Lögberg - 09.08.1945, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST, 1945
3
ið skrúðgrænt, en hitt nakið og
blásið, og svo er enn þann dag
í dag, segir sagan.
Þannig kom sakleysi og göfug-
lyndi hinnar saklausu í ljós.
Hennar, sem heldur vildi sak-
laus láta lífið, en koma upp
sannri sök um brotlega systur.
— Þetta eru í þjóðtrúnni laun
göfuglyndis og vitnisburður
sakleysisins.
Fyrir nokkru kom út bókin
“Fagrar heyrði eg raddirnar”.
Eg ann þeirri bók meira en flest-
um nýjum bókum. Þar er hver
perlan annari fegurri sett fram
í alþýðlegum viðlögum og ævin-
týrakenndum ljóðum.
Það er hið fagra kvæði um
Tistram og Isold hina björtu.
Þau unnast, en fá ekki að njót-
ast, og Isold er öðrum gefin.
Tistram særist til ólífs, í bar-
daga, en heldur þó lífi. — Hann
vill ekki að nein önnur græði sig
en Isold hin bjarta frú. Skip
er sent eftir henni og skal það
tjalda fagurbláum seglum, ef
hún kemur með, en ella svörtum.
— Isold hin svarta situr hjá
Tistram. Hún ann þeim ekki
samfundum*. Þegar skipið nálgast
segir hún það tjaldi dökkum
seglum. Þá sprakk Tistram af
trega. — Þegar Isold hin bjarta
leit Tistram látinn hneig hún
örend til jarðar. — “Ekki skulu
þau heldur njótast dauð,” sagði
þá hin svarta Isold. — Og sitt
hvorum megin kirkjunnar voru
þau grafin. — En þá segir svo
í kvæðinu:
“Runnu upp frá leiðum
þeirra lundar tveir.
Upp af miðri kirkjunni
mættust þeir.”
Þannig náðu þau saman, sem
meinað var að unnast og njót-
ast.
En hvað snerta þessar þjóð-
sögur og ævintýri sjálfstæði
þjóðarinnar?
Er nokkurt samband milli
þjóðsagna, þjóðkvæða og t. d.
sjálfstæðisbaráttunnar?
Eg veit ekki hvort mér tekst
að gera ykkur ljóst hvermg þetta
samband er.
Eg vil reyna að skýra þetta:
Friðriksberg er útborg í Kaup-
mannahöfn. Um áttundi hluti
borgarbúa á þar heima. Árið
1923 voru 100 þúsund manns í
þessu borgarhverfi. — Það sama
ár voru á íslandi 100 þúsund
íbúar. — Á Friðriksbergi eru
nokkrar stórar verksmiðjur,
margar stórar verzlanir og vöru-
geymsluhús, nokkrir barnaskól-
ar, mörg glæsileg og falleg íbúð-
arhús, fagrir trjágarðar og stein-
lagðar götur.
En þeir eiga engan Matthías
Jochumsson, engan Jónas Hall-
grímsson, engan Hallgrím Pét-
ursson og engan Jón Sigurðsson.
Og þeir á Friðreksbergi eiga
engan Systrastapa með trega-
blandinni þjóðsögu. — Þeir eiga
engin kliðmjúk þjóðkvæði, sem
heilla hugann eins og fegursta
sönglag.
Þetta er munurinn á þjóð og
mannfjölda.
Á þessum mun hvílir sjálf-
stæði smáþjóðanna.
Hin kliðmjúku þjóðkvæði,
þjóðsögurnar spaklegu, ævin-
týrin fögru, saga þjóðarinnar,
minningar hennar og ættstofn.
Allt eru þetta sterkir þættir í
því að þjóð eigi rétt á að vera
sjálfstæð þjóð. Ef þjóðin glatar
þessum verðmætum. Ef þjóðsag-
an og ævintýrið hverfur úr lífi
þjóðarinnar, þá glatast margt
með.
Síðan — hin fagra fjallasveit
— og kvöldkyrrðin og hin fagra
útsýn vlið Breiðafjörð, á líka
sterkan þátt í sjálfstæði lands-
ins.
Steinlagðar borgargötur á
Friðriksbergi, og kaffihúsalíf
um síðkvöld, styrkir ekki sömu
þætti í þjóðlífinu.
Til þess að þjóð sé og verði
frjáls og fullvalda, þurfa synir
Brezka orustuskipið Barham, Queen Elizabeth og Resolutior..
Business and Professional Cards
og dætur að unna landi sínu og
þjóð.
Ekki er hægt að flytja svo á-
varp á þessum degi, að minnast
ekki foringjans mikla, Jóns Sig-
urðssonar. Það er af mörgum
viðurkennt, bæði í ræðu og riti,
að engum einum manni á þjóðin
það meira að þakka, að hún fékk
viðurkennt frelsi sitt og full-
veldi. Jafnframt því, að dagur
þessi er minningadagur um
stofnun lýðveldis á íslandi, þá er
hann afmælisdagur okkar mesta
þjóðskörungs.
Á liðnum árum hefir oft og
mörgum sinnum nafn Jóns Sig-
urðssonar verið nefnt, en þó
mun eitthvað rétt í því, sem
Vilhjálmur Þ. Gíslason segir í
inngangsorðum að bókinni Jón
Sigurðsson í ræðu og riti. Hann
segir, að miklum hluta Is-
lendinga sé ævi Jóns og störf
lítt kunn. Nafn hans er nefnt
sem þjóðhetja, menn henda á
lofti einstakar setningar og orð-
tök úr ræðum hans og bréfum,
og láta svo þar við sitja. En
sannleikurinn er sá, að persón-
an Jón Sigurðsson, er svo merki
leg, að hver einasti íslendingur,
sem á þess kost, ættu að kynna
sér hana', eftir því sem aðstaða
er til, af einkabréfum hans og
ritgerðum um landsmál.
Það vita allir, að sem stjórn-
málamaður var Jón Sigurðsson
óvenjulega sterkur, en vináttu-
sambönd hans við menn voru
þó, ef til vill enn sterkari.
Einkabréf hans skipta tugum
og hundruðum árlega, og eng-
um vina sinna gleymdi hann,
og tryggðin og vinfestan er jöfn,
þótt vinur hans snúist gegn
honum í landsmálabaráttunni.
Bréf Jóns Sigurðssonar eru gull-
náma, og lýsa honum miklu bet-
ur en nokkur orð fá gert. Ætíð
er hann boðinn og búinn að
leggja vinum sínum lið, og lítil-
fjörleg erindi þeirra rekur hann
fyrir þá í Kaupmannahöfn, þótt
jafnan sé hann önnum kafinn.
Hjis hans stendur öllum Islend-
ingum opið einu sinni í viku
hverri. Þaf er etið og drukkið,
sagðar fréttir frá íslandi og
framfaramál Íslands rædd af á-
huga yfir borðum, sem hlaðin
eru íslenzkum réttum.
Einkabréfin og hin glæsilegu
kvöldboð forsetans hafa ef til
vill átt sterkasta þáttinn í því,
að hann var svo ástsæll’ foringi.
Persónan var óvenjulega sterk.
Enginn gat gleymt honum, sem
einu sinni hafði séð hann.
Hann skildi allra manna bezt
rökin, sem til þess lágu, að ís-
lendingum bæri að vera frjáls og
fullvalda þjóð.
Hann skildi allra manna bezt
muninr, á mannfjölda og þjóð,
Hann skildi hvert gildi saga
þjóðarinnar hafði í sjálfstæð-
isbaráttunni — þjóðsögurnar,
ævintýrin og þjóðkvæðin.
Hann kunni að meta stofn
þjóðarinnar og eggjaði íslend-
inga lögeggjan, að gerast ekki
ættlerar og dusilmenni.
Hann skildi það allra manna
bezt, að fjárhagslegt sjálfstæði
er skilyrði fyrir því, að þjóð sé
frjáls og fullvalda, og hóf bar-
áttu fyrir verzlunar- og fjár-
hagsmálum íslands.
Hann skyldi það, að frelsi
fylgja bönd og skyldur, og ávít-
aði skólapiltana, sem fluttu
honum kvæði um þingtímann
1875, en þar var þessi setning:
“Þú hetja prúð, sem aldrei
þekkir bönd.” Hann sýndi þeim
fram á, að frelsi án banda, án
takmörkunar, væri ekki frelsi
heldur agaleysi og óstjórn.
Jón Sigurðsson skildi það
allra manna bezt, að þjóðleg
verðmæti er sterkasti gjaldeyr-
irinn, þegar lítil þjóð er metin.
Þar duga fjármunir skammt.
Hann vann því að því allt sitt
líf að kynna sér sögu íslands,
■ þjóðkvæði. — þjóðsögur og
ævintýri. Og þótt hann væri
framfaramaður og berðist oft
fyrir nýmælum, vildi hann
byggja alla framför á þjóðlegum
grunni.
sjálfstæði hennar í andlegum og
verklegum efnum í stórri hættu.
Á þessu liðna lýðveldisári hafa
allir verið bjartsýnir. Hafi ein-
hver rætt um að fara gætilega,
hefir rödd hans naumast heyrzt.
Aukinn efnahagur og aukin
lífsþægindi hafa lyft hugum
manna á flug.
Áætlað er að flytja inn hrað-
virkar vélar og skip — og ekki
síður hugsjónir og kenningar.
Einn vill allt sækja í austur.
Annar vill allt sækja í vestur.
Hinir þriðju vilja halda sig að
hinum norræna stofni. Læra af
frændum vorum og nágrönnum.
Um þetta er rætt og ritað. En
eitt má ekki gleymast. Allt, sem
innflutt er, þarf að tengjast við
íslenzkar rætur, ef við viljum
heita og vera sjálfstæð þjóð.
Við verðum að eiga þrek og
menningu til að velja og hafna,
en ekki að gleypa nýmælin eins
og þorskur gleypir beitu.
Eg vil taka dæmi af tveimur
trjáreitum til að skýra mál mitt.
Vorið 1912 fékk húsfreyjan í
Stafafelli í Lóni nokkrar þroska-
miklar birkiplöntur frá Hall-
ormsstað. Hún gróðursetti þær
framan við nýreist íbúðarhús
móti suðri og sól. Jarðvegurinn
var mildinn og djúpur — gaml-
ar bæjarrústir. Nú eftir 22 ár er
þarna glæsilegur trjágarður.
Stofnfögur birkitré eru þarna
jafnhá reisulegu íbúðarhúsinu
og breiða út krónur sínar.
Sumarið 1907 heimsótti kon-
ungur Dana Island. I minningu
um komu hans voru gróðursett
mörg hundruð barrtré eða barr-
trjáplöntur af útlendum stofni
í leirblöndnum lyngmóum við
Rauðavatn, skammt frá Reykja-
vík. — I fyrstu leit svo út, sem
plönturnar ætluðu að þrífast, en
svo kom kýtingur í þær allar,
— sumar dóu, en aðrar lifðu
sultarlífi. — Nú eftir 37 ár eru
tréin lágvaxin og þroskalítil. Þau
hafa ekki náð fullum þroska í
íslenzkum jarðvegi. Þau eru að-
flutt og sett niður af handahófi
í laklegan jarðveg, sem þau geta
ekki þrifist í.
Eg veit ekki hvort þessi dæmi
um misjafna trjáreiti hafa skýrt
mál mitt. En það, sem eg vil
vekja athygli á, er fyrst og
fremst þetta: Sjálfstæð þjóð
hlýtur alltaf að líta á sína eigin
menningu sem undirstöðu, og
við þjóðlegan stofn á að tengja
allt, sem innflutt er. Ef það
gleymist, verður útkoman lík
trjáreitunum við Rauðavatn.
Sjálfstæð þjóð má ekki gleypa
við nýmælum eins og óviti við
lostætum bita, — heldur meta
að velja og hafna, annars er
Eg mun nú fara að ljúka máli
mínu, en að lokum vil eg rifja
upp skyldur vorar við hið unga
lýðveldi og bera upp tvær spurn-
ingar:
1. Hvað þarf að vernda?
2. Hvað þarf að efla?
Við þurfum að vernda móður-
málið og auka fegurð þess. Við
Durfum að vernda sögu þjóðar-
innar — þjóðsögurnar — ævin-
týrin og þjóðkvæðin kliðmjúku.
Við þurfum að efla menntun
■ vísindi — listir. Verklega
menningu, — vélavinnuræktun,
skipastól, — verksmiðjur.
Allt þetta ber okkur að gera,
ef við erum þeirri hugsjón trú,
að ísland verði frjálst og full-
valda lýðveldi — um aldaraðir.
Tilvera og barátta hinnar ís-
lenzku þjóðar, er líkust ævintýri
eða stórfelldri þjóðsögu. Ef við
gætum þess ekki að halda rétt
á málunum, þá getur sa'ga þjóð-
arinnar orðið aðeins þjóðsaga
eða ævintýri. Látum það aldrei
henda okkur. íslenzka þjóðin á
möguleika til að verða fyrir-
mynd annarra smáþjóða. Hún á
menningu, forna og nýja, sem
hægt er að byggja á. Auðlindir
landsins bíða þess að þær séu
nýttar. Hin fengsælustu fiski-
mið geyma enn gull framtíðar-
innar. Fegurð landsins er sú
sama og á dögum feðra vorra —
og fegurð og gróður þess á eftir
að aukast.
Eg vil ljúka þessum hugleið-
ingum með ljóðlínum úr hátíða-
kvæði Huldu:
Hver á sér fegra föðurland
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
og langt frá heimsins vígaslóð.
Geym drottinn, okkar dýra land,
er duna jarðarstríð.”
Tíminn, 6 júlí.
— Hefir yður aldrei skjátlast
í meðferð á sjúklingum yðar?
spurði forvitinn blaðamaður
frægan skurðlækni.
— Aðeins einu sinni, svaraði
læknirinn.
— Var það alvarlegt?
— Ekki svo mjög. Eg lét ná-
unga borga 100 krónur fyrir upp-
skurð, en komst að því seinna,
að hann hafði 500 krónur á sér.
* *
— Elsku Gísli, læknirinn sagði,
að eg þyrfti að skifta um lofts-
lag.
— Alt í lagi, sagði eiginmað-
urinn glaðlega, veðurfræðingur-
inn segir að það verði rigning
á morgun.
* *
Ræðumaðurinn var að tala um
efni úr Gamla Testamentinu og
dvaldist mjög við smærri spá-
mennina. Þótti áheyrendum nóg
um málalengingar ræðumanns.
Að síðustu gerði hann smávegis
hlé á máli sínu, en sagði síðan:
— Nú, og hvar eigum við svo
að setja Habbakuk?
Aftur í áheyrendasalnum reis
maður upp og sagði: — Hann
getur fengið mitt sæti.
DR. A. BLON.DAL
Pht/aioian & Burgcon
«01 MEDICAL ARTS BLDO.
Slmi 93 996
Heimili: 108 Chataway
Slmi 61 02»
Dr. S. J. Johannesaon
216 RUBT STREBT
(Beint suður af Hannlnfr)
Tal*tmi 80 877
ViGtalstlml 8—i •. h.
DR. A. V. JOHNSON
Dentict
»•« BOMBRBET BLDQ.
Thelephone 97 932
Home Telephone 202 9M
Dr. E. JOHNSON
»0« Evellne St. Selklrk
Offlce hre. 2.80—6 P.M.
Phone offlce 26. Res. 130
Frá
vim
Ofíice Phone
94 762
Res. Phone
72 40»
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDQ.
Offlce Houre: 4 p.m.—« p.i
and by appointment
DR. ROBERT BLACK
SérfreeOlngur 1 Augna, Eyrna, nef
og hálssjúkdðmum
416 Medical Arts Buildlng,
Graham and Kennedy St.
Skrifstofuslmi 93 851
Helmaslmi 42 154
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlceknar
•
40« TORONTO GEN TROBTB
BtHLDINQ
Ca*. Portage Ave. og Soiith Bi
PHONE 96 9 52 WINNIPEG
EYOLFSON'S DRUG
PARK RIVER, N.D.
talemkur lyfsali
Eðik gretur pantaO meOul og
annaO meO pöstl.
Fljðt afgrreiOsla
Þhone
96 647
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Beiur Ukklstur og annast um út-
farir. Ailur ðtbúnaéur sfl beatt.
Ennfremur selur hann allekonar
minntsvarfla og legstelno.
Skrlfstofu talslmi 27 324
Heimllls talnlmi 26 444
Legstelnar
sem skara framúr
Orvals blflgrS'ti
og Manitoba marmarl
SkriflO eftir verOakrá
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 Spruce St. Slml Í8 8»3
Winnlpeg, Man.
HALDOR HALDORSON
hvoainoameiatari
23 Music and AÁ Bullding
Broadway and Hargrave
Winnipeg, Canada
Phone 9 3 055
J. J. SWANSON A CO.
LTMTTED
108 AVENUE BLDO, WPO
e
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot-
vega peningalfln og eidsflbyrg*.
bifteiOaAbyrgO, o. s. frv.
Phone 97 538
INSURE your property wlth
HOME SECURITIES LTD.
468 MAIN ST.
Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr.
Phones Bus. 23 377 Res. 39 433
ANDREWS, ANDREWi
THORVALDSON AMD
EGGERTSON
LOolræOlnoar
109 Bank of Nova Scotla
Portage og G&rry lt
Slml 98 291
TELEPHONE »6 010
H. J. PALMASON & CO.
Chartered Accountanta
1101 McARTHUR BUILDING
WINNIPEG, CANADA
Blóm siundvíslega afgreldd
THt RQSERY u».
StofnaO 1905
427 Portage Ave. Slml »7 46»
Wlnnlpeg.
Phonc 49 4«»
Radlo Servlce Speclallats
ELEGTRONIG
LABS.
H. THORKELSON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equlpment System.
110 OSBORNE 8T., WINNIPEQ
GUNDRY PYMORE LTD.
Brltieh Quallty — Flsh Netttog
«0 VICTORIA BTRKHT _
Phone 98 211
Vlnnlpeg
Uanaoer, T. R. THORTALiDBOJf
Tour patronage wlll be
ippreclated
O. F. Jona»son, Pres. & M&n. Dtr.
Keystone Fisheries
Limited
404 Scott Block Slml 95 217
Whaleaale Diatributors af
TRBBET A.ND FROZBN FIBH
CANADIAN FISH
PRODUCERS, LTD.
J, H. Fage, Manapino Direotar
Wholesale Dlstrlbutors of
Fresh and Frozen Flsh.
911 Chaxnbers 8t.
Office Phone 26 328
Res Phone 78 »1T.
MANITOBA FISHERIES
WINNIPEQ, MAN.
T. Beroovitch, framkv.ati.
Verria I hMldsölu mefl nýjan og
froslnn flsk.
303 OWENA ST.
Bkrtfatofuslml 15 351
Hetmaslmi 65 463
— LOANS —
At Rates Authorized by
Small Loans Act, 1939.
PEOPLES
FTNANCE OORP. LTD.
Licensed Lend.rs
Established 1929
408 Time Bidg. /hone 21 480
Argue Brothers Ltd.
Real Estate — Financial —
and Insurance
Lombard Building, Wlnnlpeg
J. DAVIDSON, Rep.
Phone 97 291
H hagborg; FUEL CO. H
•
Dial 21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331