Lögberg


Lögberg - 07.06.1945, Qupperneq 1

Lögberg - 07.06.1945, Qupperneq 1
PHONE 21374 iot^ 1 " „n, í1"'1 \>VC iners ana A Complete Cleaning Institution PHONE 21374 I,0.«n' A assf A Complete Cleaning- Institution 58. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. JÚNI, 1945 NÚMER 23 i stjórnarnefad Eimskipafélags Islands Ásmundur P. Jóhannsson Árni G. Eggertson, K.C. Þeim stjórnarnefndarmönnum Eimskipafélags Islands, er með umboð fara fyrir hönd vestur-íslenzkra hluthafa, Ásmundi P Jóhannssyni og Árna G. Eggertsyni K.C., barst símskeyti frá fram- kvæmdarnefnd félagsins um það, að á ársfundi þess, sem haldinn var í Reykjavík, síðastliðinn laugardag, hefði Árni verið endur- kosinn í stjórn félagsins til tveggja ára. Ásmundur á eftir annað ár af kjörtímabili sínu. — Fundurinn ákvað að greiða hluthöfum 4% í arð fyrir árið, sem leið. Frá fjallatindum til fi»kimida <llllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllll!llllllllll!ll!lllllllllllllll!!lllllinilllllllllllllllllllllllll!!l!ll!lllllllllllll!llllll!lllllll!ll>IIIUIllllllllll!llllllllll!lllllllllllllllllllll!lllllllll!lll!!!l!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lll Þakkakveðja Herra ritstjóri: Um leið og við hjónin kveðj- um Winnipeg borg og þökkum þér vináttu þína og góða við- kynningu vildum við biðja blað þitt að bera Vestur-lslendingum, fjær og nær, okkar hugheilustu þakkir og kveðjur fyrir þær á- nægjulegu og ógleymanlegu stundir, sem við höfum átt hér meðal ykkar. Dvöl okkar hér mun seint fyrnast í hugum okkar. Gest- risni ykkar er sannarlega frá- bær og íslenzk. Hér höfum við eignast marga vini og ferð okkar hingað hefir opnað fyrir okkur nýjan heim, íslenzkan heim. Einkum viljum við þakka Þjóð ræknisfélaginu fyrir þá rausn og það traust, sem það sýnd- okkur með því að bjóða okkur að koma hingað. Á skilnaðarstundinni koma nöfn margra góðvina upp í huga okkar. Við vildum mega taka í hendina á þeim öllum og þakka þeim af heilum hug. En þess er ekki kostur að sinni. Þökk fyrir alt. Guð blessi ís- lenzka kynstofninn í Vesturheimi í allri framtíð. Þórhildur Brynjólfsdóttir ívar Guðmundsson. Mœtur Islendingur látinn Síðastliðinn sunnudag lézt af vÖldum heilablóðfalls á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni, Dr. Jóhann Sigvaldason frá Shoal Lake, Man., 42 ára að aldri, á- gætur læknir, og hinn mesti mannkostamaður. Dr. Jóhann var útskrifaður í læknisfræði af háskóla Manitoba fylkis; hann lætur eftir sig ekkju °g eitt barn, auk aldurhniginn- ar móður; er að ástmennum öll- um þungur harmur kveðinn við sviplegt fráfall hans. Minningarathöfn um þenna toæta mann fór fram hjá Bardals a þriðjudaginn undir forustu séra Valdimars J. Eylands, en að því búnu var líkið sent til jarðsetningar til Shoal Lake. Flytur ræður Dr. Richard Beck flutti aðal- ræðuna á lokahátíð gagnfræða- skólans í Minot, N.-Dak., föstu- dagskvöldið 1. júní. Er þar um að ræða einn af stærstu skólum ríkisins af því tagi, énda útskrif- uðust yfir 160 nemendur þar að þessu sinni, en talið er að eitt- hvað 17 eða 1800 manns hafi verið viðstatt hátíðahöldin. Kvöldið áður var hann ræðu- maður við skólauppsögn gagn- fræðaskólans í McVille, N.-D., sem einnig var fjölsótt athöfn. I tilefni af 17. maí, þjóðhátíðar- degi Norðmanna, flutti Dr. Beck einnig ræður á þrem samkomum þeirra á ýmsum stöðum, og að auk útvarpsræðu frá stöðinni í Grand Forks. Fjölluðu ræður þessar um hetjulega baráttu Norðmanna heima fyrir og margvíslega hlutdeild þeirra í stríðinu. SBBS8 Afturhaldið hremmir Ontario Við fylkiskosningarnar, sem fram fóru í Ontario síðastliðinn mánudag, urðu úrslitin á þann veg, að afturhaldsflokkurinn, sem Col. Drew veitir forustu, fékk 66 þingsæti, Liberalar 10, og C.C.F. 6. Tveir Labor-Pro- gressivar náðu kosningu, og sex óháðir, sem mælt er að séu Liberölum hliðhollir. Foringjar Liberala og C.C.F. flokksins, þeir Mr. Hepburn og Mr. Jolliffe, töpuðu þingsætum sínum. Ósigur C.C.F. flokksins í á- minstum kosningum, var lang mest áberandi; hann réð yfir 34 þingsætum á síðasta þingi, en kemur nú út úr þessari síðustu orrahríð með einungis hálfa tylft háseta. Kornung hjúkrunarkona, Miss Elín Johnston, vann við nýafstað in vorpróf tvenn verðlaun, ec námu $500; þessi stúlka, er dótt- ir frú Helgu Johnston, ekkju Paul Johnston umboðssala. Heimsókn Ivars ritstjóra ♦♦♦ Um það verða allir á eitt sátt- ir, að heimsókn hr. ívars Guð- mundssonar, fréttaritstjóra Morg unblaðsins í Reykjavík, hingað til borgar, hafi orðið þeim öll- um, er á mál hans hlýddu, og kynntust honum persónulega, á- samt frú Þórhildi, til eftirminni- legrar uppbyggingar og gleði. ívar ritstjóri er maður þéttur á velli og þéttur í lund; voru erindi þau, er hann flutti um stefnu og strauma í lífsviðhorfi íslenzku þjóðarinnar, mótuð hreinskilni og sannleiksást, og þess vegna var líka mikið á þeim að græða; hið ljúfmannlega viðmót þessara ágætu gesta að heiman, gerði það að verkum, að þeir, þó viðdvölin væri stutt, eignuðust hér um slóðir fjölmennan vinahóp. Á laugardaginn var efndu út- gáfufélög Lögbergs og Heims- kringlu til samsætis fyrir Ivar ritstjóra á Fort Garry hótelinu, er var hið virðulegasta um alt. Forsæti skipaði Dr. P. H. T. Thorlákson; flutti hann við það tækifæri íhyglisverða inngangs- ræðu um íslenzk menningarmál, og lagði sérstaka áherzlu á nauð- synina um stofnun kennarastóls í íslenzku og íslenzkum fræðum við Manitobaháskólann; aðrir, sem til máls tóku, voru Mr. Justice H. A. Bergman, forseti háskólaráðs, G. S. Thorvaldson fylkisþingmaður, og ritstjórar ís- lenzku blaðanna; tóku þeir Berg- man dómari og ritstjóri Lögbergs í sama streng og Dr. Thorlákson varðandi háskólamálið. G. S. Thorvaldson afhenti ívari ritstjóra með vel völdum orðum fagra og skrautbundna bók frá viðstöddum vinum til minja um komuna; erindi það er heiðursgesturinn flutti í þessu skemtilega samsæti, var þrungið af margháttuðum fróð- leik; í lok þess þakkaði hann með fogrum hlýyrðum, gestrisni þá, er þau hjón hafðu hvarvetna mætt af hálfu íslendinga vestan hafs. Á sama tíma og á sama hótel- inu, hafði konsúlsfrú Lalah Jó- hannson, virðulegt boð fyrir frú Þórhildi, ásamt nokkrum íslenzk um konum úr borginni. Þau Ivar ritstjóri og frú heim- sóttu Gimli á sunnudaginn, en flugu suðuir til Bandiaríkja á þriðjudaginn. 0r borg og bygð Sunnudaginn 13. maí s. 1. kl. 3 e. h. voru gefin saman í hjóna- band í Paulist Fathers kaþólsku kirkjunni í Westwood, Calif., Jóhannes Newton vérkfræðing- ur og Marie Claire Edgerton. Þau, sem aðstoðuðu við gift- inguna voru Carlos Cruz frá Puerto Rico og systir brúðarinn- ar. Eftir hjónavígsluna fór fram veizla á hinu prýðilega heimili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. Harry M. Edgerton, sem hingað kom fyrir ári síðan frá Fremont, Ohio. Eftir tíu daga brúðkaupsferð um Suður-Californiu hverfur Jóhannes aftur til herbúða sinna í Fort Lewis, Washington. Jó- hannes Newton er ættaður frá Silfrastöðum í Skagafirði. Var faðir hans frá Ástralíu, en móðir hans Guðrún Jóhannsdóttir frá Lýtingsstöðum í Skagafirði. Jó- hannes er útskrifaður verkfræð- ingur frá John Hopkins háskól- anum í Baltimore, Maryland. • Þann 31. maí síðastliðinn kom frá Skotlandi, eftir tveggja ára þjónustu í stórskotaliðinu cana- diska, Einar Friðrik Guttorms- son, sonur þeirra Mr. og Mrs. Einar Guttormson, sem búsett eru í Poplar Park bygðinni hér í fylkinu; þessi ungi maður særð- ist nokkuð í orustu, en er nú á það góðum batavegi, að víst þyk- ir að hann nái fullri heilsu; er það ættingjum hans og vinum mikið gleðiefni. • Lýöveldishátíð að Mountain Þjóðræknisdeildin “Báran” að Mountain, N.-Dakota, efnir til hátíðar í tilefni af Lýðveldisdegi íslands, mánudaginn 18. júní kl. 8,30 í samkomuhúsi bæjarins. Vönduð og fjölbreytt skemtiskrá hefir verið undirbúin. Aðalræðumaður verður séra B. T. Sigurðsson. Einnig flytur Dr. Haraldur Sigmar ávarp. Blandaður kór syngur íslenzk lög á milli ræðanna og fleira verður þar á boðstólum af góð- um söng. Kvenfélag Víkursafnaðar ann- ast um veitingar að lokinni skemtiskrá. Byggðarmenn eiga hér því von á góðri skemtun. Magnús Pétursson prentari og bóksali, lézt að heimili sínu 313 Horace Ave., síðastliðinn þriðju- dagsmorgun, 76 ára að aldri; hann hafði átt við heilsubilun að stríða um all-langt skeið. Magnús var greindarmaður og fróður um margt. Útför hans fer fram frá Sambandskirkjunni hér í borg kl. 2 e. h., á föstudaginn kem- ur undir umsjón Bardals. Séra Philip M. Pétursson jarðsyngur. • Á þriðjudaginn þann 5. þ. m., voru gefin saman í hjónaband hér í borginni þau Skúli Albert Sigfússon frá Lundar, og Anna Helga Thordarson frá Gimli. Séra V. J. Eylands gifti. Brúðguminn er sonur Skúla Sigfússonar þingmanns St. George kjördæmis, og frú Sigfús- son. Lögberg árnar ungu hjónunum framtíðarheilla. • Mr. Einar Guttormsson frá Poplar Park var staddur í borg- inni á þriðjudaginn. • Pilot Officer Magnús Thor- steinsson, sonur Mrs. Thorsteins- son, Ste. 8 Acadia Apts., kom heim heill á húfi eftir langa stríðsþjónustu, síðastliðinn laug- ardag. L.A.C. Eyjólfur Gunnarsson frá Churchbridge, Sask., er ný- kominn heim eftir tveggja ára herþjónustu í Norðurálfunni. • “Við hafið eg sat”. Maður kemst ekki að blöðun- um fyrir pólitísku fugladriti. En það þvæst af við fyrstu rigningu eftir þann ellefta þ. m., þá verður Bangsi frjáls að senda þakklæti yfir fjöllin, fyrir alla gestrisn- ina á Kyrrahafsströndinni, sem yngdi mig um tíu ár. Guð launi ykkur öllum landar mínir fyrir öll gæðin og fyrirhöfn, sem eg gleymi aldrei. Flaug eg yfir fjöllin há, og firði vestur frá. Fjórar fann eg dætur, og fjölda aðra sá. Blómin blöstu við sól, báru af öllu þar. Bangsi var í bezta skapi og bar fram sögurnar. Bangsi. Ágœtt ráðherraefni Ralph Maybank íslendingum í Mið-Winnipeg kjördæminu hinu syðra, ber til þess skylda, að fylkja sér um Ralph Maybank næstkomandi mánu- dag; hann er kappsamur áhugamaður um landsmál, og hefir getið sér hinn ágætasta orðstír á þingi; miklar líkur eru á að hann taki sæti í King-stjórninni að afstöðnum kosningum. Vordœgur Fögur ljóma ljós og vor, landsins blómafriður. Vetrardróma djúpu spor drjúpa í hjómi niður. Heilsar mönnum vorið vænt vetrarhrönnum eyðir, undan fönnum grasið grænt, gróðrarönnin leiðir. » Sólin bræðir svellahlað svo með glæðum fínum, vetur mæðinn verður að varpa klæðum sínum. Al-líf fangar orku og þor, alt vill ganga betur, þegar angar inndælt vor eftir langan vetur. Áður glapið, afturheimt íss í hrap er sótti, endurskapað, endurdreymt, er oss tapað þótti. Leggur ró um lönd og sjó, lífs með fróun blíða blómin gróa glöð og frjó, grund og móa skrýða. Út um hól, sem áður kól inn við hólaþilin, lítil fjóla finnur skjól frjógva og sólarylinn. Veðurblíðu blessuð tíð, bætir kvíða og trega, skreytir fríða skógarhlíð skaparinn prýðilega. Sumargestir sunnan frá syngja mestir óðinn, kvaka þrestir kvistum á, kveða bestu ljóðin. Ástaköllin óma snjöll út um völlinn gróna, jarðarhöllin ymur öll undir föllum tóna. Hugann laðar hýrt til sín hreinn og glaður dagur. sólskinshlaðin sveitin mín sælustaður fagur. Frá þér geyminn sólarson, sælu streymir gengi yfir heiminn, vor og von, vinadreymin lengi. T. T. Kalman.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.