Lögberg


Lögberg - 18.10.1945, Qupperneq 5

Lögberg - 18.10.1945, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER, 1945. 3 _ VlíMlMil B IWFINNA Kit stjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON piiii...............................iimniiiiiiiniiiniiiiiiniiiiiniiinniiiiiiniiiMniiiiiiiiiiiiiiiMiiiHiiniiinTnnniiinnnnnimiffliinai^mmwmMg Canada og Bandaríkja menn af íslenzkum átofni, er fórnuðu lífi í heimsátyrjöldinni frá 1939 | .......... "NAKINN VAR EG- OG ÞÉR KLÆDDUÐ MIG." Nú er veturinn að ganga í garð. Að vísu eru mikil húsnæðisvand- ræði í Canada og margir kvíða þessvegna vetrinum, en þó erum við flest svo lánsöm, að við þurf- um ekki að kvíða vetrarkuldun- um. Engin skortur er á eldsneyti í landinu, enginn skortur á mat- vælum og enginn skortur á fatn- aði. Að vísu höfum við ekki úr eins mörgu að velja eins og áður var, en ekki er hægt að segja að fólkið í landinu líði, vegna skorts á þessum hlutum. Fólki í Evrópu myndi finnast. það lifa sælu lífi ef það ætti við sömu kjör að búa og við. í þessum dálkum hefir áður verið vikið að hinni ægilegu hungursneyð í Evrópu. En það er ekki aðeins hungur, sem þjáir þetta bágstadda fólk. Það á ekki föt til að klæðast í. í kringum '125 miljónir manna, þar á meðal 30 miljónir barna, er hálf nakið. Þetta fólk hefir engin ráð til þess að klæða sig og börn sín gegn vetrarkuldunum, nema því að- eins að við og fólk í löndum, sem betur mega, bregði strax við og sendi því allan þann fatnað, sem við getum af hendi látið. í Belgíu fyrirfinnast fjölskyld- ur, sem eiga aðeins eina skyrtu fyrir átta manns; sex af hverjum sjö manneskjum á Grikklandi eiga enga skó; í Kína er varla til flík, sem ekki er stagbætt. I Yugoslavíu þyrpist fólk til jarð- arfara til þess að reyna að kaupa föt hins látna fyrir ofurverð. í Frakklandi, Noregi, Póllandi og öðrum löndum er skortur fatnað- ar, skófatnaðar og rúmfata átak- anlegur. Þessa dagana stendur yfir alls- herjar fatasöfnun í Canada. Við eigum flest eitthvað af fötum, sem við getum án verið. Allar konur hljóta að finna til með hin- um bágstöddu systrum sínum. Engin móðir getur vitað til þess að börn séu hungruð og nakin, án þess að reyna að hjálpa þeim á einhvern hátt. Ef við leitum vandlega í kist- um okkar, skápum og fatageymsl um, erum við vissar með að finna eitthvað, sem komið getur að gagni. Þarna eru föt, sem orðin eru of lítil á drenginn þinn, og kjóll, sem orðinn er of altof lítill á litlu telpuna þína. Mikinn fögn- uð munu þessi föt vekja hjá ein- hverjum litlum börnum handan við hafið. Og þama áttu sjal, sem þú aldrei notar, einhver gömul kona myndi verða því fegin og þarna er trefill fyrir gamla manninn. Maðurinn þinn á e. t. v. gömul föt, sem hægt er að sníða úr og sauma hlý föt á börn. Og þú sjálf átt e. t. v. kjóla og kápur ,sem hangið hafa í fata- skápnum í langan tíma. Gefðu þessi föt nú. Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Konur munu ekki daufheyrast við neyðarkallinu frá hinu bág- stadda og þjáða fólki. Þeir, sem telja sig kristna, munu minnast orða meistarans: Húngraður var eg, og þér gáf- uð mér að eta; þyrstur var eg, og þér gáfuð mér að drekka; gestur var eg, og þér hýstuð mig; nak- inn var eg, og þér klædduð mig; sjúkur var eg, og þér vitjuðuð mín; í fangelsi, og þér komuð til mín------ Sannarlega segi eg yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara bræðra minna, sem minstir eru, þá hafið þér gjört mér það. ÆSKUMINNINGAR Eftir Krisiínu í Watertown II. Nú er að segja frá því að Guð- mundur móðurafi minn Þorkels- son bjó á Unastöðum í Skaga- firði. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir frá Hóli í sömu sveit. Guðmundur var mesti dugnaðar- maður og kona hans orðlögð fríð- leikskona og vel að sér gjöv til munns og handar, sem kallað var. Hjónin áttu margt barna og var Sigríður næst því yngsta. Þorkell langafi minn átti syst- ur, sem Margrét hét, merkiskona og skáldmælt. Eftir henni er höfð vísa, er hún kvað er hún giftist seinni manni sínum, Gunn- laugi ríka, sem nefndur var. Vís- an er þessi: Eg hefi hlotið valinn vin, víkja skúrir brúna, er því fagurt aftanskin á æfikvöldi núna. Margrét átti dóttur, sem Helga hét. Þeirra börn voru þau Einar ninn alkunni merkisbóndi í Haganesi og á Hraunum í Fljót- um, stórbóndi, höfðinglyndur og framfaramaður mesti. Systir Einars var Guðlaug, kona Jóns Antonssonar í Amarnesi í Eyja- firði, valkvendi og fríðleikskona. Guðmundur bóndi, afi minn, stundaði þá atvinnu, sem nú á tímum hefði verið kölluð stein- lagning, en flestar byggingar á þeim tíma voru hlaðnar upp úr torfi og grjóti. Guðmundur var álitinn snillingur í þeirri vinnu- grein. Hann fór norður um Eyja- fjörð og Austurland og vann þar að byggingum a sumrin. Hann kom til hjónanna Rakelar og Ingimundar í Götu og gjörðist brátt góðkunningi þeirra; hafði þar aðsetur, er hann vann á Ströndinni. Eitt sumar kemur Guðmundur að vestan og hefir nú með sér dóttur sína, Sigríði, sex ára að aldri. Þau koma til hjónanna í Götu, og er þeim feðginum vel fagnað. Taka þau Götu-hjónin nú Sigríði til fósturs. Hafði svo talast til með þeim hjónunum og Guðmundi, árinu áður, að þau fóstruðu Sigríði, baéði sér til huggunar eftir dætra missirinn og líka til að hjálpa Guðmundi, sem hafði fjölskyldu stóra. Sigríður dvelur nú í Götu þar til hún er fimtán ára. Ingimund- ur afi minn lézt þá um veturinn, svo Rakel brá búi og fer að Selá þar í sveit í húsmensku. En Sig- ríður Guðmundsdóttir fer að Há- mundarstöðum, sem vinnukona. Líða svo nokkur ár. Fer það að kvisast að kært muni vera með þeim Þorkeli fóstursyni Hallgríms, og Sigríði. Áleit fólk þeirra, ráðahaginn sæmandi. Svo giftust þau árið 1860 og höfðu myndarlega brúðkaupsveizlu á Hámundarstöðum. Móðir Sig- ríðar kom í brúðkaupið vestan úr Skagafirði; færði hún dóttur sinni sex spesíur og fagran silki- klút, sem notaður var sem herða- sjal. Var það tízka á þeim tíma að konur skreyttu sig gersemum þessum. Þetta þótti höfðingleg gjöf. Sannaðist hér sem oftar, að móðir er ætíð móðir, hvort sem hún er fjær eða nær, er hjartað fult af góðvild, bænum og gjöfum til barnanna. —Framh “Það fyrsta sem eg geri þegar eg er kominn heim, er að fara um Þýzkaland þvert og endi- langt á reiðhjólinu mínu.” “Já,” sagði Bretinn, “en hvað ætlar þú að gera eftir hádegið.” Veglegt bruðkaup Laugardaginn 14. júlí s. 1. streymdi fjöldi fólks til Lútersku kirkjunnar í Blaine, Wash., til- eTni þess var það að þá voru helðurshjónin herra Jóhann J. Straumfjörð og frú hans búin að vera gift í 50 ár. Þegar klukkan var á slaginu átta að kvöldinu þá var kirkjan orðin full af fólki, fjöldi af auka- stólum og bekkjum hafði verið bætt við vanaleg sæti kirkjunn- ar og öll þau vel skipuð fólki. Þá voru heiðurshjónin leidd inn kirkjugólfið af tveimur hvít- klæddum yngismeyjum voru þær Miss Elva Doreen, dóttir Mr. og Mrs. Gísla Guðjónsson og Miss Donna, dóttir Mr. og Mrs. Albert Fjelsted. Giftingarmarsinn var þá spil- aður af frú Maríu Irwin, því- næst söng Mrs. C. E. Russell einsöng, síðan söng stór söng- flokkur: Hve gott og fagurt, söngstjórinn var prófessor S. H. Helgason, tónskáld. Þvínæst las prestur safnaðarins ritningar- kafla og ílutti bæn, síðan talaði hann nokkur valin orð til gull- brúðkaups hjónanna, að því búnu söng flokkurinn: Heyr börn þín, Guð faðir, sem biðja þig nú. • Að þessari stuttu guðræknis- stund endaðri, voru allir boðnir í samkomuhús safnaðarins, sem er næstu dyr við kirkjuna, þar voru íslenzku konurnar að verki og höfðu raðað öllu vel niður, fjögur langborð dekkuð með hvítum dúkum, hlaðin vistum af bestu tegund og fylt með fögr- um blómum. Borð fyrir heiðursgestina, og þeirra sifjalið, var sérstaklega vel skreytt og stóð á sinu húss- ins, sem var öll borðalögð, frá einu horni til annars, með skraut pappír af ýmsum litum, hvítum, bláum og rauðurn, sem allir sam- einuðust í stórri skraut klukku, sem hékk yfir höfði igullbrúð- kaupshjónanna. Þegar húsið var orðið eins þétt skipað og frekast var unt, voru brúðhjónin leidd til sætis af lút- ersku prestshjónunum, einnig all ar dætur þeirra, Mrs. Mae Mc- Donnell, Mrs. Dora Pearson, Mrs. Ruby Kendell, og Mrs. Lillian Mix, einnig tveir tengdasynir, Mr. Pearson og Mr. Dix, svo líka tvær dætradætur, Miss Betty Pearson og Miss Nancy Mae, ,líka Mrs. LaMa frá Winnipeg, systir Mrs. Straumfjörðs, svo líka bróðir Mr. Straumfjörðs, Mr. Jón frá Vanvouyer og kona hans. Þegar allir höfðu fengið sér sæti, sem þau gátu fengið kvað sér hljóðs herra Ólafur M. John- son, forseti Blaine safnaðar, sem hafði verið kjörinn veislustjóri, hann ávarpaði heiðursgestina og bauð alla velkomna, þá voru bornar fram hinar rausnarleg- ustu veitingar, og margar ungar stúlkur þjónuðu fyrir borðum. Fyrir minni heiðurshjónanna talaði herra Andrew Danielsson og séra Guðm. P. Johnson, einnig voru heiðurshjónin ávörpuð af forsetum þeirra ýmsu félaga er þau tilheyra, séra Albert Kristj- ánsson fyrir hönd þjóðræknis- deildarinnar Aldan, herra Guð- jón Johnson, forseti lestrarfélags- ins “Jón Trausti”, Margaret Johnson, forseti islenzka kvenn- félagsins, svo líka ávarpaði hr. Kolbeinn Thordarson, ræðismað- ur íslands í Seattle, heiðurs- hjónin með nokkrum fögrum orðum. Þá flutti líka skáldið herra Þórður Kr. Kristjánsson ljómandi fallegt frumort kvæði til heiðurshjónanna, mun það birt verða í íslenzku blöðunum. En milli þessara stuttu en fögru ávarpsorða, voru margir fallegir íslenzkir söngvar sungnir með lífi og fjöri, undir stjórn próf. Sigurðar Helgasonar. Mörg heillaskeyti bárust þeim Straumfjörðs hjónum, þar á með- al frá þeim prestunum séra Sig- urði Ólafssyni í Selkirk, Man. og séra Haraldi Sigmar, D.D. for- seta kirkjufélagsins. Þegar liðið var á veizluhaldið, kvað sér hljóðs herra Guðjón Johnson, og afhenti heiðurshjón- unum sameiginlega gjöf frá hverju og einasta íslenzku heimili í Blaine bæ og bygð, gjöfin var 120 stykki af fullkomnasta matar setti handa 12 manns, síðan rak hver gjöfin aðra, frá Lúterska kvenfélaginu, afhent af frú Margaret Johnson, frá Sunnu- dagaskóla, * ungmennafélagi og Junior Ladies Aid, afhent af Mrs. Alfred Stefánsson, forstöðu konu Lúterska sunnudagaskól- ans, hún ávarpaði heiðurshjón- in með nokkrum-vel völdum orð- um, á enskri tungu. Þá bárust líka heiðurshjónun- um margár yndælar gjafir frá börn-um sínum, sem var þeim afhent af dóttur þeirra Mrs. Liilian Mix, fyrrverandi skóla- kennara, hún hélt hina ágætustu tölu, fylta af þakklæti til for- eldra sinna og allra þeirra, sem nú hefðu heiðrað þau, að mak- leikum, Mrs. Mix er sérstaklega vel málifarin, enda vel mentuð kona, þá afhenti líka Mi-ss Betty Pearson, dótturdóttur heiðurs- hjónanna, laglega gjöf frá barna- börnunum, líka voru fleiri gjafir afhentar Straumfjörðs hjónun- um frá ýmsum vinum, Mr. og Mrs. Larson og fleirum. Meðan á öllum þessum gjafa- afhendingum stóð, þá höfðu veizlugestirnir tekið sér hvíld frá að eta og drekka^ en nú til- kynntu konurnar að meiri veit- ingar vær-u á boðstólum, því á miðju háborðinu stóð hin skraut- lega brúðarkaka, sem ennþá hafði ekki verið snert á, risu þá úr sætum sínum heiðurshjónin, sem öllum í Blaine-bæ og bygð þykir vænt um, herra J. J. Straumfjörð, gráhærður en ung- ur í anda, bjartur að yfirlitum með hýrt bros á vörum, sem færir ljoma yfir andlitið og ger- ir hann að ungum manni, og Kona hans Mrs. Straumfjörð skörungleg húsfreyja, sem sópar að, hýr á svip og vingjarnleg í viðmóti, þau tóku sér nú einn hníf í tvær hendur, sem varð að einni, síðan skáru þau þessa fallegu brúðarköku í tvö hundr- uð stykki, svo allir viðstaddir fengu sinn bitann hver, og allir ulrðu mettir, því bitinn var góð- ur, svo var drukkið meira kaffi, meira talað og meira sungið, síð- an héldu heiðurshjónin sína þakklætis ræðuna hvert og fóru rnörgum fögr-um orðum um alla sína mörgu vini og góðkunn- ingja, og báðu um blessun Guðs þeim öllum til handa. Þá var ennþá sungið meira, og landarnir færðu sig í smáhópa og glöddust hver með öðrum og kl. 11,30 um kvöldið voru ennþá hópar í samkomuhúsinu talandi saman með hýrt bros á brá, svo kom nóttin og allir lögðust glað- ir til hvíldar. Megi Drottinn blessa Straumfjörðs hjónin og alt þeirra sifjalið, og gefa þeim ennþá mörg mörg ár farsældar og hamingju. G. P. J. # “Þér lítið mun betur út í dag,” sagði læknirinn þegar hann kom inn í herbergi eins sjúklings síns. “Já, eg gerði eins og þér lögð- iið fvrir mig,” sagði sjúklingur- inn. “Já, einmitt, hvað var það aftur, se meg mælti fyrir að þér gerðuð?” “Láta tappann altSf vera í meðalaglasinu.” Borgin Louisville í Bandaríkj- unum er ein mesta iðnaðarborg þar í landi. Síðan árásin á Pearl Harbor var gerð, hefir ibúatala borgarinnar hækkað úr um 200 þúsundum í 508 þúsund, sam- kvæmt síðustu manntalsskrá- ningu þar. • Flugvélaverksmiðja nokkur í Texasfylki notar um 100 milljón lítra af vatni á dag í kælinga- kerfi sitt. Glæsilegur maður fallinn í val Lieul. Thomas Leonard Brandson R.C.N.V.R. Hann skar sig-úr í hópi ungra manna hvar sem hann var stadd- ur sakir glæsimensku sinnar og prúðmannlegrar framgöngu; hann var af styrkum stofni kom- inn í bæði kyn, og sór sig glöggt í ætt til foreldra sinna beggja, þeirra Dr. B. J. Brandson hins víðfræga skurðlæknis, og frú Aðalbjargar Brandson; frá þeim hafði hann eigi aðeins þegið í arf glæsilegan persónuleik, heldur og engu síður mannkosti og drengilega skapgerð; það var hverjum manni gróði í því að kynnast Tomina, eins og vinir hans jafnan kölluðu hann, þvi hreinskilni hans í viðtali var slik, og skoðanir hans á lífinu og við- fangsefnum þess svo þroskaðar, að fágætt var um jafn unga menn; það stóð enginn uppi ein- mana og yfirgefinn, er átti Tomma Brandson að vin; eg kyntist honum alináið hin síð- ustu æfiár hans, og við höfðum oft saman molasopa í Harmans- lyfjabúðinni á Sargent og To- ronto, og einmitt á þeim stað bar fundum okkar síðast saman; þá var hann í foringjabúningi sjo- liða, og mér fanst mikið til um það, hve mikið sópaði að honum; ekki óraði mig fyrir því þá, að þetta væri í síðasta skiftið sem við tækjum höndum saman á þessari jörð. Lieut. Thomas L. Brandson var fæddur í Winnipeg þann 28. -júní 1915; hann naut undirbúningsmentunar sinnar við Wellington og Daniel Mc- Intyre skólana í vesturbænum; hann lauk stúdentsprófi við Manitobaháskólann 1936, en út- skrifaðist í viðskiftafræði sem Bachelor of Commerce frá sömu mentástofnun 1939, og gekk skömmu síðar í þjónustu Great West lífsábyrgðarfélagsins í þessari borg. í júní 1940, er canadiska þjóðin kvaddi fjölda sinna fræknustu, ungu sona til herþjónustu gegn hinum ægilega yfirgangi Nazism- ans, var Thomas ekki lengi að velta því fyrir sér hvaða afstöðu skyldi taka; hann gerðist þegar sjálfboði í þjónustu canadiska flotans, var um hríð við æfingar í Winnipeg, en fór til Halifax í marzmánuði ári síðar; það sama ár var honum falin á hendur staða við meginbækistöðvar flotamáladeildarinnar í Ottawa, og þar^tarfaði hann í tvö ár sam- fleytt. Þann 18. október 1941, kvæntist Thomas, og gekk að eiga Miss Shirley Stewart, dóttur Mr. og Mrs. James Stewart í Winnipeg. í desember 1943 varð það að ráði, að Thomas færi aust- ur um haf, og í janúar 1944, fór hann með tundurspillinum cana- diska Athabaska til vígstöðva hins ólgandi hafs sem gjaldkeri á skipi sínu með Lieutenants- tign; hann féll í sjóorustu undan ströndum Frakklands, 30. apríl 1944, er áminstu herskipi var sökt. Auk ekkju sinnar og móður, lætur Lieut. Thomas L. Brand- son eftir sig tvær systur, frú Margréti Hillsman og frú Theo- doru Chevrier. — Lieut. Thomas var einn þeirra mörgu, ungu manna, ar cana- diska þjóðin blessar í endurminn- ingunni fyrir hollustu, drengskap og kjark; og óumræðileg huggun hlýtur það jafnan að verða ást- vinum hans, hve skyldurækinn hann var, og hve hann með fúsu geði lagði út í hættuna, og innti djarfmannlega af hendi fórnina miklu fyrir frelsi og föðurland. E. P. J. Það bezta sem þér getið lagt fé í - ♦ ..................... Þegar þér kaupið Sigurláns skuldabréf, leggið þér fé í tvent. Þér tryggið sigurinn. Þér tryggið yðar eigin framtíð. Sigurláns skuldabréf eru jafn góð peningum, og hafa auðlindir Canada ríkis að baki sér. Ef þér einhverntíma í framtíðinni hafið brýna nauðsyn fyrir reiðufé, notið þá Sigurláns skuldabréf yðar sem veð gegn bankaláni. Sérhver banki mun með ánægju þiggja slíka tryggingu og þegar þér hafið endurgoldið lánsféð, fáið þér skuldabréf yðar til baka. Sigurlánsbréf er það bezta, sem þér getið lagt fé yðar í. Haldið fast í þau. THE ROYAL BANK OF CANADA

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.