Lögberg - 02.08.1945, Side 7

Lögberg - 02.08.1945, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1945 15 Hver fann úrið? Þetta er ekki svar við auglýs- ingu um hver hafi fundið tapað úr, þó að máske mætti ætla það af fyrirsögninni, heldur stutt saga af því, hvernig menn forð- um fóru að því að “mæla tím- ann”, alt þangað til tókst að gera hið fyrsta “sigurverk” eða klukkuna. Hinar gömlu menningarþjóðir Egyptar og Kaldear voru stjörnu fróðir vel og kunnu að nota sólar úr, eða sólskífur, sem svo hafa v,erið kallaðar, og enn sjást í görð um ýmsra fornra bygginga er- lendis. Jafnframt voru og not- aðar vatnsklukkur. Gríski spek- ingurinn Plato, sem var uppi á árunum 427—347 f. k., talar um þessar vatnsklukkur, sem gáfu frá sér blísturhljóð með ákveðnu millibili. Tímaglasið, sem allir kannast enn við, þó ekki sé nema sem leikfang, var notað frá því í fornöld og fram undir lok síðustu aldar. En klukkur með hjólum eru að því er best er vitað fyrst gerðar af Serkj- um og munu hafa flutst til Evrópu með hermönnum úr Krossferðunum. Hinsvegar er talið að fyrsta vasaúrið hafi ver- ið smíðað nálægt árinu 1510, af manni einum í Nurnberg, sem hét Peter Hele. Þar var svíns- burstahár notað til þess að halda óróanum gangandi, í stað fjaðr- arinnar, sem nú er. Árið 1657 varð mikil framför í klukkugerð. Þá datt hinum fræga eðlisfræð- ingi Huyghens í hug, að nota- pendulinn, sem Galilei hafði þá uppgötvað, til þess að jafna gang hraða klukkunnar, og fékst þá margfalt nákvæmari tímamælir en áður. En þó voru þessar klukk ur illnotandi á sjó, og úrunum kom uppgötvunin ekki að nein- um notum. En engum var jafn áríðandi að hafa nákvæman tímamæli en einmitt farmönn- um. Tímamæli, sem væri ósnort- inn af hreyfingum skipsins, hita breytingum eða rakabreyting- um. Var lengi vel talið óhugs- andi að gera tímamæli, sem hæfði skipum, en vegna þess hve þetta mál þótti mikilsvert, hét enska þingið 20.000 sterlings punda verðlaunum þeim, sem gæti gert áreiðanlega klukku fyrir sæfarendur. Þetta var skömmu eftir aldamótin 1700. Þá kom til sögunnar maður, sem hét John Harrison (f. 1693, d. 1776). Hann var trésmiður, en jafnframt snillingur í vélfræði, og hafði frá barnæsku spreytt sig á því að búa til betri klukk- ur, en áður voru til. Þetta var erfitt viðfangsefni, og Harrison var fátækur. En hann gafst ekki upp. Og eftir 30 ára strit hafði hann gert skipskronometer eða skipstímamæli sem hann var ánægður með. En nefndin, sem átti yfir verðlaununum að ráða, fór sér að engu óðslega, og nú liðu tvö ár þangað til tímamæl- irinn var reyndur á leið til Vestur-Indía, um borð í her- skipinu “Deptford”. Kom nú á daginn, að hin nýja klukka gekk miklu nákvæmar en lágmarks- skilyrði höfðu verið sett um til þess að verðlaunin yrðu greidd. En eigi að síður voru verðlaun- in ekki greidd Harrison, held- ur setti dómnefndin nú ný skil- yrði og kröfur. Loks þraut Harri- son þolinmæðina — Hann var nú orðinn 72 ára gamall — og nú skrifaði þessi hægláti og ku|rteisi maður nefndinni all- harðort bréf, sem bar nokkurn SENDIÐ RJÓMA YÐAR TIL MANIT0BA C0-0PERATIVE LIMITED Útibú: BRANDON — DAUPHIN — ERICSON GLENELLA — WINNIPEG • Félagar í allsherjar mjólkurbú félagi bænda í Canada. Eggjum veitt móttaka á öllum ofangreindum stöðum. Með beztu árnaðarósk- um til íslendinga á minn- ingarhátíð beirra á Gimli 6. ágúát, 1945 frá VINUM og VELUNNURUM árangur. Greiddi nefndin hon- um nokkurn hluta verðlauna- fjárins. En afganginn fékk hann ekki fyrr en árið 1773. Og þrem- ur árum síðar andaðist Harri- son, 82 ára gamall. Er hann tal- inn höfundur úrsins, fremur nokkrum öðrum einum manni, þó að margir aðrir hafi átt hlut að fullkomnun tímamælisins. Túnfiskurinn Á síðastliðnu sumri komu vöður af túnfiski inn á ísafjarð- ardjúp og tókst að veiða nokkra þeirra. I tilefni af því segir “Náttúrufræðingurinn” ýmsan fróðleik um þennan stærsta beinfisk hafsins.*sem getur orð- ið um 500 kg., og komu hans hingað. Sveinn Pálsson fjórðungslækn ir getur fyrstur manna um tún- fisk hér við land; rak hann við Eyjafjallasand 11. nóv. 1779. Á árunum 1880—98 rak þrjá tún-. fiska, á Eyrarbakka, Leirhöfn á Sléttu og á Miðnesinu, en tún- fiskur fékkst í botnvörpu við Ingólfshöfða 1913, og á Álfhóla- fjöru rak einn 1928. Inn á Norð- fjörð gengu túnfiskar 1929 og um sama leyti á Arnarfjörð. En í lok ágúst í fyrra urðu róðrarmenn varir við túnfiska- vöður inni á ísafjarðardjúpi og tókst að ná í fimm þeirra, dag- ana 29. og 30. ágúst, og hefðu fleiri veiðst ef hentug tæki og vanir menn hefðu verið til taks. Var sá stærsti þeirra 300 kg., en hinir fjórir alls 915 kg. — Ketið þykir mesta sælgæti, það er rauðleitt, svipað og ket með heitu blóði, enda er blóðhiti tún- fisksins um 10 stigum meira en sjávarins, sem hann lifir í. — Mikið af ketinu var selt til Reykjavíkur fyrir geypiverð, því að margir vildu verða frægir fyrir að hafa étið túnfisk. Við Ameríkustrendur eru túnfisk- veiðar mikið stundaðar af “sport veiðimönnum.” Fálkinn, 14. maí. Hverfann handbyssuna? Fyrstu byssurnar sem teknar voru í notkun voru einskonar fallbyssur og þurfti að minsta kosti tvo menn til þess að fara með þær úr stað og hleypa af þeim. Og í 30 ára stríðinu á 17. öld voru byssurnar enn svo þung ar og ómeðfærilegar, að hermað- urinn þurfti að flytja með sér stoð til að hafa undir byssuhlaup inu þegar hann skaut af byss- unni. En smátt og smátt varö byssan léttari og handhægari og alltaf voru að koma nýjar end- urbætur, sérstaklega á lásum. Um 450 ár eru síðan fyrst var farið að setja riffilgöng í byssu- hlaupin. Lengi vel voru allar byssur framhlaðnar, en ein 'mikilverðasta umbót á þeim var gerð þegar farið var að smíða bakhlaðninga. Fyrsta nothæfa bakhlaðna byssan var gerð af Nikulaus v. Dreye (f. 1787, d. 1867) árið 1836, en hann fann upp kveikipinnann, Það var þessari byssutegund að þakka að Prússar sigruðu Austurríkis- menn árið 1866. Anton Chassepot, verkamaður í franskri vopnaverksmiðju (f. 1833, d. 1905) fann hina frægu Chassepotbyssu, sem tekin var í notkun af franska hernum 1866. Annars er þróunarsaga byssunn- ar svo margbrotin, að ómögulegt er að gefa yfirlit yfir hana hér. Til dæmis má nefna, að nefnd sem sett var í Bandaríkjunum 1865 til þess að dæma um mis- munandi gerð af byssum, fékk 60 bakhlaðninga til að reyna. Um skammbyssur (pístol) er talað nálægt aldamótunum 1400. Fyrstu marghleyptu skammbyss una (revolver) smíðaði Banda ríkjamaðurinn Samúel Colt, ár- ið 1836. URGENT DEMAND FOR OFFICE HELP T. here has never been a better time to train for an office position, for there is an increasing demand for Steno- graphers, Accountants, Typists, Machine Operators, and Clerks. In view of the tre- mendous amount of materials and labor required to rebuild Europe and other parts of the world, and to supply the necessities of life, this demand will continue for years. Now is the time to prepare. / SUMMER CLASSES Our Summer air-cooled and air-conditioned classrooms make it pleasant for study. Classes will continue throughout the Summer without any interruption. FALL TERM OPENS MONDAY, AUGUST 20 th If you prefer to enroll either before or after this date, however, you may do so. Our classes will be condudted throughout the summer without any interruption. MAKE YOUR RESERVATION NOW t For our Fall I erm we have already received many advance registrations from near and far-distant points in Western Canada. To reserve your desk, write us, call at our office, or telephone. Ask for a copy of our illus- trated Prospectus, with which we will mail you a registration form. TELEPHONE 96 434 The Air-Conditioned College oí Higher Standards Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.