. Með miklum sparnaði hafði honum tekist að draga saman liðugar 130 krónur og hrökk sú upphæð fyrir far- gjaldi aðeins til Quebec. Þegar þangað kom átti hann aðeins eina krónu, en fyrir hjálp mannsins, sem hafði verið túlkur fyrir ís- lendinga á leiðinni yfir hafið, fékk hann frítt far til Toronto- borgar. Þar afréð hann að fara til Muskoka, þar sem hann vissi um nokkra íslendinga. Áleiðs þangað varð hann samferða hópi, sem var á leiðinni til Manitqba, en að því kom, að vegir skildust. Hann varð að skipta um lest. Lestin, sem hann fór af “rann sína leið”, en hann stóð eftir mállaus og peningalaus og átti eigi fyrir einni máltíð. Einhvern- veginn komst hann á nýja lest, sem fór í rétta átt og síðar með gufubát til Roseau-bæjar við * vatn með sama nafni. Var það honum helzt til leiðbeiningar, að hann sá koffortin sín flutt yfir á skipið og fylgdi hann þeim eftir. Með einhverju móti fann hann þar svonefnt “Emigranta hús”. Þar var hann um nóttina “á berum fjolum; með jakkann sinn undir höfðinu”. Hvernig hann gat fengið leiðbeiningu í bæ þessum til að komast til ís- lendingsins Baldvins Helgason- ar, sem var 6 mílur burtu, gegn- ir furðu. Þar fékk hann að borða og hafði þá “ekki smakkað mat í tvo daga.” Atvinnu reyndi hann að fá á járnbraut, en tókst ekki. Réðist hann þá í vist til Ásgeirs, sonar Baldvins Helgasonar, í tvo mán- uði. Kaup var 4 dollarar um mánuðinn, auk fæðis og hús- næðis. Þá vann hann um tíma hjá enskum bónda, og varð þar fyrir meiðsli nokkru. Um vorið fór hann til Parry Sound og fékk þar vinnu við sögunarmyllu. Kaupið var 20 dollarar um mán- uðinn, en af því kaupi varð hann að fæða sig og klæða. Eftir þriggja mánaða vinnu við sögunarmylluna hafði hann dreg- ið saman nóg fyrir fargjaldi til Norður-Dakota. Fór hann sem leið lá til Duluth, en síðasta hluta’leiðarinnar fór hann með gufubát eftir Rauðá til Pembina. Vann hann var við uppskeru um haustið en var í íslenzku bygð- inni í Pembina County um vet- urinn, og tók hann þar land. Fékk hann að höggva bjálka til húsa- byggingar á landi góðvinar síns, Ólafs Thorlaciusar. Um sumarið var hann í vinnu í Winnipeg; en þegar hann kom til baka var búið að stela bjálkunum, svo hann bygði torfkofa. Hann gjörði sér nú miklar vonir um góða framtíð, hleypti sér í skuld- ir fyriv jarðyrkjuverkfæri og fleira; en alt fór á ánnan veg. Hann tapaði landinu og öðrum eignum. “Slyppur og snauður” fór hann vestur á Kyrrahafs- strönd og var þar á ýmsum stöð- um meðal annars 4 ár í Seattle, í Washington ríki. Árið 1896 hélt hann aftur aust- ur á bóginn, kom til Nýja-ís- lands, keypti Skálabrekku og bjó þar 20 ár. Einnig tók hann í því nágrenni heimilisréttarland. Árið 1902 giftist hann Guðrúnu Ingimarsdóttur Eiríkssonar, og var hún ættuð af Suðurlandi á Islandi. Farsældist bú þeirra og börn þeirra ólust þar upp að nokkru leyti. Árið 1918 seldi h§nn heimilisréttarlandið fyrir 2000 dollara og flutti með konu og 5 börn vestur til Vancouver. Vestur við Kyrrahaf var hann það sem eftir( var æfi. Fyrsta veturinn þeirra þar, fór hann norður á Hunter eyju, sem er um 220 mílur norður af Van- couver. Þar var þá hafin smá íslendingabygð. Hann nam þar heimilisréttarland, og árið 1921 flutti fjölskyldan á landið. Hafði hann bygt þar hús og gjört vist- legt. Skóli var kominn upp, en því miður var hann 3 mílur frá heimili Marteins og enginn veg- ur þangað, nema á sjó. Keypti hann þá, af dönskum manni, 18 ekrur af landi með húsi á í nám- unda við skólann, svo ’börnin gætu notið skólagöngu. Seinna flutti fjölskyldan til Ocean Falls á meginlandinu. Var þar stór pappírsmylla og vinna fyrir margt manna. Var Mart- einn þá stundum að vinna á land inu á eyjunni og stundum í Ocean Falls. Hann misti konu sína árið 1932. Ári síðar flutti hann til Van- couver, og var þar síðustu 11 ár æfi sinnar. Síðasta heimili hans var hjá tengdasyni og dóttur, Mr. og Mrs. Percy Morrison. í janúar 1944, var honum hald- in afmælisveizla af hans nán- ustu, og skömmu seinna var hann í boði hjá fyrrverandi ná- granna frá Ocean Falls, Mrs. Helgu Guðmundson. Var hann með glöðum hætti í báðum tilfell unum; flutti hann Mrs. Guð- mundson kvæði, sem hann hafði ort. Skömmu seinna veiktist hann og 13. febrúar lézt hann. Hann var jarðsunginn af séra Rúnólfi Marteinssyni, 16. sama mánaðar, að viðstöddu fjölmenni. Börnin á lífi eru Halldóra May, Mrs. Adams, til heimilis í Burna- leg; Daníel Eiríkur skipstjóri, kvæntur Siggu Sveinbjörnson, til heimilis í Vancouver; Eiríkur Valdimar, kvæntur Gladys Lang, einnig í Vancouver; og Guðrún Kristbjörg, útlærð hjúkrunar- kona, Mrs. P. Morrison, á Lulu Island við Vancouver. Dóttir er dáin, Margrét Friðrika, Mrs. A. Jolliffe. Barnabörn á lífi eru 17. Marteinn var lágur maður vexti, og átti við harðrétti að búa í æsku, en líf hans var samt fjölbreytt ævintýri, og þraut- segju hafði hann, sem íslending- um er í blóð borið. Þá íslenzku erfð rækti hann með ágætum. Náskyld því einkenni er ást hans á landinu. Af eintómri tryggð við blettinn, sem lengi hafði ver- ið heimili hans, lét hann Skála- brekku vera mörg ár óselda. Hann var eini Islendingurinn á Hunter eyju, sem hafði þraut- segju í sér að ávinna sér eignar^- rétt á heimilisréttarlandi. Þótt hann nyti ekki hinnar minstu skólamenntunar samdi hann samt Ijóð og ritaði óbund- ið mál og fórst hvorttveggja vel úr hendi. Hann var vel greind- ur maður, hafði nautn af lestri og ávaxtaði vel sitt hæfileika pund. Öll hin síðari ár var hann meira eða minna þjáður af brjóst veiki, en hann var ótrúlega mikill vinnumaður, og var einbeittur við nytsöm störf þótt erfitt væri og lét ekki yfirbugast af freist- ingum til að leggja árar í bát. Eg hygg að allir sem kyntust Marteini, hafi borið virðingu fyrir drengskap hans og mann- kostum. Blessuð sé minning hans. R. M. Silfurbrúðkaup Þann 12. janúar s. 1., voru íið- in 25 ár síðan þaa Ingvi Sveinn Eiríksson og Herdís Kristjáns- dóttir voru gefin saman í hjóna- bandf í húsi þeirra Mr. og Mrs. Lifman í Árborg. Séra Jóhann Bjarnason gifti og voru við- staddir hinir nánustu vinir og vandamenn. Þann 14. janúar, s. 1., var aftur komið saman í húsi þeirra Lifmans hjónanna og gifting þeirra Inga og Dísu end- urnýjuð. Var talað um það af mörgum að það væri dálítið ein- kennilegt fyrirbrigði að gifting þeirra Eiríkssons hjónanna og •aftur silfurbrúðkaup þeirra skyldi fara fram í sama húsinu. Mismunurinn á þessum tveimur brúðkaupum er þó að öðru leyti nokkuð mikill. I fyrra skiptið voru þau gef- in saman af Lúterskum presti, í síðara skiptið af heiðingja. I fyrra skiptið fór alt fram með kyrð og andakt, í síðara skiptið glumdu hlátrarsköll.' (Sbr. Goð- mundur á Glæsivöllum). I fyrra skiptið fór alt fram á íslenzku, í síðara skiptið var enskan aðal- málið, íslenzkan hjálparmál. I fyrra skiptið voru engar ræður haldnar né kvæði flutt, í síðara skiptið var alt fljótandi í ræðum og kvæðum. I fyrra skiptið voru aðeins örfáir viðstaddir, í síð- ara skiptið var fult hús, um 140 manns. I fyrra skiptið voru eng- in börn brúðhjónanna viðstödd, í síðara skiptið þrjár efnilegar dætur og tengdasonur. 1 fyrra skiptið voru engin heillaóska- skeyti aðsend, í síðara skiptið nokkuð mörg, þar á meðal eitt frá ritstjóra Lögbergs og frú Ingibjörgu konu hans. I fyrra skiptið var ekkert ritað um gift- iPguna í Lögberg, í síðara skipt- ið flytur Lögberg eina af ræðun- um og tvö af kvæðunum. Ástæðan fyrir því að eg sendi * þessa ræðu en ekki hinar, er fyrst og fremst sú, að mér féll hún best í geð. Hún er blátt áfram rituð, hlý og innileg, laus við oflof og þar ofan í kaupið var hún flutt af einni af beztu vinkonu Herdísar, Mrs. Rúnu Erlendson. Ræðan var flutt á ensku, en snúið á íslenzku af þeim er þetta ritar. Önnur ræða var flutt til brúð- arinnar af Mrs. Marju Björnson. Talaði frúin blaðlaust og var ræð an hin skemtilegasta. Þær Mrs. Björnson og Mrs Eiríksson voru ferðafélagar fra íslandi og til Canada og minntist frúin á ýmislega sögulega atburði er komu fyrir á leiðinni. Mrs. Björnson, sem er forseti þjóðræknisfélagsins í Árborg, af- henti Dísu skrautritað ávarp frá félaginu og skýrði í fáum drátt- um hvað'starf Dísu í þeim félags- skap hefði verið ósérplægt. Er mér nær að halda að af öllum gjöfum og öðrum vinamerkjum, muni Dísu þykja vænst um þetta ávarp, sem er innilukt í ramma og hangir nú á vegg í setustofu þeirra hjóna. Fyrir minni brúðgumaris tal- aði Mr. J. B. Johannson. Hafa þeir Joe og Ingi unnið saman við bændaverzlunina í Árborg um mörg ár, Joe sem búðarþjónn fyrst en nú sem verzlunarstjóri. Ingi aftur á móti bílstjóri á vöru- bíl búðarinnar um 14 ára skeið. Reiknaðist Joe svo til, að Ingi væri búinn að keyra milli 600 og 700 þúsund mílur fyrir búð- ina. Var ekki trútt um að sum- um áheyrendum fyndist Joe vera naumur á mílnatalinu og töldu miljón mundi vera nær sanni. En hvað sem mílunum líður voru allir á eitt sáttir um staðhæfingu Joe um trúverðuga og dygga þjónustu af Inga hálfu. Mr. Lifman afhenti silfurbrúð hjónunum gjafir all-myndarleg- ar frá dætrum heiðursgestanna, vinum og vandamönnum, og flutti um leið ávarp til þeirra hið prýðilegasta. Gat hann um það að um 20 ára skeið hefðu þau verið næstu nágrannar og hefði hvorugur aðila nokkru sinni þurft að leita það upp í orðabókum hvað “nágranna krit- ur” meinti. Samkomulagið hefði orðið æ nánara með ári hverju. Lifman flutti ávarp sitt á ensku. Milli ræðanna var sungið, mest á íslenzku, þessi gömlu góðu íslenzku lög, sem allir kunna. Davíð Jensson og Mrs. B. J. Bjarnason sungu tvísöng við góðan orðstír. Davíð hefur tekið sér það þarfa verk fyrir hendur að æfa söngflokk í vetur, 18 meyjar eru í flokknum. Davíð hafði flokk sinn í veizlunni og skemti með nokkrum lögum. Fyrir utan það, sem hér hefur verið upp talið, til skemtunar voru heiðursgestunum flutt tvö kvæði, sem hér eru birt í blað- inu. Forseti veizlunnar rak svo lest- ina með nokkrum orðum. Kvað hann óvenjulega mikið hafa ver- ið mælt af skynsamlegu viti, bor- ið saman við ýms önnur silfur- brúðkaup, sem hann hefði setið, .og mundu brúðhjónin og veizlu- gestir ekki taka hart á sér þó hann hefði yfir ögn af vitleysu, því meðaltalið af öllu saman mundi samt verða gott. Fór hann síðan með drápu all-mikla. Að hún er ekki birt hér með, er fyrir þá sök að höfundur telur á henni ýmsa galla, sem fara framhjá að mestu ef hlustað er á, en eru auðsæir við lestur. Heiðursgestirnir þökkuðu fyr- ir vinsemd þeim sýnda. Var það hið síðasta, sem fór fram undir löglegri stjórn. Að því loknu varð stjórnarbylting og tóku konurn- ar ráðin í sínar hendur og þar sem konur fara með völd, er vitanlega gnægð allra góðra hluta. Árborgar konurnar etu all-frægar fyrir sinn myndar- brag um framleiðslu matar og drykkjar. Var hér ekkert til spar- að og undu allir hag sínum hið bezta. Kepptust gestirnir um það (Frh. á bls. 7) Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Physicinn & Burgeon »02 MEDICAL ARTS BLDQ. Slmi 93 996 Heimili-: 108 Chataway Slmi 61 028 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Belnt suUur af Bannins) Talslmi 80 877 • VlOtalstlmi 3—5 •. h. DR. A. V. JOHNSON Dentiít • Dr. E. JOHNSON 304 Eveline St. Selkirk 506 SOMER8ET BLDG. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 308 Office hrs. 2.30—6 P.M. Phone office 26. Res. 230 Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Frá vini Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. • Office Hours: 4 p.m.—8 p.m. gnd by appolntment DR. ROBERT BLACK SérfrœOlngur I Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdðmum 416 Medical Arts Building, Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 93 851 Heimaslmi 42 154 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar • 401 TORONTO GEN. TRCBTg BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantaO meOul og annaO meO pðstl. Fljót afgreiOsla. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur Ukklstur og annast um út- farir. Allur ðtbúnaOur sá beiU. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legstelna. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talslml 26 444 ■'toö'fÆL f>HONE 96 647 Legsíeinar •em skara framúr Orvals blágrýti og Manitoba marmarl SkrlflO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 Spruce St. Slmi 28 893 HALDOR HALDORSON iyggingameistari 23 Music and Art Building Broadway and Hargrave Winnipeg, Canada Phone 93 055 J. J. SWANSON &. CO. LIMITED 808 AVENUE BLDG.. WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgO, bífrelOaábyrgO, o. s. frv. Phone 97 538 INSURE your property wlth ANDREWS. ANDREW8 THORVALDSON AND HOME SECURITIES LTD. EGGERTSON 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 LögfrœOlngar 209 Banlt of Nova Sootia Bldg. Portage og Garry 8t. Simi 98*91 TELEPHONE 98 010 Blóm atundvíslega afgreidd H. J. PALMASON & CO. THf ROSERY ltð. Chartered Accountanti 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA StofnaO 1905 427 Portage Ave. Sími 97 466 Winnipeg. Phone 49 469 Radio Service Speclaliata ELECTRONIQ Z2 LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 110 OSBORNK ST., WINNIPEG 6UNDRY & PYMORE LTR. Britieh Qualtty — Flsh Nettlng 60 VICTORIA STREBT Phone 98 211 N Wtnnlpeg Manager, T. R. THORVALDBOM Tour patronage wUl be \ppreclated G. F. Jonasson, Pres. St Man. Dlr. 8. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Simi 95 227 Wholeeale Dlstributors of TRKBH AND FRÖZBN FIBH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. /. H. Page, Managing Diraotor Wholesale Distributprs of Fresh and Frosen T t»h. 311 Chambers 8t. Office Phone 26 328 Res Phone 73 917. MANITOBA FISHERIES — LOANS — WINNIPEG, MAN. At Rates Authorized by T. Bercovitch, framhv.stj. Small Loans Act, 1939. Versla i heíldsölu meO nýjan og PEOPLES froslnn flsk. FINANCE CORP. IiTD. 808 OWENA 8T. Licensed Lend-rs Skrlfstofusfml 85 866 * Established 1929 Hetrnaslml 55 468 403 Time Bldg. Phone 21 488 Parfnist þér UfsábyrgOarT Ef svo er sjdiO þd F. BJARNASON UmboCsmaður IMPERIAL LIFE Phones 92 501, 35 264 *

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.