Lögberg - 06.09.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 06.09.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER, 1945 Hin mikla nýsköpun Prédikun við setningu prestastefnunnar 1945 Eftir Magnús Jónsson. Og eg sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð var horfin og hafið var ekki fram- ar til. Og eg sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum. Og eg heyrði raust mikla frá hásœtinu, er sagði. Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna, og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans, og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra, og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né vein, né kvöl er framar til; hið fyrra er farið. Og sá, sem í hásœtinu sat, sagði. Sjá, eg gjöri alla hluti nýja, og hann segir. Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu. Og hann sagði við mig. Það er fram komið. Eg er Alfa og Ómega, upphafið ög endirinn. Eg mun gefa þeim ókeypis, sem þyrst- ur er, af lind lífsvatnsins. Sá, er sigrar, mun erfa þetta, og eg mun vera hans Guð, og hann mun vera minn sonur. Opinb. Jóh. 21, 1—7. Allir, sem komnir eru til vits og ára, þekkja, að Biblían hefst á sköpunarsögu: í upphafi skap- aði Guð himinn og jörð. En það eru ekki nærri allir, sem hafa athugað, að hún endar einnig á sköpunarsögu: Eg sá nýjan himin og nýja jörð. Hann mun gera alla hluti nýja. Upphafið er sköpun, endirinn er sköpun. Til- veran er óendanlegt sköpunar- starf. Hér er mikil framtíðarsýn, sýn allra mikilla umbrotatíma. Þetta er byltingartexti, sem eg las. Hér er nýsköpunin. Það orð er nú á allra vörum: Nýsköpun, nýbygg- ingar. Þau sýna það, þessi orð, að nú eru miklir tímar. Litlu tímarnir una við sitt og vilja engu breyta. Nú er öllu hent í deigluna og brætt við blóð og svita og tár milljónanna. Hvernig verða svo þau mót, sem þessum dýrmæta mann- kynsmálmi verður rent í? Vér getum naumast fundið heitari spurningu að fást við í upphafi prestastefnu, sem ætlar að ræða um starfshætti kirkjunnar. Vér erum fulltrúar ábyrgðarmestu starfa veraldarinnar. Vér erum þjónar kirkjunnar, hins mikla mótasmiðs. Kirkjan getur aldrei horft auðum höndum á það, sem nú er að gefast. Hinn fyrri heim- ur er farinn. Málmurinn er bræddur. Gömlu mótin eru brotin. Ný mót, einhver ný mót, taka við þessum hvítglóandi málmi. Vér höfum lagt frá landi og komum ekki aftur til sama lands. Vér íslendingar höf- um að vísu ekki gengið gegnum sömu eldraun styrjaldarinnar eins og ýmsar aðrar þjóðir. En vér höfum í öðru efni lagt frá gömlu landi, og vér ætlum ekki að snúa aftur þangað. Vér verð- um að byggja vort nýja land, móta vort nýja ríki, líf þess, kjör og menningu. Þetta er örlaga- tímar. Allstaðar eru nýskapanir á ferð. En sagan sýnir, að það er ekki hlaupið að því, að ná því marki, sem Biblían setur í þessu efni. Menn þora ekki að fylgja hinni róttæku bók, eða kunna það ekki. Menn staðnæmast því oftast á miðri leið eða fram- kvæma aðeins hluta þess, sem fyrir er sett. Það er svo sem ekki í fyrsta sinn, sem mannkynsmálmurinn er bræddur við eld hörmunga og styrjalda. Vér getum til dæmis hvarflað með hugann hálft ann- að árþúsund inn í liðna tímann. Þá sjáum vér framandi þjóðir úr ýmsum áttum mola með sleggjum og allskonar bareflum hina glæstu menningarhöll forn- aldarinnar, og henda öllu sam- an í deigluna. Hvílíkar hörmung- ar! Hvílíkar rústir! Heilar súlna- hallir hrynja saman, líkneskjur steypast af stöllum, bókasöfn brenna upp til agna. Allt sekk- ur, sekkur í mold og sand og gleymsku um langa tíð. Þá var hún rétt komin á legg þessi stofnun, sem vér erum full- trúar fyrir. Kristin kirkja var þá ung og sterk, mörkuð af of- sóknum upp á Iíf og dauða, skek- in en stælt eftir harðar trúmála- deilur. Nú varð hún fóstra þessa út- borna heims. Hún tók hann í fang sér og dró upp fyrir honum mynd hins nýja himins. Þar var allt, sem hugurinn þráði. Þessi jörð átti ekkert annað handa öll- um fjöldanum en hörmungar og stríð, hungur og klæðleysi. En þá blasti himininn við. Vér, sem erum södd og vel klædd og líður vel, getum brosað að lýsingum eymdatímanna á himnaríki, með kláravín, feiti og merg. En hungr- aður maður brosir ekki að góð- um mat og nógum mat. Fyrir honum prédikar einn réttur mat- ar betur en mælskasti guðfræð- ingur. Kirkjan má eiga það, að hún vann gott verk á þessum tímum og öllum hörmungatímum, með því að draga upp mynd himins- ins. Hin himneska Jerúsalem, búin eins og brúður, er skartar fyrir manni sínum, — hún var að vísu fyrir handan hafið mikla, en hún brást ekki. Hún beið trú- föst og örugg eftir elskhuga sín- um, hinu þjáða jarðarbarni. Og Guð sjálfur var meðal mannanna í kirkju sinni, í embættum henn- ar, í erfikenningum hennar, í sakramentum hennar, — um- fram allt í hostiunni, fórnar- gjöfinni, Guðs líkama. Hér var horft til himins, og það hefir sín áhrif á jörðina. En jörðin var því miður van- rækt. Kirkjan skrýddi Jiimininn nýjum skrúða, en sletti bótum á jörðina. Menn kunnu þar engin sköpuð ráð önnur en ölmusu- gjafir og annað vel meint og að ýmsu leyfti fallegt fálm. Nýr himinn og gömul jörð varð út- koman. Kláravín, feiti og merg- ur á himnum, en hungur og klæðleysi, flakk og örbyrgð á jörðu. En svo fór, að hinn síupp- bræddi málmur fór að renna í önnur mót. Og til að að orð- lengja ekki um það, þá er nú svo komið, að öllu er snúið við. Nú er það jörðin og hennar ný- sköpun, sem er á dagskrá. Hin vanrækta jörð hefir varpað af sér tötrunum og æpt um ný föt. Og nú keppast allir við að skera henni þennan nýja skrúða. Nú sjá spámennirnir nýja jörð og ekkert nema nýja jörð: Tæki og tilfæringar, svo að menn sundlar, hús, þar sem flest gerir sig sjálft, stórvirkar vélar, sem taka á sig stritið en gefa mann- fólkinu frí. Og gegn sjúkdómum tryggja menn sig, svo og óhöpp- um sem fyrir geta komið. Sam- göngur eru greiðar um alla jörð og vafalaust fyrr en varir út fyrir jörðina. — Já, mikil er sú nýsköpun og í sannleika dásam- leg. Það er sannarlega fagnaðar- efni, að maðurinn, æðsta skepna jarðarinnar, þarf ekki lengur að mæna til annars heims eftir ein- um góðum matarbita eða merg úr einum legg! En — er þetta nóg? Hafa menn fundið hér leiðina til sannrar gæfu? Nei, því fer fjarri. Sann- leikurinn er sá, að öll þessi ný- virkji, öll þessi lifandi ósköp, færa mönnunum nauðalítið af sönnum verðmætum, — ef stað- næmst er á miðri leið og himnin- um gleymt. Því að eins og hin vanrækta jörð hrópaði í himin- inn þar til hún var heyrð, þannig æpir nú hinn vanrækti himinn til jarðarinnar. Og hann getur æfinlega látið til sín heyra. Fyrr eða síðar hljómar í eyrum hvers manns hið alkunna þrumu orð: Heimskingi. í nótt verður líf þitt af þér heimtað. Og hvar eru þá tryggingarnar allar og sjálfvirku vélarnar og samgöng- urnar og gleðisalirnir og fríin — allt þetta, sem hin nýja jörð gaf? Hér er aftur farin aðeins hálf leið: Ný jörð en gleymdur himinn. Nei, sjáandi Opinberunarbók- arinnar vissi betur og sá lengra: Nýr himinn og ný jörð. Veröldin er ekki himinn eða jörð, heldur himinn og jörð. Maðurinn er ekki líkami eða sál heldur lík- ami og sál. Hvorugt er að réttu lagi til án hins. Þetta verður að muna þegar hinum dýra málmi verður rennt í mótin nýju. Þar verður kirkjan að vera vel á verði. Nóg er til af falsspámönn- um, sem teygja fram sín van- gerðu og vansköpuðu mót. Og það bætir því miður lítið úr, þó að margir þessara spámanna séu í góðri trú. Mótið verður ekki betra fyrir því. Barnið alsaklaust verður að þola kvalir ef það gríp- ur í ljósið. Mannkynið er búið að líða mikið fyrir saklausa fals- spámenn. Hér verður kirkjan að bera boð meistarans mikla: Gæt- ið yðar fyrir falsspámönnum. En falsspámenn eru allir þeir, er vilja staðnæmast á miðri leið. Þeir skrökva, viljandi eða óvilj- andi, að mönnunum um það, hvað í sannleika leiði menn til sælu. Nýr himinn og ný jörð er markið. Það er umsköpun mannlífsins við ljósið að ofan, fyrir kraftinn frá hinum endur- fundna himni. Vér skulum koma til móts viS hugsunarhátt nútímamannsins með því að byfja á jarðlífinu. Þar er áhuginn vakandi. Allir vilja eiga góða daga hér á jörð. Að því skulum vér vinna. Það er kristileg skylda vor. Jarðlíf- ið er vettvangur kristindómsins. Þess vegna lét Guð sér ekki nægja að hrópa til vor af himni, heldur kom hingað á þessa jörð. Frá þeirri komu er lausnarorð þessa vandamáls: Nýr himinn og ný jörð. En vér verðum að segja mann- kyninu þann sannleika, að það finnur aldrei goefuna á þessari jörð, fyrr en það tekur við henni af himninum. Hver maður, sem ekki er blind- ur, annaðhvort af svefndrunga eða ofstæki, hlýtur að sjá, að framfarirnar á þessari jörð, hin- ar ótvíræðu framfarir, hafa ekki fært mönnunum gæfuna. í stað þess að skapa nýja jörð, virð- ast þær nú á góðum vegi með að leggja hana í rúst, ganga af mannkyninu dauðu. Hér er eitt- hvað meira en lítið í ólagi. Þáð er helzt til mikil einfeldni að halda, að þetta stafi af einhverj- um fyrirkomulagsgalla eða ytri formsástæðum, stjórnarfyrir- komulagi, hagkerfi eða slíku. Menn hafa í sífellu breytt um stjórnskipulag og menn hafa reynt ýmis hagkerfi, en það virð- ist engin eða lítil áhrif hafa á þessa voðalegu helstefnu. Fram- farirnar snúast gegn mönnunum og verða því voðalegri sem þær eru meiri og stórvirkari. Ef feð- urnir hlutu refsingu af svipu “framfaranna”, hlýtur nútíminn refsingu með sporðdrekum snilli- gáfnanna. Mér kemur í hug hin ægilega og stórkostlega þjóðsaga um kvörnina, sem fátækt og nægju- samt fólk lét mala sér lífsnauð- synjar í drottins nafni, og vegn- aði æ betur og betur. Svo datt þeim í hug að láta kvörnina mala gull í drottins nafni, og þau urðu stórauðug. Þá hélt ógæfan inn- reið sína. Athygli var vöknuð á þessu. Einn af þeim mönnum, sem halda að unnt sé að skapa nýja jörð án aðstoðar himinsins, náði í kvörnina og lét hana fara að mala í djöfuls nafni. Og hún malaði og malaði þar til allt sökk á kaf í sævardjúp. Nútímaþró- unin virðist því miður, minna á þessa kvörn. Hún er látin mala gúll og ekki held eg alltaf í drottins nafni. Nú ríður á, hvort hún fær að mala allt í kaf. í þá átt stefnir alveg áreiðanlega. Það sér hver sá, er lítur yfir veröld- ina nú. Mennirnir ætla sér að byggja upp nýja jörð án þess að skeyta um himininn. Þeir hafa gleymt himninum og því ekki heldur fundið jörðina. Já, vér skulum byrja á þess- ari jörð, alveg óhikað. Kristin- dómurinn er guðleg gjöf, en hann á heima á þessari jörð. En þá verður jörðin að vera ný jörð, ekki óbreytt jörð og ekki- endur- bætt jörð heldur ný jörð. Það er gallinn á þeim stefnum mörg- um, er kalla sig róttækar, að umbætur þeirra eru kák. J>ær eru kjarklausar eða skammsýnar og fálma og káfa í einstök fyrir- brigði, og svo sækir þegar í sama horf. Einkum eru það efnahags- málin, sem róttækar stefnur hafa nú beitt sér að. Og vissulega eru þau mikils virði um líðan manna. En þeim má ekki spilla með því, að nema staðar á miðri leið, gleyma himninum. Kristindómurinn einn grefur fyrir rætur meinsins. Hann finn- ur þær inni í sálum mannanna. Mannlífið, manneðlið sjálft verð- ur að umskapa. Allt Nýja testa- mentið er samhljóða vitnisburð- ur um það. Ef einhver er í sam- félagi við Krist Jesúm, er hann nýr maður. Yður ber að endur- fæðast, annars sjáið þér ekki Guðs ríki, fæðast að ofan, fæð- ast af Guði. Þér verðið að taka sinnaskipti, skipta um sinni og sál. Þetta er róttæk stefna og hún leiðir til árangurs. Með þessu fæðist hin nýja jörð af hinum nýja himni. Mannlífsmeinin hverfa. Kristindómurinn bendir á himininn til þess að endurbæta jörðina. Sannur kristindómur hefir aldrei viðurkennt trúna án mannkærleikans, aldrei viður- kennt nýjan himin án nýrrar jarðar. Æðsta boðorðið er: Elska skaltu Guð þinn — og náunga þinn. Og enn sterkar er þó að orði kveðið í 1. Jóhannesarbréfi: Sá, sem ekki elskar bróður sinn getur ekki elskað Guð. Leiðin til Guðs er um hlaðið hjá ná- unganum. Guð segir ekki aðeins; Viltu gera svo vel að koma við hjá bróður þínum um leið og þú kemur til mín. Nei, hann segir: Þú skalt ekki reyna að koma til mín nema frá náunga þínum, bróður þínum. Engin þjóðmálastefna er rót- tækari en kristindómurinn. Svona er kristin kirkja, sem stundum er kölluð íhaldssöm. Nei, allt er kák við hliðina á þessu. Menn eru að reyna að koma sér upp einhverskonar heimagerðri lífsgæfu, og það væri góðra gjalda vert, ef ekki væri með því verið að ginna menn burt frá hinni sönnu lífs- gæfu, sem Guð sjálfur hefir fært oss hingað á þessa jörð. Hann hefir sýnt oss hinn nýja himin hvelfast yfir nýrri jörð. Þaðan verður nýsköpunin að koma, að ólöstuðum öllum vorum góðu ný- byggingarráðum hér á jörðunni. Það á að auka öll jarðarinnar gæði, beita hugvitinu til nýrra og aukinna framfara, jafna kjör mannanna og bæta, tryggja gegn lættum og gera jörðina að sem oeztum bústað. En þetta verður ékkí gecrt njema með því að endurnýjun hugarfarsins komi að ofan. Tjaldbúð Guðs verður að vera meðal mannanna. Hann sjálfur verður að vera meðal þeirra. Hann verður að þerra tár þeirra. Hann sjálfur verður að gera alla hluti nýja. Hann einn getur gefið drykkinn af lind lífsvatnsins. Annars skeður blátt áfram ekkert, engin nýsköpun. Félags- málin verða gagnslaus ef þau eru guðlaus. Góðverk við sálina eru sálin í góðverkunum. Allt sem ekki sprettur af kærleikan- um að ofan er óhappaleið, hversu álitlegt sem það er og áferðar- gott. Þetta er sannleikurinn í hinu öfgafulla orði Ágústínusar kirkjuföður, að dyggðir heiðingj- anna séu áferðarlaglegir lestir. Og er ekki þetta í raun og veru alveg eðlilegt, einmitt það eina, sem hugsanlegt er, ef vér aðeins athugum það með gaumgæfni? Vissulega. Vér getum yfirleitt ekkert skapað, hvorki smátt né stórt, ekki eitt duftkorn, ekki eitt blað á blómi, hvað þá nýja veröld, nýjan himin og nýja jörð. Sama er að segja um andans heim. Vér getum ekkert skapað. Enginn getur skapað nema hann, hinn eini, sem er skapari, hinn eini sem á og gefur lífið og gró- andann, jafnt í náttúrunnar og andans heimi. Guð er tilverunn- ar eini framleiðandi. En hann hefir af náð sinni-unnt oss mönn- unum að eiga þátt í þessu. Vér getum plantað og vökvað, plægt og hreinsað, hlúð að lífinu og varið það, bæði hið ytra í nátt- úrunni og hið innra, í sálum vor- um. Vér höfum fengið hans leyfi til þess að hagnýta framleiðslu hans og gera jörðina oss undir- gefna. En vér megum ekki fyll- ast hroka og þeirri heimsku að halda, að vér séum sjálfir að framleiða, sjálfir að skapa. Þá erum vér, að setja oss í hans hó- sæti og allt snýst oss til ógæfu. Og öll þessi nýsköpun Guðs gerist eftir lögmálum lífsins og’ vaxtarins. Það reynir á þolin- mæði voxa. Oft er langt að bíða þess að bölið batni. En Guð er þolinmóður skapari. Vöxtur- inn er þolinmóður. Fyrir því verðum vér að beygja oss. Vér getum ekki flýtt fyrir því með neinum ofstopa. Vér flýtum ekki fyrir hinum litla frjóanga með því að toga í hann. Vér getum skaðað hann eða deytt, það er í voru valdi, en ekki flýtt fyrir honum nema með því, sem Guð hefir gefið oss, að hlúa að hon- um og annazt hann með þolin- mæði. Reynsla aldanna sýnir að þetta á jafnt heima á sviði mannlífs- ins'eins og í náttúrunni. Frum- kristninni hefir, — til þess að nefna eitt dæmi, — verið le^ið, á hálsi fyrir, að heimta ekki þeg- ar í stað frelsi öllum þrælum til handa. Svo langt var frá því, að hún heimtaði það, að Páll post- uli býður þrælum að vera kyrr- ir og hlýðnir. En jafnframt sáði frumkristnin þeim fræjum jafn- réttis og bræðralags, er báru á- vöxt til fulls frelsis og jafnréttis. Hinn hægi vöxtur gaf það, sem uppreisnir og byltingar hins ó- þolinmóða mannshuga gátu ekki áorkað. Sáum þá, vinir mínir, fræ- kornum nýsköpunarinnar með bæn og iðni. Kristnin er hæg- lát á yfirborði, en róttæk í eðli, róttækasta stefna, sem komið hef ir á þessa jörð. Hún stefnir að því, að hið fyrra fari og allt verði nýtt, nýr himinn, ný jörð, nýtt mannkyn. Sjá, eg gjöri alla hluti nýja, það er sköpunarsag- an í niðurlagi Biblíunnar. Ó, að þetta mætti ske nú, upp úr þessum mestu hörmungum mannkynssögunnar. Þess óskar hinn óþolinmóði mannshugur. Ó, að Guð vildi koma nú og byggja meðal vor og þerra hvert tár, og enginn harmur né kvöl væri framar til, enginn ófriður, eng- in kúgun lítilmagnans, engar misþyrmingar hins undirokaða, engin tár ekkna og munaðarleys- ingja ekkert hatur, engin hags- munabarátta, heldur allstaðar kærleikur, friður, gleði, lang- lyndi, góðvild, ávextir andans, lögmál hins nýja heims. Draumórar, segir einhver. Ekki datt mér í hug að þú værir svona draumóramaður, roskinn og ráð- settur maðurinn og stjórnmála- maður um aldarfjórðung. Eg hélt að þú værir farinn að þekkja skýin frá jörðunni. Já, það er einmitt það, sem mér finnst eg vera farinn að gera loksins. Eg sé betur og bet- ur, að þetta er staðreyndin, þetta, sem margir kalla draum- óra og skýjaborgir. Mennirnir hafa alltaf verið glámskyggnir á það, hvað er varanlegt og hvað hverfult. Samtíðarmenn Snorra hafa talið éignasöfnun hans, stjórnmálaþras, höfðingsskap og rausn til veruleikans, en bækurn ar, sem hann skrifaði, voru varla þess virði að nefna þær. Vinir Hallgríms Péturssonar vildu að hann hirti meira um efnahag sinn og gerðist höfðingi, en auð- urinn, sem hann var að sk^pa fyrir kynslóð eftir kynslóð, var í þeirra augum hálfgert fikt og óþarfi. Allstaðar sjáum vér skammt. Ef vér stöndum úti á köldum vetrardegi og sjáum ekkert kringum oss annað en hjarn og ís, helkalda og dauða náttúr- una :— er það þá ekki draum- órar, að eftir nokkra mánuði verði hér mjúk og safamikil jörð, klædd ilmandi grasi og ajigandi blómum, leikandi í öllum litum, allt bólgið og iðandi af lífi? Vér skulum ekki láta vetur til- verunnar villa oss sýn, svo að vér förum að trúa svokölluðum raunsæismönnum, sem sjá ekk- ert út fyrir sína þröngu holu. Vér skulum ekki láta þá skrökva neinu að oss um það, að vegg- irnir séu sannari en hin fjar- lægu fjöll og blikandi hafið og loftið í kytrunni sannara en him- inhvelfingin. Asklokið er enginn himinn. Það er hégómi en himininn rau’n- verulegur. Nýr himin og ný jörð eru ekki draumórar heldur spá- mannasýn, dýpsti sannleikurinn, innsti veruleikinn. Svona á manu lífið að vera og svona verður það, hvenær sem mennirnir láta sér skiljast, að Guð er að bjóða þeim himin sinn hér á þessari jörð. Komi ríki þitt, biðjum vér í faðir vor. Já, leitum þess og þá er það hér, og þá mun allt annað veitast að auki. Þetta er dagsanna, þetta eitt er satt. Guð gefi að mennirnir mættu skilja það. Kirkjuritið. íslendingar smíða skip Samkvæmt tilkynningu, sem ríkisstjórnin gaf út í gær, hefur hún samið við sex innlendar skipasmíðastöðvar um smíði á 31 vélskipi, verða 16 þeirra 35 smálestir og 15 þeirra 55 smá- lestir. Tilkynning ríkisstjórnarinnar er á þessa leið: “Að tilhlutun atvinnumálaráðu neytisins hefur Nýzyggingarráð aflað tilbóða í smíði á vélskip- um innanlands, en ráðuneytið síðan gert samninga um smíði á 31 vélskipi, 16 skipum 35 rúml. og 15 skipum 55 rúml. Samningar þessir eru á þá leið, að skipasmíðastöðvarnar leggja til allt efni og vinnu við smíði skipanna ásamt öllum tækjum og vélum að undantekinni aflvél. Aflvélina kaupir ráðuneytið sér- staklega. Verð 35 rúml skipanna án afl- vélar er kr. 265.000.00 en 55 rúml. skipanna er kr. 435.500.00. Umsamið er, að 12 skip 35 rúml. verði tilbúið á árinu 1946 en hin 12 á árinu 1947.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.