Lögberg - 26.04.1945, Blaðsíða 7
7
Y ngstu
lesendurnir
Sagan um blindu
mennina fjóra
Eg ætla að segja þér afargamla
sögu af fjórum blindum mönn-
um.
Á Indlandi, sem er mörg þús-
und kílómetra frá voru landi, eru
margir menn blindir. í einni
borg höfðu fjórir helztu menn-
irnir verið blindir alla ævi. Þess-
ir menn töldu sjálfa sig mjög
vitra og voru jafnan jljótiT til
að kveða upp dóma um alla hluti,
er þeir fengu vitneskju um.
Eitt kvöld sátu þeir við veg-
inn og voru að tala um sinn
mikla lærdóm, eins og þeir gerðu
á hverjum einasta degi. Heyrðu
þeir þá, að fíll kom gangandi
til þeirra.
“Ó,” sagði einn þeirra. “Hér
kemur fíll. Við hofum oft talað
um þessa skepnu, en okkur hefur
aldrei komið saman um, hvernig
hún sé. Nú getum við gert út
um málið á sVipstundu. Við skul-
um allir fara og þreifa á skepn-
unni, og þá munum við komast
að raun um, hver hefur á réttu
að standa og hver hefur á röngu
að standa.”
Allir urðu þeir sammála um
þetta og gengu síðan að fílnum,
hver eftir annan, einn í einu.
Blindi maðurinn, er fyrstur
fór, var mjög hár vexti, og lenti
því hönd hans á síðu fílsins.
Hann þreifaði mjög vandlega
upp og niður og eins langt til
hægri og vinstri og hann gat
náð. Síðan fór hann aftur á sinn
stað við veginn. Hann var full-
viss um að nú gerþekkti hann
fílinn.
Annar blindi maðurinn var
mjög lágur vexti, og vildi svo til
að hann kom að öðrum fram-
fæti fílsins. Hann þreifaði upp
og niður eftir honum, fór því
næst aftur á sinn stað. Hann
gerþekkti fílinn líka.
Þegar þriðji blindi maðurinn
kom að fílnum, vildi svo til, að
hann þreifaði á rana hans. Hann
var ekki lengi að komast að
því, hvernig fíllinn væri.
Fjórði blindi maðurinn kom
að höfði fílsins, þreif stundar-
korn í aðra vígtönn hans og sett-
ist síðan aftur hjá spekingun-
um, vinum sínum, við veginn.
“Jæja,” sagði hinn fyrsti.
“Skepnan er alveg eins og eg
sagði ykkur, að hún væri. Hún
er eins og hliðarveggur á stóru
húsi.”
“Nei, nei,” sagði annar. “Hún
er alveg eins og trjábolur.”
“En hvað þið eruð fáfróðir um
fílinn,” kallaði hinn þriðji. “Hann
er miklu líkari vatnsbelg en
nokkru Öðru á jarðríki.”
“Þið hafið allir á röngu að
standa,” sagði hinn fjórði. “Það
er undarlegt, hve langt þið getið
komizt frá sannleikanum, þar
sem þið getið þó alveg þreifað
á honum. Eg athugaði skepnuna
mjög vandlega, og hún líkist í
öllum atriðum hálum, sívölum
göngustaf.”
Því næst byrjuðu vesalnigs
mennirnir að rífast um, hvernig
fíllinn væri.
Og þeir eru fleiri, sem fara
svipað að.
Boðberi mannúðarinnar —
Dunant, stofnandi rauða krossins
Höfundar þessarar greinar eru Holman Harvey og Edward J. Byng.
Greinin birtisl upphaflega í ameríska fímaritinu "The Roiarian"
og f jallar um hinn merka stofnanda Rauða krossins, Svisslendinginn
Henri Dunant.
fPÍMAMÓT voru það í sögu
* mamjúðarinnar þegar maður
nokkur, hvatlegur að sjá, og
snyrtilega búinn ljósleitum föt-
um, steig dag nokkurn, árið 1859
út úr vagni sínum á vígvellinum
við Solferínó. Nafn hans var
Henri Dunant. Það sem fyrir
hann bar þessa tímana, þegar
blóðugur bardaginn stóð sem
hæst, markaði spor í lífssögu
hans. Henri Dunant, er áður
hafði verið velmegandi banka-
stjóri, gjörðist nú fulltrúi fagurs
boðskapar meðal mannanna.
Næsta áratuginn barst nafn
Dunants um gjörvalla Evrópu.
Hann hafði komið á stofn hinum
alþjóðlega Rauða-krossi; hlotið
að launum smán og fátæktar-
kjör, horfið út úr þjóðfélaginu
að miklu leyti árum saman,
eins og hann væri ekki fram-
ar í tölu lifenda, — en að lok-
um hlotið fyrstur allra friðar-
verðlaun Nóbels. Á ferðalagi 'í
áríðandi einkaerindum, sótti
Dunant um áheyrn hjá Napole-
on III. Frakkakeisari, sem var
í fylgd með hersveitum sínum,
er áttu í bardaga á Norðúr-
ítalíu. Dunant hitti keisarann hjá
Solferínó.
Á 70 fermílna svæði höfðu
geisað þennan dag einhverjar
hræðilegustu orustur veraldar-
sögunnar. Victor Emanúel II.
var fyrirliði 50.000 föðurlands-
vina, sem svarið höfðu þess dýr-
an eið, að útrýma valdi Austur-
ríkis á ítalíu. Louis Napoleon
hafði komið til hjálpar með
100.000 manna lið. Af Austur-
ríkis hálfu hafði yfirherstjórn-
ina Franz Joseph, 29 ára að
aldri. Hann stjórnaði 160.000
manna her.
Dunant, sem sezt hafði fyrir
í borginni Castiglióne að baki
frönsku víglínunni, var sjónar-
vottur að röðum særðra her-
manna, sem voru á leið frá víg-
vellinum fluttir á skröltandi tví-
hjólakerrum, sem hentust yfir
grýttar vegleysur. I 15 stunda
orustu hnigu 45.000 manns í val-
inn. Flestir lágu þeir óhreyfðir
þar sem þeir höfðu fallið.
Hjúkrunarsveitir beggja herj-
anna voru algjörlega óviðbún-
ar svona geysilegu manntjóni
og gáfust strax upp á starfi
sínu. Hvert einasta hús í Castig
linoe var gert að sjúkrabæki-
stöð; 500 manns að dauða komn-
ir létu fyrirberast hljóðandi af
kvölum í lítilli kirkju. Rotnun
og óhreinindi höfðu borizt í sár
þeirra.
Dunant gat ekki staðið hjá
aðgerðarlaus, þegar til lengdar
lét. Þessi 31 árs gamli banka-
stjóri gleymdi algjörlega erindi
sínu til Solferínó, tók sjálfum
sér vald í hendur, eftir því sem
hann með þurfti og lét 300 her-
menn og borgarbúa taka saman
höndum um að hjúkra og lið-
sinni þeim særðu.
Vinum og óvinum var veitt
samskonar hjúkrun. Dunant,
sem lagði leið sína í kirkjuna,
vék sér að ítölskum hermönn-
um sem voru að reka á brott
tvo særða Austurríkismenn, og
sagði: “Sono fratelli” (“þeir eru
bræður okkar”). Þessi orð endur
hljómuðu meðal borgarbúa. —
Þeim var ætlað að hljóma um
gjörvallan heim. —
Um mánaðartíma vann Dun-
ant meðal hinna særðu. En eft-
ir að Frökkum tók að veita bet-
ur í orustum og nóg hjálp hafði
borizt, dró hann sig í hlé þegj-
andi og hljóðalaust. Henri Dun-
ant var af gamalli þekktri auð-
mannaætt í Sviss, sem lengi
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. APRÍL, 1945
hafði verið þekkt fyrir mann-
úðlegt hugarfar. Eftir ágætis
menntun við skóla í Geneua
gjörðist hinn ungi Dunant
bankastjóri við svissneskan
banka.
Þegar námstími hans var úti
stofnaði hann hlutafélag með
milljón franka höfuðstól, sem
sjá átti um stofnsetningu á
hveitimyllum í Franska-Alsír.
Vinir hans töldu hann af þessu;
sögðu, að hér væri of mikið fé
lagt í óvisst fyrirtæki. Dunant
hafði samt sem áður ekki enn
sótt um leyfi til þess að fá að
nota vatnsafl við starfræksluna
myllnanna en til þess að fá þessi
réttindi, hafði hann sótt um á-
heyrn hjá Louis Napoleon.
Eftir að Dunant kom aftur til
Geneva ritaði hanii frásögn af
orustunum og útbjó áætlun fyr-
ir hj álparsveitir stofnsettar af
sjálfboðaliðum meðal allra
þjóða. Þetta 30 þúsund-orða á-
varp, prentað árið 1882, for sem
eldur í sinu um gjörvalla Ev-
rópu. Gustaf Moynier, forseti
Sambands almennra Tryggingar
félaga, ákvað að setja nefnd á
laggirnar til þess að fram-
kvæma hugmynd Dunants um,
að allar menningarþjóðir mynd-
uðu hjálparsveitir til þess að
hjálpa særðum hermönnum á
ófriðartímum án þess að taka til
lit til þess, hverrar þjóðar, hver
einstakur þeirra væri.
Dunant tók tilboði Moyners,
og þrír aðrir ágætir Svisslend-
ingar voru fengnir til þess að
koma þessu .í framkvæmd. Þeir
nefndu sig “Hina alþjóðlegu
fimmmenninga,” og þeir voru
brautryðjendur að “Hinum al-
þjóðlega Rauða-krossi”, sem nú
starfar um heim allan.
Um þessar mundir var Bis-
mark að undirbúa styrjaldir
þær, er næstu sjö árin geisuðu
í Evrópu. Dunant, sem sá hvað
yfir vofði, gerði hvað hann gat
til þess að koma hugsjón sinni
í framkvæmd meðan tækifæri
var til. Sambandið gekkst fyrir
þingi, sem haldið var í Geneva.
-Þetta var djarflega gert; en sjálf-
ur fór Dunant í ferðalag árið
1803 um höfuðborgir meginlands
Evrópu til þess að hafa áhrif á
gang málanna. Eftir þrjá mánuði
hafði hann fengið 16 þjóðir til
þess að senda fulltrúa til Geneva.
Þeir komu saman í október sama
ár og ráðgerðu grundvallaratriði
þau, sem starfsemi Rauða kross-
ins nú byggist á.
. Dunant krafðist þess, að strax
er hermenn hefðu særzt í orr-
ustu, skyldi vernda hann frá
öllum ofbeldisverkum af hálfu
óvina han6, svo lengi sem hann
sýndi engan mótþróa, — og
annað hvort vinur hans eða ó-
vinur skuli skyldur til að
hjúkra honum, og að alar hjálp-
arsveitir og einstakir meðlimir
þeirra meðal herjanna, skuli vera
verndaðir gegn árásum. 1 áfram-
haldi af því, lagði hann til, að
enginn læknir né hjúkrunarkona
skyldi bera vopn, og allir þeir
sem ynnu að hjálpar störfum
skyldu bera samskonar borða um
handlegginn. Til heiðurs við
Sviss, var svissneski fáninn og
litir hans valdir sem alþjóðlegt
tákn fyrir samtökin. Þetta var
upphaf rauða krossmerkisins á
hvíta grunninum, — og skipu-
lagðrar mannúðarstarfsemi á or-
ustuvöllum stríðsins.
Tíu mánuðum seinna, sendu
tólf þjóðir fulltrúa á þing
Rauða krossins. Abraham Lin-
coln sendi tvo fulltrúa frá sér
til þess að kynna sér tilgang
hreyfingarinnar. 1 svari við
bréfi frá Dunant skrifaði Abra-
ham Lincoln um tvo menn, sem
sagt höfðu frá borgarastyrjöld
inni í Bandaríkjunum. Þar hafði
Clark Barton haft stjórn á
samtals 2000 hjúkrunarkonum
sem allar voru sjálfboðaliðar og
urðu fyrsti vísirinn að amer-
íska Rauða krossinum. En Amer-
íka, sem alltaf var á verði gegn
“vafasömum samtökum”, tók
ekki þátt í fundunum í Geneva
fyr en 18 árum seinna.
í dag hefir Rauði krossinn'
breiðst út meðal allra þjóða
heims. Hann sameinar þær í því,
að láta særðum mönnum í té
samúðarfulla aðstoð, — sömu-
leiðis stríðsföngum. Hann ákveð-
ur þær reglur og starfsaðferðir
sem allar deildir hans fara eftir,
óháðar öllu nema mannúðar-
stefnu sinni. Sambandi hins al-
þjóðlega Rauða kross, sem hefir
aðsetur sitt í Geneva í Sviss,
er aðalstjórn samtakanna. Og það
er í gegnum alþjóðasamtök
Rauða krossins, að fangar í þessu
stríði, geta fengið bréf og aðrar
sendingar frá heimilum sínum og
búa við sæmileg skilyrði.
Árangurinn af verksmiðjum
Dunants í Alsír varð sífelt lak-
ari. Forstöðumaður þeirra hafði
þjónað tveim herrum lengur,
heldur en heppilegt var. En nú,
þegar sambandið í Geneva var
komið á laggirnar, þróaðist Rauði
krossinn hvarvetna hið bezta.
Þess vegna lét Dunant myliur sín
ar sitja á hakanum og starfaði
af öllum kröftum að Rauða kross
inum, — stofnsetti deild í Frakk-
landi og kom á stofn nefnd til
þess að athuga áætlun um með-
ferð stríðsfanga.
Frh.
Það er auðveldara að stjórna
konungsríki en fjölskyldu.
Japanskur málsháttur.
•
Ast er upphaf hryggðar.
Danskur málsháttur.
Lutheran World Action
Fyrir hönd nefndar þeirrar;
sem á að annast um fjársöfnun
af hálfu Lúterska kirkjufélags-
ins fyrir það starf, sem nefnist
Lutheran World Action, vil eg
með nokkrum orðum draga at-
hygli fólks í söfnuðum kirkju-
félagsins og öllum velunnurum
þessa málefnis, að sá tími er nú
í nánd, sem þessu skyldi sinna.
Það mun flestum kunnugt hvert
er verksvið og verkefni þessar-
ar starfsemi, sem höfuðkirkjan,
The U.L.C.A. hefur haft á stefnu-
skrá sinni að undanförnu, en það
er að viðhalda trúboðsstofnunum
hinna herteknu landa, sem af
völdum stríðsins hafa orðið að
láta það falla niður til þess að
þetta menningar og mannúðar-
starf ekki falli niður varð kirkj-
an í Ameríku að hlaupa undir
bagga, þá er einnig á meðal her-
manna, mikið verk unnið, og
meiri þörf, eftir því sem tímínn
líður og síðast en ekki sízt hjálp
til nauðstaddra í hinum • blæð-
anúi heimi, nú þegar á ýmsum
stöðum og að stríðinu loknu.
(Reconstruction relief). Svipað
því, sem kirkjan vann á Rúss-
landi eftir fyrra heimsstríðið og
í hungursneyðinni þar og víðar.
Trúboðsstarfið er ekki einungis
boðun trúar, það er mannúðar-
og menningarstarf, það byggir og
viðheldur víðsvegar um heim,
menta- og líknarstofnunum og
um allann heim réttir það út
hendina til líknar, og er boðberi
frelsis og réttlætis. Engin hreyf-
ing hefir átt eins stóran þátt í
því út um víðan heim að skapa
heilbrigða tiltrú á menningar-
þjóðum heimsins, svo sem hins
brezka heimsveldis og Banda-
ríkjunum, og hefur það komið
sérstaklega í ljós í þessu stríði
bæði í Kína og Suðurhafseyjum
og víðar með sláandi dæmum.
Vil eg nú mælast til þess að full-
trúaráð safnaðanna, kirkjuþings-
menn og prestar, kvennfélög og
sunnudagaskólar leggi þessu
málefni það lið, sem það verð-
skuldar, svo þátttaka íslendinga í
því verði þeim ekki til vansæmd-
ar. Við lifum hér í friði og ör-
yggi við þægileg lífskjör og okk-
ur ber skylda til þess að styrkja
þau málefni, sem rétta vill hjálp-
arhönd líðandi og stríðandi mann
heimi, það fólk sem finnur hvöt
hjá sér til að styrkja þetta mál-
efni, getur sent tillög sín til mín
eða til annara nefndarmanna,
sem eru: Séra H. S. Sigmar,
Seattle, Wash. Séra B. A. Bjarna-
son, Árborg, Man. John Sturlaug
son, Hensel, N.-Dak., og S. O.
Bjerring, 550 Banning St., Wpg.,
sem einnig er féhirðir kirkju-
félagsins. Veit eg vel að allir
samnefndarmenn mínir láta ekki
undir höfuð leggjast, hver á sín-
um stað að vinna sitt hlutverk
trúlega.
t Virðingarfyllst,
G. J. Oleson,
Glenboro, Man.
Hvað kemur þetta við efnavísindum? spyrjið þér. Beinlínis þetta — að
efnavísindin búa til Chlorine, brennisteinssýru og gerviammóniak — efni
sem verksmiðjueigendur verða að hafa við framleiðslu sína.
2 0g annað: FramleiCsla vefnaí5arvöru
, í Canada nam árið 1039 því nær 12%
af allri verksmiðju framleiðslu Can-
ada. C-I-L. bjð til Chlorine til bleikju, litr
unarefni, sem útilokar upplitun og vítis-
stein fyrir rayon-gerð.
3pd eru bilarnir: Árið 1915 voru 89,944
, bílar og bifvélar I Canada, en 1939 var
talan komin upp í 1,439,245. C-I-L
innleiddi “Duco” og “Dulux” aðferðirnar til
þess að lækka framleiðslukostnað og verð,
auk þess sem tími til fágunar styttist úr
24 tímum niður í 4 tlma. Onnur efnasam-
setning gerði hjólbarða 10 sinnum ending-
arbetri, og auk þess ný gagnsýruefni gerðu
bensínið kraftmeira,
Efnavísindin liggja ekki á liði sínu við iðnframleiðsluna; þau stuðla að
auknum iðnþroska til atvinnuaukningar, auka á þjóðarauðinn, og tryggja
bætt lífskjör.
CANADIAN INDUSTRIES LIMITED
Þjóna Canada
IVIeð Efnafræði
ITil dæmis: Framleiðsla prentpappírs
é í Canada meira en þrefaldaðist frá
1915 til 1939. Verksmiðjurnar þurftu
Chlorine, en framleiðsla þeirra, telst nú
til meiri háttar framleiðslu 1 Canada, til
þess að bleikja hráefnið, og fá hvítan
pappír. C-I-L býr til Chlorine úr sjávar-
seltu.