Lögberg - 18.10.1945, Síða 6

Lögberg - 18.10.1945, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINJN 18. OKTÓBER, 1945. JACKUELINE ejtir MADAME THERISE BENTZON Höjundur eftirfarandi sögu, er hin fræga franska skáldkona, Marie Therese Blanc, sem skrifar sögur sínar undir nafninu, Madame Bentzon. Henni hlotnuðust marg- ar heiðursviðurkenningar fyrir skáldsögur sínar, og var álitin sem besti kvennskáld- sagnahöfundur, sinnar tíðar á Frakklandi. Hún var fædd árið 1840, af göfugu og hátt settu foreldri. Hún átti ætt sína að telja til Norðurlanda. Móðurfaðir hennar var danskur, Major General Adrien Benja- min de Bentzon, landstjóri á dönsku Ant- illes. Ættin hafði verið rík, en einhverra hluta vegna lent í fátækt og lagði Madame Bentzon þá fyrir að skrifa skáldsögur, og vaðr fræg sem skáldsagna höfundur. Meðal annara heiðursviðurkenninga er hún hlaut var hún gerð meðlimur franska bókmenta og vísindafélagsins í París. Þýð. 1. KAFLI. Parísarfólk heima hjá sér. Þrátt fyrir stuttan kjól, og sokka sem bara náðu rétt upp fyrir öklana, breiðan kraga, sem náði út á axlir og laust belti um mittið — með öðrum orðum, þrátt fyrir þennan krakkalega búning, sem virtist benda til þess að hún væri ekki meira en tólf eða fjórtán ára að aldri, en hún leit út fyrir að vera eldri. Það mátti vel ímynda sér að hún væri elst af umgu stúlkunum, sem komu saman hjá Madame de Nellis á hverju þriðjudagskvöldi til að skemta sér. Aðal skemtanir þeirra, meðan þær voru að drekka kaffið, voru samræður og hvíslingar um síðustu ástaræfintýri sín. Það var víst þessi, ofurlítið gulleiti blær á andlitinu, hrafnsvarta hárið og fagra vaxtarlag- ið, sem var því valdandi, að Jackueline virtist í fljótu bragði á að líta, eldri en hinar stúlk- urnar. Það var Jackueline eins og ósjálfrátt að láta bera mest á þeirri fegurð er fyrst nær fyllstum þroska, og ávalt veldur mestri aðdáun. Hún reyndi ekki til að líkja eftir öðrum, eða laga sig eftir tískunni. Jackueline samsvaraði ekki sérstakri tegund rósa, en hún var engu að síður yndisleg á að sjá; slíkur var dómur þess manns er best var fær um að dæma um slíkt, en það var listmálarinn Herbert Marien. Hann var frægur málari og var einmitt við þetta tækifæri að ná sem eðlilegastri, Arabiskri vangamynd af henni — vangamynd sem bæri við rauða silki veggtjaldið, sem var baka til við hana. Marien horfði á hana úr hæfilegri fjarlægð, þaðan, sem hann stóð og hallaði sér upp að eldstæðinu í næstu stofu, hvaðan hann sá sem greinilegast alla drætti í andliti hinnar ungu meyjar. Þessar tvær stofur voru í sjálfu sér ein stofa, aðeins aðskildar með silkitjaldi sem draga mátti fyrir, en engum hurðum. Herbert Marien hafði oft horft frá sæti sínu, sem var á bak við stól Madame de Nelles, á Jackueline, á sama hátt og hann horfði á hana í þetta sinn. Hún hafði vaxið upp, svo að segja undir augum hans. Hann hafði séð hana leika sér að brúðum og niðursokkna í að skoða mynda- bækur, og brjóta sundur sykurplómur; hann hafði verið þar á heimilinu stöðugur gestur — hversu mörg ár? Hann kærði sig ekki um að telja þau. Ungar stúlkur blómgast fljótt, hvað vér finn- um til aldurs vors í nærveru þeirra! Hver hefði getað búist við að hinn litli óásjálegi blóm- knappur hefði breytzt svo fljótt í það skraut- blóm, sem hann horfði nú á hugfanginn. Marien, sem listamaður, hafði hina mestu ánægju af að virða fyrir sér hinar smágjörðu línur 0g drætti í hinu yndislega andliti Jack- ueline, og tignarlega höfuðlag, ásamt hinu fagra tinnusvarta hári hennar, sem ávalt vildi hanga ofan á ennið í lausum lokkum, þar til það var sett í gilda fléttu sem náði langt ofan á bak. Þó Jackueline vírtist hafa nóg að gera, að skemta gestum sínum, varð hún þó þess vör að það var starað á sig, og varð vör þeirra segulmögnuðu áhrifa, sem hún hefði ekki, þó hún hefði viljað, brotið af sér. Hinar stúlkurnar voru að hlusta á það sem fram fór í hinni stofunni, meðal fullorðna fólks- ins, þó þær heyrðu ekki nema stöku orð af því sem sagt var. Eins lengi og samræðurnar snerust um síðasta samkvæmið í listaskólanum, voru ungu stúlk- urnar rólegar með, að tala um sín eigin mál- efni, en eftir að de Valdan, hershöfðingi byrj- aði að tala, steinþögðu þær, og hlustuðu með áfergju eftir hverju orði, þó þær heyrðu ekki nema stöku orð. Þær heyrðu upphrópanir af Ó, og há! er ein- hver mótmælti því sem herforinginn sagði; en einhver þóttist verða alveg hissa, eða þóttist fyllast vandlætingu og viðbjóði. Það var allt sem þessi forvitni meyjahópur gat heyrt. Þær þefuðu, ef svo mætti að orði komast, eftir hin- um forboðna ávexti, og þráðu að anda að sér ylminum af hneykslinu sem um var að rætt í hinni stofunni. Þessar ungu stúlkur voru sam- bekkingar í skólanum, og gengu tvisvar í viku til sama prests til að læra kristin fræði, og. höfðu hingað til verið ánægðar með að tala um sín eigin litlu æfintýri, en er herforinginn hóf sögu sína, urðu þær allar að eyrum. Hann var þekktur sem forvitinn kjaftaskúmur, og við þetta tækifæri notaði hann afdráttarlaust þessa list sína, og sagði alslags hneykslissögur, sem hann annaðhvort hafði heyrt í herforingja- klúbbnum, eða bara búið þær til sjálfur. Hann hafði komið til gestaboðs Madame de Nailles, með alveg nýja slúðursögu, sambland af sann- leika og lýgi, sögu sem var líkleg til að ganga boðleið um alla borgina í nokkrar vikur; kvenn- fólkið, er það fyrst heyrði söguna, áleit það viðeigandi að hljóða upp yfir sig, og segja að þær vildu ekki hlusta á slíkt, og létu sem þær væru að líta í kringum sig eftir blævængnum sínum, til að skýla með andlitum sínum. Þessi slúðursaga snerist aðallega um demants- armband, eitt af þessum ómetanlegu dýrgrip- um, sem sjaldan sást nema í gluggum skraut- munabúðanna í Rue de la Paix, slíkir munir voru aðallega ætlaðir sem gjafir handa prins- essum — af einni eða annari tegund. Það hafði einhvernveginsn vtiljað svo til að greifi de Versannes, — nei, hin elskulega Georgine Ver- sannes sjálf — hafði fundið þetta dýrmæta arm- band á stræti — svona alveg af tilviljun. “Það vildi svo ti'l,” sagði herforinginn, “að eg var staddur hjá tengdamóður hennar, er hún kom þangað til miðdagsverðar. Hún kom inn, eins sakleysislega og barn, með hendina í vasanum. ‘Ó, sjáðu hvað eg fann!’ hljóðaði hún upp. ‘Eg gekk ofan á það, rétt við húsdyrnar þínar’. Hún lagði armbandið á borðið undir lampann, og demantarnir glitruðu í birtunni frá ljósinu, og sendu gei9la í allar áttir, sem nærri því gerðu gamla greifann blindann. Hann hafði lengi vitað betur en svo, að taka allt sem konan hans sagði honum fyrir heilagan sannleika — hann hann reyndi að telja sér trú um að hann tryði öllu er hún sagði. “Góða mín,” sagði hann, “þú verður að fara með það til lögreglunnar. Eg skal senda með það í fyrra- málið,” sagði hin glæsilega Georgin, “en mig langaði til að sýna þér hvað eg var heppin. Auðvitað gaf engin sig fram sem þóttist eiga armbandið, og mánuði síðar bar Madame de Versannes það á handlegg sér á herforingja- dansleiknum á Cranfords. Þessi dýrgripur vakti 1 allra eftirtekt, og aðdáún á henni. Sú heppni, að finna þennan dýrgrip á stræti, og enginn að helga sér hann. “Hræðiltegt, ótrúlegt! aldeilis ómögulegt ... Hvað ætlastu til að við ímyndum okkur um það, herra herforingi? Gat hún hafa ...?” Herforinginn fór að sýna fram á, með alslags óljósum vífilengjum, að hin góða Georgine, eins og hann kallaði hana, hefði gert margt meir en fólk gæfi henni viðurkenningu fyrir; og hann bætti við: “Þið hafið sjálfsagt heyrt um rifrildið milli hennar og Givrac Volant?” “Hvað, mannsins sem var alþakinn gullstássi? Ó, segðu okkur um það, herra herforingi.” En er hér var komið, hóstaði Madame. de Nailles, lágum þungum hósta, sem meinti að það væri ekki farið lengra út í það mál. Hún hafði í sjáluf sér ekkert á móti svona sögum, en henni líkaði ekkert sem setti blett á gestaboð sín, svo 'herforinginn varð að tala í lágum róm, er húsmóðirin veik umræðuefninu að hinu að- dáanlega svari Mr. Renan, að hinum eldfjörugu roðum meðal listaskólans. “Við getum nú ekki heyrt meira af því sem herjioringinn var að segja,” sagði Colette og stundi við. “Skildir þú það Jackueline?” “Skildi hvað?” “Söguna um armbandið.” “Nei, ekki alla. Mér skildist að herforinginn hefði verið að reyrta að vekja grun á, að hún hefði ekki fundið þáð á strætinu, eg get ekki heldur skilið í því hvernig nokkur gat hafa mist það á strætinu, svona um hábjartan dag- inn. Svona armband er bara brúkað á kvöldin, og er haft á handleggnum rétt upp undir öxl.” “En ef hún hefir ekki fundið það, eins og hún sagði, þá hefur hún stolið því.” “Stolið því?” skrækti Belle upp. “Stolið því! hverslags! greifainna Versannes? Því hefði hún át að gera það, sem erfði cTýrmætustu gimstein- ana, sem til eru í París!” “Hvern ig veistu það?” “Af því mamma tekur mig stundum með sér í leikhúsið, og hún borgar leikhúsgjaldið sitt sama daginn og greifainnan. Fólk segir ýmis- legt um hana, í hvíslingum. Það segir að hún sé allt annað en v^l séð í samkvæmislífinu, og að fólk snúi baki að henni, og ýmislegt þess- háttar; en það stóð ekki í vegi fyrir því að hún var dáð allra kvenna mest, í gærkveldi á Polyeucte.” “Svo þú ferð bara á Polyencte?” sagði Jáck- ueline, og setti svip á sig, eins og hún hefði viðbjóð á því leikhúsi. “Já, eg hefi komið þangað tvisvar. Mamma lofaði mér að fara til Polyeucte og Guillaume, Tell og til Prophéte, en hún vill ekki lofa mér að sjá Faust — en það er umfram allt, Faust, sem mig langar til að sjá. Er það ekki sár- grætilegt að maður skuli ekki fá að sjá allt, heyra allt, skilja allt? Við gátum ekki skilið að hálfu leyti söguna, sem fólkið hafði svo mikið gaman af í hinni stofunni. Því sendi lögreglu- dómarinn armbandið aftur til Madame de Versannes, ef það var stolið?” “Já — því?” sögðu allar stúlkurnar, undrandi. Um þetta leyti var lokað sýningunni í hring- leikahúsinu, sem var þar skamt frá, og gestir þaðan komu inn í samkvæmissal, Madame de Nailles, meðal þeirra var hávaxin og tignarleg kona, klædd hinum fínasta tískubúningi, sem við átti fyrir konur sem tóku þátt í kappreið- um. Samræðan tók á sig annan blæ. Nú var ekki talað um annað en hesta, sem hlupu yfir borða, sem settir voru upp á vissri hæð, eða annað, sem þeir voru látnir hlaupa yfir. Ungu stúlkurnar veittu með áhuga nákvæma eftir- tekt vorbúningnum, sem konurnar voru í, sem þær annað hvort hrósuðu eða settu eitthvað út á. “Ó, þarna er Madame Villegry,” hrópaði Jack- ueline; “hvað hún er falleg! Mig skyldi langa til að verða einhverntíma eins falleg, eins há og grönn. Hún er um mittið, bara tuttugu og einn og hálfur þumlungur. Konan, sem býr til lífsstykkið hennar, og móðir minnar, sagði okk- ur það. Hún kom með eitt af lífstykkjunum hennar til að sýna okkur, svo elskulegt lífs- stykki, bróderað alla vega litum blómum. Það er svo miklu fallegra en þetta gamla silki pell”. “Hvað það er barnalegt að leggja svona mik- inn kostnað í hlut, sem enginn sér nokkurn tíma,” sagði Dolly, og sperti upp augun. “Ó, það er bara til að geðjast henni sjálfri, býst eg við. Eg get vel skilið það. Auk þess er ekkert of gott fyrir slíka fegurð. En það sem eg dáist þó mest að, er hennar tmikla og fagra hár.” “Sem altaf breytir lit, eftir því sem við á,” skaut inn í samræðuna ein af Wermant systr- unum. “Aaldeilis óvanalegt, er rétta orðið yfir það. Núna er það dökkrautt. Þegar Raoul bróðir okkar var í Afríku, sá hann Arabiskar konur lita hár sitt með Henna. Þær þöktu höfuðið með smálaufum, svipuðum og te-laufum, og vöfðu svo dúk utan um höfuðið, og eftir sóilar- hring var hárið litað rautt, og var rautt heilt ár, eða lengur. Þú getur reynt það, ef þig langar til. Eg held að það sé bara andstyggi- legt.” “Ó, sjáðu, þarna er Madame de Sternay, eg þekki hana af lyktinni af ilmsmyrslunum sem hún brúkar, jafnvel áður en eg sé hana. Hve indæl, góð ilmsmyrsli eru.” “Hverslags ilmsmyrsli eru það? Eru það Heli- optrope eða jessamine?” spurði Yvonne d’Etaples, og þefaði eftir ilminum. “Nei, það er bara orrisrót, ekkert annað en orrisrót; en hún ber haria allsstaðar á sér, í fellingunum á pilsinu sínu, og undir fóðrinu á kjólnum sínum. Það sem eg vil helst, þegar eg er gift, er að hafa nóg ilmsmyrsli. Þangað til verð eg að láta mér nægja lítið af þeim,” sagði Jackueline, og stundi við. Hún þreifaði í barm sinn og tók undan treyjunni sinni ofur- lítið bindi af rðsum, og andaði að sér ilminum af þeim, með mestu ánægju. “Þarna kemur einhver sem vekur minni eftir- tekt,” sagði Yvonne, er ung stúlka kom í hóp- inn til þeirra. Hún var lítil vexti, óframfærin, feimin og hálf illa klædd. Þegar hún kom, hvísl- aði Colette: “Ó, það er þessi leiðinlega Giselle. Nú getum við ékki italað eitt einasta orð meira.” Jackuelina kysti Giselle de Monredon. Þar voru skyldar, en þær sáust mjög sjaldan. Giselle var munaðarleysingi, foreldrar hennar voru bæði dáin, og henni hafði verið ikomið fyrir til náms í klausturskóla, hvaðan hún fékk leyfi til að koma út, einungis við sérstök tækifæri. Amma hennar, sem trúði á hið gamla stranga klaustur fyrirkomulag, hafði komið henni þar fyrir. Það var sökum páska helgidaganna, að Giselle hafði fengið leyfi til að koma út undir bert loft, að hún kom nú þarna svo öllum að óvörum. Hún var í víðri kápu, sem huldi klaust- urbúning hennar, hún leit á þennan káta ung- meyjahóp, og fanst hún væri eins og vesalings fluga, sem flögraði í ikringum bjart ljós, á meðaí þeirra, og engin veitti eftirtekt. “Komdu og fáðu þér fáeinar brauðsamlokur,” sagði Jarkueline, og leiddi Giselle að téSorðinu, með þá góðu meiningu í huga, að hjálpa henni til að njóta sín betur. Þegar hún var sest við teborðið sá hún mann sem vakti athygli henn- ar, koma að teborðinu. Þessi maður var á að giska um fertugt, með hökutopp, sem var farinn að verða grár — maður sem sumt fólk sagði að væri ljótur, líklega af því að það hafði aldrei séð hans óvanalega andlitslag uppljómað af brosi sem allt frá munnvikum hans upp að aug- um, sem Ijómaði upp andlit hans, og gjörbreytti því. Það var ekki oft að Hubert Marien sæist brosa. Hann var vinavandur, og fálátur, oft sem hann ansaði ekki þó á hann væri yrt. Hann gerði sér sjaldan ómak með því, að þóknast þeim sem honum líkaði ekki. í samkvæmum var hann lítið til fagnaðar, því hann var fjarskalega þur og önugur, og þess vegna sást h'ann sjaldan í þriðjudagssamkvæmum Madame de Naillis; en alla aðra daga umgekst hann í húsinu, sem aldavinur fjölskyldunnar. Jackueline hafði þekbt hann aila sína ævi, og við henni brosti hann ávalt sínu hýra og fallega brosi. Hann hafði leikið við hana, þegar hún var lítil og haft mesta gaman af því, hvernig hún fór að láta aðdáun sína í ljósi við hann, sem hún fór í enga launkofa með. Hann var vanur að kalla hana Mademoiselle ma famme, og Madame de Naillis talaði um hann eins og “tilvonandi tengdason sinn”. Þessum barnagæl- urn var haldið áfram þangað til að litla stúlkan var komin á níunda ár, en þá var því hætt; líklega að fyrirmælum Madame de Naillis, sem þótti slí'kt ekki eiga lengur við. Spádómur —Hvers vegna sögðuð þér mér það ekki strax, að það voruð ekki þér, sem kynnuð að spá. Það var ljótt að gabba mig svona. — Eg hefi ekki gabbað þig, en sú sem þú ætlar að fara til mun gabba þig. Það, sem eg hefi sagt er satt, en það, sem hún segir þér er ekki satt. En því miður, þú munt heldur vilja hlusta á ósannap spádóm, sem lofar þér gulli og græn- um skógum, er þú aldrei færð, heldur en á sann- an spádóm, sem vísar þér innri veginn til ham- ingjunnar. En mundu að minsta kosti það, sem eg hefi sagt og hugsaðu öðru hvoru um það. Rödd gömlu konunnar var svo mild og vin- gjarnleg að Inga viknaði. Þegar hún rétti henni höndina til kveðju, bað hún hana að fyrirgefa sér fljótfærnis orðin. — Eg skil, að þér meintuð það vel, sagði hún. Inga gekk frá býlinu upp eftir fjallinu. Hún hitti réttu konuna, og nú var spáð þannig fyrir Ingu, að augu hennar ljómuðu og kinnarnar brunnu. Þar voru margir herrar ástfangnir og afbrýðissamir. Þar voru peningar og skemti- legir viðburðir, stór arfur, langar ferðir, gjafir og samkvæmi. Mest var þó af ást. Svörtu “dömurnar’ ’þýddu auðvitað afbrýðisamar og öfundsjúkar konur, sem með öllum brögðum sínum gátu þó ekki kastað skugga á hina miklu hamingju Ingu litlu. Auðvitað kom svo sá út- valdi með trúlofun og giftingu og mikla ham- ingju. Þessi spádómur var Ingu að skapi. Þegar hún hélt af stað heimleiðis, var hún alveg frá sér numin af ánægju, eins og hún hefði fengið alt, sem henni var spáð. Á heimleiðinni fór hún aftur fram hjá býlinu: Gamla konan var enn þá úti í garðinum og dútl- aði við blómin sín. Víst var hann fallegur garð- urinn gömlu konunnar, þó lítill væri, og ljóm- andi vel hirtur var hann. Inga leit alla tilver- una velvildaraugum vegna hinnar miklu ham- ingju, er hún hugði sig eiga í vændum. Hún nam staðar fyrir utan garðinn og studdist fram á rauðmálaða grindverkið. — Blómin dafna vel hér, sagði hún. — Já, þau kunna því vel, að dundað sé við þau, enda get eg nú orðið lítið annað, en þess vegna fer þeim líka vel fram, svaraði gamla konan. Hún stóð fyrir framan rósatré, er bar tvær gular rósir. Önnur var útsprungin, en hin var enn þá knappur. Hún sleit hina síðar nefndu af og gaf Ingu hana. —Kærar þakkir. En er það ekki synd, að slíta knappinn af? —Blómin eru til þess að gleðja, og þar sem þú sjálf enn þá ert knappur, fanst mér það eiga svo vel við, að gefa þér þenna knapp. Hann spring- ur út og visnar síðan. En hvað gerir það til, ef hann getur vakið gleði með hinu stutta lífi sínu. Það lá eitthvað sérstakt í orðum gömlu kon- unnar og Inga skildi það. En hún gerði aðra kröfu til lífsins. —Maður lifir þc líklega til að njóta gleðinnar líka, sagði hún. —Það er til tvenns konar gleði: hin forgengi- lega og hin óforgengilega, sagði gamla konan. Inga reigði höfuðið þrjóskulega, því hún skildi það vel, að sú von er spádómurinn lét rætast, var einmitt vonin um forgengilega gleði. Hin óforgengilega gleði hafði ekkert aðdráttarafl fyrir hana. Gamla konan stóð þarna meðal blómanna sinna og horfði á Ingu með hinu glaðlega og blíða augnaráði sínu. —‘Þegar þú hefir komist að raun um að sú gleði, sem þú nú sækist svo mjög eftir er for- gengileg, þá mundu það, að til er óforgengileg gleði og leitaðu hennar. Inga flýtti sér að kveðja, því henni var ekki mikið gefið um áminningar. Hún þakkaði aftur fyrir rósina og hélt svo af stað heimleiðis gegn- um skóginn. Það var komið kvöld og farið að skyggja. Inga gekk sem í draumi, hugsandi um spádóminn, sem þó hafði þegar mist mikið af ljóma sínum. En seinna, löngu' eftir að hún hafði gleymt honum, komu henni í hug síðustu orð gömlu konunnar, um hina óforgengilegu gleði. Því sannleiksorð eru varanleg, þó innan- tóm orð verði að engu. O. K.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.