Lögberg - 18.10.1945, Qupperneq 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. OKTÓBER, 1945.
Or borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélags Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
sendist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave., Mrs. E. S.
Felsted, 525 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
•
Ársfundur Karlakórs íslend-
inga í Winnipeg, verður haldinn
í samkomusal kirkju Sambands-
safnaðar á Banning St., mánu-
daginn 22. október kl. 8 e. h.
Allir meðlimir eru beðnir að
mæta stundvíslega.
•
Gefið í byggingarsjóð
Bandalags lúterskra kvenna.
Mr. og Mrs. Guðm. Lambert-
son, Glenboro $5.00, í minningu
um Kristján Bjarnason, fyrrum
vistmann á Betel.
Meðtékið með samúð og þakk-
læti.
Hólmfríður Danielson.
•
Föstudaginn 12. okt., voru þau
Michael Kristján Hannesson og
Margaret Árný Gk)odman, bæði
til heimilis í Selkirk, Man., gef-
in saman í hjónaband af séra
Rúnólfi Marteinssyni, að 800
Lipton St. Þau voru aðstoðuð af
Hellen Gwendolyn Lewis og
Carl Axel Kenneth Goodman.
Heimili brúðhjónanna verður í
Selkirk.
Messuboð
Fyrsta lúterska kirkja
The Junior Ladies’ Aid of the
First Lutheran Church will hold
a Fall Silver Tea on Saturday
afternoon October 20. fram 2.30
to 5.30 P.M. in the Assembly
Hall, seventh floor, The T. Eaton
Company.
Those receiving will be Mrs.
V. J. Eylands, Mrs. B. Guttorm-
son. General Convenors: Mrs.
W. S. Jonasson and Mrs. E.
Breckman. Table Captains: Mrs.
G. S. Eby, Mrs. C. H. Brown,
Mrs. O. G. Bjornson. Handicraft:
Mrs. A. R. Glark, Mrs. W. H.
Olson, Mrs. G. P. Goodman
White Elephant: Mrs. T. J.
Blondal, Mrs. P. Sigurdson.
Home Cooking: Mrs. G. W. Finns
son, Mrs. K. Thorsteinson.
•
Séra Sigurður Ólafsson, prest-
ur Selkirksafnaðar, sem legið
hefir á sjúkrahúsi hér í borginni
í sjö undanfarnar vikur, fór
heim til sín á mánudaginn með
von um fulla heilsubót, að því
er Lögberg hefir frétt; er þetta
fjölskytldu hans og hinum fjöl-
menna vinahóp, óumræðilegt
fagnaðarefni.
•
Deildin Frón efnir til skemti-
fundar í Goodtemplarahúsinu á
mánudagskvöldið þann 29. þ. m.,
aðgangur að samkomunni verð-
ur seldur, og rennur ágóðinn í
námssjóð Miss Agnesar Sigurð-
son; þetta verður eftirminnileg
kvöldstund, og meðal annars flyt
ur þar ræðu, Islendingur fyrir
skömmu kominn að heiman.
•
Ólöf Margret Anderson, 87 ára
gömul, andaðist á sjúkrahúsinu
að Gimli, 10. þ. m. Hún var ættuð
frá Þistilfirði í Þingeyjasýslu,
og kom til, þessa lands með fyrri
manni sínum, Kolbeini Einars-
syni, 1890. Þrjú börn Margrétar
eru á lífi; Gunnar, ókvæntur, á
Gimli, Sigurgeir, giftur í Selkirk
og Mrs. ísfeld, Winnipeg. Út-
förin fór fram frá Lútersku kirkj
unni á Gimli, 13. þ. m. undir
stjórn sóknarprestsins.
•
Mr. og Mrs. J. H. Hannesson
frá Albani, California, litu inn
á skrifstofu Lögbergs. Þau hafa
verið í mánaðar ferðalagi í N,-
Dak, og hér í Manitoba, að heim-
sækja ættingja og vini, en eru
nú á heimleið aftur.
•
Hið yngra kvenfélag Fyrsta
lúterska safnaðar, heldur næsta
fund sinn í samkomusal kirkj-
unnar á þriðjudaginn þann 23.
okt., kl. 2,30 e. h.
Séra Valdimar J. Eylands,
prestur.
Guðsþjónustur:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli ki. 12:15.
•
Þakkargerðar messur áætlaðar
í október í grend við Church
bridge:
I Hólaskóla þann 7. kl. 2 e. h
I Concordia kirkju þann 14.
Lögbergs kirkju þann 21 kl.
e. h. í Þingvallakirkju þann 28
messutími klukkan eitt í Þing
valla og Concordia kirkju.
S. S. C.
•
Arborg—Riverton prestákall.
21. okt. — Geysir, messa og
ársfundur kl. 2 e. h.
Riverton, íslenzk messa kl. 8
e. h.
28. okt. — Hnausa, messa og
ársfundur kl. 2 e. h.
Árborg, íslenzk messa kl. 8 e. h.
B. A. Bjarnason.
•
Gimli prestakall.
21. október. — Messa að Húsa-
vík kl. 2 e. h., að Gimli kl.
e. h.
Skúli Sigurgeirson.
•
Lúterska kirkjan í Selkirk.
Séra Rúnólfur Marteinsson
flytur þar enska guðsþjónustu
kl. 7 næsta sunnudagskvöld, 21.
okí.
Bóndinn: — Eg fer alltaf á
fætur, þegar fyrstu geislar sól-
arinnar koma inn um gluggann
minn.
Borgarbúinn: — Það geri eg
líka.
Bóndinn: — Líka á sumrin.
Borgarbúinn: — Já, glugginn
minn snýr í vestur.
•
Konan í stólnum hjá tann-
lækninum var í meira lagi mál-
hreif. Satt að segja var læknir-
inn orðinn hundleiður á rausinu
í henni.
— Rekið þér út úr yður tung-
una, sagði læknirinn.
Konan hlýddi skipuninni, en
þá igreip læknirinn í tunguna
þéttingsfast og sagði: — Jæja,
kella mín, kannske eg geti nú
komist að.
•
— Þekkirðu hana svo vel, að
þú getir talað við hana?
— Nei, bara svo að eg get
talað um hana.
“Halló, Sigga, má eg heim-
sækja þig í kvöld?”
“Guðvelkomið Jón minn?”
“Eg heiti ekki Jón.”
“Eg heiti heldur ekki Sigga.”
Skotion fyrir landráð
Síðastliðinn laugardag var
Pierre Laval skotinn í París fyrr
ir landráð; var hann þrisvar
sinnum forsætisráðherra Frakk-
lands, og í síðasta skiptið, sæll-
ar minningar í leppstjórn þeirri,
er Hitler stofnaði til og kend
var við Vichy. Um það leyti er
herlögreglan kom til Laval í
fangelsinu til þess að flytja hann
á aftökustaðinn, reyndi hann að
fyrirfara sér með því að taka
inn eitur, en það hreif ekki.
Laval var um langt skeið mest
hataði stjórnmálamaður Frakk-
lands, og seldi þjóð sína undir
tjóðurhæl Hitlers og Nazista-
klíkunnar þýzku.
— Og hvað ætlar þú að gera
góða mín, þegar þú ert orðin
eins stór og hún mamma þín?
— Ttaka mér matarkúr.
•
— Mamma, eg er svo nervus,
sagði litla telpan.
— Hvað vitleysa er í þér, þú
veist ekki einu sinni hvað það
er að vera nervös.
— Jú, víst, það er eins og mað-
ur sé að flýta sér um allan skrokk
inn.
•
“—Og mundu eftir því, sonur
minn,” sggði gamall maður við
son sinn, sem var um það bil
að kvænast, “til að byrja með
verður þú sjálfur að hita morg-
unkaffið handa þér.”
•
“Kennarinn okkar er orðinn
vitlaus. í gær sagði hann okkur
að einn og fjórir væru fimm, en
í dag sagði hann að tveir og
þrír væru það ”
Eiginlega framleiða Banda-
ríkjamenn skriðdreka í kilo-
metratali. Ef öllum skriðdrek-
um, sem hafa verið framleiddir,
síðan árásin á Pearl Harbor var
gerð, væri raðað upp í tvöfaic^a
röð, væri hún 60—70 kílo.'WEra
löng.
Brezkur hermaður var að tala
við þýzkan herfanga, sem gat
talað ensku sæmilega.
“Og hvað ætlar þú að gera þér
til skemmtunar þegar stríðið er
búið?” spurði fangavörðurinn.
(Frh. af bls. 7)
aar sem séra Valdimar Eylands
er. Hugur hans dvelur löngum
leima á íslandi, og hugljúft er
lonum að tala um það, sem þar
gerist.
Séra Valdimar er kvæntur frú
Þórunni Lilju, fædd Johnson.
Níels Johnson, dómsmálaráð-
herra í Norður-Dakota er bróðir
hennar. Eiga þau hjón fjögur
DÖrn er hafa getið sér hinn bezta
orðstír við nám í skólum Winnr-
peg borgar.
4
Æskuhugsjón séra' Valdimars
var sú, að verða prestur þjóð-
cirkjunnar á íslandi. örlögin
hafa til þessa hagað því áformi
hans örlítið á annan veg. En
Drá séra Valdimars til ættlapds-
ins er sterk og vonandi ber hún
hann fyrr en síðar í heimsókn
til Islands.
P.
Kirkjuritið.
TCHBCLA CC DANS
MÁNUDAGINN 22. OKT. 1945.
G.T. stúkan Skuld heldur sína árlegu Tombólu fyrir
sjúkrasjóð stúkunnar. Þessi Tombóla hefur ávalt reynst
sú vinsælasta. Allir drættir nýir og vandaðir.
Fyrir dansinum spila Mary and Johnie Orchestra.
Byrjar kl. 7,30 e. h. — Inngangur og einn dráttur 25 cent.
Selt kaffi og krydd í neðri sal.
iSEEDTIME
cuttcC
’HARVEST
1 By '
DR. K. W. NEATBY
Director
Line Klevators Farm Servic*
BULLETIN No. 7
Farmers in Western Canada suffer
from so many unavoidable losses
that they cannot afford to relax their
efforts in dealing with avoidable
ones. Indeed, the extent and direc-
tion of these efforts determine the
difference between good and bad
farming.
It does not require much travel or
very extensive observation to dis-
cover that the smuts of wheat, oats
and barley take a very heavv toll
in the Prairíe Provinces.
We have just completed the pre-
paration of a very well illustrated
bulletin on the above mentioned
smuts. With one or two exceptions,
a farmer can readily identify the
smuts found in his grain crops by
means of the photographs. Descrip-
tions and remarks on control are
brief but, we think, adequate.
The first essential to control is
the ability to recognize the dif-
ferent smuts. Nine times out of ten,
when a farmer reports smut in his
wheat, even though he treated the
seed carefully, the smut proves to be
Þrjár stúlkur
kast í vist
ós
Elliheimilið Betel á Gimli,
þarf að fá þrjár íslenzkar
stúlkur nú þegar í vist;
gott kaup í boði, og fyrsta
flokks aðbúð.
Umsóknum veitir viðtöku
forstöðukonan á Betel Miss
Margrét Sveinsson.
ÍHONE
96 647
Minniál
BETEL
í erfðaskrám yðar
Ambassador Beauty Salon
Nytizku
snyrtistofa
AUar teg'undir
a£ Permanents
tslenzka töluS á st.
257 Kennedy St.
sunnan Portage
Sími 92 716
S. H. JOHNSON, eigandi
The Swan Manufacturing
Company
Manufacturers of
SWAN WEATHER STRIP
Halldor Methusalems Swan
Eigandi
281 James St. Phone 22 641
2 TO 3 DAY SERVICE
MOST
SUITS-COATS
DRESSES
“CELLOTONE” CLEANED
72
CASH AND CARRY
FOR DRIVER PHONE 37 261
PERTH*S
888 SARGENT AVE.
loose smut which can only be con-
trolled by means of the hot water
treatment or, better still, new seed.
A similar situation arises too fre-
quently with barley.
Farmers, country school teachers
and members of junior farm clubs
are welcome to copies of this new
bulletin without charge . They have
only to apply to local Line Elevator
agents or write to Line Elevators
Farm Service, Winnipeg or Calgary.
Borgið LÖGBERG
Pan American flugfélagið
flaug á tímabilinu frá 7. des.
1941 til 28. febrúar 1945, 13,320
sinnum yfir Atlandshafið. Er
þá bæði meðtalið það, sem flogið
var fyrir hernaðar-yfirvöldin og
í viðskiptaerindum.
•
“30 - caliber” vélbyssukúlan,
sem ameríski herinn notar mjög
mikið, getur drepið mann, sem
stendur í 200 metra fjarlægð á
bak við tré, sem er 10 þumlung-
ar í þvermál.
Utsala íslenzku blaðanna
Umboðsmaður okkar á íslandi er Björn Guðmundsson,
Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur á móti pöntunum á
blöðunum og greiðslum fyrir þau.
LÖGBERG og HEIMSKRINGLA
— ATTENTION —
Now is the time to place your order for a new Chevrolet, Olds-
mobile car, or Chevrolet truck. Permits for new trucks are now
granted to farmers, fishermen, Iumbering, freighting and many
other occupations. Place your order now with
E. BRECKMAN
Direct General Motors Dealer
Phone 28 862 646 Beverley Si., Winnipeg
This series of advertisements is taken from the booklet "Back to Civil Llfe,"
published by and available on request to the Department of Veterans*
Affairs, Commercial Building, Winnipeg. Clip and file for reference.
No. 12 — RE-ESTABLISHMENT CREDIT (Continued)
If a man has elected to take educational, vocational or
technical training benefits or benefits under the Veterans Land
Act, and these benefits are less than the amount of the Re-
establishment Credit applicable to him the difference may be
made available for any of tbe purposes specified. If, on the other
hand, the Re-establishment Credit has been used wholly or in
part and later an application is made for educational, vocational
or technical training benefits or benefits under the Veterans’
Land Act, stieh benefits may be granted, but a compensating
adjustment must be made in an amount equivalent to the credit
already received.
This space contributed by
THE DREWRYS LIMITED
MD135
Skrifið undir vegna SIGURSINS!
Canadamenn þarfnast láns hjá yður til þess
að breyta stríðsiðjunni til friðariðju.
SIGURLÁNSBRÉFIN, SEM ÞÉR KAUPIÐ NÚ
stuðla að því að koma hermönnum vorum
í vinnu, og greiða læknishjálp fyrir þá, sem
lamaðir eru, ásamt lífeyri.
SIGURLÁNSBRÉFIN, SEM ÞÉR KAUPIÐ NÚ
eru sparifé yðar, sem þér getið varið til að
endurbæta heimili yðar, til þess að kaupa
nýja eldavél, nýjan kæliskáp og margt
fleira, sem eykur á þægindi yðar; margt,
sem þér hafið verið án árum saman.
Sigurlánsbréf eru eins trygg og sjálft
Canada, og af þeim eru greiddir vextir
þangað til þér innheimtið höfuðstólinn.
^T. EATON C<L™
WINNIPEO CANADA
'ffu# VICTORY BONDS
KAUPIÐ SIGURLÁNS VEÐBREF