Lögberg - 06.09.1945, Blaðsíða 8

Lögberg - 06.09.1945, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER, 1945 Ur borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave., Mrs. E. S. Felsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. • í fyrri viku voru stödd hér í borginni ung og glæsileg hjón frá íslandi, þau hr. Jónas Halldórs- son, sá, er tvisvar sinnum var sundkappi Islands, og frú hans Rósa Gestsdóttir; þau hafa bæði síðan í haust stundað nám við ríkisháskólann í Iowa; þau Jónas og frú brugðu sér norður í Reykjavíkur bygðina við Mani- tobavatn í heimsókn til skyld- menna; frú Valgerðar Erlend- son, sem þar á heima, er móður- systir Jónasar; hjón þessi héldu suður aftur á sunnudagskvöldið, og ráðgerðu að verða þar áfram við nám eitthvað á annað ár. • Mr. S. J. Sigmar og frú, lögðu af stað á þriðjudaginn áleiðis til Vancouver ásamt Margréti dótt- ur þeirra, til þess að Vera við innsetningu Dr. Haraldar Sigmar forseta Kirkjufélagsins í embætti sem prests íslenzka safnaðarins þar í borginni á sunnudaginn kemur. Þau Mr. Sigmar, dóttir og frú, ráðgerðu að ferðast nokkuð um ströndina í heim- sókn til ættingja og vina, sem þar eru víða og margir; þau bjuggust við að koma heim aft- ur laust fyrir mánaðamót. • Jóhanna Elíasdóttir, sem nú er búsett hjá þeim Mr. og Mrs. Ingólfur Bjarnason á Gimli, varð 95 ára á sunnudaginn í vikunni sem leið; hún er fædd á Æsu- stöðum í Eyjafjarðarsýslu, en kom til þessa lands um síðast- liðin aldamót. Jóhanna nýtur enn ágætrar heilsu, að því und- anteknu, að hún misti sjónina fyrir tveimur árum eða svo; hún er stál minnug og fylgist óvenjú vel með því, sem er að gerast í heiminum, og nýtur þar góðs af útvarpinu eins og fleiri. Jó- hanna vann um tuttugu ára skeið hjá Rumford Laundry hér í borginni. • Frú Kristrún Sigmundson frá Arlington í Virginia ríki, sem dvalið hefir hér um slóðir síðan í byrjun ágústmánaðar síðastlið- ins, lagði af stað heimleiðis á föstudaginn var; í för með henni var ungfrú Svala Waage starfs- stúlka sendiherrahjónanna í Washington, þeirra Thor Thors og frú Águstu Thors, sem ný- lega eru komin til baka úr sumar dvöl á íslandi. Frú Kristín er systir Sveins Oddssonar prentara í þessari borg. • Heimsækið stúkuna Skuld á mánudagskvöldið kemur kl. 8 í Goodtemplarahúsinu; þar verður myndasýning og fleira til skemt- unar. Allir boðnir og velkomnir. Nefndin. • A meeting of the Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church Victor Street, will be held in the church parlors at two o’clock in the afternoon on Tuesday, Sept- ember llth. A dessert luncheon will be served. • Samskot í byggingarsjóð Bandalags Lúterskra Kvenna Mrs. Stefanía Sigurðsson, New York, $10.00, gefið í minningu um eiginmann hennar, Séra Jónas A. Sigurðsson. Meðtekið með þakklæti og samúð. Hólmfríður Danielson, 869 Garfield St., Winnipeg. • Gefið í stofnsjóð elliheimilis í Vancouver. Mr. og Mrs. John Phillyson $10.00, í minningu um gamlan kunningja, Mr. Jóhannes Lárus- son, dáinn 29. júlí 1945 í Van- couver. Frá ónefndri konu $10.00, Eg votta samúð og innilegt þakklæti. S. Eymundson, 1070 W Pender St., Vancouver, B.C. • Síðastliðinn sunnudag lézt á sjúkrahúsi hér í borginni, Þor- steinn rafvirki Vigfússon, sonur þeirra Mr. og Mrs. Víglundur Vigfússon, sem lengi bjuggu rausnarbúi í Churchbridge bygð- inni í Saskatchewan; hann var maður um fimtugt, vinsæll og vel metinn af samferðasveit sinni; útförin fór fram frá Bárdals síð- astliðinn miðvikudag undir for- ustu séra B. Theodore Sigurðs- son; auk aldurhniginna foreldra, lætur Þorsteinn eftir sig eina systur. Lögberg flytur ástmennum hins látna innilega samúð í hinni djúpu sorg þeirra. • Mr. Gunnar Guðmundsson fyrrum bóndi að Wynyard, Sask., en nú í Vancouver, dvelur hér í borg um þessar mundir. • Miss Guðrún Jóhannsson, skólahjúkrunarkona frá Saska- toon, sem dvalið hefir í borginni yfir skólafríið hjá föður sínum og stjúpmóður, þeim Mr. og Mrs. Gunnlaugur Jóhannsson, er ný- farin vestur til síns reglubundna starfs. Trúboði heimsótti fátækrahæli og hitti meðal annars konu, sem hann heilsaði og spurði nokkurra kurteisisspurninga. — Hvernig ertu til heilsunnar núna, auminginn? — Þakka þér fyrir, sagði kon- an, eg hefi svo margt, sem eg get verið þakklát fyrir. — Eg hefi nú til dæmis tvær tennur í munninum og þær eru meira að segja hver á móti annari. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja Séra Valdimar J. Eylands, prestur. Guðsþj ónustur: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. • Messa á Lundar 9. sept. n. k. kl. 2 e. h. Þessi messa verður helguð minningu, “listaskáldsins góða”, Jónasar Hallgrímssonar. Á ís- landi var hans minnst veglega bæði í kirkjum og annarsstaðar nú í vor, er hundrað ár voru liðin frá fæðingu hans. H. E. Johnson. • Guðsþjónustur við Church- bridge o. v. í sept.: Þann 9. Þingvallakirkju kl. 1 e. h. í Winnipegosis þ. 16. kl. 3 e. h. í Concordiakirkju þann 30. á vanalegum tíma. S. S. C. 0 Gimli prestakall. Að Árnesi, messa 9. þ. m. kl. 2 e. h. Að Gimli kl. 7. e. h. Skúli Sigurgeirson. Kaupendur á íslandi Þeir, sem eru eða vilja ger- ast kaupendur Lögbergs á tslandi snúi sér til hr. Björns Guðmundssonar, Reynimel 52, Reykjavík. Hann er gjald- keri í Grænmetisverzlun ríkisins. flmbassador Beauty Salon Nýtízku snyrtistofa Allar tegvndir aí Permanents íslenzka töluð á st. 257 Kennedy St. sunnan Portage Sími 92 716 S. H. JOHNSON, eigandi Tbe Swan Manufacturing C«. Manufacturers of SWAN WBATMBFt-gTRlP Winnipeg. Haildér Methu.saleins Sw&n Bigandi 281 Jamea Street Phone 22 641 Minniát BCTEL í erfðaskrám yðar — Hvað orsakaði sprenging- una heima hjá þér í gær? Gifti maðurinn: — Púður á jakkaerminni minni. • Þjónninn: — Má eg hjálpa yður með þessa súpu, herra minn? Sjómaðurinn: — Hjálpa mér, eg sé ekki að það þurfi neitt að hjálpa mér. Þjónninn: — Eftir hljóðinu að dæma, datt mér í hug, að það þyrfti kannske að draga yður að landi. — Hvað get eg gert til að gera hana hamingjusama? — Hætta að sniglast í kring- um hana á hverju kvöldi og leyfðu einhverjum öðrum ná- unga að taka við. • — Segðu honum það sjálfur, eg þekki manninn ekki neitt, svaraði dóttirin. MOST SUITS-COATS DRESSES “CELLOTONE” CLEANED 72c CASH AND CARRY FOR DRIVER PIIONE 37 261 PERTH’S 888 SARGENT AVE. HOME CARPET CLEANERS 603 WALL ST., WINNIPEG Vi8 hreinsum gólfteppi yðar svo þau lita út eins og þegar hau voru ný. — Ná aftur tétt- leika slnum og áferðarprýði. — Við gerum við Austurlanda- gðlfteppi á fullkomnasta hátt. Vörur viðskiptamanna trygð- ar að fullu. — Abyggilegt verk. Greið viðskipti. PHONE 33 955 — Segðu þessum náunga að hætta að faðma þig, sagði reið- ur faðir við dóttir sína, sem hafði boð heima hjá sér fyrir nokkra gesti. — Þú þorir ekki að mæta sannleikanum, hrópaði dómar- inn til ákærða. — Eg þarf aldrei að mæta sannléikanum. Sannleikurinn og eg höfum altaf sömu stefnu. • Eina leiðin til að tvöfalda pen- ingana sína er að brjóta þá sam- an og stinga þeirn í vasann. ,Tvær konur voru að rífast um það í járnbrautarklefa, hvort glugginn ætti að vera opinn eða lokaður. — Ef þessi gluggi er opinn, sagði önnur, þá fæ eg lungna- bólgu og dey. . — Ef þessi gluggi er ekki op- inn, sagði hin, þá kafna eg. Lestarstjórinn var í vandræð- um, en þá kom ráðagóður far- þegi til bjargar og sagði: — Þá skulum við fyrst opna gluggann. Þá deyr önnur. Síð- an skulum við loka honum. Þá deyr hin. Svo höfum við frið. NET TIL FELLINGAR Það fólk, sem kynni að vilja taka að sér net til fellingar, er vinsamlega beðið að snúa sér til KEYST0NE FISHERIES LIMITED SCOTT BLDG., WINNIPEG SÍMI 95 227 FLUTTIR TH0RGEIRS0N (0MPANY - Prenlarar Útgefendur O. S. Th. Almanak tilkynna hér með vinum og viðskiptamönnum, að þeir hafa flutt prentsmiðju sína, og að hið nýja prentaðsetur þeirra er 532 Agnes St. WINNIPEG, MANITOBA SÍMI 30 971 Tilvalin bókakaup Nýjar og notaðar skólabækur til sölu fyrir alla bekki (frá 1—12) við afar sanngjörnu verði. Einnig eru til sölu flestar nýjar bækur um frjálslynd efni; þær bækur fást einnig til útláns fyrir sanngjarna þóknun. TLE DETTEE CLE 548 ELLICE AVE. Milli Furby og Langside INGIBJÖRG SHEFLEY, eigandi This series of advertisements is taken from the booklet “Back to Civil Life,*’ published by and available on request to the Department of Veterans’ Affairs, Commercial Building, Winnipeg. Clip and file for reference. NO. 6 — WAR SERVICE GRATUITY (Continued) “Overseas Service” is defined in the Act as follows: “Any service involving duties required to be performed outside of the Western Hemisphere and including service involving duties required to be performed outside of Canada and the United States of America and the territorial waters thereof in aircraft, or anywhere in a sea-going ship of war.” “The Western Hemisphere” is defined in the Act as follows: “The continents of North and South America, the islands adjacent thereto aAd the territorial waters thereof including Newfoundland, Bermuda and the West Indies but excluding Greenland, Iceland and the Aleutian Islands.” This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD129 Hlustið a Garson FORSÆTISRÁÐHERRA Hlýðið á mikilvæga yfirlýsingu frá Hon. S. S. Garson, til fólksins í Manitoba. -CKY— Fimtudag Sept. 6 - 7:30 to 8 p.m Þessi mynd er af einum borgarhlutanum í Shanghai.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.