Lögberg - 26.04.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 26.04.1945, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 26. APRÍL, 1945 Dulin fortíð En svo skipti hún um málróm á einu augna- bliki. “Ef þú reynir til að halda einhverju ,leyndu fyrir mér, skal eg pína það út úr þéí, þó eg þurfi að rífa hjarað út úr brjósti þér.” “Fallega tígrisdýrið mitt,” sagði Robert, og reyndi að kyssa hana. Hún brosti. “Þú hefir fundið rétta nafnið fyrir mig; eg er tígrisdýr. Eðli mitt er þannig, að eg hika ekki við að gjöra hvaða grimdar- verk sem er, ef eg er neydd til þess.” “Þú veðrur aldrei grimm við mig, Kata, af því eg elska þig svo mikið.” “Nei, aldrei, eins lengi og þú elskar mig; en ef þú svíkur mig, þá máttu vara þig.” Það virðist undarlegt, en það var tilfellið, að í staðinn fyrir að fjarlægjast hana og hræð- ast, elskaði Robert þessa viltu kærustu sína, meir en hún elskaði hann. Eftir þetta fór Robert að hugsa meira um að komast að leyndarmálinu. Hann varð að verða það sem hann hafði sagt Kötu, að hann ætlaði sér að verða, herramaður. Fram að þessu hugsaði hann ekki um annað en lifa í algjörðu aðgerðarleysi og leti, en nú rak metnaðargirnd- in hann hlífðarlaust áfram. Honum var nú ekki eins umhugað að lifa í iðjuleysi, eins og hafa peninga til að geta borist á og villa Kötu sjónir á sér, og koma henni til að líta upp til sín, heyra hana hrósa sér, og dáðst að sér. Peningar! Peningar! var nú hans eina hugsun dag og nótt. Hann varð eins og utan við sig. Hann eigraði einsamall út á víðavangi, og sat eða lagði sig fyrir í skugga trjánna, og lá þar dreymandi, þó hann svæfi ekki. Hann var að hugsa um hvað hann ætlaði að gera, ef hann hefði peninga. Hann ætlaði að láta byggja sér stórt og skrautlegt hús, og fá hina fínustu hús- muni í það; hann ætlaði að kaupa hesta, vín, og allt sem honum leitst á og langaði til að eiga; giftast Kötu og gefa henni skrautlega búninga og demanta. En svo mundi hann að hann hafði enga peninga, og þetta var bara vökudraumur. Allar hugsanir hans snerust um peninga. Hann varð að fá þá; hvað sem það kostaði, og með hvaða helst brögðum, sem hann þyrfti að beita til þess. Einustu erfiðleikarnir fyrir honum voru, hvernig hann ætti að byrja tilraunir sínar. Að tala um þetta við móður sína vissi hann að var þýðingarlaust; það væri bara til að kvelja lífið úr henni, árangurslaust. Hún mundi aldrei fást til að segja honum neitt, og ef hann gerði hana svo hrædda, að það alveg dræpi hana, hverju væri hann þá nær með leyndarmálið. Hann varð magur og fölur í andliti; hann hafði enga ró til að vera kyr stundu lengur, en hvernig átti hann að komast á stað með að uppgötva leyndarmálið, sem var svo vandlega gætt og dulið; það hefði orðið mörgum honum vitrari erfitt. Hann reyndi að koma hugsunum sínum í sam- hengi, eins og hann best gat. Grunur haná, að Verner væri ekki sonur Jane Elster, heldur einhverrar konu, sem borgaði henni mikla pen- inga til að þeygja um leyndarmálið. Þetta 'var sem hann hafði grup um, en hvernig átti hann að komast að því, ef það væri tilfellið. * Það var engin í Croston, sem hafði þekkt móður hans áður en hún kom þangað, svo það var alveg þýðingaraust að leita upplýsinga þar. Það eina sem fólkið í Croston vissi, var, að hún hafði komið þangað með tvo litla drengi, það vissu allir, og að annar drengurinn var ungt barn, en hinn var rétt að byrja að ganga. Það var því bara um ár á milli þeirra. Hann hafði oft heyrt um það, en það var honum engin hjálp. Ef það var einhvert leynd- armál í sambandi við Verner, þá hlaut það að vera frá þeim tíma, áður en þau komu til Croston. Hann varð því að finna út hvar hún hafði verið áður en hún flutti þangað; en hvernig átti hann að komast að því? Að spyrja móður sína um það, var til einskis, hún hafði s.vo oft neitað að segja honum það. Hvert sem hann leit, til að komast á rétta slóð, virtist árangurslaust. 34. KAFLI. » Robert Elster hafði neytt peninga út úr móð- ur sinni fyrir nýmóðins, fínum frakka, honum fanst svo mikið til um sig er hann skoðaði sig í speglnum, að hann hélt hann væri orðinn allt annar maður. Nú var hann búinn sem herramaður, og hanr. var viss um. að allir mundu líta á sig sem slíkan, og að sér yrði sýnd virðing og viðhöfn, sem slíkum mönn- um. Hann fór nú þangað sem Kata átti heima, til að sjá hve hrifin hún yrði, að sjá sig svona vel búinn. Hún horfði á hann undrandi af að- dáun. Það jók sjálfstraust hans. “Nú get eg bráðum sagt þér nokkuð, sem þér mun þykja vænt um að heyra.” Kata brosti og bauð honum kinnina að kyssa, og Robert réði sér ekkt af fögnuði. Það sem honum lá nú mest á að finna út var, hvár faðir hans hefði verið, og hvar hann dó. Ef hann gæ.ti uppgötvað, það, hafði hann lukkuna í hendi sér. Hann þurfti bara að kom- ast þangað, spyrjast fyrir og fá að vita allt um móður sína, og rekja svo slóðina. En hvernig átti hann að komast að því, hvað sá staður héti? Það var alveg ómögulegt fyrir hann að fá móðir sína til að segja það. En svo datt honum allt í einu í hug: Dagblöðin geta vanalega um öll slysa tilfelli. Það, að járnbraut- argæzlumaður hefði orðið undir járnbrautar- vagni, og mist lífið, var miklu sjaldgæfara þá en nú. Bara ef hann gæti komist til London og fengið að sjá þar gömul blöð, frá þeirri tíð, gæti hann líklega fundið staðinn. Hann hafði heyrt sagt, að í vissu matsöluhúsi í London, væri blaðið “Times” til frá byrjun. Hann þurfti bara að fá að vita, hvaða ár faðir þans dó, og svo bara leita að því í blaðinu. Ef móðir hans hefði verið hyggnari, eða grunað hann, hefði henni verið auðvelt að skilja ástæðuna fyrir því, að Robert var altaf að tala um föður sinn. Hann spurði hana svo margra spurninga um hann, og móðir hans svaraði þeim öllum, án þess hana grunaði tilgang hans. “Mér finst það eitthvað svo bjánalegt að eg skuli ekki vita svo sem neitt um föður minn; eg er viss um að ef hann hefði lifað, væri hann stoltur af að eiga annan eins son og mig.” “Já, eg er viss um það, Robert,” sagði móðir hans, og fór að gráta. “Sá hann mig nokkurntíma?” spurði hann, eftir litla umhugsun. “Já, þú varst — látum mig sjá — hvað varstu gamall, þegar hann dó. Eg get ekki munað það, Robert, þú ættir ekki að vera að þreyta mig með þessum spurningum. Þú veist að eg verð alveg rugluð í öllu þegar eg er neydd til að rifja upp mínar gömlu sorgir.” Hún var rétt komin að því að segja: “Þú varst bara tveggja mánaða, þegar hann dó,” en þá mundi hún að hún hafði sagt honum að Verner væri ári yngri en hann. “Eg er þá tuttugu og tveggja ára gamall.” “Já, en því ertu að pína mig með þessum spurningum alla tíð, Robert, þú veist hvað eg tek það nærri mér að tala um það.” Robert þóttist nú fullviss um, að hann hefði verið ungbarn er faðir hans dó. “Það er aug- ljóst að faðir minn vissi ekkert um Verner, eg skal nú komast fyrir þetta,” hugsaði hann. Robert skrifaði Verner aftur — nú bað hann um tíu pund, og Verner, sem enn var á Avon- wold, fór að hugsa um hvernig hann gæti losast við þessar peningabænir bróður síns. Hann sendi honum tíu pund, og sagði honum, að nú þyrfti hann ekki að biðja sig um peninga fyrst um sinn. “Eg er hér á Avonwold,” skrifaði hann, “og á slíkum stað getur maður ekki verið peninga- laus. Eg hefi varla nóg fyrir mig.” Robert hugsaði með sér, að hann sem ætti álfkonu að guðmóðir, þyrfti sízt að vera pen- ingalaus. “Hvar er Avonwold?” sugsaði hann. “Eg eg kemst að einhverju, þá vetð eg að sjá Verner.” Hann spurði sig fyrir um það, og fékk loks að vita að Avonwold væri herragarður Damers lávarðar, og hann varð nærri klumsa af updrun, er hann heyrði það. “Hann virðist rata þangað sem höfðingjarnir eru,” sagði hann. “Eg hefði gaman af að vita, hvað það tekur mig lengi að kynnast fjölskyldunni á Avon- wold, þangað til það býður mér að heimsækja sig. Heimurinn er fjarska óréttlátur.” Nú hafði Robert peninga, og allt virtist ganga að óskum fyrir honum. “Eg fer til London,” sagði hann einn morgun við móður sína. “Eg hefi heyrt um atvinnu þar, sem mér líst vel á, og er við mitt hæfi. Það glaðnaði yfir móðir hans við að heyra þetta. “Er það satt?” hugsaði hún, “er það góðs fyrirboði? — það var það besta — Gæti Robert fengið atvinnu sem honum líkaði, þá hætti hann að angra hana, með forvitnislegum spurning- um, um Verner og föður sinn.” Hann píndi hana til að gefa sér dálítið^af peningum, hún vissi ekki, að hann hafði feng- ið peninga frá Verner, svo lagði Robert á stað, fullviss um, að hann hefði nú hamingjuna í hendi sér. Þegar Robert kom til London, barst hann mikið á, hann gekk um göturnar í nýja frakk- anum og bar sig eins og ríkismaður, og daginn eftir að hann kom þangað fann hann matsölu- hús, þar sem margir árgangar af. “Times” voru saman safnaðir. Hann hélt að hann mundi finna umgetningu um dauða föður síns, og hvar slysið hefði viljað til. Hann hélt að það væri auðvelt af finna það, er hann kom þangað, en er hann sá hina stóru bunka af blaðinu, varð hann efinn um hvort hann ætti að fara að leita í þessum blaðafjölda, en hann hugsaði, að hér væri þó að finna lykilinn að leyndarmálinu. Sem snöggv- ast flaug honum í hug, að það væri bezt fyrir sig að skifta sér ekkert um leyndarmálið, sem sér væri með öllu óviðkomandi. Það var hans betra eðli, sem hvíslaði þessu að honum, en það kom sjaldan fyrir að Robert færi eftir aðvörunum síns betra eðlis. Að lifa, án þess að vinna; hafa nóga peninga, oð það án allrar fyrirhafnar; frjálst og áháð sællífi; eiga Kötu fyrir konu; vera öfundaður og þó dáður af öllum ungum mönnum í Cros- ton. Þessar hugsanir þutu sem leiftur gegnum huga hans — æra, heiðarlegheit, var honum einskis virði; hann hugsaði einungis um sig sjálfan, sællífi án fyrirhafnar. Hann leitaði í þeim árgangi blaðsins, sem var líklegt að getið væri um dauða föður hans; hann varð brátt leiður á að leita eftir því, hann nenti ekki að lesa, og honum leiddist að rýha í hina smáu bókstafi. Það tók hann langan tíma að leita í janúar, febrúar og marz blöðunum, en hann leitaði svo nákvæmlega, að hann misti ekki eina einustu línu. Alstaðar sem hann sá fyrirsögnina “Slysatilfelli”, vaknaði ný von hjá honum, en honum gekk ekki vel að finna það. sem hann var að leita að. Honum var farið að leiðast þetta. Hann hafði hugsað, að það væri svo auðvelt að finna það, en honum reyndist annað. “Eg má hætta við það; ef eg þarf að sitja tímunum saman og leita að því í þessum blaða búnka.” Hann hafði aldrei mikið þol til að lesa né skrifa. Er hann hafði setið við þetta í fjóra tíma, fanst honum það heil eilífð og stóð upp og fór út til að fá sér að eta. Á leiðlnni ofan strætið kom hann auga á stórar auglýsingar. Það voru leikhús auglýs- ingar, um sérstaklega hrífandi leik, sem átti að sýna þá um kvöldið í einu leikhúsi borgarinnar. Hann ákvað að fara þangað til að sjá leikinn; áhrifin sem leikurinn hafði á hann opnaði alveg nýjan hugheim fyrir honum. “Eg skal fara hingað aftur, þegar eg hefi peninga,” hugsaði hann. “Eg vil ekki vita meira um hið dauða og gleðisnauða líf í Croston. Eg vissi ekki að slíka skemtun væri nokkursstað- ar að fá, eins og í leikhúsi; en svo hefi eg heldur ekki séð neitt slíkt áður.” Þessi mikla löngun sem vaknaði hjá honum til að geta sem oftast farið í leikhúsið, vakti nýjan áhuga hjá honum til að gera frekari til- raunir að leita í blaðinu, og hann sat yfir því allan daginn til kvölds. 35. KAFLI. Hann leitaði í einum árgang eftir annan, þar til hann kom að apríl í árgang, sem var 21 árs gamall, og þar fann hann það sem hann leit- aði að greinilega frá sagt. John ELster, járn- brautarvökumaður varð undir gufuvagni, og beið bana af, í litlum bæ, sem heitir River- smead í Hertfordshire. Svo var löng frásögn um, hvernig slysið vildi til, en hann þurfti ekki að vita neitt um það. Nú hafði hann fengið miklar upplýsingar; og það sem hann þurfti meira að vita, var nú auðvelt að komast að. Hann lagði blaðið frá sér, stóð upp og fór út, til að vera í næði að hugsa um hvað hann ætti að gera næst. Hann gekk eftir fáfarinni götu, og ,var nú svo viss í sinni sök, að hann var, nærri því farinn að hrópa upp, að nú væri leyndarmálið, þegar í hendi sér. Honum fanst að hann hefði strax vasana fulla af gúlli, og að hann byggi með Kötu í stóru og skrautlegu húsi, færi í leikhúsið á hverju kvöldi, og nyti allra skemtana, sem hægt væri, Honum fansí hann nú hafa ráð á öllu slíku, úr því hann hefði nú lykilinn að leyndarmálinu. Riversmead! Hann hló upphátt, þegar hann hugsaði til hvernig móðir sín mundi líta út, þegar hann hrópaði þetta nafn í eyra henn- ar. Hvernig hún mundi hrökkva saman í kút, og náhvítna í andliti. Hann sá fram á það, að peningarnir sem hann hafði mundu ekki endast lengi, það yrði því best að fara strax til Riversmead, og hann fann út að járnbrautarlest fór þangað seinni part dagsins. Hann borðaði dýran miðdagsverð, og fór svo með lestinni á stað til Riversmead. Ferðafólkið, sem var í sama vagni og hann, undraðist hve kátur hann var, hann var altaf brosandi, hann var svo glaður af tilhlökkun, hann gat ekki varist því. Þegar lestin kom til Riversmead, steig hann út úr vagninum. Hann var ekki að hugsa um að það hefði verið hér sem faðir hans dó. Nei, allt sem var í huga hans var það, að nú væri hann í Riversmead, og að hér gæti hann fundið slóðina að leyndarmálinu, sem hann var búinn að ásetja sér að uppgötva. Hann gekk fram hjá járnbrautarhótelinu, þar sem Florence Charteris, fyrir mörgum árum síðan hafði legið í sinni dauðans angist og kvölum; hann gekk út í bæinn eftir þröngri og fornri götu, sem Miss Hope hafði gengið, með sorg í hjarta, er hún fór á fund Dr. West. Hann leigði sér herbergi í litlu húsi, utan við aðal borgina. Þegar húsmóðirin í húsinu spurði hann hve lengi hann byggist við að vera þar, sagði hann, að hann gæti ekki sagt um það upp á víst; hann sagðist vera þar í viðskipta- erindum. Með mikilli fyrirhyggju byrjaði hann nú að útvega sér allar mögulegar upplýsingar. Hann taldi það sem hann hafði af peningum, og setti nokkuð af þeim til síðu, til að geta komist aftur til Croston. Hann sá fram á, að hann varð að vera gætinn með peningaeyðslu, því það gekk fljótt á það sem hann hafði. Hann hugsaði sér að spara við sig á allan hátt, þar til hann væri búinn að ná leyndarmálinu i hendur sér^ og með því stóra peningasummu. Með slíka framtíð í huga, þurfti hann ekki nema stutta stund að spara við sig. Morguninn eftir var hann búinn að hugsa sér hvar hann ætti að byrja rannsókn sína. Hann gekk ofan á járnbrautarstöðina og reyndi að koma sér á tal við þá sem höfðu verið þar lengi. Hann hugsaði, að það væri helst að leita upp- lýsinga um föður sinn hjá þeim mönnum sem höfðu verið þar lengi. Hann var eins vel búinn og hann hafði tök á. Hann var í frakkanum með 'fínt hálsbindi, staf í hendinni, gula hanska, og vindil í munninum. Fyrst gekk hann fram og til baka um pallinn fyrir framan stöðina, og virtist ekki líta á verkamennina sem þar voru við vinnu sína. Eftir litla stund gekk hann til aldraðs manns, sem var að hreinsa járnbrautar- vagn. “Hefur þú verið hér lengi?” spurði hann. “Hér um bil sex ár,” svaraði maðurinn. “Er stöðvarstjórinn búinp að vera hér lengi?” “Nei, ekki fullt ár.” Hann spurði margra fleiri spurninga til að reyna að finna út hvort nokkur mundi vera þar, sem hefði verið samtímis föður sínum. Hann sagði þessum gamla manni að hann þyrfti endilega að tala við einhvern sem hefði verið hér samtímis föður sínum, og þekkt hann. Hann var hér vökumaður, og var drepinn hér undir vagni fyrir tuttugu árum síðan. “Það lítur ekki út fyrir að þú sért mjög sorg- bitinn út af því,” sagði gamli maðurinn. Robert varð að segja honum að hann hefði verið barn, þegar það skeði, og sagðist nú vera kominn hingað til að láta setja legstein á gröf hans, og gerði sig klökkan í málróm. Þessi orð höfðu áhrif á gamla manninn, svo hann fór að hugsa um hverjir af mönnunum sem unnu þar nú, mundu hafa unnið þar svo lengi. “Nú man eg eftir einum,” sagði hann. “Bond gamli, sem vinnur í móttökuskálanum, hefur verið hér 25 ár. Hvað hét faðir þinn?” “John Elster.” “Þér er best að fara strax og sjá Mr Bond; hann er maðurinn sem getur sagt þér.” Robert kvaddi gamla manninn, og fór til að sjá Mr. Bond. “Mr. Bond, má eg spyrja þig, ef það er hægt, að eg geti fengið að tala við þig, svo sem í tvær mínútur.” Mr. Bond leit upp alveg hissa, að vera ávarp- aður með slíkri kurteisi. “Eg vona,” hélt Robert áfram, “að eg geri þér ekki ónæði né tefji þig frá verki, en mér var vísað til þín, sem þess mannsins sem væri kunnugastur hérna á stöðinni.” Þetta var vel tilvalin byrjun; og Mr. Bond varð að einu brosi og hlustaði með mestu and- agt á það sem Robert sagði. ( “Faðir minn, John Elster, var hér gæzlu- maður á járnbrautinni, og varð fyrir slysi og dó, fyrir tuttugu árum síðan. Eg er sonur hans, og' er kominn hingað langt að til að útvega mér upplýsingar um hann.” “Já,” sagði Mr. Bond, “eg man vel eftir John Elster; eg var alveg við þegar hann dó; vesalings maðurinn! Eg var líka einn þeirra, sem fóru til að tilkynna vesalings ekkjunni hans látið hans. Það var alls ekki neitt auðvelt fyrir Robert. að halda fögnuðinum í skefjum, s;vo það sæist ekki á andliti hans, fögnuðurinn yfir því, að hafa fundið mann, sem gæti gefið honum allar þær upplýsingar sem hann sótti eftir. “Eg hefi í hyggju að láta setja minnismerki á gröf föður míns,” sagði Robert, og Mr. Bond þótti mikið til um það. En þá kom fólk inn, sem hafði ýmis erindi við Mr. Bond, svo þeir gátu ekki haldið samtalinu áfram. “Eg sé að þú hefur mikið að gera, Mr. Bond,” sagði Robert. “Eg bý í Nr. 3 Charle Terrasse; gerðu svo vel að koma heim til mín, og borða með mér í kvöld kl. 7, og þá getum vði talað meira saman um þetta?” Mr. Bond, tók heimboðinu með fögnuði, og Robert fór frá honum hæðst ánægður með það, sem hann hafði afrekað um morguninn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.