Lögberg - 25.10.1945, Síða 1

Lögberg - 25.10.1945, Síða 1
PHONE 21374 Cleaning Institution 58. ÁRGANGUR \ot ■prV I.cv^der í^ LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. OKTÓBER, 1945. Ræðumenn á Frónsfundi Guðmundur Daníelsson Til raunverulegrar nýlundu má það teljast, að tveir ungir mentamenn frá Islandi, skemti á sömu samkomunni meðal íslend- ing í þessari borg, en þetta nær þó til Agnesar-kvöldsins, sem jþjóðræknisdeildin “Frón” stofn- ar til í Goodtemplarahúsinu á mánudaginn þann 29. þ. m., kl. 8.15 e. h. Guðmundur Daníelsson frá Guttormshaga, er í fremstu röð mikilvirkustu rithöfunda hinnar yngri kynslóðar, sem nú eru uppi með íslenzku þjóðinni; hann er eigi aðeins afkastamikill og sér- kennilegur skáldsagnahöfundur, heldur einnig merkilegt ljóð- skáld; eru kvæði hans, þau, er Vér höfum komist í kynni við, frumleg, blóðrík og hressandi. Guðmundur V. Hjálmarsson Guðmundur V. Hjálmarsson frá Lljótsstöðum í Þingeyjar- þingi, er bróðir Ragnars H. Ragnars söngstjóra og pianista; hann gaf sig um hríð við blaða- mensku, en er nú fastur starfs- maður í Landsbanka íslands. Guðmundur hefir dvalið árlangt í Bandaríkjunum við að kynna sér bankastörf; hann er sagður að vera prýðisvel m^li farinn. Með slíka menn á skemtiskrá, sem Guðmundana tvo, ásamt mörgu fleira, má óhætt gera ráð fyrir húsfylli áminst skemti- og þjóðrækniskvöld. BLETTUR Á FRÖNSKU ÞJÓÐINNI Forustumaður kommúnista- flokksins á Frakklandi, telur réttarhaldið yfir hinum aldna marksálki, Petain, hafa sett blett á frönsku þjóðina, sem ekki verði auðveldlega þveginn af; í fyrra stríðinu hafi Petain orðið ein glæsilegasta sigurhetja Frakka, en nú hafi hann verið dæmdur landráðamaður fyrir atburði, sem hvorki hann, né nokkur annar maður fran’skur, réði við, eins og ástatt var. Guðmundur F. Jónasson fimmtugur Hinn duglegi og vinsæli at- hafnamaður, Guðmundur F. Jónasson átti fimmtugs afmæli á föstudaginn 19. okt. Fulltrúar Fyrsta lúterska safnaðar og kon- ur þeirra neyttu kvöldverðar þann dag með hr. Jónasson og frú hans á matsöluhúsi Moores. Var honum við það tækifæri af- hent skrautritað skjal með svo- hljóðandir áletran: “Á þessum fimmtugasta af- mælisdegi þínum, viljum við undirritaðir fulltrúar Fyrsta lút- erska safnaðar, fyrir hönd safn- aðarins, og okkar sjálfra óska þér til hamingju og blessunar. Við viðurkennum og þökkum hið mikla gagn, sem þú hefir unnið kirkjunni með trúmensku þinni við hugsjónir hennar, með fordæmi þínu gagnvart meðlim- um hennar, með forystu þinni í starfi hennar, og með framlögum þínum af tíma og reiðu fé, öll árin sem þú hefir verið í fulltrúa ráði hennar og sem forseti. Megi Drottinn kirkjunnar leiða þig í bráð og lengd og krýna æfi- starf þitt með blessun sinni.” Varaforseti safnaðarins, Dr. Á. Blöndal hafði orð fyrir fulltrúa- nefndinni í fjörugri og skemti- legri ræðu. Frú Jónasson var af- hentur blómvöndur. Að lokum ávarpaði Mr. Jónasson nefndina nokkrum orðum og þakkaði fyr- imhlýhug þann og virðing, sem sér væri sýnd með boði þessu og hinu faguryrta ávarpi. Til vina minna í fyrsta lúterska söfnuði Eg finn mér það ljúft og skylt, að þakka presti Fyrsta lúterska safnaðar, fulltrúaráði hans, og meðlimum safnaðarins í heild, fyrir þá sæmd og þann góðhug, er allir þessir aðiljar auðsýndu mér og konu minni með virðu- legu samsæti á föstudaginn þann 19. þ. m., í tilefni af fimtugsaf- mæli mínu; hlýyrðin í minn garð, ávarpið, sem mér var fengið í hendur, ásamt þeirri vinsemd, sem til grundvallar lá, geymi eg í minningunni, sem helga dóma. Það er hverjum manni gróði, að eiga vini, eins og þá, sem eg hefi eignast innan vébanda Fyrsta lúterska safnaðar; eg þakka þeim ánægjulegt sam- starf og bið þeim öllum blessun- ar guðs. Virðingarfylst, , G. F. Jónasson. KOSNINGAR í FRAKKLANDI Síðastliðinn sunnudag fóru fram almennar þingkosningar á Frakklandi, þær fyrstu síðan að Frakkland gafst upp í styrjöld- inni miklu, og heimti frelsi sitt á ný; þrír aðal stjórnmálaflokk- arnir, kommmúnistar, jafnaðar- menn og Republicanar, höfðu fjölda frambjóðenda í kjöri, og voru kosningarnar sóttar af kappi miklu og lauk þeim með því, að kommúnistar fengu flesta þingmenn kosna, en ekki nógu marga til þess, að hafa ákveðinn meiri hluta í þinginu; er þess því vænst, að hinir áminstu flokk- arnir tveir myndi ráðuneyti. Kosningarnar féllu de Gaulle í vil, og ræður hann því öllu um st j órnarmyndunina. Aldarártíð Jónasar Hallgrímssonar. Ávarp Jóns próf. Helgasonar Á aldarártíð Jónasar Hallgríms sonar 26. maí, gengust íslend- ingafélagið, Fræðafélagið og Félag íslenzkra stúdenta í Kaup- mannahöfn fyrir athöfn við leiði skáldsins. Voru lagðir blómsveig- ar, skreyttir íslenzkum fánalit- um á leiðið, en Jón Helgason prófessor flutti þetta ávarp: “Langt frá þinni feðra fold, fóstru þinna ljóða, ertu nú lagður lágt í mold, listaskáldið góða. Hinn 31. dag maímánaðar árið 1845 komu saman á þessum stað “í góðu veðri og blíðasólskini” flestallir þeir Islendingar, sem þá voru í Kaupmannahöfn, og báru líkkistu til þess legstaðar, þar sem nú stöndum við. Þeir voru að jarða þann félaga sinn, sem einn hafði verið fær um að fella í mót hins lífi gædda ljóðs, og um leið að hefja göfugar tilfinn- ingar og hugrenningar sínar og þeirra: vináttuna, ástina, ein- stæðingsskapinn, heimþrána, drauminn um ættjörðina, um glæsileik fornaldar hennar, um nýja viðreisn hennar, um tign og fegurð náttúru hennar. Og eins og einn þeirra, sem við voru staddir komst síðar fagurlega að orði, “hörmuðu þeir forlög hans og tjón ættjarðar sinnar, hver sá mest, sem honum var kunnugast- ur og bezt vissi hvað í hann var varið.” Sami maður bætir því við, að það sem eftir hinn látna liggi, muni lengi halda uppi nafni hans á Islandi, en svo ágætt sem margt af því sé, megi þó full- yrða, að flest af því komist í engan samjöfnuð við það sem í honum bjó, og að það geti ekki sýnt til hlítar hvílíkur hann var Fagna skal í dag Og flytja brag Vinum verðmætum Vinum ágætum, Eftir fjórðung aldar Árskógum tjaldar Mætum minningum, Menn alt í kringum. Sólbjart er svið Við hvert sjónarmið. Gegn um helgihlið Inn á heimilið. Þar barnalán best Er þeim blessan mest, Sem á stuðlum stæði Stórt, fagurt kvæði. Góðhugur granna Er gæfumanna Lífs mesta lán, Sem lifa fáir án. Er sá auður beztur Og áhrifamestur Að yztu æfileiðum Af efstu heiðum. Er Árnasaga Sem í árdaga Djörf og dáðrík. Og í drengskap ráðrík. Þar er Maja mest Metin, og bezt Virt, sem vera ber, Og verðugt er. sjálfur í raun og veru. Þv; að Jónas Hallgrímsson var ekki nema á 38. aldursári, þegar hann hlaut að kveðja þenna heim, og skáldið^ hafði enginn lánsmaður verið á veraldarvísu, mun ekki einu sinni hafa átt fyrir útför sinni. Það er eins og hvert annað eðlilegt framhald þess auðnulitla æviferils, að hann hefir ekki feng ið að byggja einn sinn hinzta bú- stað, heldur hefir öðrum tvívegis verið fengin gisting í sama rúmi. Um langan aldur hefir öll ís- lenzka þjóðin fundið til hins sama, og þeir fulltrúar hennar, sem fyrir hundrað árum fylgdu skáldi sínu til grafar. Hún hefir kunnað og elskað1 kvæði hans, þekkt og harrnað örlög hans. Og í dag, þegar allt er að vísu öðru- vísi umhorfs á íslandi en nokk- ur maður gat þá gert sér í hug- arlund, að verða mundi, leita margir hugir þaðan til þessa stað ar. Þeir leita hingað í þakklæti fyrir það, sem honum auðnaðizt að yrkja, blöndnu söknuði þess, sem hann hefði getað afrekað, ef örlög hefðu verið hagstæðari honum og okkur. Það hefði átt vel við, að auðkenna leiði hans með íslenzkum villiblómum, þar sem bæði væri fífill úr haga og rauð og blá brekkusóley. En úr því að þess er ekki kostur, verða lagðir hér tveir sveigir úr hér- lendum blómum. Annar er frá sendiráði íslands, svo sem fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar allrar og sýnilegt tákn þeirra hugsana sem fljúga í dag yfir óravegu hafsins. Hinn er frá íslendingum rí Danmörku, sem þykjast* eiga éitt sérstaka tilkall til Jónasar Hallgrímssonar, bæði í skamm- degiseinverunni og í vorblíðunni eins og nú, þegar þeir hafa yfir: “Enginn grætur íslending” og “Nú andar sumrið sæla vindum þýðum.” Mesta lán manns Var Maja hans, Er fór með frúarvöld Fjórðung úr öld. Engin orð fá lýst Og allra sízt Hennar hug og sál Við sín hjartans mál. Hvar fólkvaldi fór Varð frægð hans stór. Gat virðing og veg Sér í Winnipeg. Hvar yggjungur fer Hann af öðrum ber Er firaspjöll flytur Fáin bæði og vitur. Sagan er ei sögð: En á sumri lögð Sú undirstaða Er á þau hlaða Hús við hæfi beggja Hátt, og til veggja Vítt, svo vé ei bindi Þeirra veglyndi. Ærin aðalsmerki í orði og verki. Prýða á Palmerstón Hin prúðu hjón Heill hjóna bæti Hnoss og ágæti Erfð og innræti Efst í hásæti. 12. október 1945. S. E. Björnsson. Kennsla í vélflugi hefst um næstu helgi Tvær kennsluvélar fengnar til landsins í því skyni. Vísir hafði tal af Magnúsi Guð- mundssyni flugmanni í morgun. Skýrði hann blaðinu frá því, að hann og tveir aðrir flugmenn, þeir Smári Karlsson og Jóhannes Snorrason, byrjuðu kennslu 1 vélflugi upp úr næstu helgi. Hafa þeir félagar fengið til landsins tvær kennsluflugvélar, af Tiger-Mouth gerðinni, en þær eru mikið notaðar við kennslu- flug í Kanada, og þykja sérlega hentugar til þess. Vélarnar eru tvíþekjur með 130 hestafla vél og eru landvél- ar. Þær eru mjþg auðveldar í allri meðferð og geta m. a. sezt á slétt tún. Eins og að framan get- ur komu aðeins 2 vélar og er nú búið að setja aðra þeirra saman og hefst kennslan á henni til að byrja með. Geta þeir félagar kennt undir minna próf, en það gefur mönn- um réttindi til að fljúga einir eða með kunningja sína, endur- gjaldslaust. Þessar flugvélar munu verða starfræktar í Reykja vík, svo og úti á landi. Kennsl- una annast þeir félagar sjálfir í tómstundum sínum, en þeir eru eins og lesendum er kunnugt, allir flugmenn hjá Flugfélagi ís- lands. Þeim félögum bárust milli 70 —80 umsóknir, en til að byrja með munu þeir aðeins kenna 12 mönnum meðan ekki er nema önnur flugvél þeirra tilbúin til flugkennslu. Geta þeir þjálfað menn undir minna próf, en það er 8 klukku- stunda flug með kennara og 40 klukkustunda “sóló” flug. Vél- amar eru þannig útbúnar, að hægt er að þjálfa menn í blind- flugi. Að loknu flugnámi munu þeir gefa nemendum sínum kost á að fá flugvélarnar til afnota bæði til æfinga og skemmtiflugs. —Vísir 19. ág. STRÍÐSGLÆPAMENN Nú hefir svo skipast til, að réttarrannsókn gagnvart tuttugu og fjórum þýzkum Nazistum, er sameinuðu þjóðirnar saka um það, að hafa átt upptök að síðasta heimsstríði, og drýgt einn glæp- inn öðrum meiri, gagnvart mann- kyns heildinni, verði hafin þann 18. nóvember næstkomandi í Nurenberg; efstir á þessum glæpamannalista, eru þeir Goer- ing, Hess og von Ribbentrop. Þessum tuttugu og fjórum sak- borningum, hafa formlega verið tilkyntar sundurliðaðar ákærur á hendur hvers um sig. LAUSAVÍSUR OG LJÓÐ EFTIR HALLGRÍM JÓNSSON Eins og öllum er kunnugt, er Hallgrímur Jónsson, fyrverandi skólastjóri skáld gott, bæði á bundið og óbundið mál. — Flest- um eru kunnar hinar skemtilegu barnasögur hans og birtist ein þeirra, Viðlegan á Felli, nú ný- lega hér í blaðinu. Hallgrímur hefir nú nýlega sent frá sér nýja ljóðabók, sem hann nefnir Lausavrsur og ljóð. — Munu lausavísurnar vera í meirihluta í bókinni, og eru margar þeirra ljómandi vel kveðnar, hnittnar og smellnar, — stökur, sem margar hverjar munu lifa lengi. Þetta er önnur ljóðabók Hall- gríms, hin fyrri heitir Stef og stökur. Jens Guðbjörnsson hefir gefið báðar bækurnar út með prýði. —Mbl. 25. ág. Endurkosinn á Þing G. S. Thorvaldson, K.C. Þegar Lögberg kom út í fyrri viku, var það enn óráðið hverjir yrði þingmenn Winnfpegborgar, að þeim þremur undanskildum, er kosningu náðu við fyrstu taln- ingu; nú eru úrslitin að fullu kunn, og eftirgreindir 10 menn fara með umboð borgarbúa í fylkisþinginu í Manitoba, en þeir skiptast þannig niður með hlið- sjón af pólitískum játningum.— Liberal Progressives: McDiar- mid, Rhodes Smith og William Scraba. Progressive-Conserva- tive, G. S. Thorvaldson. C. C. F.- liðar, Farmer, Stinson, Gray og Swailes. Labor-Progressive, Mr. Kardash, og utan flokka, Mr. Stubbs. Lögberg óskar Mr. Thorvald- son innilega til hamingju með kosningasigurJ nn. LIBERALAR SIGRA Á þriðjudaginn fóru fram fylk- iskosningar í Nova Scotia, og urðu úrslit á þann veg, að Liberal stjórnin, undir forustu Angus L. Macdonalds, vann 28 þingsæti, en C.C.F. 2. Allir frambjóðendur íhaldsmanna töpuðu kosningu, og flestir jafnframt tryggingar- fé sínu. Þetta er í fjórða skiftið sam- fleytt, sem Liberal flokkurinn vinnur kosningar í Nova Scotia. QUISLING SKOTINN Aðfaranótt síðastliðins mið- vikudags, var Vidkun Quisling, sá, er með einsdæma svikum og undirferli seldi Noreg þýzkum Nazistum í hendur, og safnaði á skömmum tíma fáheyrðum auð- æfum, skotinn, að viðstöddum nokkrum yfirmönnum hers og lögreglu; síðustu vikurnar, sem Quisling lifði, var hann alment kallaður Júdas norsku þjóðar- innar. SIGURLÁNIÐ Hið 9. sigurlán Canadástjórnar kom til útboðs á markaðinn á mánudaginn var; upphæð sú, sem farið er fram á, nemur hálfri annari biljón dollara, skerfur Manitoba skal vera 100 miljónir; veðbréfasalan fer vel af stað, einkum í Alberta, Ontario og Quebec, en miður í Saskatche- wan og Manitoba. Þetta er hæzta lánið, sem stjórn þessa lands hefir nokkuru sinni boðið út. HAFNA SAMVINNU Að því er nýjustu fregnir herma, hefir verkamannaflokk- urinn norski hafnað tilboði kommúnista flokksins um sam- vinnu í kosningum þeim til norska þjóðþingsins, sem nú fara í hönd. Kommúnistar fóru fram á það, að flokkarnir létu allar deilur falla niður meðan kosn- ingabaráttan stæði yfir, með það fyrir augum, að vinstri öflin yrði eigi þannig klofin, að íhaldssam- tökin gengi sigrandi af hólmi. Vísir, 30. júlí. Aldarfjórðungs hjónaminni til Arna og Maju Bggertson

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.