Lögberg - 12.07.1945, Blaðsíða 8

Lögberg - 12.07.1945, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. JÚLÍ, 1945 Or borg og bygð Mr/ G. A. Williams kaupmað- ur í Hecla, hefir dvalið í borg- inni nokkra undanfarna daga á- samt frú sinni og þremur bt>rn- um. • Mr. Hallur E. Magnússon tré- smíðameistari og skáld frá Se- attle, Wash., sem dvalið hefir hér um slóðir í mánaðartíma, lagði af stað heimleiðis á sunnu- daginn; hitti hann hér fjölda vina frá fyrri árum, sem hann og þeir höfðu mikla ánægju af að endurnýja vinskap við. Mr. Magnússon dvaldi um tíma á Lundar, en þar átti hann um skeið heima, og þaðan er kona hans ættuð. Mr. og Mrs. Geiri Sigurgeirs- son frá Hecla, komu til borgar- innar í byrjun vikunnar. • Mr. og Mrs. T. S. Thorsteins- son frá Portage la Prairie, hafa dvalið í borginni nokkra undan- farna daga. • Mrs. W. S. Melsted lagði af stað vestur til Oxbow, Sask., á þriðjudaginn í heimsókn til dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Sveinn Indriðason; í för með Mrs. Melsted var son- ur hennar Serg. Thor Melsted, R.C.A.F., sem nýkominn er heim frá Englandi eftir þriggja ára herþjónustu. . • Mrs. J. E. Bingeman frá Chic- ago, hefir dvalið hér um slóðir í nokkra daga; hún er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Ingvar Gísla- son, sem búsett eru við Steep Rock, Man. Móðir Mrs. Binge- man kom með dóttur sinni norð- an frá Manitobavatni á leið norður til Árborgar, þar sem hún dvelur í nokkra da^a í heimsókn til ættingja og vina. • s Ungfrú Ása Jónsdóttir, sem stundað hefir nám undanfarin tvö ár við háskólann í Minne- sonta, og eins í Northfield, kom fyrir skömmu hingað til borgar- innar og fór suður í Brown- byggðina í heimsókn til frænd- liðs síns, sem þar er mannmargt. • Mr.G. Lambertsen frá Glen- boro kom til borgarinnar á mánudaginn. • Hr. Daníel Gíslason, umboðs- maður Veiðarfæraverzlunarinn- ar Geysir í Reykiavík, sem dval- ið hefir í New York undanfarin tvö ár, kom hingað nýlega til borgarinnar ásamt frú sinni; þau hjónin brugðu sér norður til Lundar í jieimsókn til ætt- ingja sinna. • Hr. Tómas Ólafsson forstjóri Skóverzlunar Reykjavíkur, hef- ir dvalið í borginni nokkra und- anfarna daga ásamt frú sinni og tveimur börnum; þau hjón hafa dvalið um hríð í New York. • Harald Blondal er nýlega kom- inn hingað til borgar frá Ind- landi. • Roskin kona vill fá eitt stórt herbergi eða tvö smáherbergi fyrir Light Housekeeping í hlýju og kyrlátu einkaheimili. Sími 89 128. • Próf. Ásmundur Guðmundsson mun koma flugleiðis til Van- couver, 22. þ. m., og dveljast þar og í Seattle og Blaine, næstu daga. Gefið í Minningarsjóð Bandalags lút kvenna. Próf. Ásmundur Guðmunds- son, Reykjavík, ísland $20.00, “til minningarskála Bandalags- ins”. Thorbjörn Magnússon, Gimli $5.00, í minningu um göf- ugan dreng Óskar Goodman, Selkirk. Mr. og Mrs. Th. Skag- Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Cand. theol. Pétur Sigurgeirs- son, prédikar í Fyrstu lútersku kirkju kl. 7 á sunnudagskvöld- ið kemur. • Prestakall Norður Nýja íslands. 15. júlí—Riverton, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. 22. júlí— Geysir, messa kl. 2 e. h. Víðir, messa kl. 8.30 e. h. B. A. Bjarnason. Áætlaðar messur í Sask., sunnu- daginn 15. júlí. Foam Lake, kl. 11 árd. Leslie, kl. 2 síðd. Wynyard, kl. 8 síðd. Ásmundur Guðmundsson, S. Ólafsson. • Guðsþjónusta í Silver Bay, Sd. 15. júlí kl. 2 e. h. Prédikun á ensku. Theo. Sigurðsson. • Messur í prestakalii Dr. Haraldar Sigmar. Sunnudaginn 15. júlí. Vídalínskirkja, kl. 11 f. h. á ensku. Garðar kl. 2.30 e. h. á íslenzku. Mountain, kl. 8 e. h. ensku og íslenzku. fjörd, Selkirk $2.00. Kvennfél- agið ísafoJJ, Víðir $25.00, í minn- ingu um Jónas Friðrikson, fall- inn í hinu fyrra stríði. Sigurð Sölvason, fallin í hinu fyrra stríði. Jón Sigurdson, lézt við heræfingar í Cornwallis. Gustaf Arthur Hibbert, fallinn. Meðtekið með innilegu þakk- læti. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. Gjafir til Betel í júní. Vinur, Betel, áheit $2.00. Sig- ríður Paulson, Blaine, Wash. Handprjónaður dúkur í minn- ingu um 30 ára afmæli Betel. Guðjón Ingimundson, Riverton $10.00. John Johnson, Blaine, Wash. áheit til Betel $5.00. J. A. Vopni, Kenville, Man. $5.00. Mrs. Margrét Johnson, Glenboro, Man. í minningu um Dr. Brand- son $10.00. Kærar þakkir. J. J. Swanson, féhirðir, 308 Avenue Bldg., Wpg. íslendingadagsnefndin fyrir Blaine, Vancouver, Point Roberts og Bellingham, hefir nú lokið undirbúningi fyrir sitt árlega hátíðahald, í Peace Arch Park. (Sjá skemmtiskrá á öðrum stað í blaðinu). Eins og að undanförnu, hefir nefndin gjört sér alt far um, að vanda til hátíðahaldsins eftir föngum og vonar að þessa árs Is- lendingadagur verði ekki síður ánægjulegur öllum er hann sækja, en hinir fyrri. Aðal ræðumaðurinn, Próf. Sveinbjörn Johnson, er þjóð- kunnur fyrir þekkingu sína á forn-íslenzkum fræðum, eink- um forn-íslenzkum lögum. Hefir Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Löghergs á íslandi sríúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri í Grænmetisverzlun ríkisins. hann, meðal annars, þýtt á ensku tungu hina fornu lagabók ís- lendinga, “Grágás”, og með því vakið athygli annara þjóða á einum hinum merkasta þætti í menningu 1 þjóðarinnar á fyrri öldum. Þetta verður hans fyrsta heimsókn til okkar landanna á þessum slóðum og er nefndin sannfærð um að menn fagni því, að fá þetta tækifæri til að kynn- ast honum. Hinn undurfagri reitur, Peace Arch Park, stækkar og prýkkar með hverju árinu sem líður, og er hinn tilvaldasti staður fyrir frændur og vini að mætast á. Hann er í sjálfu sér fyrirheit um frið á jörð og bræðralag mann- anna. Þá hefir ekki heldur veðrið brugðist okkur þennan dag á liðnum árum og hefir nefndin bjargfasta trú á því, að svo muni það enn reynast. “Hann gaf mér hveitibrauð, hangikjöt líka af sauð”, sagði skáldið forðum, og þarf enginn að kvíða því, að ekki bjóðist tækifæri til að “gleðja líkam- ann”, þrátt fyrir alla matarskömt un stjórnarvaldanna. Þegar ís- lenzku kvenfélögin okkar, í Blaine, leggjast á eitt með það að seðja gest og gangandi, er óhætt að reiða sig á það, að þær láta engan hungraðan frá sér fara. Munið eftir stað og stund. Staðurinn: Peace Arch Park. Stundin: Sunnudaginn 29. júlí, 1945. A. E. K. • Símskeyti og bréf er bárust hr. Ásmundi P. Jóhannssyni í til- efni af sjötugs afmæli hans. Hr. Sveinn Björnsson, forseti ís- lands. Stjórnarnefnd og framkvæmdar- stjórn Eimskipafélags íslands. Þjóðræknisfélag íslendinga í Reykjavík. Félag Vestur-lslendinga, Hálf- dán Eiríksson forseti. Ágústa og Thor Thors. Kristín og Guðmundur Vil- hjálmsson. Eggert Claesen og .frú. Jón Guðbrandsson. Ragnhildur og Halldór Thor- steinsson, Hátegi. Jónas Thorbergsson. Gígja og Henrik Sv. Björnsson. Þórður Sveinsson, læknir. Dr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup yfir íslandi. Guðmundur Hlíðdal, póst- og símamálastjóri. Sigurborg Guðmundsdóttir og Sigurður Jónasson. Haraldur Böðvarsson, Akranesi. Guðrún og Ólafur Johnson. Séra Pétur Sigurðsson. Áslaug og Hallgrímur Benedikts- son. Hansína og Jónas Kristjánsson læknir. Margit og Árni G. Eylands. Sigurður Skjaldberg. Dr. Helgi P. Briem, aðalræðis- maður íslands í New York. Irene og Grettir Eggertson, New York. Ófeigur J. Ófeigsson, Rochester, Minn. Dr. Haraldur Sigmar, forseta lút. kirkjufélagsins. Guðmundi Grímson dómara, Rugby, N.-D. J. T. Beck, prentsmiðjustjóra. Stefán B. Kristjánsson, Van- couver, B.C. Frú Jóhanna Jónasson, Vanvou- ver, B.C. G. J. Oleson, Glenboro, Man. Dr. og Mrs. S. E. Björnson, Ár- borg, Man. Ingibjörg og Sigurður Ólafsson, Selkirk, Man. Allir þurfa að eiga ástina sína Hermenn stóðu í þéttri röð fyrir framan unga stúlku í Hollywood, er vélritaði fyrir þá bréf til foreldra þeirra, eigin- kvenna og unnustna. Hár og ljóshærður dáti, ekki eldri en 19 ára, stóð í röðinni. Þegar að honum kom og unga stúlkan bauð honum sæti við hlið sér, sagði hann: “Eg verð eg verð víst að hugsa þetta betur.” Þar með gekk hann aftast í röðina. Þar kom þó, að hann stóð aftur frammi fyrir stúlkunni og bauðst sæti hjá henni. Hann laut höfði og mælti bréfið af múnni fram: “Ástin mín. Leyfi mitt er á enda. Þetta er síðasta kvöldið. Á morgun siglum við. Eg þarf aðeins að segja þér, að þú ert yndislegasta stúlkan, sem eg nokkru sinni hef augum litið. Eg vildi að eg hefði kynnzt þér fyrr. Ætlar þú að vera svo góð að skrifa mér? Mér mundi þykja ákaflega vænt um það. Þú ert vissulega dásamleg. Eg óska þér allrar blessunar og treysti því, að þú skrifir mér. Eg hef aldrei séð stúlku jafn yndislega og þig, nei, vissulega aldrei.” Hann sagði því næst stúlk- unni utanáskrift sína, og gekk burt. “Heyrðu, dáti”, kallaði stúlk- Islendingadagurinn Suunudaginn 29. júlí, 1945 Blaine SKEMMTISKRÁ: 1. Ó, Guð vors lands ............... Söngflokkurinn 2. Ávarp forseta ................ Andrew Danielson 3. Einsöngur — Frú O. S. Laxdal. a. Stóð eg úti í túnglsljósi Sveinbjörnsson b. Draumalandið .... Sigfús Einaisson 4. Ræða ........................ Séra G. P. Johnson 5. Söngflokkurinn. a. Fannhvíta móðir b. Þið þekkið fold ................ H. Helgason c. Fjallkonan................... O. Lindblad 6. Kvæði ............. Jónas Stefánsson frá Kaldbak 7. Einsöngur — Frú Ninna Stevens. a. Gígjan ...................... Sigfús Einarsson b. Svanasöngur á heiði Kaldalóns 8. Kvæði Séra A. E. Kristjánsson 9. Einsöngur ...................... Mr. Carl Julius 10. Söngflokkurinn. a. Þú stóðst á tindi ...................... Ibsen b. Þótt þú langförull legðir Björgvin Guðmundsson c. Að fjallabaki ......................... Mozart 11. Ræða ................. Próf. Sveinbjörn Johnson 12. Kórsöngur: “Heyr oss” A. E. K. og H. S. H. 13. Almennur söngur — H. S. Helgason leiðir. a. Ó, fögur er vor fósturjörð. b. Hvað er svo glatt'. c. Ólafur reið með björgum fram. d. Svíf þú nú sæta. e. Eg man þá tíð. f. Eldgamla ísafold. g. Ameilca. h. God Save the King. Skemmtiskráin hefst stundvíslega kl. 2 e. h. Gjallarhorn, undir stjórn Mr. L. _G. Sigurdson, flytur skemmtiskrána til áheyrenda. an. “Hvert er nafn og heimilis- fang stúlkunnar' þinnar?” Dátinn sneri sér við, svalg vandræðalega munnvatn sitt og sagði: “Eg veit ekki hvað þú heitir.” Stúlkan gat þess seinna við heyrnarvott, að sannarlega mundi hún skrifa þessum pilti. Reader’s Digest. MANNLEGUR VEIKLEIKI Læknirinn ráðlagði presti nokkrum í New York, sem hafði rósasótt, að breyta til um lofts- lag og flytja til Vesturlandsins. Um haustið kom prestur heim aftur heill heilsu. Fyrsta verk hans var þá að jarða mann. Vildi þá svo til að kistan var alþakin yndislegum rósum. Prestur fanr. hvernig rósasóttin gagntók hann aftur og hann var orðinn mjög lasinn, er heim kom. Er hann hafði fengið fullan bata aftur, gekk hann að heim- sækja ekkju mannsins, er hann hafði jarðað. “Hvernig leizt yður á rósirn- ar?” spurði ekkjan. “Þær voru stórkostlegar”, svaraði prestur, og skýrði þetta ekki frekar. “Getið þér trúað því, prestur”, spurði ekkjan, “að nóttina fyrir jarðarförina sátum við dóttir mín uppi alla nóttina að búa til rósirnar?” HOME CARPET CLEANERS 603 WALL ST, WINNIPEG VIS hreinsum Bóifteppi yBar avo þau líta út eins og fegar þau voru ný. — Ná aftur tétt- leika slnum og AferSarprýði. — ViS gerum viS Austurianda- gólfteppi á fullkomnasta hátt. Vörur viBskiptamanna trygS- ar aS fullu. — Abyggrilegrt verk. GreiS viBskipU. PHONE 33 955 GÖNUSKEIÐ UPPLÝSINGATÍMABILSINS Guizot hefur til dæmis sagt um 18. öldina, að hún hafi ausið út á báða bóga glæsilegum, næstum glæfralegum loforðum og málað fyrir mennina framtíð fulla af heiðri og hamingju, framtíð, sem þeir ættu ekki að þurfa að þakka neinum öðrum en sjálfum sér. Guizot álítur líka að þess vegna hafi öldin hætt að vera kristin og þess vegna hafi hún fallið að sjálfrar sín sök. “Feður vorir voru dæmdir til að vakna úr himneskum draumum í helvízk- an veruleika. Guð forði okkur frá því að gleyma nokkru sinni þessari reynslu”. Sumum virðast Frakkar gleymnir í þessum sök- um. Þar hafi þeir ekki lært aí Englendingum.” (“íslenzk endurreisn”, Vilhj. Þ. Gíslason, bls. 59, 60). NÝTT TÆKIFÆRI Fyrr á tímum fannst mér vera fagur heimurinn. Eg vildi að væri eg orðinn ungur annað sinn. Með sömu von og sömu trú og sama þor, en vísdóm til að varast öll hin vondu spor. P. S. Ambassaéor Beauty Salen Nj/tízku snyrtistofa Allar tegundir af Permanents. fsienzka töluB í staSnum. 257 KENNEDT STREET, fyrir sunnan Portage Simi »% 71C S. H. Johnton, elgandl. Minniát BETEL í erfðaskrám yðar The Smmbi Mafcifaeturimg Ce. Manufacturera ot SWAN WHATMHR-MTJUr Wlnnipeg. Halldér MéthusaJems Swan McanCi 2S1 James Street Pkéne 2Í 641 parfnist þér UfsdbyrgöarT Hf svo er sfáiO þá F. BJARNASON UmboSsmaBur IMPERIAG LIFE Phones »2 501, 35 264 MOST SUITS-COATS DRESSES “CELLOTONE” CLEANED 72c CASH AND CARRY FOR DRIVER PHONE 37 261 PERTH'S 888 SARGENT AVE. A Ný ljóðabók Nokkur eintök af “Sólheimum”, ljóðabók, sem Isafoldar- prentsmiðja gaf út eftir Einar P. Jónsson rétt fyrir síðustu jól er nú komin hingað vestur. — Bókin hefir hlotið góða blaðadóma á íslandi; hún er prentuð á ágætan pappír og kostar í bandi $5.00, póstfrítt. Pantanir ásamt andvirði, sendist til Grettis L. Johannsonar, 910 Palmerston Ave., Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.