Lögberg - 18.10.1945, Side 3

Lögberg - 18.10.1945, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER, 1945. S Garðarshólmi í síðasta kafla sagði eg ykkur frá fyrsta norræna víkingnum, sem kom til íslands. Hann hét Naddóður og hann kallaði land- ið Snæland. Um sama leyti kom þangað sænskur maður, sem hét Garðar Svavarson. Hann vissi ekkert um ferðalag Naddóðs. Garðar var á ferð til Hebrides eyjanna. Hann lenti víst í óveðri eins og Naddóður og viltist líka norð- vestur í haf og kom til austur- strandar íslands. En hann sigldi ekki strax á burtu. Hann sigldi alt í kring um landið og fann, að það var eyja. Nú var orðið áliðið sumars; en á haustin og vetrum var hættulegt að sigla. Garðar ákvað að dvelja með félögum sínum í þessu nýfundna landi, yfir vet- urinn. Hann sigldi inn í stóran fjörð, sem hann nefndi Skjálf- anda. Við fjörðinn byggði hann hús, fyrsta hús, sem vitað er til, að þar hafi verið byggt. Síðan hefir þessi staður verið kallað- ur Húsavík. Næsta sumar sigldi Garðar heim. Hann sagði mönnum frá þessu nýja landi, sem hann hafði fundið langt norðvestur í Alt- antshafi. Hann hældi því mikið. Garðar hefir víst haft talsvert álit á sjálfum sér, því hann gaf þessari stóru eyju sitt eigið nafn og kallaði hana Garðarshólma. Þetta var þriðja nafnið, sem eyjunni var gefið. Munið þið hver hin nöfnin voru? Orðasafn. norrænn víkingur — Norse viking um sama leyti — about the same time sænskur — swedish ferðalag — voyage eins og — like líka — also haf — ocean austurströnd — east coast í kringum — around áliðið sumars — toward the end of summer haust — fall vetur — winter að ákveða — to decide að dvelja — to dwell félagar — companions nýfundið — newly discovered fjörður — fjord byggði — built staður — place Húsavík — Bay of Houses. hældi — praised álit — opinion Garðarshólmi — Gardar’s Is- land Dánarfregn Laugardaginn 3. marz 1945, andaðist á St. Joseph’s sjúkra- húsinu í Bellingham, dánumað- urinn Wilhjálmur J. Holm, rúm- lega 80 ára gamall. Wilhjálmur var fæddur þann 7. október árið 1864 að Kóreks- stöðum í Hjaltastaða þinghá í Norður-Múlasýslu. Foreldrar Wil hjálms voru þau merku hjón Jó- hannes Sveinsson og Soffía Wil- hjálimsdóttir frá Hjartarstöðum, hann ólst upp hjá foreldrum sínum og árið 1885 fluttist hann ásámt þeim vestur, um haf, sett- ust að í Lincoln County og dvaldi þar til ársins 1900 að hann fluttist til strandarinnar, keypti sér land skamt frá Blaine, Wash., að White Horn, og bjó þar til ársins 1938, að hann fluttist til bróður síns Gunnars sál. Holm í Marietta, Wash., og eftir dauða bróður síns bjó Wilhjálmur hjá ekkju bróður síns. Sæunni, þar til fáum dögum fyrir andlát hans að hann var fluttur á sjúkra húsið, þar sem hann dó. Wilhjálmur var gæða maður hinn mesti, hægur í lund og mjög dulur, hann var völ látinn af öllum sem hann þekktu, hann var greindur maður og vel les- inn, las og talaði enska tungu frábærilega vel, líka var hann vel sjálfstæður efnalega og var altaf gefandi en ekki þiggjandi. Kirkjulega var Wilhjálmur á- valt trur og sannur, hann starf- aði að þeim málum og styrkti fjárhagslega. Hann var jarðsunginn þriðju- daginn 6. marz frá útfararstofu Westford and Beck í Bellingham, að viðstöddum vörgum vinum og vandamönnum. Séra Guðm. P. Johnson jarðsöng. Dánarfregn Mánudaginn 9. apríl 1945, and- aðist á sjúkrahúsi í Bellingham, öldungurinn Job Sigurðsson frá Flatnefsstöðum í Vatnsnesi í Húnaþingi, Guðmundssoriar frá Geitastekk. Móðir Jobs var Magdalena Sigurðardóttir, Gíslasonar frá Katadal, í sömu sýslu. Job var fæddur þann 14. júlí árið 1855, hann ólst upp hjá for- eldrum sínum þar til hann var 22 ára að aldni, en það ár flutti hann vestur um haf, árið 1877, kom til Canada og nam land í Nýja íslandi, Man., og bjó þar nokkur ár, en flutti þaðan til Pembina County, nam þar land og bjó í allmörg ár. Siðan flutti hann til Mouse River og risti þar myndarbú, en árið 1940 fluttist hann til Bellingham en dvaldi að mestu leyti síðustu ár ævinnar hjá þeim góðu hjónum Mr. og Mrs. Sveinn Westfjörð, sem búa í nánd við Blaine, og kunni Job þar sínum hag hið allra bezta. Job var tvígiftur, hans fyrri kona hét Þórunn Jónsdóttir, var hjónaband þeirra stutt, því hún dó á unga aldri. Árið 1895 gekk hann að eiga (Frh. á bls. 4) _ BÆNDUR o g J&Á VINNUMENN ÞEIRRA HEIMKOMNIR HERMENN S-STRIÐSIÐJUMENN w ATVINNU VIÐ SKÓGARHÖGG, HESTAKEYRSLU, BYGGINGU DVALARSTAÐA, KEYRSLU FLUTNINGA- BÍLA, OG DRÁTTARVÉLA, JÁRNSMÍÐI, MATSELD OG FLEIRA. í SKÖGUNUM í vetur og HÖGGVIÐ við til PAPPlRS GERÐAR........... Hér er úr miklu að velja við skógarhögg fyrir pappírsgerðariðnaðinn. Heimkomnir hermenn og slríðsiðjumenn! Eyðið ekki sparifé yðar, heldur fáið yður skógarvinnu í velur; atvinna bíður þarna manna með æfingu. Formenn og aðrir sérfræðingar veita þeim tilsögn, sem ó- vanir eru. Þér munuð sannfærast um það, að gott kaup sé greitt og gott fæði framreitt í vinnu- stöðvum þessum. Bændur og vinnumenn gela aflað á þenna hátt góðra tekna á milli árslíða. Fáið yður atvinnu GOTT FÆÐI GOTT KAUP - GÓÐ AÐBUÐ GÖÐ TÆKIFŒRI við skógarhögg í vetur. í sumum tilfellum get- um vér einnig notað hesla yðar. Leitið upplýs- inga. Sækið um vinnu NÚ - Á næstu ráðningastofu eða hjá umboðsmanni landbúnaðar ráðuneytis fylkis yðar, eða hjá Farm Production Committee í ná- grenni yðar. y Þér getið ráðið yður hjá hvaða umboðsmanni fyrir pappírsiðnaðinn, sem er, ef hann er viður- kendur af Nalional Employment Service. Best er að fara aftur til yðar fyrri húsbænda. Approved: A. MacNAMARA, Deputy Minister of Labor. THE PULP AND PAPER INDUSTRY OF CANADA • '» . • »*. ; V' -V’ '-« & '■ * -f' Business and Professional Cards DR. A. BLONDAL Phyaioian & Surgeon «0 2 MEDICXL, ARTS BLDO. Slml 93 996 HelmiU: 108 Chataway Slmi 61 023 Dr. S. J. Johannes«on 215 RUBT STREBT (Beint suöur af Biinnln*) Talelmi 30 87 7 • VlBtalatlml 8—* •• fc. DR. A. V. JOHNSON Dr. E. JOHNSON . Dentist 304 Eveltne St. Selklrk • 10« SOMERSBT BLDQ. Thelephone 97 932 Home Telephone 202 398 Office hrs. 2.30—« P.M. Phone office 26. Ree. 1S0 Öffice Phone Res. Pho»»* 94 762 72 40» Frá vini Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDO. Ofílce Hours: 4 p.m.—* p ta and by appointment DR. ROBERT BLACK Sérfr»81ngur 1 Augna, Eyrna, nef og hiUaajúkdémum DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 416 Medlcal Árta Buildlng, Graham and Kennedy St. Skrlfstofuslml 93 851 Helmaslml 42 154 • 406 TORONTO QEN TRCWIT* BUILDINO Cor Portage Ave. og Smlth 3t PHONE 96 952 WINNIPBO EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenxkur Ij/fsaU 1 Dr. J. A. Hillsman SURGEON FAlk getur pantaO meSul og annað * me8 pðstl. Fljðt afgrelBsla. 308 Medical Arts Bldg. PHONE 97 329 A. S. BARDAL 141 SHERBROOK ST. Seiur llkklstur og annast um *t- farlr, AlTur ötb’dnaður sft heatl Ennfremur aeíur hann allakonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talslmi 26 444 Lagstelnar ■em skara framúr ÚrvaJs blégrýti og Manltoba marmarl BkrtfiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 Spruce St. Slmi II ••» Wlnnipeg, M&n. HALDOR HALDORSON bygQÍn gameis tari 23 Music and Art Bullding Broadway and Hargnave Winnipeg, Canada Phone »8 055 J. J. SWANSQN & CO, LIMITED 301 AVENUE BLDQ., WPO • Eastelgnasalar. Leigja hös. Ot- vega penlngalán og eldsábyrg®. blfreiBaAbyrgð, o. s. frv. Phone 97 6 38 INSURE your property wlth V. HOME SECURITIES LTD. 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 ANDREWS. ANDREW* THORVALDSON AND ÉGGERTSON LOgfrœOingar 309 Bank of Nova Scotla. Portage og Gftrry 8t- 8Imi 38 3»1 —< TELEPHONE 94 358 Blóm stundvíslega afgretdd H. J. PALMASON & CO. THt ROSERY ltd. StofnaO 1303 427 Portage Ave. Slml 37 43» Wlnnlpeg. Chartered Aeoountants 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEQ, CANADA Phone 49 469 Radio Servlce Speclallsta GUNDRY PYMORELTD. ELEGTRONIO Britinh Quallty — Fiah Netthng 30 VICTORIA STRBHT LÁBS. Phone 98 211 H. THORKELSON, Prop. Wlnnipeg Th® mœt up-to-date Sound Uanaoer. T. R. THORTALDKOU Equlpment Syitem. Tour patronage wili ba 1M OSBORNB 8T., WINNIPEO ipprecl&ted Q. F. Jenaaaon, Pre«. A Man. Dlr. CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. Keystone Fisheriee f. B. T*OS, Managtng Dtraotm Limited Wholesale Distrlhutors ct 404 Scott Block Slml 95 237 Fresh and Frosen Flsh. U1 Chambera St. WholasaU DUtributors of Office Phone 26 328 THKBB ABD FROZBH PlBIÍ Rea Phone 73 »17. MANITOBA FISHERIES — LOANS — WINNIPEO, MAN At Rates Authorized by T. Beroovttoh. frawikv.stf. Small Loane Act, 1»39. Verila I heildaölu með nfjan og froainn fisk. PEOPLES FINANCE CORP. LTD. 303 OWENA ST. Llcensed Lend^rs Skrtfatofusíml 26 161 Established 19 29 Heim&sfml (5 463 408 Time Bldg. Phone Í1 48« Argue Brothers Ltd. ff HAGB0RG II n FUEL CO. n Real Estate — Financlal — and Insurance Lombard Building, Wlnnlpeg • J. DAVIDSON, Rep. Phone 97 291 Dial 21 331 NaFlí) 21 331

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.