Lögberg - 02.08.1945, Blaðsíða 4
12
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1945
f
Hið óþekta
Saga jrá jyrra heimsstríðinu.
-f-M-
Jóna var ekki viss um hve
lengi að hún hafði setið kyr,
því það var örðugt að greina
bilið á milli dags og nætur.
Madama Lelanna var vön að rísa
á fætur og ganga út og koma aft-
ur til baka eftir stundarkorn,
með mann á bakinu, og þegar
einhver, sem inni var dó, tók
hún hann á bak sér og hvarf
upp stigann. Stundum var mað-
urinn, sem hún kom með fransk-
ur, en stundum var það Þjóð-
verji, því ennþá virtist standa
uppihaldslaust stríð um þorpið,
sem hús Lelönnu stóð í.
Það var lítið sem hægt var að
gjöra fyrir þessa særðu og dauð-
þreyttu hermenn, sem Lelanna
var að flytja inn í hús sitt, ann-
að en hreinsa og binda um sár
þeirra.
Jóna og litli lyfjafræðingur-
inn, önnuðust hjúkrunarstörfin,
á meðan þau gátu staðið uppi.
Enginn vissi hvenær Madame
Lelanna svaf. Ef hún hefir
nokkurntíma gjört það, þá hefir
það hlotið að vera í skugganum
á bak við eldstóna, með hend-
urnar í kjöltu sér.
Dubos, maður Lelönnu, hafði
verið inni í húsinu þegar partur
af því hrundi og var skorðaður
undir bita er hélt nokkru af
þakinu uppi. Hann var ómeidd-
ur, en skeggið á honum var
brunnið, þegar Lelanna fann
hann.
Madömu Lelönnu fanst að
hún gengi í draumi. Hún gat
ekki hrundið þeirri hugsun úr
huga sér, að það væru sálir, en
ekki líkamar, sem hún var að
bjarga, og mennirnir sjálfir, sem
hún var að líkna, gáfu efni til
þeirra hugsana. Afklæddir her-
búningi sínum, sem bæði var
slitinn og óhreinn, voru þeir
hvorki Frakkar né Þjóðverjar,
vinir eða óvinir. Þjóðemismetn-
aðurinn var horfinn. Þegar þeir
opnuðu augun og litu hvor til
annars, brostu þeir eins og þeir
væru bestu vinir. Friður og ró
hvíldi yfir þeim, og litla hálf-
hrunda húsinu, sem þeir lágu í,
þó hergnýrinn bærist við og við
utan að frá, til eyrna þeirra þar
sem ólgan sauð og svall.
Einu sinni hafði maður, sem
hlotið hefir að þekkja þetta hálf-
eyðilagða hús, komið inn til
þeirra, sest niður og farið að
tala við þau. Jóna gat ekki mun-
að eftir því, að hún hefði orðið
vör við neina hrifningu eða að
neinn hefði komið inn. En hún
gat ekki verið viss um nema
hún hefði sofnað í svip, því hún
var bæði þreytt og syfjuð.
Madama Lelanna sat í skugg-
anum bak við stóna, með hend-
urnar í kjöltu sér og tók ekki
augun af nýkomna manninum.
Dubos stóð við borðið og kross-
lagði hendurnar á brjósti sér.
Mennirnir særðu höfðu risið
upp við olnboga í stráfletum sín-
um og hlustuðu. Einstaka þeirra
héldu höndunum um kné sér og
einn þeirra fól andlitið í hönd-
um sér og laut höfði.
Maðurinn, sem talaði var í
TIRES - TUBES - BATTERIES
and
AUTO ACCESSORIES
Factory approved
•
RETREADING - VULCANIZING
B. F. GOODRICH STORES
287 Sherbrook Sl.
Phone 37 031
ssss:
(^ilcelanders are Cordially
Invited to make tKis Century-
Old Institution their Banking
Home.
THE BANK OF
NOVA SCOTIA
dálítilli fjarlægð frá heimafólk-
inu. Olíulampi hékk á krók í
loftinu og varpaði daufri birtu
á andlit komumannsins. Hann
var klæddur' í verkamannaföt.
'Jónu fanst, að hún hefði séð
hann áður, en hún þekkti hann
ekki, enda mætti hún svo mörg-
um, að það var naumast að bú-
ast við, að hún myndi eftir þeim
öllum. En það voru augu að-
komu mannsins, sem vöktu sér-
staklega eftirtekt hennar, og
fylgdu henni lengi. Ekki vissi
Jóna á hvaða máli hann talaði,
en það var enginn þar inni, sem
ekki skildi hvert orð er hann
sagði.
“Hugsið yður Guð, sem vold-
ugan konung,” sagði aðkomu
maðurinn, “Drottinn, sem skipi
fyrir um alt og ráði öllu og sem-
á svipstundu gæti breytt rás
viðburðanna að vild ef honum
svo sýndist, og svo sjáið þér
miskunarlausa grimdina og rang-
lætið alt í kringum yður og þér
segið við sjálfa yður. Hann horf-
ir upp á þetta ranglæti, þessar
hörmungar, og líður það, og þær,
en gæti þó komið í veg fyrir þau
ofbeldisverk mannanna, ef hann
vildi, og hjörtu yðar fyllast
gremju, og hver getur láð yður
það?
En eg spyr, mundi nokkur sá
faðir, sem elskar börn sín geta
horft á þau líða ranglæti og
þrengingar, ef hann með því að
rétta út hendina, eða mæla eitt
máttarorð, gæti varðveitt þau frá
óhamingju og breytt sorg þeirra
í gleði?
Hvaða faðir mundi gefa horft
upp á börn sín vinna hvort öðru
mein— berjast á banaspjótum
og látið þau afskiptalaus?
Er nokkur sá faðir til, sem af
ásettu ráði leggur lálmanir fyrir
börn sín, til þess að hrinda þeim
út í glötun og ógæfu?
Ef öll slík ógæfa væri Guði
að kenna. Hvers vegna gjörði
hann þá hið illa sVo máttþrung-
ið, en mennina veika? Nei, það
sem að er, er ekki Guði að
kenna, heldur mönnunum —
skilnings og viljaleysi mann-
anna.
Athugið, Guð verður að ná til
mannanna, ef hann á að geta
haft áhrif á þá, en þó að vegir
hans séu margir, og órannsakan-
legir, þá er það aðeins einn veg-
ur, sem til þeirra liggur, og það
er í gegnum hug þeirra og hjarta.
Ef Guð kemst ekki eftir þeim
vegi, þá getur hann ekki til
þeirra náð, en hann er altaf að
knýja á hjörtu mannanna, reyna
að ná til þeirra, en hjörtun eru
lokuð fyrir honum, svo full sín-
girni, að þar er ekkert rúm fyrir
hann.
Guð þráir að mennirnir séu
miskunsamir, réttlátir og með-
aumkunarsamir. Þeir svara: Ef
eg er miskunsamur, þá fer hvert
hagnaðartækifæri á fætur öðru
fram hjá mér. Ef eg er réttlát-
ur, þá lækka tekjur mínar og
einhver annar nýtur ágóðans,
sem eg hefði getað haft sjálf-
ur, og ef eg er meðaumkunar-
samur, þá tapa eg peningum á
hverjum degi.
Það er engin sú mannpersóna
til, sem ekki veit í hjarta sínu
að slíkur hugsunarháttur er
rangur. Sjálfselska gjörir engan
mann farsælann.
Hver er sælli en sá, sem lifir
þjónustusömu lífi? Hvort er
ánægjulegra, að sitja einn til
borðs, eða neyta máltíðar með
vinum sínum?
Hvor er virðingarverðari yðar
á meðal, sá gjafmildi eða sá, sem
engu tímir að miðla? Sá, sem
safnar auði fyrir sjálfan sig, eða
sá, sem safnar honum fyrir með-
bræður sína?
Hver er hinn sanni hermað-
ur, sá sem gengur á móti hætt-
unni, án þess að hlífa sjálfum
sér, eða hugsa um eldraunirnar,
sem hann þarf að yfirstíga?
Eg segi yður, að hreysti sú og
sjálfsafneitun, sem slíkur her-
maður sýnir er léttvæg í saman-
burði við kærleika hans til félaga
sinna og fósturlands.
Hinn sanni hermaður fyrir-
verður sig aldrei fyrir kærleik-
ann, heldur er reiðubúinn til að
gefa líf sitt fyrir vini sína.
Ef nokkur yðar dyrfist að lítils
virða hann fyrir þá afstöðu sína,
þá segi eg yður, að hún er
kóróna hans og heiður.
Guð er kærleikur, og þér snú-
ið baki við honum.
Hatrið knýr á dyr hjarta yð-
ar, og þér opnið það fyrir því.
Hvers vegna óttist þér áhrií
kærleikans á líf yðar, sem allt
gott er þó frá sprottið7
Hatrið felur í sér frækorn
dauðans, kærleikurinn frækorn
lífsins.
Hví kjósa menn dauðann, frek-
ar en lífið?
Guð biður, og bíður eftir sam-
verkamönnum.”
Einn af sjúklingunum svaraði'
“Við erum fátækir og umkomu-
lausir menn. Hvað geta slíkir
sem við gjört?”
“Þér eruð hermaður og spyrj-
ið þannig,” svaraði aðkomu mað-
urinn. “Hverjum dettur í hug
að segja þegar um herskyldu er
að ræða. Eg er til einskis nýt-
ur, eg er aðeins fátæklingur,
sem enginn metur eða veitir
eftirtekt. Hver myndi sækjast
eftir þjónustu minni. Guð þarf
á öllum að halda í sína þjónustu.
Það er enginn, sem ekki á að
vera þátttakandi í sigri hans.
Voru ekki þeir, sem vöktu heim-
inn af dvala og kendu með meiri
krafti en kent hefir verið fyr,
eða síðar, lítið mentaðir menn,
lítið upplýstir menn og fátækl-
ingar? Þeir kendu með lífi sínu.
Vísið síngirninni á dyr, en leyf
ið Guði að koma inn, þá verðið
þið eitt með honum. Það er eng-
inn svo lítilmótlegur að hann
geti ekki verið musteri Guðs og
enginn svo voldugur, að hann
sé musteri því meiri.”
Ræðumaðurinn þagnaði. Það
varð einhver hreifing í herberg-
inu svo Jóna tók augun af hon-
um. Þegar hún leit aftur við,
var hann horfinn.
Saga þessi endursögð.
J. J. B.
Ef þú eða eg getum, áður en
lýkur, gefið mannkyninu einn
bók eða 'línu eða hugsun, sem
megnar að gera það hæfara til
að njóta lífsins í dálítið ríkara
mæli en ella eða þola andstreymi
PERMANGNTS
FÁHEYRÐ KOSTABOÐ 1 HÁRSNYRTINGU
Hln nýja
“ALERT” WAVE
$2-5°
Innifelur hárþvott og greiðslu
Sími 97 703
EINSTAKT TILBOÐ
RJÓMAOLÍU WAVE
$^.50
Fullkomin $5 virði
OpiO til kvelds laugardaga
MISS M. HELGASON
Nu-Fashion StafO
NU-FASHION
Professional Operators — 327 Portage — Gegnt Eaton’s
þess betur en áður, höfum við
ekki til einskis lifað.
Jan Hay.
Menn álíta, að það sé eðlilegt,
sem náttúran ætlast til, að við
gerum. Rom Landau.
Bestu hamingjuóskir með íslendingadaginn
á Gimli 1945
*
McDonald-Dure Lumber Co.
Limited
812 WALL ST. WINNIPEG, MAN.
PHONE 37 056
“One peace or a carload”
IMPERIAL BANK OF CANADA
GIMLI BRANCH
Open Tuesdays, Wednesdays, Fridays and Saturdays
RIVERTON (Sub-Branch)
Open Mondays and Thursdays
'KMS?
R. L. WASSON, Mgr.
Bestu ámaðaróskir frá
Bros. Bedding & Upholstering
Verkstæðinu
Við erum sérfræðingar í að yfirdekkja legubekki og endur-
nýja undir- og yfirsængur. — Nýjir húsmunir og nýjar
undir og yfirsængur búnar til samkvæmt ákvæðum eigenda
Fljót afgreiðsla. Ábyggilegt verk. Sanngjamt verð.
PHONE 53 388
921 Main Slreeí Winnipeg. Man.
UNITED STORÉS LIMITED
Eg óska íslendingum til blessunar
með íslendingadaginn á Gimli
6. ágúst 1945
tJla/uilJLusi lijG/waáan
kaupmaður
Við sjáustum á Gimli
PHONE 28 GIMLI, MAN.
pilBIIIIBIMIIIiaillBIMIillBIIIIHniMllliBHIIMIBMBIMIIIBIIBIIIBMinMIHfBIMIIMPUHlliniM
* Compliments o/ . . . ■
i CANADIAN WESTERN !
i BOX COMPANY, LTD. «
■ ’ ;
MARION ST. & DAWSON ROAD ■
PHONE 201 185 ■
• ' I
■
■ Manufacturers oí Wooden Boxes, also Wood-Tex Insulaíion H
|
i Removes Your Weather Problems !
- i
LOUIS HATSKIN ■
IWBIIIIBIIIIHNItBIIIIBIIIIHIIIIBIIIIHIIIiailiailllHIIIIHimBllliailllHIIIIHHIIBHIIBIIIIHIIIIBIIIIHIIIia