Lögberg - 12.07.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JÚLÍ, 1945
7
17. júní í Chicago
++♦
Það var dimt í lofti þennan
morgun, og hélst þannig meiri-
hluta dags, samt rigndi ekki svo
fólk fékk notið sín við skemtanir
dagsins. Vísir hafði, sem sagt,
íslendingadag sinn þennan dag.
Aðsókn var góð þrátt fyrir
drungalegt veður.
Byrjað var með því að syngja
íslenzka þjóðsönginn. Bauð þá
forseti dagsins, sem er undir-
skrifaður, fólkið velkomið, og
sagði fáein orð, sem hér fara á
eftir:
“Fyrir réttu ári síðan, skeði
stór atburður í lífi okkar litlu
þjóðar, heima á gamla landinu,
atburður, sem í sögunni mun
geymast um aldur og æfi, eða
eins lengi og bókmenntir heims-
ins verða við líði, atburður, sem
hreif huga Islendinga, ekki ein-
göngu á íslandi, heldur hvar í
heimi, sem var. Atburður þessi
var endurreisn lýðveldisins, 17.
júní 1944.
Sá harmur var okkur kveðinn,
er við töpuðum frelsi okkar, ár-
ið 1262, að lýðveldið leið undir
lok, en mikill er líka fögnuður
okkar nú er við aftur höfum
fengið fullt frelsi og sjálfstæði,
þó löng væri biðin. Hið unga
íslenzka lýðveldi stendur nú
frjálst og óháð á meðal heims-
þjóðanna, og mætti segja, sem
fyrirmynd og leiðarljós í blind-
viðri heimsmálanna í dag — en
til lítillar þjóðar er sjaldnast lit-
ið til fyrirmyndar, allra sízt á
meðan sá andi ríkir víða í heim-
inum, að afl sé réttur.
En gleymum því í dag, því við
erum nú hér saman komin til
að halda hátíðlegan okkar þjóð-
minningardag, með vorhug j
anda, og með ósk um að hið unga
íslenzka ríki temji sér í fram-
tíðinni sannar lýðveldishugsjón-
ir, sem er í þarfir fjöldans, en
ekki fárra, éða eins og Lincoln
skildi þær hugsjónir, og bar svo
fagurlega fram í hinni ódauð-
legu Gettesburg ræðu: VAð þessi
þjóð í skjóli guðs, skyldi í frelsi
endurborin, og að lýðstjórn sú,
sem af fólkinu er stofnuð, fyrir
fólkið, skuli um allar aldir lifa.”
Þar næst kallaði forsetinn á
Mrs. Brown, áður Miss Ásta
Einarsson, talaði hún fyrir minni
hermannanna, mæltist henni
mjög vel eins og æfinlega, þeg-
ar hún kemur fram opinberlega,
hún er vel menntuð kona, nú
kennari við stærsta miðskóla
Chicago borgar (Lane Tech High
school). Maður hennar er einnig
kennari, hann er af hérlendum
ættum.
Þá voru sungin tvö lög: “Hvað
er svo glatt”, og “Ó, fögur er
vor fósturjörð”.
Næsti ræðumaður var Dr. Árm
Helgason, eg var svo heppinn að
fá hans ræðu í heilu lagi og
sendi hana því hér með til birt-
ingar í blöðunum. Aftur voru
sungin tvö lög: “Þú bláfjalla
geymur” og “Frjálst er í fjalla-
sal”. Þá var komið að aðalræðu-
manni dagsins, Dr. Richard Beck.
Þegar eg kunngerði hann fyrir
fólkinu, gat eg þess að fyrir 23
árum síðan hefði mér veitzt sá
heiður að kynna hann á sams-
konar samkomu í Silver Bay í
Manitoba; þá ungan mann ný-
lega kominn frá Islandi, hann
hafði þá strax látið til sín heyra
í blöðunum, og var það orsökin
til þess að við fengum hann þá
til að vera okkar aðalræðumann.
Eg hafði spáð því þá, að hann
mundi með gáfum, kjarki og
dugnaði, komist þangað, sem
hann ætlaði sér. Eg veit ekki um
neinn annan spádóm minn, sem
betur hefur komið fram en þessi.
Hann heldur nú ýmsum háum
stöðum og hefur verið heiðraður
á margan hátt.
Hann er forseti Þjóðræknis-
félags íslendinga í Vesturheimi,
ræðismaður íslands í North
Dakota, prófessor við University
of N. Dakota, verið sæmdur
heiðursmerkjum þrisvar sinnum
af íslenzku stjórninni, fyrst sem
riddari af fálkaorðunni, síðan
stórriddari af sömu orðu, og m'i
nýlega gullmedalíu, sem sérstak-
lega var gerð til minningar um
endurreisn lýðveldisins, þess
var getið nýlega í íslenzku blöð-
unum.
Einnig hefur hann verið heiðr-
aður af Noregsstjórn og gerður
að riddara af St. Olafs orðunni
— hann er einnig Dr. í heim-
speki frá Cornell Uneversity.
Eftir þessum lista að dæma,
mundu fáir ungir menn fyrir 23
árum, hafa óskað sér öllu meira.
Eitt er það, sem eg er sannfærð-
ur um, og það er, að hann er
verðugur virðingar þeirrar er
hann hefur hlotið. Hér á eftir fer
stuttur útdráttur úr ræðu Dr.
Beck.
Eftir að hafa flutt sambands-
deildinni Vísir kveðjur Þjóð-
ræknisfélagsins og þakkað for-
seta deildarinnar, átjórnarnefnd
hennar og félagsfólki fyrir starf
deildarinnar í þágu íslenzka
þjóðræknismála, lýsti Dr. Beck,
fyrst á íslenzku og síðan á ensku,
ferð sinni til íslands síðastliðið
sumar, hátíðahöldunum í sam-
bandi við lýðveldisstofnunina,
ferðum sínum víðsvegar um
landið og hinum ágætu viðtökum
sem hann átti allsstaðar að fagna,
sem fulltrúi Vestur-íslendinga.
Dáði hann mjög framkomu fólks-
ins á lýðveldishátíðinni, enda
þótt veður væri óhagstætt mjög,
og kvað þann söguríka atburð,
er lýðveldið var endurreist,
verða ógleymanlegan öllum, er
báru gæfu til að lifa þann dag
og vera viðstaddir hátíðahöld-
in, enda hefði fagnaðar og vakn-
ingaraldan út af þeim viðburði
verið auðfundin um landið alt.
í hinum enska hluita ræðu
sinnar, sem sniðinn var við hæfi
þeirra áheyrenda, sem eigi skildu
íslenzkt mál til hlýtar, og þá
sérstaklega yngri kynslóðarinn-
ar, ræddi Dr. Beck um skerf
þann, sem ísland hefur lagt til
heimsmenningarinnar, sér í lagi
á sviði bókmenntanna, lagagerð-
ar og lýðræðislegra stofnana, en
rakti jafnframt í höfuðdráttum
stjórnarfarssögu hinnar íslenzku
þjóðar og lýsti hinum miklu
verklegu framförum síðari ára.
Hann brá einnig upp myndum
úr hinu auðuga menningarlífi
þjóðarinnar nú á dögum, ekki
síst í bókmenntum og listum.
Sagði hann að málslokum, að ís-
lenzka þjóðin, jafn fámenn og
hún *er, væri kröftug áminning
um það, hvern skerf smáþjóð-
irnar hefðu í liðinni tíð lagt til
heimsmenningarinnar og legðu
framvegis til hennar.
Að endaðri ræðu Dr. Becks,
var sunginn þjóðsöngur Banda-
ríkjanna.
Síðan fóru fram “sport” af
ýmsu tagi, sem var stjórnað af
tveimur ungum stúlkum, Miss
Huldu Árnason og Miss Stellu
Einarson, verðlaun voru gefin.
Kæri Dr. Beck, í nafni Vísis
og eins persónulega, þakka eg þér
hjartanlega fyrir komuna, og
þína ágætu og vel fluttu ræðu,
eins þína alúðlegu viðkynningu,
sem mun fylgja þér hvar, sem
þú ferð, þar í liggur ein'af or-
sökum þess að spádómur minn
um þig kom fram. I^if heill.
S. Arason.
No. 25 E.M.C.
Kveðja
Stefáns Einarssonar til þjóð-
ræknismanna, þriðjudagskvöldið
19. júní 1945.
[Aukin]
+++
Kæru landar:
Seint er um langan veg að
spyrja tíðinda, sagði Útgarða-
Loki við Ása-Þór, og sannast það
nú á mér.
Eg hef að vísu haft margar og
sannar fréttir af gestrisni ykkar
Vestur-íslendinga og höfðing-
skap, en sjón er jafnan sögu rík-
ari, enda hefði eg ekki getað
gert mér hugmynd um umhyggju
ykkar fyrir mér, sem gesti ykk-
ar, nema af eigin sjón og reynd.
Eg mætti vestur-íslenzku
gestrisninni fyrst á þessu ferða-
lagi á heimili Gunnars B. Björns-
sonar í Minneapolis. Þegar hann
spurði mig, hvort eg hefði komið
til Winnipeg og eg kvað nei við
því, þá sagði hann: “Já, þú átt
mikið eftir!” Og mér reyndist
svo.
Hér í Winnipeg hafa þau hjón-
in Gísli Jónsson og Guðrún kona
hans svo að segja borið mig á
höndum sér alla þá stund, sem
eg hef verið í bænum. Gísli hef-
ur beinlínis lagt niður störf sín
til þess að geta verið með mér
og sýnt mér “öll ríki veraldar
og þeirra dýrð” norður hér. Og
á föstudagskvöldið buðu þau
hjónin margmenni, og gáfu mér
þannig tækifæri til að hitta þá
fáu kunningja, sem eg átti hér
áður, og kynnast mörgum fleir-
um. Auk þessa hafa hér í Winni-
peg legið fyrir mér fjöldi heim-
boða, sem eg hvorki hef haft
tíma né getu til að þiggja.
Og niðri í Nýja íslandi hef
eg notið svipaðrar gestrisni á
heimili þeirra Marteins Jónas-
sonar í Árborg og Þorbjargar
konu hans. Þau buðu á sunnu-
dagskvöldið um fjörutíu manns
úr byggðinni til þess að gefa
mér kost á að sjá Breiðdæling-
ana, frændur mína, norður þar.
Auk þess var mér tekið eins og
bróður, hvar sem eg kom ann-
ars staðar eins og t. d. á heimili
Dr. S. E. Björnssonar, sem hér
í kvöld hefur flutt mér mjög
vínsamlegt kvæði og á heimili
Guttorms J. Guttormssonar,
skálds, sem því miður er fjar-
verandi hér í kvöld. Hinsvegar
varð eg mér til skaða, að neita
heimboði Valda Jóhannessonar,
sem orð hefur haft hér í kvöld
fyrir hönd hátíðarnefndar Iða-
vallar og fært mér hér mjög
óverðskuldaða en vel valda gjöf
(penna) frá þeim nefndarmönn-
um.
Til þess að þakka allt þetta
og kveðja fólkið finnst mér helst
að eg hefði átt að vera eins og
Napoleon í Heljarslóðarorustu.
þegar hann var að kveðja múg-
inn á járnbrautarstöðinni í
París og tók nokkur hundruð í
fang sér og kyssti að skilnaði.
Þá kem eg að þessari stór-
veizlu, sem þið þjóðræknismenn
hafið verið svo elskulegir að
halda mér hér að skilnaði.
Og aftur koma mér í hug orð
Útgarða-Loka hér að framan —
á annan og mér óþægilegri hátt.
Þið munið, að Útgarða-Loki lagði
fyrir Þór ýmsar þrautir, sem
Þór hafði lítinn sóma af áður
samkvæminu sleit. Meðal ann-
ars átti Þór að drekka af horni
eigi all-miklu, og sagði Útgarða-
Loki að þá væri vel af drukkið,
ef í einum drykk væri, en marg-
ir drykkir af í tveimur drykkj-
um, en enginn væri svo lítill
drykkjumaður að eigi dry.klti af
í hinum þriðja drykk. Þið munið
hvernig fór um þessa raun í höll
Útgarða-Loka. Hitt óttast eg þó,
að mér hafi farið öll skifti við
ykkur þjóðræknismenn og landa
mína norður hér sýnu lítilmann-
legar en Ása-Þór, og að þið farið
af þessum fundi með miklu
minni hugmyndir um sveinstaula
þann er hætti sér norður hing-
að í hina íslenzku Útgarða ykk-
ar, heldur en Útgarða-Loki hafði
þó um Ása-Þór að skilnaði
þeirra.
Seint er um langan veg að
spyrja tíðinda.
Og nú vildi eg nota tækifærið
til að leiðrétta ýmislegt af
mörgu óverðskulduðu Hofi, sem
þið Vestur-ísléndingar og þjóð-
ræknismenn hafið borið á mig
bæði í ræðu og riti við þetta
tækifæri. Þetta er mælt ekki
síst til vinar míns Richard Beck
sem hefur gerst nokkuð stór-
orður um afrek mín hér í kveld.
Satt að segja er eg ekki annað
en lítill fræðimaður og bóka-
ormur, sem uni mér vel innan
veggja bókasafnsins og við
“pennans pot” eins og Eiríkur
Magnússon sagði einu sinni.
Hinsvegar er eg eins og fiskur
á þurru landi og vefst tunga
um tönn í samkvæmum með
ræðusnillingum og andans mönn
um á borð við Beck, vin minn,
og séra Valdimar Eylands, sem
bað bað svo fallega fyrir okkur
öllum í upphafi veizlunnar. Og
eg veit, að þið þjóðræknismenn
eigið enn mörgum slíkum á að
skipa.
Mig skortir áreiðanlega allt á
við þessa menn.
En eitt skortir mig ekki frem-
ur en ykkur, sem hér eruð sam-
an komnir, en það er ástin til
íslands og íslenzks þjóðernis.
Og mér er mikil ánægja að
því að votta ykkur þjóðræknis-
mönnum þakkir mínar fyrir það,
hve sterkan vörð þið hafið sett
um þjóðernið hér vestan hafs.
Eg skal ekki leyna því að eg
óttast um framtíð íslenzks þjóð-
ernis, og það ekki aðeins hér
vestra, heldur einnig heima á
Islandi. Samt sem áður trúi eg
ekki á annað en ísland og Is-
lendinga.
Mér finnst það eitt samboðið
norrænum anda að berjast fram
í rauðan dauðan. Og þess vildi
eg óska ykkur Vestur-íslending-
um, að þið félluð með sæmd.
Það er lærdómsríkt að athuga,
að saga sú, er menn Sturlunga*
aldarinnar rituðu, skyldi síðar
verða einna sterkastur þáttur í
frelsisbaráttu Islendinga.
Og sú er að lokum ósk mín til
ykkar Vestur-Islendinga og þjóð-
ræknismanna, að saga ykkar
megi verða eins og saga Briáns
írakonungs, er féll en hélt velb.
Og eg óska þess að hún megi
verða löndunum heima að minn1
ingu, sem
lýsi sem leiftur um nótt
langt fram á komandi öld.
Islendingadagurinn
að Gimli, 6. ágúst n. k.
+++
I.
Sumarhátíðin okkar, “Islend-
ingadagurinn” er nú á næstu
grösum Veit eg að allir íslend-
ingar hlakka til komu hans.
Mörgum finnst, að við ættum
að breyta til um dag, og hafa
þessa hátíð þann 17. júní, á af-
mæli Jóns Sigurðssonar og í til-
efni af að ísland endurheimti
þá sjálfstæði sitt, 1944. En marg-
ar orsakir standa í vegi fyrir því,
sem áður hafa verið teknar fram,
og eg tek því ekki upp hér.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson seg-
ir í yfirliti yfir sögu “Islendinga-
dagsins”, — “Fyrirmynd þessa
hátíðahalds er vestrænt og sótt
til þjóðminningardags mætra ís-
lendinga nýkominna að heiman,
sem þeir héldu í Milwaukee í
Bandaríkjunum, 2. ágúst 1874, til
þess að minnast þess sama dag-
inn og þeir heima, að liðin voru
þúsund ár frá upphafi íslands
bygðar”.
Síðan höfum við helgað okkur
2. ágúst fyrir þessa hátíð, þó
ávalt hafi hún ekki borið upp á
sama mánaðardag, er stafar af
því, að haga verður hátíðahald-
inu eftir því, hvernig hún getur
verið haganlegast sótt, fyrir
sem flesta. Þar af leiðandi er ís-
lendingadagurinn ávalt hafður
fyrsta mánudag í ágúst, sem er
Civic Holiday (frídagur í Win-
nipeg), og þá er auðveldast fyr-
ir alla, að sækja þessa vinsælu
hátíð.
I sumar fer fram fimtugasta
og sjötta hátíðahald Islendmga-
dagsins. Og öll þessi ár, hygg
eg, að engin samkoma meðal Is-
lendinga, hafi verið eins vinsæl
og betur sótt almennt, en þetta
hátíðahald okkar 2. ágúst.
I áður umgetinni grein, far-
ast Þ. Þ. Þ. þannig orð, um vin-
sældir íslendingadags hátíða-
haldsins.
“.. . íslendingadagurinn hefir
verið ein allra frjálsustu sam-
tök íslendinga vestan hafs, og
ein þau allra ramm-íslenzkustu
Og hann á að halda áfram að
vera það í framtíðinni. Og hann
er sönnun þess, að í insta eðli
okkar, viljum vér vera eins géð*-
ir og miklir Islendipgar og þeir,
sem búa í íslenzku umhverfi og
hafa íslenzka jörð undir fótum
sér.
Á engum einum degi vestan
hafs og austan, hefir Island ver-
ið jafnmikið dásamað í ljóði og
lesmáli, söngvum og ræðum, í
hug og hjarta, sem á íslendinga-
daginn.”
Ávalt hefir verið reynt, að
vanda eftir bestu föngum til
þessa hátíðahalds og hafa það
sem fjölbreyttast og alþýðlegast,
svo allir geti notið þar skemt-
unar, sem bezt. Það hefir lukk-
ast vel, og með hverju ári, sem
líður, vex aðsóknin, er sannar
það, að þetta er hátíð, sem engum
íslénding finnst hann mega vera
án. Enda hvorki fé né fyrirhöfn
sparað til þess, að gera hátíðina
aðlaðandi fyrir alla.
Frh.
VESTRIÐ
HORFIR
FRAM i
TÍMANN
Með öruggri trú og látlausu
starfi; viturlegum viðbúnaði,
raunhæfri skipulagningu!
Vestrið horfir fram I tímann — eink-
um vegna viturlegra ráðstafana af
hálfu bánaðarráðuneyta hinna ýmsu
stjðrna og leiðbeininga frá háskðlun-
um.
Félög, sem vinna að fððrun kálfa og
svína, samkepni um góða fleskfram-
leiðslu, kvenna og stúlknaklúbbar, hús-
stjðrnarklúbbar, námsskeið varðandi
matargerð, og margt annað, sem kent
er á námskeiðum, spáir gððu um íram-
ttð landbúnaðarins og holla þjððmeg-
un. pekkingin ræður úrslitum.
öllum þeim forustumönnum og félögum,
sem nú hafa nefnd verið. samfagnar
EATON’S, og óskar þess að mega I
framtiðinni vfkka út þjðnustu stna
frá Winnipeg t þágu Vesturlandsins.
-'T. EATON C?-™
WINNIPEQ CANADA
EATONS
mflnuoBR
TEIiEPHOnE
sasTEm
Verndið stmann og fyrirbyggið ðþarfa slit dýrra parta,
sem örðugt er að fá á ný — sem stundum fást ekki.
• Látið ekki snuðru hlaupa á þráðinn.
• Látið börn ekki eiga við símann.
• Siengið ekki heyrnartðlinu.
• Beitið samvinnu við símanotkun, eins og þér kjðsið
samvinnu á öðrum sviðum.
• Sé firðsfmi notaður utan Manitoba skyldi þess gætt,
að nota hann þegar annríki er minst — milli 12 á
hádegi og 2 e. h„ og 4:20 e. h. til 7 e. h.
MEÐ SAMSTARFI HJÁLPUM VIÐ HVERIR ÖÐRUM
FIRÐSÍMAGJÖLD
ERU LÆGRI FRÁ
6 E. H. TIL 4.30
F. H.
N