Lögberg - 07.06.1945, Side 4

Lögberg - 07.06.1945, Side 4
4 LöGBERG, FIMTUDAGINN, 7. JÚNÍ, 1945 ----------------Xögbers-----------------------------------------* Geíið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrlft ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 69 5 Sargent Ave., Winni'peg, Man Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publishea by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg. Manitoba PHONE 21 804 ----------------------------------------------------------------i IUí;!lílll!i:ii;!!liiilli:li:i:U!!, .^:iii;il;i!!i;!!:i;;;:i:i!.ii;::!i:!:ii;illli;!llllll!lllll;i!lllílllllllllll!!lllllllllllllll^^ * Omótmæl anlegar staðreyndir Vegna löggjafarinnar um hámarksverð lífs- nauðsynja, sem Liberal stjórnin hratt í fram- kvæmd þegar við upphaf Norðurálfustyrjald- arinnar, skapaðist slíkt jafnvægi í hinni efna- hagslegu afkomu þjóðarinnar, að til fyrir- myndar mun jafnan talið verða; og aðrar þjóðir svo sem hin volduga nágrannaþjóð vor sunnan landamæranna, sendu hingað eina sérfræðinga- nefndina af annari til þess að kynna sér hina nýju skipulagningu sambandsstjómar vorrar og færa sér meginkosti hennar í nyt; þetta er stað- reynd, sem ekki verður véfengd; og nú er svo komið, að fyrir djarfmannlegan atbeina Liberal stjórnarinnar, býr þjóðin við margbreyttara og traustara félagslegt öryggi, en nokkur önnur þjóð, að ógleymdu fólkinu á Nýja Sjálandi, sem löngum hefir verið í vitnað; ,nú er svo meðal annars komið, að þann 1. júlí næstkomandi, gengur í gildi löggjöfin um framfærslustyrk barna í þessu landi, sem um flest skarar mjög fram úr hliðstæðri löggjöf Nýja Sjálands, að eigi séu fleiri þjóðir tilgreindar; þetta er lang róttækasta mannúðarlöggjöfin, og jafnframt sú lang viturlegasta löggjöf varðandi sjálfbyrga framtíðarþegna landsins, sem fram að þessu hefir hrundið verið í framkvæmd, og hún á rót sína að rekja til hins skygna forsætisráð- herra vors, Mr. Kings, er bar frumvarpið um þetta mikilvæga þjóðþrifamál, persónulega fram á þingi. Liberal stjómin hefir vissulega vakað á verði varðandi hagsmuni þjóðarinnar, síðustu fimm árin; hin sögufræga stríðssókn canadisku þjóð- arinnar undir forustu Mr. Kings er jafnan verð- ur til afreka talin, er engan veginn eina af- rekið, sem stjórnin hefir int af hendi; hin víð- tæka skipulagning hennar, eða nýsköpun, varð- andi hag allra stétta jafnt, þegar að því kemur að breyta stríðsiðju þjóðarinnar til friðariðju, er slík, að þar komast engir aðrir flokkar í ná- munda við, hvað þá heldur lengra; hér er ekki um neitt loforðafálm að ræða, heldur vissu, því það eru verkin sem tala. Til þess að tryggja velferð hinna heimkomnu hermanna vorra, sem verðskulda aðeins það bezta, sem þjóðin hefir að bjóða, hefir Liberal stjórnin hlutast til um það, að veittar væri í fjárlögum $750.000,000 með það fyrir augum, að afla þessum flokk þjóðfélagsins tryggrar atvinnu, sem og til þess að aðstoða hann við iðnað, búnað og einkafyrirtæki. Húsagerð þjóðarinnar hefir árum saman ver- ið næsta ábótavant; til þess að endurbæta eða byggja ný heimili hafa verið veittar $400,000,000, og hefir aldrei áður verið ráðist í neitt þessu líkt. Framfærslustyrkur barna hefir hvað ofan í annað verið gerður að umtalsefni hér í blað- inu, en sá styrkur miðar einkum að því, að létta byrði fátækra foreldra í þessu landi; gert er ráð fyrir að framfærslustyrkur þessi nemi $250,000,000. Sú upphæð greiðir þjóðinni vafa- laust ríkulega vexti í andlegum og líkamlegum þroska samtíðar- og framtiðar þegnanna. Atvinna innanlands og vöruútflutningur hald- ast jafnan í hendur. Liberalstjórnin hefir beitt sér fyrir um það, að tryggja hinum aðþrengdu Norðurálfuþjóðum margskonar vörur, og verða þær með því óhjákvæmilega gagnlegir við- skiptavinir canadisku þjóðarinnar í framtíð- inni. Að því er ráða má af hagskýrslum, vinnur einn maður af hverjum þremur hér í landi á bújörð. Liberalstjórnin hefir hlutast til um það, að bændur ættu handhægan aðgang að lánum, svo þeir gætu keypt nauðsynjar sínar fyrir peninga. Engum stjórnmálaflokki er það ljósara, hvað þá heldur jafnljóst og Liberal flokknum, hve óaðskiljanleg velmegun þjóðarinnar yfirleitt er frá velgengni eða sæmilegri afkomu bænda og fiskimanna, og þess vegna var það, að stjórnin setti fastákveðið lágmarksverð á framleiðslu- vörur þeirra. Það hlýtur að vera hverjum heil- skygnum manni skiljanlegt, hve óhjákvæmi- legt það var þjóðin yrði að greiða þunga skatta meðan á hinum risafengnu átökum við þýzka herveldið stóð; alla slíka skatta guldu þjóðfélagsþegnarnir með glöðu geði, enda var þeim frá upphafi ljóst fyrir hverju var barist, og hve mikið í húfi var, þar sem stefnur skipt- ust um myrkur hinnar illræmdustu áþjánar, eða ævarandi “þegnrétt í ljóssins ríki”. Eigi hafði fyr yfir lokið í Norðurálfustyrj- öldinni, en Liberal stjórnin tilkynnti yfirveg- aða lækkun skatta, og slökun á ýmissum þeim hömlum, er tiltækilegast þótti, að rutt yrði þegar úr» vegi, og þessari stefnu heldur stjórnin áfram frá degi til dags, frá ári til árs, verði hún endurkosin á mánudaginn kemur, sem ástæðu- laust er að efa, því enn er síður en svo að þjóð vor sé öllum heillum horfin. Liberal flokkurinn bregst aldrei trausti kjós- enda; hann lofar því einu, sem hann er fær um að efna. Verður það sama sagt um hina flokk- ana? Canadiska þjóðin á djúpvitran mannkosta mann að foringja þar sem Mr. King er; hún sigrar með honum, en aldrei undir neinum kringumstæðum með Bracken. iilllllllUllllllilHllililllillillIllllllllllltililillllllllllllllilllllililllllllllilllllllllllllillillllllillilllllilllllllllillllllillllllilllilllilllllillllllitíllílllllllllllllllilllll íhyglisverð afstaða BflMIIHIIHHIUHIIIUIIIDHUIIIHniHHIHIIIHIIIHIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllillillllllllllliiiiliiillll'lllliillllllllllllllillltlllllllllllillllllllli'lll'l l:'i'iil»'l Dr. D. L. Johnson, fylkisþingmaður fyrir Brandon kjördæmið, sá, er C.C.F. höfðingjarnir gerðu flokksrækan vegna þess eins, að því er bezt verður vitað, að hann samvizku sinnar vegna, vildi ógjarna gerast viljalaus klíkuþræll, gerði yfirlýsingu þann 31. maí síðastliðinn, varð- andi hina pólitísku afstöðu sína til sambands- kosninganna, sem nú fara í hönd, og hvers vegna hann sjái sér ekki fært, að styðja til kosninga einn einasta frambjóðanda C.C.F. flokksins að þessu sinni; yfirlýsing þessi er hvorttveggja í senn drengileg og lærdómsrík, og hlýtur að verða alvarlega hugsandi kjósendum ærið íhug - unarefni; með þetta fyrir augum, er hún hér birt í íslenzkri þýðingu: “Af sömu ástæðu og við Berry Richards bár- um fram í yfirlýsingu okkar þann 1. marz 1945, er mér ekki unt, að undirskrifa hina opinberu stefnuskrá C.C.F. flokksins, né heldur styðja til kosninga nokkurn þann frambjóðanda, er mið- stjórn áminsts flokks mælir með; samstilling framsóknaraflanna í Canada, varðandi almenna atvinnu, framhald núverandi viðskiptaveltu, gildandi grunnkaup og verð búnaðarafurða, er engu síður aðkallandi nú, en hún var í marz- mánuði síðastliðnum; vegna þess að C.C.F. flokkurinn heldur enn dauðahaldi í einangrun- arstefnu sína, og telur kreppu að loknu stríði óumflýjanlega, eða jafnvel nauðsynlega, er við- horf flokksins til framtíðarinnar hvorki fugl né fiskur, heldur blátt áfram neikvætt. Það liggur einnig í augum uppi, hve enn sé þess brýn nauðsyn á vettvangi heimsmálanna að loknu stríði, að brynjast í einingu gegn end- urvakningu Fasismans. Þótt eg sé sammála Mr. Coldwell varðandi afstöðu hans gagnvart Argentínumálinu á ör- yggisstefnunni í San Francisco, þá get eg ekki annað en fordæmt rauðu grýluna, sem C.C.F. menn gera svo mikið veður úr. Eg sætti mig heldur ekki við nýlega yfirlýsingu Mr. Coldwells um það, að Molotov hefði orðið “athlægi San Francisco stefnunnar”, finst mér sem þetta ben svo að skilja, að C.C.F.-menn séu dauftrúaðir, ef ekki beinlínis óvinveittir, samvinnu stór- veldanna í framtíðinni. Eins og nú hagar til á sviði stjórnmálanna í þessu landi, er nauðsynin mesta fólgin í því, að koma afturhaldsöflunum fyrir kattarnef, jafnframt því sem það er lífsnauðsyn á vett- vangi heimsmálanna, að viðhalda fylztu einingu meðal sameinuðu þjóðanna, til þess að fyrir- byggja þriðja heimsstríðið. Þessar kosningar snúast ekki um sosíalisma; í vissum kjördæmum, þar sem líkur eru á, að afturhaldsmenn njóti verulegs fylgis, verða vinstri öflin að vinna gegn þeim sem einn mað- ur, sem ein sál; en í öðrum kjördæmum, þar sem C.C.F. flokkurinn stendur bezt að vígi, er kjósendum jafn skylt, að fylkja sér um fram- bjóðendur hans; af þessum ástæðum veitir Berry Richards frambjóðanda þess flokks, Mr. Moore, að málum í Churchill kjördæmi; en slíkur stuðningur breytir að engu til um yfirveg aða og yfirlýsta skoðun okkar á þeim yfirsjón- um, sem miðstjórn flokksins hefir látið við- gangast, og gerir þann dag í dag. Að lokum vil eg leggja áherzlu á það við kjósendur, að þeir styðji þá menn eina til kosn- inga, er líklegastir þyki til þess að sigrast á afturhaldsöflunum heima fyrir, og skuldbundn- ir séu jafnt til þess að helga óskipta krafta sína heimsfriðnum til öryggis. Fólkið í Canada æskir hvorki eftir kreppu ne verðskuldar hana, eftir að friður er kominn á; það þarfnast félagslegs öryggis og tryggrar at- vinnu; þetta hvorttveggja er hægt að veita því, og þetta er það mál málanna, sem ganga verður fyrir öllu öðru.” Hörmulegt slys Enn hefur borizt svipleg sorg- arfregn. Enn er höggið skarð í hina traustu sjómannastétt Is- lands. Enn hefir Ægir krafið oss dýrrar fórnar. Línuveiðarinn Fjölnir frá Dýra firði fórst við árekstur á póst- flutningaskipið Larides Growe fyrir fám dögum. Á skipinu voru 10 menn. Af þeim björguðust fimm, en fimm er saknað, og eru þeir þessir: Gísli A. Gíslason frá Isafirði. Guðmundur Ágústsson, Sæbóli Aðalvík. Pálmi Jóhannesson, Miðkrika, Hvolhreppi. Pétur Sigurðsson, Hvammi, Dýrafirði. Magnús Jóhannessón, Ásgarðs nesi, Þingeyri. Allir voru þessir menn á góð- um aldri og hinir mestu efnis- menn. Fjöldi vina og ættingja saknar þessara vösku drengja, og er það að vonum. Þjóðin öll saknar mætra sona. Þau eru orðin mörg heimilin í þessu landi, sem um sárt eiga að binda eftir hin þungu og stóru áföll þessara síðustu ára. Og angsamlega þyngst hefir sjó- mannastéttin orðið úti. Hún hefir líka verið þar að verki, sem hættan er mest. Ó- trauðir og djarfir hafa hinir ís- lenzku sjómenn lagt lífið í hættu til þess að draga björg í þjóð- arbúið. Þess vegna verður líka bjart um minningu þeirra, sem falla. Þeir hafa gert skyldu sína til hins ýtrasta. Og í því er holl harma- bót fyrir ástvinina sem sakna þeirra. Guð blessi hina látnu bræður vora, sem nú hafa litið bjarma hins eilífa dags. Guð blessi ástvini þeirra og gefi þeim huggun og líkn. Sigurgeir Sigurðsson. Kirkjublaðið. Herra ritstjóri: Hérmeð bið eg þig að gjöra svo vel að birta í blaði þínu eftir- farandi leiðréttingu við grein er eg las í blaðinu 17. maí s. 1., eftir Mr. Finnboga Hjálmarsson. Hann segir að Guðrún í Garði við Mý- vatn, hafi verið móðir Þuríðar skáldkonu. Nei, Guðrún sú var móðir Árna föður Þuríðar skáld konu í Garði við Mývatn. Móðir Þuríðar eða Þuru skáldkonu, sem hún er tíðast kölluð, var Guð- björg Stefánsdóttir Gamalíels- sonar skálds í Haganesi við Mý- vatn. Eg rita þetta vegna þess að mér er kunnari ætt Þuru en Mr. Hjálmarsson af skiljanleg- um ástæðum, því ofannefnd Þuríður er systurdóttir mín. Vinsamlegast, Thor Stephanson, Winnipegosis, Man. Látið þér bankan hafa umsjón með peninga- sendingum yðar Þegar þér þurfið að senda peninga til ein- hverra staða í Canada eða til útlanda, þá er skynsamlegast að fara til bankans. PENINGA ÁVÍSANIR Notið Royal Bank peningaávísanir til þess að senda upphæðir upp að $100.00. Peninga- ávísanir er hægt að kaupa í sérhverju útibúi Royal bankans; þau eru vön að senda peninga til hvaða staðar sem er í Canada, Bandaríkjun- um og Bretlandi (subject to Government War- time Regulation). VIXLAR Notið víxla til þess að senda stærri upphæð- ir. Það er hægt að fá þá greiðlega í sérhverju útibúi Royal Bank of Canada. MEÐ LOFTSKEYTI EÐA SÆSÍMA Ef að hraði er mikilvægur, þá mun bankinn undirbúa það, að peningar yðar sendist með loftskeyti eða sæsíma. THE ROYAL BANK OF CANADA ÁFRAM CANADA Vegna — SAMEINAÐS CANADA AUKINNA VIÐSKIPTA HEILBRIGÐRA FJÁRMÁLA TRAUSTRAR STJÓRNAR ÆFÐRAR MÁLAFORUSTU HÆFRA FULLTRÚA Á FRIÐARÞINGI Greiðið - » LIBERAL ATKVÆÐI Ralph Maybank Liberal Candidate Winnipeg South Centre 4- 4- ■f -f Vér verðum að vinna friðinn “Það getur ekkert komið í stað sannaðra hœfileika og reynslu” Merkið seðilinn þannig 11. júní: Publiced by the Ralph Maybank Election Committee

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.