Lögberg - 06.09.1945, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.09.1945, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER, 1945 3 Sendisveit íslands í Washington Eftir ívar Guðmundsson Húsið nr. 909 við 16. stræti N. W. í Washington D.C., lætur ekki mikið yfir sér í samanburði við aðrar stórbyggingar þar í grend- inni, eins og t. d. Statler gisti- húsið nýja. Sumum kann jafn- vel þykja það fornfálegt. í húsi þessu eru skrifstofur íslensku sendisveitarinnar í höfuðborg Bandaríkjanna og það er aðeins einn staður annar í þeirri borg, sem íslendingar vilja heldur koma ef þeir þurfa aðstoðar við og leiðbeininga, en það er heim- ili sendiherra hjónana, Thor Thors og frú Ágústu, en hið skemtilega og gestrisna heimili þeirra er við Massachusets Ave. Mikið starf sendisveitarinnar. Þeir fjöldamörgu Islendingar, sem komið hafa til Washington frá því að íslenzk sendisveit var sett þar á stofn og Thor Thors flutti þangað sem sendiherra, hafa allir borið íslensku sendi- herrahjónunum sömu söguna. Sendiherrahjónin virðast aldrei þreytast á því, að taka á móti íslenzkum ferðamönnum og veita þeim af frábærri rausn. Sendi- 'herrann og starfsfólk hans í sendisveitinn er jafnan boðið og búið að aðstoða ferðamenn og aldrei hefi eg heyrt að nokkur Islendingur hafi farið bónleiður út af þeirri skrifstofu. Hinsveg- ar hafa íslendingar, sem þarna hafa verið á ferð ekki ávalt sýnt nærgætni við starfsfólk sendisveitarinnar. Það kemur t. d. oft fyrir, að íslendingar hringja eða senda skeyti á síð- ustu stundu til að biðja um að- stoð við að fá inni í gistihúsi, en það hefir ekki verið auðvélt, að útvega herbergi í Washington undanfarin ár, þar sem jafnvel háttsettum embættismönnum er úthýst af gistihúsum vegna þrengsla. En fyrirgreiðsla og aðstoð við ferðafólk, þó tímafrekt sé, er ekki nema aukastarf hjá starfs- fólki sendisveitarinnar. — Skrif- stofan afgreiðir að meðaltali um 100 erindi á dag fyrir íslendinga og geta menn séð með hálfu auga hvert óhemju starf það er fyrir ekki fleira starfslið. I skrif- stofum sendisveitarinnar vinna, auk sendiherrans, tveir fulltrú- ar hans, Magnús V. Magnússon og Þórhallur Ásgeirsson og fjór- ar skrifstofustúlkur, Gústa Thor- steinsson, Erla Bjarnadóttir, Svava Vernhardsdóttir og Anna Vopni, sem er vestur-íslenzk að ætt. Vel valið starfsfólk. Thor Thors sendiherra hefir verið heppinn í vali starfsfólks síns. Það er sama hverskonar kvabb menn koma með, ávalt er leyst úr erindum manna með ánægju og allir virðast hafa tíma til að tala við og hjálpa þeim, sem koma. Þórhallur Asgeirsson (sonur Ásgeirs Ásgeirssonar banka- stjóra), er einn af þessum greið- viknu mönnum, serri ávalt hef- ir tíma og vilja til að greiða úr hvers manns vandræðum. Eg varð oft forviða á því hv^rju hann gat afkastað yfir daginn. Hann taldi ekki eftir sér að fylgja mönnum um bæinn, fara með þeim í banka hringja fyr- ir þá um allar trissur. — Það kemur sér vel, að Þórhallur er vel kunnugur í Washington. — Það er ekki of mikið sagt, að þessi ungi maður sé hvers manns hugljúfi, sem honum kynnist. Þórhallur stundaði nám við há- skólann í Minneapolis, Minn. Hann er kvæntur stúlku af norskum ættum og eiga þau hjón einn son. ' Magnús Magnússon sendisveit arritari er tiltölulega nýkominn til Washington. Eg fékk ekki tækifæri til að hitta hann nema Fluggarpurinn víðfrægi D. M. C. McKinley, sem getið hefir sér ódauðlegan orðstír fyrir hugkvæmni sína og áræði. einu sinni, því hann var í páska- leyfi er eg var í Washington í fyrra skiftið. En frá öðrum heyri eg að honum er borinn sami vitnisburðurinn, sem öðru starfs fólki áendisveitarinnar. Glæsilegir fulltrúar. Vinsældir Thor Thors sendi- herra og frúar hans eru löngu kunnar af frásögnum ferða- manna, sem sótt hafa þau hjón heim. En það mun varla hafa komið íslendingar til Washing- ton hin síðari ár, án þess, að hann hafi fengið tækifæri til að kynnast gestrisni og alúð sendi- herrahjónanna. Það er hressandi að hitta Thor Thors sendiherra og rabba við hann í góðu tómi um dagsins vandamál. Hann fylgist vel með öllum almennum málum heima, en kann auk þess skil á öllum helstu málum, sem. á baugi eru í alheimsstjórnmálum. Sendiherr- ann hefir óþrjótandi áhuga fyrir fréttum að heiman og hann spyr aðkomumanninn spjörunum úr, en margir hafa kotnist að því, iað hann veit meira en þeir, sem jafnvel eru nýkomnir að heim- an og hafa því, að því er virðist mætti, haft betri tækifæri til að kynna sér íslenzk málefni. Sendiherrahjónin eru glæsi- legir fulltrúar fyrir íslenzku þjóðina gagnvart embættismönn- um og fulltrúum érlendra ríkja í Washington. Varð eg greini- lega var við, að þau njóta bæði mikillra vinsælda og virðingar í höfuðborginni. Það var sama hvar maður kom, í stjórnarskrif- stofur eða t. d. í Blaðamanna- klúbbinn. — Allir könnuðust við Thor Thors sendiherra og báru virðingu fyrir þjóð hans fyrir þau kynni er þeir höfðu haft af honum. Eg minnist þess, að er eg kom fyrst í utanríkisráðuneytið í Washington, að það var nóg að nefna nafn sendiherrans til þess að allar dyr stæðu mér þar opn- ar. Það er ekki lítil virði fyrir smáþjóð, eins og Island, sem fá- ir þekkja, að eiga slíkan full- trúa og forsvarsmann. Mörg vandamál. Thor THors sendiherra hefir rækt af hendi mikið og stund- um erfitt starf. Vandamálin hafa verið mörg, sem borið hafa að höndum. En það hefir rætst úr þeim. Eitt dæmi af mörgum er það verk sendiherrans að fá Bandaríkjaflugherinn til að flytja farþega til Islands, þeg- ar við höfðum mist farþegaskip okkar og íslendingar, sem vildu og þurftu að komast heim voru innifrosnir í Ameríku, algjörlega vegalausir. Mörg önnur mál ætti minnast á, þó þetta eina hafi verið tekið af handahófi. Við íslendingar höfum litla reynslu í utanríkismálum. Það er svo stutt síðan við tókum þau mál í okkar hendur. Það er því meira virði fyrir okkur en met- ið verði með nokkrum orðum, að við skildum eiga völ á jafn á- gætum fulltrúa og Thor Thors er og starfsliði hans. v Mbl. 21. júlí. Vestur-íslendingum hér í hernum fœkkar óðum Ógleymanlegt að hafa dvalið hér. Segir Ragnar H. Ragnar lifsforingi. Margir af íslendingum þeim, sem búsettir voru í Vesturheimi fyrir styrjöldina og komu hingað til lands með ameríska hernum, eru nú ýmist farnir eða á förum héðan. Einn þessara manna er Ragn- ar H. Ragnar. Hann mun fara héðan innan fárra daga. Ragnar kom hingað 15. ágúst 1943 og hefir starfað hér síðan í öryggis- deild hersins. Hann er fæddur hér á landi, að Ljótsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu sonur Hjálmars Jónssonar bónda þar og konu hans Áslaugar Torfa dóttur. Síðastliðinn laugardag gekk -Ragnar að eiga unga stúlku. Sigríði Jónsdóttur frá Gautlönd- um í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún mun flytjast með manni sínum til Bandaríkjanna. Tíðindamaður Vísis hitti Ragn- ar að máli nýlega, og átti tal við hann um ýmislegt viðvíkj- andi dvöl hans hér og störfum fyrir herlið Bandaríkjanna. — Eg kom hingað heim, segir Ragnar, eftir að hafa dvalið 22 ár í Ameríku. Að koma hingað heim, eftir þessa löngu útivist, var í fyllsta máta óviðjafnan- legt. Við, sem svo lengi höfum verið fjarri í$landi, en erum af íslenzku bergi brotin, þráum fátt heitar en að komast heim til gamla landsins og hitta þar ætt- ingja og æskuvini. Eg varð ekki lítið undrandi yfir öllum þeim breytingum, sem höfðu orðið hér á öllum sköp- uðum hlutum, frá því að eg fór héðan, fyrir 22 árum. Vegir voru þá lítið byggðir og samgöngur yfirleitt heldur erfiðar. Nú bruna bifreiðar af nýjustu teg- undum um allt landið og flug- vélar flytja mann á nokkrum klukkustundum svo að segja hvert sem maður óskar sér. I öðrum efnum eru framfarirnar svipaðar. I mínum augum er það æfintýri, að svo fámenn þjóð skuli hafa áorkað öðru eins á svo stuttu tímabili. « Að vera íslendingur í hermannabúningi. — Fyrst eftir að eg kom hing- að, kom það einstaka sinnum fyrir, að það reyndist talsvert þvingandi, að vera íslendingur í hermannabúningi, hér í sínu eigin föðurlandi. Á þeim tíma var mikið um hermenn og að sjálfsögðu var fólki heldur illa við að láta sjá sig í einhverjum tengslum við “ástandið”. Sérstak- lega kom þetta fyrir, ef maður var boðinn á heimili til kunn- ingja sinna, og gestir voru þar fyrir, sem engin deili vissu á manni. En alltaf var mér þó heilsað vingjarnlega, og þegar það vitnaðist, að eg var íslend- ingur, voru þessi óþægindi öll á bak og burt. Að öllu samanlögðu, get eg í fyllstu einlægni sagt, að eg hefði ekki getað kosið mér meiri vinsemd, en eg hefi átt að mæta hér hvarvetna, og eg hefi eignast hér fjöldamarga vini þessi ár. Eg sakna að skilja við þá og mun alltaf minnast þeirra. Störf í þágu hersins. — Allan þann tíma, sem eg hefi dvalið hér á landi, hefi eg starfað í öryggisdeild hersins. Eg hefi kynnzt mörgum löndum mínum í sambandi við þetta starf mitt. Eg hefi, í sambandi við það, ferðazt mikið um landið og hitt menn að máli í fjölmörgum stöðum á landinu. Meðal annars . ferðaðist eg bæði um Austfirði og Vestfirði og sýslurnar Norð- anlands. Eg hafði ósegjanlega mikla á- nægju af þessum ferðalögum, og í sambandi við þau og starf mitt í öryggisdeildinni í heild, varð eg var við hversu íslendingar skildu vel nauðsynina á því að öryggi hersins væri sem mest. Þetta kom fram við fjölmörg tækifæri, og nægir í því sambandi að benda á, hversu Islendingar hafa oft og mörgum sinnum hjálpað mönnum úr hernum, ef þeir hafa verið nauðulega staddir, eins og til dæmis í sambandi við flug- slys og mörg önnur tilfelli. Jólaútvarp og tónlistarstarfsemi. — Starf mitt vestan hafs var eingöngu tónlistarstarfsemi. Starfaði eg að þeim málum í bygðum íslendinga, bæði í Cana- da og Bandaríkjunum. Um langt skeið átti eg heima í Winnipeg. Þar stjómaði eg meðal annars söngflokki íslendinga í borginni og kenndi auk þe3S á slaghörpu og önnur hljóðfæri. Síðustu árin áður en eg kom hingað heim, átti eg heima í byggðum íslend- inga í Norður-Dakota. Var starf mitt hið sama þar og meðan eg var meðal Íslendinga í Canada. Það tímabil, sem eg hefi verið hér heima, hefi eg átt þess kost, að halda þessari starfsemi minni áfram að nokkru leyti. Veturinn 1943 var útvarpað héðan dagskrá á jólunum, og meðal annara at- riða þar, var bæði söngur og hljóðfæraleikur. Annaðist eg undirbúning þess hluta dag- skrárinnar. Þessum dagskrárlið var útvarpað um allar stöðvar Bandaríkjanna, með endurvarpi frá stöðinni hér. Auk þess hefi eg annazt söngstjórn hjá blönd- uðum kór, er félag Þingeyinga hér í bænum hefir haft á sínum vegum. Var það mér óblandin ánægja, að eiga þess kost, að vinna með sveitungum mínum að þessum málum. Á förum vestur. — Eg mun aðeins vera hér stutt enn. Þegar vestur kemur, mun eg vera leystur frá herþjón- unst. Að því búnu fer eg til Is- lendingabygðanna í Norður-Dak ota, og mun heimili mitt verða þar fyrst.um sinn. Það er margt, sem hægt væri að segja um dvölina. hér, en eg er alls ekki að kveðja fyrir fullt og allt, heldur ætla eg að koma hingað ásamt konu minni, eftir eitt eða tvö ár aftur. Eg verð þó að segja, að eg kveð hér mína mörgu vini og kunningja víðs- vegar um landið með söknuði, en jafnframt með innilegu þakk- læti fyrir viðkynninguna. Eg vona, að mér eigi eftir að auðn- ast sú gleði, að hitta sem flesta þeirra aftur seinna meir, og að hagur þeirra og allra annarra ís- lendinga hér heima verði þá í engu lakari en hann er nú, segir Ragnar að lokum. Vísir 30. júlí. Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johann*«aon Phyaioian & Suryeon 215 RUBT STRBBT ««t MEDICAL arts bldo (Boint sulíur af B&nnlng) Tnkfrai S0 177 Sími 93 996 Heimiil: 108 Chataway e Slmi «1 023 Vlðtalatlmi 1—( e. h. DR. A. V. JOHNSON DentUt • 6 06 SOMERSET BLDO Thelephone 97 932 Home Telephone 202 398 Frá vini ” ! DR. ROBERT BLAGK Sérfræöing:ur 1 Augna, Eyrna, nef og hálssjúkdómum 416 Medical Arta Building, Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 9 3 851 Heimaslmi 42 154 Dr. E. JOHNSON 104 Evellne 8t. Selklrk Office hrs. 2.30—« P.M. Phone offlce 26. Ree. ÍÍ0 Office Phone Res. Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDQ. Offlce Houre: 4 p.m.—« p.m and by appolntment DRS. H. R. and H. W. TWEED Tonniceknor • 40« TORONTO QEN. TRC«Tí* BUILDINO «0f- Portatre Ave. og BnUUt Bt PHONE 96 952 WINNIPEO EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslmzkur lyfsaU POlk »etur pantaB meBul oi annaO meS pðatl. Fljðt afgrelSsla. A. S. BARDAL «43 SHERBROOK ST. Selur llkklntur og annast um öt- farlr. Allur ðtbúnaður >4 beatl Ennfremur eelur hann allekonar minnlavarSa ag legatelna. Skrlfatofu talslmi 27 324 Heimills talslmi 26 444 ^HONi 96 647 5 Legsíeinar aem skara framúr Crvals bl&grfti og Manitoba marmari Skrtfitf eftir verOskrd GILLIS QUARRIESa LTD 14 00 Spruce St. Sími 28 8tt Winnlpeg, Man. HALDOR HALDORSON J. J. SWANSON & CO. LIMTTED b VOPÍn gameis t a ri 108 AVENUE BLDO., WPO 23 Music and Art Building e Broadvray and Hargrave Faateignaaalar. Leigja höe. Ct- Winnipeg, Canada vega penlngalán og eldsftbyrgð blfreiðaAbyrgð, o. s. frv. Phone 9 3 055 Phone 97 B38 b LIST your property for sale with i ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND HOME SECURITIES LTD. EGGERTSON 468 MAIN ST. LSgfrætUnoar 109 Bank of Nova Scotla MAg. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Portage og Qarry St. Phónes Bus. 23 377 Res 39 433 Slmi 98 2*1 TELEPHONE 94 358 Blóm slundvíslega afgreldd H. J. PALMASON & CO. THt ROSERY m». Charterad Accowntants Stofnað lt0« 1101 McARTHUR BUILDINO WINNIPEQ, CANADA 4 27 Portage Ave. Síml 97 4ff Wlnnlpeg. Phone 49 469 Radlo Service Speciallsts GUNDRY PYMORE LTD. ELECTRONIC LABS. Brltlah Qusllty — Flsh Netthag «0 VICTORIA STREBT Phone 98 211 H. THORKELSON, Prop. v'lnnlpeg The most up-to-date Sound Manaeer, T. R. THORTALDBOJB Equipment System. íour patronage wlll be 13« OSBORNE ST., WINNIPEO i.ppreciated G. F. Jonasaon, Pres. h Man. Dlr Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Slml 95 2t7 Wholeeale Distributors of FRSSH AND FROZEN FISF CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Paoe, Manapino Diroota* Wholeaale Dlstributors of FVesh and Froaeh Fiah. Sll Chambers St. Office Phone 26 328 Rea Phone 73 91T. j MANITOBA FISHERIES WINNIPKO, MAN. T. Bercovitch. framkv.stl. Versla I heildnölu með nýjan og froaínn flsk. 101 OWENA ST. Skrlfatofuatml 16 366 Haimaalml 55 4«t — LOANS — At Rates Authorized by Small Loans Act, 1939. PEOPLES FINANCK CORP. IVTD. Licensed Lend-rs Established 1929 403 Time Bldg. Phone 31 43* Argue Brothers Ltd. Real Estate — Financial — and Insurance Lombard Building, Wlnnipeg J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291 II HAGB0RG II n fuel co. n • Dial 21 331 NaFíí) 21 331

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.