Lögberg - 19.04.1945, Side 4

Lögberg - 19.04.1945, Side 4
4 ----------ilögberg--------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and publisheó by The Coluinbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 uiíiiiiiiiii... ..niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ,.;.:i:.iiii!:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiai!.iii;ii Franklin D. Roosevelt Minningarrœða, flutt í Fyrstu lútersku kirkju, Winnipeg, sunnudagskvöldið 15. apríl 1945. Eftir séra Valdimar J. Eylands.' iiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim “Og Drottinn sagði: Þetta er landið .. . Eg hefi látið þig líta það eigin augum, en yfir um þangað skalt þú ekki kom- ast ..V. Mós. 34:4. Þessi ritningarorð bregða upp mynd af Móse, hinum mikla leiðtoga Israelsmanna, er æfi hans var að kveldi komin. Hann hafði fórnað öllu fyrir þjóð sína, glæsilegum æfikjörum við hirð konungsins í Egyptalandi, heimilislífi, heill og heilsu, til þess að leiða lýð sinn út úr ánauðinni og allsleysinu inn í hið fyrirheitna land frelsis, friðar og velgengni. Hann hafði liðið margar raunir með fólki sínu á hinni löngu leið, háð margan bardaga, og unnið marga glæsilega sigra. En þegar til kom fékk hann ekki að koni- ast alla leið inn í fyrirheitna landið, heldur varð hann að láta sér nægja að sjá það úr fjar- lægð, og deyja svo í þeirri trú að fólkið myndi komast alla leið síðar undir stjórn anriars manns. Það var þungur dómur, og óverðskuld- aður, að okkur finst. Við erum hér sem oftar mint á hið forna spakmæli: Maðurinn ráðgerir, en Guð ræður. Fyrirheitna landið í fjarlægð! Mig grunar að þessi orð séu eins og töluð úr reynslu margra okkar. Höfum við ekki flest, á ýmsum skeiðum æfinnar, fundið eins og þunga hönd leggjast á öxl okkar, og heyrt kalda rödd sem hvíslaði: Hingað, og ekki lengra. Þú færð ekki að kom- ast yfir um þangað; þú færð aðeins að sjá strönd vonarlands þíns úr fjarlægð. Þú átt að láta þér nægja að vona og dreyma. Ef til vill fær þú að sjá drauma þína rætast að nokkru leyti; ef til vill bregðast þeir líka alveg. Annar uppsker þar sem þú hefir sáð, verk þitt, vomr þínar, líf þitt og lán — alt verður þetta öðrum í hendur fengið! Spjöld sögunnar eru hlaðin nöfnum slíkra manna, sem áttu brennandi þrá, stefnu að vissu marki, áttu hugsjónaauðlegð og hæfileika til að hefja einskonar andlega pílagrímsför til blessunar fyrir sig og sína, og jafnvel fyrir mannkynið. Sumir þeirrá hafa komist langt, en fæstir alla leið. Eitthvað hefir komið fyrir til að tefja för þeirra, eða stöðva þá fyrir fult og alt; sinnuleysi samferðamanna þeirra, öfund, misskilningur, eða gröfin hefir heimtað þá fyrir aldur fram. f dag mun þess minst í flestum kirkjum á meginlandi Norður-Ameríku, og víðar út um heim en vitað verður, að þessi forna harmasaga um Móse, og þessi sígilda saga þúsundanna í öll- um löndum, þúsúndanna sem einginn kann að nafngreina, hefir endurtekið sig í sambandi við skyndilegt og sorglegt fráfall eins hins frægasta og áhrifamesta manns þessarar samtíðar, Franklin Delano Roosevelts, 32. forseta Banda- ríkjanna. Hann fékk að sjá marga af draumum sínum rætast, en sá draumurinn, sem hann þráði mest að mætti fram koma, draumurinn um frið á jörðu og farsæld meðal mannanna, var ennþá aðeins draumur er hann dó. Hann fékk að vísu að sjá hið fyrirheitna land friðarins, en aðeins í hillingum og fjarlægð. Á fimtudaginn var, sat forsetinn við arineldinn á sumarheimili sínu í Warm Springs, Georgia. Stríðsfréttirnar úr austri og vestri gátu naumast verið betri. Óvinirnir voru allstaðar á undanhaldi; herdeild- ir Bandaríkjanna um það bil að berja að dyrum sjálfrar Berlínar; floti hinna gulu fjandmanna nær eyðilagður, ekkert lengur til hindrunar öflugri innrás á sjálft heimaland þeirra. Það hlýtur að hafa verið fögnuður í hjarta forset- ans, og hann var vafalaust að hlakka til þess dags, eins og allir aðrir, sem eiga sonu og ást- vini í stríðinu, að því yrði lokið, og hann kæm- ist með þjóðina sem hafði sýnt honum svo dá- samlega tiltrú aftur og aftur, alla leið heim í hið fyrirheitna land friðarins. En það reyndist ekki svo. Drottinn sagði við hann líkt og Móse forðum: “Þetta er landið ... Eg hefi látið þig sjá það eigin augum, en yfir um þangað skalt þú ekki komast.” Það er í minnum haft að, þegar Franklin Deláno Roosevelt var fimm ára að aldri, kom LOGBERG, FIMTUDAGINN, 19. APRIL, 1945 hann eitt sinn ásamt föður sínum í heimsókn til Grover Cleveland forseta. Áhyggjur og erfiði höfðu beygt hinn sterka mann, og hann gekk um gólf í þungu skapi. Alt í einu sneri hann sér að drengnum og sagði, um leið og hann lagði hönd á höfuð honum: “Eins óska eg þér litli maður; mörgum mun þykja ósk mín ein- kennileg, en hún er sú, að þú verðir aldrei forseti Bandaríkjanna.” En svo einkennileg varð þó rás viðburðanna; svo dásamleg var forsjón Guðs, munu margir segja, að einmitt þessi drengur varð sá maðurinn er lengst allra manna hefir skipað þetta embætti, og sem í rekstri þess hefir skapað sér öndvegis- sess í meðvitund siðaðra þjóða um heim allan. Nú á fimtudaginn, þegar hann dó, kom fregnin eins og reiðarslag yfir allar þjóðir, jafnvel óvinir hans gátu ekki fagnað þeirri frétt að hann væri látinn. Við hér í Canada gætum tæplega verið hryggari, þótt okkar eigin þjóðhöfðingi hefði átt í hlut. Á föstudaginn var ferðaðist eg ásamt öðrum manni út á land. Állstaðar meðfram veginum þar sem við fórum fram hjá skólahús- um eða opinberum byggingum, og jafnvel fyrir framan hús einstakra manna, var flaggað í hálfa stöng. í bæjarskóla einum þar sem við dvöldum um stund höfðu kennararnir og börnin sérstaka minningarathöfn; minningarathöfn var einnig haldin hér í gær, í einni af elstu kirkjum borgarinnar, þar sem allir helztu embættis- menn fylkisins voru saman komnir. Þannig mun þessa sorgarviðburðar hafa verið minst alls- staðár út um þetta víðáttumikla land í bygð og borgum. Sjálfur hefi eg þessa dagana talað við menn, sem aldrei heyrðu eða sáu forsetann nema áhreyfimyndum eða yfir útvarpið, sem ekki gátu tára bundist er þeir mintust þess að hann var horfinn úr landi lifenda. Myndirnar, hinn mikli persónuleiki, og röddin, hljómmikil, voldug og hlý, urðu þess valdandi að menn þektu hann. Málfæri hans bar þess vott að hann var mikill mannvinur, mikill lýðræðissinni, mikill vinur Canada, frábærlega fær og afkasta- mikill maður, og einlægni hans gat engum dul- ist sem ekki var algjörlega blindaður af for- dómum, og flokkshatri. Og við íslendingar, sem enn berum yl í hjarta til ættlandsins í austri, gleymum þá heldur ekki heillavænlegum afskiptum hans af málum Islands, og margvíslegri vináttu og hjálp sem hann og stjórn Bandaríkjanna hefir veitt Íslendingum. Við gleymum þá ekki heldur hvernig hann tók á móti forseta Islands, og föruneyti hans’í Washington síðastliðið sumar. Við það tækifæri lagði hann að sér, til þess að dvelja sem Íengst með hinum íslenzku gestum, og gera þeim heimsóknina sem ánægjulegasta og eftirminnilegasta. Sagan mun, þótt síðar verði bera honum einróma vitnisburð: Hann var mikill maður, hann var góður maður. Hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í fyrsta sinn, árið 1932. Þá voru, eins og marga mun reka minni til, sem þá dvöldu þar í landi, örðugir dagar og framtíðin miður glæsileg. Bankarnir voru víða lokaðir, fjöldi manna tap- aði þannig aleigu sinni; menn gengu atvinnu- lausir í þúsunda tali; bændur urðu gjaldþrota víðsvegar, og hrökluðust burt af löndum sínum; æskulýðurinn vinnulaus og vonlaus um fram- tíðina flæktist landshornanna á milli, leitandi að því sem hvergi var til í landinu: fastri at- vinnu, tækifæri til að stofna heimili, og lifa lífinu á eðlilegan hátt. Rödd Roosevelts var sem hróp í eyðimörkinni; er hann ávarpaði háttvirta kjósendur: “Þetta er meira en pólitísk barátta; þetta er herkall. Veitið mér hjálp yðar, ekki aðeins til að ná atkvæðum, heldur til þess að vinna sigur í þessari krossferð til að endurreisa velgengni með þjóð vorri.” Honum tókst það, smátt og smátt. Árið 1936 var hann endurkosinn. Á því tíma- bili beytti hann og stjórn hans sér fyrir marg- víslegri umbótalöggjöf í sambandi við uppeldis- mál, ellistyrk og til eflingar akuryrkju og bændum. Fjórum árum síðar var hann endur- kosinn í þriðja sinn, þvert á móti allri lands- venju í sambandi við forsetakosningar Skömmu áður á hann að hafa sagt: “Annað tímabil af þessu ríður mér að fullu.” Nú var heimsstríðið skollið á, og Roosevelt hefir víða verið legið á hálsi fyrir það að hann leiddi ekki þjóð sína fram á vígvöllinn löngu fyr en raun varð á. En hann var ekki einráður í þessu efni. Og margt bendir til að ameríska þjóðin var ekki undir stríðið búin fyr en löngu síðar, og hafði heldur ekki skap til að berjast fyr en á hana var ráðist. Á þessu tímabili innleiddi forsetinn löggjöfina farsælu um lán- og leiguhjálpina, sem mun hafa ráðið baggamuninn í stríðssókn bandaþjóðanna. Síðastliðinn nóvember var hann enn endur- kosinn til forseta, hafði hann þá þegar sett met í því að halda þessu mikla embætti í þrjú kjörtímabil. Mótspyrnan var nú ákveðnari en nokkru sinni áður, og óvægileg og þung orð féllu á báðar hliðar í kosningabaráttunni. Út- koman varð sú að forsetinn vann með geysi- legum meiri hluta atkvæða. Fólkið treysti hon- um, og honum einum til þess að leiða sig alla leið til fyrirheitna landsins. Hann hafði komið miklu til leiðar. Hann hafði leitt þjóð sína út úr hörmungum at- vinnuleysisins, inn í skelfingar ófriðarins, þegar því varð ekki lengur afstýrt, og nærri því alla leið inn í hið fyrirheitna land friðarins aftur. En hann komst ekki alla leið þangað. Hann sá landið aðeins í fjarlægð. Það var öllum ljóst sem sáu hann í hreyfimyndum síðustu vikurnar að heilsu hans var mjög tekið að hnigna, að hann var að eld- ast um aldur fram, og svo kom að því að hann hneig niður undir ofurþunga stöðu sinnar. Forsjón Guðs, sem við dauðlegir menn fáum aldrei að fullu skilið, ákvað augsýnilega að starfi hans væri lokið. Okkur flestum fanst hann eiga mikið eftir, og það kennir nokkurs kvíða í hugum manna á háum stöðum og lágum, að'nú muni miður takast sáttargjörðin og endurreisn landanna úr rúst- um stríðsáranna þar sem hans nýtur ekki lengur við. En enginn maður er ómiss- andi. Málefni Guðs bíður ekki ósigur við fráfall hins einstaka manns. Guð hefir sýnt okkur öll- um hið fyrirheitna land friðar- ins, og hann mun ekki láta það verða sjónhverfingu eina. Nýir menn fæðast hvarvetna, og skipa gömul embætti, og hvert gott mál heldur áfram til sigurs þótt kynslóðir hverfi. Nú er nýr þjóð- höfðingi tekinn við stjórn Banda- ríkjanna. Við þekkjum hann ekki, og hann veit lítið um þetta land, hag þess eða þjóðina sjálfa, samkvæmt eigin yfirlýsingu. Hann er ef til vill enginn Jósua, en hann er vafalaust góður mað- ur og einlægur eins og fyrir- rennari hans. Hann finnur sárt til hinnar þungu byrgðar sem hefir fallið honum á herðar. Hann biður alla góða menn að biðja fyrir sér. Það spáir góðu um afstöðu hans til þessa em- bættis og framtíðarinnar. Flestir menn munu með glöðu geði verða við þessari bón hins nýja forseta. Við biðjum Guð að blessa hann og þjóð hans. Við biðjum að vináttuböndin milli þessara nágrannaþjóða megi eflast æ meir og betur. Við biðj- um fyrir friðarráðstefnunni sem í vændum er, og fyrir öllum heim inum, að mannanna börn megi að lokum komast alla leið yfir í fyrirheitna landið þar sem friður og farsæld ríkir. Björg Violet Isfelcí “Að vera menn, með mönnum hér; þars mæld oss leiðin er.” Lögeggjan sú, sem felst í ljóð- línum þessum, hefir verið sú vakandi raust í sálum Vestur-ls- lendinga síðan að þær voru færð- ar. í letur, og eg vil segja, að sú sama tilfinning — sá sami ásetn- ingur hafi verið vakandi hjá þeim síðan að þeir stigu fæti á land í Ameríku, þó að sá ásetn- ingur hafi fengið skýrari mynd, og djúptækari merkingu með lögeggjan skáldsins, en hann áð- ur haf§i. Fá umhugsunarefni eru hugð- næmari vor á meðal, en að hugsa um mennina og konurnar, sem * hafa orðið menn með mönnum hér, “þars mæld oss leiðin er”, og bæði þeir og þær eru nú orðin all-mörg, og þeim fer sífjölgandi, eins og líka þarf og á að vera, en um alla þá get eg ekki talað hér og ætla ekki að tala, heldur að minnast méð fáum orðum einn ar konu aðeins, Bjargar Violet ísfeld. Eg tel alveg víst, að þegar Björg, ung og æskurjóð, lagði út á hljómlistarbrautina, þá hafi hún einmitt gjört það með þeim ásetningi að verða maður “með mönnum hér”, og hún hélt áfram á þeirri braut, einn áfangann eftir annan og altaf áfram og upp á við, án þess nokkurntíma að líta um öxl, þar til nú, að hún hefir náð því takmarki og þeirri viðurkenningu að vera kosin for- seti í hinu skrásetta hljómlistar- félagi Winnipeg borgar, sem er ein deildin í alsherjar hljómlist- arfélagi Kanada, og sýnir það gjörla í hvaða áliti hún er á meðai félagsbræðra sinna og systra. Þátttaka frú Bjargar í hljóm- listarþróun Islendinga vor á meðal, er mikil. Hún hefir ekki aðeins kent hljómfræði íslenzk- um æskulýð á þessum stöðvum með elju og einlægni, hátt upp í fjórðung aldar, heldur hefir hún tekið ákveðinn þátt í félagsmál- um vorum. Hún var svo að segja önnur hönd karlakórsins íslenzka í Winnipeg, frá byrjun vega hans með því að spila undir við æf- ingar, á samkomum og einssöngv um. Hún var ávalt boðin og bú- in, til að aðstoða við hinár og aðrar samkomur, á meðal landa sinna, þegar til hennar var leit- að og leysti verk sitt ávalt prýði- lega af hendi. I tvö ár, í fjær- veru ungfrú Snjólaugar Sigurðs- son, var hún organisti í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg og stjórnaði og æfði bæði eldri og yngri söngflokk kirkjunnar og sýndi mikla árvekni og dugnað i því starfi sínu. Á hinu víðtæka starfssviði hljómlistarinnar hefir frú Björg auk kenslu sinnar starfað innan vébanda hljómlistarfélags Win- nipeg borgar í meir en tuttugu ár, verið í stjórn þess félags í sex ár. Árið 1921 var hún send á allsherjarfund Kanada hljóm- listarfélagsins, sem haldinn var í British Columbia fylkinu, þar flutti hún erindi um hljómlist íslendinga, sem ágætur rómur var gjörður að og sem að sögn dómbærra manna, var henni og íslendingum til sóma og svo hef ir framkoma frú Bjargar ávalt verið. • I ár á hljómlistarfélag Kanada fjórðungs aldar afmæli sitt og verður það hátíðlega haldið nú í sumar hér í Winnipeg og eru margir af best þekktu og áhrifa mestu hljómlistarfræðingum þessa lands og víðar að, væntan- legir til þess móts og reynir þá að sjálfsögðu á forustu hæfileika og gestrisnislund frú Bjargar, ekki all-lítið, en ekkert er að óttast, því spá mín er sú að hún muni enn sýna að hún kann vel að vera með “mönnum hér þars mæld oss leiðin er.” Björg Violet er fædd í bænum Selkirk í Manitoba. Foreldrar hennar voru Hermann Hermanns son og Guðrún Snjólaug Jóns- dóttir og er Guðrún og J. Magnús Bjarnason skáld, systkinabörn. Frú Björg er gift Eiríki A. ís- feld, mesta myndarmanni og bezta dreng. Hann er forstjóri fyrir umsvifamikilli mjólkur- verzlun hér í Winnipeg. Þau hjón eiga eina dóttur barna, Guðrúnu, sem er gift hérlendum lækni, Dallas Medd, að nafni. Frú Björg, kunningjar þínir óska þér til lukku í þinni nýju hefðarstöðu. J. J. Bíldfell. Heilsað á íslenzku. Jón A. Hjaltalín var lengi bókavörður í Edinborg í Skot- landi, áður en hann varð skóla- stjóri á Möðruvöllum. Jón Sig- urðsson bjó þá í Höfn. En þeir voru aldavinir. Jón forseti skrifaði nafna sínum og sagð- ist ætla að heimsækja hann á vissum degi. Hjaltalín hafði skozka ráðs- konu, afarstóra vexti og vel í skinn komna. Hann sagði þenni, að vinur sinn sé að koma, og að nú sé um að gera, að taka vel á móti honum á íslenzka vísu. Svo seg- ir hann henni hvernig hún eigi að heilsa honum á íslenzku, og gefur henni daglega æfingu í því, og býr hana að öðru leyti rækilega undir móttökurnar. Nú rennur upp dagurinn, þegar forsetans var von. Ráðs- konan hafði ekki augun af hliðinu, og þegar hann kemur hleypur hún á móti honum með útbreiddan faðminn, kyss- ir hann og vefur að sér, og segir: “Komdu blessaður og sæll, elsk- an mín.” Síðar fékk hann að vita, hvernig stóð á þessari óvæntu kveðju.. og minntust þeir vinirn- ir oft á þennan atburð síðar. Látið peninga yðar VINNA fyrir Canada og yður sjálf! Sigurláns veðbréf yðar eru bezta innstæðan — ávöxt un i íriði og velgengni. pau vinna yður inn fé, meðan þér geymið gegn tvöfalt hærri vöxtum, en bankar greiða. peim má ávalt koma í pen inga, er þörf krefur. pér aðeins lánið peninga I Canada. Canada endurgreiðir þá að fullu i réttan gjalddaga. Það er enginn skynsamlegri leið til notkunar sparifjár en leggja það í Sigurlánsbréf og geyma þau. <*T. EATON WINNIPEQ CANADA “Leggið fé í það bezta” ) 4

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.