Lögberg


Lögberg - 06.09.1945, Qupperneq 4

Lögberg - 06.09.1945, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER, 1945 I-----------Xögberg------------------------* • GeflO út hvern fimtudag af j THE COLUMBIA PRESS. LIMITED j 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba j Utanáskrift ritstjórans: « [ EDITOR LOGBERG, j , «95 Sargent Ave., Winnipeg, Man ^ Editor: EINAR P. JÓNSSON j Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram j ' The "Lögberg” is printed and publishea b> j { The Columbia Press, I>imited, 69 5 Sargent Avenue * , Wýinipeg, Manitoba PHONE 21 804 IIIffililiUjliniiHtUiliM Oveðrinu slotar Sex bitur og blóðstorkin ár eru nú liðin frá þeim tíma, er Adolf Hitler hóf djöfladans sinn í Norðurálfunni með innrásinni á Pólland; sá rammigaldur hefir eins og vitað er, sungið fyrir nokkru sítt síðasta vers. Júnkaragerði er nú að miklu leyti í eyði og myrkur hvílir þar yfir djúpinu; sjálfskapað myrkur illa innrættra og siðspiltra yfirgangsseggja, er steyptu þýzku þjóðinni hvað eftir annað niður í botnlaust fen hinnar andstyggilegustu ógæfu, unz nú er svo komið, að Þýzkaland, vagga þeirra Goethe og Wagners, er nú orðið að lítilmótlegu hjarð- manna kotríki með ömurlegan blóðferil að baki og næsta tvísýna framtíð, vægast sagt; svona lék hún á þjóð sína, ofurmennskan þýzka, er hámarki náði við valdatöku Hitlers, og Naz- istaklíkunnar, sem hann studdist við; og þessi urðu þá örlög hinnar þýzku hámenningar, er dáð var vítt um heim, og jafnvel íslenzkir menn stundum flatmöguðu sig fyrir; og þó vesturálfu- menningin sé enn tiltölulega ung, og ýmsir sýn- ist hafa tilhneigingu til þess að gera lítið úr henni, þá er hún þó ósýkt enn og stefnir í holla jafnaðarátt, þar sem þeim kjólklædda er gert jafnt undir höfði og óbreyttum daglaunamann- inum, er neytir síns brauðs í sveita síns andlitis, og unir glaður við sitt. Austur-Prússland, eða Júnkaragerði, eins og Benedikt Gröndal kallaði það, er nú úr sög- unni; landinu hefir verið skipt upp milli Pól- verja og Rússa; það var í þessum landshluta þýzka veldisins, sem vagga þýzku herneskj- unnar stóð; þar voru lögð leyniráð og samsæri brugguð, og þar var það stríðsguðinn í félagi við gullkálfinn, er mest var tignaður og mest lotning veitt; nú hefir þessu átrúnaðargoði Prúss anna verið hrundið af stóli og sökt á fertugu dýpi, eftir ein þau risafengnustu átök, og þær ægilegustu blóðfórnir, er sögur fara af. Ekki verður það dregið í efa, að hernámsvöld sam- einuðu þjóðanna, er nú ráða lofum og lögum á Þýzkalandi, eða því, sem eftir er af landinu, og á að verða Þýzkaland framtíðarinnar, beiti viturlegri forsjá varðandi endurskipulagningu þjóðarinnar, því að á hefndarhug lánast það aldrei að eilífu, að skapa nýjan himinn og nýja jörð. Og nú, við byrjun yfirstandandi mánaðar, má svo að orði kveða, að friður sé í þann veg- inn að kamast á um allan heim, því nú er Kyrrahafsstríðinu einnig formlega lokið; upp- gjöf Japana bar að með skjótari hætti en menn yfir höfuð höfðu gert sér í hugarlund; átti það einkum rót sína að rekja til tvennra orsaka; atómusprengjunnar annars vegar, og innrásar Rússa í Manchuríu hins vegar; með þetta hvort- tveggja fyrir augum, sá gula svikavofan i landi hinnar rísandi sólar þegar sitt óvænna, og gekk svo að segja umsvifalaust að þeim uppgjafar- skilmálum, er þrívelda ráðstefnan í Postam hafði sett. Þau eru ófögur, atriðin mörg hver, sem sam- tíð vor hefir skráð á spjöld sögunnar; þýzka herneskjan stofnar til tveggja veraldarstríða á liðugum aldarfjórðungi. Mússolini ræðst á Blá- mannaland, bláfátækt og varnarlaust, án þess að gerð sé að því nokkur veruleg gangskör, að koma í veg fyrir óhæfuna; svívirðingin á Spáni er látin að mestu óátalin, að ógleymdri þeirri tilraun, er Rússar gerðu til þess að koma lýð- veldissinnum til liðs, en höfuðið bíta svo Japanir af allri skömm með árásinni á Pearl Harbor nákvæmlega um sömu mundir og erindrekar þeirra sitja á ráðstefnu í Washington, og látast vera önnum kafnir við það, að semja um ævarandi frið við Bandaríkjaþjóðina; nú hefir hin lævíslega sviksemi Japana komið þeim sjálfum óþyrmilega í koll; draumur þeirra um Asíustórveldið, er fokinn út í veður og vind; nú hefir japanska þjóðin orðið að sætta sig við skilyrðislausa uppgjöf; nú verður Japan auðvirði legt kotríki í aldir fram engu síður en Þýzka- land, sem á tilvera sína að öllu undir miskun hinnar voldugu og glæsilegu Bandaríkjaþjóðar; Japanska veldið er nú svo að segja alt í þann veginn að verða hernumið; uppgjafarsamningar milli japanskra og amerískra hernaðarvalda, voru formlega undirskrifaðir um borð í ameriska beitiskipinu Missouri í Tokyo-flóanum síðast- liðinn laugardag og nú hefir yfirforingi amer- íska setuliðsins í Japan, General Douglas Mac Arthur, sett upp bækistöðvar sínar í hafnar- borginni Yokohama; hersveitir Japana í Kína og Manchuríu hafa gefist upp, og senn verður ekkert eftir nema heimaeyjarnar; að ameríska setuliðið í Japan undir forustu hins víðfræga kappa síns, hafi vandasamt verkefni að inna af hendi verður ekki dregið í efa, þó þar, sem annarsstaðar megi vænta, að drengilega verði frá málum gengið og fullrar réttvísi gætt. Nú hafa sverðin verið slíðruð, og þá hefst sú hin mikla nýsköpun, er leggja skal grundvöll að varanlegum framtíðarfriði; sú nýsköpun þarf engu síður að ná föstum tökum á ríki andans, en á vettvangi iðju og réttlátri skipting hráefna. . „iii Matvælabirgðir og bændur Sléttufylkjanna Eftir Dean R. D. Sinclair Á kreppuárunum nokkru eftir fyrra heims- stríðið, var ásigkomulag matvælabirgðanna í heiminum alt annað en glæsilegt; var á þessu tímum saman slíkt sleifaralag, að til verulegrar vanvirðu hlaut að teljast; framleiðsla búnaðar- afurða var því nær óseljanleg, og héldu ýmsir þeirri fáránlegu kórvillu fram, að framleiðslan væri langt fram úr hófi, og þess vegna riði mest á því að takmarka hana að miklum mun; matvörum var fleygt í sjóinn, auk þess sem kveikt var í birgðum til þess að rýma þeim úr vegi; alt var þetta í staðreynd hin ömurlegasta fjarstæða, því víða í heiminum svalt fólk heilu hungri vegna ófullkominnar og ranglátrar dreif- ingar lífsnauðsynja. Á fundi sameinuðu þjóðanna, sem haldinn var að Hot Springs í Virginia ríkinu árið 1943, var það tekið til alvarlegrar í hugunar hvernig helzt mætti koma birgðamálum hinna ýmsu þjóða í sem viðunanlegast horf, með því að sýnt þótti, að eftir að stríðinu lyki myndu margar þjóðir horfa fram á hungur og skort; i lok áminsts fundar, komst Roosevelt Bandaríkja- forseti meðal annars þannig að orði: “Þér hafið, virðulegu erindrekar, kynt yður birgðamál mannkynsins frá öllum hugsanlegum hliðum; þér hafið komist að raun um, að á þessum vettvangi sé mikið verkefni fyrir hendi, sem leysa beri með samstiltum átökum; yður er ljóst, að hér sé um eitt hið allra mikilvæg- asta mannúðarmál að ræða, sem eigi þoli neina bið; það er ekki einasta að birgðamálin hafi ósegjanlega þýðingu fyrir framvindu stríðs- sóknarinnar af vorri hálfu, heldur hafa þau og róttæk áhrif á skipulagningu og öryggi friðar- ins að loknum þeim geisilegu hjaðningavígum, sem heimurinn um þessar mundir horfist í augu við; hér er um þannig vaxna hólmgöngu að ræða, þar sem enginn má undir neinum kring- umstæðum renna af hólmi.” Landbúnaðurinn í Vestur-Canada stendur nú fastari fótum, en nokkru sinni fyr í sögu þjóð- arinnar; verðlag búnaðarafurða má kallast nokkurn veginn trygt; það er í rauninni hvorki of lágt nú of hátt, og þannig verður það að haldast, ef vel á að vera. Á undanförnum stríðsárum hafa bændur í vesturlandinu keypt sigurlánsveðbréf svo milj- ónum hefir skipt; sú innstæða, sem þeim þannig hefir sparast, kemur sér að sjálfsögðu vel eftir að friður er kominn á, því á stríðstírrtanum hafa bændur orðið að fara margs á mis, bæði hvað endurnýjun verkfæra viðvíkur, sem og nauð- synlegum umbótum heimila. . Vegna þeirra þjóða, sem lamaðar eru af völdum stríðs og yfirgangs, er það afar áríðandi, að bændur Sléttufélkjanna leggi margaukna áherzlu á framleiðslu matvæla en fram að þessu hefir gengist við; alt, sem þeir framleiða, er seljanlegt við góðu verði; ásigkomulagið í gamla heiminum er næsta viðsjárvert, og fram úr þeim vanda verða íbúar vesturálfunnar eða hins nýja heims að ráða. Nýsköpun sú, sem nú er í aðsigi vítt um heim, krefst samvinnu og fórnarlundar af allra hálfu, og þá ekki sízt af þeirra hálfu, sem það mikla hlutverk hafa að erja jörðina og fram- leiða nauðsynlegar vistir handa þeim mörgu miljónum, sem stríðið hefir gert ósjálfbjarga um hríð. Sunnudagsheimsókn að Gimli Þar sem aldraðir íslendingar lija í draumum og endurminn- ingum heima. Eftir ívar Guðmundsson Þeim Vestur-lslendingum fækkar óðum, sem telja sig út- laga í fjarlægu landi og þrá það eitt að komast heim aftur. Það mun hafa verið skoðun margra útflytjenda, að þeir hefðu farið nauðugir af Islandi, enda mun svo hafa verið í sumum tilfell- um. Þessir menn geta aldrei gleymt landi og þjóð. Það eru þeir, sem hafa verið styrkasta stoð þjóðrækninnar, og eru enn. En brátt verður skarð fyrir skildi í þessum efnum í Ameríku, því önnur og þriðia kynslóðin ffá landnemunum telur sig, og er, fyrst og fremst amerísk, þó ein- hver áhugi fyrir landi og tungu forfeðranna kunni að hafa geng- ið í erfðir. Að Gimli. Elliheimilið íslenzka, að Gimli við Winnipeg vatn, er reist þar sem Islendingar eiga mörg handtökin og margan svitadrop- ann. Þarna á ströndum Winni- pegvatnsins lenti stór íslensk- ur útflytjendahópur, 85 fjöl- skyldur, alls 285 sálir. fyrir nærri 70 árum, eða nánar til tekið þann 21. október, 1875. Hópur þessi hafði verið lengi á leiðinni og það var ekki að undra, að íslendingar skyldu nefrta staðinn Gimli. Þarna kusu íslendingar að reisa elliheimili sitt, og það er í orðsins fylstu merkingu Gimli aldraðra íslendinga. Á þessu snotra heimili dvelja nú 50—60 Islendingar, flestir komnir yfir sjötugt. Sumt af þessu fólki var flutt í reifum vestur yfir Atlantshaf, aðrir fóru stálpaðir, eða fullorðnir, af íslandi. En eitt er sameiginlegt með þeim öllum, konum og körlum. Island er efst í huga þess og ekki heyrist þar önnur tunga töluð en íslenzka. Harðger hópur. Þegar maður virðir fyrir sér hin veðurbörnu andlit, bognu bökin, kræklóttu hendurnar og vinnulúna svipinn, verða auð- skilin þau orð, sem W. D. Scott hafði um Vestur-íslendinga: “Erfiðleikar, sem verða á vegi mannanna, mana oft fram það besta, sem til er í þeim. Hvort sem þetta er skýringin á vel- gengni íslendinga eða ekki, þá er eitt víst, að framgangur þeirra hefir verið undraverður. íslend- ingar eru sér í flokki hvað snert- ir hæfni til að nema enska tungu. íslendingur, sem ekki kann orð í ensku þegar vorverkin hefjast, talar málið þannig, að varla má greina erlendan hreim, þegar að uppskerunni kemur að hausti. . .. Engin þjóð hefir jafn sterka löngun til að menta börn sín. Árangurinn er sá, að þegar tillit er tekið til mannfjölda, þá standa Islendingar framarlega í verzl- un, sérgreinum og stjórnmál- ,, ff um. Þetta er skrifað er íslending- ar höfðu verið búsettir í Canada í 30 ár. Já, það er vissulega harðger hópur, sem margt hefir reynt og þolað, er nú eyðir sínu æfi- kvöldi í ró og næði að elliheim- ilinu á Gimli. En undir hrjúfu hörundi og veðurbörðu hrærast heit íslenzk hjörtu. Þetta /fólk, sem hefir barist við náttúruöflin og sigrað, viknar þegar minst er á gamla landið, eða þegar gestur kemur að heiman. Þarna lifa all- ir í draumum og endurminning- um heima í íslenzkum dal. 79 ára ökuþór. Það var snemma á sunnudegi í byrjun júní, að Arinbjörn Bár- dal útfararstjóri hringdi til okk- ar í gistihúsið. “Hvað er þetta maður. Ertu ekki farinn að róta þér enn?” spurði þessi 79 ára unglingur, sem var nýkom- inn úr kynnisför til dóttur sinn- ar vestur á Kyrahafsströnd. Eg hafði stuttlega kynst Bár- dal og hélt, að eg myndi hafa í fullu tré við nær áttræðan mann. Hafði satt að segja dálitlar á- hyggjur af væntanlegri bílferð frá Winnipeg til Gimli, því þó vegir séu góðir og sléttir, þá þykir heppilegra að hafa aldur bílstjóra eitthvað lægri. En óttinn var ástæðulaus. Það var enginn skjálfti í höndum Bárdals og frár er hann, sem fálki. Eg komst síðar að því, að umferðarlögreglan hefir stund- um gætur á bíl Bárdals, ekki vegna þess, að tefji fyrir umferð- inni, heldur vegna hins, að hann á það til að spretta úr spori, eins og hann væri að hleypa gæðing á æskustöðvum sínum í Bárðardal. Þá er ekki hætta á, að það sæktu að manni leiðindi í bíln- um með Bárdal og frú hans. Arinbjörn Bárdal kann þá list, sem á íslandi er í heiðri höfð, frásagnarlistina og kryddar þá jafnan frásögnina með vísum, frumortum eða öðrum. Þegar við komum að Gimli, skemti Bárdal fólkinu með söng og frásögnum, tók dansspor við gamla fólkið eða kvað fyrir það rímur og kvæðaflokka. Vildu ekki ríkisstyrk. Elliheimilið að Gimli er reist og þv|í við haldið af íslend- ingum einum. Margir Vestur- íslendingar, sem haft hafa pen- ingaráð, hafa lagt fram fé til heimilisins. Fyrir nokkru bauð Manitoba- fylki heimilinu styrk, sem slík elliheimili þar í landi eiga rétt á samkvæmt landslögum. En íslendingar þáðu ekki styrkinn. Þeir ætla að standa straum af sínu Gimli á meðan þeir geta. Furðanlegt er hve gamla fólk ið er flest andlega heilbrigt og heldur góðum líkamskröftum. Af rúmlega 50 manns á heimilinu voru ekki nema tveir eða þrír, sem ekki höfðu fótavist. Þegar gesti frá Islandi ber að garði að Gimli, er spurt margra spurn- inga. Allir vilja heyra fréttir að heiman og síðan af ættingjum og vinum. Gamla fólkið kemur með myndir af ættingjum, til þess að vita hvort gesturinn þekki það heima. Þessir gömlu íslendingar láta sig miklu skifta tíðarfar, grassprettu og fénaðarhöld norð- ur á íslandi. “Hefir nokkuð heyrst um hafís nýlega?” — “Hvernig var vertíðin í vetur?” og þannig var spurt í þaula. Ást á átthögunum kemur fram í ýmsum myndum. Þingeyingar halda sér við sitt borð og vel fer á með Skagfirðingum einum saman. Það var mér yfirleitt síst til álitsauka, að eg skyldi vera fæddur og uppalinn í Reykjavík. Dróg eg þá ályktun af mörgu, sem fyrir kom, að ekki hefði Reykjavík verið í miklu áliti í sumum landshlutum fyrir 50— 60 árum. Aftur á móti hitti eg Suðurnesjakonu, sem fór með mig eins og hún ætti í mér hvert bein, er hún komst að því, að hún hafði verið kunnug langafa mín- um. Önnur kona, ættuð af Snæ- fellsnesi, vildi gefa konu minni alt lauslegt í herberginu sínu, er hún komst að því að hún hafði slitið barnsskóm sínum á sömu slóðum og afi konu minnar. Þannig eru böndin sterk við átthagana og gamla vini. Eng- um er gleymt. Innan veggja elliheimilisins að Gimli eru margar endurminning- ar geymdar og mikill fróðleikur fer í gröfina með því aldraða fólki, sem þar dvelur nú. En það er sómi þeim íslendingum, sem komu heimilinu upp, að þeir skuli hafa búið hinum öldruðu og lúnu íslendingum friðsælan stað á æfikvöldinu. Önnur kynslóðin. Fyrsta íslenzka kynslóðin í Ameríku — innflytjendurnir — eru íslendingar í húð og hár. Þeir geta aldrei orðið annað. Margir þeirra hafa ekki haft fyr- ir því að læra ensku og ekki þurft á því að halda. Um syni og dætur þessa fólks gegnir öðru máli. Önnur kyn- slóðin íslenzka hefir gengið í ameríska skóla og er amerísk að öllu leyti nema ætterni. En á heimilunum hefir þessari kyn- slóð verið kent að meta alt sem íslenzkt er. ísland er í augum þessarar kyn slóðár æfintýralandið mikla. Sem börn drukku þau í sig ást til alls, sem íslenzkt er, með móðurmjólkinni. Þetta fólk talar íslenzku, sumir ágætlega, eins og t. d. Björnson bræðurnir í Minneapolis, Grettir Johannsson ræðismaður og fleiri. Aðrir eru farnir að ryðga í málinu. Næst fréttunum frá gamla landinu þykir Vestur-Islendingum best að heyra hljómfallið í máli Is- lendingsins, sem kemur að heiman: “Það er svo hressandi að heyra hreiminn í íslenzkunni ykkar,” segja margir. “Það er frábrugðið okkar málróm og framburði.” Svörðuðu á íslenzku. Undantekningar eru frá því, að önnur og þriðja kynslóðin sé farin að ryðga í íslenzkunni. I afskektum héruðum er ein- ungis töluð íslenzka enn þann dag í dag og sterk hefir tungan verið í þorpinu þar sem nær einböngu bjuggu Ukrainumenn og íslendingar, þeir fyrr nefndu þó heldur í meiri hluta, en eftir nokkurn tíma var þar aðeins töluð íslenzka. Það er ekki langt síðan að ferðamaður kom vestur til Mikl- eyar og lagði af stað fótgangandi til að hitta mann, sem hann hafði kveðju til. Á leið sinni hitti hann tvo stálpaða drengi og spurði þá hvort þeir gætu vísað sér á heimili manns, sem hann Jtiltók. Gesturinn mælti á brezka tungu. Drengirnir gláptu á þenna ókunna mann, sem talaði hina annarlegu tungu, hvísluðust eitt- hvað á, en síðar mælti annar þeirra á máli forfeðra sinna. “Hann býr þarna handan við lækinn.” íslenzki flugkennarinn. Fjöldi manna hér heima kann- ast við nafn Konna Johannes- sonar flugkennara. Hann er Þing- eyingur að ætt, en hefir sjálfur aldrei komið til íslands. “Komst næst íslandi, er eg var á leið heim úr stríðinu 1919. Var þá í Skotlandi um tíma”, sagði hann við mig. Konni var einn af hinum frægu “Fálkum”, sem unnu íshocky á olympíu- leikunum í Belgíu 1920. I því liði voru nær allir af íslenzku bergi brotnir, eins og menn muna. Konni hefir kent mörgum ungum Islendingum fluglist og farnast það vel. Kona hans er íslenzk að ætt og íslenzk í anda. Hún leikur íslenzk lög á píanó og er henni nóg að heyra lag einu sinni leikið, til þess að hún leki það eftir eyranu. t Eg nefni Konna Johannesson og konu hans hér vegna þess, að eg kyntist þeim talsvert þessa fáu daga í Winnipeg, en eg gæti eins vel minst á Árna G. Eggertsson og konu hans, frú Maríu, sem kann flestar íslenzk- ar ljóðabækur utanað. Eða eg gæti minst á söngfólkið í ís- lenzku kirkjunum, sem harmar það mest, að það hefir ekki feng- ið tækifæri til að kynnast nýj- ustu íslenzku lögunum, til þess að æfa þau og syngja. Það eru vissulega sterk bönd sem enn binda Vestur-íslendinga við alt, sem íslenzkt er. En það þarf árvekni við, ef það á að halda þeim trygðaböndum jafn- sterkum og þau hafa verið.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.