Lögberg - 18.10.1945, Síða 4

Lögberg - 18.10.1945, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER, 1945. f-----------Xögfaerg----------------------i t Qefl!5 út hvern fimtudag af j THE COLUMBIA PRESS. LIMITED j 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba I Utanáskrift ritstjórans: j j BDITOR LÖGBERG, J I 69 5 Sargent Ave-» Winnipeg# Man ‘ Editor: EINAR P. JÓNSSON j Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram j * The "Lögberg” is printed and published b» { { The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue j , Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 ■luiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiuiuiiuiuiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiuii Hreinar línur dregnar uu;'iiili;ii!i;iiiiiiiiiiiii::;;;:;ir::;i:;:i;:,li;:;':;:;.i;'.i:: .■ ,u;;;.;;:i;:iíí r.; í;bi:;, Það lék í rauninni aldrei á tvennum tungum, hvernig línur yrði dregnar í kosningum þeim til fylkisþings, sem fram fóru í Manitoba s. 1. mánudag; kjósendur áttu ekki annaifi úrkosta, eins og ástatt var, en að fylkja sér um sam- vinnustjórnina og þá frambjóðendur, er hún hafði í kjöri; enginn annar flokkur en sam- vinnuflokkurinn, hafði þá stefnuskrá, er nokk- uð væri byggjandi á; kjósendum var það auð- sjáanlega ljóst, að langt of mikið væri í húfi til þess að teflt yrði í tvísýnu um forustu þeirra mála innan vébanda fylkisins, sem mest kalla að, og mest átök þarf til þess að leysa; og þeir hafa að vorri hyggju, stigið viturlegt spor með því að endurkjósa ábyrga stjórn, með raunhæfa reynslu að baki. C.C.F.-liðar sóttu áminsta kosningu, að minsta kosti á yfirborðinu, af geisilegu kappi; þeir beittu fyrir sig öllum þeim aðf-luttu stjórnmála- vörum, er þeir gátu hönd á fest; bæði frá Ottawa °g Regina; þeir Stanley Knowles, og Douglas forsætisráðherra frá Saskatchewan, lýsþu bless- un yfir hinum pólitísku trúbræðrum sínum um fylkið þvert og endilangt, en alt kom fyrir ekki; fólkið dauðheyrðist við fortölum þeirra^ og jafnvel gaf sumsstaðar ótvírætt í skyn, að það væri ekki upp á neina aðsljotaprédikara komið; það hafði gaman af að hlusta á Mr. Douglas og sótti vel hina pólitísku trúboðsfundi hans, en það var engu að síður staðráðið í því, að fara sínu fram, og kjósa þá menn eina á þing, er það af eigin reynd þekkti að drengskap og festu, án utanaðkomandi áhrifa; var slíkt þakkar vert, og vitnar um vaxandi stjórnmálaþroska. Persónusigur Mr. Garsons, er gagnmerkur um margt; grunnhugsaður, og í mörgum tilfellum óvenju lítilmótlegur áróður gegn honum og ráðu neyti hans, gekk honum hvarvetna í vil; eigi að- eins var Garson endurkosinn í kjördæmi sínu með feikna afli atkvæða, heldur voru og ráð- gjafar hans allir endurkosnir líka; nú hefir Mr. Garson fengið endurnýjað umboð af hálfu kjósenda til þess að hrinda í framkvæmd þeirri umfangsmikiu nýsköpun, sem þegar er hafin, svo sem raflýsingu til sveita lagningu nýrra bílvega, endurskipun heilbrigðismálanna og víðtækum umbótum á menntamálakerfi fylkis- ins; alt eru þetta mál, sem þannig eru vaxin, að óhjákvæmilegt er að þau hafi djúptæk áhrif á velfarnan, fylkisbúa í heild sinni, verði þeim röggsamlega framfylgt, sem naumast þarf að draga í efa. I áminstum kosningum hafa hinar pólitísku línur verið það skýrt dregnar, að enginn gengur að því gruflandi hvar ábyrgðin hvíli, og er það vel; samvinnustjórnin ræður lofum og lögum á þingi yfir næsta kjörtímabil; vegna hins yfir- gnæfandi þingfylgis síns, verður hún að öllu ábyrg um málaforustuna næstu fimm árin; og standist hún með sæmd þá eldraun, sem for- usta eftirstríðsmálanna óumflýjanlega hefir í för með sér, mun hún hljóta að launum sam- stilt þakklæti fólksins, er þetta fagra og frjó- sama fylki byggir. Þegar þessar línur eru ritaðar, er enn eigi að fullu kunnugt um hin pólitísku afdrif ís- lendinganna itveggja, þeirra Paul Bardals og G. S. Thorvaldsonar, er endurkosningar leituðu í Winnipeg; á hinn bóginn er það sýnt, að Dr. S. O. Thompson, er bauð sig fram undir merkjum samvinnustjórnarinnar í Gimli, og Chris Hall- dórsson, er kosningar leitaði undir sama fána í St. George, unnu hvor um sig glæsilegan kosn- ingasigur: þeir eru báðir mikiihæfir menn, er reynast munu liðtækir á þingi og kjördæmum sínum hollráðir fulltrúar, auk þess sem þeir hækka hróður íslenzka mannfélagsins á þessum slóðum. Lögberg fagnar yfir kosningasigri þessara tveggja, ágætu manna, og óskar þeim giftu- samlegrar framtíðar í hinum nýja og ábyrgðar- mikla verkahring þeirra. Rithöfundur í heimsókn Guðmundur Daníelsson rithöfundur, frá Gutt- ormshaga, er um þessar mundir á ferðalagi vestan hafs, sérstaklega með það fyrir augum að kynna sér bókmenntir og menningu í Banda- ríkjunum, og var honum veittur styrkur ti'l þeirrar farar af hálfu Menntamálaráðs íslands. Hann er einnig “Honorary Fellow” mennta- stofnunarinnar The American-Scandinavian Foundation, en sá merki félagsskapur vinnur, eins og kunnugt er, að menningarlegum sam- skiptum milli Bandaríkjanna og Norðurlanda. Ennfremur ritar Guðmundur greinar fyrir dag- blaðið “Vísir” meðan hann er á þessari ferð sinni. Jafnframt er hann að viða að sér efni í bók, sem hann ætlar að skrifa um Ameríku og ferðalag sitt. Hann kom frá íslandi flugleiðis til New York 4. júlí s. 1., og dvaldi síðan tvo mánuði við nám þar í borg, en heimsótti einnig á þeim tíma ýmsar menntastofnanir, svo sem Cornell háskól- ann í Ithaca og kennaraskóla New York ríkis í Plattsburg. Að lokinni dvöl sinni í New York ríki, lagði Guðmundur af stað í langt ferðalag um Banda- ríkin og lá leið hans meðal annars um þessar borgir og ríki: Washington, D.C.; Charlette, North Carlina; Jaoksonville og Pensacola, Flor- ida; New Orleans, Louisiana; E1 Paso, Texas; Lon Angeles, San Francisco og Berkeley, Calif.; Salt Lake City, Utah, og síðan austur á bóginn til Grand Forks, N.-Dak., með viðdvöl í Butte, Montana, og Fargo, N.-Dak. Hann átti einnig nokkra dvöl, og sumsstaðar dögum saman, í borgum þeim, sem fyr voru nefndar, kynnti sér þar atvinnuvegi, menningarháttu og mennta- stofnanir. Á ferðum sínum lætur Guðmundur sér einnig sérstaklega um það hugað að heimsækja landa sína vestan hafs og kynnast sögu þeirra, starfi og þjóðræknisviðleitni. Náði hann sambandi við allmarga þeirra á Kyrrahafsströndinni og í Utah, og síðan hann kom til Grand Forks, þar - sem hann hefir dvalið um vikutíma, hefir hann heimsótt íslenzku byggðirnar í Pembinahéraði, og hefir hug á að koma þapgað aftur í austur- leiðinni, ef ferðaáætlun hans leyfir. Hann er nú á förum til Winnipeg og ætlar einnig að heimsækja byggðir Islendinga í Manitoba, eftir því sem tími vinst til. Að því búnu heldur hann aftur áleiðis til New York, með stuttri viðdvöl í Minneapolis, Chicago, Detroit og Niagara Falls. Heim til íslands gerir hann ráð fyrir að fara seint í nóvember mánuði. • Guðmundur Daníelsson, sem þegar á sér að I baki langan rithöfundarferil og orðinn er einn af kunnustu rithöfundum íslenzku þjóðarinnar, að minnsta kosti heima fyrir, er þó aðeins 35 ára gamall, fæddur að Guttormshaga í Rangár- vallasýslu 4. október 1910. Hann stundaði nám í Laugarvaitnsskóla 1930—32 og síðan í Kenn- araskóla íslands og lauk þar kennaraprófi 1934. Varð þá farkennari í Vesturhópi næstu þrjú ár- . in, þvínæst barnaskólastjóri á Suðureyri í Súg- andafirði 1938—43, en hefir síðan verið kennari á Eyrarbakka. Árið 1936 ferðaðist hann til Norð- urlanda, Þýzkalands og Skotlands. Guðmundur hóf rithöfundarstarfsemi sína með ljóðasafninu “Eg heilsa þér” (1933), þá aðeins rúmlega tvítugur, sem hlaut ágæta dóma. Síðan hefir hver skáldsagan rekið aðra frá hans hendi: “Bræðurnir í Grashaga” (1935), “Ilmur daganna” (1936), “Gegnum listigarðinn” (1938), “Á bökkum Bolafljóts” (1940), “Af jörðu ertu kominn” (Eldur, 1941), “Sandur” (1942), “Land- ið handan landsins” (1944), og smásagnasafnið “Heldri menn á húsgangi” (1944). Á þessu hausti koma út eftir hann ljóðabókin “Kveðið á glugga” og leikritið “Það fannst gull í dalnum”. Það er því auðsætt, að Guðmundur Daníels- son er bæðí óvenjulega afkastamikill rithöf- undur og ritverk hans fjölbreytt að sama skapi, því að hann hefir lagt gjörva hönd á skáldsagna- gerð, smásagna- og Ijóðagerð; og gerist nú auk þess leikritaskáld. Mest er þó um það vert, að honum hefir stöðugt verið að vaxa fiskur um hrygg í ritlistinni, og þá sérstaklega skáldsagna- gerðinni, sem hann hefir lagt mesta stund á, bæði með tilliti til efnismeðferðar, þróttmikils stíls og skapgerðalýsinga. Mest kveður þó enn sem komið er að hinum mikla sagnabálki hans, sem hófst með sögunni “Að jörðu ertu kominn” og lauk með “Landið handan landsins”. Er hér um merkilegt og fjölþætt skáldrit að ræða, sem engin skil verða gerð í stuttri fréttagrein; hins- vegar hefir sá, er þetta ritar, hugsað sér að taka það til sérstakrar meðferðar síðar. Tilgangurinn með greinarkorni þessu var einnig aðeins sá að draga athygli íslendinga vestan hafs að ferðalagi Guðmundar og rithöf- undarstarfi hans, en best kynnast menn honum að sjálfsögðu með því að lesa bækur hans. Á hitt verður eigi of mikil áherzla lögð, hvert gagn menningarsambandinu við heimaþjóðina er að komu slíkra fulltrúa hennar, enda eru gagnkvæmar heimsóknir manna og kvenna af beggja hálfu meginþáttur til viðhalds frænd- semi- og menningartengslunum. Richard Beck. Samstilt orka Með ári hverju, er oss sagt, að íslenzkan, og allt sem íslenzkt er, sé á hverfandi hveli á meðal vor. Færri og færri sem skilja og tala íslenzku, og óðum fari þeim fækkandi, sem kaupi og lesi íslenzku blöðin. Þessar raddir láta stundum svo hátt og illa í eyrum, að þær valda manni ónotum og ógeði, eru eins og hjáróma raddir, sem með illu heilli troða sér fram til þess, að sundra, skemma og eyðileggja. Eins og allt sem ilt er vinna þessar raddir mikið á með því, að valda deyfð og á- hugaleysi hjá oss Islendingum gagnvart íslenzkunni og viðhaldi hennar. Þrátt fyrir þetta, heyrast aðr- ar raddir, háværar, hrópandi og eggjandi um viðhald og þekk- ingu íslenzkunnar og því, sem dýrmætast er í sögu og frelsis- baráttu íslenzku þjóðarinnar. Svo háværar eru þessar raddir stundum, að mörgum finnst, að öfgar og fjarstæða leiki þar laus- um hala. Um það geta verið deildar skoðanir. En um hitt eru ekki deildar skoðanir, að and- stæður vekja líka áhuga og kapp fyrir því, sem barist er fyrir. Þar af leiðandi er ótrú sú, sem hreif- ir sér hjá svo mörgum á við- haldi íslenzkunnar, því vald- andi, að áhuginn og orkan eykst hjá sumum og krefur menn og konur til átaka og framkvæmda um viðhald íslenzkrar tungu og íslenzkra málefna. Enda ekki gott að mótmæla því, með rök- um, að síðari árin hefir út- breiðsla á íslenzkunámi aukist stórum, meðal enskra og inn- fæddra af íslenzkum ættum. Þrátt fyrir þá þeim fækki, sem telja íslenzkuna sitt móðurmál. Og hvað sem hver segir, þá er það víst, að íslenzkan er ódauð- legt mál. Hún á svo sterkar ræt- ur bæði sem einstaklings og þjóð- armál og er stofn að svo mörg- um tungumálum, að heimsmenn- iragin getur ekki verið án henn- ar. * Vissulega ætti það því, að vera hvöt til allra íslenzkra for- eldra, sem vilja menta börn sín vel, að hafa þetta bak við eyrað á þessari miklu vísindá og fram- fara öld. Það er gróði fyrir einstakling- inn, að kunna fleiri en eitt, tvö og þrjú tungumál, því ungling- urinn á hægra með að velja sér trygga lífsstöðu, eftir því . sem þekking hans er meiri og víð- tækari, sem hún að sjálfsögðu verður með því, að kunna mörg tungumál og kynnast sögu og háttum ýmsra þjóða. Það er enginn ávinningur í því, að hrópa íslenzkuna niður. Látum framtíðina sjálfráða skera úr því, hvað íslenzkan lifir hér lengi. En höldum oss við efnið. Gerum okkar besta, sameigin- lega til þess, að börn og ung- lingar vorir fái sem víðtækasta og traustasta undirstöðu fyrir lífið, með því, að hvetja þá til íslenzkunáms og þekkingar á sögu, starfi, bókmenntum og lífs- baráttu íslenzku þjóðarinnar. Og þegar þau svo vitkast og þrosk- ast í víðsýninu, mun það sann- ast, að þau eiga fegurri framtíð í vændum en oss getur dreymt um. Og mig grunar, að íslenzk- an geti átt í því góðan þátt. Og þegar þann veg er stefnt, er eng- in hætta á, að íslenzkan sé á hverfanda hveli. Laugardagsskóli Þjóðræknis- félagsins, lætur ekki mikið yfir sér. Hann gefur ofurlitla undir- stöðu tfl íslenzkunáms. Það er ekki von á stórum afrekum á svipstundu, með klukkutíma námi á viku. En þrátt fyrir þótt það sýnist lítið vera og þýðing- arlaust í latra eyrum og trú- lausra sinni, þá getur þar vaxið upp angi, sem aldrei deyr, og enginn getur um sagt hverju getur áorkað í framtíðinni. Engin tilraun er til einskis. Og Minningarorð Guðjón (William) Johnson Það hefir dregist úr hömlu, að eg minntist góðkunningja míns, Guðjóns (Williams) Johnson, er safnaðist til feðra sinna síðla síðastliðinn vetur; hafa látlausar annir valdið þar mestu um, að svo langur dráttur varð á þessu, og skal nú leitast við, að úr verði að nokkru bætt. Guðjón var einn þeirra manna, er maður ógjarna gleymir, og bar til þess margt; hann var fríður sýnum, kvikur í spori meðan hann enn hélt heilsu, glaðvær og skemtinn í vinahóp,. og itrúaður á fegurð lífsins; eg kyntist honum og tveimur dætr- um hans, skömmu eftir að eg kom af íslandi, og varð okkur brátt vel til vina; smátt og smátt kynt- ist eg allri fjölskyldunni, og dáði það samræmi, er innan vébanda hennar ríkti; yfir heimilinu hvíldi kærleiksandi hinnar feg- urstu samúðar. Guðjón Johnson var í heim þenna borinn þann 1. dag ágúst- mánaðar, árið 1867 að Hjarðar- felli í Snæfellsnessýslu; voru foreldrar hans þau Jón Jónsson og kona hans Vilborg Guðmunds- dóttir, er þar bjuggu myndarlegu búi; kom fjölskyldan vestur urn haf árið 1883 og settist að í Win- nipeg; þau Jón frá Hjarðarfelli og Vilborg, eignuðust 15 börn; af þeim eru nú þrjú á lífi, Krist- ján, húsgagnafóðrari, Kristín, kona J. J. Swanson fésýslumanns, og Alexander, skrifstofumaður í þj ónustu sambandsstj órnarinnar. Þann 9. október árið 1886 kvæntist Guðjón, og gekk að eiga Oddnýju, dóttur þeirra Einars Þórarinssonar og Sigríðar Oddsdóttur frá Skógum í Axar- firði, 'hina mestu sæmdar og ágætiskonu; eignuðust þau margt mannvænlegra barna; af þeim dóu fjögur á unga aldri; hin, sem lifa föður sinn, eru þessi: Nellie, (Mrs. P. Thorlakson): Minnie, (Mrs. Paul Sveinson); Lincoln Guðjón, kvæntur söngkonunni góðkunnu, Pearl Thorolfson- Johnson; Einar Jónínu Olson; Leo, kvæntur Helgi Elmer, kvæntur Gladys Palmer af ensk- um ættum; enn í herþjónustu; Eileen, gift E. G. Pridham banka- stjóra, og Pauline, gift Magnúsi Johnson verkfræðingi. Minnie, dóttir þeirra Guðjóns og Oddnýjar, misti mann sinn, Paul Sveinson, frá kornungum syni, Lincoln Paul að nafni, flutt- ist hann þegar, að föður sínum látnum, ásamt móður sinni, til afa og ömmu, og ólst þar upp við mikið ástríki; hann er nú fyrir nokkru kominn heim úr herþjón- ustu, og stundar lyfjafræðinám við Manitobaháskólann. Auk ekkju sinnar og áminstra barna, lætur Guðjón eftir sig tólf barnabörn og þrjú barnabama- börn; en þau eru börn Dr. Aldísar og Dr. R. Wengel. Mestan hluta starfsæfi sinnar í þessari borg, vann Guðjón að húsasmíðum fyrir eigin reikning og farnaðist vel; hann var list- rænn maður, og hafði mikið yndi af hljómlist og íþróttum; hann var hverjum manni háttprúðari og ábyggilegur vina sinna; hinn síðasta tug æfinnar, var Guðjón bilaður allmjög á heilsu; aldrei heyrði eg það á mæli hans að- nokkuð væri að, og kannske var líka ekkert að, því leyndardómar lífsins liggja ekki ávalt á yfir- borðinu; við hittumst á hverjum degi í ein sex eða sjö ár; vorum næstu nágrannar í Acadia-bygg- ingunni á Victor Street; nú er hann horfinn úr hinu jarðneska nágrenni við okkur hjónin; við söknum hans bæði, það er ávalt saknaðarefni, að verða viðskila við skemmtilega samferðamenn, því ekkert alveg hliðstætt, fær maður í staðinn; vitaskuld er þó söknuðurinn dýpstur'hjá sifja- liði þess, er kveður eftir langa og ástúðlega samverutíð, þó margt komi þar einnig til bug- léttis, svo sem eilífðajrvonin og fullvissan um ótruflaðan, ævar- andi frið. Guðjón frá Hjarðarfelli var gæfumaður; hann naut langrar og ástríkrar sambúðar úrvals konu, eignaðisit mannvænleg og drenglynd börn; og þegar heils- an bilaði og halla tók undan fæti, var hann borinn á örmum ást- menna sinna, og í faðmi þeirra, seig honum hinzti blundur á brá, þann 26. marz í vetur, sem leið. Útför Guðjóns fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju þann 28. marz, að viðstaddri fjölmennri fylkiragu samferðamanna og vina. Sóknarpresturinn, séra V. J. Eylands, flutti hin hinztu kveðjumál. E. P. J. eru aðeins bókstafir og sundur- laust fleypur ósamstiltra einstakl iraga, fráskilda sameignar orku til átaks og vilja. Tækni nútímans er eftirtekta- verð. Síðustu ár hafa sýnt fram á og sannað, hve blöndun ýmsra efna leiðir af sér mikinn kraft. — Allur sá kraftur er að ein- hverju leyti í oss öllum. Við að- eins rkunnum ekki að færa oss hann í nyt. Með því að vinna saman, styðja annars áhugamál, eflum við okk- ar eigin áhugamál og treystum strenginn að áhugamálum yngri kynslóðarinnar í framtíðinni. Davíð Björnsson. Dánarfregn (Frh. af bls. 3) Valgerði Þorsteinsdóttir Sig- urðssonar, Þorsteinssonar, Gríms sonar frá Fjöllum, og er hún nú líka dáin fyrir mörgum árum síðan. Nánustu skyldmenni, sem lifa Job er einn sonur hans frá fyrra ekkert er ómögulegt. Þau orðhjónabandi, Jóhann, búsettur að Gimli, Man., og ein dóttir frá seinna hjónabandi, Magdalina Ingibjörg, nú Mrs. Thornton, bú- sett að Regina, Sask. Einnig lifa hann tveir stjúpsynir, S. K. Björnsson, búsettur í Chicago og Dr. B. K. Björnson, búsettur að Fargo, N. D. svo líka 5 barna- börn og eitt barnabarnabarn. Job var vel igreindur maður, sjálfmentaður, enda bókhneigð- ur, las mikið og var víða heima, hann var snjall í ráðum og bú- höldur afbragðs góður, skemtinn í viðræðum og afar kurteis í framkomu. Hann var jarðsunginn fimtu- daginn 12. apríl frá útfararstofu þeirra Westford and Beck í Bellingham. Séra Guðm. P. Johnson jarð- söng. Fanginn: “Dómari, eg veit ekki hvað eg á að gera.” Dómarinn: “Hvers vegna? Hvað veldur því?” Fanginn: “Nú í hvert sinn sem eg ætla að segja sannleikann, þá kemur einhver lögfræðingur í veg fyrir það.”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.